Heimskringla - 18.02.1925, Síða 4

Heimskringla - 18.02.1925, Síða 4
4. BLAÐSÍÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 18. FEBRÚAR, 1925. i ^ámskúnyl a (Stofnntt 1886) Krmor flt fi hverjam ml«vlkudegL EIGENDURi VIKING PRESS, LTD. 853 og 855 SARGBNT AVE„ WINJilPEO, Talalml: N-6537 Ver5 blaíslns er $3.00 irgangurlnn borg- lst fyrirfram. Allar borganlr sendlst the viking press ltd. SIGEÚS HALLDÓRS írá Höfnum Ritstjórl. JAKOB F. KRISTJÁNSSON, Ráðsmaður. UtanáHkrlft tll blaflnlnst THB VIKING PRBSS, Ltd.v Box 8105 Utanflakrlft tll rltMtjöranat EDITOR HEIMSKRIIVGLA, Box 8105 WINNIPEG, MAN. "Heimskringla is published by The Vlklngr Preaa Ltd. and printed by CITY PRINTING A PUBLISHING CO. 853-855 Saricmt Ave., Wlnnlpeff, Man. Telephonet N 0537 WINNIPEG, MANITOBA, 18. FEB. 1925. Þjóðræknis hugleiðingar. Það orð heyrist oft í samræðum. I>að er mikið um þjóðrækni talað. Minna um hana skrifað. Og þegar til framkvæimd- anna kemur, þá er oft eins og aldrei hefði verið um hana talað eða skrifað. Hér er átt við þjóðræknisstarfsemi meðal Islendinga í Vesturheimi. * * * Einn liðurinn, og sá fyrsti í þeirri grein, er getur um tilgang Þjóðræknis- félagsins, er sá, “að stuðla að því af fremsta megni, að íslendingar megi verða sem beztir borgarar í hérlendu þjóðlífi.” Vér höfum stundum verið að hugsa um það, hvert þessi grein væri sérstak- lega einkennileg fjrrir1 íslendinga hér í Canada, eða hvert hún bæri sérstaklega einkenni þjóðlífsins í Canada. Oss hefir altaf fundist hún óþörf. Og nú eru menn beðnir að misskilja ekki. Oss finst hún ekki óþörf af því, að vér álítum að íslendingar eigi ekki að verða sem beztir borgarar í hérlendu þjóðlífi. Það er einföld skylda hverrar manneskju, að reyna af alefli að starfa að heill þess þjóðfélags, sem hún lifir í; af alhug, og eftir því, sem samvizkan segir bezt til; engu síður, þó dvölin sé stutt í stað. Oss finst þetta vera ^vo ákaflega augljóst, að óþarft sé að taka það fram. -* * * ^ Vér höfum enn þá óbifanlegu trú, að það sé betra að vera af íslenzku bergi brotinn, en öðru, að öllu öðru jöfnu. Vér hyggjum og, að þessi skoðun sé hyrningarsteinninn undir Þjóðræknisfé- laginu. Að stofnendur þess og meðlimir hafi trúað því, og trúi, að svo mikið ágæti sé fólgið í þeim erfðu gáfum, andlegum og líkamlegum, og í þeim erfðavenjum, sem beztar hafa með þjóð vorri geymst, að svo mikið ágæti sé í íslenzku eðli, að týnist það, eða réttara sagt þau efni, sem það er bygt af, þá sé þar unninn skaði afkomendum vorum, og þá einnig landinu sem þeir byggja, þjóðfélaginu sem þeir lifa, hrærast, og starfa í. Sé ekki á þessu bygt, þá á Þjóðræknisfélagið harla lítinn tilverurétt. # * * En þessi grein, sem hér var prentuð, hefir oss altaf fundist vera nokkurskonar “apologia pro vita sua”, frá félagsins hendi, afsökun á tilveru þess, þó óbeint komi hún fram. En félag, sem þetta, þarf engrar af- sökunar við, óbeinlínis eða beinlínis. — Því engum hefir þó líklega dottið sú fár- ánlega hugsun í hug, að Þjóðræknisfé- lagið sé tilraun til þess að leggja Canada undir ísland, stjórnarfarslega séð! Von- andi hefir heldur engum dottið í hug, að það sé stofnað í þeim tilgangi, að auka veg og álit tslands, en rýra Canada. Að það sé einskonar þjóðníðingafélag. Og veit þó hamingjan, að margt undursam- Hegt dettur ýmsum þjóðmálaskúmum í hug, á þessum sviðum, um þessar mund- ir, hvar í heiminum sem er. Nei, hér þarf enga afsökun. Ef vér trúum því, að íslenzk þjóð hafi öðlast eig- inlegleika, sem æskilegt sé að halda í sem lengst, og ef vér vinnum örugglega að því að halda í þá, til handa eftirkomendum vorum, þá erum vér að vinna þessu nýja fósturlandi voru gagn, eftir því sem vér höfum bezt vit á. Meira verður af eng- um heimtað. Og ef vér trúum því, að svo sé andhreint, hátt til himinsins, og vítt til sjóndeildarhringsins í ríki íslenzkra bók- menta, að það sé betra hverjum manni, að hafa kynst þeim sviðum nokkuð, feng- ið nokkra sýn yfir þau, helzt komist inn á þau, þá ber oss skylda til þess að gera þær götur, er þangað liggja, greiðfærari fyrir afkomendur vora: þá menn, sem bezt skilyrði hafa til þess að ferðast á þeim slóðum, svo að þeim sjálfum, og samtíðarmönnum þeirra megi til blessun- ar verða. Og ef vér gerum þetta sam- vizkusamlega, þá erum vér að starfa að því, eftir því sem vér höfum allra bezt vit til, “að Islendingar megi verða sem beztir borgarar í hérlendu þjóðlífi”. Svo það ætti ekki að þurfa að taka það fram í sérstakri lagagréin. * * * Auðvitað stafar málefninu enginn háski af þessari lagagrein. En hugleið- ingar þessar eru sprottnar af því, að oss er ekki kunnugt um 'áð lík félög í öðrum löndum gefi slíkar skýringar í lögum sín- um. Til dæmis, er íslendingafélag í Kaupmannahöfn. Stofn, þess Ifélags mynda menn, sem eru danskir ríkisborg- arar, þó þeir séu íslenzkir að kyni. Sömu- leiðis er þar öflugt félag, sem telur bæði danska og íslenzka meðlimi, og starfar mjög á sama grundvelli og Þjóðræknis- félagið á að starfa: að efla samúð og samvinnu milli landanna, og kynna báð- um beztu Séreinkenni hverrar þjóðarinn- ar fyrir sig. Þessi félög tala ekkert um það í lögum sínum, að markmið þeirra sé að gera meðlimina að sem beztum dönskum borg- urum. Stofnendurnir munu álíta, að það sé eðlileg afleiðing af starfi félaganna, eðlilegri en svo, að það þurfi að hafa það 1 sem sérstakan lið á tilgangsskrá félags- ins. Sama hygg ég að segja megi um hið mikla félag “Alliance Francaise”, sem bækistöðu hefir í flestum menningarlönd- um. Því er haldið við af mönnum, sem trúa því, að það sé gróði í því, að veita sálum sínum aðgang að dýrustu fjársjóð- um franskrar snildar, hvert sem þeir eru greyptir í stein eða stuðla; hvert sem þeim er gefið líf í litum eða hljómum. * • * eitt af aðalstrætunum, Sargent Avenue, sem kallað er oft og með réttu, Aðalstræti íslendinga. — Fáir af oss íslendingum sem á þessu svæði búum eru bláfátækir; flestir komast líklega sæmilega af, margir vel efnum búnir, og einstakir menn auðugir, á mælikvarða þjóðflokks vors. I þessum hóp eru menn af öllum stéttum, frá dag- launamönnum til verulegra lærdóms- manna, og langflestir lestrarhneigðir og fróðleiksfúsir. Margt eldra fólkið á börn, sem það vill láta njóta góðs af íslenzku ætterni. Margt af yngra fólkinu vill það sjálft. Það eru ekki lökustu ungmennin hér á meðal vor, sem eru þakklát og stolt af íslenzku ætterni. — En hér er ekki eitt einasta skýli, innanum alla þjóðræknina, þar sem ís- lenzkt fólk, yngra sem eldra getur komið saman til þess að lesa blöð, lána bækur, eða blátt áfram að tala saman í meiru eða minna bróðerni, þegar menn hafa velt af sér reiðingnum að enduðu dagsverki. Er nokkur sérlegur sómi að þessu fyrir oss íslendinga, sem heild, að vér nú ekki minnumst á oss þjóðræknisberserkina ? Haldið þér góðir lesendur, að líkt dæmi sé nokkursstaðar að finna á bygðu bóli? Haldið þér að svona aumlega sé ástatt með nokkru öðru menningar'þjóðbroti, en oss Winnipeg-fslendingum, jafnvel þar, sem engin Þjóðræknisfélög eru til? Vér hyggjum að svarið verði: Nei! Endurreisn íslenzkrar glímu. Knúðir af lofsverðum áhuga fyrir og óbifanlegri trygð við það, sem okkur er sameiginlega dýrmætt, hafa frumherjar þessa máls snert hjartastrengi íslenzkra í- þróttavina. Þar sem glíman, þessi eina, en þó sérstaklega eftirtektaverða forn-íþrótt íslendinga, sem tórað hefir með þjóðinni fram á vora daga, hefir margsannað til- Annars er þetta skiljanlegt, þegar tekið er tillit til þess, hve ung canadiska þjóðin er. Hún á enn þá langt til þess að renna saman í deiglunni miklu, er alt bræðir saman að lokum. Hver þjóð- flokkur heldur enn mörgum sínum ein- kennum. En einmitt af því að menn eru sér þess meðvitandi, að um canadiskt þjóðerni er enn naumast að tala, þá er það snöggi bletturinn, sem er svo undur við- kvæmur. Allir vilja af alhug vera góðir canadiskir borgarar. Menn mega ekki hugsa til þess, að um það sé efast, og eru þéssvegna óvenjulega og óþarflega hör- undssárir á þeim sviðum. Hjá einstaka manni brýst þetta út, eins og freyðandi sefasýki (hysteria). Þeir menn sjá fjand- ann í hverju horni, þar sem ekki eru áln- arháar auglýsingar um takmarkalaust ár gæti fósturjarðarinnar. Þeir menn vilja ekkert sjá og ekkert heyra nema lof og skjall, hve ósatt og aumkvunarvert sem það kann að vera, hve hættulegt, sem það er fyrir velgengni og framtíð lands og þjóðar. En sem betur fer, er þessum mönnum að fækka í þessu landi og meðal ætt- bræðra vorra. Og færri og færri fást til þess að veita þeim alvarlega áheyrn. Og vitanlega er greinin, sem af sér fæddi þessar hugleiðingar mjög óskyld þvílíku hugarfari. Það háskalegasta^, isem iim hana má segja, er líklega það, að hún sé fallega hugsuð, en dálítið ungæðisleg var. úðarregla. verurétt sinn, á hún það sannarlega skil- ið, að vér sýnum henni fullkominn sóma og varðveitum hana áfram og fullkomn- um fyrir komandi kynslóðir. Ekki að- eins af því, að hún er hin eina AL-ÍS- LENZKA þjóðaríþrótt, heldur og af mörg- um öðrum ástæðum. Svo sem sannað hefir verið hin síð- ustu tuttugu ár, stendur glíma vor langt framar öllum öðrum glímutegundum að ágæti og listfengi. Einnig gnæfir hún yf- ir öllum öðrum sjálfsvarnar-kerfum fyrir sinn auðuga BRAGÐA-STOFN. Réttar og tíðar glímuæfingar fjölga og efla hinar rauðu blóð-agnir í æðum vorum, gera þar af leiðandi erfiði og þunga dagsverkanna léttbærari, auka lífs- fjörið og lífsleðina og gera oss að öllu færari um að yfirbuga hverskyns á- lög og samkeppni. Glíman umskapar hreyfingar manna, framkomu og líkamsþrek; gerir mönnum einnig léttara um hið andlega starf, þar eð hinar snöggu, margvíslegu en mót- settu hreyfingar hennar og brögð, skerpa hugsanaaflið; jafnframt því, sem þær framleiða hið GÖFUGA þjóðarstolt, sem er í því innifalið, að sýna með FRAM- KVÆMDUM og FRAMKOMJJ yfirburði Ásakynsins. Samfara því, sem glíman eykur lík- amlegt atgervi vort, glæðir hún að sama skapi drengskap vorn og sjálfstraust um leið og hún ávinnur oss virðingu og átrúnað annara. Nú nálgast Þjóðræknisþingið. Og þá þrjá daga, sem það stendur yfir verður mikið um þjóðræknina rætt. Og sjálf- sagt af mikilli vandlætingu, hver sem orð- ið fær. Því vér flíkum öll þjóðrækninni með brennandi áhuga, á strætum, gatna- mótum, og á mannfundum. Töluð orð eru í ákaflega litlu verði, sem stendur. Þau kosta oftast ekkert líkt og kurteisin. En þegar til framkvæmdanna kemur, er eins og vér heykjumst í hnjáliðunum við tilhugsunina um að eiga lyfta ein- hverju, þó það sé með aðstoð meðbræðra vorra Eða getur verið, að það sé stund- um af því að það á að ske með tilstyrk meðbræðra vorra? Þó var hér ein und- ursamlega falleg undantekning, er ís- lendingar um allan Vesturheim tóku sam- an höndum, og frelsuðu líf einhvers mesta smælingjans, sem til var meðal kynflokks vors. * * * Þau samtök hafa marga hugsun vak- ið. Meðal annars þá, að hér í Winnipeg er langmesti hluti fslendinga, líklega um 2000 manns, samsafnaðir í kringum Eg hefi nægar sannanir fyrir höfð- i ings-skap, göfuglyndi og trygð Vestur- fslendinga í blóðskyldu málum til þess, ] að fullvissa mig um.'að þeir ekki bregð- ist þeirri tröllatrú, sem ég hefi á þeim, en hrindi vægðar-laust áfram endurreisn hinnar íslenzku glímu. Nú er stundin. Leggjumst á eitt. Undirbúum málið und- ir nú’ í hönd farandi þjóðræknisfélags- þing Fjölmennið þangað og fylgið fram . málinu. Mun þá enn aukast virðing vor. Notið tækifærið og njótið verkanna. Þétt- | fylkið svo í þessu máli, sem í öðrum vel- ! ferðamálum þeim er varða ætt vora. Þér hafið þó sannarlega sýnt, að engir duga | betur í hinum ýmsu þjóðræknismálum. Stígið sporið. Stofninn er traustur. Næg er frjómold í Nýja-íslandi. Mikið gagn og yndi mætti af því rísa, að háð væru glímumót í sambandi við hið árlega þing Þjóðræknisfélagsins og þann- I ig endurreistur sá siður er hinir frægu feður vorir tíðkuðu á Alþingi hinu forna. Staddur í borginni New York, hinn 12. dag febrúarmán. 1925. Jóh. Jósefsson. Minni Canada. Flutt á ISLBNDINGADA GINN á Hnausum, 2. ágúst 1924. FORMÁLI. Háttvirtu Vestur.Islendingar! Biblían kertnir okkur aö fyrstu menn sé skapaðir fyrir 6000 árum. Vísindin segja okkur aö menn sétt búnir að byggja þessa jörð, í tugi þúsunda, eöa jafnvel hundraö þús- und ára. Hvort sannara er skal ég ekkert um segja, og ræöur þar hver sinni skoöun. En um annað ber biblíunni og vís. indunum saman, það er þaö, aö fyrstu menn séu upprunnir austur í Asíu, eða með öð um orðum: Þar hafi vagga mannkynsins staðið, og það. an sé menningin komin, og þá er ég kominn að aðal.atriðinu i örfáum orðum, sem ég leyfi mér að tala hér í óbundnu máli: að allsherjar.straum ar menningarinnar liggja í vestur átt. Að mörgu leyti hefir mennin|gin risið hæst í Evrópu. Evrópa hefir verið miðstöð þess Ijóss, sem skin. ið hefir í allar áttir veraldar á síð- ustií öldum. Við hana Ihafa allar dýrustu hugsjónir mannsandans ver- pið tenigdar. Og draumurinn um full- komnun, sem mennina hefir dreymt, alt frá vöggunni austur t Asíu, og til þess nú á tuttugustu öldinni hefir skýrast verið dreginn á tjald þekk- ingarinnar í Evrópu. En svo kom stríðið mikla, og með því fölnaði vonin um það, að Evrópa væri bofín til þess að bera heimsmenninguna fram fyrir ókomnar aldir, og árin síðan stríðinu lauk, hafa enn meir staðfest þá hugsun. En þá kom ný von til sögunnar og rök hennar voru þessi: “Menningin liggur í vestur". Ameríka var eftir. Þar voru Bandaríkin, voldug og rík með alla evrópiska menningu í þjónustu sinni. Og norðan við þau var Canada undir heiðbláum hirnni, þar sem dagur lifir lengst á lofti þó að kvöldi. — Þangað streymdu kynkvíslir allra landa hins gamla heims. Þar mættust á sléttunum óendanlegu, fyrir austan fjöllin miklu: suðræn list, norræn speki og austurlensk andagift, en yfir þeirri helgu þrenning, blakti friðar. fáni kvöldroöans, eins og sáttmá’i norðvestursins. Þar birtist vonin aftur í miðaftni undir miðjum regnboganum og allir litir hans léku um hana. Hún mælti: “Hér er síðasti á. fangi menningarinnar. Hér verður meir en verkleg vélamenning og auð. menning. — Hér rís upp andleg há- menning”. K V Æ Ð I. Syngjum Canada söng! glymji'laufsala göng, fullum rómi frá öldnum og ungum. Ljómi listin í dag. — Lifi í norrænum brag efsta röjldin á íslenzkum tungum. Unga óráðna land! allra kynslóða land I vonir miljóna á vöxtum þú hefur. Auðsins áheita land! æsku draumsjóna land! vorsins framsókn þú vængina gefur. Enginn örlögin sér. Alt í kring um þig fer, bylting tímans að blóthofum sínum Hliðskjálf harðlokað er. — Heimur versnandi fer. Vertu sjálfstæð á vormorgni þínum. Logar Evrópa öll yfir blóðstorkinn völl, heift og drambsemi hnefana reiða. Eitra áhrif þau heim, Sverta guðsvíðan geim, andlegt drep yfir álfurnar leiða! Vargöld vestur um haf borin brimsjóum af boða klýfur frá austurheims ströndum. Andi orku og stáls, andi haturs og báis sækir hingað með seglunum þöndum. Þó mun gifta þin góð, geymi Canada þjóð, hámark þroskans í hugstarfi sinu. Vörður vizkunnar hár, vaki í mörg þúsund ár yfir andlegu atgervi þínu. Þú ert ennþá svo ung, ibyrgð hvilir samt þung DODD’S nýmapillur eru bezta nýmameðaliS. LasLna ag gigt. bakverki, hjartabikm, þvagteppu, og önnur veikindi, sem stafa frá nýrunum. — Dodd’s Kidney Pilfe kosta 50c askjan, eða 6 öskjur fyrir $2.50, og fást hjá öllum lyf- sölum, eða frá , The Dodd’s Medicina Co., Ltd.f Toronto, Ontarío. þér á herðum á þrautanna dögum. Greiði guð þina braut gegnum sérhverja þraut, yngsta landið í ljóði og sögum. Efldu ástúð og frið, gefðu nauðstöddum grið, vertu varðengill vestursins ljósa. Þegar austrið er dimt. Þegar alt er þar dimt, kyntu elda við kaerleikans ósa. Haltu fánanum hátt. Stiltu strengina hátt. , Vertu blíðheimur barnanna þinna. Aldrei bræðranna blóð, berðu í verzlunarsjóð lærðu varúð af vítunum hinna. Gefðu listinni ljós, lífs þá heilögu rós, láttu þjóðina vakandi dreyma. Vertu i menningu hæst! Vertu’ í manndómi hæst! Legðu ljósbrú um loftvíða geima. Vertu vitur og frjáls. Lauga höfuð og háls, hrein og fögur i helgustu lindum. Vertu’ stórþjóða stærst I Vertu’ i metnaði stærst! — Eyddu’ í eldinum afglapans syndum. Jónas Stcfánsson, frá Kaldbak. ATHS.: — Af sérstökum ástxð- um, hefi ég ekki viljað birta þetta minni fyr. — Höf. --------0-------- Þiðrik Eyvindsson. CÆFIMINNING). Sem getið var um i síðustu blöð- um, andaðist hér á sjúkrahúsi bæj- arins, laugardagsmorguninn þ. 7. þ- m., bóndinn Þiðrik Eyvindsson frá Westbourne, Man. Var gerður á honum uppskurður þann 3 febr. Virt- ist uppskurðurinn takast vel en sjúklingurinn of langt leiddur til að þola hann. Þiðrik heitinn var fæddur í Útey í Laugardal í Árnessýslu 7. nóv. 1857. Foreld:ar hans voru þau hjónin Ey- vindur Þórðarson bóndi í Útey og Ingibjörg Eiríksdóttir frá Efstadal t sömu sveit. Systkini Þiðriks voru 4. Voru þeir þrír bræðurnir og eru nú allir dánir, og systur tvær, er báðar eru á lífi heima á ættjörðinni. Systk- inin voru þessi: Eiríkur, kvæntur Kristínu Þorsteinsdóttur, er ættuð var af Álftanesi, bjuggu þau allan sinn búskap í Útey í Laugardal ; Þorbjörg, gift Ingvari Sigurðssyni frá Austur- ey í Laugardal, býr nú i Rvík; Þórð- ur, ókvæntur, bjó í Borgarholti í Laugardal, dáinn 1921; Guðfinna, gift Guðm. Gíslasyni frá Ytri.iHrepp i Árnessýslu, býr nú i Hþfnarfirði. Þiðrik ólztj upp í föðuirgarði lil átján ára aldurs, að faðir hans and- aðist. Fluttist hann þá til bóndans Eyjólfs Eyjólfssonar á Laugarvatní og dvaldi hjá honum um hríð. Það- an fór hann að Krók í Biskupstung- um, þangað sem móðir hans hafði fluzt nokkru áður sem ráðskona, og hélt ti! hjá henni í nokkur ár. Sumarið 1884 hinn 12. júní kvong- aðist Þiðrik, og gekk að eiga Guð- rúnu Pétursdóttur hónda frá Áhrauni á Skeiðum, Einarísonar og konu hans Höllu Magnúsdóttur frá Bráð- ræði. Bjuggu þau Pétur og Halla þá í Felli í Biskupátungum \fluttu /

x

Heimskringla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.