Heimskringla


Heimskringla - 30.12.1925, Qupperneq 4

Heimskringla - 30.12.1925, Qupperneq 4
4. BLAÐSÍÐA. HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 30. DES. 1925. prítnskrínjíla (StofnuV 1886) Krfflur út á hverjum miVvlkudevi. EIOENDUHi VIKING PRESS, LTD. 853 og 855 SARGENT AVE., WINNIPEG. Talffllml: N-6537 VerTJ blaTJslns ©r $3.00 Argranffurinn borgr- ist fyrlrfram. Allar borganir sendlst THE YIKING PFtEHS LTD. 6IGFÚS HALLDÓRS frá Höfnum Ritstjórl. JAKOB F. KRISTJÁNSSON, Ráðsmaður. UtanflMkrlft tll blaÚHlnat THE VIKING PRESS, Ltd., Boz 3105 UtanflNkrlft tll rltNtJflranu: EDITOR HEIMSKRINGLA, Boz 3105 WINNIPEG, MAN. “Heimskringla Is pnbllshed by The Vlklna Freaa Ltd. and printed by CITY PRINTING A PUBLI8HING CO. 853-855 Sargent Ave., Wlnnlpeg, Man. Telephones N 6537 WINNIPEG, MAN., 30. DESEMBER 1925 “Fair Play” Engin hvít þjóð mun hafa lagt eins mikla rækt við líkama sinn síðustu mannsaldra eins og Bretar. Enn munu þeir standa einna fremst að líkamsmenn- ingu, en þó eru allar líkur til þess, að Norðurlandaþjóðirnar, sérstaklega Svíar og Finnar, taki þeim nú fram, ef nokkuð er. Aðrar þjóðir standa Englendingum áreiðanlega ekki jafnfætis, hvað þá fram- ar. Þeir hafa verið kennarar allra sið- aðra þjóða, um viðhald og ræstingu lík- amans, áratugum saman. Sé það rétt, að' það hafi verið alþýðuskólakennararnir þýzku, sem sigruðu Frakka 1871, þá er engu síður víst, að sú sjálfsvirðing og fjörsauki, sem líkamlegur þrifnaður hefir í för með sér, er ein aðalstoðin, sem runn in er undir hið mikla brezka heimsveldi á 18. og 19. öld. * * * Meðal ‘annara þjóða hafa Englending- ar haft einkennilega misjafnt orð á sér, í nokkra mannsaldra. Á annan bóginn hef ir þeim verið brugðið um fégræðgi, yfir- drepsskap og hræsni. Vafalaust hefir þetta verið nokkuð ýkt, saman borið við aðrar þjóðir, en ýmsir merkustu rithöf- undar brezkir núlifandi, játa þó fúslega, að þessi orðrómur hafi ekki verið ástæðu- laus. En á hinn bóginn hafa þeir jafn- framt verið frægir um allar jarðir fyrir þá eigind, sem fegurst er í fari ailra dauð- legra manna, fyrir “fair play”. Þetta orðaultækl, "fair piay”, er runn- ið ensku máli í merg og blóð. Það á rót sína að rekja til enskrar líkamsmenning- ar. Englendingar styrktu, fegruðu og lögðu rækt við líkama sinn, til þess að gera hann sem traustast og vegsamleg- ast ker og umgerð fyfir sál sína og and- leg djásn. Þeir gerðu líkamsmentun sína að fögrum leik, þegar bezt var, líkt og Forn-Grikkir forðum, þótt þeir og aðrir enn ekki séu kornnir á það hástig líkams- tamningar, sem Grikkir náðu. Slík þjálf- un líkamans hefir að öllu sjálfráðu mik- ilvæg áhrif á sáiarlíf manna. Menn, sem að einhverju leyti steffna til fegurðar, gera æ hærri kröfur til sín sjálfra, eftir því sem áfram miðar. Og ef^ir því sem líkamsmenning Englendinga óx, eftir því varð krafan um “fair play” sterkari, yfir- leitt. Þessa kennir á öllum sviðum. Háaðall- inn hefir jafnan gengið á undan um fagr- ar líkamsíþróttir, á Englandi. Enda mun óhætt að fullyrða, að með engri þjóð hafi háaðallinn lagt á borð með sér jafnmarga ágætismenn, eins og einmitt með Eng- lendingum. Þótt saga þeirra, eins og allra annara stórþjóða, sé stórblettuð af fjárgræðgi, stjórnmálaprettvísi, og harð- vítugri sérdrægni, þá er það tæplega vafamál, að meira beri á fögrum leik, á sanngirni og réttsýni, hjá einstökum mönnum aðalsstéttarinnar á Eri’glandi, en meðal samstéttunga þeirra með öðrum stórþjóðum. Auðvitað hafa þeir menn, einnig þar, verið fáir, samanborið við hina; en þegar á alt er litið; á voH fá- kænlega mannfélagsskipuiag, þá er ef til vill ekki mest ástæða til undrunar, að þessir menn skuli vera svo fáir, heldur þvert á móti, að þeir skuli þó vera svo margir. við fögrum leik. Svo lítið er taumhaldið á sjálfum oss, að sama þjóðin, sem mynt- að hefir “fair play”, hefir einnig notað mál sitt til þess að mynta í orð, og vængfleygja um allar jarðir, það villi- mannlega hugtak, að “all is fair in love and war”. Og íslenzkt mál hefir verið notað til þess sama. “Enginn er annars bróðir í leik”. Auðvitað er oss nútíðar- mönnum ekki yrðing þessara hugtaka jafnmikil orsök til gremju, ein& og það, að sú myntun skuli vera gjaldgeng enn þá. Því er ver og miður, að mestur hluti lífs vors og starfs er miðaður við gildi þessarar kenningar. Hún seyrir alt við- skiftalíf vort; alla stjórnmálastarfsemi. Meðan hún heldur gildi sínu, verðum vér sömu hörmungunum ofurseldir og mannkynið altaf hefir verið, frá dögum vitsmunalífsins. Yfir oss ganga þá styrj- aldir og ^tórfár; örbirgð og heimska; hungur og siðspilling; hverskonar and- legar og líkamlegar drepsóttir, skafla- járnuðum fótum. * * * Altof lítið er gert að því, að kenna “fair play”; ekki einungis börnum, held- ur sérstaklega fullorðnum. Altof lítið er gert að því, að benda á hvern fagran leik á skákborði lífsins, og hvetja menn til þess að hægja á framþeyzlunni, til þess að virða hann fyrir sér, til eftir- breytni. Hver fagur leikur þolir það; hver fagur leikur á það skilið. Fyrst á þetta er minst, er ekki úr vegi að virða fyrir feér tvent, sem nýlega hefir \ komið fyrir á meginlandinu hérna meg- in hafsins. * * * um dettur í hug, að ritstjóri Lögbergs sá potturinn og pannan í því, að Heims- kringla gat um óafsakanlega hlutdrægni konsúlsins í næstsíðasta tölublaði. Sú grein var að engu leyti herferð á henduri blaðinu Lögberg eða ritstjóra þess. HOún átti aðeins við aðgerðir konsúlsins. Þess vegna fáum vér ekki heldur skilið, vegna hvers 'konsúllinn sendir Lögbergi skýr- ingu við umkvörtun, sem kemur í Heims- kringlu, nema hann ætli sér að gera Lög- berg að opinberu málgagni dönsku og ís- lenzku ríkjanna hér vestra. Sem privat- maður getur Mr. A. C. Johnson vitanlega tekið annað blaðið fram yfir hitt, og er engin ástæða fyrir nokkurn mann að andæfa því einu orði; en ,vér erum á þeirri skoðun, að þegar að umbóðsmaður erlendra stjórnarvalda vill eyða misskiln- ingi, er hann telur hafa komið fram í op- inberu blaði, þá sé það kurteisast og stöðu hans samboðnast, að senda skýr- ingu sína því sama blaðí, þ. e. a. s. Heims- kringlu, eins og á stóð. En svo vér snúum oss að aðalatriðinu, þá á Heimskringla ekkert tilkall til kvöld- verðar hjá konsúlnum, og hefír heldur ekki gert það. En svo framarlega sem Heimskringla er af einskæru vinarþeli gerð í garð Dana og íslendinga, vestan hafs og austan, þá höldum vér því fram, að hún hefði átt tilkall til þess að vita jafngreinilega um þann heiður, er kon- ungur íslands og Danmerkur varpaði í hlut þessara tveggja mætu Vestur-íslend- inga, eins og hitt vestur-íslenzka blaðið, og engu síður þótt það sé flokksblað kon- súlsins í canadiskum stjórnmálum og vestur-íslenzkum kirkjumálum, og að hann eigi hlut í því, ef rétt er hermt. 1 sambandskosningunum í haust var gert heyrumkunnugt, að Mr. Spotton (cons.) hefði v«rið kosinn í North Huron kjördæminu í Ontario. Keppinautur hans M^. King (progr.), kærði kosninguna, kvaðst hafa fengið töluverðan meirihluta | atkvæða. Dómarinn í undirrétti ákvarð- i aði, að á fjórða hundrað atkvæði, er Mr. I King höfðu verið greidd, væru ógild, sök- um þess að kjósendur hefðu ekki rifið stubbinn af miðunum. Yfirréttur dæmdi Mr. King atkvæðin; kjörstjóri hefði átt að rífa af stubbana!, er talið var. Enginn vafi væri á því, að meirihluti kjósenda hefði grejnilega látið í ljós fylgi sitt við King. — Málið er nú fyrir hæstarétti. En nýlega birtist grein í hinu conserva- tíva höfuðstaðarblaði, “The Ottawa Jour- nal”. Segir blaðið, að þótt svo fari, að j Mr. Spotton verði dæmd þingmenskan, þá eigi hann ekki að þiggja, heldur segja af sér, og stofna til kosninga á ný. Eng- inn efi sé á því, að í raun réttri hafi kosn- ingarnar gengið Mr. King í vil, þótt þess- ir stubbar hafi fylgt með atkvæðamiðun- j um, og þess vegna geti Mr. Spotton ekki þegið sætið af hæstarétti, án þess að skerða heiður sinn. Þetta er fagur leikur af blaðsins héndi og vonandi að Mr. Spotton sé sama sinn- is. Þetta er “fair play” samkvæmt beztu erfðavenjum brezkum. En aðferðin er því miður frekar sjaldgæf. * * * Konsúllinn veit ákaflega vel, að hann gerði aðstöðu blaðanna mjög ójafna, enda eru skýringar hans ekkert annað en útúr- dúrar. Hann segir að ritstjóri Lögbergs hafi ekki verið tilkvaddur sem ritstjóri, heldur sem einn af beztu vinum heiðurs- gestanna, og að kvöldverðurinn hafi ver- ið algerlega prívat. Vér erum algerlega á öðru máli. Hefði konsúllinn í kyrþey sent heiðursmerkin til viðtakenda, og síð- an haldið þeim veizlu, þó tífalt meiri hefði verið, til þess að samgleðjast þeim, þá var sú veizla algerlega prívat. En þeg- ar konsúll Dana og íslendinga hér, notar tækifærið til þess að bjóða fjölmenni að vera við, er hann með hátíðlegu ávarpi afhendir heiðursmerkin, þá fer mesti pri- vatblærinn af samsætinu.*) Mr. A. C. Johnson sléttur og réttur, hefi rengan rétt til að afhenda þessi heiðursmerki Það er umboðsmaður fslendingakonungs, sem afhendir þau. Hann gat gert það í kyrþey, eins' og hann segir. En hann kaus að gera það hátíðlega. Það er all- ur munurinn. Og hann gefur ritstjóra annars blaðsins tækifæri til að vera við, hlusta á ræðu sína, sem umboðsmanns konungs; prenta hana, og það annað um þessa athöfn, er blaðinu þykir taka og það kemst yfir. í fám orðum: Annað vestur-ísleifzka blaðið fær frá konsúlsins hendi, um þenha heiður og athöfn að vita, út í æsar (hvort sem það fær það prívát j eða opinberlega), hitt fær frá hans hendi enga minstu vitneskju um þetta. Blaðið Lögberg segir síðast frá þeirri frétt, meðal annars, að kvikmyndahúseig- andi í Shenandoah, Ia., í Bandaríkjunum, C. J. Latta að nafni, auglýsti vissar mynd ir, er sýndar yrðu tvo tiltekna daga, án þess sjálfur að hafa séð þær. Er hann sá þær, þótti honum þær lélegar og auglýsti það í blöðunum og við dyrnar, og latti fólk að sækja þær. Menn urðu vitanlega forviða á þessu, en hann svaraði að hann auglýsti ávalt ráðvandlega. Það er því miður von, að menn skyldu verða forviða á þessu. Því miður er svona fagur leikur svo óvenjulegur í viðskiftalíf- inu, að viðskiftamenn, er svona hegða sér. myndu, að minsta kosti fyrst um sinn, verða taldir vitlausir, af öllum þorra manna. En þetta er eftirbreytnisvert, og vert þess að haldið sé á lofti. * • * * Þetta þarf mannkynið að leggja rækt við öllu fremur: fair play. Láta það hug- tak gagnsýra allar athafnir sínar. Megi sá andi ríkja. M]egi hann fara sívaxandi. Gera frekar vart við sig á komandi ári en árið sem leið. Kappkostum að stuðla að þessu í öll- j um vorum viðskiftum. Þá fyrst getu’m ! vér með góðri samvizku, við hver áramót, tekið oss í munn orðin: GleSilegt nýár, þökk fyrir gamla árið. Vér sjáum ekki að viðkomandi stjórnar- j völd geti haft neina ánægju af þeirri j fyndni konsúlsins í vorn garð, að honum j “virðist sanngjarnt að hugsa að ritstjór- j inn væri vaknaður* og rækist* á þessa ' frétt, jafnvel* áður en miðvikan væri lið- in”, af því að athöfnin hafi farið fram á laugardagskvöld; hennar hafi verið get- ið í “Free Press”, sem ísl. blöðin “fái j fréttafróðleik úr,” og útkomudagur j Heimskringlu sé miðvikudagur. j Konsúllinn veit vel, að íslenzku blöðin ! hér hafa ekki ástæður til þess að halda j fregnritara. Heimskringla er fullsett þriðjudagskvöld (prentuð 4 miðvikudags- i morgna). Vér fáum kvöldblað “Free Press”, sem berst á skrifstofuna um lok- j unartíma. Svo mikið var þó sett, að ó- j gerningur var að taka meira út en gert j var, til þess að geta þessa viðburðar, enda enginn tími til að geta hans meira en gert var, og með herkjubrögðum aðeins var mögulegt að útvega aðra myndina, sem vantaði, og voru myndirnar þó ekki svo úr garði gerðar, sem vér hefðum kosið. — Konsúllinn getur máske talið sjálfum sér trú um það, að hér hafi um enga hlutdrægni verið að ræða. En það er á- reiðanlegt, að þeir verða sárfáir aðrir, ¥ * * Halda skyldu menn að mögulegt væri að leika fagurt, um hvað sem kept er. Langt er þó frá því að svo sé. Enn er eðli vort svo ótamið, lægri hvatir þess og fýsnir svo öflugar, að erfitt er að koma Misskilningur. sannefndur er vörn Mr. A. C. Johnson’s konsúls í síðasta Lögbergi. Sú grein byrjar og endar á misskilningi. Vér fáum ekki skilið, hvernig konsúln- *) Aö konsúllinn skildi þetta eins glögt og vér, sést glögglega af því, aö undir lok ræðtt afhendir heiðursmerkin, þá fer mesti prí- bœttisvcrki sínu. *) Auðkent hér. meðal Vestur-íslendinga, er til þekkja, sem hann fær til þess að taka þá trú. Lítum á; Sök- um aðstöðu þeirrar, er konsúll- inn gefur Lögbergi, getur það flutt stórar og ágætar myndir af þeim, er sæmdir voru, og notað nær því hálfa framsíðu sína til þess að skýra frá heið- ursmerkinu, og þar að auki hálfa ritstjórnardálka sína, til þess að flytja ræðu konsúlsins, og skýra nánar frá þessum við- burði, sem var að öllu leyti maklega gert. Á hinn bóginn er aðstaða sú, er konsúllinn gaf Heimskringlu á þann veg, ”að þrátt fyrir þa^ að ritstjórinn var “vaknaður”, gat blaðið að- eins minst þessa atburðar lítil- lega, og með naumindum kom- ið smámyndum í blaðið. Konsúllinn er ekki skyn- skreppingur, svo að honum sé það ekki ljóst, hvað sagt hefði verið, ef Heimskringla hefði ekki getað birt myndir, vegna þeirrar afstöðu, er hann tók, og ekki andæft aðferð hans; — að eins flutt stutta umgetningu. Það hefði orðið almannarómur; og gildar ástæður til; að hér sæi maður ljóst hiutdrægni blaðs- ins, sem altaf væri að tala um samvinnu og bræðraþel. Nii sæist bezt, hvað það vildi til þess leggja. Nú reyndi það að gera sem minst úr þessum at- burði, að það gæti vegna vel- sæmis, af því að báðir menn- irnir, sem heiðraðir hefðu verið, tilheyrðu öðrum stjómmála- flokki, og sérstaklega öðru kirkjufélagi. Og Heimskringla hefði óverðskuldað hlotið hina mestu hneisu af, í augum allra beztu manna, úr báðum flokk- um hér vestra. Þetta var það, sem “sveið undan”, ef um “sviða” skal tala, en ekki af hinu, að per- sónulega var gerður munur á ritstjórum . blaðanna, eins og konsúllinn gefur í skyn, á lítt viðeigandi hátt. Þótt ékki hefði verið nema almenn kurteisi, að gefa bálSum blöðunum jafnt tækifæri til þess að vera við, er konsúllinn framdi embættisverk sitt, í viðurvist fjölmennis*), þá skifti það miklu meira máli fyr- ir embættisvirðingu konsúlsins, beldur en fyrir blaðið. Hefði hann aðeins tilkynt Heims- kringlu í tíma um þessa viður- kenningu; látið hana vita um samsætið og ræðuna, og viir- samlega gefið kost á prentun hennar, þá hefði engin aðfinsla við gerðir hans komið fram í dálkum blaðsins. Þá hefðum vér talið hann gera báðum blöðun- um nægilega jafnt undir höfði. En til þess voru tæplega ref- irnir skornir. Og hvað sem líð- ur tilgangi konsúlsins sjálfs, þá leggur almenningsdómur þann skilning í atferli hans, að það hafi átt að hækka undir höfði Lögbergs, og lækka að sama skapi undir höfði Heimskringlu. Grein konsúlsins í Lögbergi bætti ekkert um málstað hans. Þeir eru æðimargir fleiri en vér, sem af anda hennar þykjast geta ráðið, að konsúlnum hefði verið algerlega ósárt um, þótt ritstjóri Heimskringlu hefði ekki verið “vaknaður”, og alls engin frétt komið þaðan um þenna atburð. Og víst er, að úr greininni verður okkert annað lesið en það, en að konsúllinn myndi fara nákvæmlega eins að í ann- að skifti. Vonandi verða þó ein- hver ráð með það fyrir Heims- kringlu, að geta flutt lesendum sínum fregnir af þeim heiðri, er samlöndum þeirra kann fram- vegis að hlotnast frá þeim 'stjórnarvöldum, sem Mr. A. C. Johnson er fulltrúi fyrir, án þess að fara bónarveg að hon- um sjálfum. Það verður að minsta kosti ekki oss að kenna, ef lesendur vorir ekki framvegis geta glaðst yfir mak- legum heiðri íslenzkra manjia, *) Líkt og þá er konsúllinn af- henti hr. 0. S. Thorgeirssyni ridd- ara.kross Dannebrogsoröunnar, frá Danakonungi. T DODD’S 'M |KIDNEY| DODD’S nýrnapillur eru bezta nýrnameðalið. Lækna og gigt, bakverki, hjartabilun, þvag- teppu, og önnur veikindi, sem stafa frá nýrunum. — Dodd’s Kidney Pills kosta 50c askjan, eða 6 öskjur fyrir $2.50, og fást hjá öllum lyfsögum, eða frá The Dodds Medicine Co., Ltd. Toronto, Ontario. hverjum stjórnmálaflokki sem þeir tilheyra, eða hvaða trúar- játnirigu sem þeir hafa. ---------x--------- “Margt er skrítið í Harmónm”. Ekki alls fyrir löngu birtist i Heimskringlu grein, sem nefnd er r “Það er hann Steingrímur”. Höf. kallar sig “Aust-vestan”, og skrifar grein sína til aö mótmæla ýmsu, sem Steingr. lækni Matthíassyni þóknast ag setja í grein sína, er hann skrifar um heimilisháttu Vestur-Islendinga. Þessi ritgerö A.-v. hefir þegar vak- ið á sér allmikla eftirtekt, og nú eru komnar út tvær andsvarsgreinar gegn henni. Er sú fyrri 4 Hkr. eftir séra Rögnv. Pétursson, en hin síðari í Lö^- bergi, og er hennar faðir einhver Lár us Guðmundsson. Um grein séra R. P. er það að segja að þar er öllu í hóf stilt, eins og vænto mátti um svo ágætan vitmann sem höf. er. Han beinir skeytum sínum í rétta. átt og missir ekki marks. Þar er mjög réttilega tekið svari Stein- grims læknis, því ósanngirni talsverð virðist mér það hjá A.-v., að ráðast svo freklega á Stgr. sem rithöfund svona yfirleitt. Ritgerðir læknisins eru flestar fjörlega og skemtilega skrifaðar, og því áreið.a.nlega fáum til leiðinda. Alleiúkennilega kemúr •það líka fyrir sjónir, að A.-v. gefur í skyn, að hann telji það hafa verið Ijóð á ráði dr. Matthíasá.r Jochums- sonar, er hann gat Steingrím lækni. Fyrir þetta og fleira setur séra R. P ofan i við A.v. að maklegleikum; aðeins fin^t mér kenna ósanngirni, þa.r sem gefið er í skyn i enda grein- arinnar, að A.-v. geti ekki þolað að heyra Iof um Vestur-Islendinga, geti ekki þolað, að þeir “standi upp úr forinni”, og að þeir skuli ekki hafa “afma.nnast og orðið að engu”. Eg hefi því miður ekki hjá mér grein A.-v., en eg neld að mér sé óhætt að fullyrða það, að þótt leitað sé i hverri linu, þá finnist þar hvergi hnjóðsyrði í garð V.-I.; þvert á móti má þar finna mörg smjaðurlaus hrós- yrði. Eg held að A.-v. gremjist það atls ekki, að Vestur-Islendingar séu lofaðir; en hitt gremst honum auð- sjáanlega, að Stgr. iæknir skuli ekki i áminstri grein hafa séð sér fært að lcrfa V. I. sæmilega, án þess a.ð gera það á kostnaff heimaþjóðarinn- ar. En að svo er, vita allir, er gfein læknisins hafa lesið. Ga.malt og gott íslenzkt máltæki segir: “Svo skal lofa einn að lasta ekki annan”. \ Þá kem eg að grein L. G., og verð- úr nú nokkuð annag uppi á tening- unum. Höf. er rúmfrekur, nægir ekki minna. en fjórir dálkar í Lögb., en mestur hiuti þeirrar greinar er hálf- leiðinlegur vaðall, fúkyrði og útúr- snúningar. Markið hvergi hitt. Höf. segir meðal anars, að annar aðal- tilg.angur A.-v. sé að líta,smáum aug- um á Vestur-Islendinga, en eins og eg -hefi þegar tekið framK held eg að ógerningur sé að sanna þau ummæli, og það er eins og höf. finni til þess sjálfur, að sá dóniur hans sé ekki á sýnilegum rökum bygður, því seinna segir hann: , ‘— — Það er hræðsla. meira en ungæði fyrir hon- um, að hann ékki kastar meiri lítils- virðingu til vor en hann gerir.” Ekki vantar nú góðgirnina !!! En meðal annara orða, hvernig veit höf. þetta?

x

Heimskringla

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.