Heimskringla - 25.03.1925, Page 4

Heimskringla - 25.03.1925, Page 4
4. BLAÐSlÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 25. MARZ 1925. Itieimskringla (Stofnu« 188«) Kenor ðt A hverjnm mlttvlkndegrL EIGENDUR: VIKING PRESS, LTD. 853 og 855 SARGENT AVE., WINNIPEO, TuUimii N -6537 VerTl blatislns er »3.00 árgangurinn borg- ist fyrirfram. Allar borganir sendist THE VIKING PRESS LTD. SIGPÚS HALLDÓRS frá Höfnum Bitstjöri. JAKOB F. KRISTJÁNSSON, Ráðsmaður. UtanANkrlft tll blalinlnii: THE VIKING PRESS, Ltd^ Box 3105 UtanANkrlft tll rltMtjOrantit EDITOit HI2IMSKRINGL.A, Box 8105 WINNIPEG, MAN. “Heimskringrla ls pobllshed by The Viklnx Pre»* Ltd. and printed by CITY PRINTING tfc PUBLISHING CO. 853-S55 Sarjcenl Ave., Wlnnlpeff, Man. Telephone: N 6537 í i ........ WINNIPEG, MANITOBA, 25. MARZ 1925. Sjötta Ársþing ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ISLENDINGA 1 VESTURHEIMl. —i----- Frh. Næsta dag, föstudag 27. febrúar, var fundur settur á sama stað og áður, kl. 10.05 f. h. Ritari las upp fundargerð siðasta þingfund. ar og var hún samþykt í einu hljóði. Ingólfstnálið var þá næst á dagskrá. Las framsögumaður nefndarinnar, Árni iögmaður Eggertsson upp nefndarálitið, og gerði því næst grein fyrir því í all-langri og ítarlegri ræðu. Spunnust töluverðar umræður út úr því, og ekki allar hitalausar. Var skotið á frest að ræða á. litið unz embættismannakosningum væri lokið. Var það í 4 liðum: 1) Nefndin leggur til, að nefndin er kosin var 19. des. á alm. borgarfundi í Winnipeg, haldi , áfram að starfá, unz hún sé leyst frá starfi sínu á alm. fundi í Wpeg., þar sem þeir einir hafi at- kvæðisrétt, er gefið hafa í varnarsjóðinn. — 2) Ennfremur, að frekar sé reynt að fá Ing. ólf Ingólfsson fluttan til Stony Mountain, svo hentugra yrði að halda sambandi við hann, og gera fyrir hann það, sem nauðsynlegt væri í framtíðinni og kringumstæður leyfðu. 3) Að þar sem gögn þau er nefndin hefir benda á það, að maðurinn sé ekki með fullri rænu, þá leggur nefndin það til, að gengið verði úr skugga um það sem fyrst eftir að hann hefir verið fluttur til Stony Mountain. 4) Ennfremur, að afgangur varnarsjóðsins sé geymdur á Provincial Savings Bank, í sérstök. um “trust account”. Að loknum kosningum var Ingólfsmálið tekið fyrir á ný. Kvað forseti stjórnarnefndina vilja gera þinginu reikningsskil fyrir samskotafénu, en tii þess þyrfti hún að ganga af þingfundi fáein. ar minútur. Var samþykt að málið skyldi ekki frekar rætt, unz stjórnarnefndin hefði skilað af sér. Tók sira Jónas A. Sigurðsson- forsetastól- inn, meðan. fráfarandi stjórnarnefnd gekk af fundi. Að því loknu, las forseti, síra Albert E. Krist. jánsson upp skýrslu um samskotin, en gjaldkeri Hjálmar Gíslason lagði fram sundurliðaðan reikning. Safnast hafði alls $4,111.50, útgjöld alls orðið $3.228.83, og því skilað í félagssjóð afganginum $882.67. Voru þessar skýrslur forseta og gjaldkera samþyktar, sem lesnar, með öllum greiddum atkvæðum. Þvínæst var nefndarálitið rætt lið fyrir lið. U,m fyrsta lið urðu nokkrar umræður, unz tillaga kom frá síra Rögnvaldi Péturssyni, studd af Dr. Sig. Júl. Jóhannessýni, þess efnis, að fella liðinn burtu. Var sú tillaga samþykt með öllum þorra atkvæða. Um annan lið urðu töluverðar umræður. Fanst fljótt að mprgum þótti æði varhugavert að binda hendur stjórnarnefndarinnar,, að nokkru sérstöku leyti, í þessu máli, vegna þess að mjög-væri þá hætt við, að með því væru Þjóðræknisfélaginu sköpuð vandræði, í við. skiftum við stjórnvöld þessa lands. Var bent á að nefndinni hefði þegar borist fremur kulda. legt svar, frá fangelsismála.yfirvöldunum, og hefði það um Ieið verið fremur nöpur fyrir. spurn í þá átt, hvernig félagið hugsaði sér að endurhæta meðferð stjórnarinnar á þessum fanga. Eftir nokkra stúnd bar síra Ragnar E. Kvaran fram rökstudtía dagfskrá, ,með aðstoö dr. Sig. Júl. Jóhannessonar og hljóðaði hún á þessa leið: “I þvi trausti að stjórnarnefnd félagsins reyni að afla sér upplýsingar um hvert ekki megi létta frekar raunir Ingólfs IngólfsSonar, og í því trausti að hún verji ekki fé úr sjóði þeim, er við nafn hans er tengdur í öðru skyni, til næsta þings, tekur þingið fyrir næsita mál á á dagskrá”.' Þessi dagskrá var samþykt með öllum þorra atkvæða og þetta mál þannig afgreitt af þinginu. Kl. 1.30 sama dag var fundur settur aftur. Fundargerð síðasta fundar lesin og samþykt og siðan gengið til embættismannakosninga. Árni lögmaður Eggertsson stakk upp á síra Jónasi A. Sigurðssyni, sem forseta. Einnig var tilnefndur J. J. Bíldfell, en hann dró sig úr kjöri. Þá var og tilnefndur fráfarandi forseti Albert E. Kristjánsson, og útnefningum þvínæst lokið. Forseti var kosinn síra Jónas A. Sigurðsson, með rúmum 50 atkvæðum. Síra Albert E. Krist- jánsson hlaut 22. Varaforseti var kosinn síra Ragnar E. Kvaran gagnsóknarlaust, þar eð hr. J. J. Bíldfell baðst undan kjöri. Ritari var kosinn í einu hljóði Sigfús Hall. dórs frá Höfnum, án gagnsóknar. Vara-ritari var kosinn Árni Sigurðsson, frá Wynyard, í einu hljóði. Féhirðir var kosinn í einu hljóði Hjálmar Gíslason. Vara-féhirðir var kosinn Páll Bjamarson, frá Winnipeg í einu hljóði. Pj&rmálaritari var kosinn í einu hljóði Klem. ens Jónasson frá Selkirk. Vara-fjármálaritari var Páll S. Pálsson kos. inn í einu hljóði. *SkjalavörðuA var kosinn Arnljótur B. Ölson, í einu hljóði. \ Yfirskoðunarmcnn voru kosnir í einu hljóði Björn Pétursson og Halldór S. Bárdal. Meðan fráfarandi stjórnarnefnd gekk af þingfundi var Tímaritsmálið tekið fyrir. Las framsögumaður Timaritsnefndarinnar, síra Ragnar E. Kvaran upp álitið, og var það í fjór. um liðum. Lagði nefndin það til: 1) að framkvæmdarnefnd fél. sé falið að gefa út Tímaritið á næsta ári, með sama sniði og áður. 2) ennfremur, að sömu nefnd sé falið að ráða ritstjóra með sömu kjörum og áður. 3) vill nefndin benda á að tillögur endurskoð. enda síðasta árs um meðferð á eldri árg. Tima. ritsins hafa enn ekki verið tekin til greina, nfl., því nauðsynlegra, sem erfitt sé ii fljótu bragði að átta sig á því hve mikið sé útistandandi óselt af ritinu. 4) virðist nefndinni óheppilegt að dreift sé á. byrgð á ýmsa útsölumenn, en fél. eigi ekki að. gang að neinum sérstökum. Vill nefndin leggja til, sé það lögum samkvæmt, að valinn sé aðal. útsölumaður er trygður sé með hæfilegu veði. Annist hann útsölu og ábyrgist, enda hljóti hann sanngjarna þólcnun fyrir. Álitið var rætt lið fyrir lið. Fyrsti liður samþ. í einu hljóði. Annar liður sömuleiðis. Þriðji liður sömuleiðis. Fjórða lið dró nefndin til baka, þar eð hann kom í bága við stjórnarskrá félagsins. Var alt nefndarálitið þvínæst samþykt með þeirri breytingu að 4. liður félli í burtu, og mál. ið þannig afgreitt. Þá lagði fram álit sitt nefnd «ú, er kosin hafði verið til þess að gera tillögur um þátttöku dcilda i fimdarhöldum, og um fulltrúakosninga/r. - Lagði nefndin það til: að fulltrúar heimadeilda utan Wpg. hafi hlutfalls atkvæðamagn við Wpg. deildina, sem lögð sé til grundvallar, t. d.: a) Ef 1/3 löglegra fél. þeirra deildar sé mættur í þingbyrjun, skal erindreki hverrar ut. anbæjardeildar geta greitt 1/3 atkv. löglegra fél. úr sömu deild. * b) Söm skulu hlutföll hve margir, sem mæta frá Wpg. deild. c) Tala löglegra fél. skal ákveðin með nafna. kalli í byrjun hvers þingfundar. d) Fjölgi eða fækki fél. á fundi skulu atkv. þeirra bætast við, eða dragast frá, og eykst þá eða minkar atkvæðamagn utanbæjarfulltrúa að sama skapi. Sitji einstaklingar úr utanbæjardeild þingfund, dragist atkvæðamagn þeirra frá atkvæðamagni fuíltrúans úr sömu deild. Þar sem tillögur nefndarinnar fóru fram á lagabreytingu var samþykt að láta málið bíða næsta þings, en að senda öllum deildum afrit af nefndarálitinu fyrir næsta þing, svo að þær gætu tekið afstöðu til þess. — Þá hóf dr. Sig. Júl. Jóhannesson máls á því að æskilegt væri að fá frekari vitneskju um bók ungfrú M. Ostenso, sem sagt væri að snerti ó. þægílega Islendinga hér í Manitoba. J. J. Bíldfell gat þess að ungfrú Qstenso hefði fengið blað það, er ummælin fluttu í garð Islend. inga, til þess að leiðrétta þau. Eftir nokkrar umræður var samþykt till. frá dr. Sig Júl. Jóh. annessyni, studd af A. B. Ölson, um það, að Þjóðræknisfélagið fari þess á leit við félag það sem væntanlega gefur út hók ungfrú Ostenso, að fá að lesá handritið. Kosin var nefnd til þess: dr. Sig. Júl. Jóhannesson, síra Jónas A. Sigurðsson og Páll Bjarnarson. Þessu næst bar Arni Sigurðsson frá Wyn. yard fram þá tillögu, að stjórnarnefnd Þjóð- rækisfélagsins skyldi senda áskorun til voldug. asta menningarfélagsins í þessu landi, United Church of Canada, er hún héldi árþing sitt í sumar, þess efnis, að það kirkjufélag beitist fyt. ir því, að líflátsdómar hér í Canada verði úr lög. um numdir. Var gerður ákafur rómur að þessari tillögu, og samþykti hana allur þingheimur með þvi/að standa á fætur. Var fundi þá frestað, þar til síðar um kveld. ið. Kl. 8 um kvöldið bauð stjórnarnefnd Þjóð- ræknisfélagsins til samkomu í Goodtemplarahús. inu. Fyrst söng Sigfús Hplldórs frá Höfnum tvö lög’eftir próf. Stgr. Hall. Lék próf. Hall sjálfur undir á píanó, og var honum mjög vel fagnað af þingheimi, er vildi heyra 3. lagið eftir hann. Að því búnu gaf fráfarandi vara.forseti, Gísli Jónsson, er samkomunni stýrði, síra Albert Kristjánssyni orðið. Talaði hann ákaflega snjalt og áheyrilega. Nefndi hann erindi sitt “Dag- drauma”. Efni ræðu sinnar kvað hann vera hið sama og í fyrra, og vonir sínar og bjartsýni hið sama. Að sínu áliti væri heimurinn eirni, og mannkyn- ið eitt. Stefndi alt að sama brennipunkti, þó nú væri þangað stefnt eftir mörgum fjarlægum og ólíkum brautum; að hinum alfullkomna sam. hljóm og samræmi, sem væri á hinum efsta íull. komna stað. En hvernig gæti hann þá samrýmt þjóðræknisviðleitnina þessari trú sipni? I byrjun værú einstaklingar. Nú hefðu menn skipað sér í þjóðfélög. En þau væru lifandi sýnilegur vottur um vaxadi vilja til fullkomins samræmis, þó skamt væri að vísu á veginn kom. ið. Kæmi sér farin og ófarin leið mannkynsins svo fyrir sjónir, sem sæi hann hana í tvennskon. ar ljósi: Ijósi sólar, er lýsti framtíðarveginn til draumalandsins, sem vér á trúarbragðamáli köll. um Guðsríki; og stjörnuljósi, er lýsti með vt-ik. um bjarma farinn veg, og sýndi og aðeins allra siðustu sporin, er að baki lægju og vörpuðu skímn á næstu sporin, framundan. Það ljós stafaði frá liðnum menningartímabilum, í því Ijósi lifðum vér og myndi það heppilegast vorum tímum; því hefðu augu vor vanist. En stafaði oss þannig birta af fortíðinni, og væru fornbókmentir vorar sá gimsteinn, sem al. ment væri álitið, þá myndi saklaust að -leita þangað eftir dæmisögum. Las hann síðan kafla þann úr Gylfaginning, er Þriði og Hárr skýra Ganglera frá hinum ýmsu heitum Óðins Alföð. urs og orsökum þeirra: “at svá margar sem eru greinir tungnanna í veröldinni, þá þykkjast all. ar þjóðir þurfa að breyta nafni hans til sinnar tungu til ákalls og bæna fyrir sjálfum sér”. Spurði ræðumaður síðan hvert ekki myndi vera hægt fyrir, Vestur.Islendinga að taka leiðbein. ingu af þessu dæmi. Væri það framtíðardraum. ur sinn, að allir Islendingar mættu bera gæfu til þess, að sameinast í einum kirkjulegum félags. skap, þar sem skoðanafrelsi væri svo mikið, og umburðarlyndi; þar sem svo vitt væri til veggj. anna og hátt til hvolfþaksins, að hún gæfi öllum kristnum mönnnm skjól undir þaki sínu. Bað hann innilega þá menn, sem hér væru staddir 5 kvöld og orða sinna mundu geta, að mis. skilja sig ekki eins ákaflega, og færa ekki orð sín til leturs með eins gagnstæðri meiningu þeirri, sem þau hefðu haft, og annað íslenzka blaðið hefði af vangá gert í fyrra. Þvi vissulega hefði ihann aldrei sagt neitt þvílíkt, og aldrei dottið það í hug, að menn ættu að verða stefnulausir í trúmálum, heldur þvert á móti. Væri heldur engin þörf á því, að menn yrðu stefnulausir, þó menn gætu tilbeðið í sama húsi, og greindi á í smærri atriðum, því drottinn væri þó alstaðar hinn sami, hvað sem menn kysu að kalla hann. Lauk hann ræðu sinni með því að hvetja menn með heitum orðum til meira frjálslyndis, meira umburðarlyndis, meiri samúðar og meiri kærleika. Þakkaði allur þingheimur honum fyrir erindið með lófaklappi og með því að standa á fætur. Samkomunni var lokið með þessu erindi, og settust þá báðir forsetar, hinn fráfarandi og hinn nýkjörni, í forsetasæti, er þingfundur var sett.. ur aítur. Var fundargerð síðasta fundar lesin og sam. þykt í einu hljóði. Þá lagði síra Rögnvaldur Pétursson fram álit nefndarinnar, er sett var til þess að athuga Stú- dentagarðinn og samvinvumálið. Var það í tveim liðum: I. Leggur nefndin tH, að endurnýjað sé á- kvæði þingsins í fyrra, að vekja alm. áhuga á stúdentagarðsmálinu, og beiti frkv.nefndin sér fyrir samskot, fyrirtæki þessu til eflingar, og sé fénu komið til hlutaðeigenda um eða fyrir ára. mót. II. Nefndin treystir sér ekki að gera ákveðn. ar till. í samvinnumálinu, sem í raun réttri er mörg mál. Enda virðist nefndinni að þingið sé búið að binda sig svo með fjár.veitingu, að ekki muni mikið afgangs. En eitt mál vill nefndin þó biðja þingið að athuga og gera tillögur um það, er mætti verða til nytsemdar í framtíðinni. Þetta mál er verzlun með íslenzkar bækur, sem er aðalviðskiftagrein Islands og Canada. Samkvæmt verzlunarskýrslum 1921, eru fluttar út bækur frá Islandi til Canada fyrir 13,200 kr. En allur annar útflutn. til Canada þaðan, nam aðeins 500 kr., það ár. Væri því góð samvinna nauðsynleg í þvt efni. En nú sé svo komið að íslenzkar bækur séu orðnar svo dýr. ar hér, að alm. þykist) ekki geta keypt þær. Þar að auki virðist ekki mikið gert heimanað til þess að dreifa út bókum sem séu gefnar út með styrk heiman, t. d. Bókmentafél., Sögufél. og Þjóðvinafélags.bókum. Þá sé og söluskattur hér, og sá galli með flutn- ing að bækur frá íslandi séu sendar hingað um 2000 mílna krók, yfir New York. Er þarna kostnaður auk. inn að óþörfu, svo tíðar ferðir sem eru á milli Englands og Canada. En þc þetta sé slæmt, þá séu kjör þau, sem bóksalar heima setja bóksölum hér ennþá verri. Hér verða þeir að borga flutningsgjald, tolla og skatta, og ábyrgjast bækurnar og fryir alt þetta fái þeir aðeins 20—25% áf nafnverði eftir bóksöluskrá í Reykja. vík. Gildi ekki sömu skilmálar um sölu þeirra rita er hér vestra séu gef. in út og seld heima. Hér sé því ekki um jöfnuð að ræða og myndi heppilegast að slíta’ við- skiftum þessum. Alitið var rætt lið fyrir lið og 1. liður samþ. í einu hljóði. Um 2. lið urðu nokkrar umræður Kvað Einar H. Kvaran sig langa til að segja nokkur orð, því að sig skifti málið einna mestu íslenzkra manna. Ættu rithöf. heima mjög erfitt með að fá bækur útgefnar sökum dýrtíð. ar, enda væri hljóðið í bóksölum helzt þannig, að loka bókaútgáfu, nema fyrir einstökum mönnum. Væri kostnaðurinn vafalaust gífurlegur. En á hinn bóginn bersýnilega bóksölun. um í hag að þetta kæmist i lag. Kvaðst hyggja, að ef Þjóðræknisfe*. lagið beitti sér fyrir það að fá betri sölukjör hér vestra, þá myndi það fá allar mögul. leiðréttingar hjá bók. sölum í Rvík. Gerði og síra Ragnar Kvaran þá brtt. þannig, að nefndin leggi til að málinu sé vísað til stjórnarnefndar. innar, að hún hafi allgr þær íram. kvæmdir, sem hug|anlegar séu á næsta ári. Einar H. Kvaran kvaðst fús að liðsinna í öllu því er hann gæti, t. d. taka við þeim plöggum, er stj.nefnd Þjóðræknisfélagsins hefði tilbúin, ef hún vildi, um það leyti er hann færi heim í haust, og tala við bókaútgef. endur það er hann mætti, er heim væri komið. Var þessu tilboði tekið með lófa. klappi, og brtt. sr. Ragnars Kvaran samþ. í einu hljóði og kvaðst nefndin fús til þess að breyta niðurlagi álits. ins samkvæmt henni. Var nefndar. álitið því næst samþykt alt, með þeirri breytingu, í einu hljóði. Þá stóð upp fráfarandi vara.for. seti, Gísli Jónsson, og gat þess að stjórnarnefndin hefði komið sér sam. an um að leggja það til við þingið, að gerður yrði heiðursfélagi Þjóð. ræknisfélagsins skáldið og rithöf. undurinn Einar Hjörleifsson Kvaran, sem mestum Ijóma hefði varpað á íslenzkar bókmentir út um heiminn, núlifandi íslenzkra manna og væri mæringur íslenzkra bókmenta. Var þessi til-laga samþykt með miklum fögnuði, og stóð allur þing. heimur á fætur. Þakkaði Einar H, Kvaran þann sóma er félagið hefði sýnt honum. Þá tók tii máls fráfarandi forseti, síra Albert E. Kristjánsson, og þakk. aði þingheimi og meðnefndarmönn. um þann heiðuí, velvild og Ijúfu sam vinnu, sem sér hefði verið sýnd i 2 ár Ávarpaði svo hinn nýkosna forseta og óskaði honnm af alhug til hamingju og gengis í embættinu. Kvaðst hann skila honum þvi aftur með jafnljúfu geði og hann hefði vig því tekið fyrir 2 árum síðan. Og vildi hann feginn aðstoða félag. ið framvegis eftir megni. !H:inn nýkosni forseti, síra Jónas A. Sigurðsson, þakkaði þvínæst þing. heimi kosninguna og fráfarandi for. seta hans mikla og góða starf og hin hlýju orð í sinn garð. Fór hann skáldlegum orðum um hug sinn til íslands og hvatti menn að ganga í fé. lagið. Kvaðst hann sjálfur og nefnd- in myndi reyna með aðstoð félags. manna og guðs hjálp að gera sitt bezta fyrir Þjóðræknisfélagið á kom. andi ári. ' Elutti hann þvínæst snjalt kvæði og var gerður að því hinn bezti rómur. Þá bað forseti þingheim að syngja Eldgamla Isafold og God save the King. Að því búnu sagði forseti þingi DODD’S nýrnapillur eru bezta nýrnameðalið. Lækna og gigt, bakverki, hjartabilun, þvag- teppu, og önnur veikindi, sem stafa frá nýrunum. — Dodd’s Kidney Pills kosta 50c askjan, eða 6 öskjur fyrir $2.50, og fást hjá öllum iyfsögum, eða frá. The Dodds Medicine Co., Ltd. Toronto, Ontario. slitið og óskaði öllum fararheilla. Á eftir gengu stjórnarnefndirnar, hin nýja og hin fráfarandi, ásamt ut- anbæjarþingmönnum til matfagnaðar í kjallarasal Goodtemplarahússinís. Kunnum vér það síðast af þessu þingt að segja. ---------X------------ Lesa Vest.-íslend- ingar bœkur Dr. Vilhj. Stefánsonar? iii. Frh. Vilhjálmur Stefánsson er vísinda- maður og í mörgu langt á undan sín- um tímá, kenningum þeim, sem hann hefir ótalsinnum lagt líf sitt í hættu fyrir ihefir ekki alstaðar verið vel tekið. Það er enginn efi á því, að það mundi gleðja hann, ef hann vissi að Islendingar nokkuð alment læsu bækur hans. Um nýjar hugmyndir segir hann meðal annars: “Þar til reynslan hefir sýnt og sannað nota- gildi nýrrar eða áður óreyndrar hug- myndar, þá er æfiulega hægðarleik- ur að telja öðrum trú um það, að hÚK sé annaðhvort hættuleg eða vitlaus — eða hvorttveggja. Á bak við eldri hug myndir og venjur, er reynsla og hefð sem ofinn er inni dómgreind og fram- kvæmdir. Það er algeng reynsla mannfræðinga að heyra því hátíðlega lýst yfir, að nýjar hugmyndir séu oftast til óþæginda. Hugmyndir þess arar bókar eru svo fáum kunnar —- svo nýjar og óreyndar\að þær mæta ekki alstaðar vingjarnlegum viðtök- um. Um Eskimóa segir V. S.: “Þeir eru einstaklega gestrisnir, greiðviknir og sannorðir, flest allir; en þrátt fyrir það eru mjög fáir af þeim, seni geta sagt þannig frá dýraveiðum eða öðrum algengum viðburðum, að ekki sé ofið þar inn í mörgu, sem aldreí hefir átt sér stað. Eg skemti mér oft við það að aðgreina hjátrúarkreddur þeirra frá sönnum viðburðum. — Þeir trúðu því nærri því undantekn- ingarlaust, að frásagnir þeirra væru sannar.” Flestir kannast við, að hafa heyrt sagt frá hinni einkennilegu aðferð, sem strúts.fuglinn (ostrich) hafi til þess að verja sig fyrir öllum hætt- um, með þvi að fela höfuðið í sand- inum. V. S. kannast við að hafa trú- að þessari sögu, en svo kom honunt til hugar að reyna að leita það uppt hvar saga þessi var upprunnin. Fyrir tuttugu og þrem öldum var rithöfundur á Grikklandi, sem Hero- dotus hér, er hann talinn að hafa vc-rið fyrsti maður sem innleiddi þann fróðleik í Evrópu: “Að fugl einn ákaflega stór ætti heima suður í Afríku, sem hefði þann sið þegar óvinir hans, ljón og tígrisdýr voru i skreiðarferð í nágrenninu, þá bara stakk hann höfðimu niður í sand- inn, faldi hann sig þannig fyrir óvin- Unum svo ekki sakaði”. Fyrsti maður til þess að sannfæra Vilhjálm um það, að þetta var bara skáldsaga, var hinn velþekti fræði- maður Carl Akeleyj hafði hann dval- ið árum saman í Afríku í vísindaleg- um rannsóknum, hann sagði að strútsfuglinn væri mjög var um sig, að hann væri einn sá allra slóttug- asti, af öllum hinum mörgu fjölkunn- ugu íbúum dýrarikisins í Afriku. ' J

x

Heimskringla

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.