Heimskringla - 20.01.1926, Blaðsíða 6

Heimskringla - 20.01.1926, Blaðsíða 6
S. BLAÐSÍÐA. HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 20. JAN., 1926. Hættulegir viðburðir. . Eg gekk rólegur eftir þjóðveginum og hugs- aði, að eg skyldi ganga inn í fyrsta veitingahús- ið, sem yrði á vegi mínum, og hvíla mig þar um stund. En æfintýri mitt var enn ekki end- að; þegar eg leit á fatnað minn, og hugsaði um það, hve ólíkur hann var þeim fatnaði, sem eg var vanur að klæðast, tók eg eftir einhverju á annari erminni. Það var að líkindum tjara, sem hinn fyrverandi eigandi hafði fengið í föt sín í jarðgöngunum. En nei — augu mín voru-eins og þau væru negld við þenna blett — mér gat ekki skjátlað; á þessu stórgerða, þykka vaðmáli, var merkt stór og breið ör. Nú skildi eg sannleikann eg þurfti ekki lengur að skoða ruddalegu- sokkana og þungu skóna; eg þurfti heldur ekki að fara úr frakkan- um, til þess að finna nafn á fangelsi, og nafn fangans á kraganum — þegar eg sá örina skildi eg alt! í fyrstu varð eg skelkaður yfir þessu áfeig- komulagi mínu, og settist við brautarhliðina, til að hugsa mig um. Svala næturloftið veitti mér hressingu. Eg hafði engan hatt; glæpamaður- inn hafði sagt mér, að hann hefði mist hann í göngunum. Smátt og smátt hugsaði eg með vorkunsemi um þenna veslings mann, sem eg hafði fataskifti við. Vesalings maðurinn, hann hafði efunarlaust átt slæma daga, engin furða að hann greip hið fyrsta tækifæri til að strjúka; hann hafði sagt, að skeð gæti að eg yrði fyrir óþægindum, og um það var enginn efi. Eg gat ekki komið opin- berlega fram í þessum fatnaði, lögreglan mundi undir eins festa klær í mér; ekkert mundi sann- færa hana um, að eg væri ekki hinn rétti glæpa- maður. Hver muntji geta trúað hinni ósennilegu sögu, sem eg gat sagt frá? Eg var sannfærð- ur um, að mjög fáir mundu trúa orðum mínuln, og eg gat engar sannanir fært fyrir því, hver eg var, því nú mundi eg, að vasabókin mín og bréf- in voru í mínum eigin frakka; eg hafði ekki hugsað neitt um þetta, þegar eg hafði fataskifti við manninn. Eins og nú var ástatt, munu líða margir dagar þangað til opinbert yrði hver eg var, og þegar lögreglan vissi það, mundi hún máske ásaka mig fyrir, að hafa hjálpað afbrota- manni til að flýja. Eg varð því að reyna að forðast lögregluna, en það var enginn hægðarleikur; eg varð að ferðast fótgangandi; eg þorði ekki að nota járn- braut eða nein önnur flutningstæki — eg gat einu sinni ekki sjálfur keypt mér fæði. Með miklum örðugleikum tókst mér mörg- um sinnum að umflýja uppgötvun, með því að fela mig á daginn, en halda áfram á nóttunni, og við og við borga einhverju barni fyrir að útvega mér mat; og á þenna hátt gat eg komist áfram, og eftir þrjá daga náð heim til mín. Þegar eg loksins stóð fyrir utan litla húsið mitt, sem var heimili mitt, og leit upp til glugg- anna, fanst mér allar vonir mínar ætla að bregð- ast, og eg kveið fyrir því að ganga inn. Loksins opnaði eg garðshliðið, í litlu dagstof- unni sá eg ljós, og blæjan var ekki dregin niður, svo eg sá systir mína sitja aleina við borðið. Hún hafði eflaust grátið sáran, því þegar hún leit upp, sýndi svipur hennar svo vonlausa sorg, að mér brá við þegar eg leit á hana. Mary var ef til vill mjög veik. “Kate” sagði eg um leið og eg opnaði dyrn- ar, “Það er eg — það er John, vertu ekki hrædd.” Mér sýndist hún hopa á hæl og horfa á mig mjög hrædd, en á næsta augnabliki þaut hún í faðm minn, æpandi af gleði. “John, John, er þetta í raun og veru þú?” “Já, Kate, hver ætti það annars að vera?4’ spurði eg undrandi. “En hvernig líður Mary? Seg þú mér sannleikann.” “Mary er betri, miklu betri, og nú, þegar þú ert kominn, verður hún brátt albata.” Eg varð glaðari, klappaði tárvotu kinnina hennar systur minnar og spurði, af hverju hún væri svo sorgmædd. “Ó John,” hvíslaði hún, “það var þín vegna að eg grét; eg hélt að þú værir dáinn!” hún rétti mér blaðið og benti á grein, sem sagði frá slysi, er átt hafði sér stað í Blank jarðgöngunum. Maður að nafni, John Blount, hafði verið deydd- ur. Menn álitu að hann hefði reynt að ganga í gegnum jarðgöngin, til þess að komast nógu snemma til næstu járnbrautarstöðvar að ná í lest. Lík hans fanst í gærmorgun af múrurum, sem unnu á brautinni. Sá framliðni þektist ekki, nema af bréfum sem fundust í vasa hans. Vesalings.fanginn! Hann hafði hlotið þann dauða, sem hann bjargaði mér frá. Þrátt fyr- ir ánægju mína, fann eg til sorgar yfir dauða þessa ókunna vinar, sem eg hafði aldrei séð. Elinorog símritið. Símrita umsjónarmaðurinn, John Sandy, sat á skrifstofu sinni í Minneapolis, þegar hon- umsíðdegis var fært nafnspjald kvenmanns. “Biðjið þér ungu stúlkuna að koma hingað inn,” sagði hann við sveininn. Hann stóð upp af stólnum sínum þegar ung, dökk-klædd stúlka, fríð sýnum; kom inn í her- bergið. “Eg býst ekki við að þér munið eftir mér, hr. Sandys,” sagði hún. “Jú, ungfrú Elinor, eg man vel eftir yður, þó þér væruð að eins barn, þegar eg sá yður seinast. Þér hafið verið svo lengi í skóla og síðast erlendis, að það væri engin furða, þó eg hefði gleymt yður; en það hefi eg nú samt ekki gert. Það hefir margt skeð síðan á þeim tímum.” Svarti fatnaðurinn hennar minti hann á, að | faðir hennar var dáinn, og hann vissi að síðustu j orð sín voru óviðeigandi. “Já,” svaraði hún lágt, “það hefir margt skeð síðan; Eg var kölluð heim til banabeðs föður míns, og þegar hann var dáinn, fengum við að vita það, sem þér að líkindum hafið lengi vitað, að hann hafði mist allar eigur sínar sökum ó- aeppilegs gróðabralls í kauphöllinni. Eg efast :klú um, að kvíði hans fyrir framtíð minni og móður minnar, hafi flýtt fyrir dauða hans.” Hr. Sandys, sem ekki vissi hvað hann átti að segja, sagði eitthvað um, að þetta væri senni- legt. “Það eru nú þrír mánuðir síðan faðir minn dó,” sagði unga stúlkan, “og móðir mín og eg, höfum yfirgefið okkar gamla heimili og flutt inn í lítið hús, í öðrum útjaðri bæjarins. Eg er komin til yðar í dag, til þess að tala um við skifti.” í fyrsta skifti leit hún á hann, og hann sá að augu hennar voru full af tárum, þó hún reyndi að brosa. “Eg er neydd til að vinna fyrir tilveru minni, og þess vegna keypti eg símritunar áhöld fyrir tveimur mánuðum síðan, og hefi lært að símrita.” “En, jafn fróðar og þér eruð, ungfrú Elinor, þurfið þér ekki að verða símritunarstúlka.” “Þó að mentun mín hafi kostað allmikla peninga, held eg samt, að hún hjálpi mér lítið til að vinna fyrir mér.” “En, jafn fróðar og þér eruð, ungfrú Elinor, lega við því, að verða símritunarstúlka. Á hverjum morgni þegar eg lít á blaðið mitt, býst eg við að sjá einhverja uppfunding, sem gerir símritun óþarfa. Þegar við fengum telefóninn, hélt eg að augnablikið væri komið, og eg er enn í efa um, hvort hann með tímanum muni ekki gera símritun óþarfa. Hvernig gat yður dottið í hug, að verða símritunarstúlka?” “Eg skal hr^inskilnislega segja yður ástæð- una,” svaraði hún brosandi. “Það var af því, að hinn elzti og bezti vinur föður míns var um- sjónarmaður símritunarfélagsins í þessum bæl,” “Einmitt það,” svaraði Sandys, “þér hélduð að eg vildi útvega yður stöðu?” “Eg vissi að þér vilduð gera það, hr. San- dys,” svaraði hún örugg. Umsjónarmaðurinn virtist ekki vera jafn sannfærður um þetta, því hann hnyklaði bi^rn- ar og barði fingrunum í borðið. “Þér sögðuð áðan, ungfrú Elinor, að þér væruð komnar hingað til að tala við mig um við- skifti. Viljið þér að eg tali við yður, sem við- skiftamaður, eða sem gamall vinur föður yðar ” “Frá þessari stundu sem viðskiftamaður,” svaraði hún strax. “Þá ætla eg fyrst að segja yður, að hér er mikill fjöldi símritunarstúlkna, og næst því, að það er mjög erfið vinna og vandasöm, að sím- rita.” “Afsakið að eg mótmæli yður,” svaraði hún, “en mér finst það vera auðveldasta vinnan í heiminum.” “Er yður andstætt að gera dálitla tilraun?” “Nei, alls ekki.” “Viljið þér koma að þessu borði?” Unga stúlkan stóð upp og tók af sér glófana. Umsjónarmaðurinn studdi fingrinum á ritsímatól, og sendi boð, sem strax var svarað; svo gaf hann símritanuin á næetu símritastöð skipun. “Nei, segið ekki þetta!” greip Elinor fram í fyrir honupi, “biðjið hann að senda símritið eins fljótt og hann getur.” Símritastjórinn sem hafði gleymt að hún auðvitað skildi hvert orð, brosti. “Jæja, eins og þér viljið,” sagði hahn. Augnabliki síðar átti Elinor annríkt og ungu lipra hendin hennar flaug yfir pappírinn. San- dys stóð við hlið hennar og sá hana leggja frá sér örk eftir örk. Að síðustu rétti hann hendina upp og stöðvaði vinnu hennar. “Eg gæti skrifað enn fljótar, ef eg hefði annan penna,” sagði hún. “Eg er ekki vön að nota blekbyttu, hún tefur mig.” Umsjónarmaðurinn brosti, en sagði ekkert. Svö sendi hann aftur boð til símritarans við næstu stöð, og bað hann að taka á móti símrit- inu, Sem nú yrðLsent. Hann tók dagblað, og bað Elinor að símrita grein á fyrstu blaðsíðu. Hn greip blaðið, og á næsta augnabliki flugu orð- in eftir línunni með þeim hraða, að símritarinn, sem tók á móti þeim, bað hana að símrita hæg- ara. “Þökk fyrir, þetta er nóg,” sagði umsjónar- maðurinn að síðustu. “Eg verð að segja, að mig furðar á fimleik yðar, þér eruð ágæt símrita- stúlka. Koma yðar hingað hefir fengið mig til að framkvæma áform, sem eg hefi hugsað um í margar vikur. Það er ein símritarastaða auð hér í bænum, sem hefir vakið hjá mér meiri gremju, en öll önnur hundruðin af samskonar stöðum. Það er staðan við símritunar skrif- stofu kaupliallarinnar. Sú staða krefst hæfi- leika, sem mér hefir orðið erfitt að fipoia hjá fyr- verandi umsækjendum. Það sem við þörfnust, er óskeikanleg orðheldni. Það má ekki lifna hinn minsti grunur um, hvað símritað er. Stór- ar peningaupphæðir eru háðar því símriti, sem sent er gegnum þessa skrifstofu. AuðvitaA eru send mörg villuletra símrit, en alt af verður að nota hina mestu varúð. Eg hefi haft þrjá sím- ■itara þar, hvern á eftir öðrum, í rúma tvo mánuði og þó eg enga sönnun hafi gegn þeim, sem nú vinnur þar, hafa þó komið kvartanir yfir því, að ekki geti menn reitt sig á þagmælsku hans, og það orsakar mér auðvitað gremju. Eg hefi lofað honum að vera þar svo lengi, af því eg vissi ekki hvern eg ætti að senda í staðinn hans. Mér hefir aldrei til hugar komið, að ráða þangað stúlku, en nú vil eg reyna yður. Komið þér hingað á morgun kl. tíu, þá skal eg sjálfur fylgja yður til kauphallarinnar. Eg skal láta einn af aðstoðarmönnum mínum vera hjá yður eina viku. til þess að kynna yður starfið, og áður en sá tími er liðinn, veit eg að þér munið skilja skyldur yðar.” Elinor kom á ákveðnum tíma daginn eftir, 05 símritastjórinn fylgdi henni til hinnar skraut- legu kauphallar, sem var sá eini staður í bænum, sem hættuspil var leyft. Það var nú raunar leikið á annan hátt, en í Monte Carlo, en eg er ekki viss um að þessi aðferð hafi verið saklaus- ari. “Eg vona að þér hafið fest í minni það, sem eg sagði yður í gær,” mælti umsjónarmaðurinn, áður en þau gengu inn. “Eg efast ekki um að |)ér séuð hæfar fyirr þessa stöðu frá öllum hlið- mn, en minnist þess umfram alt. að hinn mikils- verðasti hæfileiki, sem eg krefst, er áreiðanleg þagmælska. . Ekki einu sinni í yðar heimili, til móður yðar, megið þér minnast einu orði á, hvað þér hafið framkvæmt á daginn. Þér skilj- ið mig, er það ekki?” “Jú, hr. Sandys. . Þér þurfið ekkert að óttast.” Símritunarskrifstofan var mjög lítil, og að eins aðskilin frá hinum stóra viðskiftasal með grind. “Hér er vinnustofa yðar, ungfrú Elinor,” sagði símritastjórinn. “Hr. Fielding verður hér, þangað til þér skiljið starf yðar til fulls.” Sandys yfirgaf þau og gekk inn í salinn, því umsjónarmaðurinn var mikils metinn þár. “Halló, Sandys,” kallai ungur maður. “Hvað er nú á seiði? Það er ekki yður líkt að vera á ferð um miðjan daginn. Hver er þessi unga stúlka?” 1 “Hún er góður kunningi minn, hr. Howard,” svaraði Sandys fremur kuldalega. “Það grunaði mig, annars hefði eg • ekki snúið mér að yður, til þess að fá fræðslu,” svar- aði ungi maðurinn brosandi. “En þér munuð þó ekki ætla, að láta þessa laglegu ungu stúlku vinna hér?” “Hún er nú þegar ráðin, og eg hefi sagt henni', að allir þeir menn, sem hún finnur hér, sé siðmentaðar, manneskjur.” “Þá eruð þér kviklyndur í meira lagi. Eg held að enginn annar en þér, muni kalla gamla Grimwood siðmentaðan mann; en þafna er hann.” Á sama augnabliki kom gamall maður lotinn inn í salinn. Hann var ógeðslegur að útliti, og augnatillitið lævíst. “á eg að segja yður Sandys, eg held að gamli Grimwood hafi komið yður til að ráða þessa ungu stúlku í þetta pláss. Hann mun sjálfur vera eini maðurinn, sem ekki skeytir um nærveru hennar. Það er ekki réttlátt gagnvart okkur yngri mönnunum, sem höfum nóg að gera til að forðast undirferli hans og brögð. Eg /il síður að hugsanir mínar verði truflaðar og dregn- ar frá hveitiverðinu. En segið mér nú hver hún er? Eg fæ hvort sem er að vita það fyr eða síðar.” “Það er ung stúlka, sem verðskuldar virð- ingu og varðveizlu hvers einasta viðskiftamanns hér,” svaraöi Sandys seinlátur. “Hún er dóttir gamla húsbónda yðar, Silas Clintoch.” “Undarleg tilviljun,’\sagði ungi maðurinn alvarlegur. “Þessi ógæfusami staður, sem eyöilagði föður hennar', á nú að veita dóttur lians lífsframfæri. Heyrið þér, Sandys, mér j væri kært að þér vilduð kynna mig ungfrú I Clintoch.” “Hvers vegna? Hún er hér til að vinna fyrir tilveru sinni, og eg vil ekki að neinn skuli ama henni.” “Alveg rétt. Eg er hér líka til að vinna fyrir mér, og eg ætla ekki að ama henni, þvert á móti, eg vil hindra* aðra frá að ama henni á nokkurn liátt.” Umsjónrmaðurinn Jeit rannsakandi aug- um á þann sem talaði, sem mætti augnatilliti hans rólega, með bláu augunum sínum. Á þessu augnabliki heyrðist mikill hávaði inni í salnum. Allir hlupu þangað, þeir æptu og töluðu hátt. Það leit út fyrir að Howard ætlaði þang- að líka, en hann hætti við það, leit til símrit- unar skrifstofunnar, þar sem Elinor, stóö hlustaði og starði á ’ þenna hávaða, sem hún var óvön við. “Komið,” sagði Howard. Nú er augna- blikið hentugt.” Umsjónarmaðurinn fylgdi honum nauðug- ur að skilrúmi skrifstofunnar. “Ungfrú Clintoch,” sagði hann, “má eg kynna yður einn af vinum föður yðar, hr. StiUson Howard.” Hún leit upp og sá vingjarnlegan, ungan mann, með dökt yfirskegg og einarðlegan svip. “Það er mér ánægja, að kynnast vinum föður míns,” sagði hún. “Eg þekti hann mjög vel, og á honum af- armikið að þakka, ungfrú Clintoch. Eg vann á skrifstofu hans, og hann gaf mér margar nauðsynlegar ráðleggingar, þegar eg þarfnað- ist þeirra ósegjanlega mikið. Geti eg nokkru sinni gert yður einhvern greiða, vona eg, að þér látið mig vita það; mér væri sönn ánægja að geta endurgoldið ögn af þeirri þakklætis- skuld, sem faðir yðar á hjá mér.” “Kæra þökk,” svaraði Elinor. “Símrit, ungfrú,” sagði Grimwood gamii hörkulega, og hann leit til Howard með því augnatilliti, eins og hann vildi segja; “Hér eiga sér að eins viðskifti stað og ekkert ann- að.” — Howard yfirgaf grindina ásamt umsjónar- manninum, sem tók handlegg hans og sagði aivarlegur; “Eg er hræddur um að þér gerið ungfrú Clintoch ekkert gagn með því, að leita sam- vista við hana.” Howard svaraði að eins með því, að segja ! eitthvað um óskamfeilni Grimwoods. “Nei,” sagði umsjónarmaðurinn. “Grim- 1 wood hagaði sér eins.og hann hafði heimild tii núna. Dóttir gamla vinar okkar er hér til I að vinna núna, og hún mun líka framkvæma starf gitt samvizkusamlega, ef enginn talar við hana.” Svo skildu þeir, og Howard gekk til síns pláss í háværa hópnum. Eftir því sem Elinor var lengur þarna, skildi hún betur og betur starf sitt. Fielding hafði leiðbeint henni, og nú hvíldi ábyrgðin á henni aleinni. Símritin sendi hún með hraða miklum, og aldrei var kvartað yfir því, að nokkur leyndar- mál frá skrifstofunni bærist út. Þó hún hefði ekki verið eins dugleg og hún var, mundu allir hafa reiðst umsjónarmanninum, ef hann hefði flutt hana frá þeim. Hún var uppáhald allra. að Grimwood undanskildum, en þeir vissu allir að Howard hafði mesta heimild til vináttu henn- ar, og að hann var fær um að verja heimild sína. Howard sendi mörg símrit, og þegar hann stóð kyr fáeinar mínútur við skilrúmið, varð hann þess var, að Grimwood horfði á sig ilsku- lega. Eitt kvöldið, þegar Elinor ætlaði heinl, hitti hún Howard sem ætlaði í heimsókn til vinar síns í sömu götu og hún átti heima, og bað því um leyfi að mega verða henni samferða. Síð- ar mættust þau oft, og bráðlega varð það að vana, að Howard fylgdi henni heim frá kaup- höllinni. Eitt sinn mættu þau Grimwood, sem með uppgerðarkurteisi tók hattinn ofan, en Howard, sem reiddist brosi hans, lézt ekki sjá hann. Einn daginn byrjaði allmikill kvíði og órói á hveitimarkaðinum, og Elinor átti óvanalega annríkt við að taka á móti og senda símrit, Flest þeirra voru villuletursi símrit, og þau hefðu annars öll mátt vera það, að því er Eli- nor snerti, svo lítið skeytti hún um innihald þeirra. En eitt sinn, þegar hávaðinn og æs- ingin var á hæðsta stigi, varð henni litið á nokkur orð, sem vöktu eftirtekt hennar. Þau voru orðin “Stillson Howard,” svo hún las símritið, sem hún hafði nýlega skrifað. T. C. Grimwood, Kauphöllinni, Minneapolis. “Reynið að koma Stillson Howard til að kaupa mikið af hveiti, þá lendir hann í reglu- legum vandræðum.” Undirskriftin var Grimwoods umboðs- manns í Chicago, sem Elinor hafði oft tekið á móti og sent símrit frá, en hún braut sím- ritið saman, lét það í umslag, og skrifaði nafn Grimwoods utan á það. Hún horfði á eftir símritasendisveininum, sem tróð sér í gegnum manngrúann til Grimwoods, strax opn- aði það og las og stakk því svo í vasann. Að því bún leit hann á Howard svo liatursfullum auguin, að Elinor hrylti við að sjá það. How- ard stóð í miðjum hóp æstra manna, rétti upp hendina og hrópaði rösklega: “Eg kaupi tíu þúsund mælira.” Elinor skildi að liann keypti hveiti, og að engar fortölur þurfti til að tæla hann í gildru Grimwoods. “Þér eruð þreytulegar ungfrú Clintoch,” sagði einn í hópnum, “amar hávaðinn yður?” “Nei, -honum er eg vön. Hvað er á seiði í dag?”

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.