Heimskringla - 14.07.1926, Blaðsíða 1

Heimskringla - 14.07.1926, Blaðsíða 1
XL. ÁRGANGUR. WINNIPEG, MANITOBA, MIÐVIKUDAGINN, 14. JÚLÍ 1926. NÚMER 32 1canada! *a»o«»i>«»o^(>«»(i4a»()«»i)«v<)'a»()4M()^(>'a»u«»(a Mjög hefir gengiS seirft fyrir hin- um nýja forsætisráöherra, aö skipá ráSuneytiS, og er ekki fullskipaö * enn. Þó er sagt, aö nokkurnveginn muni afráöiö, hverjir takf þar sæti, og aö ráöuneytið muni eiga aö vinna eið aö stjórnarskránni í dag. Sagt er að þessir veröi í ráöuneyt- ínu: Frá British Columbia: Hon. H. H. Stevens ,og Hon. S. F. Tolmie. Frá Alberta: Hon. R. B. Ben- Robert Forke sagöi af sér’ for- ystu framsóknarflok'ksins í Ottawa, þegar daginn eftir að flokkurinn klofnaöi um vantraustsyfirlýsinguna til King. Spunnust út at því ýmsar tröllasögur, þar á meðál að Forké væri hættur við pólitík og að flokk- urinn væri dauður. Hvorttveggja er tilhæfulaust enn sem komið er að minsta kosti. Mr. Forke ætlar að gefa kost á sér til þingmensku, láti kjósendur hans ósk um það í ljós. nett. Frá Saskatchewan: enginn. Frá Manitoba: Arthur Meighen, forsætisráðherra. Frá Ontario: Sir Henry Drayton, Hon. R. J. Manion, J. D. Chaplin, G. B. Nicholson, og annaðhvort Hon. Hugh Guthrie eða Robertson öld- ungaráösmaöur. Ennfremur verður E. B. Ryck- Sian s'kipaður ráðherra án embættis- færslu (portfolio). Frá Quebec: Hon. E. L. Paten- aude, Horí. André Fautaux, og aftn- aöhvort Dr. Normand eða Romeo Langlais. Frá strandfylkjunum verða tveir ráðherrar, en ekki víst enn, hverjir Jjeir eru. Auk þess verða og þaðan skipaðir þrír ráðherrar, án embættis- færslu. Þeir eru: A. J. Doucet, þm. frá Kent; Finlay MacDonald, þm. frá Cape Breton South, og J. A. MacDonald, þm. frá Kings, Prince Edward Island. Einhverja hönd í bagga hefir Mr. Forke ennþá með framsóknarflokkn- um. Að minsta kosti áttu þeir fund með sér vikuna sem leiö, hann og F. C. Hamilton, formaður liberal- floHisins x Manitoba. Ræddu þeir um möguleika á því, að flokkarnir ynnu betur saman nú í þessum kosn- ingrim en í fyrra. Er heldur engin vanþörf á því, enda fóru kosningarn ar í haust sem leið að vonum, svo gáfulega eða hitt þó heldur sem til þeirra var stofnað. Ekkert mun hafa verið afráðið um það, hverja stefnu skyldi taka, en til mála kom, og þótti hyggilegast, að haga sókninni svo, að liberalar hefðu engann í kjöri, þar sem framsóknarflokksþingmaður hefði komist að í fyrra, en þar á móti skyldu framsóknarmenn engan bjóða til kjörs í þeim kjördæmum, þar sem conservatíva þingmaður hefði kom- ist aö. Bretaveldi. CRSKURÐUE RIKISSTJORANS Frá London er símað 7. júli, að hinn írski fréttaritari Westminster Gazette fullyrði, að spursmálið um ráðstöfun Byngs lávarðar verði vafa- laust tekið til umræðu á samveldis- mótinu (imperial conference), sem haldið verður í október í haust. Hafi ýmsir írsku ráðherranna fullyrt, að þeir ætluðu sér að leggja ráðstöfun lávarðarins, og spursmálið um um- boðsvald ríkisstjóra fyrir næsta mót, sem haldið yrði til umræðu. SAMVELDISAFST AÐAN. Símfregn hermir, að Parmoor lá- varður, hafi í lávarðadeildinni æskt greinilegra skýringa um það, hverjar slcvldur Stórbretaland legði á herð- .ar samveldunum (the dominions) samkvæmt samningum. Benti hann á misfellurnar á því, að samveldin skyldu þurfa að stofna sér í voða með því að binda sér skyldur á herð- ar, ef Stórbretaland legði til ófrið- ar til þess að tryggja einhverja gerða samninga. Clarendon lávarður, aðstoðarráð- herra í nýlenduráðuneytinu, kvað spursmálið mikilvægV. og 'flókið, og myndi það vafalaust verða lágt fyrir samveldismótið í haust til umræðu. Kvaðst hann ekkert þora að láta í ljós um þátttöku, hersveita frá sam- veldunum, af því að stýirnin áliti það spursmál vera komið undir sam- véídisstjórnunum sjálfum. Kvað hann bfezku stjórninni skiljast vel nauðsynin á jafnræðisafstöðunni inn- an samveldisins brezka. KOLAFRUMV ARPlÐ. Frámunalegur gauragangur hefir undanfarið átt sér stað í þarlament- inu brezka, út af því að stjórnin hefir knúð gegnum neðy,i ,og. efri málstofuna frumvarpið um að lengja vinnutímann í kolanámunum, svo að framvegis skuli vinna 8 klukkutíma á dag í stað 7. Þetta frumvarp hefir mælst afarilla fyrir meðal verka- manan og liberala og allrar álþýðu. Er það talin tilraun t}l þess að múta svo mörgum verkfallsmönnum af þeirri miljón kolanema, sem ennþa eru ekki gengnir til vinnu, að sam- heldnin fari út um þúfur, af því að með 8 stunda vinnudegi, er þó rétt hægt að fleyta fram lífinu fyrir þau timalaun, er námueigendur bjóða. — Hefir jafnvel farið svo langt, að framkvæmdastjóri námumannafqlags- ins, A. J. Cook, hefir hótað því, ef í það harðasta færi, 'og vinnutíminn yrði lengdur, að kalla til verkfalls j þá námumenn, sem enhþá eftir sam- komulagi vinna við það, að dæla j vatninu burt úr námunum, en með því eyðilegðust þær meira eða minna — Hvílíkum ofsa þetta frumvarp j hefir hleypt í ýmsa þingmenn, sér-1 staklega auðvitað þá, sem eiga ná- komna ættingja í sveltunni meðal námumanna, má sjá af þessum út- drætti . úr umræðunum, ef umræður skyldi kalla: Sir Arthur Ramsay Stecl-Maitland, verkamálaráðherra: Astæðan til þess að ráðuneytið leggur fyrir þingið þetta frv., sem á aðeins að nema 7 stunda vinnudaginn úr gildi um stúnd arsakir, er bygður á beinni og sann- færandi staðreynd, sem sé, að árið | sem leið, þá rá*ku tveir þriðju hlutar J námueigenda fyrirtæki sín með tapi, þegar frá er dreginn stjórnar- styrkurinn. Stjórnin álítur, að einaj ráðið úr ófærunum sé tafarlaus, en j ekki sígild, lenging vinnudagsins.” Lanc-Fox ofnrsti, þingritari námu- ráðuneytisins: "Eg verð að segja það, að mér virðist sem þeir námu- menn, sem láta sér ant um velferð kvenna sinna og barna, muni ekki hafa á móti því, að bæta við sig einni klukkustund......” Joscfih Wcstwood, þm. frá West- wood (stekkur upp og bendir á Lane- Fox) : “Bleyðan! Öþverra-andstygð ar bleyðan! *A gamalsaldri hefir faðir minn orðið fyrir verkbanni í námunum, og raggeitiq þarna segir að faðir rríi^n vilji ekki vernda móð- ur mína.” Nú brast á sli’kur djöflagangur, með ópi og óhljöðum, að lengi heyrð- ist ekkert nema eitt samfelt drynj- andi öskur. Hélzt þetta í fullar 40 Hlýtur námsstyrk. Jón Ragnar Johnson, B.A., LL.B. j Þessi ungi maður, sem lauk laga- ; piófi í vor hér við Manitobaháskól-! ann, hefir nú fengið námsstyrk til j framhaldsnáms við Harvardháskól- j ann fræga í Boston. Ætlar hann sér að leggja þar stund á alþjóðarétt (International Law). Jón Ragnar, eða Ragnar, sem hann venjulega er nefndur, er ufigur að j aldri, 24 ára, en hefir þó getið sér | ágætan orðstír. Þykir hann framar j venju vel á sig kominn andlega og' líkamlega. Hann er meðal annars1 álitinn efni í mælskumann. Eru! miklar vonir kunningja mans uxn framtíð hans, enda á hann til þeirra j að telja í báðar ættir, að þess vegna1 ættu þær að geta ræzt. Ragnár er sonur þeiri-a hjóna Finx Johnson frá Melum í Hrútafirði, og konu hans Guðrúnar Asgeirsdóttur frá Lundum í Borgarfirði. Heimskringla óskar homun allrar hanxingju. mínútur, unz Lane-Fox sá sér vænst, að biðja afsökunar á orðum sinum. Fyrsti lávarður í sjómálaráðuneyt- inu, Bridgeman, sem er einn af allra stækustu íhaldsmönnum á Englandi, fær orðið. Joseph Batcy: “Eg vil ekki leyfa lávarðinum að tala. Eg hrópa niður hvern rnann, sem rnælir með þessu frv.” ....Forseti: “Fyrsti llávarður hefir orðið.” Bdtey: “Þé r getið gefið orðið hverjum' sem þér viljið. Hann skal ekki leggja frv. fram til þriðju uxh- ræðu í dag.” J. J. Joncs: “Mr. Bridgeman, þér eruð morðingi!” Forseti: “Þetta má ekki segja i þinginu. Þingmaðurinn ’frá West Ham verður annaðhvort að biðja af- sökunar eða ganga af fundi.” J. J. Joncs: “Eg neita því að biðja afsökunar. Eg geng fúslega af þingi.” (Bendir á stj órnarbekkinn þar sem ráSherrarnir sitja.) “Þið eruð allir morðingjar! Allur skrill- inn !” O. s. frv., o. s. frv. ----------x---------- Fjœr og nœr. Séra Albcrt E. Kristjánsson mess- ar ti3 Langruth nœsta sunnudag, 18. þ. vi., kl. 2 síðdcgis. Kvöldboð héldu þau Mr. og Mrs. Fred Swanson kunningjum á fimtu- daginn var. * Heiðursgesturinn var Stephan G. Stephansson. Fyrir helgina komu hingað til bæj • arins Mr. J. J. Henry frá.Peters- field, Man. og Baldv. Haldórsson. frá Riverton, Man. Aðalerindi þeirra var að heimsækja skáldið Stephan G. Stephansson. Fjallkona Islendinga- dagsins í Winnipeg 2. ágúst 1926. Miss Ida Swainson. Þótt dálítið hafi verið skiftar skoð- anir um Fjallkonumálið svonefnda, frá því að það fyrst var innleitt á þjóðminningardegi vorum hér í borg- inni, þá getur það þó tæplega dulist, að meirihluti fólks vors sé því hlyntur, að málinu skuli áfram haldið í fram- tíðinni. Menn hefir einnig greint tölu vert á um aðferðir þær, er beitt hefir veriö við FjalWvonuvalið. En slíkt breytir engu til um kjarnann, eða merg málsins sjálfan, sem sé þann, að láta islenzkan kvenmann konía fram á þjóðhátíð vorri, sem ímynd ættjarðarinnar. A Islendingadeginum í fyrra var drotning dagsins klædd íslenzkum þjóðbúningi og gilti hið sama um hirðmeyjar 'hennar. Þótti slíkt afar- tilkomumi'kið og mæltist hvarvetna vel fyrir. Er svo til ætlast, að þeim hinum sama sið verði einnig fram- fylgt í sumar. Að þessu sinni varð val Fjallkon- unnar með nokkrum öðrum hætti en áður hafði viðgengist. Islendinga- dagsnefndin valdi sjálf Fjallkonuna, — og að valið hafi hepnast vel, get- ur ekki orkað tvímælis. Stúlka sú, er tákna skal móður- landið, Fjallkonuna norður í sæ, á þjóðhátíð vorri hér í borg þann 2. ágúst næstkomandi, er Miss Ida Dor- othy Swainson, dóttir Mr. Swain Swainson og Ovidu konu hans, er lengi hafa starfrækt kvenhattaverzlun í þessari borg. Er Miss Svfainson fædd, uppalin og mentuð í Winnipeg borg, hefir tekið allmikinn þátt í félagslífi Islendinga, og notið í hvi- vetna almennings hylli. Enda er hún hin glæsilegasta stúlka, prúð og tigu- leg i framgöngu. Hefir hún sjálf kjörið tvær hirðmeyjar, 'og verða myndir af þeim öllum í hátíðaskrúð- anum birtar í næstu blöðum. StyrktarsjóSur Björgvins GuS- mundssonar. Aður auglýst ................$1307.44 Miss Frida Gíslason, Oak View, Man....................... 10.00 August Vopni, Swan River, Man....................... ' 5.00 Lestrarfélaginu Jón Trausti, Blaine, Wash........... 10.00 Guðjón Johnson, Blaine, , Wash.................... 1.00 Peter Peterson, Bláine, Wash................... .. 10.00 Bjarni Pétursson, Blaine, Wash....................... 1.00 Mr. og Mrs. E. Anderson, Leslie, Sask................ 5.00 Joe Ölafsson, Leslie, Sask. 1.00 Maud Nordal, Leslie, Sask. 1.00 Onefndur, Leslie, Sask...... 1.00 Mrs. J. McAffee, Hughton, Sask................... 10.00 $1362.44 T. E. Thorsteinsson. Frá íslandi. ritari fóru þegar út á höfn til þess að bjóða konung vel'kominn. Rvík 5. júní Sveinbjörn Sigurjónsson frá Kana stöðum í Landeyjum lauk magister- prófi í íslen.z'kri tungu og bókmentum við háskólann 29. f. m. ^ Rvík 8. júní. Nýja 'skipiS. — Framkv.stjóri Eimskipafélagsins hefir nú samið um byggingu kæliskipsins og er ný- lega kominn heim frá Khöfn. Skipið verður á stærð við Goðafoss og líkt honum að gerð en litlu breiðara, með miklu lestarrúmi og 40 farþegarúm- um á þilfari. Smíði skipsins á að vera lokið fýrir 1. marz 1927. Dánarfregn. — Nýdáinn er í Vest- mannaeyjum Sigurður Lýðsson lög- fræðingur. Heilsufar. — Gert er nú ráð fyrir að útbreiðslu taugaveikinnar á Isa- firði sé að mestu lokið. Inflúenza hefir í vor verið viða um land, en alstaðar væg. Rauðir hundar hafa gen.gið á Vopnafirði, og hægfara mislingar á Fljótsdalshéraði. HcrvarnaráSherraim danski, Ras- mussen, kennir hingað í sumar, legg- ur af stað 1. júlí í för til Færey^., Islands og Jan Mayen. Með hon- um verður m. a. Zahle fyrv. forsætis- ráðherra. Ráðherr^nn ætlar að kynna sér vitamál í Færeyjum, land- helgisgæzluna hér og skilyrði fyrir uppsetningu j arðskj ál f tamæl istöð var á Jan Mayen. Islenzku glímumennirnir * Dan- mörku. —- Frá Svendborg er símað 2. þ. m.: Dansk-islandsk Samfund hefir tekið ágætlega á mpti glímu- flokknum. Niels Bukh hefir reynst þeim ágætlega. I Khöfn var þeim boðið í morgunaverðarveizlu og síö- in farið með þá í skemtiför um Kaupmannahöfn, Þegar þeir komu til' Ollerup, var borgin skreytt ís- lenzkum flöggum, og þar var tekið á moti þeim með því að syngja íslenzka þjóðsönginn. Borgarstjórinn bauð þá velkomna með ræðu. Þar var þeim boðið í bifreiðarför. Þeir sýna nú glímuna daglega í bæjum á Sjá- landi. I Khöfn höfðu þeir tvær sýn- ingar, og var almenningur stórhrif- inn, og ummæli blaðanna ágæt. Þeir hafa verið beðnir að koma og sýna glímuna á langtum fleiri stöðum ea þeir geta, vegna naums tíma. Rvík. 15. júní. Háskólinn. — Embættisprófi í lög- fræði hafa lokið þar: Guðmundur Benediktsson með 1. eink., 116§ stig» Tómas Guðmundsson, með 2. eink betri, 951 stig, og Tómas Jónsson, með 2. betri eink., lOOf stig. % Dánarfregn. — Jón Þórarinsson fræðslumálastjóri andaðist hér í bænum 12. þ. m., varð bráðkvaddur. Hann var 72 ára gamall. Fiskimjólsverksmiðja er nýtekin til starfa á Siglufirði. Er keyptur til hennar allur úrgangur úr fiski, hausar og dálkar og gefur verk- smiðjan 1 krónu fyrir 100 kg. (Lögrétta.) -----——x---------- Konungskoman • > til Isiands — Rvík 13. júní. 4 I gær var veður bjart, dálítið norð an kul, svo fánar blöktu vel við hún. Var bærinn fánum skreyttur frá þvi eldsnemma um morguinn. Kl. 9 komu konungsskipin. Höfð* j þau komið til Hafnarfparðar kvöldið j áður. Jón Magnússon forsætisráð- i herra og Jón Sveinbjörnsson konungs Konungshjónin koma í land. Kl. 11 heyrðust skot frá konungs- skipinu til merkis um það, að nú stigi konungur af skipsfjöl. Brátt skreið bátur hans inn á innri höfn, með hið íslenzka konungsmerki i stafni. Er báturinn nálgaðist bryggjusporð inn, gekk Jón Magnússon ásamt frú sinni fram bryggjuna. — Heilsuðu þau konungshjónunum, er þau stigu á land. Hbrnaflokkur spilaði "O, guð vors lands”, en ‘karlmenn tóku alir ofan, sem þar voru í nánd. Meðan lagið var spilað, gengu konungshjónin upp bryggjuna, þá Jón Magnússon og frú hans, þá fylgd arlið konungs. Er upp að móttökuhliðinu kom, gekk Knud Zimsen borgarstjóri fyrir konungshjónin og ávarpaði þau nok!kr um vel völdum orðum, en borgar- stjórafrúin rétti drotningunni fagran blómvönd. , Þvi næst spilaði hornaflokkurinn “Kong Christian”. Að því búnu talaði konungur nokkur orð. ÞakScaði hatin fyrir hþnd sína og drotningar- innar alúðlegar viðtökuF, bæði nú og um árið. Hann kvað það gleðja sig mjög, að vera kominn til Islands » í annað sinn, svo hann fengi tæki- færi til að lcynnast landi og þjóð betur en áður. Hann endaði orð sín með innilegri ósk um heill og ham- ingju þjóðarinnar og henni mætti i einu og öllu vel farnast. — Island lengi lifi. og ferfalt húrrahróp glumdi við frá mannfjöldanum. Bæjarmegin við móttökuhliðið stóðu allmargir af æðri embtettis- mönnum bæjarins og sendiherra Dana de Fontenay. Þar voru og ræðis- menn margir, svo sem Bay, Fenger, Ásgeir Sigurðsson, Kaaber, Arent Claessen, Carl Olsen o. fl. Þar voru hæstaréttardómararnir, háskólakenn- arar, Jón Hermannsson lögreglustjóri Geir Zoega rektor, og bæjarfulltrú- ar þeir, sem eru í móttökunefnd. Er konungshjónin og fylgd þeirra hafði heilsað þessum mönnum, var gengið til bifreiðanna, er biðu þar skamt frá, og óflku þau ásamt föru- neyti sínu að húsi Jóns Magnússonar fprsætisráðherra við Hverfisgötu. En þar verður heimili þeirra meðan þau dvelja í Reykjavík. Konungshjónin fara upp í sveit. Um nónbil í gær fóru konungs- hjónin t skemtiferð upp í sveit í tveim bifreiðum. Fór drotning inn að Reykjum í Mosfellssveit, en kon- ungur in nað elliám til þess að veiða. Var borgarstjóri í fylgd með hon- um. Konungur veiddi tvo laxa í fossinum ofan við brúna, og var ann- ar ‘þeirra vænn, en borgarstjóri veiddi einn lax. Þótti konungi þetta hin bezta s'kemtun og er konungs- giftan alldrjúg; hefir veiði verið treg í ánum fram að þessu og suma dagana hefir ekkert veiðst. En þarna veiðir konungur tvo laxa á örstuttri stundu. Minnir þetta á fornkonunga sem frægir voru fyrir veiðar, sam- anber nafnið veiðikonungur. En að drotningin kaus að fara upp að R’eykjuni, kom til af því, að henni fiyist mikið til um, hve mikið blómskrúð var í bústað hennar við Hverfisgötu. Var það að miklu leyti frá gróðrarskála Ragnars Ásgeirsson- sonar. En það þótti undraverðast að við morgunverð voru íslenzkir tóniatar á borðum. Var Ragnar Asgeirsson í fvlgd með drotningu að Reykjum og sýndi henni vermihúsin og garðyrkjuna þar úti og inni, í heitum og köldum jarð- vegi. Ur leiðangri þessurn komu kon- ungshjónin aftur til bæjarins kl. tæplega fimm. (Prh. á 5. bls.)

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.