Heimskringla - 25.02.1925, Side 5

Heimskringla - 25.02.1925, Side 5
WINNIPEG, 25. FEBRUAR 1925. 5. BLAÐSIÐA n HEIMSKRINGLA greitt meö vöxtum. Er af þessu aug- Ijóst aS sigur Bandamanna í ófriðn. um er miklu stórkostlegri heldur en þjóSunum var heitiS á stríSsárunum. Þá var aS því kept, eftir þvi sem fól'ki var tjáS, aS brjóta á bak aftur keis. arann og herandann þýzka. Þetta tókst, eins og kunnugt er. Keisarinn flúSi land og herandinn var fluttur úr landi. Hann tók sér bólfestu í lönd- um Bandamanna. Þetta var vitaskuld mikilsvert. En um hitt dreymdi fæsta, aS sigurinn mundi verSa svo mikill, aS íbúar MiS-Evrópu yrSu ekki ein. göngu aS þrælum, heldur alþýSa manna í löndum sigurvegaranna sjálfra. Völundur. -------x------- Salmagundi. Fyrir nokkrum árum var mér skylt, stöSu minnar vejgna, aS taka lítillega þátt í ÍS fagna nýjum, ungum presti, sem þegiS haföi brauS í Vesturland- • inu. Var hann þá nývígSur og kom beint úr skóla. StriSiS mikla var þá nýafstaSiS og enn í fersku rninni. Eg tók eftir því, aS í barmi prestsins var hinn alþekti hnappur, sem afturkomnir hermenn flestir báru, meS áletraninni: “For Service át the Front”. í fávizku minni hélt ég þá aS þessi orS þýddu þaS, aS sá sem bæri, heföi einhvern þátt tekiö í orustum eöa starfaS á orustusvæSunum. Vék ég aS þessu, og reyndi aS haga orSum mínum þannig, aS prestinum mætti aukast sómi. Sagöi ég aö hnappur þessi bæri mér Vott þess, aS hinn ungi sálarsorg- ari þættist ekki þess ofar, aS gera skyldu sína hver svo sem hún kynni aS vera, og hvert sem hún heimtaöi þaS, aö hann bjargaSi sálu manns eSa deyddi jaröneskan líkama hans. ÞaS hafSi mér skilist aö vera erindi hermanna á vígvöll, aS veröa bani sem flestra andstæöinga, beinlínis eöa óbeinlvús. * • * Prestur snérist öfugur viö þessari “árás” minni, og bar af sér harölega og meS þjósti. SagSist hann ekki'hafa unniö aö þvi, aö deySa nokkurn mann, heldur aö því aö endurlífga og hjálpa sjúkum og sködduSum. Þótti honum þaö meira viö hæfi þess manns, sem helgaö heföi lif sitt þjón- ustu drottins vors Jesú Krists. AS bera þaö á hann, aö hann heföi tek- IS nokkurn þátt i því aS veita öörum sár eSa bana, fanst honum vera i hæsta máta móSgandi, og snérist reiS- ur viö. VarS úr þessu hiö mesta hneyksli. * * * Eg skammaöist mín “ofan í hrúgu”, en gat þó ekki fyrir sjálfum mér for- svaraö aö öllu leyti andmæli prestsins. Því lengur sem ég velti þessu fyrir mér, því minni þótti mér ástæöa prestsins aö taka þetta svona nærri sér. AnnaShvort var þaö rétt eSa rangt aS drepa eSa styöja aö drápi manna í stríöinu. ÞaS var þó jafn rétt eöa rangt fyrir alla. Ef þaö var rétt fyrir Jón og Ara, bóndason og búSarsvein aS drepa óvinina og ég mintist ekki aS hafa heyrt þess latt af prestunum, þá fanst mér þaö mundi einnig hafa veriö rétt fyrir þjón drott ins aS drepa. Fékk ég í huga mín- um enga úrlausn þessa mábs, og fór því á fund annars prests (Methodista) í sama bænum, og lagöi fyrir hann alla málavöxtu. Var honum, sem öör- um þar í bænum, kunnugt um þetta, og stóö því ekki á svari. Var hann kollega sinum fyllilega samdóma i þvi, aS hvaö réttlátt sem þaö væri aö drepa menn i striöum, og hvaö nauS- synlegt sem þaö væri, þá væri þaö samt ósamboöiö þjónum frelsarans, aS leggja liö aö ööru leyti en því, aS binda sár og hlynna aö sjúkum. Sjálf- ur haföi hann veriö þjónn á sjúkra- húsi á Englandi meöan á striöinu stóö. • * * Hér fanst mér þá, og finst enn, vera nokkurt ósamræmi. Mér geng- ur illa aö skilja hvernig þjónn herr. ans geti veriö ofar skyldunni, ef ann. ars er um skyldu aö ræöa. En svo er ég flestum fáfróöari, og skilning- ur minn ekki mikill á þessum sviöum. Skal þvi eySa um þetta sem fæstum oröum. En nokkuS rann mér til rifja í svip- inn. Fékk ég staka og hjartnæma bölvun á öllum prestum. Þó hefur þetta rénaS aö mestu leyti eSa öllu fyrir þá heppni mína, aS kynnast presti, sem er mesta valmenni. Þó! hefi ég aldrei þoraS aS minnast á þetta viS hann, af ótta fyrir því, aS hann tæki í sama streng og hinir. L. F. ---------x----------- Silfurbrúðkaup. Fimtudagskveldiö 19. febrúar síö- astliSinn var samankominn allmikill fjökli manna í Goodtemplara húsinu hér í bænum, í því skyni aö samfagna þeim hjónum, Mr. Siguröi Oddleifs. syni og konu hans, í tilefni af silfur. brúSkaupsdegi þeirra. Mannfagnaö þennan sátu ekki eingöngu skyldmenni og tengdafólk, heldur og margvís- legir vinir og kunningjar er fanst þeir standa í svo mikilli þakklætisskuld viö þau hjón, aö hún gæfi þeim heimild til þess aö dvelja meö þeim kvöld- stund þessa. Var þaö mál manna, aS þó aö þarna væru staddir um eitt- hundraö manna, þá væri þaS ekki nema nokkur hluti þeirra kunningja, er fýst mundi hafa til þess aö votta silfurbrúöhjónunum hamingjuóskir sinar. VarS þess greinilega vart, aö víöa stóS vináttan fótum undir, þ\»í aö þarna voru nokkurskonar full- trúar frá margvislegum félögum og stofnunum, er notiö höföu þeirra hlunninda — sumar um mörg ár — aö þau hjónin höföu variö starfs. kröftum sínum í þeirra þjónustu. Má. þar tilnefna Goodtemplararegluna, SambandssöfnuSinn í Winnipeg og Þjóöræknisdeildina Frón. Samsæti þessu stýröi Mr. Gunn- laugur Jóhannsson. Er þaS ötull for. seti. Gætti hann þess aö láta menn hafa nóg aö starfa, þvi jafnskjótt og brúöhjónin voru til sætis gengin, kvaddi hann síra Rúnólf Marteins- son til þess aö ávarpa þau. Var sungin brúSkaupssálmurinn “Hve gott og fagurt” á undan ávarpi prestsins, og mæltist honum vel. Þá stefndi forseti síra Ragnari E. Kvar. an fram á gólfiö. Haföi honum veriö faliö aö afhenda brúöhjónun- um silfurbakka nokkurn til minja um hátíSiskvöld þetta, og var á bakkan. um allálitleg fjárupphæö, sömuleiöis í silfri. Er hann hafSi lokiö þvi er- indi var sezt aö veitingum. Voru þær rómaöar af hverjum manni, og aö verSIeikum. En nú tók forseti fyrir alvöru- til starfa. Stefndi hann herskara allmiklum ræöumanna fram tii þess aö túlka vilja og tilfinningar þingheims i garS silfurbrúöhjónanna. Mælti þar fyrstu sira Hjörtur J. Leo. Var þaö sköruleg ræöa og skáldleg. Af öörum ræöumönnum man ég eftir þessum: Þorsteini BorgfjörS, Berg- sveini M. Lqng, Ásbirni Eggertssyni og Mrs. Swanson. Auk þeirra flutti Mr. Jón Jónatansson kvæSi þaö, er prentaö er hér í blaöinu. Þá las og forseti upp bréf þaö eöa ávarp frá Mr. Pétri SigurSssyni, er sömuleiöis er birt í blaöinu. Þá töluöu og aö lokum brúöhjónin bæöi og þökkuSu vinsemdina er þeim hefSi veriS sýnd. Mjlli ræSuhaldanna skemtli kvart^tt úr söngfélagi Goodtemplara meS song, auk þess aS mikill almennur söngur fór fram. Rétt um það leyti, sem staöiö var npp frá borðum var tekin ljósmynd af silfurbrúShjónunum og sonum þeirra tveimur, er þarna voru stadd- ir. Siguröur Oiddleifsson er Stranda- maöur aö ætterni. Er hann sonur Oddleifs SigurSssonar frá Kolbeinsá í HrútafirSi. Eru þatt hjón þvi úr sínum landsfjóröungnum hvort, á ís- landi, því GuSlaug Vigfúsdóttir Odd- leifsson er ættuö úr Rangárvallasýslu. Segja kunnugir, aö maSur hennar nefni hana oft RangárvalIaprýSi. Getur þaö nafn hvergi betur niöur komiö, þvi Mrs. Oddleifsson er fríö- leikskona mikil. Um syni þeirra hjóna má þaS segja, aö þaS sér á, aö þeir eru af myndarfólki komnir, svo eru þeir gervilegir. Eldri sonurinn Edward, hefir þegi^S verölaun miki! fyrir námsdugnaö sinn x skóla, og er íþróttamaður í bezta lagi. Um yngri soninn, Axel, er mér þaö eitt kunn- ugt, er ég sá, og þaö er aö hann lík-- isr móöur sinni mikið aS útliti. Reyn. ist hann öSrum kostum svo búinn, sem fríBleikanum, þá er þar meira en meöal mannsefni á feröinni. Sím. skeyti hafSi silfurbrúShjónunum bor. ist í hendur frá þriöja syni Mr. Odd. leifssonar. Er þaö Ágúst Gt Oddleifs- son, verkfræðingur í Bandaríkjunum. Er sá maður þegar kunnur orðinn ! meðal Islendinga fyrir afburSa náms- þrek sitt. ÁriS 1921, er hann Iauk fullnaðarnámi sínu viö Harward há- skólánum, þá hann gullmedaliu frá skólanum aS skilnaði. Hlaut hann bezt próf af 743 námsmönnum ev samskonar prófi luku. En Mr. og Mrs. Oddleifsson hafa ekki eingöngu haft barnalán mikiö. Þau hafa þar aS auki átt því láni aö fagna, aS vera virt og metin svo af meöborgurum sínum, sem drengskaparfólk eitt er metið. R. E. K. -----.----x---------- Til Mr. og Mrs, Sigurður Oddleifsson. Kæru silfurbrúðhjón! GuS blessi ykkur á þessum heiöurs- degi og þessari fagnaSarstundu ykk- ar, sem eflaust minnir á mörg gleSi- rík farsældar ár. ÞiS standiö nú á bjartari sjónarhæö og getiS litiS til beggja hliða. Að baki eru mörgu og kæru endurminningarnar. Sól- bjartur ástarlífsmorgun og hlýr fyrri- partur dags. Nú er eins og hádeg. ismarki sé náö, en framundan er seinnipartur dagsirrs, vonarrikur og hlýr og hin innri sjón eygir jafnvel alla leiS hina fjölbreytilegu geisla. dýrS sígandi kvöldsólar, sem breið- ir töfrablæinn, er engin tunga megn- ar aS lýsa yfir alt umhverfiS og kallar fram kærustu endurminningar bliS- veöurdagsins. Morguninn er æfinlega glæsilegur. Blærinn þá vekjandi og fjörgandi, en hver stund dagsins sem líSur, veitir nýja reynslu og sálinni betra jafn. vægi, tengir þá sem samferða eru sterkari vináttu og hollustu böndum, og því lengra sem líSur á daginn, veröur au^legS andans meiri og æðri rósemd fyllir sálina því meir, sem kvöldkyröin nálgast. ÞaS er þá sem vér höfum stigiö inn á land draum. anna af landi æsku.vonanna. Svo hvort sem er þá morgun, miödagur, eöa kvöld, ef lífiB þeim indælt, sem elskast. Morgunsins vekjandi bliðublær baðar hvert strá í daggarúöa, frjóvast þá jörS og grundin grær, geisladýrö sólar móti hlær, hvert laufblaö í lífsins skrúða. MeS hækkandi sólu hlýnar láö. — Hjarta, sem bænararma teygir ljóselska móti lífsins náö, og láni því fagnar, sem hefir þáö, aldrei þaS aldur beygir. Af hádegistindi sálin sér, siödegis milda stundu breiða kvöldroSann yfir ey og sker, andnes og voga, sveit og ver. Og kvöldloftiö hreina, heiöa. HvaS jafnast fær á viö aftanskin, meö endurminning um sæludaga? Hér finnur því betur vinur vin, sem vegur lengist, — en árin hin fornu — þá frægöarsaga. ViS sjáum ykkur í huganum á brúSarbekknum, brosandi og ung í anda eins og fyrir 25 árum, hann sem höfuðiS en hana sem kórónu svo enginn metnaður þarf aS veröa, hver staöan hinni vegsamlegri. Eg þykist fullviss um, aö væri ég nú horfinn til ykkar og kominn undir áhrif veizlugleðieinar, aö þá mundi lifna betur yfir hugarins löndum, og ég þá geta mælt fyrir skál ykkar. En nú verðum viS aö nota þennan miða til aö samfagna ykkur. ViS sendum þá okkar hlýjustu hamingjuóskir, þökk- um fyrir góða viðkynningu og met- um aö veröleik þann skerf, sem þiö hafiS lagt til þess, aS byggja upp og bæta mannfélagið á þessum 25 árum, sem þiS nú hafiö lagt aS baki. Ósk- um aö framtiðin veröi blessunarrík og björt. AS ykkur endist kraftar til aö vinna því, sem satt og göfugt er, aö sálarsjónin veröi æ skýrari. kraftar, hæfileikar og þekking fari vaxandi meö hverju aldtirsári, sem leiöir nær fullkomnunar takmarkinu. Kær kveðja til allra viSstaddra vina ykkar. Frá Mr. og Mrs. P. Sigurðsson, Selkirk. ---------x-------- Silfur br uðkaups visur TIL MR. og MRS. S. ODDLBIFSS.ON Þótt knúð sé st'ef í stuSlaþröng og steSjaS saman línum. ViS heyrum ekki silfur.söng í samfellunum mínum. Því harpan út í horni stóS og horfð’ á vetrardaginn. Hún segist ekki syngja ljóS unz sumar fyllir bæinn, ViS bíöum ekki eftir því — þaS er svo langur tími — því böndttm frosts er foldin í og fullur gluggi' af hrími. En þaS oss mesta yndi er — þó alt þaS fari‘ aö. vonum — aS sjá svo marga saman hér meö silfurbrúöhjónunum. ViS snúum hug því horfna aö — sem hlýtt í minnum vaki — og oss er skylt aö skoða þaS, sem skuld á okkar baki við þau, sem réttu hendur hlýtt og hug til sinna granna. Þeim hversdagslániS heilsi blítt og hylli góöra manna. Við sáum stundum fólk á för svo fölt, og niðurbrotiö meS lúaspor, og æfiör og undir byrSum lotiS. En margir fóru framhjá þar meö fóta — léttu — tökin og höföu í vösum hendurnar en höfuö reigS á bökin. ÞiS, lögSuö hvorki met á mann og mæltuö ei til skulda og vóguS ekki vegmóSann i vandlætingar.kulda, ' en, höföuS oftast tíma til — í töf, á feröavosi — aö hlýja þeim viö arin-yl cg öryggið í brosi. 1 ViS silfurbrúöhjón sæmum hér, — viö settum oss til valda — og ætlum seinna’ ef auönan lér þeim önnur brúökaup halda þá lengra fram á líöur öld og lifsins hallar fulli, viS æfidagsins dýrlegt kvöld í demöntum og gulli. Jón Jónatansson. -------x------- Arsfundur Sambandssafnaðar. Ársfundur SambandssafnaSar í Winnipeg, var haldinn sunnudags- kveldin 1. og 8. febrúar. Um leið og forseti «afnaS|arinjS, Dr. M. B. Halldórsson, setti fundinn mintist hann nokkurra atriöa í sögu safnaöarins á árinu liðna, er hann kvaS hafa verið hið mesta happa ár. fyrir söfnuöinn. Á þessu ári hefSi söfnuSurinn selt eign sína á horni Sargent og Sher. brooke str., svo hann gat borgaS aS fullu veöskuld þá er hvíldi á kirkj- unni og prestshúsinu, $35,000. Á ár. inu hefSu verið keyptir nýjir eikar. bekkir upp á r'úma $400. Þeir væru nú að fullu borgaðir, einnig hefði söfnuöurinn ráöist i aö kaupa pipuor- gel, sem kostaö heföi innsett rúma $1700; þaö væri einnig borgaö aS fullu Öllu þessu hefði söfnuöurinn orkaS á þessu liðna ár, sem var þó orkað á þess uliðna ári, sem var þó eitt af þeim erfiSustu er yfir Winni- peg hafa komið, hvaö viðskiftalif og atvinnumál snertir. Þessi farsæla afkoma safnaöarins væri aö þakka hinni aödáanlegu samvinnu hinna ýmsu félaga innan safnaðarins og höfSinglegum tillögum þeirra er þess hafa veriS megnugir. Kvaðst hann vilja votta öllum sitt innilegasta þakklæti, sem söfnuði vorum hefSi orðið aö liði á árinu og liðnum ár- um. Óhttgsandi kvaS liann þaS, aS sú stefna og kenning, er þvíltk blessun fylgdi, yröi ekki til gæfu hverjum, sem hana styöur. A8 endingu þakkaSi forsetinn sér. staklega kvenfélaginu fyrir drengi- legan stuöning, heföi þaS veriö eins og á undanförnum árum hinn mesti bjargvættur safnaöarins; eins vottaöi hann þakklæti til félagsins “Aldan” og Leikfélagsins, sem undir leiðsögn prests safnaöarins heföi getið sér hinn bezta oröstír fyrir leiklist sína og smekkvísi viS aö velja fögur og lærdómsrík leikrit, sem öll hafi veriö félaginu, til sóma og söfnuðinum tekjulind. Þá voru lagðar fram fjárhags- skýrslur safnaSarins, er sýndu aö tekjur safnaöarins á árinu námu $7,721.40, útgjöld $7,231.76, í sjóöi $489.64. Skýrslurnar voru Samþyktar. 1 safnaöarnefnd voru kosnir: Dr. M. B. Halldórsson, Ólafur Pétursson, Páll S. Páissön, Jakob F. Kristjánsson, Jón Tómasson, Sigfús Halldórs frá Höfnum, Fred Swanson. Hjálparnefnd: — Síra Rögnvaldur Pétursson, Ingibjörg Björnsson, FriSrik Kristjánsson, Mrs. Sveinbjörn Gíslason, Mirs. Oddný Helgason, Miss HlaSgerSur Kristjánsson. Djáknar: — Jóhann Vigfússon, * Pétur Thomson. Sunnitdagaskólastjóri, GuSm. E. Eyford; yfirskoSunarmaSur fyrir safnaöarins hönd Björn Pétursson. Skýrsla kvenfélagsins: I sjóSi frá fyrra ári ....... $ 16.20 Inntektir á árinu .......... 1,131.56 Utgjöld á árinu ........... $1,102.49 I sjóöi 1. febr. 1925 ......... 45.27 $1,147.76 Skýrsla félagsins “Aldan”: — I sjóöi 1. febr. 1924 ......... $ 32.46 Inntektir á árinu .... ........ 497.43 $529.89 Utgjöld á árinu .......... $491.70 ! I sjóöi 1. febr. 1925 ......... 38.19 Fjármálaskýrslla sunnudaga^kól- ans: — I sjóöi 1. febr. 1924 ........ $56.76 Tekjur á árinu ............ 80.64 $137.40 Utgjöld á árinu ............. $85.08 I sjóöi 1. febr. 1925 ....... $52.32 Skýrsla hjálparnefndarinnar: í sjóöi 1. febr. 1924 ....... $ 7.55 Tekjur á árinu .............. 283.94 $291.49 Utgjöld á árinu ............. $256.29 I sjóBi 1. febr. 1925 ....... 35.20 Skýrsla prests safnaBarins. Störf þau, er báöir prestarnir, síra Ragnar E. Kvaran og síra Rögnvaldur Pét- ursson, hafa unniö í nafni safnaöar. ins. Messur í kirkjunni 50, auk þess hefir síra Ragnar E. Kvaran flutt 10 messur utan bæjar; skírnir 8, ferm. ingar 8, útfarir 12, hjónavígslur 3; 23 nýir meölimir innrituöust í söfn- uSinn á árinu. Prestur safnaöarins kvaðst naum. ast finna orS til aS votta söfnuöinum þakklæti sitt fvrir ástúölega sambúö og samvinnu. Fanst þaö ganga krafta. verki næst, hve safnaöarnefndin og ^ félög innan safnaðarins heföu sýnt ^ mikinn dugnað viö aS lyfta öllum skuldum af kirkjueigninni, þrátt fyr- ir aukakostnaS, sem ráðist hefði ver. iS i, svo sem pípuorgel o. s. frv. KvaSst hann óska aö söfnuöurinn heföi betri og færari mann en sig fyrir prest, og ef til vildi væri venja Methodista heppilegust, aö skifta um presta á 3. ára fresti. Samt sem áöur heföi hann ekki orðiS þess var, aö söfnuöurinn vildi losna viö sig. Svo hann heföi afráöiS, samkvæmt ósk safnaðarnefndar, aö dvelja enn um hríS viS söfnuSinn — og var þessu tekiS meS fögnuði og dynjandi lófa- klappi. Páll S. Pálsson kvaö þakklætistil. finninguna djúpsetta í brjóstum allra. og gerði tillögu, aö presti væri greitt þakklætisatkvæði fyrir vel unniö starf — og var þaö gert meS því að allir risu úr sætum sínum. Ársfundinum var lokiB meö venju- Iegu samsæti er KvenfélagiS stóS fyrir. — Var samkomusalurinn þétt- setinn og voru nokkur störf afgreidd og nokkrar tölur fluttar yfir borð- um um velferðarmál safnaöarins. Safnaðarnefndinni var greitt þakk- lætisatkvæSi samkvæmt tillögu herra SigurSar Oddleifssonar, er kvaðst aldrei hafa heyrt glæsilegri skýrslur lesnar í nokkrum félagsskap, og sem spáðu góöu um framtíS kirkju vorr- ar og þeirra hugsjóna, er hún berst fyrir. GerSi hann tillögu aS safnaðar. nefndinni skyldi greitt þakklæt- isatkvæöi, og var þaö stutt; og risu allir úr sætum sínum og klöppuöu lof í lófa. FRED SWANSON. ritari. ------0----- Frá Islandi. Nýlega er dáinn (12. þ. m.) Han. nes bóndi Magnússson á Stóru.Sand- vík í Flóa, rrferkisbóndi. Lætur eftir konu og 12 börn. 13. þ. m. strandaöi enskur botn. vörpungur, Viscount Allenby, viS Horn hjá Þorlákshöfn. Þaö var^einn togaranna, sem géra á út úr Hafnar- firöi/ jSkipverjarnir 10 björguöust slysalaust á kaðli í land og með hjálp þaðan. 8 þ. m. strandaöi einnig gufu- skipiS Riding á Skarðsfjöru í MeSal land. ÞaS var flutningaskip til ensku útgeröarinnar í HafnarfirSi, sem átti togarann, sem aS ofan getur. Skipverjar komust i land daginn eft- ir, og höföust viö þar á sandinum, unz þeirra varö vart þrem dögum seinna. Einn skipverji slasaSist. Minningarrit hefir fríkirkjusöfn. uöurinn í Reykjavík gefiS út um 25 ára starf sitt og ritar hinni gamli prestur safnaSarins, síra Ólafur Ól- afsson. FróSleg og ánægjuleg er sú saga, og ritiö í alla staSi til sóma. Var lokiö viS viöbót kirkjunnar nú fyrir jólin og hin prýSilegasta. Togararnir, Egill Skallagrimsson og NjörSur, hafa báSir veriö dæmd- ir í 15 þús. kr. sekt fyrir landhelgis- brot, í hæstarétti, en undirréttur hafði sýknaö báöa. Brotin voru fram iní okt. 1923. Vinnuhjú fyrir bændur Nú er verið að gera sérstakar ráðstafanir til að útvega þeim sem vilja Hjú til bændavinnu frá ÞÝZKALANDI. UNGVERJALANDI. PÓLLANDI. og öðrum löndum í Mið-Evrópu. Ef þér biðjið um vinnuhjú frá Bretlandi eða Skandinav- isku löndunum, væri gott að þér segðuð um leið hvort þér mynduð taka fólk frá Mið-Evrópu, ef hitt væri ekki fáanlegt. Fáið eyðublöð til notkunar hjá næsta stöðvarstjóra, eða * skrifið á íslenzku til DAN. M. JOHNSON, Western "Manager, Colonization and Development Department, Room 100, Union Station, Winnipeg. (

x

Heimskringla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.