Heimskringla - 11.02.1925, Blaðsíða 5

Heimskringla - 11.02.1925, Blaðsíða 5
WINNIPEG, 11. FEBRUAR 1925. HEIMSKRINGLA 5. BLAÐSÍÐA far yðar “frá merkum mönnum, bæði hér í landi og heiman af ættlandinu”, eins og þér sjálfur orðið það. En hvað ætliö þér að gera við ræ- kals vottorðin? Ætlið þér að vera \ svo meinlegur við þá, sem af góðvild hafa látið yður þau í té, að birta þau ásamt nöfnum þeirra? Eruð þér ekki hálfhræddur um að þá fari fyrir áliti þeirra, eins og Marmier forðum i Heljarslóðarorustu; þar segir svo: “Marmier var fyrir einni fylking- unni. Hann átti að ganga á móti Gúnibrandusi. Marmier var i brynju þeirri er Snudda hér. Hún var með- ur undarligu móti gerð, þvi hún var saumuð saman úr blöðtim, er Marm. ier hafði ritað i Revue Britanique, um bækur Dufferins og Edmonds. Hlífði brynjan Marmier fyrir öllu ! eitri og fítonsanda-áblæstri, nema þar sem lofsyrði stóðu um Edmond; þar i skeindist Marmier ef á kom”. Eruð þér alls ekkert hræddur um að álit þessara manna verði fyrir skeinum, ef lofsyröin verða birt? En þegar ég athuga þetta betur, | þá held ég annars, að réttast væri nú , samt fyrir yður, að birta vottorðin, | og taka einungis tillit til sjálfs yðar, j og lesendanna. Þér eruð þó yður. sjálfum og þeim næstur. Bæði er það mér og öðrum lesendum yðar ó- Húsírú SIGRÍÐUR PÁLSSON Dain 28. Október 1924. Á andlát hennar hefir verjð minst í blöðunum., Hér fylgja fáein minn- ingarorð um hana. Hún var fædd að Rauða- felli undir Eyjafjöllum í Rangárv.sýslu árið 1859. Foreldrar hennar voru þau Þórður Tómusson,, er bjó allan sinn búskap á þeim bæ, og Geirdís Jónsdóttir. Þegar Sig- riður var ung, misti hún móðttr sína, en faðir hennar kvæntist aftur og var hún til tvitugsaldurs hjá honum. Fór hún þá til Vestmannaeyja og síð- ar austur á land, var nokkur ár hjá Stefáni Ámasyni á Höfðabrekku i Mjóafirði. Árið 1887 kom hún til Canada og settist að í Winnipeg, var 5 ár í vist hjá Killam dómara. Ann- an júlí, 1892, giftist hún Sigfúsi Pálssyni frá Gils. árvallahjáleigu i Borgar- firði í Norður-Múlasýslu. Var heimili þeirra síðan í Winnipeg, að undanteknum árunum 1900—1904, sem þau bjuggu i Grunnavatnsbygð í grend við Seamo pósthús. A öðru hjónabandsári féll upp á hana heilsti- leysi unt stund. Lá hún 14 mánuði rúmföst og var all.lengi að ná sér. Eftir það hafði hún sæmilega heilsu. Banamein hennar var innvortis krabbi, en þrátt fyrir aðdraganda veikinnar var hún á fótum og virtist nokkurn veginn frísk, þangað til hún veiktist mjög snögglega. Holskurður vár gerður, en lifs varð ekki auðið. Innan viku frá þvi hún veiktist, var hún liðið lík, dó 28. okt. IJtförin fór fram 1. nóv. Síra Runólfur Mar. teinsson flutti húskveðju að 488 Toronto stræti, heimili þeirra hjónanna um langt skeið. í Sam. bandskirkju flutti sira Ragnar E. Kvaran aðalræð- una, en síra Runólfur talaði þar nokkur orð á ensku. i Þau hjónin eignuðust tvo drengi. Dó annar þeirra skömmu eftir fæðingu,, en hinn, Sigurjón að nafni, lifði til fullorðins ára. Var hann nokkur ár nemandi við Wesley College og hefði útskrifast þaðan, en þa skall striðið mikla á og tók hann þátt í því og að þvi loknu fór með brezka hernum inn a Þýzkaland, veiktist þar, var fluttur á sjúkrahús á Englandi, og þar dó hann. ' Y' ■ :;f ' i . ,:V ' ■ -:■ •>•.• ■ •' ■ ** ■ 8ká Annan dreng, danskan, Christopher að nafni, ólu þau hjónin upp. Er hann nú kvæntur maður og á heima í Los Angeles í California-ríki. Tveir bræður Sigríðar sálugu eru búsettir hér vestra, Einar Thomson í Lanjgruth, og Þórður Thomson í Swan River. Frá byrjun vega var Sigfús meðlimur í Tjald- búðarsöfnuði og Sigríð. ur frá þvi hún giftist. Hurfu þau ekki þar frá, fyr en söfnuðurinn hætti að vera til. Langmestan hluta þess tíma var hún meðlimur i djáknanefnd- inni, starfaði þar með • frábærum dugnaði og kær leika. Þegar sá félags- skapur lagðist niður, hélt hún áfram að heim. sækja sjúka á sjúkrahús. um og annarsstaðar og leggja öðrum hjálpar. þurfum liö eftir mætti. Sigríður sáluga var majt og merk.kona, ávann sér virðing og traust allra, sem kyntust henni. Hrein- lyndi, alúð og festa voru einkenni, sem voru henni samgróin. Urðu menn fljótt varir við þau, en eft- ir þvi sem viðlcynningin var meiri, sáu menn þau bgtur. Heimilinu sínu, manni og drengjum var hún stoð og styrkur svo ekki varð betra ákosið, enda var samlyndið á heimilinu hið yndislegasta. Það var gott að hitta Sigríði hvar sem var, en ekki sízt á heimili hennar. Hún var lesin, ræðin, skemtileg, og hlýleikinn var svo einlægur og nákvæmnin kom sér svo vel, að allir þeir, sem til hennar komu, báru hlýjan hug til hennar og heimilisins. Kristna trú sína geymdi hún hreina, sterka, ákveðna, og ávaxt- aði hana æfina út. Eiginmaður, fóstursonur ofe fjöldi.vina harma, en í harminum er djúp virðing og einlægt þakklæti, og hja tað, sem bezt naut hennar, segir: "Þökk fyrir alt. Ö, mitt Ijúfasta líf, leik nú í Drottins sölum, hafin frá hörðustu kvölum héðan úr táranna dölum. Saman við síðarmeir tölum, þegar við finnumst, mitt Ijúfasta líf; í Ijómandi himnanna sölum sitjum við fagnandi saman og tölum.” R. M. HÚSFRÚ SIGRÍÐUR PÁLSSON. ((>rt fyrir ekkjumnnnlnn : SlKffln I þokuna horfir hugurinn inn °g heimtar mig út á bersvæðin, þar útsýnið breytist, og brestur ró sem barns er villist um eyðiskóg, ’ eða skip, sem að hrekst í haf unz hverfur landið; með seglin af, og vonirnar helvegu horfa á þeim himin-gínandi bylgjum frá. Já, þraut er að líða og þungt er að striða i þrekraunum mannrauna hrrðá. Þó skuggarnir þykni, og þyngist um fót og þröng verði leiðin og upp i mót’ °g hjarnbreiður nákaldar horfi mér við og harmrar við blasi. og klettarið, um skammdegislándsins Skuggabjörg þann skólaveg geng ég á efsta hörg. ■En þraut er að Iíða og þungt er að stríða, já, þú, sem ert kennarinn allra lýða. T , f Jeg finn þina ástúð, og umhyggju-hönd; hve ylhlýtt mig verma þau kærleiks-bönd, þó ýfi það sárin og sviðann i barm! með saknaðartárum skal stilla harm, þvi útblæði’ er lífið, en innblæði deyð og aftur skal birta á táraleið um skammdegislandsins Skuggabjörg þar skín aftur sólin, á blásinn hörg. — ■F.n þraut er að líða og þungt er að striða, — og þess er oft langt að bíöa. Mér finst að ég geti’ ekki gripið þantí streng, sem gæfi’ af þér lýsing; svo þögull eg geng og þakka af hjarta, á hljóðlátum stað hvað hefi ég átt; þótt að misti ég það, — þó horfin þú sért mér; hvort hefi’ ég þig mist? Nei, himinn þú verður mér síðast og fyrst, þó fölni blómin og blikni grund, ég ber þin áhrif, á hverri stund, hvort spo in mín liggja Iangt eða skamt, þú ljós mitt verða munt alt af samt. En þraut er að"4íða og þungt er að stríða, því þröngur er vegur sorgartíða. Eg veit, þó nú blasi við bölmyndaher og birtan frá sólunni hyljist mér og frostvindar steyti um stakkinn minn og stormurinn næði um hibýlin, þvi auðfeykt er snjó gegnum opnar dyr og andbert er loft, þegar dáinn er hyr, en askan geymir þó gneista þá, sem glæða seinna og lifga má_____< F.n þraut er að liða og þungt er að striða, en, þess skal þó öruggur bíða. Svo vef eg þig, góða, í angrið mitt inn, nú á ég ei til nema söknuðinn, sem hnigur af augum, við hvert mitt skref, sem harmurinn steypir i perluvef. Svo held ég í annan enda hans, en amiar liggur til föðurlands. Já, svona fer ég að byggja ftiér brú td bjarmalandsins, sem dvelur þú nú. I’ó þraut sé að liða «g þungt sé að striða, ert þú samt faðirinn allra lýða. Jón Jónatansson. metanleg ánægja, að mega eiga von á því að brosa að yður og vottorðun. um töluvert frameftir sumrinu — því engum dettur í hug, að þér munið þagna fyrstu mánuðina. — En svo er það einnig vafalaust gagn. leg a fyrir yður en svo, að það verði til peninga metið, ef þér getið viku effir viku prentað um yður vottorð yður til lofs og dýrðar, rétt eins og þér væruð eitthvert undursamlegt “patent medicin*1. Nokkurskonar Voltakross á Vestur.íslendingum. “1 nístandi vetrarkuldanum”. Yðar einlægur. Sigfús Halldórs frá Höfnum. Ur bænum. Hér voru stödd í bænum um helg. ina í fyrri viku, Mr. og Mrs. S. S. Anderson frá Piney. Voru þau hjón hér aðeins nokkra daga, og fóru beint heim til sín héðan. Frá Leslie, Sask., voru á ferð hér í vikunni sem leið Mis^ EUa Abrahamsi ’ son, Mrs. W. K. Halldórsson og einnig bróðir hennar, Mr. Rósmund- ur Árnason, Sögðu snjómikið þar vestra, en annars sæmilega líðan. ♦*♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦ % Til vina minna í Vatnabygðum. — þeirra er sæmdu mig silfurgjöf um jólin. ’<♦ t WONDERLAND “Broadway after dark”. Meistara. niynd Warren Brothers félagsins verður sýnd á Wonderland síðitstu þrjá dagana í vikunni. Er þar hrífandi leikur sem sýnir miðnættislifið, og sannar að Broad- way er í sjálfu sér unTlraheimur, þar sem fátækir og rikir ganga saman, upplýst skrautgata, þar sem ósómi og sakleysi eiga samnej-ti, og æfintýra- og afrekadraumar manna og kvenna rætast. Hinir ósjáandi og óundirbúnu hrópa að hamingjagyðjan forðist þá, en þessi mynd sýnir að hún getur heimsótt umkomulausa vinnustúlku á matsöluhús þegar ríkur erfingi gerir aðsetur sitt þar tilaoðfðær tá vfir aðsetur sitt þar til að forðast óein. lægnina á heimili sínu. Myndin er gerð eftir leiknum, sem saminn var af Owen Davis, og eru aðalleikendur Adolphe Menjon, Norma Shearer, Anna O. Nelsson, Edward Burns, Carmel Myers, Vera Lewis, Willard Lewis og fleiri. “The Reckless Age”, sagan eftir F.arl Derr Bigge-s, sem birtist i “Saturday Evening Post” undir nafn. inu “Love Insurance” er síðasta Universal myndin, sem Reginald Denny leikur i. Hún verður sýnd mánu-, þriðju- og miðvikudag á Wonderland leikhúsinu. Það er fjör. ug mynd, rik af skrin,gilegum |ajt- vikum, sem vefjast um starfsmann ábyrgðarfélags, sem er að reyna að koma i veg fyrir, að félagið þurfi að borga skíiteiní, sem það hefir gefið tii tryggingar, að skirteinis hafi gift- ist rikri stúlku, sem hann er trúlofað- ur, ekur þar hvert atvikið annað, skringilegt og hrífandi. Stórkostleg áflog, eftirför í hrað- færuni bíl, ófyrirleitið mannsrán eru hrífandi atvik, sem koma á milli annara skringilegra, sem starfa af yfirvofandi skaðabótamáli fyrir heit- rof, sviksamlegum tilraunum, að ná í titil, og imynduðum þjófnaði á e'fðagimsteinum aðalsmanns. 'Ruth Rwyer leikur riku stúlkuna, og Denny leikur verndarengil ábyrgð- arfélagsins — þangað til hann hann verður ástfanginn af stúlkunni. Aðr- ir leikendur eru: Hayden Stevenson, jrrn — ýtils kiljiðödp Mtj Þ ar — leikendur eru: Hayden Stevenson, William Austin, May Wallace og John Steppling. William Mulhearn xylophonist de luxe, spilar á hverju kvöldi i þessari viku. --------0-------- T f f f ❖ f f ❖ f f X f f f f f ♦*♦ Syngja vil ég á silfurtungu Söng um frændur og vini löngum, Þá er sendu mér sjónhringmyndað Silfurskrínið, fult af víni. Harla mikil, í hvelfda lokið, Harpa var greypt, sem numið leiftur. Syngur hún með sílfurstrengjum Svanagaldur um langan aldsr. Dýra mynd og minning tendrar Málmur skýrri en stáll í hjálmi: Vinafundir fyrir mér standa Friðarprúðir, í glæstum búðum; Gladdir ljóði, ljúfhngs röddum Listamálsins æðsta og fyrsta, Hrifnir þeim, sem hæfir að nefna Heilagan anda Norðurlanda. Borgið er voru blóöi og mergi, Borgið er sál og lífi og máli, Meðan íslands hörpu hlýða Hinir yngri menn á þingi. Hörpu sér úr höndum varpa Hæfir ei, þó róminn kæfi Vopnabrak í vetrarþoku Vakinn upp af sálarkla^a. F’yllast ætti undramætti, í það sinn er bergmál finnur, Hörpusláttur hárrar ættar. Hann er ræmdur vel og sæmdur. Fögnuðhr er mér full að signa; Fullið er sem haf af gulli, Söngvalaun mér so*id af vinum, Silfrinskrín með gullinvíni. Frændlið á ég frítt á grundu Fornum trygðum lögum bygðri. Sættir það mig við lífið, léttir Lífsins farg og andanum bjargar. Andagift mér gefst og kraftur Guðamál í líf og sálu. Lifandi skáRd um aldir alda uni ég mínu silfurskríni. Syng ég öld af öld um drengi Ör af veigum, sem ég teyga, Vináttu þeirra virtu herra — Vín er í mínu silfurskríni — Lofi krýni virktavini, Vef þá mínum hlýja sefa, Sverst með þeim í frjálsast, fastast Fóstbræðralag um alla daga. Guttormur J. Guttormsson. ¥ f f f f f f f f f f f f f ❖ f f f ♦♦♦ f f f f f f f f f f f f f f f f ♦;♦ *♦♦> I heimi atburðanna hjálpar réttið mund, hinum lága, blinda, kalda, þjáða, til ólífis svo blæði ei sálar sollin und, þeim sem ei finna neitt til bjargar ráða. Líttu nær þér maður því heima hús. vegg hjá, himir máske einhver svangur, frosinn, það er svo margt i fjarlægð sem augu okkar sjá, ekkert finst sem græðir heima vosin. Göfugt er að létta beiskum laga. refsidóm, ef líknarhönd ei verður á að fatast, heppni var að þurfti ei sýna þjóð- rækninnar tóm, ef þessi hjálparsjóður hefði glatast. Bending. Landar mínir kæru, það eru fleiri en einn, sem ekki hafa marga við að kvarta. Blóð í þeirra æðum er storkið hart sem steinn, því stundarhlé ei finna í nokkru hjarta. Þó að sjálfir hafi sáð i þyrnirunn, sorgir þeirra vigta meðal byrgði, að hafa fyrirlitið þá leið sem þó var kunn, en lostið hitt sem var þeim nokkurs virði. V 1 S U R kvcffnar af mönnum á Gimli og tileinkaðar RITSTJÖRA “LÖGBERGS” 09 Sv. Björnssyiti. \ YNDO. Um sagnir helgar sifra á ný, ■Sveinn og ”Lögbergs”-nautin,*) Og “rúsínunum” rusla í Rétt-trúnaðar grautinn. Kirkjan stendur ekki ein Ilt frá sér að berja, iHún á meðan hefur Svein 'Hteiður sinn að verj.a. Kirkjan gerir kreddum skil Köld þó veður næði, Og söfnuðunum segir til Sveinn í ormafræði. ' Copenhagen C^|ðfÍAGÉ‘N*^ ' ?NUFF •*. ' Þetta er tóbaksaskj. an, sem hefir að inni- halda heimsins bezta munntóbak. MUNNTÓBAK Búið til úr hinum beztu, elstu og safa- * mestu tóbaksblöðum, er ábyrgst að vera al- gerlega hreint. HJÁ ÖLLUM TÓBAKSSÖLUM

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.