Heimskringla - 06.01.1926, Blaðsíða 4

Heimskringla - 06.01.1926, Blaðsíða 4
4. BLAÐSÍÐA. HEIMSKRINGLA WINNIPEG 6. JANUAR 1926. (StofnnV 1886) Kemur flt A hverjum mlVvlkudevL EIGENDUK: VIKING PRESS, LTD. 853 og 855 SARGENT AVE., WINNIPEG, Tatlsfmi: N-6537 VertJ bla5sins er $3.00 árgrangurinn borgr- ist fyrirfram. Allar borganir sendist THE VIKING PREES LTD. 6IGPÚS HALLDÓRS írá Höfnum Ritstjóri. JAKOB F. KRISTJÁNSSON, Ráðsmaður. Utanftskrlft tll blaifslmi: THE VIKIXG PRESS, Ltd^ Box 8105 UtanftMkrlft tll rltMtjftranv: EDITOR HEIMSKRINGLA, Box 3105 WINNIPEG, MAN. “Helmskringla ls pnblished by The Vlklngr Prean l,td. and printed by CITY PRINTING <fc PUBLISHING CO. 853-855 Sargrent Ave., Wlnnlpeg, Man. Telephone: N 6537 WINNIPEG, MAN., 6. JANÚAR 1926. AÖ tolla mannvitið. Einhverjum íslenzkum gártjnga varð einhverntíma það hnyttiyrði á munni, að bókvitið yrði ekki í askana látið. Hér er sagt gátrungi, af ásettu ráði, en ekki heimskingi. Ekki þó af því, að vér ís- lendingar eigum ekki meira en nóg af blessuðum heimskingjunum, heldur af því, að það eru meiri líkur til þess að gár- ungi en heimskingi hafi myntað þessa hugsun í klingjandi gjaldeyri heimsins stoltasta máls. En íslenzku heimskingjamir gripu þetta á lofti, í fæðingunni, frá íslenzka gárunganum. Þeir hafa lifað og dáið upp á þessa trúarjátningu, Búrfells-Bárðarn- ir; öll halarófan, framan úr ómunatíð Kvölds og morgna hafa þeir tönlast henni við bókfúsa niðursetninga, og við börnin sín, ef þeim brá það úr föðurætt- inni, að vilja taka sér bók í hönd; reyna að bregða sér á lesvængjum og lánuðum flugfjöðrum út yfir túngarðinn og landa- merkjalækinn á Búrfelli. Þeim hefir ver ið svo meinlega við þá hugsun, að geta ekki iátið bækurnar beint ofan í magann á sér. Vitmenn flestra landa hafa ekki ver ið á sama máli um þetta og íslenzku heimskingjarnir og stéttarbræður þeirra úr annara landa Grafningum. Og hefir ekki þurft vitmenn til. Jafnvel þeir, sem ekki eru vitrari en það, að'geta náð fleyt- ingskosningu á löggjafarþing, hafa þó, í nálega öllum löndum, brugðist á það ráð, að gera bækur sem aðgengilegastar fyr- ir alþýðu manna. Hvert ríki, sem ein hver mannsbragur er á, heldur Við að minsta kosti einni veglegri og fullkom- inni bókhlöðu á miðstöðvum menningar sinnar. Þau eru heimskingjunum alger- lega ósammála um gildi bókvitsins. Þau hafa nefnilega reynsluna fyrir sér, að það verður í askana látið. Án bókvltsins væriím vér að engu leyti betur stödd, en forfeður vorir fyrir 8000— 10,000 árum síðan, þ. e. a. s. 2000—4000 árum fyrir tíð Adams sáluga forföður vors, ef Usher biskup telur rétt. Löggjöf allra ianda viðurkennir þetta, með því að reyna að gera bókvitið sem allra að- gengilegast; afla þess sem hægastan. Að þeim góðu mönnum oftlega og hroðalega yfirsézt, er alt önnur saga, eins og Kip- ling frásagnameistari myndi segja. Og Winston Churchill er að kvarta yfir því í alvöru, hvílíkt afskaplegt tjón það sé almenningi, að bækur skuli vera í svo háu verði. Þó sannast hér sem oftar, að engin regla er án undantekninga. Skeggspek- ingar þeir og mannvitsbrekkur, er fjalla um löggjöfina hér í Canada, virðast yfir- leitt vera sammála Búrfells-Bárði, en þveröfugir við Winston Churchill. Þeir hafa nefnilega komið sér saman um að leggja toll á allar bækur, sem hingað flytjast, toila fræðslulindina við túngarðs hliðið fyrir svalaþyrstum börnum sínum, er ekki komast út fyrir það, óg ekki fá það borið til sín í gullrendum krystals- skálum. Er það ekki sniðugt, piltar? Að leggja toll á mannvitið! Og þetta er í frumbyggjendalandi; sem hefir gnægt gulls og grænna skóga; ó- tæmandi nægtalindir jarðneskra auðæfa. en framar öllu þarfnast þeirra, sem möl- ur og ryð ekki fær grandað. Þjóðin veit þetta og ver miklu fé til skólahalds ár- lega. En barna- og unglingaskólabekk- irnir eru ekki einhlítir, og svo sárafáir tiltölulega, sem komast yfir þá. En í sömu andránni og löggjafamir játa að fræðsla sé nauðsynjavara, þá leggja þeir toll á hana, eins og eitthvert tildurgling- ur. Og þó er ekki enn komið svo, að hér sé um neinar þjóðlegar bókmentir að ræða, á alþjóða mælikvarða. Engin markverð r-ímenn tímarit. Engir rithöf- undar, sem standist nokkurn samjöfnuð við skáldjöfra og ritsnillinga veraldarinn- ar. Nema einn íslenzkur bóndamaður; einyrki vestur við Klettafjallarætur, sem af forsjóninni var dæmdur til þess í sinni samtíð, að skrifa á máli, sem aðeins er skiljanlegt 15000—20000 mönnum í þessu landi. Að því ósögðu, að fjöldi þeirra er ekki þroskaðri en svo, að þeir lesa ekki verk hans; vilja margir ekki eiga þau — ekki einu sinni í lestrarfélögum! Ef canadiskan lesara, sem ræður við enska tungu, þyrstir eftir því að fá ein- hvern vitneskjusnefil um það, hvað bær- ist í huga mestu andans manna brezkra, þá verða þeir að borga toll af hugsunum þeirra. Þeir verða að borga 10% toll og söluskatt af hugsunum Bertrand Russell, Bernard Shaw, Dean Inge, Sir Ray Lan- kester, H. G. Wells, Ramsay MacDonald, Sidney og Beatrice Webb, Sir Oliver Lod- ge, Rudyard Kipiing og Joseph Conrad, svo aðeins sé stiklað á alkunnustu rithöf- undum, sem nú varpa Ijóma yfir garð brezkrar menningar. Rétt eins og þetta væri jórturgúmmí, ilmlitarduft og andlits - farði meira eða minna nýtízkubúinna hisp ursmeyja.' En ef þeir vilja leita andlegs forða hér suður yfir línuna, eða ef þeir ýmsra orsaka vegna ekki hafa haft tæki- færi til að komast svo niður í enskri tungu að nægi til bóklegrar fróðleiksöfl- unar, en eiga hennar kost á annari tungu þekkingar vegna, þá verða þeir auðvitað að borga dálítið hærri toll. Löggjafarnir álíta þó ekki, að eins bráður sálarháski muni stafa af fróðleikslindunum, sé upp- sprettan á Englandi, eða, vægast að orði komist, að þær flytji út af eins mikinn óþarfa inn í landið til vor, eins og ef þær eiga upptök sín annarsstaðar. * * * Þjóðræknisfélag íslendinga ætlar sér að reyna að hafa einhverjar framkvæmd ir í því að þessi háðungartollur verði af- numinn, að því er snertir íslenzkar bækur. Mætti það takast. Og mætti það verða til þess að þjóðin í heild sinni vaknaði til vits í þessu efni, svo að eyru hennar verði næmari á rödd Churchill’s, en á nöl'durssöng Búrfells-Bárðanna. Hvalsagan. Sveitamenn má sæla kalla, sem ei þekkja Ránarhalla skrímsl, er svelma djöfuló5 um hafslns hrikadjúp. E. A. Karlfelt. á Frá því nánustu forfeður vorir tóku sér bólfestu í Norðuráflfunni, fyrjr 10,000— 15,000 árum, og áttu líf sitt að verja fyr- ir grimmum og tröllauknum villidýrum, hafa mann fram af manni, , gengið kynja sögur um yfirnáttúrleg skrímsl og óvætti sem mannkynið átti í höggi við, og mann- vitið eitt gat yfirstígið. Sumir mestu mannfræðingar vilja jafnvel halda því fram, að þessi munnmæli eigi rót sína enn lengra aftur í fyrndina að rekja, til enn ankannalegri dýra og oss frábrugðn- ari mannvera. Þessar sagnir og æfintýri hafa haldist með þjóðunum, og nýjar fæðst, alt fram á vora daga. Samanborið við sögu mann- kynsins, er það, sem sagðar hefðu ver- ' ið í gær, kynjasögur hinna fyrstu Indía- fara, er aftur komu til Norðurálfunnar miðöldunum. Menn komust fljótt að raun um, að fót- ur var fyrir mörgum af þessum kynjasög- um. Jafnvel fyrir sumum — þó ekki nærri öllum — sögum Sir John Mande- ville, sem lengi var talimi hinn mesti lyg- ari, en var vafalaust kynjaskáld og ger- semis hugmyndasmiður sinnar samtíðar, andlega skyldur Mark Twain og Benedikt Gröndal. Eftir því sem lengra leið frá eplasnæð- ingnum nafnkunna, og sannleiksþroski og þekkingarþrá mannkynsins óx, hefir menn greint mjög á um sannanagildi hinna og þessara sagna, er sveimað hafa gegnum aldirnar. Menn hafa þózt komast nær og nær sannindunum, eða líkindun- um, fyrir ýmsum fyrirbærum og sögu- sögnum. En þó er æðimargt enn, sem allir eru ekki sammála um. ¥ ¥ ¥ Slöngur og eðlur hafa altaf haft ein- kennilega hrollblandið seiðmagn yfir hug um manna. Mun mannfræðingum þykja það skiljanlegt, en ekki skal það lengra rakið hér. En kunnugt er, hvílíkum á- greiningi sagan um Evu og slönguna hef- ir valdið og veldur enn. Við og við heyr- ast og kynjasögur — helzt um Hunda- dagana, þegar heitast er í veðri og menn draumkendastir, — um ógurlegar, fnæs- andi sæslöngur, er æði um sjóinn með tundurskeytahraða. Geta menn ekki orðið á eitt sáttir um orsök þeirra. Til sama flokks mega og teljast ýmsar “hvalsögur”, aðrar en þær, sem beinlínis lúta að hversdagslega jarðneskum og á- þreifanlegum hvalreka. Eiga sögur þess- ar eðlilega flestar rót sína að rekja til sjómanna, sem bæði eru lifnaðarháttum hvala að ýmsu kunnugir, og þar auki margir draumkendir og skáldlyndir, líkt og sægarpurinn Sir John Mandeville mun hafa verið. Fyrsta og nafnkendasta hvalsagan mun vera af viðureign Jónasar spámanns og hvalsins, sem Bryan taldi þó sennileg- ast, að hefði verið stórfiskur. Þessi saga hefir verið hið mesta þrætuepli lærðra og guðhræddra manna. Hafa menn meir og meir hallast að þeirri skoðun, að ó- mögulegt myndi hafa verið fyrir Jónas að komast klaklaust úr innýflum hvals- ins, eftir þriggja daga vistarveru, og jafn- vel þótt skemri hefði verið. Hafa fylk- ingar hinna, er trúðu sögunni bókstaf- lega, eins og biblían segir frá, þynst mjög á síðari árum, en þó hefir hún átt sér hugdjarfa og ótrauða riddara, er fyrir henni hafa barist gegn forhertum “vís- indamönnum” svokölluðum, að vísu með hjálm bg brynju skarða, og oft við litla samúð og skilning, en með þess lofsverð- ari sannfæringu um stöðuglyndi, þolgæði og þrákelkni Jónasar gegn meltingarfær- um hvalsins. Þess meira ánægjuefni hlýtur það að vera öllum þeim, er ósjálfráða samúð hafa með lítilmagnanum og sannleikan- um unna, að heyra það, að hinir hug djörfu og ótrauðu talsmenn Jónasar hafa nú að kalla má algerlega yfirstígið víS’ indin, og með þeirra aðstoð, nauðugri viljugri, fært svo sterkar iíkur fyrir sög- unni, að nærri stappar, að það sé hégóm- inn einber, að telja hana ekki fullsann- aða, með þeim öðrum rökum, sem mála- færslumenn Jónasar hafa þegar tilfært, áður og síðan. Vér vitum því miður altof vel, að til eru ýmsir harðsvíraðir efasemdamenn, líkt og vér vorum áður, sem ekki myndu þora að leggja trúnað á þessar staðhæf- ingar án sannanagagna. Þessum mönn- um viljum vér sýna, svart á hvítu, hvar þeir standa. Vér leyfum oss hér með að prenta upp grein, sem stóð á fyrstu síðu í blaðinu “Lögberg” síðustu viku. Tekur hún af allan efa um þetta efni, og má ekkert orð af henni missast, svo að hún geti notið sín til fulls. En þetta er grein- in: Búrhveli gleypir mann. I bók sinni “Sixty three years of Engineer- ir.g, Scientific and Social Work”, sem nýlega hefir veriS gefin út í Lundúnum, skýrir Sir Francis Fox frá atburöi þeim hinum merka, aö búrhveli hafi gleypt mann, skamt frá Falklands-' eyjunum. Fyrir tíu árum eöa svo, er Rev. D. MacCal- man var á ferð meö gufuskipi á leið til nyrstu annesja Bretlands, spuröi aldraður samferöamaö ur hann þá að því, hvort hann tryöi frásögninni í biblíunni um Jónas í hvalnum; svaraði klerk- ur því játandi. En gamli maöurinn var nú samt á nokkuö öðru máli, og kvað hér aðeins vera um “kryddaða” skáldsögu að ræöa, því að það lægi í augum uppi, að Jónas hefði hlotið að leysast upp eða meltast í maga hvalsins. Skip það, er hér um ræðir, kom til hafnar nokkurrar og dvaldi þar í þrjátíu og sex klukku- stundir. Var þar hvalveiðastöð ein mikil í grendinni og fóru ferðafélagar þessir að skoða hana. Fréttu þeir forstjórann um ýmislegt í sambandi við hvali, og gat hann þess meðal ann- ars, að svo væri kok búfhvalsins vítt, að auð- veldlega gæti hann gleypt flykki átta fet að þvermáli, I maga eins sliks ihvals kvaðst hann eitt sinn hafa fundið sextán feta langa hákarls- beinagrind. Sir Francis kveðst hafa fyrir því óyggjandi heimildir, að manni hafi fyrir tiltölulega skömm- um tírtia. verið bjargað úr hvalsmaga, ósködd- uðum með öliu, eftir að hafa dvalið þar klukku- stundum saman. Telur hann atburð þenna hafa rannsakaðan verið af tveim mikilsmetnum vis- indamönnum, og hafi annar þeirra verið M. de Parville, vísindaritstjóri blaðsins “Journal des Bats” í París. Atburði þessum er þannig lýst: “I febrúarmánuði 1921,’ var hvalveiðaskipið “Star of the East” að veíðum. skamt undan Falk- landseyjuni. I á að gizka þriggja milna fjar- lægð, gat að líta húrhveli, er buslaði mjög og f sumarið 1915, sem kostaði Englend- lét mikinn. Tveim smábátum var skotið á flot og tilraunir gerðar til þess að skutla hvalinn, er hepnuðust vel. Sporðaköst hvalsins voru svo, að sæinn ýfði á allstóru sviði og hvolfdi þar öðrum bátnum. Einn há setinn druknaði. Náðist sá skömmu síðar, en annar, James Bartley að nafni, týndist svo að ófinnanlegur var. Hvalurinn sloknaði brátt útaf, yar festur með keðjum við aðra hlið skipsins, og tóku skipverjar að sníða af honum spikið. Var það allmik- ið verk og sóttist fremur seint. Næsta dag opnuðu skipverjar maga hvalsins, og fundu þar, sér til mik- illar undrunar, hinn týnda háseta. Var hann meðvitundaxlaus og mátti sig hvergi hræra. Gerðar voru á honum lífgunartilraunir, eftir aö hann hafði baðaður verið í sjónum. Tók líf skjótt að færast í hann. Náði hann brátt líkamlegri hreysti, en hafði mist vitið. Við nákvæma að- hjúkrun skipstjóra og háseta fékk Bartley þó aftur ráðið, og mátti al- heill heita eftir þfjár vikur eða svo. Vistin í maga hvalsins hafði ein- kennileg áhrif á hörund Bartleys. — Andlitið var hvítt og engu líkara en að húðin losnaði frá holdinu. Bart- ley kvaðst vafalaust mundi hafa lifað þarna góða. stund, því verulega hefði ekki annað en fæðuskortur amað að. Vitið segist hann sjálfsagt hafa mist af ótta, en sumpart sökum skorts á endurnýjuðu lofti. Förinni niður um kok hvalsins, tjáist hann eigi geta lýst með öðrum hætti en þeim, að sér hefði fundist hann sogast ofurhægt r.iður í mjúkan mosa. Alt í einu fanst honum umhverfið rýmka, og var hann þá kominn alla leið til hinna nýju heimkynna. Fkki kveðst hann geta neitað því, að fremur hafi það verið hryliingsleg tilbugsun, að eiga að eyða æfinni í hvalsmaganum, þótt eigi yrði löng. Um undankomu var eigi að ræða, það hann vissi til, því svo ramlega virtust fangelsíshlið in lokuð. Að dauðinn biði á næstu grösum, sýndist ekkert vafamál. En úr því sem komið var, myndi þá bezt að bera sig karltyannlega og æðrast hvergi. Frá þeirri stundu mundi ihann eigi eftir sér fyr en í klefa skipstjórans. — Þegar skipið kom aftur til Eng- Lands, fór Bartley á sjúkrahús og dvaldi þar um hríð undir umsjón sér fræð/ings í húðsjúkdómutn, þar /til ihörund hans var korpið nokkurnveg- inn í samt lag. Lýsingu Sir Francis á atburði þess um lýkur þannig: “Ymsir hafa spaug ast að sögunni í bibliunni um Jónas í hvalnum, og mörgum öðrum hefir þótt hún ærið torskilin. Með þessu nýja fyrirbrigði eru þó að minsta kosti líkur fyrir því, leiddar í Ijós, að eldri sagan geti einnig hafa verið bókstaflega sönn.” Þess má geta rrú, þegar full- ar sönnur eru fengnar fyrir þessum hvalsögum, að Jónas og James Bartley eru ejtki þeir einu, sem sloppið hafa lifandi úr þessum voðfeldu umbúðum. Vel vottfest saga var víða prent uð fyrir nokkrum árum um það að búrhveli hefði gleypt tvo sjómenn í einu. Var það að vísu skemtilegra en að hýrast þarna einn, og mun hafa bjarg- að þeim frá brjálun. Er þó ekki getið um að þeir hafi haft spil með sér til þess að stytta sér stundir. Mjög Ifkt fór fyrir þeim og Bartley, nema að húð- in á þeim varð svört. Er lítt skiljanlegt leikmönnum, hvern- ig á því stendur, en mætti þó geta sér til, að sá hvalur hefði að undanförnu aðallega nærst á kolkröbbum, enda vita menn að þannig haga búrhvelin mat- aræði sínu, þegar hörgull er á hvalveiðamönnum. Einnig sagði Arthur Gook, trúboði á Akur- eyri, hvalsögu á Seyðisfirði rétt fyrir stríðsbyrjun (1911-1912). Var hún svo nákvæmlega iík sögunni af Bartley, að þar mun- ar nálega engu nema framsetn- ingu. Má sjá af þessu, að mikl- ar líkur eru til þess, að þessir viðburðir séu alls ekki veruiega sjaldgæfir, en skiljanlegt að sjómenn, sökum alþektrar víð- kvæmni í iund, hafi kynokað sér við að segja sannleikann í þessu efni, er þeir mættu að- eins vantrúarbrosum og hæðn- DODD’S nýrnapillur eru bezta nýrnameðalið. Lækna og gigt, bakverki, hjartabilun, þvag- teppu, og önnur veikindi, sem stafa frá nýrunum. — Dodd’s Kidney Pills kosta 50c askjan, eða 6 öskjur fyrir $2.50, og fást hjá öllum iyfsögum, eða frá The Dodds Medicine Co., Ltd. Toronto, Ontario. ishlátrum spékaldra efasemda- manna. Annars er atburður þessi hinn merki svo ljós og vott- festur, að hann þarf engrar frekari skýringar við. En óneit- anlega gefur hann tilefni til margvíslegra hugleiðinga, vís- indklegra og öðruvísi. Geta má t. d. nærri, hve hressandi það hefir verið fyrir vesalings Bart- ley, að fá kaldan sjóinn á soðna og kalúnaða húðina. Hugarvíl Bartleys við þessa ógurlegu tilhugsun: að komast hvergi út; finna allar [hurðir læstar; en sjá aðeins fram á seigpínandi dauðastríð, í misk- unnarlausunx hvalsmaganum, í frekar slænxu andrúmslofti, og hálf- eða algert hungurmorða, er svo átakanlegt, að það hlýt- ur að vera steinhjarta, er ekki klökknar af þeirri frásögn. — Jafn aðdáanlegt er hugrekki hans, þarna í miðjum melting- arfærunum. En út af öllu þessu hiýtur Jónas að koma í hug manna. Hvílík ógurleg þrautseigja og karlmenska! Karlmennið Bartley er þó með- vitundariaus, vitlaus og nálega húðlaus, er til hans næst, eftir aðeins eins dags útivist — rétt- ara sagt innivist — en Jónas he'fir iifað þarna þrjá sólar- hringa, og eftir alt verið sva sprækur sennilega, að hvalur- inn hefir orðið sjóveikur af öllu sanxan, og látið hann nauðugur viljugur frá' sér fara. En senni- lega hafa menn verið ennþá brjóstheilli þá en nú. Þessu er öllu að fara aftur. Yfirleitt er svo nxargt aðdá- unarvert um þessa sögu, að mörgum veitist sennilega erfitt að finna, hvar feitast er á stykk inu. En það skai játað, að vér erum ekki í neinum vafa. Oss finst ekkert eins heillandi eins og sú náðarsamlega hand- leiðsla forsjónarinnar, að sjá svo um, að þessi búrhveli, senx gleyptu þá Jónas og Bartley, voru ekki alveg nýskeð búin að renna niður sílspikuðum, stál- heilbrfgðum og eldfjörugunx 16 feta löngum hákarli. ------;--X--------- Salmagundi. Eftir L. F. Eitt af því sem ætti a8 knýja til veru'Iegrar hugsunar í sambandi viö stríöið mikla, er vissan, sem nú er feng-in fyrir hinu gagnsiausa blóö- baöi, sem sífelt átti sér staö, mest ar.ðvitaö af vanhæfi leiötoganna, en alls ekki alt. Vér vitum nú, að ó- teljandi mannslífum var fórnað fyr- ir pólitískar ástæður. Við og við þurfti að styrkja stjórnirnar í sessi, ‘og þá va.r ekkert, sem jafn vel dugði og nýtt blóðbað. Það dró athygli þjóðarinnar frá innbyrðisástandinu, og knúði fram nýtt þol og nýja heift. Hiinn kjarnyrti Churchill, sem manna mest hefir flett ofan af göllum her- ráðsins (sbr. “The World Crisis”) gefur ótvirætt i skyn, að stjórnirnar ensku og frönsku, með tiistilli her- ráðsins, hafi éfnt til stórkostlegra at- laga, vitandi að þær voru þýðingar- lausar, hvað ávinninga á hervelli snerti. Hann tekur sérstaklega til dæmis Artois-áhlaupið mikla, um

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.