Heimskringla - 25.11.1925, Page 4

Heimskringla - 25.11.1925, Page 4
4. BLAÐSÍÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 25. NÓVEMBER 1925. H^ítnskrinjla (StofnuO 1886) Kemnr ðt á hverjnm miðvlkndearL EIGKNDUR: VIKING PRESS, LTD. 853 og 85WSARGENT AVE., WINNIPEO. Talilml: N-65:S7 VerTJ blaðsins er $3.00 árgrangurlnn borg- ist fyrirfram. Allar borganir sendist THE VIKINO PREfeS LTD. 6IGFÚS HALLDÓRS frá Höfnum Ritstjóri. JAKOB F. KRISTJÁNSSON, Ráðsmaður. lltanánkrlft til blatSalns: THE VIKING PRESS, Ltd., Box 8105 UtanáNkrlft tll rltNtjöranu: EDITOR HEIMSKRINGLA, Ilox 3105 WINNIPEG, HAN. “Heimskringla ls pnbllshed by The Vlklna Prens Ltd. and printed by CITY PRINTING PURLISHING CO. 853-855 Sargent Ave., Wlnnlpeg, Man. Telephone: N 6537 WINNIPEG, MAN., 25. NÓV. 1925. Bækur. VILHJÁLMUR STEFÁNSSON: THE ADVENTURE OF WRANGEL ISLAND. (XXX X 424 bls.) The MacMillan Co., New York- Hér birtist bók, sem er aufúsugestur vinum og unnendum og löndum dr. Vil- hjálms. Þess er ekki að dyljast, að hin hryggi- legu afdrif hinna fjögra ungu manna, er í samráði og félagsskap við dr. Vil- hjálm fóru til Wrangel eyjunnar sumar- ið 1921, hafa fyrir tilstilli óhlutvandra manna, í margra augliti varpað nokkrum skugga á þann ljóma, er staðið hefir um nafn Vilhjálms Stefánssonar, og stafað hefir af verkum hans og brautruðn- ingi í norðurhöfum. Af viljaleysi til skilnings, fáfræði, misskilningi, stjórn- kreddum og ef til vill sumstaðar af “mannlegri” öfundsýki, og illgirni, hefir honum verið legið á hálsi fyrir ýmislegt í sambandi við þessa för, en helzt þö lík- lega fyrir tvent: í fyrsta lagi, og aðal- lega fyrir það, sem lýðurinn kallar fífl- skap, eða draumóra hugsjónamannsins: að vera að leggja sig í bleyti fyrir þenna klakahnúð, (sem menn halda að sé), á norðurhjara veraldar; og í öðru lagi fjTir sjálfhlífni: að sitja heima í mak- indum, en senda aðra í lífsháskann. Þeir, sem hafa hrifnir lesið “My Life with the Eskimo” og “The friendly Arctic”, og fundið, sem er, að þær eru einhverjar merkilegustu landkönn- unarbækur, sem nokkurntíma hafa ver- ið ritaðar, munu margir hafa gert þess- um ásökunum skil í huga sínum, áður en þessi bók kom. Dr. Vilhjálmur hef- ir ekki einungis skrifað bækur um það, en hann hefir sannað það, með margra ára reynslu, að landnám í norðurhöfum er ekkert fjarstæðara en um miðbelti jarðar, eða hvar sem er. Sannað það jafnvel og hitt, að sjálfhlífinn hefir hann aldrei verið. Hann hefir eins og allir miklir forystumenn, á öllum tímum, jafnan haldið sig þar, sem hann vissi raunina mesta. Spurningin, sem eftir var þá helzt í hugum þeirra, er vildu vita, var sú, hvert mennirnir, sem norður fóru hefðu, einhverra orsaka vegna, verið svo van- hæfir slíks fyrirtækis, að þess- vegna hefði farið svo hryggilega sem fór. Fregnirnar, sem með skeytum og dagblöðum bárust sem eldur í sinu, frá manninum, sem dr. Vilhjálmur setti fyr- ir björgunar leiðangurinn, bentu allar í þessa átt.. Bókin er fult eins mikið varnarrit fyrir eftirmæli þessara manna eins og fyrir dr. Vilhjálm sjálfan. Mennirnir, sem norður fóru voru fjór- ir: Allan Crawford, canadiskur jarðfræð- ingur frá Toronto, um tvítugt; og þrír Bandaríkjamenn, E. Lorne Knight og Fred. Maurer; báðir 28 ára, og Milton Galle, um tvítugt. Crawford og Galle höfðu aldrei farið norður áður, en Knight og Maurer voru þaulvanir íshafsferðum; höfðu báðir verið með leiðangri dr. Vil- hjáims 1913—1918, og Knight verið með honum sjálfum, lært af honum, og ver- ið honum mjög handgenginn. Með þeim var Eskimóakona, Ada Blackjack, til klæðaskurðar og sauma, sem nauð- synlegt er. Þeir fóru norður og settust að 1921. Sumarið 1922 komst ekki skip að eyj- unni, og ekki fyr en 1923, í ágúst. Það skip hafði dr. Vilhjálmur sent, með til- styrk vina sinna, er lánuðu honum fé og skutu saman, er canadisku stjórnina skorti skilning og áræði til þess að taka málið að sér. Fyrir förinni var Harold Noice, gamall liðsmaður dr. Vilhjálms, ásamt Knight, á ísferðinni. Þegar skipið kom að eyjunni, var Ada Blackjaek ein eftirlifandi. Knight hafði dáið um sumarið, í júní, en hinir þrír höfðu lagt af stað, síðast í janúar til meginlands Síberíu, yfir ísinn, en frá Wrangel til veiðimannastöðva þar, eru að eins rúmar 100 mílur, engin glæfra- för að sjá, fyrir vana norðurferðamenn. Þeir höfðu tekið með sér allar dagbæk- ur sínar. Til þeirra hefir aldrei orðið spurt síðan. Dagbók Knight’s fékk Ada Blackjack Noice í hendur. Þegar Noice kom aftur til Ameríku, seldi hann dagblöðunum hverja slúður- söguna á fætur annari. Hann taldi víst, að félagarnir þrír hefðu farist í ísn- um, vegna þess, að þeir og hundar þeirra hefðu verið aðfram komnir af sulti og veikindum, þar eð iífsbjörg hefði ekki verið að fá á eyjunni. Taldi mennina, sérstaklega Knight, óhæfa í þetta ferða- lag. Kom á stað óljósum, en and- styggilegum getgátum um þá félaga, í sambandi við Mrs. Blackjack; bar svo alla sök af þeim, á hana, og kórónaði með því, að láta afdráttarlaust í ljós, að hún hefði af hefnigirni verið orsök í dauða Knight’s; vanrækt að hjúkra hon- um veikum, og gefa honum hæfilegan mat, en verið sjálf spikfeit og í bezta gengi. Hélt dagbók Knight’% fyrir dr. Vilhjálmi og foreldrum Knight’s á með- an að hann var að gera sér mat úr þessu handa -blöðunum, og meira að segja einkabréfi, er Knight hafði skrifað móð- ur sinni; og loks, er hann neyddist til þess að skila þessum plöggum, hafði hann rifið blöð úr dagbókinni, og strik- að út setningar hér og þar. Að þessum plöggum fengnum, ritaði dr. Vilhjálmur þessa bók, til þess að skýra afstöðu sína og þeirra félaga, og til þess að hreinsa mannorð þeirra og Mrs. Blackjack. Er bókin rituð með vitund, vilja og tilstyrk, föður Knight’s og bera þeir báðir sameiginlega ábyrgð á öllu er þar stendur. Það er skemst að segja, að svo er frá bókinni gengið, að allur ámælisskuggi hverfur af þeim félögum öllum. Alt er lagt fram á borðið, blátt áfram, með hispurslausri sanngirni í allra garð. Dag- bók Knight’s er vitanlega aðal-sönnun- argagnið. Tekur hún af allan vafa; sýnir, að lífsbjörg var nóg á eyjunni; að menn og hundar voru í ágætu standi, er þeir lögðu á ísinn, og hljóta því að hafa druknað. En slíkar slysfarir eru alstaðar á hnettinum hendanlegar, jafnt við ’miðjarðarlínu, sem heimskaut. Og að Ada Blackjack gerði skyldu sína við Knight sjúkan, eftir öllum mætti sínum. Um það leyti er bókin var að fara til prentunar, kom fullkomið afsökunar- bréf, og afdráttarlaus fyrirgefningarbón frá Noice, sem um langan tíma hafði ver- ið taugabilað skar. Varð það til þess, að ýmsir kaflar bókarinnar voru endur- ritaðir, og að dr. Vilhjálmur feldi úr kafla, um Noice, er annars hefði verið nauðsynlegur til skýringar á atferli hans. Af þessari ástæðu stafar eini gallinn á bókinni. Formið er ekki eins fast og venja er til hjá dr. Vilhjálmi; dálítill glundroði hefir komist á frásögnina, svo að málalengingar hafa orðið, sem kom- ist hefði verið hjá, með meiri tíma til bóta. En þetta er óverulegur galli. Bókin er rituð svo, að hún sleppur ekki úr hendi, fyr en hún er öll lesin. Hún er um leið sóknarrit og varnar. Fyrir þá, sem fyrri bækur dr. Vilhjálms hafa les- ið, er hún fyrst og fremst skilgreining og varnarrit. Fyrir hina er hún opinberun ; nýs boðskapar, sem ber vott um hug- sjónaáræði; víðáttumikla og djúpgenga þekkingu, og framúrskarandi og marg- raunsannaða hæfileika til þess að leiða rökréttar og nothæfar ályktanir af | hverri forsendu, og að koma auga á af- leiðsluverðar forsendur, sem frá ómuna- tíð hafa falist í dularbúningi hversdags- gervisins. Um ytri frágang ér óþarfi að fjölyrða. Nafn útgáfufélagsins er næg trygging • fyrir honum. Bókinni fylgir fjöldi mynda og uppdrættir af norðurhveli jarðar, er gefur glögga hugmynd um ísalög, er siglingar banna í Norðurhafi. Betri jólagjöf en bók þessa íslenzk- canadiska mikilmennis, geta foreldrar ekki gefið börnum sínum. Og að vísu er slík gjöf góð á öllum tímum. MORGUNN. Tímarit um andleg mál. ritstj. Einar H. Kvaran. Reykjavík, jan^—júní 1925; VI, I. Fyrra hefti sjötta árgangs Morgunn’s, er fyrir skömmu komið hingað vestui'. Ritstjórinn: skáldið og rithöfundurinn Einar H. Kvaran, hefir sem kunnugt er verið.hér vestra síðastliðið ár, og hefir því prófessor Haraldur Níelsson séð um ritstjórn og útgáfu þessa heftis. Heí- ir honum farist það ágætlega að vonum. Orð leikur á því, að Morgunn sé einna I niest lesið íslenzkt tímarit hér vestra. Mest ber til þess hinn sívaxandi áhugi manna á dulrænum fyrirbrigðum, og forvitnin um að reyna að skygnast á bak við tjöldin; hvað við taki, er lífinu hér er lokið. En ritið á einnig vinsæid skilð og lest- I ur, sökum þess hve vel er jafnan frá því gengið. Þótt flestar ritgjörðir í því séu samrænar,, þá flytur það lesendum geysimikinn fróðleik, svo víða sem það j og stefna þess kemur við. Hverju sem menn vilja, eða vilja ekki trúa, um | þessi efni, og þótt það sé rétt, sem frú Bjorg Þorláksdóttir segir, í síðustu íimreið, að frá vísindalegu sjónarmiði .se spiritisminn enn þá að eins sem barn í reifum, þá eru rannsóknir hinna svonefndu “dularfuilu” fyrirbrigða nú komnar á þann rekspöi, að fávizka ein og barnaskapur er að ætia að þær legg- ist niður héðan af, fari ekki öll menn- mg í kaldakol. Enginn mentaður maður getur leyft sér lengur að ganga fram hjá þessum rannsóknum. vilji hann halda því nafni, hverju sem hann vill um fyrirbrigðin trúa. Og meiri fróðleik um horf þess máls og bet- ur framleiddan, en gefst í Mbrgni hyggjum vér erfitt að fá fyrir sama verð. Það sem sérstaklega má telja athygl- ísvert í ritinu er er “Heimkoman” “Uni Einar Nielsen” og “Læknisfrú verður frægur miðill”, eftir Harald Níelsson; Rum og tími”, eftir Halidór Jónasson; Merkdegur miðill”, eftir Jakob Joh. Smára, og “Dularfull fyrirbrigði í Vest- mannaeyjum, veturinn 1924” eftir Hallgrím Jónasson. Frágangur allur er ágætur. Útsölu- maður Morguns er Hjálmar Gíslason, boksali í Winnipeg. EIMREIÐIN Útg. & ritstjóri SVEINN SIGURÐSSON. 0 Gutenberg, Reykjavík, (XXXI, 3., 1925.) Það verður ekki annað sagt, en að ritstjóri Eimr. haldi ágætlega í horfinu. Eimreiðin er í hans höndum fyrirtaks tímarit til fróðleiks og skemtunar fyrir alþýðu. „ . 0 Þetta hefti byrjar með ritstjóraspjalli “Við þjóðveginn” vel og skemtilega rit- uðu. “Helztu tiigátur um uppruna lífs á jörðu”, eftir frú Björgu Þorláks- dóttur, frá Vesturhópshólum, dr. við Parísarháskólann, er svo afbragðsvel úr garði gerð, að hún ein borgar ritið. Slík- ar ritgerðir má enginn íslenzkur al- þýðumaður missa. Mynd af frúnni fylgir ritgerðinni. Margeir Jónsson skrifar um ferhendurnar íslenzku, frekar geð- felt miðlungshey, og Þórir Grímsson á magnaða draugasögu; “Varúlfurinn í Vepjuhva'mmi”, með ýmsum formgöllum þó. Alexander McGill skrifar af ágæt- um skilningi um hinn mikla pólska skáld- jöfur Englendinga, Joseph Conrad. Samúel Eggertsson skrifar fróðlega grein fyrir alþýðu um ‘Nýungar í stjörnu- fræði”, og dr. Guðmundur Finnbogason “Um mannlýsingar.” Tekur dæmi úr Njálu: lýsinguna á Gunnari á Hlíðarenda, og gerir um það efni ýmsar greindarleg- ar athugasemdir, og bandvitlausar stað- hæfingar; alt ágætlega liðugt og skemtilegt, sem dr. Guðmundar er vandi. Á. Á. skrifar skynsamlega grein um hvílupoka, sem íslendingar hafa alt til þessa dags haft þann ýmugust á, að þeir viija heldur krókna og verða úti í hvaða veðri sem er, ef þeir villast að vetrar- lagi, en að bíða áhyggjulausir eftir veð- urslitum, hlýir og þurrir í hvílupokanum. Freysteinn Gunnarsson þýðir vel gott kvæði “Til Færeyja”. eftir A. Ziska og sömuleið- is afbragðsskemtilega “Upp- salaminningu” eftir kýmnis Idráttsnillinginn ódauðlega og 'rithöfundinn sænska Albert Engström. Sigurjón Friðjóns- son á stórfallegt kvæði í þessu hefti. Mun mörgum orðin au- fúsa á kvæðabók eftir hann Ymislegt fleira smælki er í þessu hefti, í óbundnu máli og ljóði, alt laglegt og lesandi, aö undantekinni afskaplegri upp- talningu á 15 beztu skáldsög- um heimsins. Mætti ritstjór- inn að skaðlausu sleppa fyrir- spurnunum (Enquéte) í því skyni; þær færa engum manni andlega búbót í garð; eru á- rangurslausar, (nema ef til vill að hæna að fáfróða kaupendur er keppa vilja) og megnið af þeim, sem eðlilegt er, svo hringavitlaust, að út yfir tek- ur bros eða gremju. En með góðri samvizku er hægt að segja um Eimreiðina, að betra og hæfilegra tímarit fyrir alþýðu manna er erfitt að finna, utanlands sem innan. Umboðsmaður hennar er Mr. A. B. Olson, bóksaii hér í Winnipeg. " ---------x--------- Kirkjuleg samvinna. Eftir M. J . 1 blööum og tímaritum landsins hefur aö undanförnu veriö mikiö rætt um samvinnu og sameining, á kirkjumála og trúmála sviðum þjóö- anna, fyrir þessar umræður hafa málin þokast svo langt, að nokkrir kirkjuflokkar hafa þegar byrjað samvinnuna. Þessum samvinnu og sameiningarmálum hefur jafnvel ver- ið hreyft meðal Vestur-Islendinga og að því er eg bezt veit eru upp- fiafsmenn þessara málaleitana, allir úr hópi hinna frjálsliugsandi manna þjóðar vorrar. Þeir sjá engar hindranir gegn því að samvinna og sameining geti tekist, á trúmála- og kifljumála sviðum þeirra. En þar á móti virðast, enn sem komið er, vera heldur daufar undirtektir hjá trúmálaflokknum lúterska, og er það að líkindum, vegna þess að hann óttast, að óbundin og frjáls hugsun. og rannsókn, færi þá á þá villustigu, sem leiði þá til glötunar. Ef til- gáta mín er rétt, þá vil eg i fáum dráttum reyna að sýna, að ótti þessi er ástæðulaus. Eins og á öllum öðrum starf- sviðum mannfélagsins, verður fyrsta spursmálið: hvaða tilgang hefir sam- tiðarmenningin, með því að við- halda kirkjulegum félagsskap, trúar- brögðum, guðsþjónustum og guðs- dýrkun, og öllum hinum^ niargvis- legu guðsþjónustu athöfnum? Eg hygg að til sé að eins eitt fullnægj- andi svar: Tilgangurinn er að gjöra mennina vitrari og betri, og leið- beina þeim á þroskunarleið, til per- sónulegrar fullkomnunar. Kirkjuleg starfsemi og trúarbrögð eru að eins fyrir mennina sjálfa. Þau geta ekki breytt hinum allfull- komnu lögum alverunnar, eða haft persónuleg áhrif á óumhreytanlegan og alvísan guð. Menn þurfa ekki að biðja forsjón tilverunnar um gæði lífsins; hún hefir þegar gefið þeim alt. Þeir þurfa að eins að finna réttar aðferðir til að ná því, sem þeir girnast. Mennirnir eru eindir í sál alverunnar, sem smátt og smátt þroskast áfram að full- komnunar markmiði þeirra. Samkvæmt þessum ofanritaða skilningi á umræddu máli, er aðal stefnumið hinna ýmsu trúmála- flokka, fullkomnun persónuleikans. En af því að samtiðarmenningin er á svo mjög mismunandi þroskastig- um hjá fólkinu, þá verða leiðtogarn- ir að nota margskonar aðferðir, til þess að 'leiða fólkið að hinum æðstu markmiðum þess. Þó mismunur- inn á helgisiðum og guðsdýrkun- ar athöfnum fólksins sé mikill, þá ber að líta svo á, að hver og einn noti þær aðferðir, sem eiga bezt við hans menningarástand, til þess að komast að hinu sameiginlega mark- miði. Þær sýna að aðal hlutverk trúmálaflokl<anna og markmið þeirra er hið sama og þá ættu þeir vissu- lega að geta haft sameiginlega fram- DODD’S nýrnapillur eru bezta nýrnameðalið. Lækna og gigt, bakverki, hjartabilun, þvag- teppu, og önnur veikindi, sem stafa frá nýrunum. — Dodd’a Kidney Pills kosta 50c askjan, eða 6 öskjur fyrir $2.50, og fást hjá öllum lyfsögum, eða frá The Dodds Medicine Co., Ltd. Toronto, Ontario. kvæmd í þessum þýðingarmestu málum heimsmenningarinnar. Kenn- ingaform og guðsdýrkunar athafnir eru spursmál vissra manna og flokka, sent menn ættu að láta hlut- laus, eins lengi og þau eru ekki til hindrunar fyrir framgang og þró- un hinna sameiginlegu mála. ----------x---------- Hveitisamlagið og bændurnir. Hveitisamlags- -fékgsskapurinr., sem við daglega köllum ‘‘Pool’’, hef- ir haft í “vök að verjast”, síðan það myndaðist. A þessu feikna ung- barni geta ekki landsins mestu stór- menni unnið hið allra minsta, og vantar þó ekki að það sé reynt, því ef það tekst ekki á einn veg; þá er íeynt aftur á annan. Það er eins og þessum blessuðum náungum sé það augljóst, að ef þetta vöxtuglega barn, liðlega ársgamalt, nái að halda 'þessum ákaflega þroska, þá muni ef til vill reka að þeim gatnamótum, að sá unglingur dragi svo ægilega úr greipum þeim, að þeir, öll stóriiienn- in, fái haldið litlu eða engu eftir, “en litiu eru,4>eir ekki vanir. Ekki koma þessi stórmenni öll fram í birtuna eins og þeir eru klæddir, — en þetta unga og mikla barn á marga og mikla hauka í horni hér og þar, út um alt og alstaðar, og rit- stjóri Heimskringlu er einn af þeim. Hann skýrði nú nýlega í Heimskr. 30. september frá einni af þessum sl.úðursögum, þess efnis, að hveiti- samfélagið væri að selja, eða bjóða fram hveiti bænda, fyrir lægra verð en boðið er fyrir það hér. Þessar slúðursögur hinna hálaun- uðu lierra eru alstaðar að finna, en hver þeirra segir: “það var ekki eg”, ef eftir er gengið. I marzmánuði siðastliðnum var mér úthlutað að ferðast yfir eitt hér- að hér, Township 8 R. 29.. til að fá bændur til að gerast meðlimi. Mætti eg þá á því ferðalagi allskonar slúð- ursögum, var stór furða hvað sumir bændur gátu verið kokstórir, að geta gleypt við öllum þeim ósannindum, sem að þeim voru rétt. Að eltast við það alt yrði of langt mál hér, en þó vil eg draga út í ljósið eina þessa slúðursögpi, sem var þess efnis, a5 þetta “Pool” (hveitisamfélagið) væri búið að borga bændum nú of mikið fyrir hveitið og að bændur yrðu sjálfsagt að borga aftur til baka svo að það gætu orðið margar miljónir. En nú er kunnugt að alt fór eins vel og bezt gat orðið, og um 24. júlí var bændum borgað í áauka, um $15,000- 000. Svo lauk og í þessu Township að hundraði innrituðu sig. Engir Islendingar voru í þessu héraði, setn eg vissi um eða nöfn, er sýndu það. Eg segi því hér, iíkt og ritstjóri Hkr., að það sé gleðiefni hvað fram- för þessi er mikil. Beztu og víðsýnustu bændurnir þurftu ekki að láta segja sér neitt vm samlagið. Þeir vissu um til- drög þess og tilgang, og engar slúð- ursögur unnu á þeim. En enga hug- mynd hefir ntaður um hvað fólk eða bændur hafa að geyma fyr en maður reynir það. Það er svo margt og á marga vegu. En svo voru samt nokkrir, sem all- ar sögur gleyptu, voru ræflar á að líta og enn lakari í viðtali, en samt bara um 5 af hundraði. En það er

x

Heimskringla

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.