Heimskringla - 25.08.1926, Blaðsíða 4

Heimskringla - 25.08.1926, Blaðsíða 4
4 HLAÐSIÐA. HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 25. ÁGÚST 1926. Hdmsknngla < Stofnu7í 1886) Kenaur Ot á hverjHm mitfvlkudearl' EIGENDUH: VIKING PRESS, LTD. 853 ok 855 SARGKIVT AVB., AVIJfNIPEÖ. Tnlsimis N-6537 VerB blaCsins er $3.00 árgangurinn borg- Ist fyrirfram. Ailar *borganir sendist THE VIKING PRE6S LTD. SIGFÚS HALLDÓRS frá Höfnum Ritstjórl. JAKOB F. KRISTJÁNSSON, Ráðsmaður. Itimrtvkrlft tll blnt)NlnM: HK VIKING " PRESS, Ltd., Box 31C IJtnnfiMkrlft til rltNtjfirnnw: EDITOR MRIMSKIUXGLA, Box 3105 WINIVIPEG, MAN. “Heimskringla is published by The Vlkfns? Prena I.td. and prínted by CITY PRINTING PLBLISHING CO. 853-85,5 Sarsrent Ave., Winnlpefp, Man. Telephone: N 6537 WINNIPEG, MAN., 25. ÁGÚST 1926 Framboð Mr.Thorsons Eins og getið var um hér í blaðinu um daginn, býður Joseph T. Thorson laga- skólastjóri sig fram til þingmensku í Mið- Winnipeg syðri. Þar sem svo margir íslenzkir kjósendur eru búsettir í þessu kjördæmi, virðist ekki úr vegi að fara nokkrum orðum hann sjálfan og framboð hans. ; át ¥ * Mr. Thorson þekkja allir gamlir Winni- peg-íslendingar, fjöldi í sjón og reynd, en hinir af afspurn. Fyrir framúrskarandi námsgáfur hlaut hann ungur æðstu heiðursverðlaun, sem heimsveldið brezka á völ á. Svo mikið álit hefir jafnan síð- an fylgt ’ starfsemi hans, að kornungum er honum véitt forstaða lagaskólans í Manitoba. Hann hefir aukið álit sitt, sem skarpgáfaðs lærdómsmanns og prúð mennis, meðan hann hefir gegnt því starfi. Mr. Thorson hefir ekki gefið sig mik- ið við þjóðmálum opinberlega, sem og tæplega er von, aldurs sakir og embættis. Þó vakti hann almenna athygli á sér með erindum, er hann flutti í fyrravetur fyrir ýmsum l(elztu félögum hér í Winnipeg. Engu minni athygli vakti hann í fyrra- haust, í kosningahríðinni, er liann kom fram á ræðupallinn. Urðu áheyrendur þess fljótt varir, að þar fór saman glögg- ur skilningur, rökfesta í bezta lagi, hik- laust málfæri og hreint og látlaust orð bragð. Undruðust það að vísu engir eldri menn eða miðaldra íslendingar, sem kunnugt er, að Mr. Stephen Thorson, fað- ir lagaskólastjórans, er sennilega einhver allra snjallasti ræðumaður, sem Vestur- íslendingar hafa haft sín á meðal. Kjördæmið, þar sem Mr. Thorson býður sig fram, er fjölmennasta kjördæmi í Canada fvrir vestan stórvötn. Mót- stöðumaður Mr. Thorson var kosinn með gríðarmikium meirihluta atkvæða í fyrra. Það er því til nokkurs að vinna, og viðkunnanlegt að Mr. Thorson fer svo djarfmannlega. Ekki síður vegna þess, að hann átti kost á öðrum kjördæm- um, þar sem sigurinn hefði að líkindum orðið áuðfengnari. * * * Eins og tekið er fram, er stjórnmála- saga Mr. Thorsons á óskrifuðum blöð- um ennþá. En hann hefir þegar látið í ljós nokkuð af stefnuskrá sinni, og virð- ist svo sem sannfrjálslyndum mönnum ætti ekki að hrjósa hugur við að kjósa hann þess vegna, því þótt sumir af kjós- endum hans, t. d. þeir er tilheyra verka- mannaflokkurinn, myndu æskja þess, að hann héldi sig enn lengra til vinstri, þá ætti þó, frá þeirra sjónarmiði jafnvei, nokkuð að vera betra en ekkert, og gott alt hvað gengur í áttina. * * * Mr. Thorson er lágtollamaður. Og þótt velferð þjóðarinnar sé að voru áliti kom- inn undir sumum öðrum málum meira en * tollastefnunni, þá blandast ekki hugur um það, að langtum affarasælla er fyrir * Canada að lækka tollana. Hvað landbún- aðinn snertir, er það svo augljóst, að orðum er ekki að því evðandi. Og eins víst er það, að alt tal um að tollækkun muni fylgja bráðapest og hordauði fyrir iðnað- inn í heild sinni, er eigi annað en hjal. Allar vörur heilbrigðs iðnaðar, þ. e. a. s. iðnað- ar, sem á heilbrigðar rætur í oanadiskum jarðvegi, hlýtur að vera hægt að fram- leiða jafnódýrt, ef ekki ódýrara í Canada en í Bandaríkjunum. Það hefði í för með sér mjög nauðsynlega lækkun á öllum lífsnauðsynjum, þar sem kaupþol manna er svo miklu minna hér en í Bandaríkjun- um, fen af auknu kaupþoli almenninga leiðir aftur iðnaðarblómgun, eins víst og grasspretta fylgir sumarrigningu. Mr. Thorson er fylgjandi ellistyrk, sem er hið mesta nauðsynjamál, enda stendur Canada þar að baki fiestum siðuðum löndum. Hann vill viðhalda Crows Nest Pass samningunum, sem eru svo mikil- vægir fyrir Vesturlandið, og hann er ein- dreginn fylgismaður Hudsonsflóabraut- arinnar. Einnig viil hann endurmat her- mannajarða, sem er bráðnauðsyniegur og sjálfsagður hlutur. * * * Um það málrð, sem oss finst nú einna mestu skifta, aðstöðu Canada innan hins mikla brezka samveldis, í sambandi við synjun ríkisstjóra á þingrofi, Mr. King til handa, og jákvæði landstjóra við því til handa Mr. Meighen, hefir Mr. Thorson enn ekki látið uppi álit sitt. En áreiðan- legt teljum vér það, að ekki myndi hann með þögninni vilja samþykkJa gerðir rík- isstjóra, er hann í vor tók sér það úr- skurðarvald í hendur, sem konungurinn á Englandi að vísu hefir í orði kveðnu, en sem hann hefir ekki notað í hundrað ár, og dettur sjálfsagt aldrei í hug að nota, meðan þingræði er þar í landi. Ríkis- stjórinn er fulltrúi konungsvaldsins, stað- gengill konungsins hér í Canada. En eins og Mr. Woodsworth sagði í einni ræðu sinni hér í bænum nýlega, hlýtur það að vera næstum því afkáraleg tilhugsun fyrir hvern canadískan mann eða konu, með sjálfstæðu viti og vilja, að ríkisstjór- anum sé heimilað meira vald hér í Can- ada en konunginum sjálfum á Englandi. ! ¥ * * ít En svo er eitt enn, sem íslenzkum kjós endum kemur sérstaklega við í þessum kosningum, og sjálfsagt reyndar fleirum, ög sem þeir ætiu að gera að alvarlegu umhugsunarefni. 1 einum heljarbyl, sem nýlega gekk yfir veröldina, komusn hugs- anir flestra manna og viðhorf við tilver- unni mjög úr jafnvægi. Meðal annars óx þá ásmegin þeirri tegund þjóðernistilfinn- ingar, sem óheillavænlegust er fyrir mannkynið, að tortryggja alla þá, sem eru fæddir með annari tungu, eða af öðr- um þjóðstofni; ótti við alt, sem ekki gengur undir nákvæmlega sama brenni- merki frá fæðingu, og óþol í þess garð í hvívetna; viljinn til sjálfdæmis gagnvart fáliðanum, og krafan um það, að hann þurki sjálfan sig út, og hverfi skilyrðis- laust, hljóðalaus og áhrifalaus inn í flokk meirihlutans, hóp hinna “útvöldu”. Á þessu hefir mest borið í löndum, þar sem líkt er ástatt og hér í Canada, löndum, sem bygð eru mörgum þjóðflokk- um, en þar sem einn þjóðflokkurinn er í yfirgnæfandi meirihluta. Um allan heim- inn eru þess dæmi, að löghlýðnum, þjóð- hollum og dugandi mönnum hefir verið gert erfiðara' uppdráttar, hafi þeir til- heyrt einhverjum öðrum þjóðflokki en meginkjarna höfðatölunnar. Þeir eru litn- ir tortrygnisaugum, talað um þá sem ‘‘út- lendinga”, jafnvel þótt uppaldir séu í landinu, og af ýmsum farið um þá óvirð- ingarorðum. Móti þessu á hver þjóðflokkur að rísa. Allar þjóðir eiga eitthvað í fari sínu, gott ekki síður en lakara, sem ekki er alveg nákvæmlega það sama og unt er að finna í fórum annara; eitthvað, sem er þess vert að leggja rækt við og ávaxta fyrir sameiginlegan sjóð. En þegar slíkar öfugstreymisöldur rísa og ríða að, þá er úti um varðveizluna nema fast sé stað- ið á móti. En auðveldast er að standa á móti með því að standa saman. Standi menn íast saman um sitt eigið og dýr- asta, svo að þeir standi af sér ölduna, þá líður ekki á löngu unz augu hinna opn- ast fyrir fyrir hinu sanna gildi þess. Þá fsdr það .gróðrarfrið, frið til þess að búa um sig, og festa rætur á eðlilegan hátt f sameiginlegum jarðvegi, og ber að lokum hinn fegurstá ávöxt á endurhrestum og sérkennilegum þjóðarmeið. ¥ ¥ Svarað bréíi. Þetta ættum vér Islendingar hér vestra að taka til alvarlegri íhugunar um þessar mundir, en vér höfum gert að þessu. Vér trúum því, og höfum fulla ástæðu til, að vér búum yfir ýmsu sérkennilegu, sem þarflega má miðla í þjóðarbú, getum vér haldið því frá of miklum skemdum. Það er aðeii*s hægt með samtökum, betri samtökum en vér höfum ennþá lært. Þess vegna er það skylda vor, hvenær og hvar sem vér eig- um kost á því að skipa oss urp tvo menn eða fleiri, sem í sjálfu sér eru jafngóðir; og sé annar eða einn íslendingur, að fylkja oss jafnan um íslendinginn. Með því einu móti getum vér verndað þau etni í oss sem sérkennileg eru, þjóðfé- lagsakrinum til bóta. Annars hverfunv vér skilvrðislaust, hljóðlaust og áhrifa- laust í myrkurhyl þjóðfélagsins. Afmáðir af jörðinni. Oss hefir borist í hendur bréf það, sem hér fer á eftir: Herra ritstjóri Heimskringlu, Sigfús Halldórs frá Höfnum. H'áttvirti herra ! Eg vona að þú fyrirgefir niér, þótt eg kvaki dálitiÖ til þin, og sé svo framur að banka einu sinni á náðardyr ykkar Kringlu minnar, því eg hefi ekki gert ykkur svo mikiö ónæSi ura dag- ana. En okkur körlunum sumum hérna norSur- frá þykir aS þú haíir ekki gert mikiS af þvi sem viS bjuggumst viS aS þú myndir gera núna í kosnjngunum, nefnilega aS styrkja þingmanns- efniS okkar prógressíva hérna í Selkirkkjördæm- inu, hann Mr. Bancroft. Mér hefir nefnilega alt af fundist síSan þú tókst viS Kringlu gömlu, aS hún hafi veriS svo vel prógressív, aS eg var aS vonast eftir því aS hún styrkti Mr. Bancroft, en sú von finst mér hafi brugSist heldur illa. Hvern- ig stendur nú á þessu ritstjóri góður ? Ertu svona reiSur út af Teulon fundinum um daginn. Mr. Bancroft gerSi þó gkkert fyrir sér þar, eSa hefirSu einhvern beig af “ofurstanum” þinum, sem þú kallar svo fínt á íslenzku? Stiktu nú ekki þessu undir stól, góSi, heldur svaraSu mér einhverju, því eg er dálítiS for- vitinn um þaS. Þinn einlægur, Gamall og forvitinn...... Margt ber á fjörur í fárviðrum, og um margt er spurt á styrjaldartímum. Fer ekki hjá því að slíkt detti manni í hug, er maður verður var við líka fræðsluþrá og bréf þetta ber vott um. Og skal að vísu svarað eftir því sem til er spurt. Bréfritaranum hefir vitanlega ekki get- að dulist það, að oss er það ekkert hjart- fólgið áhugamál að Mr. Bancroft verði kosinn. En vér béldum satt að segja að menn myndu ekki þurfa að leggjast í grafgötur eftir ástæðunum. Bréfritarinn kallar Mr. Bancroft þing- mannsefni prógressíva. Þetta er nú rétt í orði kveðnu, en heldur ekki meira. Ut- nefningin í Teulon fór þannig fram, að maður, sem hnútunum er dálítið kunnug- ur, gat skjótt séð það, að þeir sem helzt höfðu búið kundír hana af hálfu hinna svokölluðu prógressíva, eiga það nafn að engu leyti skilið. Og hvorki Bancroft né stuðningsmenn hans hafa nokkru sinni leitað til þessa blaðs, þótt þeir vel mættu vita, að það er einlæglega “prógressívt”, sé nokkuð blað það. Það mun líka vera aðalástæðan til þess að þeir hafa aldrei gert það. Og leysir það oss sannarlega af ölíum vanda við þá. Vér viljum leggja áherzlu á það, sem vér hÖfum áður vik- ið að, að þeir menn í Selkirkkjördæmi, sem eru í raun og veru prógressív, mega vel að sér gá, að framboð Mr. Bancrofts sé ekki keypt því verði, sem þeir sem prógressív menn muni ekki rísa undir; jneð öðrum orðum: gá að sér, að kaupa það ekki neinu verði. Það er ekki þess yirði fyrir flokkinn. í öðru lagi skal það og endurtekið, sem einnig hefir verið vikið að áður, að vér erum þess fullvissir, af ýmsum ástæðum, sem hér yrði of langt að telja, að séra Albert var ráðið niðurlag fyrirfram, ef til vill jafnmikið sökum þess að hann var íslendingur, og sökum þess að hann var leiðtogunum of frjálsiyndur of sann-pró- gressív. Jafnsterka sannfæringu höfum vér um það, að framboð Mr. Bancrofts var knúð í gegn, er á fundinn kom, þvert ofan í allar venjur við tilnefningar, að miklu leyti til þess að sporna við því að annar íslendingur, Mr. Líndal, næði til- nefningu fundarins, sem hann vafalaust hefði átt handvísa ella, úr því að séra Al- bert var fyrirfram dauðadæmdur. Það var mikil umhyggjusemi fyrir því að lyfta ekki undir íslendinginn, “útlendinginn”. Svo mikil, að ráðabrugg var soðið, og venjur brotnar, til þess að fá heldur til- nefndan mann af hinum “útvalda” kyn- ! stofni, þótt ekkert sé um hann vitanlegt ■ fram yfir meðalmensku, heldur en ann- 1 anhvern af tveim ágætlega gefnum mönn um, íslendingum. Það skal hreinskilnis- lega játað, að vér erum til hins ítrasta fjandsamlegir þessum ofbeldis hugsana- gangi. Og vísum vér um það frekar til annarar ritstjórnargreinar hér í blaðinu. 1 * * * Af þesu getur þá ef til vill “Gamall og forvitinn” skilið, að ritstjóri þessa blaðs myndi gráta það þurrum tárum, þótt Mr. Bancroft kæmist ekki á þing að þessu sinni, og þá sérstaklega að Islendingar stuðluðu ekki til þess með atkvæðum sín- | um. Og í sambandi við það skal stuttlega vikið að fyndni bréfritarans um afstöðu vora til Mr. Hannesson. Það er engum vafa undirorþið, að Mr. Elannesson og ritstjóri þessa blaðs líta sínum augum hvor á landsmál, að undanskildu Hudsonsfióa- málinu, tollhneykslinu að sumu leyti, og máske einu eða tveim fleiri, t. d. endurmat hermanna- jarða og ellistyrk. Og hefði Is- lendingur eða óháður framsókn armaður kept svikalaust á móti þá hefðum vér þann mann styrkt. En eins og á stendur, samkvæmt öllu sem að framan hefir verið sagt, bæði í þessari grein og hinni hér á sömu síðu, þá getur ritstjóri- þessa blaðs án nokkurs ótta eða kinnroða — og án þess að líta á hinn vitanlega mjsmun á atgervi keppinaut- anna, íslendingnum í vil, né á hitt, að áreiðanlega hefir per- sónuleg framkoma Mr. Hannes- son ekki rýrt álit íslendingá í Ottawa — tekið undir með Stephani G. Stephanssyni skáldi er hér var staddur á manna- móti, þar sem Teuíon tilnefning- una bar á góma. Maður einn, úr andstæðingaflokki Mr. Hannes- son lét í ljós vafa um það, hve íslendingar mættu vel við una að senda hann á þing. Stephan sneri sér að honum með þenna djúpgenga brosljóma á andlit- inu, sem vinir hans kannast svo vel við og sjá svo oft, og sagði: ‘‘Heldurðu að Bancroft sé lík legur til þess að verða íslend- ingum til meiri sæmdar í þing- salnum í Ottawa ” L Kristinn Pálmason, 28. okt. 1889 — . júní 1926. [ Þessi ungi og efnilegi maöur and- aöist hér á sjúkrahúsi bæjarins í byrjun júnímánaðar. Hann lá þar aðeins skamt, var fluttur þangað sunnndaginn 30. maí og dó þar föStu - daginn æstan á eftir, 4. júní. Bana- mein hans var lungnabólga, er sner- ist upp í mænuhimnubólgu, aS sagt var. Utför hans fór fram frá Sam- bandskirkjunni mánudaginn 7. s. m., að viðstöddum nokkrum vinum hans og kunningjum. Ræðuna flutti sr. Rögnv. Pétursson. . * Þó Kristinn heitinn væri búinn að dvelja hér í bæ um allnokkur ár, voru þeir þó fáir, er kynst höfðu honum nákvæmlega. Han.n hlutaðist ekki til um athafnir annara og vi'ð- kynningin varð því eigi almenn. Það voru aðeins nokkrir yngri men.n, að hann batt vinskap við, er voru á svip- uðu aldursskeiði og hann var sjálfur. Að þeim undanskildum og hjónun- um, sem hann bjó hjá, hr. Bergsveíni M. Long og konu hans, var hann £estur og frantapdi tneðal alls fjöld- ans. Æfi hans var að ýntsu leyti rauna- saga, þótt eigi sé hún einstæð i sögu þjóðarinnar. Annars vegar sérstakt atgervi og mannkostir, samvizku- og hluttekningarsemi, svo mikil, að heita mátti dæmafátt, en hins vegar köld kjör og óblíða örlaganna, er hann þó á engan hátt var valdur að eða réði nokkru um, er gerðu honum erfiðara fyrir mörgum öðrum framar, og drógu úr lífsgleði hans, þó eigi léti hann á því bera. Gat hann með jpólu-Hjálmari sagt: "Snemma byrja barnamein”. . Hann var fæddur 28. október 1889, í Suðursveit í Austur-Skaftafellssvslu. Er ártalið tekið eftir borgarabréfi hans, því til antjara upplýsinga náð- ist ekki. Faðir hans hét Pálmi Bene- diktsson, Ingimundarsonar, en hvað- an hann var ættaður. hefir ekki ver- ið unt að spyrja uppi. Móðir hans hét Ingunn og var Þorsteinsdóttir. Foreldrar hans voru heitin. heimulega, en fengu ekki að eigast, og var það af völdum móður-foreldranna. Nætur- gamall er Kristinn fluttur burtu úr húsum móðurforeldra sinna, og tek- inn til fósturs af hjónum þar í sveif- inni. Andaðist þá móðir hans skömmu síðar. Eigi löngu þar á eft- ir flutti faðir hans úr sveitinni og norður á Jökuldal í Norður-Múla- sýslu og tók drenginn með sér. Olzt Kristinn. þa'r upp til tvítugsaldurs. á vegum föður síns, er mikið ástríki lagði á hann, svo að þeir máttu ekki skilja. Um tvítugt vistaðist hann til Akureyrar og var þar við sjómensku um þriggja eða. fjögra ára bil. Þaðan flytur hann austur á Seyðisfjörð og stundar þar sjó unz hann flutti alfari til Vesturheims sumarið 1912 eða 1913. Var þá fað- ir hans dáinn. ,Hann settist að hér í ’Winnipeg og var aðalheimili hans ; eftir það hjá þeim hjónpm Bergsveinf Matthiassyni Long og konu hans. er reyndust honum hinir mætustu vinir. , Eftir að vestur kom stundaði hann hverja þá vinnu, er fyrir kom; á vetr um var hann við fiskiveiðar norður á vötnum í Manitoba og Saskatchewan, eitt ár daldi hann vestur á Kyrrahafs- | strönd og um 4 ára skeið við land- I búnað vestur við Wynyard, Sask. Síðakt var hann tekinn við vinnu hjá verzlunarfélaginu T. Eaton Co. hér í bænum. Kristinn kynti sig svo að hann var hverjum manni hugljúfur, er hann átti nokkur skifti eða sanmeyti vfð. Trygð og góðfýsi voru sterkustu ein- kenni í allri framkomu hans. Vinur hans B. M. Long lýsir honum svo: “Kristinn, var vel gefinn maður, bókhneigður og las talsvert. Svo lag hentur var hann, að hann sýndist geta flest er hann bar hendur að. Hvarvetna þótti hann ágætur liðs- maður, fjörugur og skemtilegur, og svo var hann góður drengur, að all- ir, sem kyntust honum um lengri eða skemri tíma, báru einkar hlýian hug til hans, enda veit eg ekki betur en að hann væri einn af þeim, er kveddi svo þenna heim, að hann ætti sér enga óvildarmenn. Ætíð var hann. hinn mesti reglumaður dg vinnu gefinn, . en græddust þó ekki fjár- munir, því öllum vildi hann gott gera, mönnum og málefnum, stundum meira en efni leyfðu, og ánægja hans og ástundun var ætíð sú, að geta staðið í skilum við alla.” Jafnframt því sem þessi orð eru Iátlaus, munu þau vera í öllum efn- um sanngjörn og rétt. Æfidagarnir urðu svo fáir, umkomufæð og barátta æskuáranna svo æg, að eigi vanst .honurn orka eða tími til að sýna neitia minstan. hluta þess, er með hon- um bjó. Hann var drengskaparmað- ur pg hefði seinni tíminn sannað það betur ef honum hefði verið lengra lífs auðið. Fámen.nið vort íslenzka er auðugra fyrir að hafa átt hann, og snauðara f-yrir að hafa mist hann. svo árla æfinnar sem hann var héð- an kvaddur.' R. P. Annar Águst á Mountain N. D. Etann hófst með því að Lúðtasveit Mountainbúa kallaði fólk saman til hátiðahalds kl. 1 eftir hádegi, og frá því og til sólseturs lét' hún alt af til sín heyra, öðru hvoru, fólki til . mikillar ánægju. Þegar fólkið hafði' safnast saman lét forseti dagsins til sín heyra, bauð fólk velkomið og kallaði frapi Rev. Breaw frá Cavalier, N. D., til að halda ræðu. Flutti hann mál sitt mjög sköruglega. Anna^r ræðumaður þenna dag var dr. Gíslason frá Grand Forks. Flutti hann einkar hlýlega ræðu á hreinni og góðri íslenzku. Einnig var hinn góðkunni K. N. þarna til staðar, og tók til máls 4 ljóðantáli sínu, fólki til mikillar skemtunar. Þá var þyrjað á íþróttum, og var það fyrst, að stúlkur sýndu leikfimi. Var það flokkur átta stúlkna frá Garðar, og voru þær þessar: Elm Thorleifsson, Svava Thorleifsson, Elsie Davidson, Þórunn BreiðTjörð, Elín Melsted og Cornelía Olafsson. Framkoma þeirra var mjóg þakkar-

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.