Heimskringla - 25.03.1925, Page 6

Heimskringla - 25.03.1925, Page 6
(. BLAÐSIÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 25. MARZ 1925. A læknisheimilinu. — E F T I R — GRACE S. RICHMOND. Jóhannes Vigfússon þýddi. V. KAPÍTULI. Klukkan var 2.30 þegar Burns kom heim eina septembernótt. Hægindastóll stóð við ofninn og í honum var útbrunnin glóð, og ljós logaði á lampanum. Burns tók af sér hattinn og fór úr frakkanum, reikaði svo að stólnum og hné niður S hann stynj andi. Hann hafði orðið fyrir ósigri, svo auðmýkj- andi ósigri, er hann aldrei áður hafði reynt. Hann gerði holdskurð gagnstætt annara ráðum, sem fyrst virtist ætla að hepnast, en snerist svo til hins verra. Hann hafði þekt þessa stúlku frá því hún var 8 ára — og nú var hún 16; fögur og að- laðandi — ó, hvað hafði hann gert? Hún hefði máske getað lifað — án holdskurðar. Þann mögulegleika hafði hann eyðilagt »— og hún treysti honum. Hann hafði verið heimskingi, sérlyndur auli, sem hélt sig geta sigrað dauðann. Þegar þessar endurminningar ætluðu að yf- irbuga hann, stað hann upp og fór að ganga um gólf. Stundirnar liðu Hann gat ekki gengið til hvfldar. Klukkan var 6. Hann hafði sezt á stólinn aftur og sofnað órólegum svefni, þegar skrif- stofudyrnar voru opnaðar og inn kom ungfrú Mathewson. Það var tveim stundum fyTi, en hún átti að koma. Hann leit á hana ósegj- anlega hryggur. “Eg var hrædd um að þér munduð ekki hátta, læknir”, sagði hún alúðlega. “Viljið þér nú ekki hátta og reyna að sofna. Þér vitið, að þér eig- ið langt dagsverk ógert. Hann hristi höfuðið. “Nei, ég vil heldur ltoma út í ferskt loft. Eg hefi mesta löng- un til að taka bifreiðina og — fara til-----”. “Nei, nei!” sagði hún fljótlega og nálgað- ist hann, eins og hún vildi koma í veg fyrir að hann endaði setninguna. “Eg vissi að þér munduð taka þessu á þenna hátt, þessvegna kom ég svo snemma. Eg veit að ég er ekki fær um að hugga yður, Burns læknir — en einu megið þér ekki gleyma nú — þér gerðuð alt, sem er í valdi manneskjanna að gera!” Hann hristi höfuðið örvinglaður, stóð upp og starði á öskjuna í ofninum. Amy Mathewson horfði sorgmædd á hann, lagði svo hendina á handlegg hans. Hann leit til hennar og gerði aumkunarverða tilraun til að brosa. “Guð blessi yður”, sagði hann með yfir- hurða hryggri rödd. “Eg held þér munduð treysta mér, þó alt mannkynið sneri við mér baki.” Tár komu fram í augum hennar. “Eg vildi láta yður gera holdskurð á> minni eigin móður — í dag”, sagði hún lágt. Hann horfði lengi á hana, greip svo hendi hennar og þrýsti hana innilega. Gekk svo inn í innri skrifstofuna og lokaði dyrunum á eft- ir sér. Hálfri stundu síðar kom hann út aftur, og haðfi nú ná!5 sjálfstjórn sinni. Amy vissi að þetta mundi verða einn af erfiðustu æfidögum hans. En hún vonandi að hann mundi komast að réttum skilningi á þessu — að hann, þrátt fyrir afleiðinguna, hafði heimild til að gera það, sem hann hafði gert. “Cynthia hefir morgunverðinn tilbúinn handa yður, læknir”, sagði ungfrú Amy Math- ewson rógleg. Hún leit ekki upp frá skrifborð- inu, þar sem hún var að skrifa reikninga. En um leið og hann gekk fram hjá henni, studdi hann hendinni snöggvast á öxl hennar, og þeg- ar hún leit upp, mætti hún þakklátu augunum hans. Hann vildi einskis neyta nema eins kaffi- bolla. Um miðdegið mætti Bums Van Horn. “Það var leiðinlegt að holdskurðurinn end- aði þannig”, sagði starfsfélagi hans. “Eg réði frá honum, af því mér fundust vonirnar litlar.” “Þær voru það”. “Eg gerði alt hvað ég gat til að fullvissa fjölskylduna um, að þér höfðuð fulla heimild til að breyta eins og þér gerðuð”. “Þökk fyrir”. “Eg skil svo vel að þetta hryggir yður”, sagði hinn huggandi. “En við verðum allir að læra af reynslunni”. Red varð svipþungur og hélt áfram án þess að segja eitt orð. Við eitt götuhornið hitti hann Grayson. “Þetta var afarleitt, Burns”, sagði hann. “Eg vonaði til síðustu stundar að þér hefðuð rétt fyrir yður, en við órétt. En ég var æstur í skapi, þó ég vissi að þér voruð það ekki”. “Nei, það var ég ekki”. “Já, það gagnar nú ekki að gráta yfir fram kvæmdu starfi. Þér gerðuð alt sem þér gát- uð”, sagði Grayson huggandi. “Yndisleg stúlka — h'ka djörf — það var leiðinlegt að sjá hana hverfa.” » Allir þessir læknar og fleiri, voru til stað- ar við hinn óheppilega uppskurð. Burns kinkaði kolli og flúði. Reyndu þeir allir að gera þetta ennþá verra fyrir hann? Við sjúkrahússdyrnar mætti hann Pields. “Góðan morgun, læknir”, sagði Pields hlý- lega. “Mig langar til að lá|ta samhygð mína í ljós, yfir þessum sorglega endir í gærkvöldi. Snildarlegur holdskurður, — ef hann hefði end- að vel. Betri heppni í næsta skifti”. Það lá við að Bums langaði til að snúa hann úr háls- liðnum , svo sjálfstreystandi og mikillátur var hann. Burns flýtti sér inn. Seinna um daginn mætti Burns Buller, það var nú nokkuð annað. “Piltur minn, ég er svo leiður að ég gæti grátið, ef ég aðeins gæti hjálpað þér”, sagði Buller, og leit í sorgbitnu augu vinar síns, með sínum hreinskilnu. Red reyndi að svara, en gat ekki. Hvernig hann þrýsti hendi Bullers, var nægilegt svar. “Eg vissi að þér mundi falla þetta mjög erf- itt, og ég skil það svo vel. Þú hefir enga á- stæðu til að ásaka þig, hún hefði ekki getað lifað á*n uppskurðar, og það sama heldur fjöl- skylda hennar og ber hið sama traust til þín og áður. Eg fór þangað í morgun, til þess að skýra þetta fyrir þeim.” Burns beit á vörina, þangað til hann gæti ráð ið við sig og sagt nokkur þakklát orð. “Nú vil ég biðja þig bónar”, sagði hinn. “Eg vil biðja þig um aðstoð þína — það er lík- legt að holdskurð þurfi að gera, að einum tveim dögum liðnum.” Bums hikaði augnablik og roðnaði. “Ertu viss um að þú viljir nota mig?” spurði hann lágt. Buller leit í augu hans. “Eg þekki engan, sem er duglegri en þú. Hættu öllum sjáQfsá- sökunum. Viltu koma til mín í skrifstofuna kl. 4? Þá getum við orðið samferða til Arnolds, og á leiðinni get ég sagt þér frá ásigkomulag- inu.” Þegar Burns hélt áfram með græna tröllið, var hann léttari í skapi. Stór meðaumkun með litla sjúklingnum, sem hafði þótt vænt um hann og treysti honum, eyddi smátt og smátt örvfln- aninni yfir því sem skeð hafði. Hann kom að blómabúð, gekk inn og valdi ótal hálfþroskuð fögur blóm, sem hann sendi til heimilis henn- ar nafnlaust. N Svo ók hann til næsta sjúklingsins síns, þar sem gæfurík fjölskylda gladdist yfir því, sem hún áleit áreiðanlega frelsun frá hinum yfirvof- andi dauða, og honum varð enn þá hughærra við alt það þakklæti, sem mætti honum. “Eg verð að halda áfram eftir megni”, sagði hann við sjálfan sig. “í gærkveldi hélt ég mig ekki geta það. Guð veit, að ég vinn með hrein- skilni. En ó, — Lucile litla — Lucile litla!” “Winifred”, sagði Burns og kom inn í Chest- ers sólauðgu dagstofu kaldan októbermorgun, “ég ætla að halda kvöldverðarsamsæti í kvöld. Fyrir Grant frá Edinborg — sá maður í heim- inum, sem ég hefir lært mest af. Hann hefir verið hér í bænum í tvo daga, og fer á morg- un”. “Er það Red! Heldur þú það í einum af gild isskálum bæjarins?” “Það er nú vanalegt, og þess vegna geri ég það ekki. Grant er blátt áfram, sem hatar alla tilgerð og stáss. Hann fær mörg heimboð, og verður að þiggja þau, og þegar ég sagði hon- um, að ég vildi fá hann hingað til algengs dag- verðar, varð hann léttbrýnn”. “Eg efast ekki um að hann muni njóta til- breytingarinnar með áægju. En matinn færðu að líkum frá einhverju matsöluhúsi í bænum?” “Nei, Cynthia býr til góðan mat og ég veit hvað Grant þykir bezt. En ég ætlaði að spyrja hvort þú og Marta vilduð taka að ykk- ur að búa út borðið, því við slíkt er Cynthia ekki fim, og ungfrú Amy hefir frí. Eg skal senda nokkur blóm. Borðbúnaðurinn minn er ekkert úrval, en það er þýðingarlítið þegar mat- urinn er góður.” “Þú veizt að bæði Marta og ég viljum gera þér þenna greiða með mestu ánægju, Red. Við ft “Þökk fyrir. Chester og Jim eru auðvitað boðnir. Hinir eru læknar. Nú verð ég að fara”. Hann var að hálfu leyti kominn út, en Wini- fred elti hann. “Nei, hinkraðu við, Red — ég verð að fá að vita meira. Nær á kvöldverðurinn að eiga sér stað? Hve margir koma? og hverjir? Hve marga rétti skal á borð bera? Hefir þú fengið nokkura skutilmey?” Red varð allvandræðalegur. “Þarf að hugsa um svona margt?” spurði hann. Hvernig get ég vitað hve margir réttirnar verða. Um það verður þú að spyrja Cynthíu. Við neytum mat- ar kl. hálf átta, ég get ekki komið fyr heim. Gestirnir eru Van Horn og Buller og Fields og Grayson og Grant og Chester og Jim og — og — ég sjálfur. Eg mun hafa boðið ',einum eða tveimur í viðbót, en ég man það ekki áreiðan- lega. Það er bezt að búast við einum fleira að minsta kosti”. Hann ætlaði að þjóta af stað, en Winifred hélt honum kyrrum. “En skutilmeyjan?” “Eg held að Cynthia geti hjálpað okkur”. “Það getur hún ekki, ef hún á að annast allan matinn alein”. “Máske þú gerir svo vel að annast um þetta líka, Win. Nú verð ég að fara”. Hann sneri sér við og brosti til hennar — enginn gat staðist bros Reds. En hvað það er líkt honum, að bjóða mönnum til kvöldvreðar, og hugsa svo ekki meira um undirbúninginn; — hann hagar sér ekki þannig við holdskurði, því þá man hann eftir öllu. Winifred og Marta fóru strax að finna Cyn- thíu. Þær urðu glaðar að því er matinn snerti. Cynthía var dugleg matreiðslukona, og vissi mjög vel hvað karlmönnum líkaði bezt. Þessar tvær ungu húsfreyjur sóttu falleg- asta borðdúkinn og silfur borðbúnaðinn henn- ar Mörtu, og fallegustu diskana, bollana og glös- in hennar Winifred. Þegar búið var að láta mataráhöldin á borðið í borðstofunni hans Burns, litu þær á það með áhægju. “Það lítur ágætlega út, Marta”. “Já, en kl. er fimm, og blómin, sem hann talaði um, eru ókomin enn. Hann hefir líklega gleymt þeim.” “Auðvitað. Við megum ekki búast við meiru af honum, en að hann muni að hann aðtlar að halda kvöldverð. En það gerir ekkert. Það er nóg af blómum úti í garðinum, og þau tökum við”. Dóra, stofustúlka frú Macauley, átti að ganga um beina. Kl. var rúmlega 7, og Red var enn ekki kominn. Macauley hafði ekið til stöðvarinnar að sækja gestina, sem þær bjugg- ust við á hverju augnabliki, svo Winifred þaut inn til manns síns, sem var að fara í sparifötin ofur rólegur. “Arthur, þú verður að fara yfir og taka á móti gestunum, þangað til hann kemur. Hann verður líka að hafa fataskifti fyrst.” “Ó, er hann svona seinn”, sagði Chester og I fór að flýta sér. “Gestirnir taka því naumast illa. En ég vona að hann komi bráðum. Mér líkar ekki að vera gestgjafi jafnmargra lækn- ira”. “Rugl, Arthur, þeir eru vanalega viðfeldn- j ustu mennirnir. Flýttu þér nú — ég heyri til ! Jims.” Chester hljóp í gegnum eldhús Burns, og kom mátulega snemma út í stóra sólbyrgið til að heilsa gestunum, sem komu hlæjandi og spjallandi upp garðstiginn. “Burns hefir tafist, en ég er viss um að hann kemur bráðlega”, sagði hann og þrýsti innilega hendur mannanna. Kl. var hálfðtta — enginn Red. Vantaði 15 mínútur í átta — varð átta — og ennþá var hann ókominn — og það sem erfiðast var að skilja — engin boð heldur. Hvers vegna fón- aði hann ekki? Þeir gátu ekki beðið lengur, því Cynthía sagði, að ef þeir neyttu ekki matar, eyðilegðist hann. Kvöldverðurinn var á borð borinn. Chester sat við annan borðendann, Macauley við hinn, og báðum fanst þeim á- sér hvíla mikil ábyrgð. Það voru tveir aukagestir í stað þess eina, sem Burns hafði nefnt. Svo Winifred varð að hraða sér að láta borðáhöld handa þessum eina, því lteds pláss varð að standa autt. “Eg held hann hafi gleymt þessu”, hvíslaði Marta að Winifred infti í dimmu skrifstofunni, þaðan sem þær gægðust inn til gestanna. “Nei, hann hefir ekki gleymt því, þegar dr. Grant er hér, hann talar svo oft um það, hve mikið hann eigi honum að þakka. Og hann lítur líka ágætlega út, með kraftalega, óreglu- bundna andlitið. Og hinum finst sjáanlega heið ur að því, að hafa hann á milli sín, Van Hom sýnist. jafnvel ekki liafa jafn ftiikið sjálfstraust og hann er vanur”. , “Það lítur út fyrir að þeir skemti sér vel. Og þeir éta eins og þeir hafi aldrei séð mat fyr. Kvöldverðurinn hefir hepnast eins vel og hugs- ast getur — þegar gestgjafinn sjálfur er ekki til staðar. ó, hvers vegna kemur ekki Red?” “Hann vildi heldur missa af tylft af kvöld- um, en að bregðast sjúklingi, sem þarfnast hans”. “Já, en hann hefði getað sent boð”. Klukkan tíu settust gestirnir við kaffi- drykkju og til að reykja hina ágætu vindla, sem Macauley hafði útvegað. Allir voru kátir; Gray- son og Buller sögðu skemtilegar sögur, og jafn- vel Ronald Grant, sem annars var fá*mæltur, lét í té sinn hluta til skemtunarinnar. Alt í einu sá Macauley Burná standa í dyr- unum á milli skrifstofunnar og borðstofunnar. Hræðslan á andliti hans vakti eftirtekt Chest- ers, svo hann stökk á fætur, en Grant sá hann um leið, og kom fyrstur til hans. “Hvað er að þér, piltur minn?” spurði hann, og tók til starfs án þess að bíða svars. Hann lagði handlegginn um axlir Burns, og fór með hann inn í skrifstofuna, þar sem loftið var betra. Þeir sáu strax að Burns var mjög magnvana; hægri handleggurinn hékk máttlaus niður við hlið hans; á enninu var stór, svartur blettur og fötin rifin og leirug. Grant hjálpaði vini sínum. Handleggurinn var svo illa brotinn að það varð að svæfa Burns, og það gerði Van Horn. Á meðan Grant lag- aði beinbrotin og batt um handlegginn, horfðu hiinr læknarnir á hann, undrandi yfir því hve fljótur hann var. Chester var inni, en Macauley þoldi það ekki og fór út. Hann sá græna tröllið standa á brautinni og flýtti sér þangað. Mínútu síðar voru hinir gestirnir þar líka og skoðuðu bifreið- ina við birtu ljósberanna. “Hann hafði orðið fyrir stórslysi”, var álit þeirra. Græna tröllið var stórskemt og víða brotið. “Hann hefir ekið minst sjö kflómetra. Lítið langt hefir hann ekið?” “Hann hefir ekki getað farið langt, því hann hefir orðið að stýra með vinstri hendi og ekki haft mikla krafta eftir fallið”. “En hann hefir líklega ekki orðið mjög magnvana, fyr en hann kom inn í hitann og tóbaksreykinn”. “Hann hefir ekið minst sjö kíómetra. Lítið þið á rauða leirinn hérna á hliðinni. H]ann er aðeins til á einum stað hér í nálægð — hjá gömlu mylnunni úti á strandbrautinni”, sagði Chester. “Eg veit það, því ég hefi farið með honum um alla þessa auðn, afskektu vegi, sem ; til eru hér í bygðinni. Það er verulega vond- ur bakki þar úti.” “Sjö kílómetra — með þenna handlegg”, hrópaði Buller. “Það er dugnaður” sagði Grayson, og hinir samþyktu. Samkvæmt uppástungu Macauley, hjálpuðu þeir honum með græna tröllið inn í rauða skýl- ið þess. Svo gengu þeir inn aftur, og um sama leyti vaknaði Burns af dáleiðslunni, og leit á gesti sína með stórum umbúðum um höfuðið. “Mér þykir afarleitt, að ég skyldi eyðileggja kvöldið á þenna hátt, herrar mínir”, sagði hann með fölu brosi. “Grayson var að segja skemti- lega sögu held ég þegar ég truflaði hann. Góði, komið þér nú með endann”. “Nei, nú viljum við heyra yðar sögu, ef þér eruð fær um að segja hana. Hvað skeði úti hjá gömlu mylnunni?” Burns horfði fast ár hartn. “Hvernig vitið þér að það var þar?” “Vinur yðar, hr. Chester, sá það sökum rauða leirsins á bifreiðinni. Mistuð þér stjórnina of- an bratta bakkann?” “Já, einmitt”, viðurkendi Burns. “Eg misti stjórnina”. Chester starði á hann. Það var ómögulegt að Red hefði mist stjórnina á bifreiðinni, nema ef eitthvað annað orsakaði það. Hann gaf ekk ert annað svar við öllum þeirra spurningum. Og Ioksins fóru gestirnir í burtu. Aðeins Ronald Grant varð eftir. Hann þáði hiklaust að vera þar um nóttina, þegar Burns bauð honum það, og þegar Chester yfirgaf þá, lá Burns á legubekknum; Grant sat á hæginda- stól, og þeir voru sjáanlega glaðir yfir því báð- ir, að geta talað saman áður en þeir háttuðu. Þegar Chester kom út, rakst hann á per- sónu, sem kom á móti honum. Hann þekti hana undir eins við birtuna frá skrifstofuglugg- unum. Hún stundi og studdi hendinni á brjóst- ið. Komst dr. Burns heim?” spurði hún mæðu- lega. “Hvað vitið þér um dr. Burns?” spurði Chester. “Það skiftir engu hvað ég veit. Segið mér hvort hann kom heim? Var hann stórskemdur? Hvers vegna getið þér ekki sagt mér það?” “Hann er heima og líður nú bærilega. En hann er ómögulegur til að vitja sjúklinga.” “Eg veit það. Eg varð að eins að fá vissu um að hann væri kominn heim. Eg — ”. Hún hné snöktandi niður á tröppuna. Chest- er stóð og horfði á hana, hann vissi ekki hvað hann átti að segja. Svo lyfti hún upp höfðinu. “Hann frelsaði líf mitt og misti næstum sitt. Þeir voru að grafa í bakkanum, og einhverra orsaka vegna höfðu þeir ekki kveikt í ljóskerunum. Það er voðadimt í kvöld. Hann sá hættuna nógu snemma, og ók út á grasið, en varð svo að fara ofan í skurðinn, til þess að aka ekki yfir mig — og hinn. Hann flúði. En ég flúði ekki.* Eg hjálpaði honum með bifreiðina; og hann sagði mér hvernig ég ætti að koma henni af stað. Handleggurinn var brotinn; en þar er ekkert hús í nánd. Mér fanst það hræðilegt, að vita hann aka heim aleinan — svo elti ég hann, til þess að vita hvort hann hefði komist heim. Það er máske heimska af mér, að segja yður þetta; en þér eruð göfugmenni, og fjasið ekki, og það gerir hann heldur ekki. Hann hefir ekki sagt frá því, hvernig þetta atvikaðist, gerði hann?” “Nei, hann sagði ekki neitt”, svaraði Chester alvarlegur. Þegar hún var farin. Gékk hann hugsandi heim til sín.

x

Heimskringla

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.