Heimskringla - 03.10.1927, Qupperneq 1
4
XLII. ÁRGANGUR. WINNIPEG, MAN., MÁNUDAGINN 3. OKTÓBER 1927. NÚMER :
I M1 NNING U STEPHANS G. STEPHANSSONAR.
Stephan G. Stephansson.
3. okt. 1853 — 10 ágúst 1927.
Ræða flutt í Sambandskirkju
sunnudaginn 2. október 1927.
af séra Rögnv. Péturssyni.
Kæru vinir!
• Oftast mun það henda að þau
verkin verði oss erfiðust, sem
oss eru skapfelldust. Að minnsta
kosti er því svo varið með hlut-
verk mitt að þessu sinni. Ekkert
er mér kærara en að minnast
þess manns, er hér um ræðir,
ekáldsins Stephans G. Steph-
anssonar, .er:
“Skeytti minna að vera sigur-
sæll
En sanni halda að efstu mála-
iokum.”
i
eins og hann sjálfur kvað að
skilnaði til Skapta B. Brynjólfs-
sonar. Eg get ekki hugsað mér
að sá tími komi að mér verði það
eigi kært. En þess meira sem
eg hugsa um það efni, þess meiri
vandhæfni og erfiðleika finn eg
á því; eigi þó sökum þess að
hann væri dulur í viðkynningu
eða færi leynt með skoðanir sín
ar, því hvorugt er hægt að
segja; eigi heldur fyrir þá
skuld að hann drægi sig í hlé
eða út úr samuðinni og stefndi
sínar götur og léti sig það engu
skifta sem hún var að hugsa
eða gera; heldur sökum hins
að hann var hlýr í viðkynningu
og tilfinninganæmur, skoðan-
ir hans voru afar sannleiks-
glöggar, eðlilegar og djúptækar;
hann lifði í, með og fram úr
sinni samtíð, leið með henni,
erfiðaði með henni, hugsaði fyr
ir hana,, því trú hans og sann-
færing var sú að:
“Lífsins kvöð og kjarni er það,
að líða
Og kenna til í stormum sinna
tíða.”
Þess konar mönnum verður
ekki lýst. Orðin gera það ekki;
hið eina, sem það getur gert,
er viðmótið, persónuleikinn sjálf
ur. Það verður litið úr sam-
úðarhlýleikanum, þegar farið
er að segja frá honum; úr vits-
muna-aflinu, úr sannfæringar-
eldinum. Orðin eru eigi annað
en tákn, dauf líking, þegar bezt
lætur. Hins mesta er vænta má
af þeim, er að þau geti numið
það burtu, sem helzt villir fyr-
ir hugskotssjónum vorum og
hamlar því að vér fáum séð
myndinni bregða fyrir, sem ver-
ið er að segja frá.
Flestir íslendingar, er til vits
og ára eru komnir, í^unu kann-
ast við Stephan G. Stephans-
son. Þeir hafa heyrt hans get-
ið, sumir hafa lesið eitthvað eft-
ir hann, nokkrir hafa séð hann.
En ef dæma skal af eftirspurn-
inni á ljóðmælum hans, þá eru
þeir ekki ýkja margir, hvorki
heima á ættlandi voru eða hér,
sem. fylgst hafa með orðum
hans sjálfs. Þeir hafa ef til vill
fylgst því betur með því, sem
um hann hefir verið sagt. Er
það ekki ótítt að í lifanda lífi
eru annara orð og dómar frem-
ur teknir trúanlegir en orð og
dæmi mannsins sjálfs, og á því
verður eigi breyting fyr en mað
urinn er dauður. Auðvitað á
þetta ekki við um alla. Það á
ekki við þá sem út af flóa mæli
meðalmennskunnar, og hafa
ekki aðra réttlætingu fyrir lífi
sínu fram að bera en auðmjúka
afsökun þess að hafa verið til.
Hjá' því verður ekki komist að
líkindum fyrr en þá seinna læt-
ur að “firrist múgur mök við
mikilhæfi”.
“Makalaust mannvit fer mun-
aðarlaust.” Stundum tekst að
koma því fyrir á hæli og sveigja
það og temja eftir fornum fyrir-
mælum. Þá fer það ekki vin-
sældanna á mis. En aftur þeg-
ar það mistekst, þá er lokið öll-
um umgangi við það og kynn-
ingu.
Ekki held eg að Stephani hafi
verið það óhapp, að hann átti
ekki þeim umgangi að fagna.
Eg held honum hafi verið það
miklu fremur happ; fann hann
það og sá fyrir löngu síðan. —
Fyrir meira en tuttugu árum síð
an kvað hann: “Mér hefir vaxið
megn og vit mest í þrauta krepp
um” — í munaðarleysinu, í ein-
angruninni. Hanh trúði því að
liið sanna og rétta verði aldrei
gengið á bug, geti ekki glatast.
Það eru hinar gullnu töflur er í
grasi felast og hver ný kynslóð
goða og manna finna eftir hver
Ragnarök. Laun allra verka eru
upp skorin í framtíðinni, eins og
raunar livert verk er unnið fyr-
ir framtíðina. Þess lengra sem
er til launanna, þess dýrmætara
er verkið. ‘Það er lífsins goldni
gróði, grafir verða að sögu
ljóði”. Hann lét það því engin
áhrif hafa á hugsun eða starf-
semi sína, hvort hann sá marg-
ar eða fáar hendur á lofti við
þau verk, sem hann var að
vinna, hvort margir eða fáir
tóku undir við hann í því sem
hann var að segja, hvort margir
eða fáir hugsuðu líkt og hann.
Þessi færri sem voru um verkið
þess meiri þörfin að liggja ekki
á liði sínu.
Hann var fljótur að átta sig
á því, að maður með hans upp-
lagi og lundarfari átti ekki sam-
leið^með fjöldanum, eins og á-
statt var og ástatt er í heimin
um. Það olli honum engra á-
hyggna. Hann tók því með
fögnuði. Hann var minnihluta
maður. Þess léttara var að taka
í hönd hvers og eins er sótti á
brattann. Eg er óviss um að
vér höfum nokkurntíma átt
nokkurn mann, er með jafn-
mikilli gleði og fórnfýsi léði lið
allri framfaraviðleitni, jafnvel
hversu smá sem hún var. Ef
kunningjar hans sökuðust um
það við hann og bentu honum á
að yfir litlu væri að fagna, voru
svör hans jafnast á þá leið, að
“allt væri betra en ándlegur
dauði”. Honum var það fyrir
mestu að sjá mannkyninu miða,
þó í smáu væri. Eg held að
fáir hafi elskað einlægar sína
samtíðarmenn en hann. Til þess
velti hann steinunum úr göt-
unni og slétti veginn eins langt
og augaö eygir. Til þess sat
liann uppi um nætur eftir marg
an erfiðisdag og hugsaði og reit
er aðrir sváfu. Honum var
annt um að sjá mannvitinu
vaxa megin. Fávizkan er heims-
bölið, móðir allrar ófarsældar,
ójáfnaðar og óréttlætis millum
manna. “Vöntun gæða” er ekki
uppspretta mannkynsmeinanna.
“Vöntun gæða” er ekki til.
Mannssálin er auðug af gæð-
um; hún á ekkert annað til en
gæði; öll tilveran er full af gæð-
um; alstaðar eru gæði; en
þeirra nýtur ekki án vitsins.
Vitið er hið eina sem fært get-
Síðasta mynd af skáldinu; mynd þeirra hjóna tekin heima; júlí 1927.
ur gæðin í ljós, sem og sýnt
sig hefir; því öll þau gæði,
jöfnuður og réttlæti, sem vér
njótum, eru laun vitsins —
mannlegs vits -r einhverra
manna. Hann trúði því heitt
og einlægt að “byrði betri berat
maðr brautu at en sé mannvit
mikit”. Hann trúði á mann-
vitið mönntinum til bjargar. Það
er þó ávalt og æfinlega brot al-
vizkunnar. Sorgarefnið stóra
er að horfa upp á þanií harm
leik, er samtíðin “sínum
stærstu sálum reynir helzt að
sóa burt á tímans lítilsvirði”.
Gegn því færist hann í ásmegin
og gengur berserksgang. Það
er ekki af neinum hégómaskap.
Ekki af því að, hann telji sig
meiri nokkurri stofnun eða
hinn eina “frjálsa” og skyn-
bæra. Heldur að um skoðana-
mál er að ræða, sem hann
stendur vel að vígi að verja,
sem heimurinn sjálfur ber vitni
um: að allt það sem veikir dóm-
greind og skilning manna, er
vitsmunasynjun. Og vitsmuna-
synjun má hvergi vera óátalin,
hvar sem hún kemur fram, jafn-
vel þótt hún skipi sér undir
merki ríkis og kirkju. Þó mörg
sporin séu stígin til ónýtis í
æfileit manna; þó fæstum auðn-
ist að grípa upp meira en sem
svarar einu sandkorni á sjávar-
strönd sannleikans, þá er fund-
ur sá dýrmætur og færir heim-
inum eitthvert þeirra gæða, er
þess vitsmunaþroska bíða;, að
mannshöndin fái eftir þeim
seilst.
Hann var af sunnun nefndur
vantrúarmaður, ef til vill fyrir
þessar skoðanir; en þó öllu lík-
legar fyrir það, að hann þagði
ekki um þær og yar boðinn og
búinn til að ljá framsókn og
frelsi fullt fyígi. Eg minnist
þess ekki að; hann andmælti
því nafni. Eg held honum hafi
engin ósæmd þótt í því, eins og
skoðanamálum er komið, og
djörfunginni að kveða upþ úr
með sannfæring sína. En við-
sjárverð er sú nafngjöf og ehki
hættulaus fyrir kirkjuna, þótt
helzt til hafi hún verið óspör á
henni til þessa. Ef slíkir eru
vantrúarmenn, hvað er þá helzt
að álíta um kristindóminn? Að
hann sé sú kenning er ekki
leyfi frjálsa rannsókn, er sporna
vilji við öllum vitsmunaþroska,
er finni sig glataöan, ef mönn-
um græðist meiri þekking á líf-
inu. Naumast getur honum
orðið það til gagns. En fari svo,
verði það álit ofan á, hefir Tiann
enga um að saka nema sína
eigin dómgirni.
Það er engin vantrú til, nema
trúleysi á lífinu; en við það var
Stephan ávalt laus, sem allt
hans æfistarf ber vitni um. | í bréfi er hann ritaði síðast-
Mörgu því, er talið er í forn- 1 liðið haust, lætur hann sömu
um setningum óaðskiljanlegur, skoðana getið, og segist geta
hluti trúarinnar, hafnaði hannjfellt sig við tvíveldiskenninguna
ákveðið og hispurslaust. Að aðeins með einu móti: “Þegar
sumu henti hann gaman, sem borg manns hrynur í rústir og
mannlegu viti nú á tímum er | hefir verið á sandi byggð, eins
svo sjáanlega misboðið með' og Miami, vérður maður, jafn-
(sbr. kvæðin “Biskupsefni”,
“Smalarnir”, “Heimatrúboð” o.
fl.).
við
val þó óhagur sé, að klambra
saman aftur bjálkakofa yfir koll
En því sem lýsti samúð inn. Minn varð nú svona: Al-
viðleitni mannanna, kær
neðan hjá mörgum, því óhugsandi var að fara
að lesa sér til, svo að hafa mætti þeirra not.
— Hann sótti dæmin í íslenzkar fornsögur,
þjóðsögur, Norðurlandasögur, biblíuna og
-mannkynssöguna, auk hinna daglegu við-
burða. Óvanaleg efni geta það ekki talist,
eða Jeynifræði, er legið hefir frammi ótal ald-
ir. Margir þóttust og þykjast sterkir á því
svelli. En fáir hættu sér þó fram á hinn hála
ís. Einn sagði öðrum að kvæðin yæru óskilj-
anleg; en þeir sem liafa þóttust til umráða
meira en meðalpund vits og skilnings, bættu
því við, að í þeim væri mikið vit; ekki var gef-
ist um, hvernig því yrði komið heim og sam-
an, að maðurnn var myrkur í orði, óskiljan-
legur, en vitur. Sá dómur var því negldur upp
yfir honum: hann er vitur og óskiljanlegur,
í stað þess að þessum orðum hefði átt að snúa
við.
Það þótti, og þykir, svo sem
sjálfsagt, að sá sem er þungur
í máli, stefnir fyrir ofan og neð-
an garð hversdagsskilningsins,
er vitur, að hann hafi litla sam-
líðan með lífinu. Einkennilegur
misskilningur felst þó í þess-
konar áliti, og þungur og ókær-
leiksríkur dómur er með því
kveðinn upp yfir lífinu. Eftir
því sem menh eru vitrari og
þekkja lífið betur, eftir því eiga
þeir að hafa minni samhyggð
með því. Óhætt er að segja, að
ekki kynnist þeir þá góðu. Eft-
ir því ættu hinir vitrustu með-
al mannanna að hafa lagt mesta
fæð á lífið. Mun ekki hitt sann-
ara, að því áliti sé hrundið með
öllum þeim dæmum, sem til eru
í mannkynssögunni. En um
það er ekki verið að fást, þeg-
ar verið er að sniíða hleypi-
dóma, hvort þær ályktanir hafi
við rök að styðjast eða ekki.
Ef svo væri, þá yrðu lileypidóm-
ar sjaldgæfari en réttvísir dóm-
ar eru nú á dögum.
Gömul mynd af skáldinu og
Jóni Halldórssyni; tekin í Mil-
waukee, 1874.
leika og fyrirgefningu; með öðr
um orðum trausti á göfgi
mannssálarinnar, hélt hann
fram. Með því fannst honum
haun fara*að dæmi Jesú. Eða
var það ekki rétt athugað? —
Hann sá að “að allt var ógert
verk, sem ekki studdi mannúð
sterk”. “Minn guð hví yfir-
gafstu mig, frá gröf hans hljóm
ar kringum þig, er sér þú heift
og lijátrú lands sig hópa undir
nafnið hans”. Þegar svo er
komið, þá er sigrinum með
krossdauðanum snúið upp í ó-
sigur. Annars lýsir skáldið lífs-1
skoðunum sínum að nokkru í I
kvæðinu “Tíundir”. Hann hefir
gengið fyrir dýr Grikkja og
Gyðinga, guða og manna, spá-
manna og spakvitringa og spurt
til vegar. “Gátur á götu gáfu
allir”. Sneri hann sér þá til
náttúrunnar og hinna Tornu
norrænu véa, og fær/ það svar,
að “alH var til frá eilífð”. 1
kvæðinu “Heljarhlið” spyr hann
“Hver trú, hver lög sé lykla-
vald” þess staðar, og fær það
svar:
“Við þeim eg tek í hliði nýrra
heima,
Sem hafa ei boðorð fyrir lífsins
vörð,
En sinni önd og eilífðinni gleyma
1 önnum sínum við að bæta
jörð,
Sem vit er trú og viljinn bæna-
gjörð.”
Eftir þessum ályktunum átti
Stephan að vera mjog kald-
sinna maður og samúðarlaus;
en líklega er ekkert fjær sanni,
heimur er einn og óskiftur.
Ekkert er til utan hans né
kemst nokkru sinni út úr hon-
um. Er í veru sinni hvorki sið-
aður eða siðlaus. Illt og gott,
eru orðtök höfð um það, sem
okkur finnst að geri okkur
mennina sæla eða vansæla. Það
tvíveldi er til, og því má ekki
sleppa, tvíveldinu í sjálfum okk-
ur, stríðinu eilífa, siðferðis-
framförinni. Annars skrifa eg
svona losalega, því eg get ekki
ráðið mér. Eg leik á als oddi,
af þvi mér finnst svo víða vera
að rofa til. í dag ,er drífufjúk,
en það festir ekki eins fastlega
eins og fyr. Eins finnst mér
viðra úti í heimi hugsananna.”
Fleira mætti færa til, en vér
viljum ekki lengja þetta mál ... , * , .*
* , , „ . , .. ,, og geta þeir um það bonð, er
vort með þvi. En ber þetta vott b b 1
um hið verulega trúleysi? Ef einhver kynni höfðu af honum.
svo er, væri gott að til væri Þau þurftu ekki að vera mikil til
meira af því trúleysi. þess að finna það; alúð hans og
Sökum þess að ljóð hans hugarhlýleiki var alveg með sér-
kváðu við nýjan brag á þeim stökum hætti. Satt var að hon-
árum, er þau fyrst fóru að koma um var ósýnt um að hafa hátt
út, voru óvanaleg, kváðu sum- um sampíning sfna méð mann-
ir upp þann dóm um þau, að lífinu og auglýsa sig sem hinn
þau væru þung og torskilin, “góða mann”, er jafnan væri
jafnvel myrk. Eg geri ráð fyr- við því búinn að væta aðra ermi
ir að þau hafi verið það og séu lánleysingjanna með tárum um
leið og hann
færði þá úr hinni.
Hann átti ekki
þá skapgerð. —
Hann vildi ekki
snúa lífnu upp
í “grát og gnístr-
an tanna.” Trú
hans var sú að
láta sér sem
minnst bregða
við sár eður
bana.. Hann tók
við þeirri trú
af feðrunum, og
hún yar *'hon-
um heilög og
dýrmæt. — Hann
bar hjartað und-
ir kuflinum og
það sló í sam-
-------------- líðan með samtíð-
inni, og misti færri slög en
flestra annara. Hann varðveitti
vináttu manna bezt, og þoldi
skoðanamun þeirra, er honum
voru kærir, mörgum betur. —
Eftir hvern er hann missti frá
sér út á ókunna sæinn, var
söknuður hans djúpur og
hreinn, óblandinn lífsbeiskju en
fullur sársauka.
(Frh. á 5. bls.)
Wynyard, Sask.; íslendingadag 1920.
mörgum það enn. Hitt var þó
sönnu nær, að þau voru frem-
ur óvanaleg en myrk. Þau
lögðu leiðir sínar eingöngu til
hugsananna, og þar var sum-
staðar komið að tómum kofun-
um. Þau voru þrungin af efni,
byggðu ofan á svo fjölbreyttri
þekkingu, að óvíða er að finna;
fóru þau þýí fyrir ofan garð og