Heimskringla - 04.11.1925, Blaðsíða 6

Heimskringla - 04.11.1925, Blaðsíða 6
6. BLAÐSÍÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG 4. NÓV. 1925 “TVÍFARINN”. Skáldsaga Eftir H. de Vere Stacpoole. Þýdd af J- Vigfússyni. Svo fór hann að lesa blaðið sitt, reykja smá- vindla og athuga mannfjöldanri. Það leið ekki á löngu þangað til honum var launað með því að líta á smán enskra siða. Út úr baðtjaldi kom ung stúlka út í sólskinið alls- nakin, því að blá blæja, sem hún bar um mittið, huldi ekkert af líkama hennar í sólskininu. All- ir sáu skapnað hennar þar sem hún gekk róleg ofan að sjónum. Með henni var ungur maður, líka allsber. — Svo busluðu þau í sjónum. Jones gleymdi Hoover algerlega. Hann end- urkallaði í huga sinn lafði Dolly úr sögunni — lafði Dolly, sem á ströndinni við Sandbourne- on-Sea, hefði verið látprýðin sjálf; og íbúarnir hér á ströndinni voru ekki af hinu sómalausa fína mannfélagi, þeir voru látprúðar manneskj- ur af millistéttinni. “Þetta var fremur ruddalegt,” sagði Jones við gamlan mann með kjálkaskegg, sem sat við hlið hans og horfði á fólkið. sem var að baða sig. ‘fllvað þá?” “Stúlkan með bláu blæjuna. Notar ekkert af þeim viðeigandi, sæmilegan klæðnað.” “Jú, þeir mögru, "svaraði hann eins og utan við sig, en ánægjulegur á svip. Þegar klukkan var hálf-tólf yfirgaf Jones ströndina, þreyttur af birtu sólarinnar, baðgest- unum og börnunum, sem grófu í sandinn. Hann gekk inn í bókhlöðuna og fékk þar landabréf yf- ir héraðið, gekk út aftur og settist á bekk úti til að skoða það. Það voru þrjár leiðir, sem lágu í burt frá Sandbourne-on-Sea; Lundúnaleiðin, sem lá yfir klettana til vesturs og önnur leið yfir klettana til austurs. Austurleiðin lá til Northboume, strandbæjar í 6—7 mílna fjarlægð; vesturleiðin lá til Southbourne, hér um bil í 15 mílna fjar- lægð. Lundúnir voru 60 mílur norður. Járn- brautin kom að Lundúnaleiðinni hjá Houghton Admiral, stöð í 9 mílna fjarlægð. Þannig var afstaðan. Átti hann nú að velja Lundúnaleiðina og fara með lestinni frá Hough- ton Admiral, eða átti hann að fara til North- bourne og fara þaðan með lestinni? Þessar þrjár leiðir lágu í huga hans eins og þrjár örlagagyðjur og hann ákvað að fara Lund- únaleiðina. En, mennirnir spá og guð ræður. Hann braut landabréfið saman og stakk því í vasann, og labbaði svo heim til frú Henshaw. Þar sem gatan byrjaði, nam hann staðar til að líta á myndir í glugganum á verkstæði ljós- myridamálara. — Han nsneri sér við, og stóð nú frammi fyrir Hoover! Hoover hlaut að hafa komið inn í götuna í gegnum einþverja smugu, því fyrir mínútu síðan var þar enginn Hoover. ‘Halló!” sagði Jones. Hoover rétti fram hendurnar til að grípa Jon- es, en náði honum ekki. Jones hljóp af stað, og á eftir honum lög- regluþjónn, sem h'klega hefir komið ofan úr skýjunum, nokkrir strákar og hundur, sem virt- ist hlaupa aðeins til þess að hreyfa sig, — og Hoover. Hann kom að húsi frú Henshaw, opnaði dyrnar og lokaði þeim aftur með afar miklum hraða. Eltingamennirnir voru á hælum h'ans, og um leið og hann lokaði hurðinni. var barið að dyrum. Svo var hringt í sífellu. Jones leitaði til eldhússtigans, þaut ofan eft- Ir honum, fann gang sem lá til bakdyranna og hijóp út í garðinn, án þess að ansa frú Henshaw sem kom undrandi út úr eldhúsinu með hend- urnar hvítar af mjöli. Fyrir framan hann var múrveggur, einn til vinstri og arinar til hægri. Hliðarveggirnir skildu eign frú Henshaw frá eignunum sinn hvoru meg- in, en veggurinn fyrir framan hann var á milli eignar hennar og bakgarðshúss nokkurs, sem stóð við Minerva Terrace. er stefndi í sömu átt og High Street. Jones hljóp að veggnum fyrir framan sig; þar var hundakofi, en enginn heima, og það var hon um til hamingju. Á næsta augnabliki stóð hann hins vegar við vegginn, með þvottasnúru fulla af fötum fyrir framan sig; hann var dálítið eftir sig eftir að hafa hoppað 12 fet niður. Hann beygði sig niður undir rekkjuvoð, og var nærri búinn að hrinda um koll digurri konu, sem var að hengja upp þvott á aðra snúru, fann bakdyr hússins opnar, hljóp eftir gangi, upp eldhússtig- ann og inn í forstofu. Gamall maður með gólf- skó kom út úr herbergi til hægri handar og spurði, hvað hann vildi. Seinna mundi Jones glögt rödd gamla mannsins og orð, en nú var enginn tími til þess að nema staðar og svara. Hann opnaði framdyrnar, og á næsta augna- bliki stóð hann á Minerva Terrace. Til allrar hamingju var enginn á ferð um strætið. Hann hljóp til vinstri handar, fann þar smugu og röð t af gömlum og ljótum iðnaðarmannahúsum úr gulum múrsteini; fyrir framan þessi hús var ber- svæði. Grind var á girðingunni, og yfir hana klifraði Jones og var nú staddur á engjum, þar sem kyrð var yfir öllu öðru en lævirkjunum, sem sungu alt í kring. Hann hvíldi sig örlitla stund í kjarrgirðingu, til að kasta mæðinni. Nú var hann viltur; landa- bréfið gat ekki leiðbeint honum, eins og stóð. Hann varð var við eitthvað eða einhvern bak við sig, hinumegin. við girðinguna, sem stundi afarþungt yfir hinum óblíðu forlögum. Hann spratt á fætur; þetta var kýr, hrein-og þokka- leg. Svo settist hann aftur og fór að athuga landabréfið. Vegirnir sáust á því, en hvernig átti hann að finna þá? Það var gátan. Og Lundúnaleiðin, sem hann hafði bygt von sína á, var nú ómöguleg. Hennar yrði vafalaust gætt. Eftir langa og nákvæma yfirvegun, ákvað hann að stefna til Northbourne og ganga beint áfram yfir löndin, þangað til hann fyndi leiðina. Hann áleit, og það með réttu, að Hoover myndi ekki leit ahans fram með sjónum, heldur lengra inn í landinu. Leiðin til Lundúna lá ekki yfir Northbourne, þó maður gæti farið með lest- inni þaðan. Alt ástandið var afarhættulegt, en þetta úrræði fanst honum hættuminst; og hann þurfti ekki að flýta sér. Hraði var gagnslaus í þessu kapphlaupi við forlögin. Hann tók peninga sína upp úr vasanum og taldi þá; af þessum níu pundum, sem hann fór með frá Hoover, voru eftir fimm pund, ellefu shillings og níu pence; hinu var eytt fyrir hiisa- leigu, fatnað og fleira. Svo lét hann peningana í vasann aftur og lagði af stað. Þrátt fyrir allan kvíða hans, leizt honum vel á ensku landeignirnar. Hann var nú einmitt að klifra yfir eitt af hin- um mörgu grindahliðum, sem urðu á vegi hans, þegar einhver kailaði til hans. Hann leit aftur fyrir sig og sá ungan mann á stuttbuxum koma á eftir sér. Þar eð grindarhliðið var nú á milli þeirra, stóð Jones kyr. Maðurinn var laglega klæddur og sýnilega af efnaðri stétt bænda; og öll likamsbygging hans var þannig, að ekki var fýsilegt að lenda í handalögmáli við hann. “Vitið þér, að þér eruð á ólöglegri leið?” mælti hann, þegar hann náigaðist Jones. “Nei,” svaraði Jones. “En það eruð þér. Eg verð að biðja um nafn yðar og heimili. ef þér viljið gera svo vel.” “Hvað á það að þýða — á hvern hátt hefi eg skemt landið?” Jones hafði gleymt afstöðu sinni sökum þessarar ósanngjörnu móðgunar. “Þér eruð á bannaðri leið, það er alt. Eg verð að biðja yður um nafn yðar og heimili.” Nú mundi Jones eftir því, að hann hafði einu sinni lesið, að maður gæti gengið hvar sem helzt um Engiand, engin iög bönuuðu þar umferð, ef maður skemdi ekkert. “Þekkið þér ekki lögin?” spurði Jones, og gat um lögin fyrir þessum ókunna manni. Hann hlustaði af mestu kurteisi. “Eg vil fá að vita nafn yðar og heimili.” sagði hann. “Um hvað rétt er, geta lögmenn okkar rifist.” Jones reiddist. - “Eg er Rochester greifi,” sagði hann; “heim- ili mitt er Carlton House Terrace, London. Eg hefi engin nafnspjöld með mér.” Jones vissi nú að hánn hafði þekt sig, því af myndum og lýsingum var greifinn af Rochester jafnkunnur landsbúum eins og Lloyd George. “Afsakið,” sagði hinn; “en tilfellið er, að yfir land mitt ráfar fjöldi fólks frá Sandbourne — mér þykir leitt —” “Ó, talið þér ekki um það,” svaraði greifinn. “Eg skal ekkert skemma. Verið þér sælir.” Svo skildu þeir og Jones hélt áfram. Eftir að hafa gengið svo sem eina mílu, rakst hann á tötralega klæddan mann, með andlit, sem bar vott um ofdrykkju. Hann sat við girð- ingu í sólskininu, með böggul og tinboila við hlið sér. Hann heiisaði Jones glaðlega og bað um eldspýtu. Jones fékk honum eina og þeir fóru að spjalla saman. “Northbourne,” sagði flækingurinn. “Eg ætla sjálfur þangað. Eg skal sýna pér skemstu leiðina, ef eg má aðeins reykja ögn áður.” Jones hvíldi sig við girðinguna. meðan hinn kveikti í pípunni. Hann var ennþá gramur yfir mótinu við sveitamanninn. “Eruð þér ekki hræddur við að lenda í fang- elsi fyrir að vera á ólöglegum leiðum?” spurði hann. \ “Ólöglegum leiðum?” svaraði hinn. “Eg er alls ekki hræddur við neinn bónda.” Jones sagði lionum frá æfintýri sínu. “Ó, láttu þér ekki skjátlast svo hrapallega,” sagði flækingurinn. “Hann hafði rétt fyrir sér. Hann gat ekki náð í slíkan mann sem mig, nema hann hefði logið og svarið, að eg hefði rifið nið- ur girðingar, en hann gat náð í slíkan mann sem þig. Eg þekki lögin, þekki þau betur en jarð- eigendurnir. Þessi piltur þekkir lögin; annars hefði hann ekki verið svona ákafur eftir að fá að vita. hver þú ert.” “En hvernig getur hann náð í mig, þegar. hann getur ekki náð í yður?” “ Það skal eg segja þér,” svaraði hinn; “og eg skal segja þér, hvað hann gerir nú, þegar hann veit hver þú ert. Hann fer til réttvísinnar og fær hjá henni bann fyrir því að þú gangir yfir land hans. Þú ætlar ekki að gera það oft- ar, en það hefir enga þýðingu; hann fær bannið og þú verður að borga honum aukatekjur, sem ef til vill ná upp í hundrað pund. Að kalla slík- an mann sem mig fyrir réttvísina, væri gagns- laust.” “Er það mögulegt, að manni, sem gengið hefir yfir annars manns land, sé hegnt með því að borga hundrað pund í skaðabætur?” “Það eru ekki skaðabætur, það eru auka- gjöld”. “Þér virðist þekkja lögin vel,” sagði Jones, um leið og hann mintist mannsins á veitingahús- inu, og áleit að lægri stéttirnar á Eglandi hlytu að vera fróðar um margt. “Já,” sagði flækingurinn,- “það var það sem eg sagði J)ér.” Og svo spurði liann: “Hvað heit- ir þú?” “Eg er greifinn af Rochester.” “Rochester lávarður! Það hélt eg líka; mér fanst eg kannast við andlitið. Eg tapaði dálitlu á hestinum þínum við veðhlaup í Gatewood Park fyrir ári síöan. “White Lady” varð á eftir “The Nun”. Nokkru áður græddi eg dálítið á “Cham- pagne Bottle”; leit svo yfir listann og valdi . “White Lady”. En jörðin var henni andstæð, hún tapaði með hálfri hálslengd rétt hjá stólpanum; þar var jörðin svo blaut; anars hefði hún unnið með tveimur kroppslengdum.” “Já,” sagði Jones; “þetta er rétt.” “Fáeinar hjólbörur af möl hefðu gert þessa bleytu góða og harða. Þetta er rangt gagnvart hestunum og gagnvart þeim sem veðja.” Hann dustaði öskuna úr pípunni sinni, greip böggulinn sinn og stóð upp nöldrandi. Svo lagði hann af stað á undan í áttina til Nortbourne. Klukkan var nú rúmlega þrjú og sterkur mollulíiti. Þrátt fyrir kvíða sinn, hafði Jones mikinn áhuga fyrir þessum fylgdarmanni sínum. Hin háa staða Rochesters hafði honum ekki ver ið kunn, fyr en bóndinn og flækingurinn fræddu hann um liana. Þeir þektu hann og voru hon- um hlyntir. Miljónir og miljónir í enska heiminum þektu hann; og það var Ijóst, að hann var í talsverðu uppáhaldi sökum hrekkja sinna, gjafmildi og eftirsókn eftir kapphlaupa veðmálum, og þó að fjölskyldu hans sárnaði það, voru óteljandi aðrir, sem dáðust að honum þess vegna. Að vera Rochester, var ekki eingöngu að vera lávarður, það var annað og meira. Það var að vera nafnfrægur höfðingi, sem miljónir manna geymdu myndir af í huga sínum. Aldrei hafði Jones langað meira til að halda þessari lávarðarstöðu sinni heldur en nú. þegar hund- arnir voru á eftir honum, þegar flækingur var félagi hans og næturmyrkrið í aðsígi. Hann fann, að ef hann kæmist til Lundúna og fengi þessi átta þúsund pund þar, þá gæti hann fengið lögmenn til að hjálpa sér til að halda stöðunni. Hann var hættur að ímynda sér, að hann yrði brjálaður. Þeir héldu enn áfram að spjalla, meðan þeir gengu. Flækingurinn sagði honum ýmislegt um ] lögin og fleira, unz þeir komu að brautinni frá Sandbourne-on-Sea til Northbourne. “Hér er leiðin,” saði flækingurinn; “og nú vil eg kveðja. Eg ætla að hvíla mig á milli runn anna um stund. Eg skal aldrei gleyma því, að eg hefi fundiö yðar náð. Eg sat þar undir girð- ingu og var að hugsa um tap mitt við veðhlaup “Wliite Lady”, og þá komið þér — þetta skil eg ekki.” Þangað til nú hafði hann aldrei nefnt nafn- bót Jones. Jones stakk hendinni í vasánn. tók upp eitt pundið og rétti honum. Flækingurinn tók við því og hrækti á það, svo það yrði honum til ham- ingju. Svo skildu þeir, og flóttamaðurinn hélt áfram eftir veginum, dálítið glaðari í huga. Það er til manneskjur, sem auka, og mann- eskjur sem minka starfslöngun; og stundum án þess að maður tali við þær. Flækingurinn til- heyrði fyrri flokknum. Á leiðinni til Northbourne sá hann svartan depil, sem nálgaðist smátt og smátt, og að lok- um reyndist að vera gamall maður með körfu á handleggnum. í körfunni voru epli og kökur. Jones keypti átta kökur og tvö epli, settist við götubakkann í grasið til að neyta þessa, bölvandi Hoover í huga sínum. Honum fanst skemtilegt hér, og lofaði sjálf- um sér því, að ef hann fengi nokkru sinni frelsi, þá skyldi hann koma hingað aftur. Hann var að hugsa um þetta, þar sem hann lá og studdist við olnboga, þegar hann heyrði skrjáf í runnanum á bak við sig. Það var maður, sem nálgaðist hann með all- miklum hraða, skríðandi á fjórum fótum. Fjórar af kökunum lét Jones liggja eftir í grasinu, og spratt á fætur. Hið sama gerði hinn maðurinn, og svo byrjaði kapphlaupið. Maðurinn stefndi beint á brautina milli runn- anna, en það gerði fjarlægðina frá Jones mikið lengri. Afleiðingin var, að þegar kapphlaupið byrj- aði fyrir alvöru, var hann næstum hálfri mílu á eftir Jones. En hann hafði ekki í mörg ár æft sig við hlaup. Fyrsta mílan var slæm, en svo jafnaði hann sig aftur, en nú var ofsóknarinn ekki nema mílufjórðung á eftir honum. Hingað til höfðu engir áhorfendur verið viðstaddir, en nú kom einhver fötluð persóna frá Northbourne ásamt fylgdarmanni, og á eftir þeim ungur piltur á reiðhjóli, mpð körfu fulla af bögglum. Jones réðist á drenginn og tók af honum hjól ið, þó drengurinn verðist vel. Hljóð fötluðu per- sónunnar, sem var stúlka, ómuðu í eyrum Jones sem hugarburðardraumur. Hann settist á hjól- ið og þaut af stað; vindurinn var á eftir honum. Til hægri handar var brattur bakki, 200 feta langur, og brautin mjó og hættuleg; en Jones gaf því engan gaum. Hann keyrði allhratt þar i til hann kom að hallanum hinumegin við bakk- |ann, sem lá niður að Northbourne; og eftir þeim halla var hraðinn afar mikill. Fram með brautinni voru allmörg hús, sum stór og ásjáleg, og þegar hann nálgaðist bæinn, mætti hann mörgum krökkum með skóflur og ifötur, sem komu frá sandrifinu við sjóinn; með I þeim var líka talsvert af fullorðnu fólki. Þear hallanum lauk og hann kom niður á jansléttu, hægði hann á sér. Skjálfandi sté hann af hjólinu og leit aftur fyrir sig. Hann var kominn að austurenda skemtigöngusvæðisins. Eins og vant var um þenna tíma dags, klukkan fimm, var þar engin manneskja. í fjarlægð sá hann konu og tvo sjómenn skyggja fyrir augu og stara á sig, en þau hreyfðu sig ekki og virtust vera róleg. Á þessu augnabliki sá hann lögregluþjón koma á harða stökki ofan hallann. I Jones gaf sér ekki tíma til nánari athugunar. Hann skildi hjólið eftir við girðinguna og hljóp ' af stað. Við þenna austurenda hækkar virkis- flötin í ótal krókum á leið til bæjarins. Þegar Jones lagði af stað upp þessa brekkú, sá hann glögt að gagnslaust var að fara til stöövarinnar, því þar myndu gæzlumennirnir vera alstaðar að h'ta eftir honum. Og að dæma eftir núverandi ástæðum, myndi strandleiðin líka vera ómögu- leg. Northbourne er af sama tæi bæja ög Sand- bourne-on-Sea; samskonar langa gatan; verzl- unarbúðirnar eins, með eins gluggahlerum, verzlaði með sömu vörur; baðgestirnir ámóta, börn með skóflur og örkumla fólk. Báðir þessir bæir eru keppinautar, og segjast hafa þá beztu hornaleikara, lengstu skemti- göngupláss o. s. frv. Þess er óþarft að geta, að hvorugur segir satt. Jones hraðaði sér og gekk fram lijá skó- I smíðaverkstæði, kjötsölubúð o .s. frv., unz hann 1 koni að leiguhesthúsi Fyrir framan það stóð ferðamannavagn, I næstum fullur af fólki, með auglýsingu á hlið- jinni: “Tveggja stunda ökuferð fyrir 2 shillings.” Án nokkurs hiks klifrai Jones upp í vagn- inn. Honum fanst sem hann væri sendur af | forsjóninni. Sitjandi meðal þessa fólks, fanst honum vera ókleift skilrúm milli sín og ofsækj- I enda sinna; og það var rétt hugboð, því nú kom 1 lögregluþjónninn í ljós við enda götunnar, gekk eftir götunni og skimaði í allar áttir, en leit ekki einu sinni við vagninum, þegar hann gékk fram hjá honum. Nokkrum augnablikum síðar lagði vagninn af stað, og farþegarnir spjölluðu um alt mögu- legt. Jones hlustaði á þá þegjandi og ánægður. því hann fræddist um ýmislegt, sem hann vissi ekki áður. Þega^ þeir voru komnir eina mflu út fyrir bæinn, kviknaði grunur hjá Jones, og spurði ökumanninn, hvert hann ætlaði. “Til Sandbourne-on-Sea.” svaraði liann. “Sandbourne-on-Sea!” hrópaði Jones. “Já,” svaraði ökumaður. Jones kallaði afur til hans og kvaðst ekki vilja fara lengra, og reyndi að brjóta sér leið ofan úr vagninum. Vagninn nam staar og öku- maður krafðist tveggja shillings. Jones rétti honum eitt pund, en hvorki liann né neinn af farþegunum gat víxlað því. “Eg skal líta inn á leigustöðinni um leið og eg fer til baka, og borga þar.” sagði Jones. “Hvar dveljið þér í bænum?” spurði öku- maður. “Belinda Villa,” svaraði Jones. Það var nafn- ið á húsinu, þar sem hann skildi hjólið eftir. Nafnið fanst honum svo kynlegt, að hann gleymdi því ekki. “Frú Cass?” “Já.” “Húsið hennar er tómt.” “Það var tómt í gær,” svaraði Jones; “en í dag hefi eg leigt dagstofuna og eitt svefnher- bergi.” . “Þetta er satt,” mælti feitlagin kona; eg sá manninn flytja farangur sinn þangað í dag.” í hvaða flokki manna sem er, má altaf I finna einhvern, sem er fús til þess að skrökva að gamni sínu. Orð konunnar gerðu Jones alveg hissa. en í slíkum flokkum eru hka aðrir menn en lyg' arar. “Hvers vegna getur maðurinn ekki afhent ökumanni pundið sitt og fengið skiftin á morg' un?” spurði einn af hinum þreytulegu mönn- um. (Framhald

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.