Heimskringla - 11.02.1925, Blaðsíða 2

Heimskringla - 11.02.1925, Blaðsíða 2
2. BLAÐSEÐA HEIM SKRINGIA Frá Rússlandi. HINIR NÝJU ÖREIGAJR. Fyrir nokkru síSan birtist hér í blaSinu þýöingar á greinurh um Rússland, sem A. Karlgren prófesssor hafði þá nýlega ^ktrifaðf. , Hdfir hann nú enn skrifaö um líðan ein- stakra stétta í Rússlandi, og birtist hér útdráttur úr því, sem hann seg- ir um “nýju öreigana” í Rússlandi. En meö þeim á hann viö alla þá, sem Sovjetstjórnin telur ekki vera af sínu sauðahúsi. Karlgren bendir á þaö, aö Sov- jet.vinir haldi því fram, aö stétta. greiningin hafi horfið í Rússlandi með byltingunni, öreigarnir hafi af. máð sjálfa sig og risið upp á ný sem önnur stétt. Ef þetta er satt, segir Karlgren, þá hefir byltingin sigrað í því, sem mestu varðaði, þá hefir hún veitt rússneska borgaranum það, sem að fullu vegur upp þau óþægindi og þær hömlur sem hann verður að leggja á sig í daglegu lífi. En er það rétt? Er sigur byltingarinnar svona mikill ? Karlgren svarar nú þessu, og seg- ir, að hver sem með opnum augum hafi farig um Rússland, hann hljóti að verða á alt annari skoðun. Það sé lanigt frá því, að byltingin hafi bætt í þessu efni. Því í stað þessa stéttalausa lands, sem eigi að vera, þar sem allir borgararnir eigi að r.jóta sömu réttinda, þar sé í raun og veru um þjóðfélag að ræða, sem hefir ákaflega glögt aðgreindar stéttir, þar sem réttindum sé geisi-ólikt skift. Og stéttamismunurinn fari stöðugt vax. andi. Karlgren bendir á eina stétt, sem engin réttindi hafi — leyfar af yfir- og millistéttarinnar gömlu í Rúss- landi. Þessir borgarar, segir Karlgren, að séu nú hinir sannkölluðu öreigar landsins, réttindalausari, kúgaðri en verkamanna. og bændaöreigarnir hafi nokkurn tíma verið þar í landi. Sú skoðun, <em viða hafi rutt sér til rúms i Vestur-Evrópu, að þessar stéttir hafi runnið samar. við þá stétt, sem vö'd- in tók — hún sé ekkert annað en vit- leysa. Sú stéttabarátta stæði enn, sem beint hafi verið gegn yfirstéttun. •jrn, og sé nú á sínu allra versta og svívirðilegasta stigi. Það séu al: af notuð ný og ný vopn. Gamla aðferð- in að setja dauðadæmdan mann upp við múr, og skjóta síðan áihanu — hún hafi verið mannúðleg og misk- unarríkari en þær aðferðir, sem nú séu notaðar til þess að kvelja línð úr öllum, sem voru af borgaraættum og ekki hafa beygt sig undir vald Eolsjevismans. Karlgren segir, að það hatur, sem verkamannastéttin hafi alið til allra þeirra, sem betur voru settir, það sé dyggilega nært, og því sé haldið við eins og heilögum eldi, og sé fengið til að blossa hærra og hærra með skipu. lagsbundnu starfi. I ræðum og ritum. í skólum og með myndum, á leiksviði og í kvikmyndum — alstaðar sé end- urtekin áskorunin um að svívirða af- komendur hinna hærri stétta, fjand- menn öreiganna, sem nú fái laun sín fyrir framin verk. Hann segir, að ekki verði opnað eitt blað án þess, að þessi áskorun sjáist. Á einum stað segir hann, að eitt blaðið dragi dár að gömlu, hungruðu aðalsfólki, sem gangi með síðustu eigur sínar, silfur. skeiðar, gamla kniplinga, helgimyndir og annað þess konar, á torg bæjar- ins til þess að selja það fyrir brauð- bita, og tali blaðið með hæðni um tötra þeirra, tærð andlitin og döpur augun. Á öðrum stað, er sagt frá einum manni, af gömlum góðum ætt- um, sem framdi sjálfsmorð. — Segir Karlgren, að frásögnin sé eins og sparkað sé í dauðann htínd, og þau ummæli látin fylgja, að þetta hafi víst verið það eina rétta, sem þessi irannskepna hafi nokkurntíma gert. Greinarhöfundurinn segir, að eins og leyfum yfirstéttanna sé bægt frá líkamlegum gæðum, eins sé þeim bægt frá þeim andlegu. Mikið kapp er Iagt á það, að bægja þeim frá mentastofnununum, bæði þeim hærri og lægri. Stúdentum, sem eru af borgaraættum, er gert mjög erfitt fyr ir að dvelja í háskólunum, og barna- skóiar eru helst ekki til fyrir önnur börn en þau, sem eru af verkamönn- um komin. En þó segir Karlgren, að þetta sé ekki nema sýnishorn þeirr- ar stefnu, sem ráði bjá Sovjetstjórn- inni, að hindra hinar borgaralegu stéttir í því að vinna sér brauð, og svelta þær með því í hel. Á sama hátt segir höf. greinarinn. ar að kúgunin sé, þegar um vernd lagana er að ræða. Hvað eftir ann.- að lesi maður í dagblöðunum dóma sem séu hlægilega vægir, ef þeir sem dæmdir eru hafa verið í “öreiga”. íiokknum og glæpurinn hefir verið framinn á borgarastéttunum. Einn úr borgarastéttinni var myrtur. — Glæpamaðurinn var dæmd ur, að því er látið var heita, í 5 ára fangelsi, en með tilliti til þess, að hann var af “öreigpim” kominn var hegningartíminn færður niður í 2 ár, og þegar þar að auki var tekið hæfi- legt tillit til góðrar þjónustu hans í rauða hernum, þá var rétturinn á- sáttur um það, að láta eitt ár nægja. Borgarastéttin, sem áður var, seg- ir Karlgren, er orðin að öreigastétt, og líf þessara manna er grátleg harmsaga. Eg heimsótti í smábæ ein- um nokkra vini mina frá gamalli tíð; þeir voru af einni þessari gömlu, gagnmentuðu og ástúðlegu ætt, sem voru svo margar í Rússlandi á sínum tíma. Fjölskyldufaðirinn var lækn- ir. Eg hitti hann fyrst fyrir mörgum árum í borg einni, og vann hann þar aðdáunarvert verk til) hjálpar gegn hungursneyð, sem þá var í bænum. Sömuleiðis var dóttir hans þar og vann sömu miskunarverkin. Nú var hann og kona hans látin, því eftir að byltingin braust út, voru laun hans tekin af honum, og svalt hann þá bókstaflega í hel og kona hans. Dótt- ir þeirra átti við sárustu neyð að búa. Hún hafði um nokkurn tíma unnið í verksmiðju, og átti óskift traust bolsjevika þeirra, sem stjórnuðu stofn uninni. En hún varð að fara — verkafólkið krafðist þess. Bróðir hennar, ágætur listamaður, var kenn. ari. en hafði líka verið sagt upp. Nú hafði 'hann ofan af fyrir sér i bæj- arholu í Suður-Rússlandi með þvi að vinna algeng ve'k við uppskipun og fermingu vara. Dóttir þeirra var orð- in stúdent í Leningrad, og kom inn í háskóla þar. en var rekin sökum ætt- ernisins. Hún stytti sér aldur í ör. væntingu sinni. Þetta er eitt dæmi af fjöldamörg. 'um, segir Karlgren. >Hér er aðeins tekinn útdráttur úr greininni. En næst, segir Karlgren, að hann ætli að snúa sér að verka. mönnum, og leitast við að sýna, að stéttamismunurinn hafi heldur ekki horfið meðal þeirra. — Isafold. ------0------- Sanocr y sin - berkla- iyfið nýja. Á síðastliðnu sumri bárust fregnir hingað til lands um nýtt berklalyf, er prófessor Möllgaard í Kaupmanna. höfn hafði fundið upp. Gerðu menn sér góðar vonir um það fyrst í stað, en það reyndist svo hættulegt, að bráðlega var hætt við það aftur. Pró- fessor Möllgaard hefir síðan haldið áfram rannsóknum sínum og hefir nú fundið upp nýtt lyf, er hann nefnir sanocrysin. Það er gullsalt, hvítt að lit, auðleyst í vatni, svo hægðárleik- ur er að spýta því inn' í dýr og menn. Það er langt síðan menn vissu, að gullsölt voru trtjög skaðleg berkla- sýklum, en sá var hængur á, að þau voru jafnskaðleg mönnum. En próf. Möllgaard tókst að finna gullsalt, 9em er ekkert skaðlegt líffærum manna, og það er sanocrysin. Þegar því er spýtt mn í berklasjúkling, deyðir það berklasýklana á skömmum tima, ef skamturinn er nógu mikill, en þá, kemur annað til. Berklasýklarnir sjálfir hafa mikið eitur í sér fólgið, og það losnar, þegar sýklarnir deyja og valda alvarlegri eitrun í líkama sjúklingsins, ef ekki er að gert. Þess vegna þurfti próf. Möllgaard líka að finna lyf til þess að eyða eitri hinna deyddu berklasýkla og það hefir hon. um tekist. Er það blóðvatn (serum) úr kálfum, sem marksýktir hafa ver. ið með berklasýklum. Sanocrysin hefir sem von er vak- ið hina mestu athygli og allir læknar staðið á öndinni af eftirvæntingu um góðan árangur. Það virðist svo sem árangurinn sé mjög góður, ef ekki ágætur. I októberlok var búið að reyna lyfið á hér um bil 300 sjúkl- ingum, og öllum þeim læknurn, i er reynt höfðu það, kom saman um að hér væri fundið ágætt lyf, sem mundi vinna ómetanlegt gagn öllum heimi. Það virðist geta læknað að fullu alla þá sjúklinga, sem hafa veikina á byrjunarstigi, allan þorra þeirra, sem eru á öðru stigi veikinnar og marga, sem hafa hana á þriðja stigi. Auðvit. að gengur verst með þriðja stigið, þegar veikin er langt á veg komin, en líkaminn orðinn veiklaður, þolist þá lyfið misjafnt, eins og við er að bú. ast. Þegar berklarnir eru inniluktir í beinum, þéttum bandvef eða kalk er farið að setjast í þá, á lyfið örð. ugra með að neyta sín, en virðist þó geta gert mikið gagn. Það er langt frá því að þetta sé reynt að fullu enn þá, en þó er óhætt að segja að ekki mundu merkir og gætn. ir læknar láta hafa eftir sér þau um. mæli, sem dönsk blöð hafa flutt, ef ekki vjéri hér um stórmerkilega upp- götvun að ræða. Ekki mun vera hægt að nota lyf_ ið, svo að um muni, nema i heilsu- hælum og sjúkrahúsum. Vandi er að ákveða hæfilegan skamt handa hverjum sjúklingi og svo- þarf að hafa hina mestu nákvæmni og eftir- lit með eitrunareinkennum þeim, er fram koma, þegar berklasýklarnir eru deyddir. Þarf t. d. að mæla sótt- hita sjúklingsins annan hvern klukku. tíma og skoða þvag hans fvisvar á dag og haga eftir því innspýtingunni af blóðvatni til þess að kæfa eitrun. irra jafnóðum sem hún kemur i ljós. En hvað um það, — þetta eru hin mestu gleðitíðindi, sem um langan aldur hafa borist í þessum efnum og vonandi, að við Islendingar fáum fljótlega að njóta góðs af sanocrysini. — ísl. ------0------ Vesturheimsferð Pistlar frá Stgr. Matthíassyni. Hjá Stephan G. Sltephanssyni. Sama daginn sem negrinn stal budd unni minni kom ég til skáldsins. Það var talsvert úr vegi að koma til hans og fyrirhöfn nokkur, en af því ég hafði kynst honum áður hér heima og fengið þá miklar mætur á honum, þótti mér sjálfsagt að taka á mig krókinn. Ekki víst að fljótt gæfist tækifæri aftur og svo hugsaði ég, að samfundir seinna — í eilifðinni — gengu máske greiðara ef við hefðum enn kynst *nokkuð betur. Ef til vil! sáluhjálparefni — hreint og beint á við sum náðarmeðul, að kynnast klettafjallaskáldinu. Og ég er nú eft- ir á farinn að halda að svo hafi ver. ið. Þegar ég fyrst kyntist honum persónulega, varð ég að játa fyrir honum, að hvorki hefði eg nent að lesa nema fáein kvæði eftir hann né fengið verulegan smekk fyrir nema sumum (eins og t. d. kvæðaflokkin. um “Á ferð og flugi”). En við að kynnast honum hef ég fengið vakn. andi lyst á að lesa kvæði hans, og sama munu flestir reyna sem einu sinni komast á spenann. Nú ætla ég ekki að fara að skrifa um skáldskap Stefáns, enda hafa aðr. ir gert það svo vel eins og t. d. Guð- mundur á Sandi, Guðm. Finniboga- son og Ág. Bjarnason. Hér vil ég aðeins leiða lesarann heim í kot Stef. áns, því það er kot í samanburði við hallir auðkonunganna í Ameriku, en Stefán er konungur i andans heimi, “Því er engin hirð um slíkan mann”? sagði pabbi um Hallgr. P. Eins mætti segja um Stefán — en þó samgleðst ég honum að hafa enga hirðsnápa né hirðfífl í kringum sig og heldur ekki miljónir af dollurum úr að spila. Þegar við komum til Innisfail, sem ér næsta brautarstöð við bygðina, þar sem Stefán býr — þá var kominn Stefán og sonur hans Guðmundur (en hann er kaupmaður í þorpinu Markerville). Mér þótti skáldið frem- ur fátæklega klæddur, en þetta gerði hann íslenzkari í minum augum og þar að auki var svipurinn og viðmót. ið al.íslenzkt og minti mig á gaml- an góðkunningja framan úr dölum sem væri í kaupstaðarferð. Og þeg- ar við vorum seztir í vagninn barst samtalið um heim og geima, við fór. um á “hugskíðum til iHindarfjalla” og stikluðum á stjörnum og vetrar. brautum eftir tilvísun Helga Péturss. Yfir hæðótt Iand, kjarrivaxið og strjálbygt ókum við á annan klt. þar til við komum í hlaðií^ hjá Stefáni. Á leiðinni mættum við nautahjörð, sem ríðandi smalar eða kúasmalar (cowboys) ráku til markaðar. Þeir voru allir með barðastóra hatta og í ferlegum skinnbuxum eins og allir þekkja úr Bíó. — við áðum stundar. korn hjá síra Pétri Hjálmssyni ná- granna Stefáns, sem er gamall kunn. ingi minn og skólabróðir. Hann er prestur landanna þarna í bygðinni þegar þeir þurfa á að halda, en ekki nema þegar honum sýnist og ekkert bundinn við messur. Hann er með öðrum orðum praktisérandi prestur, en aðallega bóndi. Og í þetta skifti var hann að bryrma kúm sínum og var svo fjósamannslegur að mér var ómögulegt að grilla neitt prestlegt í hans fari. En þegar ég fór að spjalla við hann einkum seinna um kvöldið er við heimsóttum hann rækilega, þá sá ég að þetta var gnðdómlcgur fjósamaður eins og Hómer kemst að orði. Hjá Stefáni gistum við tvær nætur og fanst mér ég hvergi vestra vera eins heima í sveit á íslandi eins og þar. Var það meðfram fyrir það hve alt var óbrotið og íburðarlaust á heimilinu og fremur gamaldags, hús in tvö timburhús (líkt og á Skipalóni, nema málað), lágt undir loft í stof- unum og fremur skuggsýnt, íslenzkar myndir á veggjunum, margar ís- lenzkar bækur, en húsbóndinn aust- ur-íslenskastur allra Vestur.lslend- inga og konan lika ramm-íslenzk, góð búkona, síúðrandi við búverkin og þó hin gestumglaðasta. Ein dóttir er eft. ir heima, sú yngsta af stórum hóp, geðug og gáfuð stúlka. Tel ég senni- legast að gömlu hjónunum haldist ekki lengi á henni í heimahúsum. Og þá verða þau að flytja heim til Is- lands. Gerir ekkert — bara betra. — I litlu skrifstofunni Stefáns, sáust margir skrautgripir eftir listamenn vora, gefnir Stefáni í heimferðinni hér um árið. 'Góðar voru veitingar hjá þeim hjónum — að ég ekki tali um drjúga sopa af Suttungsmiði bæði af vörum skáldsins og við að lesa kvæði hans á kvöldin. Við Gunnar sváfum upp á lofti. Á kvöldin laumaði Stefán upp á borðið hjá okkur dýrum drykk í glasi og var lán að hér var bæði læknir og lyfsali sem kunnu með að fara. Við gengum daginn eftir um ná- grennið — og akra Stefáns — fylgd- um honum í fjós og hlöðu. Hann var þá klæddur samskonar búningi og vinur hans presturinn og álíka guð- dómlegur. Eg var sóttur á tvö heim. ili í nágrenninu sem læknir. Annað var heimili Jónasar bónda Húnfjörðs — kona hans öldruð mjög þungt haldin. Landið fanst mér hrjó^tugt og lítt girnilegt — og við horfðum til Klettafjallanna langt burtu, sem sýndust aðeins eins og lágir hálsar og fell úti við sjóndeildarhringinn, þar sem sléttunni víðu voru loksins tak. mörk sett. Og mér fanst það aðeins fært arnfleygum anda líkt og Stef. áns, að geta flogið, jafn duglega og hann hefir gert, “heimleið” yfir slik- an óravöll, og vesturheimskast aldrei, svo nokkru nemi, en enginn sleppur algerlega — “öll erum við brotleg”, sagði abbadisin. • Hjá Gimnari bróður í Seattle. Það var komið nærri jólum, þegar við Gunnar komum til Seattle, þar sem hann á heima. Við höfðum kvöld ið áður komið til borgarinnar Van1. couver við Kyrrahafsströndfna og tekið þar far með þægilegu hrað- skreiðu gufuskipi suður Puget Sound eða flóann sem Seattle liggur við.| Alla nóttina vorum við á leiðinni suð- ur flóann og kormim i býti til borgar. innar. Flóinn er breiður eða til að sjá líkt og Húnaflói, en sjálfsagt miklu breiðari. Útsýnið er fagurt frá Seattle. Á nesinu hinumegin við flóann eru snæfiþakin fjöll (um 12000 fet) en í baksýn er háreistur hluti af hinum samhangandi fjallarana, sem liggur eftir endilangri heimsálfunni. Eitt fjallið gnæfir þar hærra öllum öðr- um og prýðir útsýnið. Það er gamla eldfjallið Mount Rainier, eitthvað 16000 feta hátt. Hjér fanst mér landslagið vera orðið hverjum Islend- ingi nokkurn veginn til hæfis. Og hér bættist það úr skák frá kuldanum í Kanada, að veðrið var álika milt eins og í góðum septembermánuði heima á Islandi, þó nú væri hávetur. Rafmagnsporvagninn þaut með i af bakverkjum, höfuðverkjum, bólgn um liðamótum og öðrum merkjum nýrnar-, eða blöðru-sjúkdóma, eyða Gin Pills vissulega þjáningum þin. um. 50/ hjá öllum lyfsölum og kaupmönnum. National Drug & Chemical Company of Canada, Umtied. Toronto — — — Canada. okkur frá hafnargarðinum gegnum miðja borgina um fjölförnustu göt- urnar. Mér varð starsýnt á það, að þvert yfir göturnar héngu einlægir lauffléttingar milli húsanna (líkt og upp í hvelfingunni á Grundarkirkju, nema ekki úr pappír) og gluggar stór verzlananna sitt til hvorrar handar voru alprýddir laufuim og blómum og allskonar glysvarningi. — Allur var sá viðbúnaður vegna jólanna og ein- lægur iðiskriði af vögnum og fólki fram og aftur. Það var auðséð, að maður var kominn til stórborgar. En við héldum leiðar okkar unz við kom. um í útjaðar borgarinnar, þar sem Gunnar á hreiður sitt — timburhús með kvisti og laglegum grænum bala í kring, rétt við ströndina. Þóra og Matti, yngstu börn Gunnars (10—12 ára) komu hlaupandi á móti okkur þegar við nálguðumst húsið, því viö höfðum símað hvenær við mundum koma, svo þau vissu hvað klukkan sló. Það sauð á katlinum hjá Guð- nýju og vantaði ekkert á viðtökur góðar. TTjerbergi fékk ég út af fyrir mig og var nú eins og heima hjá mér næstu 31—4 vikurnar, hjá al-íslenzk- um bróður og vestur.íslenzkri mág- konu, fæddri í Argyle-bygð, en eigi að síður talandi ágæta íslenzku. Fanst mér nú ekkert að vanbúnaði á þeirra góða heimili nema það, að börnin kunnu ekki íslenzku. Eldri dæturnar, Elín og Unnur (13—16 ára) 'höfðu að vísu lært málið í æsku, en voru búnar að “brjóta og týna”, og var það engin furða, því lítið var um landa i nágrenni Gunnars fram til síðustu tíma, eni krakkarnir altaf með enskutalandi krökkum og í barna- skóla. Mér fanst ég þyrfti úr þessu að bæta og byrjaði á að kenna Matta “móðurmálið vort kæra og mjúka og ríka”. Eg Iét hann fyrstu dagana hafa eftir mér íslenzk orð yfir alls. konar hluti, en ég gafst fljótt upp á þessu, þar eð Matta leiddist ítroðn- ingurinn — og mér líka. Og við það sat. Eg “speakaði” svo ensku við krakkana og lærði margt í viðbót við það sem ég kunni. Mér var farin að verða enskan svo töm og mjúk í munni að við sjálft lá að hún Uka yrði “ástkæ>-a ylhýra málið”. Var það talsvert stryk í reikninginn í minum þjóðræknislegu hugleiðingpim. Gunnar kynti mig simásaman við helstu kunningja sína bæði meðal landa og innfæddra manna. Þeir buðu o(kkur til sín og tóku mig hing- að og þangað um borgina i bifreið- um sínum til að sýna mér hennar dýrð. Meðal þessara kunningja Gunn ars voru ýmsir málsmetandi læknar. Þeir sýndu mér sjúkrahúsin, tóku mig með sér á fundi í læknafélaginu og greiddu götu mína til að fræðast í læknislistinni eftir föngum. Þannig óx frændgarður minn í Seattle hröðum fetum þann stutta titna, sem ég dvaldi þar. Hefði ég haft löngun til þess og þörf, sá ég það nokkurnveginn auð gert að setjast þarna að sem læknir, og hafa ekki minni útkomu upp úr krafstrinum en á Akureyri. En hvort- tveggja vantaði mig, löngunina og og væskill í samanburði við hann. Sá af vinum Gunnars, sem var mér einna hugljúfastur var Mr. Jakob Bjarnason hinn sterki. Hann er lög- regluliðsforingi þar í borginni og imikils metinn fyrir ýmsa mannkosti, og þó einkum þann, að hann er ekki einasta höfði hærri en aðrir menn líkt og Sál konungur, heldur a. m. k. tveimur höfðum hærri en góður meðalmaður. Gunnar bróðir, sem þó WINNIPEG, 11. FEBRUAR 1925. er næstum höfði hærri en ég, var eins og væskill í samanbuiði við hann. Jakob er söngmaður góður og hef- ur eins og Gunnar getið sér góðan orðstír í Síattle fyrir söng sinn. Rödd Jakobs er afar kröftug og hljómmik- il með afbrigðum, þegar hann beitir henni af alefli. Enda vantar ekki sterkan hljómgrunninn, þar sem er hans þrekvaxna brjóst og bolur allur. Jóhannes kollega Jóhannessson sagði mér, þegar ég gat þess að mér hefðí hreint orðið bilt við er ég heyrði Jak_ ob syngja í fyrsta skifti, að hann hefði oft heyrt innlenda menn i Seattle dáðst að risa.söngkröftum Jakobs, “og það er reyndar engin furða” bætti hann við, því hér vestra kemur mönnum best að heyra söng- rödd, sem getur sameinað hvort- tveggja að nálgast heilt drynjandi kirkjuorgan að dýpt og krafti annað veifið, en hitt veifið hvellan hljóm vel þjálfaðs “orchester.flokks” þegar: “bumba er knúð og bogi dreginn blásiun er lúður og málmgjöll slegin og í básúnum stynur stormsins andi en stórgígjan drynur sem brimfall á sandi”. Jakob sýndi mér vopn sín; ágæta marghleypu, sem hann geymdi ein. hverstaðar inn á sér, mesta völundar. smíði, 'handjárn úr skygðu stáli, sem hann var leikinn í að smella á hvern mann að óvörum i einu vetfangi áður en litið var við, og svo íbenholts- hnallinn, sem hann lét hartga við belti niður með lærinu. Er það instrúment ætlað til þess að handleggsbrjóta með eða rota erkidóna þegar komið er í krappan dans. Sagði hann mér frá mörgum skærum við iljvíga fanta áð- ur en þeir yrðu að velli lagðir “ok þótti engum fýsilegt at eiga náttból undir exi hans” — ég meina, undir þessu barefli hans. Einnig sagði hann mér frá æfin_ týralegum eltingaleikum við smyglara óg aðra bannlagabrjóta. En þó sagð- ist hann ekki vera neinn bannvinur sjálfut;, því enn hefði hann ekki séð nema fátt gott, sem af þeim Iögum stafaði. Sjálfur er hann mesti hófs- maður. Jakob er fyrir vöxt sinn og burði og sinn karlmenskusvip víðþektur um alla Seattleborg og nágrennið, og fanst mér ætíð sómi að fylgd hans. hvar sem ég fór, en það var algengt, að hann kom með bifreið sína og ók með mig hvert á land sem ég vildi- Fanst mér ég hafa Skarphéðinni við hliðina á mér og ekki sízt var það » eitt skifti, sem mér þótti fylgd hans á við tíu annara. Það var þegar hann fór með mér til að sækja ferðakistti mína á járnbrautarstöðina. I henni var litilsháttar af forboðinni vörtt, sem tollþjónarnir máttu ógjarna sjá. Það var Gefjunarvaðmál. En þegar stóri Jaki (big Jake eins og hann er kallaður) kom þarna með mér og krafðist kistunnar og hvesti á þá aug_ un, fataðist þeim öll aðgæzlan, tóku kurteislega ofan og fetigu, honum kist_ una án þess að láta sér cyetta í hug að opna hana. Þótti mér svo gaman að þessu, að ég gleymi því seint. Jakob og systir hans Grace, sem er bústýra hjá honum, héldu okkur á- gæta veizlu. Þar hitti ég Ástu mál- ara Árnadóttur og bróður hennar Magnús myndhöggvara Árnason, sem er að verða frægur fyrir list sína i Ameríku. Hann hefir þýtt Ljóðfórn. ir, eftir TagO'e og er vel heima i skáldskap og listasögu. Verður senni lega vellauðugur áður en langt um líður. Út úr þeim hugleiðingum um Magnús varð mér þess fremur star_ sýnt á hans lítillæti þegar ég sá hann í veizhilok fara út i eldhús með Grace til að þvo upp diskana og koma mat- leyfunum á sinn stað. En Grace átti það að vísu margskilið, því að hún er geðug kona og góð íiúsmóðir. Af öðrum kunningjum Gunnars er ég umgekkst nokkrum sinnum vil ég nefna Baldur Guðjohnsen, Benedikt Sigtryggsson, Jóhannes læknir Jóh- annesson, frú Ragnheiði Goodman (fædd Zöega), frú Jakobínu Johnson skáldkonu, Bjarna Johnson lyfsala, félaga Gunnars og Steevens, ungan verzlunarmann, bráðduglegur stráícur en með bólu í andliti; spái ég samt að hann verði miljóneri síðar. (Framh.). ------0------- s

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.