Heimskringla - 25.02.1925, Síða 3

Heimskringla - 25.02.1925, Síða 3
'WINNIPEG, 25. FEBRÍJAR 1925. HEIMSKRINGU t. BLAÐSlÐA Magic Baking Powder er alt af áreiðanlegt t»l þess að baka sætabrauð, kökur o. fl. Ekkert álún er í því, og er það ósvikið að öliu leyti. Verið viss um að fá það og ekkert annað. og óstjórnlegar þrár; og regniö silf. virglitrandi meö ótai geislabrotum. I>aö er sama um þetta að segja eins og þegar vér athugum fjölbreytni líf- tegundanna í loftinu, á jörðunni, hafi og vatni; ellegar öll þau umskifti, l>yltingar og boðaföll, sem alstaðar eru á öllum tímum að eiga sér stað. Hver hljómur geymir í sér heilan heim. Hvert lífkvik er heil saga. Hver hárþráður er sterkur fjötur, sem bindur mannanna syni við móður sína, tilveruna. Hver blóðdropi er elfa, sem guðs andi svífur yfir út á leið að eilífðar hafinu. Svona er öll tilveran kraftaverk, sem aldrei hófst og aldrei þrýtur; tremur að segja: kraftaverk í guði, Tieldur en af guði, — því guð er alt. T. d. kveiking lífs af lífi alstaðar er eitt óþrjótandi kraftaverk þess, sem er lífið sjálft. Þessi sýn á tilveruna er ekki al- veg vanaleg. Heldur er tvent ann. að vaninn. — 1. Hiversdags er amlað áfarm líkast sauðskepnunni, sem gæt. ír þess eins, að belgja sig út með fóðri af frjómagni jarðarinnar. Fólkið hugsar um munn og maga, skraf og skemtanir, skrautleg föt og dýran •drykk. Sá er mest metinn, — eða sá or einn metinn, sem reist hefir hátt Tiús og safnað feitum forða hánda sér og sínum til langs tíma. — Þetta er nú vana.skyn og.skoðun fólksins, | hvert á öðru og tilverunni fyrir utan ! sig- | 2. En stöku sinnum er eitthvað Ieitast við að líta til guðs, líta út yf- ir túngarða vanans; eitthvað farið að fálma eftir æðri mörkum tilverunn. ar. Sjaldnast þó af alhug eða ein. lægri þrá; fremur eins og letingi, sem læðist að verki sínu, — eða óþekkur drengur, sem svikst um, — eða óséður verkmaður, sem aldrei náði tökum á ábyrgðarstarfi. Þessi orð hefi ég um vanalega guðsdýrkun fjöldans, þar sem úreltir talsmátar koma í stað inn fyrir einlægt hugarþel, og grunn- ar erfðaskoðanir í staðinn fyrir sterka sjálfsrannsókn. 3. Þá koma enn fyrir augnablik, cinskonar tindar á æfi hvers manns, þar sem öll hversdagsdýrð verður að litlu eða engu, — eins og vasaljós á háheiði. eða gljáskór í grimdarbyl. Svo að jafnvel sjaldhafnar.skynið, hin svokallaða trú mannsins, blaktir og bliknar, — nema því haldbetri sé! Þessi augnablik tel ég allar stórar raunir, sem koma fyrir hvern mann; vanalega ei sjaldnar en einu sinni á æfi hans. Það mætti vel ætla, ef trúað væri á bein afskifti hinnar æðstu veru af hverjum einstakling mannheimsins, að þá sendi hún þeim sorgina líkt eins og iskaldan gjóst af jökulhæðum sinnar heilögu vitsku. Því ekkert reynir manninn meira en sorgin. Hvorki vinna, vit andagift, ágæti, ást eða auður ýta svo á afl hans og huga orku eins og stormur sorgarinnar eða eyðikuldi ástvina- missisins. Það sem, ekki tókst i með- læti, tókst oft í mótlæti: að stjórna eigin ástríðum og lyfta sjóninni yfir heimagarða hversdagsleikans. Það mætti líkja þessu ástandi við það, að guð tæki oss á sína voldugu vængi og lyfti oss, skelkuðum og skjálfandi, upp yfir smámensku-völlinn, og léti oss evgja tignar-tind sinnar dýrðlegu tilveru, sem að vísu er ekki ætíð mild og hlý, — en ætíð voldug, svipmikil og magni þrungin. Þetta eru þau ntiklu augnablik á hvers manns æfi, sem ætla má að æðsta vera heims sendi honum til að reyna hann og veita honum hærri og helgari sýn, skilning og samúð með dýrð og dásemdum síns eiltfa máttar. Víst er um það, að örðugt eiga margir með að átta sig á sorginni, sem hvorki Ihversdagssljóleikinji né jafnvgl guðræknisfálmið geta vel átt við. Arðshyggjunni finst það ferleg- asta vitleysa að blómlegustu og beztu menn skuli burt kvaddir á bjartasta skeiði. Trúarauðmýktin, sem vanalega er ekki sjálfri sér vel samkvæm, læt. ur og oft hugfallast á þungum þrauta stundum. Þótt fólkið játi vanalega, að allir séu bezt komnir h^á guði, finst því það þó ranglæti af honum að taka ástvini þeirra til sín. Lend- ir svo oft um stund í hugarvíli og voða. Að sjá speki eða dýrð í því, að SPYRIÐ Þegar þér þurfið JÁRNBRAUTA e»a EIMSKIPA farbrjef Upplýsingar allar látnar í té, og aðstoð veitt, ef beðn'r eru E. A. McGttinness, T. Stockdalc, City Ticket Agent Ðepot Tickct Agent 6 6 3 Main Street IV l N NIP E G. «*► 2 IGAS OG RAFMAGN oJdyrt | --- -------—— aAa T T ± T T T T T T T ± T T T ± Gefið auga sýningu okkar á Gas-Vatnshitunar. tækjum og öðru. ÓKEYPIS INNLEIÐING A GASI f HÚS YÐAR. Við höfum ágætt úrval af gaseldavélum, sem við ébyrgjumst að þér verðið ánægðir með. T T T X x ❖ T f f x ♦!♦ Wmmpeg Electric Co. £ ± ELECTRIC RAILWAY CHAMBERS (fyrsta gólfi.) • X % I ^ ▼aT VaV ny ~é~^éT svifta sig sínum nánustu tekst ekki mörgum í svipinn. Og þó teljum vér sjálfir það sjálfsagt að svifta móð- urina lambinu og fuglinn maka sín. um. Varla er það þó viturlegra! Vér hinir svo nefndu kristnu menn, — sem ekki erum hálfir í framkvæmd við það, sem vér erum í skoðun, — og skoðunin þó miklu óheilli en Krists kenning í guðspjöllunum; vér leggjum á allan hátt langa og mikla rækt við kúgun, rányrkju og arðsöfn- ; un út af móðurbrjósti tilverunnar. t stað þess að lúta vorri eilífu móður með barnslegri blíðu, eða öllu held- ur sonarlegum og djúpum samúðar. skilning,- í þessu efni eru það ein. stöku kaþólskir menn og örfáir heiðnir spekingar, sent lengst hafa þomist. Vér hér, sem stærum oss af kristninni, erum orðnir að Faríseum; höfum ekki náð lengst áleiðis. En svo er það og víst, að ef sorgin getur ekki opnað fyrir manninutu skilningsmusteri tilverunnar, þar setn samúðin er hið allra helgasta, þá get- | ur það ekkert afl í heimi. Því sorg- | in er einskonar leyniþráður að hjarta guðs; þar sem maðurinn er öðrum megin, en guð hins vegar,—og reyn. ! ir jafnt á báða ! En vanaleg orða. trú er tal við sjálfan sig, og nær I hvergi til. — Alt utn það er það | langt frá þvi æskilegt fyrir neinn að sækjast eftir sorg fremur en dauða. Drottinn sendir hvorttveggja nógu snemma. Og æskilegast er að þurfa ekki mótlætis við til þess að komast í nána sambúð við hann. En vel má vera, að margur tilgangur náist út af einu sorgaratviki. T. d.: var önnur tilhögun heppilegri, þegar at- vikið kom fyrir ? Á sinn hátt eins og djörfung og dugur í dauða og raunum varð tíðum öðrum að eftir- breytni. 1 3. lagi varð missendunum sjálfum tapið að þungu höggi, sem dró úr mátt í svipinn, en jók svo afl er frá leið. Auminginn varð að hetju; eins óg kveifin, sem hlaut út í hríð að ganga. Hégómakindin kast- aði af sér silkislæðu vanans. Smá- mennið eigingjarna varð að höfðing- lyndum heiðursmanni. Sá hugsun. arlausi fór að horfa hátt og djúpt unt hamrabelti hinnar dýrðlegu, en dularfullu tilveru. Sá sérgóði lét lampa sína lýsa inn um sitt eigið sálar.inni. Fann þar bletti, bresti og bilanir. Leitaði nú hins mikla meist- ara, meistara samvizkunnar, til að laga galla ;sálarbyggingar 'sinnar. Hlinn drambláti fann nú takmörk máttar síns og lægð'i heimsku.álit sitt; beitti nú afli sínu öðrum til vild- ar, eftir að hann kom auga á eigin smæð. Alla þessa kosti getur sorgin haft, í hvaða formi sem fram kem. ur, — sé réttilega við henni horft. Eins 'og dauðinn er fyrir mannlífið ei annað en breyting (Hkt og öldu.Iág, en lífið öldukambur); þannig má oft segja um þann einstaka, að hann fæð- isr. þegar hann deyr, — hvort heldur ti! réttara skilnings af öðrum, eða öðrum beint til fyrirmyndar. Svo að það Ijós, er fyr var í húsum vorum, verður nú héðan af að vita út við j hættunnar strönd. Geti sorgin skýrt fyrir oss tjgn tilverunnar og dýrð drottins, er hún ei til einskis send. J Því þroskun, en síst svefn, er tiL j gangur alls. — Þvi geta raunirnar að Iokum orðið oss hinir sönnustu vinir; eins og synir urðu mæðrum sínum eftir fæðingarþrautirnar. Því vér urðum að meiri mönnum og guði lík- ari! Ábyrgðin varð dýpri, innskygnin j gleggri, hugurinn djarfari, samúðin sviphreinni og hejlli. Ef þessi varð afleiðingin af sendingu sorgargyðj-1 unnnar til vor, þá var hún sú dóttir j drottins, er oss varð að lokum kærust! Hvað þann fallna mann snertir, sem hér er af ráðsvöldum heimins fram borinn að fóstalla eiltfðarinnar, þá var æfi hans hérna megin hins mikla tjalds eins og blæstraumur í sumarblíðu. Hans starfi, eðli stundum var að græða, mýkja milda annara þjáningar og mein. Þessi hvöt virtist honum svo djúpt samgróin eða inn-gróin, að hvert líknarverk sýndist streyma innan að frá neðstu rótum hjartans. Hann var eins konar balsam á það samfélag, er hann var staddvtr í. Þess vegna má fullvel segja, að verk hans og afrek sé ómetanleg. Ekki aðeins það, að veita mönnum heilsu og líf, — held- ur einnig að göfga, fegra og friða allan sinn samvistar-akur; rækta þar blíðari og betri gróður en áður var. Því má sannarlega segja um hann eins og sagt var um annan ágætan NAFNSPJOLD PROF. SCOTT, N-8706. Nýkomlnn frá New Yorlt. nýjuHtu valaa. fox trot. o. a. frv. KennlunkeitS kostar $5. 21»0 l’niTagc Avenilt*. (Uppl yfir Lyceum). HEALTH RESTORED Lækningar án 1y f ] t Dr- S. G. Simpson N.D., D-O. D.C, Chronic Diseases Phone: N 7208 Suite 207 Somerset Blk. WINNIPEG, — MAN. Mobile. Polarine Olía Gasolin. Red’s Service Station Maryland og Sargent. Phone B 1900 A. BCRGHAN, Prop. PREE SERVICE ON KUNWAY CIT AN DIPKERENTIAL GREASE Dr. M. B. Hal/dorson 401 Boyd Bld*. Skrifstofusími: A 3674. Slundar sérstaklega lunguasjúk- dóma. Br aTJ finn*. á skrifstofu kl. 12—13 f h. og 2—6 e. h. Heimili: 46 Alloway Ava. Talsími: Sh. 816». TH. JOHNSON, Ormakari og GuiUmitSui Selui glftingaleyflsbrál B.rslakt amygll veltt pöntunu» o* vlígjertlum útan af lanái 264 M&in St. Phon* A «T Dr. B. H. OLSON 216-220 Medlcal Arts Bld&. Cor. Graham and Kennedy St. Phone: A-7067 VitStalstlmi: 11—12 og 1—6.80 Heimili: 921 Sherburn St. WINNIPEG, MAN. Franska kend í þrjátíu lexíum. Ábyrgst að þá getir talað og skrifað. Prof. C. S/MONON 218 Curry Bld. Ph. A6604 ÍSLENZKA BAKARIIÐ selur bestar vörur fyrir lægsta verð. Pantanir afgreiddar fljótt og veL — Pjölbreyttast úrval — — Hrein viðskifti. — BJARNASON BAKING CO. Sargent <6 McGae — Sími: A 5638 — W. J. Lindal J. H. Lind«> B. Stefánsson Islenzkir lögfraeSingar 708—709 Great We»t Permanent Building 356 MAIN STR. Talaími A4963 Þeir hafa einnig skrifstofur að Lundar, Riverton, Gimli og Piney og eru þar að hitta á eúirfylgjandi tímum: Lundar: Annanhvern miðvikudag. Riverton: P'yrsta fimt»dag í hverj- uip mánuBL Gimli: Fyrsta Miðvikudag kvers mánaðar. Piney: Þriðja föstuAg í mánufi hverjum. MANITOBA PHOTO SUPPLY Co. Ltd. 353 Portage Ave. Developi.ng, Prlnting & Pramlng Við kaupum, seljum, lánujm og akiftum myndavélum. — TALSÍMI: A 6663 — DR. A. BLðNDAL 818 Somerset Bldg. Talsíml N 6410 Situindar sérstaklega kvensjúk- dóma og barna-sjúkdóma. AÍS hltta kl. 10—12 f. h. og 3—5 e. h. Helmlll: 806 Vlctor St,—Siml A 8180 FOOTE & JAMES Ljósmyndasmiðir. Margra ára sérfræðingar. Sérstakur afsláttur veittur stúdentum. Sími A 7649 282 Main St. Cor. Graham Ave. Winnipeg. TALSÍMI: A 1834 Dr. J. OLSON Tannlæknir Cor. Graham and Kennedy St. 216 Medical Arts Bldg. Heimasími: B 4834 WINNIPBG, MAN. TaUImIi DR. J. G. SNIDAL TANNLd£KNlR •14 Bomeraet Bleek Portavc Aro. WINNIPItí Dubois Limited EINA ÍSLENSKA LITUNAR- HOSIÐ 1 BÆNUM. Sími A 3763—276 Hargrav* Alt verk fljótt og ver að hendl leyst. Pöntunum utan af landl eérstakur gaumur goflnn. Einl staðurinn 1 bænum sem litar og hreinsar hattfjaðrlr. Eigendur: A. Goodman R. Swanson Dubois Limifced. DR. J. STEFÁNSSON 21« MEDICAL ART8 BLMk Hornl Kennedy og Grahaaa. Standar «!■()■(■ •■(■•-. ... aef- o( kverka-.jakdéaaa. V8 kitta trd kl. 11 tU 1] f. .( kl. t tl 4 r h. Tal.fml A 8531. •••">< N Rlver Ave. W. DR. C H. VROMAN Tannlæknir Tennur ySar dregnai eða lag- aðar án allra kvala Taiaími A 4171 505 Boyd Bldg. Winnipeg Stefán Sölvason Teacher oí Piano Ste. 17 Emily Apts. Emily St. Winnipeg. KING GE0RGE H0TEL Eina íslenzka hótelið í baenun. (Á horni King og Alexander). Th. BjarnaMn v Ráðaroaður EF ÞIG VANTAR FLJÓTANN OG GÓÐANN FLUTNING, SIMAÐU N 9532 P. SOLVASON 659 Welllngton Avo. Arnl Aaderaoa K. p. Garlaad GARLAND & ANDERSON L6GFRÆÐ1NGAH Pkoae i A-318T 801 Blectrle Rallnay Chaabtra Á Arborg 1. og 3. þriðjudag h. k ÁRN I G. EGERTSSON íslenskur lögfrœðingur, hefir heimild til þess að flytja mál bæði í Manitoba og Saskatchewan. Skrifstofa: WYNYARD, SASK. J. J. SWANS0N & C0. Talsimt A 6340. 611 Paris Buitding. EldsábyigCarumboðsmenp Sdja og annast fasteignir, vega peningalán o. s. frv. FOR SERVICE QUALITT %má lovr prlcen LIGHTNING SHOE REPAIH. 328 B Har- frave St. Phone: N 0704 NOTIÐ “O-SO-WHITE Hið makalausa þvottaduft vitl allan þvott I heímahúsum; þá. fá- itS þér þvottinn sem þér VÍ1J18. Euga barMmfttl Kngra blflkkn Kkkerf nudd AUar Rftílnr matvörubfltflr aelja þaU’ ' O-SO” PRODUCTS CO. 240 Young Strcet. — N 7591 — Áður D&lton Mfg. Co. NOKOME5 BLDO. WINNIPEG Phonei A4462. — 675-7 Sargent Ave. Electric Repair Shop ó. SIÖURÐSSON, Raa.maSur. Rafmagns.áhöld til sölu og við þau gert. Tinsmíði. Furnace.aðgerðir. mann, að hann skildi við heiminn °’ hreinn og betri en hann fann hann. off Því góðs manns áhrif bera ætíð góð- an ávöxt. — Gjald, ef ekki þakkir, hlaut hann oft af skornum skamti. En það eina gjald, og þær einu þakk- ir. sem duga, eru þær, sem dvelja í göfugum áhrifum á sina samtíð. Og þau veit ég, að hér voru síst sem duft jarðar. Hann tók á sig að sínti leyti annara þjáningar eins og frels. arinn. Og þvi verður minning hans og eftiróður eis og blómailmur frá æðra heimi. Þorsteinn Björnsson úr Bæ. — “Lögrétta”. A. S. BARDAL nelur llkklstur og »nnut ura »t- farlr. Allur útbúnahur sá beatl Knnfremur selur hann allskonar mlnnlsvarba og lsgatalnn_i_■ 848 SHERBROOKB ST. Pbosei If 6607 WINNiria DA/NTRY’S DRUG STORE MeSala iérfrælingv. ‘Vörugaeði og fljót afgreiBsla” eru einkunnarorÖ vor. Horni Sargent og Lipton. Phone: Sherb. 1166. BETRI GLERAUGU GEFA SKARPARI SJÓN Augnlaekmar. 104 ENDERTON BUILDZNO Portar® ano Haigrav*. — A 6445 MRS. SWAINSON 627 Sargeni Avt. kefix ávalt fyrirliggjandi úrvaW- birgSir af nýtízku kvenhöttum. Hún er eina íslenzka konan aesn sitka verslun rekur 1 W lnnlpog. Islendingar, iátiS Mr». Swaán- eon njóta viðakifta yðar.

x

Heimskringla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.