Heimskringla - 04.11.1925, Blaðsíða 4

Heimskringla - 04.11.1925, Blaðsíða 4
4. BLAÐSÍÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG 4. NÓV. 1925 Hcímskrin^Ia (StofnuTt 1886) Krnnr (It A hverjum mlflvlkudeffl. KIGKNDDKi VIKING PRESS, LTD. I5S o(C NS5 SAItGEM' AVE., AVINNIPBO. Tnlsfmi: N-65S7 Veríl blaCslne er $3.00 Argangurinn borg- lst fyrirfram. Allar borganir sendist TIIE VIKING PREfSS LTD. SIGEÚS HALLDÓRS frá Höfnum Ritstjórl. JAKOB F. KRISTJANSSON, Ráðsmaður. I tHnAskrlft tll lilatinlnn: THE VIKING PRESS, LitíU Rox 8105 I tnnfiMkrlft tll rltNlJðranéii EDITOfl HEIMSKKINGLA. Box 8105 WINNIPEG, MAN. “Heimskrlnsla is publlshed by The Vlkln* Prean Ltd. and printed by CITY PRINTING A PVRLI8HING CO. 853-855 Sargent A ve.. Wlnnlpeff. Man. Telephone: N 6537 WINNIPEG, MAN., 4. V NÓVEMBER, 1925 Yiðhorfið. “Hríðin er slotuð og stormurinn æð- andi”. Kosningarnar um garð gengnar. En ennþá enginn búinn að átta sig eftir ofviðrið. Við liðskönun hefir Meighen 116 þing- mönnum á að skipa, King 100 og Forke 23. Woodsworth er við annan mann full trúi verkamanna; Bourassa er einn ó- háður, en um 3 er óvíst enn. Meighen og Forke stóðu uppi, en foringi stjórnar- hersins féll í valinn og með honum 8 af ráðherrum hans. En það er með ráð herra sem Einherja: þeir falla í val að kvöldi, en rísa aftur heitir að morgni Þ. e. a. s. Mr. King er ekki í vandræðum þótt hann félli í sínu kjördæmi, því altaf eru einhverjir liðsmenn hans reiðubúnir að rýma sess fyrir honum. Hvernig hafa þá kosningarnar farið? í fljótu bragði er augljóst að hátollamenn hafa unnið mikið á. Liberalar hafa tap að töluverðu og framsóknarmenn miklu En þess ber að gæta, að kosningaúrslitin bera víða mjög óglögt grein um vlija kjós enda um tollastefnu landsins. Hér í Mani toba komust að 5 conservative þingmenn utan Winnipegborgar. Hefðu liberalar haft vit á því að vinna saman við fraín- sóknarflokksmenn í öllum þessum kjör- dæmum, eins og þeir gerðu í Portage La Prairie, þá hefði aðeins einn einasti con- servative þingmaður af þessum fimm átt nokkurn minsta kost á því að komast að. Sá eini var Mr. Meighen. Og um kosn íngu hans hefir það áreiðanlega ráðið mestu, að kjósendum hefir þótt álitlegt að hafa ef til vill forsætisráðherra Canada sem fulltrúa á þingi. Víða hefir farið líkt, þótt hvergi hafi verið eins áberandi og hér. Annars er atkvæðatalningin ó- hafandi. í þessum 4 kjördæmum, er nefnd voru, eru þrír fimtu hlutar kjós- enda á móti hátollastefnunni, í hverju fyrir sig. Þó hafa þeir hátollsmann send- an á þing. Þar sem er að ræða um kosn- ingu, er þrír eða fleiri eru. í boðf? ætti vitanlega að hafa skilyrðiskosningu (pre ferential vote). Segja mætti þó að landið hefði felt há- tollastefnuna. En svo er þó ekki Engin ástæða er að minsta kosti til þess að teljá Quebecinga lágtollamenn. Um þeirra atkvæði virðist ráða mestu gömul hefð, og flokkstrygð, eða trygð við minningu Sir Wilfred Laurier, hins mikla og glæsilega flokksforingja. Frönsk alþýða er fastheldin á fornar venjur og sein til nýbreitni. Hitt er greinilegt, að meiri hluti sléttu- fylkjabúa, er þannig sinnaður um lands- mál að hér er efni í nýjan stjómmála- flokk, landi og lýð til framfara og bless- unar. Ef einungis finst hugsjóna- maðurinn til þess að veita honum for- stöðu. Því komi fram góður maður hér, sem þorir að leita að nýjum leiðum og ryðja þær, þá mun ekki fylgið vanta og þá er hringt Líkaböng yfir taglatogi gömlu flokkanna hér í vesturlandinu, þótt nú færi svona í Saskatchewan. Fyrir skömmu leit svo út sem Crerar væri maðurinn. Hann brást, og eftir- manin hans, Forke, hefir ekki á stuttum tíma tekist að sýna fram á það, að hann væri sá sem koma ætti. Framsóknarflokkurinn hefir beðið mikið afhroð, en þó hefir sá fjórðungs- hundraðsflokkur nú mest á sínu valdi. Og nú er í hendi Mr. Forke að sýna, hvort hann er til foringja falinn eða eigi. Það má segja um báða hina foringjana að þeir séu í úlfakreppu, en Mr. Forke stendur á krossgötum, svo að á honum hvílir langtum meiri ábyrgð og vandi. Og því meiri, sem flokkurinn er fámenn- ari- — ** Hverjar afleiðingarnar verða um stjórn landsins, og flokkaskiftingu á þingi, er enn ekki auðið að segja með mikhim líkindum. Enginn af flokksforingjunum þremur hefir látið nokkuð ákveðið í ljós. Þeir virðast allir vera að bíða átekta. En nokkuð má ef til vill marka af flokks- blöðunum hverja stefnu þeir kunni að taka. Conservativar eru farnir að færast í aukana, og telja blöð þeirra hina mestu óhæfu, ef Mr. King segi ekki þegar af sér, sérstaklega af því að hann sjálfur og átta af ráðherrum hans fundu ekki náð fyrir augum kjósenda, þar sem þeir buðu sig fram, og krefjast þess að Mr. Meig- hen sé falið að mynda ráðuneytið, með fjölmennastan flokk á þinginu Þessar ástæður eru léttvægar. Þótt Mr. King sé ekki mannflestur á þingi, þá er það í sjálfu sér engin ástæða til þess að hann ekki geti setið áfram við stýrið. Það er ekki oft að líkt stend- ur á og nú, en þó ekki dæmalaust. Nálægast dæmi er sjálfsagt frá brezku kosningunum 6 des. 1923. Þá höfðu Conservativar 258 sæti; Verkamenn 101; Liberalar 188; óháðir voru 8. — Verka- menn og Liberalar tilkyntu Baldwin, að þéir myndu fella hann frá völdum ef hann reyndi að taka þau. Enda feldu þeir hann 17. desember. Þá myndaði Ramsay McDonald stjórn, með tilstyrk liberala, þótt meiri væri styrktarmunur á honum og Baldwin en nú á Meighen og King. Það er því ekkert á móti því að Mr. King myndi ráðuneyti ef Mr. Forke kemur honum .til hjálpar. Hitt er annað mál, hvort ekki er betri stjórn- kænska, að lofa Mr. Meighen að mynda ráðuneyti, ef hann getur, og sprengja sig á því æða tilrauninni. Conserva- tivar töpuðu vafalítið á þeirri tilraun, nema því að eins að þeir treysti sér að bjóða vesturfylkjunum betri boð en li- beralar, og vel að merkja, enda betur sín loforð en Mr. King auðnaðist. Eitt er Heimskringlu sérstakt gleði- efni, nú að lokum. En það er, að auð- séð er og auðheyrt er, að hún hefir tal- að í samhygð við mikinn meiri hluta lesenda sinna í kosningunum. Ekkert getur fengið oss meiri fagn- aðar, en að vita að Heimskringla talar ekki fyrir lokuðum eyrum, þótt því mið- ur hljóti það oft að vera af vanefnum gert. Og undur gott er að mega, hugsa til þess, að íslendingar skuli vera svo sinnaðir, að þeir muni jafnan skipa sér undir merki allrar framsóknar. Á öllum sviðum. Líf og starf. Rœða, flutt við guðsþjónustu í Sambandskirkju Sunnudagskvöldið 1. nóvember af séra R. E. Kvaran. Þér, sem hér voruS stödd síöastliðinn sunnudag, munuÖ minnast þess, aö eg ræddi þá um, aö þess sæi ekki verulega augljós merki, aö lega frá honum. Það er alkunna, að ein merkasta deild kirkjc unnar i siðuðum löndum nú á tímum, er kirkj- an í Svíþjóð. Híún er eitt dæmið um, hversu farsællega getur fariö á þeirri “rúmgóöu þjóö- kirkju”, sem svo mikið hefir verið rætt um með vorri þjóð. Þjóðkirkja landsins er, eins .og all- ir vita, lútersk að sögu og erfðum. Sviar áttu frá öndverðu einna mestan þátt í því, að sú kirkja máði að festa rætur, því að Gústav Adolf bjarg- aði hreyfingunni í Þýzkalandi á dögum þrjátíu ára stríðsins. Og meðfram fyrir þá sök er lík- legt, að Svíar láti sér annara um lúterska nafn- ið, heldur en ef til vill nokkur önnur þjóð. En þeir hafa borið gæfu til þess að eignast þá inenn að foringjum í síðari tíð, sem tekist hefir að bjarga því nafni frá því, að verða §koðað sama sem íhald eitt við skoðanir, sem ekki eiga lengur neinn rétt á sér, sökum aukinnar þekk- ingar. Erkibiskup Svía, Söderblom, hefir tekist að vernda rannsóknarfrelsi og skoðanafrelsi svo innan kirkjunnar, að nú eru ekki á öðrum stöð- um margbreyttari skoðanir í einum kirkjuflokki. Og vitaskuld er skoðanafjölbreytni lífsspursmál hverjum flokki, kirkjuflokki sem öðrum, ef alt á ekki að missa máttinn til lífsins. í heiini, þar sem enginn getur séð nema örlítið brot af sann- leikanum, er honum bezt með því !>orgið, að sem flestar hliðar verði séðar á honum og þær dregn- ar fram i dagsljósið. Söderblom er sjálfur tölu- vert róttækur í guðfræði sinni, en allir virðast bera virðingu fyrir honum, og þeir ekkert síð- ui' ,sem halda miklum mun fastar í erfikenning- arnar en hann gerir. En ef til vill er það ein- ! mitt þessi reynsla, sem þvi hefir valdið, að hann hefir orðið til þess að efna til þess fundar, er lengi mun í minnuni hafður. Hann hefir fund- ið innan sinnar eigin þjóðar, að með vitsmun- um og velvilja mætti svo stýra og tilhaga, þótt skoðanir væru frábreyttar á ýmsa vegu, að menn mættu þó stefna að sameiginlegu niarki. Hans eigin kirkja hefir staðið sem sameiginleg heild, þótt breið sund og djúp væru á milli skoðananna á ýmsar lundir. Sú hugsun hefir þvi virzt mega liggja nærri fyrir Svium, að það, sem þeim gæti tekist, kynni kristinni kirkju heimsins líka ef til vill að geta tekist. Því get- u>- ekki kirkjan öll staðið sem heild og unnið að þeim markmiðum, sem hún játar að hún trúi að mönnum sé ætlað að stefna að? hafa menn spurt. Fyrir nokkrum árum efndi Biskupakirkjan í Bandarikjunum til alþjóðafundar allra kirkna í Sviss. Umræðuefnin þar snerust aðallega um það, hvernig við ýrði spornað villukenningum og meiri festa fengist i kenningar og vald kirkj- unnar. Fundurinn varð að engu nýtur. Sviarn- 'r> og þeir aðrir, sem mest unnu að undirbúningi þessa síðari fundar, fundu að hér var stefnt í þveröfuga átt frá öllu viti. Hvað getur kirkja heimsins gert til þess að bæta böl mannanna og vekja þann skilning á skyldum þeirra hvers til annars, sem einn getur gert kristindóminn að veruleika í lífi þjóðanna? er spurningin, sem þeir hafa spurt um. Fyrir þá sök völdu þeir sér að einkunnarorðum: “Lif og starf”, sem það, er bezt táknaði þau verkefni, er fyrir kirkjunni Iægi. Og það er skmst af að segja, að þeir buðu á þennan fund í Stokkhólmi full- trúum frá öllum höfuðkirkjudeildum, er hon- tim vildu sinna. Enda söfnuðust þar sanian full- trúar frá heimatrúboðintt danska og enskir Ún- ítarar, Meþódistar og Baptistar, biskupakirkju- menn o g Presbyterar, Congregationalistar og Kvekarar, grísk-kaþólskir menn og fleiri. Svo aö segja allar stefnur, er verulega rnikið eiga undir sér — aðrir en rómversk-kaþólskir menn. Þeir neituðu að hafa nokkur afskifti af fundinum. Mesta athygli hafa va%Iaust þeir grísk-kaþójsku vakið. Yfirmaður þeirrar kirkju- deildar, patriarkinn eða páfinn í Alexandríu, var þar sjálfur i fararlfroddi og stóð fyrir hin- um margbrotnu helgisiðtnn, sem Vesturlanda- mikið kendi áhrifa hinnar kristnu kirkju Can- ! mönnum eu sifelt að verða fjarlægari. Tveir ada i opinberum málum landsins. Þess var get- ! Pr€star fra íslandi mættu á fundinum og hafa ið, að naumast væri greinanlegt af þeim mál- ! si<ýrt ^ra gerðum hans að nokkuru. um, er deildu mönnum í aðalflokka í þjóðmálum landsins, að hún hefði lagt nokkurt kapp á að veita mönnum skilning á þvi, að kristindómur- I inn væri mál alþjóðar, ekki siður en hvers ein- | staks manns. Og að lokum var á það bent, að ; >ví yrði ekki neitað, að það væru aðrar stefnur j og aðrir menn, en kirkjunnar menn, sem fastast , héldu hinum kristnu hugsjónum að heiminum og mesta trú virtust hafa á þeim. Kristindómur- | inn væri—að þvi er virtist—með öðrum orðum [ að færast úr höndum kirkjunnar og í aðrar ; hendur, og sá flutningur yrði fullkominn hráð- ! Iega, ef ekki yrði töluvert alvarleg breyting á afstöðunni allri. Þetta hefðu verið sár orð fyrir mig að mæla, sem kirkjunnar mann, ef eg ekki værisannfærður um, að breytingin lægi i loftinu. Eftir öllum sól- armerkjum að dæma, þá er ný öld upp að renna breytingin lægi í loftinu. Eftir öllum sólar- merkjum að dæma, þá er ný öld upp að renna fyrir kristinni kirkju á jörðinni. Siðastliðið sumar var haldiíS eitt hið merkasta þing kirkj- | unnar manna um veröld viða, sem sögur fara af. Það var jafnmerkilegt fyrir það, hverjir sendu fulltrúa, um hvað var rætt og um hvað var látið vera að ræða. Mér finst þessi at- burður svo merkilegur, að eg hefi afráðið að verja þessari stund til þess að segja yður litil- Og nú væri ekki óeðlilegt, þótt áheyrendur mínir spyrðu um, hverjar þessar gerðir hafi verið. Allir vita, að sífelt er verið að halda alþjóðafundi út af öllum mögulegum málum, og stundum finst manni, að við umræðurnar einar á þeim fundum sé látið sitja. Það er búið að halda æði marga fundi um friðarmálin, um bind- indismálin*o. s. frv. Og árangurinn sýnist ekki vera ákaflega mikill af þeim ræðuhöldum öH- um. Ef til vill dytti yður i hug að spyrja, hvort hér væri ekki Iikt á komið. Hvort það myndi yfirleitt sæta tíðindum, þótt kirkjunnar menn hittust og töluðust við i nokkura daga. Hvort mikið myndi taka stakkaskiftum við þær viðræð- ur. En það er af þvi að eg held, að hér standi nokkuð sérstaklega á, að eg hefi gert þetta að umræðuefni. Fyrst og fremst er mikils um það vert, að Austurríkismenn og Þjóðverjar skuli hafa sezt hér á sama bekk og Englendingar og Frakkar og Ameríkumenn, til þess að ræða sam- eiginleg hugðarefni, sérstaklega þegar þau hugð- arefni eru um samvinnu alls mannskynsins og nm frið á meðal mannanna. Þá er hitt heldur ekki lítils um vert, að sjá enska aðalsmenn sitja á ráðstefnu með Kinverjum og Indverjum og Svertingjum. En það sem maður rekur þó aðal- lega augun i, í frásögunum um þennan atburð, er þetta tvent, um hvað rætt er og um hvað er ekki rætt. Það voru þegar kveðnar niður allar umræður um einstakar kenningar og um ágreining af ein- stökum kenningum. Nú eru liðin rétt 1600 ár síðan merkasta kirkjuþing fornaldarinnar var haldið í Niceu. Þar voru þær samþyktir gerðar,, sem kristinn heimur hefir álitið sig bund- inn við alt til þessa tima, sér sjálf- un< til ómetanleg tjóns. Þá eru gerð- ar endanlegar ákvarðanir um skiln- inginn á afstöðu Krists til guðs, um þrenninguna og ýmsar aðrar kenn- ingar, sem hafa ekkert skýrt fyrir mönnunum, en valdið mikilli þoku í hugum kynslóðanna. Og öll hin stpru almennu þing, sem síðar hafa haldin verið um kirkjuleg málefni, hafa öll mestmegnis um það snúist, að lög- festa einhverjar kenningar eía hrinda af sér einhverjum skoðunum, sem á- leitnar hafa verið. Þangað til núna. Nú virðist sá skilningur vera að færast yfir, að það sé ekki þinga verk að segja mönnum fyrir um það, hverju þeir eigi að trúa, en að það ' sé þinga verk að koma skipulagi á það samstarf, sem kirkjan geti haft mönnunum til heilla. Eftir því sem mér koma hlutirnir fyrir sjónir, af þeini lauslegu skýrsl- um, sem eg hefi séð af fundinum, þá hefir undiraldan í honuni verið sú, er fólst í texta erkibiskupsins í Winchester, er hóf hina fyrstu guðs- þjónustu: “Gerið iðrun, því að guðs- ríki er nálægt”. Af hinu opinbera ávarpi, er þingið sendi út, er svo að sjá, sem sú hugsun haft verið efst i DODD’S nýrnapillur eru bezta nýrnameðalið. Lækna og gigt, bakverki, hjartabilun, þvag- teppu, og önnur veikindi, sem stafa frá nýrunum. — Dodd’s Kidney Pills kosta 50c askjan, eða 6 öskjur fyrir $2.50, og fást hjá öllum lyfsögum, eða frá The Dodds Medicine Co., Ltd. Toronto, Ontario. mé Carpenter), er rituð með meirí skilningi og virðingu fyrir honum, en aðrar bækur, ,sem eg hefi lesið. En eg vildi lofa yður að heyra enn nokkuð af yfirlýsingum þingsins. “Á sviði iðnmálanna höfum ‘vér séð, að sálin er öllu dýrmætari. Hún á ekki að vera vélinni undirorpin, og; ^ekki ánauðug eigninni. Höfuðréttur hennar er rétturinn til endurlausnar. í nafni fagnaðarerindisins lýsum vér yfir því, að þjóðarandi og þjóðarhag- ur á ekki að grundvallast aðeins á hugum manna, að kirkjan yrði að í leitinni að einstakra hag, heldur á gera iðrun, þ. e. snúa við, taka upp aðra Hfsstefnu, heldur en þá ,er hún hefir hingað til haft. Og hver - sú lifsstefna væri, má marka af því, um hvað var rætt. Eg ætla að drepa á örfá atriði. “Vér játum,’’ segir í einni grein hins opinbera ávarps, “fyrir guði og fyrir mönnum, mistök og galla kirkn- anna. Þeim hefir verið áfátt i sam- úð og kærleika. Einkum meðal verka- fólksins hafa óteljandi sálir, sem i einlægni leituðu réttlætisins og sann- leikans, snúið baki við Messiasi, með- an einmitt þeir, sem kendu sig við hann, voru slælegir fulltrviar þess Drottins, sem er mildur og auðmjúk- ur af hjarta. 1'il hvers er þá kirkj- an kölluð nú ? Til iðrunar!” Þér heyrið á þessu, að það var skilningi á almenningsheill........... Það skipulag eitt, þar sem samstarf- ið milli auðs og vinnu kemur í stað hinnar hlifðarlausu baráttu aflra við alla, getur brotið braut því þjóðfé- lagsástandi, þar sem vinnuveitandi og verkamaður finna í starfi sintt meðalið til þess að uppfylla hina sönnu köllun sina á jörðunni. Þá munum vér loks verða þess megandi að lúta því boði lausnarans, að gera svo við aðra, sem vér viljum að þeir geri við oss.” Eg bið yður að minnast þess, að þetta er alþjóða kirkjuþing, setið af 600 kirkjulegum foringjum úr öllunt álfum veraldarinnar. Eg vona að þér, sem hingaö sækið kirkju að staðaldri, munið kannast við, að hugsanir, ekki óskyldar því, sem eg nú hefi lesið verið undirstraumurinn i hugsunum þessa þings. Þessar hugsanir, sem hér ér dfcpið á, koma aftur og aftur fram i ávarpinu. Aftur og aftur er á það drepið, að þær hugsjónir, seni sérstaklega eru á vorum dögum kendar við samtök og kröfur verka- lýðsins, sétt í fylsta samræmi við ekki að ófyrirsynju mælt, hver hefði j upp, hafi verið ein aðalhliðin á því erindi, sem eg hefi verið að leitasÞ við að flytja hér i kirkjunni. Sum- um hefir ógnað svo, hvað það væri róttækt, að þeir hafa nefnt mig' Bolshevika og erindi mitt Bolshe- visma. Nú er það mála sannast, að eg mundi ekki hika við að ganga undir þvi nafni, ef til mála gæti kom þær htigsjónir, er vér höfum fengið 'ið, að það ætti við mig. En svo er frá kenningu Krists. Og um leið er | ekki. Eg trúi ekki á alræðisvald það játað, að kirkjan hafi ekki sint verkamanna, frekar en á alræðisvald þessum hliðum kristindómsins nema nokkurra annara manna. Trúar- brögðin eru í mínum augtim meira virði fyrir ntannlega hugstm heldur ein, sem þvi veldur, að þessi grein j en nokkuð annað. I augum Bolshe- er eftirtektarverð. Það er algerlega j vikaps eru þau minna en einskis rétt athugað, að meðal verkafólksins virði. Svo að mismunurinn er óneit- á slælegan og ófullkominn hátt. En það er ekki þessi viðurkenning “hafa óteljandi sálir, sem í einlægni leituðu réttlætisins og sannleikans, snúið baki við Messiasi”. Nokkur hluti verkalýðshreyfingarinnar er al- gerlega andvígur trúarbrögðunum i heild sinni, og telur sig ekkert hafa anlega dálítill. En hitt er mér ótví- rætt fagnaðarefni, að geta borið fram sannanir fyrir þvi, að því, sem boðað hefir verið hér í kirkjunni, sé nú að aukast fylgi i veröldinni. ÞaS eru örfáar setningar einar i þessari þangað að sækja, og þá heldur ekki j opinberu yfirlýsingu þessa kirkju- til þeirra stóru anda, sem hin mis- j fundar, sem margir telja merkileg- munandi trúarbrögð rekja sögu sina j astan kirkjufund í 16 aldir, sem eg til. Merkasta dæmið þessu til sönn-j hefði kosið, að orðaðar væru á dá- unar eru vitaskuld Bolshevikarnir á j lrtið aðra leið. Og yfirleitt er flest Rússlandi, sem yfirleitt játa sig and- : það tekið frani, sem eg vildi sjá víga kristindóminum. En mér finst i kirkjuna gera að sínum málum. Og vert að veita þvi athygli, að kirkj-I einmitt í þessari grein, er eg síðast unnar mönnum hættir mjög mikið til , lar yður, er það tekið fram, sem eg þess að blanda þvi saman, að menn j held að mest sé um vert að brýna snúi baki vtð Messiasi, þegar þerr fyrir mönnum, eins og högum er nú snúa baki við kirkjunni. Eitis og hér j háttað. Það er þetta, sem fyrst er er játað, þá hafa fulltrúar Krists oft j tekið fram: “A sviði iðnmálanna rekið slælega erindi hans á þeim sviðum, er hugsjónaríkum verka- mönnutn og þeirra vinum hefir þótt mestu varða. Ekkert er þvi eðlilegra en að þeir vendust af að leita til kirkjunnar um stuðning sínum mál- um. En með þvi «r alls ekki sagt, að lotning þeirra fyrir Kristi hafi fyrir þá sök nokkuð þorrið. Enda er það alkunna, að sumir áköfustu á- deilendur á hendur kirkjunni, líta með öllu lotningarmagni sálar sinnar til Jesú, sem þess, er einn hafi bent á leiðirnar út úr ógöngum mannlegs böls. Myndin, sem dregin er upp af Jesú í bók Uptons Sinclairs: höfum vér séð, að sálin er ollu dýr- viœtari, Hún á ckki að vera vél- inni undirorpin, og ekki ánauðug cigninni.” Hvað er með þessu sagt ? Hér er ráðist á þá hjátrú, sem skaðsamleg- ust er alls, sem almenningsfylgi hefir nú, og það er hjátrúin um íielgi eign- arréttarins. Eins og titt er um flesta hjátrú, þá er snefiil af sannindum í henni. Sannindin eru þau, að rétt- urinn til eigna er helgur að þvi leyti, að hverjum manni eru nauðsynlegar nokkurar eignir til þess að geta lif- að lifi siðaðra manna. Honum er nauðsyn að hafa þau ráð yfir gjöf- ‘Smiður er eg nefndur” (They call j utn náttúrunnar, er hann þarfnast

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.