Heimskringla - 03.10.1927, Blaðsíða 2

Heimskringla - 03.10.1927, Blaðsíða 2
2. BLAÐSIÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG 3. OKT. 1927. At Close of Day. (Þessi góðþýðing á “Við verkalok” er tekin úr gamalli Heimskringlu. Þótti oss tilhlýðilegt að birta í þessu blaði eitt eða tvö kvæði eftir Stephan, er bezt hafa verið þýdd á ensku. Höfðum vér lagt drög fyrir annað, en því miður höfum vér ekki borið gæfu til þess að ná í það. — Ritstj.) XVhen sunny hills are draped in velvet shadows By Summernight, And Lady Moon hangs out among the treetops Her crescent bright; And when the velvet evening breeze is cooling My fevered brow, And all, who toil, rejoice that blessed night time Approaches now; — When out among the herds, the bells are tinkling, Now clear, now faint, And in the woods a lonely bird is voicing His evening plaint; And when the breeze with drowsy accerit whispers Its melody And from the brook the joyous cries of children Are borne to me;— When fields of grafn have caught a gleam of moonlight, But dark the ground;— A pearl-gray mist has filled to overflowing The dells around; Some golden stars are peeping forth to brighten The eastern wood; — Then I am resting out upon my doorstep In Nature’s mood. My heart reflects the rest and sweet rejoicing Around above; And beauty is the universal language And peace and love; And all things seem to join in benediction And prayers for me; And at Night’s loving heart both earth and Ireaven At rest I see. # And when the last of áll my days is over:— The last page turned; And what-so-ever shall be deemed in wages That I have earned:— In such a mood I hope to be composing My sweetest lay; And then — extend my hand to all the world And pass away! Jakobína Johnson. Ræða. flutt við útför skaldsins Stephans G. Stephanssonar 14. ágúst 1927. Á heimili hans við Markerville, Alberta. af séra Röngvaldi Péturssyni. “Undan þessum vilda eg ekki láta, ekki einu sinnij um stundarsakir, svo aðj sannleiki lærdómsins við héldist hjá yður.’* Gal. 2, 5. Kæru vinir! Sá atburður hefir nú gerst, og oss að höndum borið, er vér hefðum sízt kosið, en lengst von ' að að mætti sem fjarstur vera— andlát skáldsins Stephans G. Stephanssonar, er fáa hefir átt síná líka, enga sér fremri, svo framt sem vér þekkjum til, að meðfæddri list og gáfum, ein- urð og djarfsögli og hollustu við sannleikann. Vér þurfum naum- ast að lýsa því, hvílíkur sá boð- skapur var, er flutti oss fregn- ina um látið hans, síðasta mannsins er vér hefðum viljað þurfa á bak að sjá, vitandi þó að von barðist mót vissu að hér eftir fengi hann dvalist með oss langvistum — eins og heilsu hans var komið. En einmitt fyrir þá sök er oss söknuður- inn að meiri. Vér máttum ekki missa hann. Vér máttum ekki missa djúphyggð hans og drenglund, djörfung og staðfestu, ást og einhuga við allt, sem var, er og verður öldum og óbornum til vaxtar og gæfu. Svo fundvís var hann á það allt, svo holl- viljaður, að hversu sem það var torkennt eða falið, fann hann það; hversu sem það var smáð eða fyrirltið, tók hann það í forsvar sitt — hverjir sem á móti mæltu. Svo glögga sjón hafði hann á sannleikanum, að hann eygði hann hversu sem ofan á hann var hlaðið, hversu vendilega sem um hann var bú ið og gröfin tekin, hversu vand- lega sem legstaðurinn var inn- siglaður og varðveittur. Hann braut innsiglin, velti steininum frá grafarmunnanum, er hin orkuvana samtíð hvorki hafði vit né djörfung til að snerta við, og löngu fyrjr þá dagrenningu er aðrir komu til þess að skyggn ast inn í gröfina. Hann var upprisuboðinn — í lífi þjóðar vorrar og — út frá því — í lífi mannanna. Til þess sparði hann ekkert og tók ánægður við þeim launum er fyrir það eru goldin og úti eru látin og á- kveðan af vanskynjun og vild- arleysi, allra samtíða. Svo næmur var skilningur- inn, þróttmikið vitsmuna-aflið, að hann fékk tekið höndum sannindi hins innra, sem hins ytra lífs og snúið í “þann þátt sem æ mun halda”, og bregst hvorki trausti né þekkingu ó- kominna alda. "Vér höfum eng- an þekkt, munum aldrei þekkja nokkurn mann, er því orkaði jafn vel og hann eða betur. Vér þurfum því ekki að taka það fram nú, við burtfðr hans, er vér vitum að vegferðinni er lokið, er hugurinn getur eigi annað en hvarflað til baka, til þess sem var og eigi gerist oftar, og til þess sem eigi verður, sökum þeirrar breyting- ar sem orðin er, að oss meir “en hálfur hugur fellur”, oss skortir orð að mæla það fer vér vildum að hinstri kveðju. Með burtför hans hefir svo þyrmt yfir þjóðlífi voru, að þögn varðar. Byggðirnar drúpa, þó upp úr grasi gullinna minn- inga lýsi sporin hans. Með burtför hans er sem þjóðlíf vort hafi horfið niður af hæðunum, þar sem “ásýnd þess skein sem sól og klæði þess urðu björt ein og ljós” og ofan í dalinn þar sem geislarnir deprast, nnssa skin í þrengslum og sjónkreppu og myrkri daglausra nátta. Svipfegurð hæðanna er horfin, sveitirnar orðnar sem eyðimörk, frjór gróðursæll bithagi manna of dýra, “utansálarríkur” mold- argróður. Þyki þetta ósvinnu- orð, er hugsanlegt að það komi til af því, að enn vantar mikið á að vér séum búin að áfta oss á því, að eins er heimur ónum- inn, þó lagður sé undir korn- yrkju, ef lífs og vitsmuna gróðr armagn hans er látið ónotað eftir sem áður. Oss er sagt frá því, að í forn- öld hafi steinarnir talað. Sá skýrði frá er skildi tungu þeirra — “skólaleysinginn”, er “alla sína fræðslu fékk í fátæklingsins skólabekk.” En það eru ekki steinarnir einir, úti í hinni ytri náttúru, sem tala. Tungurnar eru marg ar og ef til vill eigi færri en tungur mannanna. Vindar og veður tala, hæðir og hálsar, foss ar og ár, ormar og fleygir fugl- ar, gras'ið og gréniskógurinn. — Þessar tungur túlkaði skáldið Hann kunni þær. Þær eru mál- lýzkur hinnar alvísu tungu, sjálfrar lífsviðleitninnar, er lyft- ir einstaklingunum, þeim sem neðar eru settir, jafnvel yfir þá: “sem þó voru ofan á undirhleðslum fæddir.” Glaða sólskinsdagar fara um jörð með orrustuhug og al- væpni. En vopn þeirra eru lífs- vopn, svo að hvað sem fyrir þeim verður, rís upp til lífs, þó áður væri dáið. Örvar þeirra eru Ijóssprotar. Með þeim skjóta þeir í sundur höft ísa-áriauðar og vetrar,. svo að hið volduga veraldarríki Vindsalakyns “leys ist upp af limafallssýki líkt eins og stórveldin hin”. Á korginum sem rennur úr særðum gréip- um vetrar, rfæra þeir nýtt líf og nýjan gróður. Hann var útvörður allra vona, leiðsögumaður vegfar- enda, hvatamaður framfaranna. hæli útlaganna, svaramaður sanninda, frumbýlingur í landi allra fræða. Það verður erfitt á næstu öld að nema svo hér- uð í heimi andans, að þar gæti ekki merkja hans og byggða, er farið hefir eldi um þær stöðvar allar. Vér vissum að draga myndi að því fyr en varði, að hann yrði að fara. Vér vonuðum sámt að hann fengi enn dvalið um stund. Oss brá því við er vér heyrðum strenginn bresta, er jafnast og bezt hafði ómað lífsins lag, hvatt til vöku og auk ið ótal “dögum í æfiþátt”. Sjálf- um fannst honum undir hið síðasta, hann kveða “Skjál'f- hendu” frammi í hinu forna feigðarskeri skipbrotsmannsins, en vér vildum ógjarna þurfa að trúa því. Orð hans voru hin sömu, óskelfd, einbeitt og á- kveðin og “skáluðu lífgjöf og hita”. Það virtist óhugsandi, að nökkvinn hans góði væri brotinn, er byr hafði í öllum veðrum. Enn bar hann jafn- hátt og áður, en hillingar af hafi tímans hafa þar ef til vill villt okkur sýri, mestar eru þær er degi tekur að halla og undir kvöld er komið. Fram í feigð- arskeri fannst oss hann eigi vera, og í því skjátlaðist oss ekki. Vér sáum “í brattgöngu- liðinw fremstur hann fór”. Þess höfðum vér og vænst af hon- um. Vér höfðum naumast heyrt þess getið að nokkur hyrfi svo á braut, að eigi dræg- ist hann fyrst aftur úr, linaði sóknina, sýndi merki uppgjafar og afturfarar. En þau merki sýndi hann ekki, enda drógst hann ekki aftur úr. Hann gekk fyrir liðinu. Dauðinn var ekki uppleysing, hann var verkalok, svipuð og þau er vér lesum um í nýja testamentinu. “Og meðan hann var enn að blessa yfir þá, skildist hann frá þeim og varð numinn upp til himins”. Verk landnemanna eru hvar- vetna og á öllum tímum skyld og þeim lýkur á líkan hátt. Eg er ekki fær um að dæma um verk vinar vors, en öll eru þau og verða þjóð vorri til sæmdar og mannfélagi voru til nytsemdar. Þjóð vorri vann hann fyrst og fremst, það sem hann vann. Þótt hann væri landnámsmaður og gleddist sí- fellt í landnámi nýrar sanninda og vona, helgaði hann henni öll sín verk, hún átti þau öll. Öndvegissúlurnar flutti hann með sér, og úr hásæti lista og ljóða leit hann á allt, sem var að gerast íslenzkum augum. — Með því efni er hann fann í anda hennar og sogu, brúaði hann óvissuna. Frá öðrum vildi hann ekki lána, fann þar líka fátt að brautu berandi; “hollt er heima hvat”. . Hann var hennar opinberun, og af þeirri opinberun þekkir hún afl sitt og atgervi betur en nokkru sinni fyr. Sönnun allra lífsskoðana er lífið. Æfistarf hans er blessunargjöf, lögð henni í skaut, að engu verki laut hann öðru. Og meðan hann var enn að blessa yfir hana, skildist hann frá henni. Ljóðin kveður hann ekki, sem kunnugt er, til þess að lengja því lífið sem úrelt er, ekki til að færa ósannindin og hleypi- dómana í hina fögru skikkju sannleikans. Til engrar skyldu fann hann að leggja þeim neitt til framfæris. 1 háns augum er heimskan heimsbölið xnikla, og engu minna böl, þótt klædd sé í pell og purpura og beri gull á hverjum fingri. Því böli vildi hann útrýma og hugg- aði sig við það, að þótt þeim á- setningi miði lítið við hvern mannsaldurinn, þá komi þó sú tíð að því verði útrýmt. Því: “Þótt heimskan endist elztu mönnum betur, Hún yfirlifað sannleikann ei getur.” Við erfið kjör óx hann upp úr útsýnisleysinu, “er starði í botnlaust fúa fen fólks rim and- ann lokinn”, upp til loftsstraum anna tæru, er leika hátt við himinn. Hindurvitni og kredd- ur óttaðist hann ekki; þess minna, sem aðrir dáðu þær meir, og þær voru rótgrónari og eldri. Svo traust tök hafði hann á skynseminni, að hann trúði því, sem aðrir annars að- eins játa, að sá sem stöðugur er í sannleikanum, er stöðugur í guði. Hann óttaðist engin lífstöp, þótt hann afrækti lífs- glöp, er öðrum höfðu verið gerð. Því voru svör hans af- dráttarlaus, er því var að skifta: “Þigg ei ráð þitt, vinur, vit að veika trúin mín svo er rík, hún treystist til að tapa meiru en þín.” Gildi trúarinnar er ekki allt innifalið í vöxtunum.------ t(_ Þegar sérhver ganti og gjóstur grunnhyggnina æsti í róstur,” var hann sá alls eini meðal þjóðarinnar er andmælti þeim óvildarleik, án þess að gerast “annara hvorra vinur”. Svo að íhaldsöflunum og uppgerðárlát- æðinu brá. “Stærstan huga þurfti þá að þora að sitja hjá.” Þann huga hafði hann, er verða mun hans stoltasta hrós, er tímar líða fram. Hin snöru og fögru augu hans brunnu ‘þá bjartara og fegurra ljósi, en hinn ljósríki og fagri stjömu- himinn, er blikaði kalt og sani- úðarlaust yfir hinum blóði drifna val. Aldrei hefir nokkur staðíð í stærri sannfæringar- raun en hanri stóð þá. Á önd- verðum meið stóðu vinir og ættingjar, er hann unni og hon- um unnu. En hann stóðst þá raun, og aflaði þjóð vorri með því stærstu sigurgjafarinnar. Hann var landnámsmaður í heimi sannleikans, alfluttur úr því landi, þar sem þrælsótti eða fávizka gátu snert við einu hári á höfði hans. Vér munum jafnan minnast þess er hann sagði við oss á þeim á'rum: “Þeir mega varpa mér í fang- elsi, ef þeir vijla, eg á færri ár eftir en af eru, það tekur ekki því að reynast þeim ótrúr.” Þessi orð minntu á þá, og minna enn á, orð er töluð voru við svipað tækifæri á fornri öld: “Undan þessum vilda eg ekki láta, ekki einu sinni um stund- ar sakir, svo að sannleiki lær- dómsins viðhéldist hjá yður.” Undan þessum vildi hann ekki láta, og undan engum,, er, að því sem séð varð, sniðgengu sannleikann, eða létu blekkjast af fortölum, eða tóku hálfsætti við réttlætismeðvitund sína. Og hann lét ekki undan. Ald- urhniginn og einn stóð hann á móti almenningsálitinu og hop- aði hvergi um spor. I fjarska eygðum vér hann, á hæðinni er aðrir dirfðust ei að klífa. “Hve fagrir voru ei fætur friðarboð ans, þess sendiboða, sem frið- inn kunngerir, frelsunina boðar. .... Eins og margir menn undr ast yfir honum, eins mun hann vekja margra þjóða lotningu fyrir sér”. Hve undursamur var hann ekki í einangraninni. Sú mynd, sú sýn, líður oss aldrei úr huga samferðamönn- um hans. Aldrei reyndi þá meira á hver mætti sín betur, hrópandinn á eyðimörkinni, eða múgur “hins mikla ráðs; hver var hinn sanni meirihluti, “einn með guði” eða allir á móti. Og aldrei kom betur í ljós en þá, hve þrátt fyrir allt, hann átti marga vini, fleiri ef til vill en hann vissi um sjálfur og al- mennt var á allra vitorði. Hann hafði vakað af nóttina, morgun- inn var að renna og nokkrir vaknaðir. Að sumu leyti var honum þetta Ijóst, og því sagð’i hann: “Mér er óhætt meðan sést að meðhald bjóða höfuðin sem hugsa bezt og hagast Ijóða.” Lokabaráttan er löngu háð, og liðin saga. Við næturskilin, er rökkvi færist á hæðirnar, krýpur þjóðin í lotningu við kistu hans. Enginn hefir trúrri reynst orðum sínum og kenn- ingum en hann. Minningarnar verða margar, frá þessari stundu, sem og hin- um öðrum er liðnar eru. Verða fæstar þeirra rifjaðar upp hér, enda skal nú staðar numið. Æfisögu hans ætlum vér ekki að segja, hana er alla að finna í ljóðum hans, heldur aðeins nefna nokkur ártöl, sem þó eru öllum kunn. Skáldið Stephan G. Steph- ansson er fæddur á Kirkjuhóli í Seyluhreppi í Skagafjarðarsýslu 3. október 1853. Foreldrar hans voru Guðmundur Stefánsson frá Kroppi í Eyjafirði, og Guð- björg Hannesdóttir frá Reykjar hóli í Seyluhreppi; er ætt þeirra rakin til skálda og merkismanna á þeirri tíð. Um 1860 fluttu foreldrar hans frá Kirkjuhóli að Víðimýrarseli og þaðan 1870 norður í Bárðardal í Suður- Þingeyjarsýslu. Var Stephan þá 17 vetra. Vistaðist hann til Jóns bónda Jónssonar í Mjóa- dal og föðursystur sinnar Sig- urbjargar Stefánsdóttur, en for- eldrar hans fóru að næsta bæ. Lágu þar fyrst saman leiðir hans og konu hans er síðar varð, Helgu dóttur Jóns bónda í Mjóadal. Var hún þá 11 vetra. í Mjóadal dvaldi Stephan í 3 ár, eða ofan að árinu 1873, að foreldrar hans og tengda- foreldrar er síðar urðu, fluttu alfari til Vesturheims ásamt fleiri Norðlendingum. Stað- næmdist hópurinn í Milwaukee í Wisconsinríki, en þaðan flutt- ist Stephan og fólk hans til Shawano County, inn á meðal Norðmanna, þar sem þá mynd- aðist örlítil íslenzk byggð — fyrsta í Ameríku. Þar voru þau gefin saman Htelga kona hans og hann 28. ágúst 1878, fýrir 49 árum síðan. Tveim ár- um seinna tóku allir þessir ís- lenzku nýlendumenn sig upp og fluttu flestir til hinnar nýstofn- uðu íslenzku byggðar í Norður Dakota. Námu þeir feðgar, Stephan og faðir hans, lönd vestur af þar sem nú heitir að Garðar, undir hinum svonefndu Pembina fjöllum. Þar andaðist Guðmundur um haustið, 24. nóvember 1881. — Á þessum stöðvum bjuggu þau Stephan og kona hans í 9 ár, en fiuttu þá ásamt fleirum vestur hingað á þessar stöðvar, byggðu hér upp úr auðn — landnámsmenn í þriðja sinn. Héðan hafa þau svo aldrei fært sig, og hér and- aðist Guðbjörg móðir hans 18., jan. 1911. Átta börn hafa þau eiga- ast. Elzti sonur þeirra, Baldur, er fæddur í Shawano County, Wisconsin, fluttist ársgamall til Dakota. Næstur honum er Guðmundur, fæddur í Da- kota; 'þá Jón, fæddur þar og andaðist þar á 4. ári; þá Jakob, er þar er einnig fæddur. Fjögur yngri systkinin eru fædd hér í byggð: Stefaný Guðbjörg; Jóný Sigurbjörg; Gestur, andaðist hér fyrir mörgum árum síðan 16 ára gamall, og Rósa. Öll syst- kinin, sem á lífi eru, eiga heima hér í byggð. Eina systur á Ste- phan á lífi, Sigurlögu ekkju Kristins Kristinssonar frá Vind- heimum. Fluttu þau hjón hing- að snemma á árum, og hefir hún búið lengst af hér í nágrenni við bróður sinn. Haustið 1908 ferðaðist Ste- phan um tveggja mánaða tíma, um byggðir vorar norðan og sunnan landamæra, og las upp kvæðaflokk er prentaður er f þriðja bindi ljóðmæla háns: “Flutningurinn í nýja húsið”. Þann sama vetur var gefið út heildarsafn ljóðmæla hans í 3 bindum. Annaðist um það vin- ur hans Skapti B. Brynjólfsson,. er þá dvaldi á íslandi. — Ári5 1917 bauð íslenzka þjóðin hon- um heim sem gesti sínum. Tók hann boðinu og dvaldi þá sum- arlangt helma á ættjörðinni. Voru þá liðin 44 ár frá því að bann kvaddi þar síðast. Á sjö- tugsafmæli hans haustið 1923, kom út framhald Ijóðmæla hans í tveimur bindum. Var þá ljóð- mælasafn hans orðið það stærsta, er ort hefir verið á ís- lenzka tungu, og allt kveðið í hjáfstundum við daglegar annir og störf. Á árunum sem liðin eru síðan, hefir hann bætt við mörgum óviðjafnanlegum kvæð um, en fleiri verða þau ekki. Er nú hið síðasta kveðið. Hljóðn- ar nú líka um byggðir vorar og munum vér þó finna þess meiri vott síðar. En eigi myndi hann hirða um að vér teldum oss harmatölur við hinnstu kveðjn, og skal það heldur eigi gert. Vér gleðjumst yfir því að hafa átt hann og réttum honum þakklátir hönd vora yfir djúp- ið. . Að fáum augnablikum liðn- um höldum vér svo aftur fram á veginn. Með oss tökum vér mynd hans og minningar og orðin spöku. Vér viljum vera minnug á þau og geymin. En þrátt fyrir hvatningu hans er- um vér eigi með jafnglöðu bragði og oft sinnis áður. Vér fáum ekki að því gert, oss er dimmra fyrir augum. Ef til vill skýra það fyrir oss orðin hans sjálfs, er vér viljum láta vera vor síðustu að þessu sinni: “Þú vissir það varla hve vænt um þig oss þótti, þann harm er heim oss sótti, er hlauztu að falla; þá brast um byggðina alla í brosin okkar flótti.” ------------x---------

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.