Heimskringla - 11.11.1925, Síða 4

Heimskringla - 11.11.1925, Síða 4
4. BLAÐSÍÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 11. NÓV., 1925. WINNIPEG, MAN. 11. NÓVEMBER 1925 King dregur á vetur kálf og kiÖ. Vopnabrak kosninganna er dvínað. Sverðin sliðruð. Einstaklinginn hefir einu sinui enn dreyriít drauminn fagra um hin helgu þegnréttindi. Vonarsól hans skein í heiði í bili. Lartdið virtist lagt að fótum hans. Vilji hans vera laga- boð. \Atkvæðin eru nú talin. Dóm- urinn kveðinn upp. Hvað í huga kjós- enda bjó, er nú orðið lýði ljóst. Stjórn- arflokkurinn er í minni hluta. En for- V sætisráðherra King situr ennþá á valda- stóli, breið-sveiflar enn boð sín og bönn og virðist ekki ætla að stíga niður úr hástætinu, hvað sem dómi kjósenda og mannréttinda draumum einstaklings- ins líður. Framkoma forsætisráðherrans síðan kosning fór fram, hefir vakið óvanaltgga mikla athygli. Þegar úrslit kosning- anna voru kunn og það duldist ekki, að flokkur hans var alt annað en fjölmenn- astur á þingi, mátti sanngjarnlega bú- ast við, að forsætisráðherrann ltjgði nið- ur völd og afhenti fjölmennasta flokkn- um stjórnartaumana. En hvað skeð- ur? í þess stað skellir hann skolleyr- um við því, sem í hefir skorist, bregður sér í Windsor búninginn sinn og setur upp rauðu skóna og skundar á fund landstjóra. Segir hann þar að vísu nokkur vandkvæði á málum orðin, en leggur þó til, að ráðsmenskan á stjórn- arbúinu sé honum á hendur falin eins tfg áður, en ekki flokknum sem hlaut qinum sjötta fleiri þingsæti, en flokkur hans. Vetur sé einnig í aðsigi og þeir sem vanir séu góðu fóðri, láti fljótt á- sjá við útigang. Er þessi framkoma svo einstök, að elztu og síðsktlggjuðustu menn muna ekki eftir, að nokkur for- sætisráðherra hafi fyr farið þannig að ráði sínu.; Hafði forsætisráðherrann heimild til að kveða sjálfan sig til stjórnarstöðunn- ar eins og á stóð? Lögin þar að lút- andi munu fátt um það segja. Ef til vill ræður hefðin mestu um það. En eigi að síður er enginp vafi á því, að forsætisráðherra hefir með þessu tekið fram fyrir hendur kjósenda landsins. Cflg ýmsir ganga svo langt, að segja það hreint og beint brot á stjórnskipun Can- ada, að minni hluta þingmanna flokkur myndi stjórn. En jafnvel þó svo væri ekki, er það víst að hefðin heimilar það ekki. Hvað hefir forsætisráðherra sér þá til málsbótar? Það fyrst og fremst, að enginn þing- mannaflokkurinn var .algerlega í meiri hluta. 1 öðru lagi hefir hann eflaust í huKga, að mynda bræðingsstjórn með því að fá liðsafla frá öðrum flokkum. Séu þeir flokkar svo lystargóðir, að bergja á þeim bikar forsætisráðherrans, verður þeim þess ekki varnað. En að þeir geri það allir viðstöðulaust eftir for- skriftinni er erfitt að trúa. Bændaflokkurinn sem King hefir ef- laust augastað á að fá sér til fylgis við stjórnarmyndunina, 'á ekki nærri því eins mikla samleið með frjálslynda flokknum og látið hefir verið í seinni tíð. Blaðið Winnipeg Free Press, hefir undanfarið verið að telja mönnum trú um, að bændaflokkurinn sé ekkert ann- að en klofninflgur út úr frjálslynda flokkn- um, og að sú klofning á að hafa átt sér stað af því, að frjálslyndi flokkurinn hafi brugðist stefnu sinni undir leiðsögu Kings. Ef að eigandi nefnds mál- gagns nefði verið leiðtcfginn, hefði slíkt auðvitað ekki átt sér stað. Bænda- flokkurinn og stefna hans á því að vera hold af holdi frjálslynda fiokksins og bein af hans beini. En þetta er mjög fjarri sanni. Ekkert skal um það sagt, hvort frjálslyndi flokkurinn þarf endurfæðingar við. En hitt er víst, að það var aldrei mark og mið með stofnun bændaflokksins, að endurreisa hann. Bændaflokkurinn var hvorki myndaður vt|gna Crows Nest Pass samn- ingsins, Hudsonsflóa brautarinnar, né mála þeirra, sem áður nefnt blað kallar mál Vesturlandsins og sem eru málin sem írjálslyndi flokkurinn á að hafa brugðist, en nú er^ unotuð sem samein- ingar lyf bænda og frjálslynda flokksins, með það augljóslega fyrir augum/ að koma bændaflokknum fyrir kattarnef, Bændaflokkurinn varð til vtlgna þess, að bændastéttin var aðþrengd og mál- um hennar var ekki sint eins og réttlátt var og skylt af stjórnum þeim sem hér höfðu farið með völd. Verkamanna- flokkurinn reis hér upp á sama hátt. Bæði hann og bændaflokkurinn eru því rétt nefndir einu nafni alþýðuflokkur og eru andstæðir auðvaldsstefnunni, sem að sínu leyti myndaðist hér utan um stjórnirnar, sem annarstaðar, og hafa að því er alþýðunni virðist, fengið betri áheyrn hjá stjórnunum, en hún. Þetta er Jgrundvallarstefna bændaflokksins og sjá allir, að hún er gagnstæð stefnu frjálslynda flokksins. Það hlýtur því að vera óskiljanlegt fleirum en oss, hvernig þessir flokkar eigi að mynda eina stjórn, vegna þess að stefnur þeirra eigi svo ma.lgt sameiginlegt. , Bænda- flokkurinn verður með öðrum orðum að fleygja -frá sér grundvallarstefnu sinni, ef af þeirri sameiningu á að geta orðið. Þingflokkarnir eiga að vísu allir ein- hver mál same |ginleg. En það raskar ekki eða breytir grundvallarstefnu þeirra, sem sjálfstæði þeirra og tilvera bygg- ist á. Verndartollastefna þessa lands, er eitt af þeim málum, sem aðskilur bænda- flokkinn og eldri flokkana. Bændaflokk- urinn er með frjálsri verzlun. En hvor eldri flokkanna sem við völd hefir verið, hefir aidrei að neinu ráði hreyft við verndartollinum. Hann er sá sami yfirleitt nú og þegar ríkjasambandið var myndað. Það hafa meira að segja verið þeir tímar, að frjálslyndi flokkur- inn hefir hækkað werndartollana. Sömu- leiðis eru dæmi þess, að íhaldsflokkur- inn hefir iækkað þá, sem þó einmitt tel- ur sigiverndartolla flokkinn. Það má því með fylsta rétti segja,'að verndar- tollastefnan sé hin eina sögulega stjórn- mála stefna þessa lands. Frjálsiyndi flokkurinn hefir ekki neitt að ráði breytt henni, þó hann hafi verið við völd. Hann gæti því miklu fremur sam- einast íhaldsflokknum en nokkrum öðr- um flokki og ætti með réttu að hverfa -inn í hann og ijúka þar með sinni söjgu og tilveru. En blöð frjálslynda flokks- ins mættu eins vel halla sér út af. Að bændaflokks þingmennirnir sam- einist frjálslynda flokknum nú í sam- bandsþinginu, er hið sama fyrir þá og ganga fyrir ætternisstapa. Þeir eru þá ekki ler.Jgur bændaflokks menn. Því ber ekki að neita, að sá bræðingur getur verið álitlegur fyrir einstaka menn inn- an flokksins sem eftir feitum og næðis- sömum stöðum eru að líta . En með grundvallarstefnu flokksins í huga, get- ur það ekki skoðast annað en sjálfs- morð bændaflokksins á þii^gi. Bændaflokkurinn getur greitt atkvæði með hvorum eldra flokknum sem er, ef um hans eigin áhugamál er að ræða. Annað getur hann ekki gert meðan hann er í minni hluta. Og það á hann að jjgera, en vera að öðru leyti eldri flokk- unum óháður, ef hann viil halda áfram tilveru sinni. íhaldsflokkurinn sem varð fjölmenn- asti þingmanna flokkurinn eftir kosn- ingarnar og skortir ekki nema 5 þing- sæti til þess að vera algerlejga í meiri hiuta, hefir óefað fulla heimtingu á að taka við völdunum. Og fylgi gat hann j eigi síður vænst eftir en frjálslyndi flokkurinn frá öðrum þinjgmanna flokk- um, ef þeir sætu sem sjálfstæðir flokk- ar á þingi, eins og kjósendur hafa ef- ! laust ætlast til að þeir væru. Um hvað snérust kosningarnar í j haust? Vér áttum tal um þetta við ; víðsýnan bónda nýlega. Svar hans i var að kosningarnar hefðu snúist um stjórnarskifti. Hvort sem ástæða er j fyrir því eða ekki, virðist það yfirleitt , skoðun kjósenda, að eitt kjörtímabil sé ærið nógur tími fyrir sömu stjórn að sitja við völd. En hvað sem því. líður, báru kosn- ingarnar nýafstöðnu þess Ijós merki, að kjósendur æsktu stjórnarskifta. Við ^eirri þjóðfrelsis kröfu hefir stjórnarfor- maðurinn daufheyrst. Þjóðfrelsis hug- j sjónir sumra leiðtoga og biaða frjáls- j lynda flokksins eru vissulega ekki á marga fiska. Þjóökirkjan á Islandi. Erindi á kirkjuþingi í Wynyard 26. júní 1925. Einar H. Kvaran. Eg veit ekki, hvort ykkur kann að reka minni til þess, að eg átti, fyrir eitt- hvað 2 árum, nokkurn orðastað við biskup íslands, Dr. Jón Helgason, í blöð- unum. Þau skrif spunnust einmitt út af 'prestsvígslu þess mannsins, sem nú er prestur þess safnaðar, sem þetta kirkjuþing er haldið hjá. Eg var þá á þeirri skoðun, og er það enn, að hinn j kárkjulegi félagsskapur, sem heldur i þetta þing, eigi að mjög miklu leyti sam- merkt við þjóðkirkju íslands. í mín- um augum er hann beint áframhald af henni, með þeim breytin^um einum, sem eftir öllum ástæðum eru sjálfsagðar. Hvorugur félagsskapurinn spyr um játn- ingar, hvorki leikmanna né presta. Þeg- ar vér gefum því gætur, hve mikia 'til- hneiging kirkjan hefir langoftast haft til þess að leggja áherzlu á játningarnar, j yfirlýstar SKOöanir manna á trúarefn- um, og hve mikil óheill og rangindi af því hafa stafað öld eftir öld, þá ætti mönnum að verða það ljóst, að þetta sameiginlega einkenni þjóðkirkjunnar á íslandi og hins vestur-íslenzka kirkjulcjga sambandsfélagsskapar « skiftir ekki litlu máli. Þetta er einn af þeim, annars mörgu vottum þess að nú er mönnum loks farið að skiljast það betur en áður, sem Jesús Kristur sjálfur sagði, að þeir fara ekki allir í himnaríki, sem hrópa til hans: Herra, herra! — heldur þeir einir, sem gera vilja vors himneska föður. Eg hygg að færa megi rök að því, að allar götur síðan er kristni var lögtekin á íslandi, hafi hún haft sín séreinkenni, verið í raun og veru einkennilega ís- lenzk. Eg ætla að minna ykkur á eitt dæmi frá 12. öldinni, sem þið kannist sjálfsagt við mörg. Jón Loftsson var þá vinsælastur og mestur höfðingi landé- ins. Hann hafði tekið vígslu sem djákn og sjálfur reist margar kirkjur fyrir sitt eigið fé. Honum lenti saman við Þorlák biskup heiga, og í þeirri deilu spurði biskup hann,' hvort hann hefði heyrt þann boðskap erkibiskupsins í Niðarósi. að kirkjan ætti að eiga öll kirkjnahúsin og allar kirknaeignir. Þá svaraði Jón Loftsson: “Heyra má ek erkibiskups boðskaþ, en ráðinn er ek í að halda hann að engu, ok eigi hygg ek, at hann vili betr né. viti en mínir foreldr- ar.” Þessi ummæli og ótal margt árinað bendir á það, að í katólskunni var vald kirkjunnar ekki sérlega ríkt í huga manna á íslandi. Þegar vér lítum nokkuð lengra fram í aldirnar, þá verður fyrir okkur annað dæmi, sem eg skal benda ykkur á. Það er almennara og að því leyti merkilegra. Páfinn hafði bannað klerkum hjónaband. íslenzkir klerkar tóku ekki það bann til greina, nema eftir því sem þeim sjálfum sýnd- ist. Þeir bundu í raun og veru hjúskap eftir sem áður. Kirkjuleg hjónavísla fór reyndar ekki fram. En prestarnir stofnuðu nokkurskonar borgaralegt hjónaband fyrir sig. Þeir bundu hjú- | skap við konur, oft af hinum beztu ætt- um landsins, og breyttu við þær alveg eins og eiginkonur. Og konurnar og börnin höfðu alveg sömu réttindi eins og ; ef kirkjuleg hjónavísla hefði farið fram. Vald kirkjunnar hefir aldrei verið j mikið á íslandi í samanburði við það, sem ! það hefir verið í flestum öðrum lönd- um. Og að hinu leytinu hefir jslenzka kirkjan ávalt verið frjálslynd og merki- lega lítið kreddubundin, í samanburði við kirkjur annara landa. Mér er kunnugt um það, að þegar eg segi þetta, þá er það í samræmi við það, sem hinir sögu- fróðustu menn á íslandi telja óyggjandi sögulegan sannleika. En einkum er það á síðustu áratugun- um, að þjóðkirkja íslands hefir orðið eftirtakanlega frjálsiynd og sýnt það ó- tvíræðlega, að hún vill hrista af sér kredduklafana. Leiðtogar þjóðarinn- ar í andlegum efnum hafa veitt,henni uppeidi, sem virðist hafa haft mikil á- hrif. Þjóðin hefir fengið afdráttar- lausa og hreinskiina fræðslu um árang- urinn af hinum vísindalc|(gu biblíurann- sóknum. Hún hefir lika fengið allmikla vitneskju um árangurinn af sálarrann- sóknunum. Áhuginn' á andlegum málum hefir stórum aukist. Og með litlum und- antekninlgum stefnir hann í frjálslyndis- áttina. Mig langar til að gera nokkura meiri grein fyrir þessu, sem eg hefi nú verig aö segja, einkum meö því aö tilfæra nýleg ummæli og | geta um framkomu nokk- j urra af hinum helztu leiötogum í andlegum málurn, sem nú eruuppi.á Islandi. Mér finst, að með því móti megi fá einna áreiðanlegasta vitneskju um það, hvernig hin is- knzka þjóðkirkja í raun og veru er. Eitt skýlausasta dæmið um þá breyt ingu, sem gerst hefir á síðustu ára- tugunum, er sú biskups-áminning, sem síra Matth. Jochumsson fékk ár- ið 1891, og — sú líkræða, sem einn af biskupum landsins hélt yfir hon- um látnum árið 1920. M. Joch. var þá prestur í þjóð- kirkjunni og hafði tekið þátt í deilu, sem hófst meðal Vestur-tslendinga, um kenninguna um eilífa útskúfun. Hann hafði verið nokkuð berorður. Iliann hafði nefnt þessa kenningu “lærdóminn ljóta, sem svo voðalega neitar guðs vísdómi, almætti og gæzku,” og hann hafði bætt við þess- um orðum: “Sé nokkur kredda, sem löngu.er úrelt orðin og kristindóm- inum til tjóns og svívirðingar, þá er það þessi.” Þetta þótti töluverð tíðindi. Sum- ir héldu að séra Matthias hlyti að verða settur af. Lektor presta- skólans síra Þórh. Bjarnason, rit- aði i blað sitt, að neitun þjóðkirkju- preáts á slkýlausri trúarsetningu gengi vitanlega ekki þegjandi. For- seti hins ísl. lút. kirkjufélags Is- Pendinga i Vesturheimi fullyrti í Sameiningúnni, að afneitun eilífrar útskúfunar leiddi óhjákvæmilega til afneitunar á gjörvöllu kristindóms- evangeliinu. Hallgr. Sveinsson sem þá var biskup, lét við það sitja, að senda séra Matthíasi í embættis- bréfi “alvarlega áminning’’. Nú verða menn að gæta þess, að biskupinn og lektorinn voru með hinum frjálslyndustu mönnum lands- íns. En þá töldu jafnvel frjáls- lyndustu mennirnir það óhjákvæmi- legt, að hafast eitthvað að, þegar presti i þjóðkirkjunni yrði jafn- mikil yfirsjón á sem sú að neita trúnni á eilífa ófarsæld. En svo kom eftirleikurinn 1920. Þá andaðist sira Matthías. Og vigslubiskup Geir Sæmundsson hélt likræðuna yfir honum. Hann mint- ist' á “ániinninguna” með þeim orðum, sem eg skal nú lesa ykkur: “Og ef þakka síra Matthíasi fyrir hönd ísl. þjóðkirkjunnar, fyrir það fyrst og fremst, að hann fyrstur allra íslenzkra kenninianna lagði hönd að verki, til þess að afmá einn svartasta blettinn, sem búið var að setja á hina fögru guðshugmynd, sem Jesús frá Nazaret gaf oss, læri- sveinum sinum.” Svo að árið 1920 -flytur einn af biskupum landsins síra Matthíasi þakklæti fyrst og fremst og fyrir þjóðkirkjnnnar hönd, fyrir það, sem hann hafði fengið biskups-áminn- ing fyrir 30 árum áður. Þetta er árdiðanlega grain’Jegt. Og það er tákn og ímynd þeirrar breytingar, sem hefir orðið á ís- landi á síðustu áratugum. • r Stuttu áður en sira M. J. and- aðist gerði guðfræðísdeild islenzka háskólans hann að heiðfursdokto'r, þrátt fyrir það, að mestan hluta af æfi hans var það öllum mönnum kunnugt, að hann hallaðist að únitar- iskum guðfræðisskoðunum. Slikt frjálslyndi af hálfu þeirra, sem ráð- in höfðu í andlegum málum, hefði verið óhugsandi fyrir nokkrum ár- um, og það vakti fögnuð um alt landið. Við stofnunarhátíð! háskóla vors tók fyrsti háskólarektorinn, Björn M. Olson það fram, að við þessa stofnun væri það sannleikurinn einn, sem skifti máli. I þyí Var fólgin afneitun á öllum kreddum, að svo miklu leyti, sem reynslan og þekking- in sýna það, að þær eru ekki sann- leikanum samkvæmar. Óhætt- er að fullyrða það, að guðfræðisdeild háskóla vors hefir lagt kapp á það að fara eftir þessari grundvallar- reglu. Eg geri ráð fyrir, að í allri Norðurálfunni sé ekki nokkur guðfræðisdeild, sem sé frjálslyndari eða minna kreddubundin. Deildin syndi t. d. að taka, afstöðu sína þeg- ar danski presturinn Arboe Rass- mussen vann sitt mál fyrir hæstarétti Dana. ITann er gáfaður maður og F^DODDS ' ÍKIDNEY DODD’S nýrnapillur eru bezta nýrnameðalið. Lækna og gigt, bakverki, hjartabilun, þvag- teppu, og önnur veikindi, sem stafa frá nýrunum. —- Dodd’s Kidney Pills kosta 50c askjan, eða 6 öskjur fyrir $2.50, og fást hjá öllum lyfsögum, eða frá The Dodds Medicine Co., Ltd, Toronto, Ontario. lærður vel vel, trúrækinn, góður prestur og sannleiks elskandi maður og tók að halda fram árangri biblírannsókpanna og kreddubundin. Deildin sýndi, til dæis að taka, afstöðu sína, þegar danski presturinn Arboe Rasmussen vann sitt mál fyrirhæsta Dana. Hann er gáfaðúr maður og lærður vel, trúrækinn, góður prestur og sann- leikselskandi maður og tók að halda fram árangri biblíurannsóknanna og nýrri guðfræði. Hann lagði sér- staka áherzlu á það að komast aó þvi, hvað Kristur hefði í raun og veru kent, og fá það aðgreint frá siðari kenningum í Nýja Testament- inu. Biskuparnir dönsku fengu komið af stað málshöfðnn gegn hon- um til embættismissis. Rasmus- sen prestur vann málið fyrir hæsta- rétti, og þá sendi rslenzka guðfræð- isdeildin honum samfagnaðar' skeyti. Það var undirritað af öllum guð- fræðiskennurunum, með núverandi biskupi íslands, Dr. Jóni Helgasynr efstum á blaði. Mér er ekki kunn- ugt um, að nein guðfræðisdeild liafí • i. þetta gert — og eg hygg ekki að svo hafi verið. Eg kem þá að starfsemi Dr. Jóns Helgasonar fyrir frjálslyndinu inn- an ísl. kirkjunnar. Sú starfsemí fór fram, meðan hann var dócent og lektor við prestaskólann og siðar prófessor við háskólann. Eg verð að láta mér nægja að benda á eina af ritgjörðum hans. Hún var prentuð í Skírni, meðan eg var rit- stjóri þess timarits, og er um af- stöðu prestanna til játningarrita kirkjunnar, sem alment hafði verið talið, að isl. kirkjan væri bundin- við. I þessari ritgjörð kemst Dr. J. H. að þeirri niðurstöðu: að játningarritin séu — að m. lega samin í þeim tilgangi að vera bindandi reglal og mælisnúra fyrir kirkjuna á öllum tímum; að þvi fari svo fjarri, að þau hafi verið viðurkend sem slík rit af kirkju vorri, að -kirkjan hafi engan þátt átt í lögfestingu þeirra í hinum lútersku löndum, heldur hafi verald- lega valdið verið þar eitt að verki, og um Islafnd sé það sérstaklega að segja, að játningahaftinu liafi verið laumað þar inn án nokkurrav sjá- anlegrar lagaheimildar; að þau séu ekki í samhljóðun við ritninguna, heldur séu þau ófull- komin mannasmíði, sem i flestu ti-I- liti beri á sér fingraför sinna tíma, og að heitbinding prestanna við játn- ingarritin ríði algjörlega bág við höfuðfrumreglu hinnar evangelísku lútersku kirkju, sem se sú, að heilög ritning ein skyldi vera regla og mælisnura trúar og kenningar kirkj- unnar. I þessari ritgjörð heldur höf. því enn f.remur fram, að kirkjan geti el/ki lengra farið en ah skylda ptesta sina til þess að prédika fagn- aðarerindi Jesú Krists. Það er alkunnugt, að allir guð- fræðiskennararnir við háskóla voyn líta á þetta mál eins og Dr. Jótv Helgason. Sama er að segja um ýmsa helztu lögfræðingana, þar á meðal dómstjórann '. hæstarétti ís- lands, Kristján Jonsson. Dr. Jón Helgaíon barðist fyrir þessum skoðunum mörgum árum sanian. Hann hefir aldrei neitt

x

Heimskringla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.