Heimskringla - 19.10.1927, Blaðsíða 3

Heimskringla - 19.10.1927, Blaðsíða 3
WINNIPEG 19. OKT. 1927. 3EIMSRRINQLA 3. BLAÐSlÐA, hverju þetta sætir. En það er þá fiskarinn, sem fer upp úr iúmi sínu, geingur fram í for- dyrið, kveikir ljós, tekur í hnakkadrambið á tíkinni og fleygir henni út í snjóinn. Síð- an lokar hann útidyrunum, slekkur ljósío og legst í flet sitt. Er nú hljótt um stund uns tíkin tekur að ýlfra úti fyrir en hvolp- arnir að ýskra ámátlega í for- dyrinu. Þá rís upp Torfi Torfa- son, paufast fram gegnum for- ayrið, hleypir tíkinni inn og skríður hún þegar á hvolpana. Síðan lagðist hann til svefns. En ekki hafði hann leingi legið þegar hann hrekkur upp við um- gáng og skilur nú ekki hverju þetta sætir. En það er þá fisk- arinn, sem fer upp úr rúmi sínu, geingur fram í fordyrið, kveik- ir ljós, tekur í hnakkadrambið á tíkinni í annað sinn og kastar henni út í snjóinn. Síðan legst hann enn til svefns. Aftur tek- ur tíkin að ýlfra úti, en hvolp- arnir að ýskra og Torfi Torfa- son rís úr rekkju, hleypir tík- inni á hvolpana aftur, legst síð- an fyrir. Eftir drykklanga stund rís fiskarinn enn á fætur, kveikir á ljóskerinu og fer fram. En svo má brýna deigt járn að bíti um síðir og nú snarast Torfi Torfason fram úr í þriðja sinn og fram í fordyrið eftir fiskar- anum. — Annaðhvort skal tíkin hafa frið eða við skulum bæði út, ég og tíkin, segir Torfi Torfason og skiftir nú eingum togum, nema hann leggur hendur á hús bónda sinn. Takast nú með þeim ryskíngar allharðar og leikur kofinn á reiðiskjálfi, en alt byltist um og brotnar, sem fyrir verður. Veittu þeir hvor öðrum mörg högg og þúng og var þó fiskarinn illvígari uns Torfi hleypur undir hann, tek- ur hann fángbrögðum og léttir nú ekki sókninni fyr en hann hefir sett fisKarann í bónda- beygju. Því næst opnaði hann kofadyrnar og kastaði fiskaran- um eitthvað út í buskann. Úti var kyrt veður, stjörnu- bjart, frost mikið og alsnjóa. Torfi var allur biár og blóðugur, heitur og móður eftir leikinn. Svo þetta átti þá eftir að koma fyrir Torfa Torfason, annálaðan friðsemdarmann, sem aldrei hafði gert kvikindi mein, að kasta manni út úr hans eigin húsum, kasta honum út á gadd- inn um miðja nótt og það út af einni tík! Kanski að eg hafi meira að segja drepið hann, hugsaði Torfi, en það nær þá ekki leingra, — það verður þá að hafa það. Það var aldrei eg fór að flytja til Nýa-lslands! Og hann ránglaði út úr kofan um snöggklæddur eins og hann stóð, ránglaði út á hjarnið, stefndi til skógar. Og naumast hafði hann geingið tuitugu skref, þegar hann var búinn að gleyma reiði sinni og fiskaran- um og farinn að hugsa um það sem hann hafði átt og það sem hann hafði mist. Einginn veit hvað átt hefur fyr en mist hef- ur. Hann fór að hugsa um kindurnar sínar, sem voru svo drifhvítar á lagðinn, um heslana sína, blessaða kallana, sem vóru þeir einu, sem skildu hann og þektu hann og mátu hann, og um kýrnar sínar, sem vóru teymdar út úr tröðunum eitt kvöld í vor og ókunnugur strák- ur rak á eftir þeim með ólar- spotta. Og hann fór að hugsa um hann Jón og hana Maríu, sem Guð almáttugur hafði tekið til sín upp í þennan stóra, er- lenda himin, sem hvelfist yfir Nýa-lsland og er eitthvað alt annað en himininn heima. Og hann sá enn í hug sér þessa ís- lenzku landnámsmenn, sem staðið höfðu yfir gröfinni með hattkúfana sína í sárþreyttum höndunum og raulað. .... Og hann kastaði sér niður á hjarnið milli trjánna og grét beisklega í næturfrostinu, þessi stóri, sterki maður, sem farið hafði alla leið frá Gamla-íslandi til Nýa-íslands, þessi öreigi, sem hafði fært börn sín að fórn voninni um miklu ágætari frám tíð, fullkomnara líf. Tár hans féllu niður á ísinn. Halldór Kiljan Laxness. Om I C I A Strong, Reliable Business School MORE THAN 1500ICELANDIC STUDENTS HAVE ATTENDED THE SUCCESS BUSINESS COLLEGE OF WINNIPEG SINCE 1909 It will pay you again and again to train in Winnipeg where employment is at its best and where you can attend the SUCCESS BUSINESS COLLEGE whose graduates are given preference by thousands of em- ployers and where you can step right from school into a good position as soon as your course is finished. The SUCCESS BUSINESS COLLEGE, Winnipeg, is a strong, reliable school—its superior service has resulted in its annual enrollment greatly exceeding the combined year- ly attendance of all other Business Colleges in the whole Province of Manitoba. Open all the year. Enroll at any time. Write for free prospectus. í BUSINESS COLLEGE, Limited 385'/2 Portage Ave.—Winnipeg, Man: Siglingar til Gamla Landsins CANADIAN NATIONAL yflr nóvombor og doHombor hnfa aukafnrlentir og Mvofnvagnn nem ganga beinn leift nft sklpshlift og hafa Nambitnd vift öll elni.sklpa- fólög, er aigla til llretianda ug annara Kvrópu.ha fnaratn öa. UM VEG.J ABKfiF Fastsetjið nú Svo yöur veitiHt bextu þmgindl Lág Fargjöld YFIR DESEMBER —TIL— HAFNSTAÐA The Canadlan \a- tional Melur ftfram haldandi farmlóa ft öll eimMkipnfí*- liigj yflr Atiantx- hafiö og sér um öll þæglndl vltt- vlkjandl svefn- klefum hieöi ft vögnum og e i m _ Mkipum EF ÞÉR EIGIÐ KUNNINGJA Á GAMLA LANDINU scooccocoscoGococcocoooeoococoocococooocoscccoooco&coe NAFNSPJOLD >scoossooososoososso5osoosoooososososososooooooosooooc The Hermin Art Salon gerir ‘Hemstitching” og kvenfata- saum eftir nýjustu tizku fyrir lægsta ver?5. Margrra ára reynsla og fullkomn asti vitnisburður frá beztu sauma- skólum landsins. Utanborgrar pönt unum fyrir Hemstitching sérstakur ?aumur grefinn. V'. BEXJAMIXSSOX, eigandi. 606 Sargent Ave. TaÍMfml 34 152 Dr. C. H. VROMAN TAJiSitÆKSIIB Tennur ytiar dregnar etia lagaS- ar án allra kvala. TALStMI 24 171 503 BOVD BLDG. WIXIÍIPKG L. Rey Farmiðar TIL OG FRA öllum Stöðum A Jörðinni SEM ÞÉR VILDUÐ HJÁLPA AÐ KOMA í ÞETTA LAND, ÞÁ HAF IÐ TAL AF OSS. VÉR MUNUM SJÁ UM ALT ÞVÍ VIÐVÍKJANDI ALLOWAY & CHAMPION 6(17 Maln St. Winnlpesr, Man. Teiephone 26 861 umboísmenn fyrir THE CANADIAN NATI0NAL RAILWAYS Fruit, Confectionery Tobaccos, Cigars, Cigarettes Phone: 37 469 etc. 814 SARGENT Ave. Emil Johnson Service E/ectric 524 SARGENT ÁVE- Selja rafmagnsáhöld af öllum teg. undum. ViBgerCir á Rafmagnsáhöldutn, fljótt og vel afgreiddar. Slmlt 31 507. Helmaalmlt 37 380 MHS B. V. ISFELD Ö Planl.t A Teacher O STUDIOt 000 Alveratone Street. O Phone t 37 030 soosoeocoeosocoscocooso Dr. /VI. B. Hal/dorson 401 Boyd Bld*. Skrlfstofusímt: 33 674 Stundar sérstaklega lunguasjúk- ddma. Œr aS flnnw á skrlfstofu kl. 12-—II f h. og 2—« e. h. Helmlll: 46 Alloway >r, Tnlafmlt 33 158 HEALTH RESTORED Lœkningar án lylja Dr- S. G. Simpson N.D., D O. D.O. Chronlc Diseasea Phone: 87 208 Suite 207 Somerset Blk. WINNIPEG, — MAN. DA/NTRY’S DRUG STORE Meðala íérfræðingar. Vörugaeði og fljót afgreiðala* eru einkunnarorð vor, Horni Sargent og Lipto&, Phone: 31 166 í A. S. BARDAL j Lindsay dómari. Ameríska auðvaldinu tekst að fá einum af velgerðamönnum mannkynsins vikið frá starfi sínu. Nýlega segir vestur-íslenzka blaðið “Heimskringla” frá því, að “eftir þriggja ára baráttu hef ir Ku Klux Klan í Coloradoríki” í Bandaríkjunum, “tekist að fá B. B. Lindsay, dómara við ung- lingaréttinn í Denver, vikið frá embætti undir því yfirskyni að hann hafi ekki verið löglega kosinn 1924. — Myndu aðfarir Ku Kluxana, að fá kosningu hans ónýtta efni í ófagra sogu,” segir í blaðinu. Lindsay dómari er viður- kenndur meðal allra réttsýnna manna hvaðanæfa um heim einn af brautryðjendum mann- úður og réttlætis, sem nánara er skýrt frá hér á eftir. Ku Klux Klan er leynifélag til eflingar dollaragengi amerískra auð- manna og 100% þjóörembinga, Var það stofnað í núverandi mynd sinni á stríðsárunum til baráttu og ofsókna gegn sam- tökum verkalýðsins og jafnaðar mennskunni, til eflingar útlend- ingahatri og kynflokkahátri. einkum gegn Þjóðverjum, Gyð- ingum og gulum mönnum, og jafnframt gegn kaþólsku kirkj- unni. Er því yfirleitt stefnt gegn öllu því er minnkað geti veldi dollaragoðanna amerísku. Þyk- ir leynifélag þetta lítt vandað að meðulum og líkjast þau mjög tilganginum. Ekki hefir verið auðvelt að finna sakir á Lindsay dómara, úr því að það fðr þessa leiðina til að losna við hann úr starfinu, að fá ónýtta kosningu hans. — Þeir stjórnmálaflokkar er fjöl mennastir hafa verið í Banda- ríkjunum og ráðið hafa mestu, eru samveldismenn og sérveldis- menn. Lindsay dómari komst snemma að því, á hvern hátt kosningafjár þeirra var aflað oft og tíðum. Þar gat að líta einn þáttinn í sögu dollarageng- isins. Frásögn þá er hér fer á eft- ir, um æfistarf Lindsay dómara hefir Magnús Helgason kenn- araskólastjóri skrifað að ósk Al- þýðublaðsins. Denver er höfuðborg Colo- rado, eiau Bandaríkjanna í Vestáttum. urheimi. Stendur hún á víðu sléttlendi skamt vestur frá Klettafjöllum. Borgin er ung að aldri, en heldur en ekki bráð- þroska, svo sem fleiri stórborg- ir Vesturheims. Byrjuðu hana gullnemar nokkrir fyrir 69 ár- um, en nú eru mörg ár síðan íbúar skiftu hundruðum þús- unda. Fram yfir síðuslu alda- mót var borgin alræmd fyrir flesta þá löstu, er mannlíf mega níða; nú er hún hin glæsilegasta menningarborg og oft kölluð Sléttudrottningin. Einn henn- ar frægustu og beztu sona er Lindsey dómari, sem hér er nefndur. Hann átti örðuga æskudaga, missti ungur föður sinn frá litlum efnum og þrem- ur systkinum sem yngri voru en hann; vann hann fyrir sér og þeim af mesta kappi, en las lög á kvöldin og í tómstundum öll- um, því að hann langaði tlT að verða málafærslumaður. Víst hefir mönnum fundist til um hann, því að hann var brátt kos- inn dómari, og þá hefst þegar í algleymingi baráitta hans fyrir mannúð og réttvísi. Þar var við ramman reip að draga og á miklu að taka. Einkum beind- ist áhugi hans að því að vernda bérn og ungmenni. Hann tók sér göngur um borgina daga og nætur til að kynnast ástandi og löggæzlu. Sá hann þegar, að lögum um takmörkun vínsölu og fjárhættuspil var að engu skeytt. Spilahús voru opin íið- langar nætur, og þar sátu hálf- stálpaðir drengir og spiluðu, í danskrám og drykkjustofum hröpuðu ungar stúlkur sér hóp- um saman í glötun. Lindsey ritaði ákæruvaldsmanni ríkis- ins um þetta efni. Hann vísaði til lögreglustjóra, en lögreglu- stjóri til formanns í löggæzlu- ráðinu, en hann var þá jafn- framt formaður í ísfélagi, sem ölheituhús og vínsalar keyptu við, og þar að auki atkvæða- smali fyrir tvo bræður sína, sem keyptu til metorða á stjórnmálá veginum. Hann sinnti málinu að engu. Þangað var ekki liðs að leita. Lögreglustjórinn sagð- ist þá ekkert geta. “Þeir þurfa peninga hjá þessu fólki til kosn- inganna,” sagði hann. “Þar í liggur það.” Einn vínsalinn- sagði líka hispurslaust, að hann hefði lagt 500 dali í kosninga- sjóðinn gegn því að sitt “hús” yrði látið í friði. Þessu líka mót stöðu rak Lindsey sig á í öllum Hann stóð sjálfur fyrir I seinr líkklstur OK r.nn&st um ftt- f&rlr. Allur útbún&ftur sú bsstl Ennfremur selur b&nn &llskon&r ! mtnntsv&rba 03 lerstelna._:_: j 843 9HERBROOKE 8T. Phnnet 86 607 WINNIPEO i WALTER J. LINDAL BJÖRN STEFÁNSSON Islemkir lögfrœðingar 709 Great West Perm. Bldg. Sími: 24 963 356 Main St Hafa einnig skrifstofur aö Lund- ar, Piney, Gimli, Riverton, Maa. TH. JOHNSON, Ormakari og GulLraiðui Seiur glftlngaleyfisbriL Sarst&kt athygll veltt pðntunnai »S vlðrJörðum út&n &f l&ndl. 384 Maln St. Phone 34 637 I |L DR. J. STEFÁNSSON 316 MBDICAL AHTS ILBft Horni Kennedy og Gr&haot Standar rln&fln&a an&na-. ■ef- o& kverka-sJúkMnsa. '• kltta frú kL II tll U 1 k »t kl. 3 tl 5 e* k. Talstmlt 31 834 HelmiH: 638 McMillan Ave. 42 691 Dr. Kr. J. Austmann WYNYARD /. H. Stitt . G. S. Thorvaldson Stitt & Thorvaldson Lögfr. og málafærslumenn. 807 Union Trust Bldg. Winnipeg. Talsimi: 24 586 DR. A. BI.0MDAL 602 Medlcal Arts Bld*. Talsfmi. 22 296 Stundar sérstaklega kvensjúkdóma ok barnasjúkdóma. — Að hitta: kl. 10—12 f. h. oer 3—5 e. h Heimili: 806 Victor St,—Siml 28 130 J. J. SWANS0N & C0. Llmlteft R R N T A L 9 I N 9 U R A \ O H R B A L EC 9 T A T H MORTGA G R 9 600 Parls Bulldlac, Wlnnlpeft, Hsi. Telephone: 21 613 J. Christopherson, Islenskur lögfræðingur 845 Somerset Blk. Winnipeg, Man. Dr. B. H. OLSON 216-220 Medlcal Arts Bld*. Cor. Graham and Kennedy 94. Phone: 21 834 Viðtalstími: 11—12 og 1—5.«f Heimili: 921 Sherburn St. WINNIPEG, MAN. Cari Thorlakson Ursmiður Allar pantanir meö pósti afgreidd- ar tafarlaust og nákvæmlega. — Sendið úr yðar til aðgerða. Thomas Jewelry Co. 666 Sargent Ave. — Sími 34 152 >:•« Talsfmlt 28 889 DR. J. G. SNIDAL TABÍNLtKKMIH •14 Romersst Bleek Port&(( Avs. WINNIPHG 1 * ( Dr. Sig. Jul. Johannesson stundar almennar lækningar. 532 Sherburn Street. Talsími: 30 877 utan alla flokka og samábyrgð- ir og vá hispurslaust að hverj- um sem var, dró skýluna af mút um, svikum og svívirðubralli í stjórn og embættisfærslu. Það var líka eins og allir, sem nokk- uð áttu undir sér, hötuðu hann. Fyrst voru honum boðnar mút- ur og metorð til að þegja, svo komu hótanir og allskonar of- sóknir og svívirðingar. Hvor- ugt beit á Lindsey. Lítilmagnarnir, sem ekkert áttu undir sér, fengu aftur á móti ótæplega að kenna'á lög- reglu og refsingum. Drengir á barnsaldri voru iðulega dregnir fyrir lög og dóm fyir stuldi og önnur strákapör og dæmdir og varpað í fangelsi eins og öðrum sakamönnum. Lindsey varð þess oft var, að brot þessara litlu sakborninga áttu ekkert skylt við glæpi né þjófseðli.. Einu sinni, er hann hafði rann- sakað slíkt mál, tók hann lög- regluþjóninn á eintal og sagði: Ertu vitlaus að draga þessa drengi fyrir sakamáladðm, ætla (Frh. & 7. bls.)

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.