Heimskringla - 10.12.1924, Side 4

Heimskringla - 10.12.1924, Side 4
'4. BLAÐSÍÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 10. DJES., 1924. (StofnnS 1886) Kemor flt A hverjom miðvlkudegl. EIGENDURs VIKING PRESS, LTD. 853 o*r 855 SARGKNT AVK., WINNIPEO, Tulolmil N -6537 VerB blaSsins er $3.00 árgangurinn borg- lst fyrirfram. Ailar borganir sendist THE VIKING PREKS LTD. 6IGFÚS HALLDÓRS frá Höínum Ritstjórl. JAKOB F. KRISTJÁNSSON, Ráðsmaður. T'tnnAxkrlft tll blaðNlDn: THE VIKING PRESS, Ltd., Boz 8105 UtnnfiNkrlft tll rltMtjrtrnn.s: EDITOH IIEINSKRINGLA, IIox 8105 WINNIPEG, MAN. "Heimskrlngla ls publlshed by The Vlklnp Prenn Ltd. and prlnted by CITY PRINTING «fe PURLISHING CO. 853-855 Sargent Ave., Winnlpesr, Man. Tclephone: N 6537 WINNIPEG, MANITOBA, 10. DES., 1924. Nýju fötin aðalritstjórans. Herra aðalritstjórinn kemur tvíelleft- ur fram á ritvöllinn í síðasta tölublaði “Lögbergs”, íklæddur glæsilegasta skrúða sagnritunarinnar, sem réttborinn arfþegi að kápu Ara hins fróða, og skarlatslit- aðri guðvefjarskikkju Snorra Sturluson- ar. Engin samþykt liggur nú samt fyrir enn, svo fregnir hafi borist um, af hálfu Vestur- eða Austur-íslendinga, um að steypa þessum klæðum yfir herðar herra aðalritstjórans, að svo komnu. — En það er farið að verða hljóðbært um alt með- al íslendinga, um efnið í búningum þeim hinum sárfínu og glæsilegu, er herra að- alritstjórinn hefir jafnan skartaði, með mestu stolti, í alsælu yfirlætisins. Hafi einhverjir enn þá ekki komið auga á efni það, er þessi nýjustu föt herra aðalrit- stjórans eru ofin úr, skulum vér reyna að leiðbeina þeim, um það er þessu máli lýkur. Herra aðalritstjórinn hefir enn þá ekki borið gæfu til þess að renna hinn allra minsta grun í það, hvað átt er við með hugtakinu hræsni. Hann sér í því efni engan mun á yfirlýsingum hinna tveggja kirkjudeilda. Hefðum vér fyrir ári síðan látið segja oss þrisvar, að til væri bæna- bókarfær íslendingur hér vestanhafs, er svo lítið skynbragð bæri á almennustu hugtök. v.. Þó skulum vér, sem síðustu gustuk, er vér veitum herra aðalritstjóranum, geta þess við hann, að öðrum mönnum yfir- leitt er kunnugt um það, að ekki einungis hræsna menn viljandi, heldur og einnig óbeinlínis ,eða óafvitandi. Stundum er það og kallað að skrökva að sjálfum sér. Til dæmis: Oss þykir fremur líklegt að það væri býsna gott dæmi þeirrar einu hræsnis- tegundar, er herra aðalritstjórinn virðist bera skynbragð á, ef 'hann legði oss hend- ur um háls, í næsta sinn er vér mætt- umst, kysti oss á báðar kinnar, að kon- unga sið, og segðist elska oss. — Aftur á móti er það dæmi um hina óbeinu teg- und hræsninnar, (sem er það allra mildi- legasta nafn, sem hægt er að gefa and- anum í yfirlýsingu “United Presbyteri- ans”) er hann telur sjálfum sér trú um, að hann sé minstu vitund fróðari um nokkurn hlut, en hver annar óbreyttur ís- lenzkur alþýðumaður. — Það flækist undarlega fyrir herra aðalritstjóran- um, sem er eini mergurinn málsins, sem sé spuming sú, er vér lögðum fyrir hann, hvert hann gæti bent á nokkra einustu þjóð, nú á síðustu áratugum, eða jafnvel öldum, sem þykist ekki altaf hafa verið að verja hendur sínar, eða berjast fyrir frelsi undirokaðra þjóða. Þarúa hleypir herra aðalritstjórinn reiðingnum algjör- lega fram af sér, og gefst upp við að svara, af því vitanlega, að það er ómögu- legt fyrir hann nema að svarið falli oss í vil. En þegar allir þykjast fara í stríð af sömu ástæðu, allir af sömu göfugu á- stæðu; árásamaðurinn jafnt og sá er fyr- ir árásinni verður; þá er svo afskaplega augljóst,~að slíkar yfirlýsingar, sem sú er vér lögðum dóm á, er einskisvirðfy bg verra en það; hún þyrlar aðeins upp moldryki til þess að blinda hreinar, ein- faldar og óstaðfestar sálir, eins og t. d. þessa, sem líkamshamur herra aðalrit- stjórans er að klöngrast með. Annars er nú alt fremur meinh'tið hjá herra aðalritstjóranum út af þessari hræsnisdeilu. Þar hefir eiginlega ekkert verið að hjá honum nema algjört skiln- ingsleysi á almennustu hugtökum. En það er fyrst er Indíánarnir og Búa- stríðið kemur til tals að sagnaritarinn spennir sig megingjörðum. Og þá er nú, meðal annars, ekki verið að taka með silkiglófum á sannleikanum. Vér skulum reyna að þvæla ekki mjög langt mál. Þó herra aðalritstjórinn gleymdi að geta um það, þá breytti Gladstone algjör- lega samkvæmt ummælum þeim er vér höfðum eftir honum, því þó hann með góðu vildi reyna að tengja Transvaal við brezka veldið, þá var hann svo einlægur friðarvinur og mannkostamaður að hann fór ofan af þeirri hugmynd þegar er hann sá, að Búum var svo mikil alvara, að verja frelsi sitt, að þeir vildu láta lífið fyrir það; og sýndu það í verkinu, er þeir börðu á Bretum við Majuba Hill 1881. Hefði maður eins og Chamberlain ráðið mestu í Englandi þá, þá hefðu Búar í það skifti verið undirokaðir, en ekki 20 árum síðar. En nú sat Gladstone við stýrið, og þess- vegna var ofbeldi ekki beitt. Og hefði hann verið í fullu fjöri um aldamótin 1900, , og fram á þenna dag, þá hefði ekkert Búastríð orðið. Öll þau ummæli, er vér höfum vitnað til í grein vorri hinni fyrri eru orðrétt eft- ir höfð, þó herra aðalritstjórinn trúi því ekki. En ekki er það vor sök þó honum hafi sézt yfir þetta í Encyklopædia Britannica — því fræðslu mun hann hafa leitað sér þar. — En gefa skulum vér L d. $100.00 til einhverrar þeirrar líknar- stofnnunar, er hann ákveður, ef vér get- um ekki fært sönnur á mál vort í vitna viðurvist, og þannig gefið honum tæki- færi til þess að “éta ofan í sig”, eins og hann sjálfur kemst að orði, ósannindi sín um það efni. í sambandi við ósannindi og skynvill- ur skulum vér geta þess við þá lesendur, sem eru ekki alveg eins sprenglærðir samanburðarmálfræðingar og herra að- alritstjórinn, að Volksraad” þýðir blátt áfram “þjóðþing”, en ekki “þjóðþing- þing”, né heldur “meinar það á íslenzku fólksráð”!! eins og svo aðdáanlega er að orði komist í ritstjómardálkum “Lög- bergs”. Það er ekkert til á íslenzku, sem nefnist því nafni. Ennfremur að það er skröksaga ein, að nokkur landshluti í Transvaal eða annarsstaðar hafi verið af Búum eða öðrum kallaður “Uitland”. Herra aðalritstjórinn getur flett upp landabréfum og alfræðisorðabókum alla sína æfi, og hvergi fundið staf fyrir slíkri endileysu. En hér þurfti fáfræðin og hirðuleysið að hylja nekt sína, og því sveipar herra aðalritstjórinn sig skrökku- flinum. Því þrátt fyrir það, að herra að- alritstjórinn telji það drengilega gert “að éta ofan í sig”, hafi manni skjátlast, þá finst honum það nú ekki veglegra en svo, að vér höfum ennþá aldrei séð honum verða sá drengskapur á. Það er alveg sama, þó hann í skynleysi sínu veiti lík- inu af áliti sínu hverja stunguna á fætur annari, sem nægileg væri til þess að myrða það, ef nokkur líftóra væri í því, í hvert skifti er hann blekar pennann; hann lætur sér aldrei segjast. Þar er altaf sama gáfnastigið: Aldrei að játa, að sér hafi skjátlast, hver ódæmis lok- leysan, sem fram er sett, heldur þvæla, þvæla, ÞVÆLA. Vaða elginn í taglhvarf, í von um að geta þreytt mótstöðumann- inn til þagnar. Og ef það ekki tekst, þá bara að sniðfara sannleikann, til þess að'; auka á fróðleik þann, sem réttur er að | lesendunum! Það er ekki einskisvirði fyrir lesendurna, að fá áhugamál sín rök- rædd með slíkum penna. — Annars er satt að segja of broslegt að vera að rífast um Búastríðið í mörg- um blöðum. Sagan er þegar búin að leggja sinn dóm á það. Og tildrög þess og upphaf verður altaf blettur á sögu- spjöldum Englands, hvað glæsilega og á- óyggilega sem hr. aðalritstjórinn skrifar um það efni. Sama er að segja um það barnaskraf, er hann lætur frá sér fara um afskifti Englands og.Canada af Indíánun- um. Það sýnir ekkert annað en algjörða fáfræði um alt nýlendufyrirkomulag í Bretaveldi. Því áreiðanlega hefir hvergi i því ríki verið farið óhyggilegar með jafngáfaða frumþjóð og Indíánamir eru. f Og annaðhvort er það af ótvíræðri 'hræsni, eða þá af svo hneykslanlegri fá- fræði, að óþolandi er fyrir mann í rit- stjórnarsessi, að herra aðalritstjórinn hneykslast svo á ummælum “Heims- kringlu” um nýlendunám stórþjóðanna, þar á meðal Englendinga. í meira en 50 ár hafa málsmetandi menn enskir svo tugum, hundruðum og þúsundum skiftir, farið langt um harðari orðum um þenna hlut. Og þessu er haldið áfram þann dag í dag. Og það án þess að nokkur mað- ur þar í landi blikni eða bláni. Ef herra aðalritstjórinn veit þetta, og er svo blind- fullur af brezkri hollustu, (þó þýlynd sé) að hann þessvegna áfellist “Hteims- kringlu”, þá skiljum vér satt að segja ekki, að hann geti sofið á nóttum fyrir hryllingi, og heldur ekki að hann þá skuli ekki nota andvökunætumar til þess að skrifa í ensk blöð, — því líklega er herra aðalritstjórinn ekki síður pennafimur á ensku en íslenzku, — og benda mönnum á þessa voðamenn, sem séu vakandi og sofandi að tala og skrifa ‘níð’ og “hneyksl isgreinir’ um England, menn einsog Lloyd George, Bernard Shaw, Bertrand Russ- ell, H. G. Wells, Sydney Webb, Ramsay McDonald o. fl., o. fl., sem oflangt yrði hér upp að telja. Nei, þetta er gert bæði af illgirni og fávizku. Illgimin kemur fram við oss persónulega, í þeim álygum að reyna að rægja oss svo við lesendur, sem vér sé- um þjóðníðingur hér í Canada. Fávizk- an lýsir sér í því líka. En hún lýsir sér í fleiru. H.ún lýsir sér í hverju tölublaði ! “Lögbergs”, í ritstjórnardálkunum. Um j alt er skrifað; altaf er sjálfsálitið óbilandi; | gorgeir ómentað manns, sem reynt hefir að sjálfmentast, en ekki tekist, að kom- i ast svo langt, að vita að hann ekkert veit , í neinni fræðigrein, svo að gagni megi koma. Altaf í ný föt farið, og reynt að 1 spóka sig í þeim á ritvellinum fyrir les- ! endum — þó þau séu úr hýalíni aðeins — heilaspuna sjúklingsins sjálfs. Þetta getur gengið nokkra stund, að fólk hafi þolinmæði til þess að afsaka þetta, og látast trúa á skrípaleikinn. En svo finst einhverjum meðal áhorfenda, að sér sé troðið einu sinni of oft um tær, og nennir ekki lengur að vera brjóst- góður. Og þá vekur hann athygli áhorf- anda á því að maðurinn sé ekki í neinu! eins og keisarinn forðum hjá æfintýra skáldinu Andersen, í æfintýrinu “Nýju fötin keisarans”. Og þá brýzt út heil- næmur og hressandi hlátur, sem vana- lega annaðhvort drepur eða læknar sjúk- linginn, ef hann kemst honum til eyrna. Herra aðalritstjóranum er óhætt að trúa því, sem vér hér segjum. Hann er meira og meira að gera sig að viðundri, í augum skynsamra lesenda, fyrir fífldirfsku sína í því, að reyna að skrifa um alt milli himins og jarðar, eins og hann einn vissi, og mega þó bæði kallast því nær óskrif- j andi, sökum skorts á nauðsynlegri al- mennri mentun, og hafandi þar að auki mann við hliðina á sér, sem oft gæti sag^ | honum til, og varað hann við, að kaf- hleypa í verstu foræðunum. Þetta er reiðilaust af oss sagt, þó vér séum að vísu orðnir þreyttir á að láta abbast upp á oss að ósekju, og segjum hér herra aðalrit- stjóranum því beizkan sannleikann. Og j vér getum auðveldlega rökstutt mál vort í betur, ef hann annaðhvort ekki trúir oss, ! eða æskir þess; og skulum enda fúslega ! gera það — þó í styttra máli verði, því um margt göfugra er nauðsynlegra að rita. Salmagundi Fyrir óratíma (eða svo finst oss nú) vorum vér allra.gagn á heimili gamalla hjóna, sem athuguðu Kfiö um öxl. Vér vorum í æsku — ná. kvæmlega 12 ára gamall — og fullur af löngun eftir æfintýrum, þó vér rækjumst á fá. I orSi kveðnu áttum vér aS fást yið' vatnsburS, Viöar- högg og gripahiröingu. En þessu fylgdi og annar starfi, ekki beinlínis nefndur í samningunum — aö lesa fyrir gömlu hjónin, sem var nú farin að daprast sjón. Sá starfi var oss lítt aö skapi í fyrstu, bæöi af því, aö vér urðum aö lesa á máli, sem var oss náfega ókunnugt en þaö Vair íji'ort móðurmál, og einnig af því, að vér vorum svo gjörsamlega siðspiltir að vilja heldur berjast áfram á tunnu. stafa.skíöum en að lesa í posjtiljlu Péturs. Sú postilla var þungur kross á vorum ungu herðum, því allan veturinn uröum vér á hverju kvöldi að lesa eina prédikun frá exordium til amens, frá útlistun til heimfærslu, og tvöfaldan skamt á sunnudögum. I þóknunarskyni fyrir þaö fengum vér sykur út á grautinn á sunnudags. morgnum, því slíkt var ekki viðhaft á vikudögum. En aldrei geðjaðist oss aö Pétri. En þó nú gömlu hjónin — friður sé meö þeim — þráöu sælubústaðina, þá var þó á köflum, að hugsunin um aö skifta á þessum táradal og sæluheim. kynnunum, hvíldi ekki eins þungt á hugum þeirra. Þetta ágerðist eftir því sem dagarnir Iengdust, og á hverjum degi lásum vér þá meira af Islendingasögunum fyrir þau. Gretla og Njála hrifu oss, eins og þær gera í hvert skifti enn; Örvar.Oddur og Grímur Ægir voru töfrandi. Og af því að vér vorum neyddir til þess að kynnast sögunum, þá teljum vér alt. af þeim hálf.ömurlega vetri vel var. ið. Að kynnast sögunum er vel á við eins árs skólagöngu. Að undanteknum sögunum var lít. ið veraldlegt að lesa. Fáeinar sér. prentaðar neðanmálssögur úr “Heims kringlu” og “Lögbargi”, “Svava’, og einn eða tveir árgangar af “Öld. inni ’. Þetta var nú bókasafnið. “Allan Quatermain” og “Kapitola” var guðafæða, en “Öldin” var æðri vorum skilningi. Ekki svo að skilja, að vér reyndum ekki; vér hefðum reynt að brjóta kóraninn til mergj. ar, ef annað læsilegt hefði ekki verið fyrir hendi. En vér botnuðum ekki í “Öldinni”. Vér munum sérstaklega eftir tveim nöfnum úr þessum bardaga.: St. G. Stephánsson og Kristinn Stefánsson. Fyrir ofan nöfn þeirra voru bálkar af rimuðum hendingum, sem vér mynd. um hafa skilið jafnvel, þó þær hefðu verið prentaðar á grísku. Vér ákváð. um ósjál frátt, að þetta væri ekki við vort hæfi, og höfum síðan í full tutt. ugu ár, fælst alt það, sem þeim var merkt. Vér höfum haft óljósa vit- und um að Stephán G. hafi verið að rita “high-brow stuff”, að bann hafi hlotið viðurkenningu, sem stórskáld. En vér höfum tekið þann kostinn að þegja, í hvert skifti er nafn hans bar á góma í kurteislegum samræðum. Ekkert gat freistað vor að kynnasí honum. — Gamlir sleggjudómar réðu. Hláturinn er alt í kring um herra að- | alritstjórann, þó hann kannske ekki viti það enn þá, eða þori ekki við það að kannast með sjálfum sér. En með hverri aðalritstjórnargrein brýzt hláturinn út, eins og hringgárar er steini er kastað í vatn. Hann byrjar sem gleitt kýmnis- bros inni á prentsmiðju “Lögbergs”, hann fer sem pískurhlátur um borgina með bæjarpóstinum; vex þar um helming ás- megin, og breiðist sem óstöðvandi skelli- hlátur í feiknahringjum út um landið frá Winnipeg, suður í Bandaríki og norður í Alaska; vestur á Kyrrahafsströnd og austur til íslands. Æfintýri Andersens endar þannig: “Hann er ekki í neinu”, kallaði að lok- um alt fóikið. “Og keisaranum rann kalt vatn milll skinns og hörunds, því honum fanst, að menn hefðu rétt að mæla, en hann hugáaði með sér: “Nú verð ég að þrauka það af, þangað til hátíðargangan er á enda”. Og keisarinn færðist í auk- ana og gekk enn spertari en áður, og kammerherramir löbbuðu á eftir og báru kjóldragið, sem ekkert. var”. En nýlega uppgötvuSum vér hann. Eyrstu þrjú bindin af “Andvökum” hafa hvílt á bókahyllu vorri árum saman, ósaurguð og ósnert. Einn góðan veðurdag opnuðum vér svo eina bókina af hendingu : “Barn, með skapið ofið úr árdagsblíðu og þrumuskúr”. Hvað I var þetta Stephán G. ? Hér voru skiljanleg orð í skiljanlegu sam. hengi I Vér lokuðttm bókinni, til þess að eyðileggja ekki áhrifin. í annað sinn opnuðum vér “Andvökúr” af hendingu: “HJann einbúi gnæfir svo langt yfir látt að lyngtætlur stara’ á hann hissa. Hann stendur sem hreystinnar heilaga mynd og hreinskilnin klöppuð úr bergi”. Stephán, hinn ægilegi, hinn óskiljan. Iegi, talapdi sömu tungu og hvers- dagsmenn ! Var oss að dr^ma ? Vér DODD’S nýrnapillur eru bezta nýrnameðalið. Lækna og gigt, bakverki, hjartabilun, þvagteppu, og önnur veikindi, sem stafa frá nýrunum. — Dodd’s Kidney Pills kosta 50c askjan, eða 6 öskjur fyrir $2.50, og fást hjá öllum lyf- sölum, eða frá , The Dodd’s Medicina Co., Ltd., Toronto, Ontario. ákváðum að ganga úr skugga um það Síðan höfum vér lesið Stephán G.. Og lítið annað. Og þvi meira sem vér lesum, því meira dáumst vér að hon. um, dáumst að djúpskygni hans, víð. feðmum lífsskilningi, og að hinni yf. irgengilegu snild í framsetningi. Hér er sannarlega skáld á ferðinni, hafi það nokkurntima verið, sem mælir tungumáli guðanna á mállýzku dauð- legra manna, svo að þar blikna hinir grunnskreiðari Tennysonar, Brown. ingar og Longfellowar við saman. burðinn. — Að vísu skal það játað, að þetta er skrifað í uppgötvunar. vímunni, og að það er ekki ómögu. legt að tíminn, og enn nánari við. kynning megni að draga að einhverju leyti úr þessum orðum — en mjög efumst vér um það, sem stendur. L. F. ------0------ Bókafregn Ferskeytlur. Svo heitir kvæðakver, fyrir stuttu hingað komið, eftiri Jón S. Berg- mann í Hafnarfirði; úr Miðfirði i Húnaþingi. Það er í 8 blaða broti, 72 bls. að stærð, prentað í prent. smiðjunni Acta í Rvik 1922. Frá- gangur allur góður. Sem nafnið ber með sér, er þetta safn af “Ferskeytlum”, tækifæris og lausavísur, sléttar og vel kveðnar. Eru sumar vísurnar sannnefnd spak. mæli, aðrar meinlega fyndnar, en allar á látlausu og smekklegu máli. Svo Iætur höfundinum vel að kveða, að eigi verður annað fundið, en fyrirhafnarlaust mæli hann hverja visu af munni fram. Svipar vísum þessum mjög til vísna Baldvins heit. ins skálda að áferðj og hagvirkni. Engin löng kvæði eru í kverinu, þatt lengstu 6—7 erindi, en mörg stakan ígildi ótal versa. T. d,: “Andann lægt og manndóm myrt wiaura nægtir geta. Alt er rægt og einskis virt; sem ekki er hægt að jeta”.—bls. 33. ____________ nnhuðcm Auður, dramb og falleg föt' Eyrst af öllu þjerist, Og menn, sem hafa mör og kjöt, (Meira, en alment gerist’v—Ws. 33. Ilia berðti fötin fín flestum hættulegur. j ia/ fytc Það er milli manns og þin nteira en húsavegur. — bls: 34. 'Sýknir þola sumir menn sekt á öllum þingum, Grettis böl er arfgengt enn ýmsum Miðfirðingum.” Samstæðar visur kveður hann ti! Dr. Helga Péturss, sira Magnúsar Helgasonar, Bjarna frá Vogi og eft. irmæli ttm Þorstein Erlingsson, Andrés Björnsson, Sigurð Breið. fjörð. Má af því marka hverjir að eru hans ntenn. Þessi erindi eru í visunum eftir Þorstein: (bls. 11.) óður hans var allur snild Aldrei hik né veila, Hvort sem orðin urðu mild Eða heimsádeila. ■Hræsnaranna hæddi raust Harður svikaranum, ÖIlu veiku, vernd og traust Vegur, kærleikanum.

x

Heimskringla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.