Heimskringla - 26.10.1927, Page 2

Heimskringla - 26.10.1927, Page 2
2. BLAÐSIÐA HEIMSKRIN GLA WINNIPEG 26. OKTÓBER 1927 Hlæjandi skal ég deyja Það mun vera almennt álit manna, að stofnun trúarbragða og trúkerfa, sérstaklega hinna kristnu trúarbragða, sé orsökin til trúar manna á lífið eftir dauð ann, segir blaðið “Two Worlds’. En það er svo fjarri því að svo sé. Menn óttuðust dauðann. Hann hefir ætíð verið grýla á mannkynið, og mesta grýlan er hann þó hjá hinum kristnu þjóð- um. Það dynur einlægt í eyr- um manna boðskapurinn um hinn eilífa eld, sem aldrei slokknar; eldinn, sem bremnír sálir syndaranna í eilífum vítis- kvölum. Menn og konur voru hrædd með þessum eilífu kvöl- um, sem aidflei áttu að linna um eilífal' tíðir. Og það er víst, að kenningar þessar hafa átt mikinn þátt f stofnun trúar- bragða, hvar sem er, og þó sér- staklega hinna kristnu. En aftur hefir verið bent á það, að þar sem engin trúar brögð eru, eins og vér skiljum þau, þar hvílir engin dauðans ógnun yfir mönnum og menn óttast ekki dauðann. Yfir höf- uð má segja að menn óttist ekki dauðann, nema þar sem hin kristnu trúarbrögð eru. Margir ferðamenn, sem farið hafa um meðal viltra þjóða og kynkvísla, hafa sagt að villi- mennirnir séu alveg óhræddir við dauðann. Þeir hvorki ótt- ast hann eða hika við að ganga út í hann, ef þörf gerist. Og það er áreiðanlegt að sárfáar villtar þjóðir hafa haft nokkurn efa um annað líf. Þeir tóku það sem sjálfsagt. Margir menn hafa nú sagt, að þétta hafi komið af menntunar- skorti þeirra, af skilningsleysi þeirra og vitskorti. En það er svo ósköp létt að benda á það, að áður en hin kristna trú hófst, var það almenn skoðun og sann færing manna, að menn lifðu eftir dauðann, og það hjá hin- um mentuðu þjóðum heimsins. Hómer skáld (um 850 f. K.) lætur kappann Akkilles segja: “Það er satt og áreiðanlegt, að þó að maðurinn deyi, þá heldur hann minni sínu, hinum ódauð- lega parti af sjálfum sér. Þetta kvöld sá eg vin minn, sem eg missti í orustunni. Hann stóð við hlið mér, hugsandi með þungum, mæðulegum svip.” Á áttundu öld fyrir Krist seg- ir gríska skáldið Hesiódus, en hið enska skáld Milton á 17. öld staðfestir það, að miljónir and- legra vera fari um jörðu þessa, bæði þegar vér sofum eða vök- um. Yfir höfuð hafa sögur þess- ar verið ríkjandi á hverri ein- ustu öld. Bibh'an sjálf staðfest ir þetta, þa“r sem hún lætur Jesús Krist tala við þá báða, Móses gamla og spámanninn Elías á fjailinu, sem báðir voru dauðir fyrir mörg hundruð ár- um. Aftur sjá menn hjá hinum norrænu þjóðum bardagamenn- ina ganga fagnandi og hlæjandi á móti dauða sínum í orustun- um. Þeir köstuðu stundum skjöldunum á bak sér og rudd- ust fram móti óvinunum; stund um einir og stundum í fylkingu, og þótti sá ódrengur, sem ekki dugði, eða undan hörfaði. Ástæðan til þess var sú, að frá barnæsku höfðu þeir vanist harðneskju, og þeim var kennt! að þetta væri hin æðsta dyggð' að sýna hreysti eða hugrekki af sér. Ef þeir féllu, áttu þeir| vísa vist hjá Óðni. Þeir áttu að sitja með honum og öðrum! hreystimönnum í stöðugri veizlu og eta hinar beztu krásir, svína- flesk og sauðakjöt, en öl og bjór| á borðum. Þetta dró þá karl-j ana; þetta gerði þá glaða og! káta. Þeir gátu þarna fórnað sjálfum sér og hlotið fyrir það eilífa sælu. Það var því engin furða þó að þeir væru kátir og1 glaðir. Þeir töluðu því oft um dauð- ann á orustuvellinum, og hefir| hugsun þessi verið svo rík hjá þeim sem dagTegt tal. Þeir ortu ljóð um þetta og sungu þau í orustunum. Þeir kviðu ekki dauðanum, því að hann var byrjun sælu- stunda þeirra. Þeir voru því kátir og fjörugir, er þeir gengu til bardaga; og ekki einungis sungu þetta í byrjun orustunnar heldur daglega. En svo kom þessi kristna hug mynd, svo hörð og grimm, og það var eins og helvíti og híð logandi bál blasti sí og æ við mönnum, körlum og konum, þeir þorðu ekki upp að líta, og ef að þeir litu yfir æfi sína, þá sáu þeir ekkert annað en synd og brot og glötun, þegar dauð- inn tæki við. En ef vér nú lítum -aftur til hinna fornu rithöfunda, t. d. Hesiodusar hins gríska, á átt- undu öld fyrir Krist, þá segir hann í einu riti sínu, að miljón- ir dauðra manna gangi um jörð- ina, bæði meðan vér vökum og sofum. En hinn gríski rithöf- undur Pythagoras (á 6. öld fyrir Krist), merkastur og vitrastur maður sinnar aldar, sagði: “Þegar þú leggur af þér líkama þinn, þá munt þú rísa upp að nýju.” En Seneka hinn róm- verski (58 fyrir Krist) eða á öldinni á undan Kristi — róm- verskur heimspekingur — sagði á þessa leið: Þegar við deyjum, skilur sálin við líkamann. Eg skil þá eftir líkamann, en sálin (eða eg) fer til himna, þar sem hún á heima og myndi vera, ef ekki væri líkaminn, sem dregur hana niður og heldur henni fastri. Cato var uppi 243 fyrir Krist; en Cicero, hinn rómverski rit- höfunur hefir eftir honum þessi orð: “Dýrðlegur verður sá dag- ur, þegar sálin skilur við lík- amann. Þá skil eg hann eftir, þar sem eg fann hann, en sálina fer eg með til himna, og þar hefði hún nú verið, ef líkaminn hefði ekki haldið henni niðri við jörðina. En þangað fer eg úr þessum ruslheimum jarðar, til þess að mæta þar miklum og vitrum mönnum og svo syni mínum elskulegum. Andi hans hvarf þangað, því að hann vissi að eg myndi þangað koma. Og hann hefir aldrei brugðist mér.” Spekingurinn þessi, Cicero sagði 1Q6 árum fyrir Krst: “Það er skoðun mín, að þessi heimur, sem vér nú lifum í, hafi aldrei verið ætlaður til þess að vera verulegur eða ævarandi bú staður manna, og eg skoða burt för mína héðan, sem fari eg burtu úr gistihúsi einu.” Hið sama sngir spekingurinn gríski, Sókrates gamli. Hið sama, myndu hópar hinna fomu vitringa segja, löngu áður en kristin trú var boðuð á jörðu. Og menn geta sagt, að Kristur hafi staðfest það sjálfur. Fyrst þegar hann talaði við Móse og Elías á fjallinu, og svo þegar hann birtist lærisveinum sínum eftir dauða sinn; og svo lýsing hans á hinum mörgu bústöðum í ríki síns himneska föður. Eða hvað ætti að vera á móti því? Ef það er satt að maður- inn lifi eftir dauða sinn á jörð- unni, þá verður líf hans í öðr- um heimi náttúrlegt og eðlilegt eins og gangur tungls og sólar. En þrátt fyrir þetta allt sam- an, þá liggur einhver þyngsla skuggi yfir öllu þessu komandi lífi, og jörðin er full sorgar og saknaðar yfir dauða manna; ræður harms og veina eru flutt- ar yfr dauðum mönnum; allir klæðast svörtum búningi; allir hafa sorgarsvip; skyldmenni og vinir gráta leynt og ljóst. Það er eins og maðurinn, vinurinn, elskhuginn, sé þeim tapaður, og þeir eða þær sjái hann aldrhi aftur, hvorki í þessu lífi eða hinu tilkomandi. En þetta er ekki samkvæmt kenningum kirknanna, en það er eins og það sé sannfæring syrgjéndanna. Ef að vér höfum nokkra veru lega trú á h'finu eftir dauðann, þá ætti þetta allt að vera öðru- vísi. Hínn liðni ástvinur vor ev nú orðinn laus við þrautir og mæðu, sem vér þekkjum; og vér trúum því ekki að verra líf en þetta eða erfiðara taki við eftir dauðann. Vér ættum einn ig að hugsa oss hið mótsetta, að nú væri það versta búið; nú tæki við annar betri heimur en þessi, sem vér þekkjum, og vera glaðir yfir því að vinur vor sé þangað kominn. Eg sagði í upp- hafi greinar þessarar: “Hlæj- andi skal eg deyja”. Það voru orð víkinganna fornu, sem brostu við dauða sínum. Eg er nú ekki viss um'að eg geti það; eg kann að vera svo veikur og sjúkur, að eg geti það ekki, og komi stuna í stað hláturs; en það vildi eg að eg gæti brosað, og mætt dauðanum brosandi, ef svo væri af mér dregið að eg gæti ekki hlegið. M. J. S. Skarphéðinn. Þetta nafn vekur svo undar- legar tiffinningar, veldur ’;svo djúpum áhrifum. Hljómur þess er harður sem stormbylur þjóti eða steinum tveim væri lostiö saman, en á bak við er þó senr ómi í veikum, grátklökkum streng. Það leiðir í hugann á- hrifamiklar, örlagaþrungnar myndir, fagrar og glæsilegar, en um leið svo sársaukablandnar. Yfir þessu nafni hvílir í senn sólskin og drungi; heiðríkja, vor, skuggar og skammdegi. Þegar eg var svolítil telpa og las Njálu í fyrsta sinn, þótti mér undireins vænst um Skarphéð- inn af söguhetjunum. Að vísu dáðist eg mjög að Gunnari og Njáli og órjúfan- legri tryggð þeirra og vináttu. En til Skarphéðins tók mig langsárast. Eg hágrét yfir af- drifum hans.---------Að hugsa sér þenan stóra, stælta, vopn- fima og glæsilega mann brenna inni, vera svældan inni sem melrakka í greini, án þess dð fá nokkurri vörn fyrir sig kom- ið, það var nóg til að gráta yfir heitum reiði- og harmatárum. Og mér fannst hann standa. þar svo einmana. Njáil og Bergþóra gengu út í dauðann hlið við hlið með litla dóttur- soninn, sem ekki vildi við þau skiljast, á milli sín. i En Skarphéðinn stóð einn “Aleinn örlögum ofurseldur, horfðist í augu við eld og dauðá.’ Og á honum hvíldi öll ábyrgð þessa hermdarverks. — En framhjá því vildi eg alltaf hlaupa. Eg vildi ekki hugsa um það að þessi “örlög hans” voru bein afleiðing af illri breytni, hinu soralega, skugga,fulla vígi fóstbróður hans, Höskuldar Hvítanesgoða. Mér fannst alltaf að á bak við þessa breytni lægju einhver hulin rök, sem gætu afsakað hann. Eitthvað, sem hefði hiot- ið að koma, orðið að brjótast fram. Eg gat þó ekki kert mér neina ljósa grein fyrir í hverju þetta lá, heldur lagði aðeins bókina frá mér, hrygg og reið í huga yfir endi hennar og úrslitum. Síðan eg stálpaðist og hefi lesið Njálu oftar og með meiri gaumgæfni, hefir mér æ virzt hið sama, aö í skapgerð og lífi Skarphéðins hafi verið mis- ræmi. í sálarlífi1 hans hafi ver- ið eins og spenntur bogi, sem atvikin hafa alltaf meir og meir harðspennt, unz að lokum örin flaug af — en hitti illa og ó- gæfulega. Hin djarfa, þóttafulla, ástríðu þunga skapgerð hans, þoldi ekki þau borTd, sem vitur og holl föð- urhönd ætlaði að færa hana í. Ekki þegar til lengdar lét. Ein endurtekin, stingandi snerting á vðkvæmasta blettinum, sjálfs- metnaðinum, og böndin hrukku af. Þegar sterkur, vígreifur val- ur brýzt að síðustu úr gullna, þrönga búrinu, er hann hefir setið í árum saman, hver undr- ast þá, þótt vængjatökin verði þung og ógnandi, hugurinn harður og æstur, móða í augum eftir að hafa mænt lengi og á- kaft út í sólskin og frelsi gegn- um gler, kröftunum verði lítt í hóf stillt og hann velji sér svo þá bráðina er sízt skyldi, hina hvítu, friðsömu, saklausu systur sína, rjúpuna? * * # Líf manna er ofið af tveim meginþáttum, ívafi og uppistöðu. í uppistöðunni felast erfðimar, kynfylgjan, meðfæddir hæfileik- ar og ósjálfráðar tilhneigingar. En í ívafið er spunnið upp- eldi, venjur og atvik. Til þess að dúkurinn sameini fegurð og styrkleikf þarf gott samræmi ývafls og uppistöðu. Þræðirnir þurfa að leggjast siétt og vel eftir föstum ákveðnum lögum. Sumum tekst að vefja h'fsvoð sína þannig, en öðrum ekki. Það er gæfumunurinn. — Foreldrar Skarphéðins, Njáll Þorgeirsson og Bergþóra Skarp- héðinsdóttir, voru mjög ólík að eðlisfari, þótt hin hreina og djúpa ást þeirra brúaði að nokkru leyti það djúp, er á milli lá. Njáll, þessi djúpsæi vitring- ur og réttdæma góðmenni. Frður og sátt var sú hugsjón, er hann vissi fegursta og henni helgaði hann líf sitt. Honum auðnaðist að vinna margt í þjón ustu hennar og naut aðdáunar og hylli fjöldans, sem eigi skildi hann til hlítar, en leit þó upp til hans og virti speki hans og víðsýni. Úr Hliðskjálf vizku sinnar sá hann vítt um heima alla. Margir leituðu hjá hon- um styrks og hollra ráða og fengu allir úrlausn nokkra. — Hann leitaðist við að beita á- hrifum vitsmuna og víðsæis til góðs, en um leið varð það hon- um aðeinskonar yndi, nautn að líta á menn og málefni sem tafl- menn á skákborði og leika að þeim. Leik, sem miðaður var til góðs, en gat orðið hættulegur. Bergþóra, þessi harðlyrida, táp- mikla, sköruglega húsfreyja, sem þó átti svo mikið af yl og viðkvæmni, sem þurfti til að skapa slíkt heimilislíf, sem hún gerði. Trygglynd og óskift í ástinni til manns og barna og langrækin og brennandi í hatri sínu til óvina. Hatur og ást. harka og mildi, hefnd og fyrir- gefning stríddu um völdin í sál hennar. Hún var blendin kona í skapgerð, engu síður en Hall- gerður, en það er lyfti henni J þangað, er hún nú horfir við ; okkur, var hin fölskvalausa ást . hennar til Njáls. Hún gaf h'fi j hennar gildi og gerði úr henni heilbrigða, þroskaða konu, sem að síðustu fylgdi manni sínum og sonum á bálið, einhuga og óskelfd. Móðurást hennar hef- ir verið áköf og þróttmikil. Elzta syninum eru líkur til að hún hafi unnað mest, a. m. k. hlýtur hann föðurnafn hennar og ber skýr merki svips hennar og áhrifa. Það er líka vel skilj- anlegt. Slík kona sem Berg- þóra hlýtur að gefa fyrsta barn- inu djúpan, óskertan hlut sálar sinnar. Djarfir hafa draumar hennar verið, þegar þessi efni- legi sonur var lagður við brjóst henni. Frá móðurbrjóstinu hlaut hann hreysti, stórlyndi, eggjanir til afreksverka. — En Njál! kenndi skjótlega hina þver- brotnu, ógætnu Bergþórulund) í fari drengsins, og til að firra ógæfu vildi hann leggja á hana hömlur nokkrar. Njála hefur frásögu sína af Skarphéðni með lýsingu hans: “Hann var mikill maðr vexti ok styrkur, vígr vel, syndur sem selr, manna fóthvatastr, skjót- ráðr ok öruggr, gagnorðr ok skjótorðr ok skáld gott, enn þó löngum vel stiltr. Hann var jarpr á hári — ok sveipr í hár- inu, — eygðr vel, fölleitr ok skarpleitr — liðr á nefi ok lá hátt tanngarðrinn — munnljótr nakkvat ok þó manna hermann legastr.” Þetta er gagnorð og tæmandi mannlýsing. En um leið stingur hún nokkuð í stúf við aðrar lýsingar á fornköpp- unum, t. d. Gunnari á Hlíðar- enda eða Kjartani Ólafssyni. Yfir lýsingum þeirra er eitthvað svo bjart, létt og leikandi, en yfir þessari öllu þyngra. Þó er hún eigi að síður glæsileg og einkennandi, en það verður und- ireins Ijóst, að úr þessari átt er allra veðra von. Hversdags- gæfnin og .stillingin aðeins sterk og harðfengin átök geöríks of- urhuga til að halda sér í skefj- um. Og enn ljósara verður þetta, þegar lýst er svipbrigðum Skarp héðins við skapraun og eggjan- ir. Þegar Bergþóra móðir hans kemur gustmikil og skapsár til þeirra bræðra og segir þeim frá gjöfum þeim, er varpað hafi ver ið til þeirra úr dyngju Hallgerð- ar á Hlíðarenda, hinum verstu hrak- og smánaryrðum, segir hann aðeins: “Ekki höfum vér kvennaskap, at vér reiðimst við ölIu,”og þegar móðir hans held- ur svo áfram að láta eggjanir og hæðiyrði dynja yfir þá fyr- ir tómlyndi það og hæglæti, er þeir sýni í málum þessum og kveður þá “aldrei muni neins réttar reka, ef J>eir eigi reki þessarar skammar”, þá segir Skarphéðinn og glotti við: “Gaman þykkir kerlingunni at, móðir vorri, at erta oss.” “En þó spratt honum sveiti á enni, ok kvámu rauðir flekkar í kinnr honum; enn því var ekki vant.” Þarna er gott skygni inn í lyndi og skapferli Skarphéðins. Þegar mest hafrót hefndar og reiði býr í hug hane, hraðar hann sér að hylja það með blæju kæruleysisins. Honum er ljós brestur sinn og vanmátt- ur til yfirráða á skapsmunun- um, en það er honum fullt kappsmál að fela annara sjón- um. Engan má gruna, að skap- gerð hans er oft sem opin kvika* sem kippist við undan hverri ómjúkri snertingu. Því er honum állt um, að mynda á sig harða skel til varnar. Einn þátt ur hennar er glottið. Þetta blendna bros, sem svo oft sést leika um varir hans, ímynd þreks og veikleika, hótana og hefnda. Eins er það með gam- ansemi þá og kaldhæðni, sem oft bryddir á hjá honum, undir- aldan heyrist æ hin sama, ef vel er hlustað, beiskjublandinn, ógnandi þungi. — Frá kvonfangi Skarphéðins eru litlar sagnir. Hann hlítti þar ráðum föður síns, fékk Þór hildar dóttur Hriafns úr Þór- ólfsfelli. Hún mun hafa verið góð og gegn kona, en hennar er þó að litlu getið, svo að ekki virðist hún hafa borið neitt af, hvorki að fríðleik né gáfum. Ekki tók Skarphéðinn við búi eða mannaforráðum, þá er hann kvæntist, heldur var jafnan vist um með föður sínum, og er sh'kt þó harla einkennilegt, þar sem slíkir höfðingjar áttu í hlut sem þeir feðgar. Virðist svo, að Njáli hefði ekki átt að verða skotaskuld úr því, jafnvel metn- um og vinsælum manni, að veita þessum glæsilega, hrausta, elzta syni sínum virðingar nokkrar. Enisvo er að sjá, að honum hafi alls ekki leikið neinn hugur á því. Hefir ef til vill fundist Skarphéðnn bezt geymdur undir handarjaðri sfnum, og svo var nú alltaf gott að eiga hreysti hans og harðfengi vísa, þegar meira lá við. Hvort Skarphéð- inn he|ír verið föður sínum samdóma í þessu efni, getur sag an ekki um. TJm það niá hver ímynda sér það sem hann vill. í viðskiftum þeirra Bergþóru og Hallgerðar er það augljóst, að hann stendur þétt við hlið móður sinnar, og hefði hann þar fylgt frjálsu geði, er enginn vafi á, að málin hefðu þá snú- ist til enn meiri storms en raun varð á, en hann fer þar að föð- ur síns vilja. Það gægist stund - um fram hjá honum sem fögn- uður öðrum þræði yfir krit þeirra húsfreyjanna. I>egar horium berast firégnir á þing milli þrælanna á Bergþórshvoli og Hlíðarenda, segir hann: “Miklu eru þrælar atgerðameiri en fyrr hafa verit. Þeir flugust þá á — ok þótti það ekki saka -— enn nú vilja þeir vegast,” ok glotti hann við.” Honum flýgur að líkindum í hug, að brátt hljóti að því að draga, að fleiri fái að reyna með sér, sýna hreysti og vinna frægð, en þræl- ar einir. Frægðarlöngun, kappgirni og æfintýraþrá eiga sér jafnan fasta rót hjá honum, eins og eðlilegt er um annað eins karl- menni og hæfileikamann. Hann ræður vart við þrótt sinn og hreysti, og vjeröur að fá viðfangs efni, þar sem hann fær notið sín. Ög ekki verður metnaðurinn og djarfhuginn minni við að finna það, að faðir hans og fleiri kenna geigs við hann og vilja setja honum skorður. Þegar Njáll fær fregn um víg S Þórðar Leysingjasonar, fóstra þeirra Njálssona, gætir hann : þeirrar varúðar, að láta eigi syni sína fá njósn af tíðindun- um, fyr en hann hefir sæzt á : málið og tekið við fullum vígs- ! bótum af Gunnari, svo að þeir j fái eigi að gert nema að heita ' griðníðingar. En nærri var höggvið, enda fellur Skarp- héðni þungt við að una. sem | dæma má af vísu þeirri, er hon- um hrýtur af munni: “Eigi þótti Ægis áfestöndum hesta þurfa þróttar djörfum þeim lítils við hlíta. Nær skulum hefja hrærir handa lögðis branda —sverð ruðu frægir fyrðar fyrr — ef nú erum kyrrir?” i Þó gerir hann það að bænastað föður síns, að láta kyrt vera í þetta sinn, en hefir í hótunum, að til skarar skuli skríða, ef | meir verði á hluta þeira gert. j Það verður einnig. Þegar Sig- ! mundur Lambason kveiður níð- kviðling um þá feðga að áeggj- ! an Hallgerðar, bíður Skarphéð- inn eigi boðanna, þótt hann láti sér allt* tómlega við móður sína, j og gengur að leiknum með ákafa , og feginleik, sem lýsir sér á skemtilegan hátt í viðræðum þeirra feðga morguninn er þeir bræður leggja af stað til vígs I Sigmundar. Njáll spyr þá hvert [ halda skuli. Skarphéðinn svar- ! ar með vísu, þar sem hann kveður þá ætla í sauðaleit. [ “Ekki munu þér þá með vápn- [ um vega,” segir Njáll, “ok mun annat vera erindit.” “Laxa skulu vér veiða, faðir, ef vér rotum ! eigi sauðina," og skildu þeir svo I talið. [ Þarna sést, hve létt, en þó á- kaft er yfir Skarphéðni, þá er : hann leggur til víga eða stór- ! ræða. Það einkenni helst í ' gegnum allt. Eitt sinn þá hann er staddur [ á hestaþingi, þar sem missætti í varð meðal manna, sem þó að ! lokum var stöðvað eftir þjark ! og þóf mikið, kveður hann: [ Hér verðr þröng á þingi þóf gengr langt úr hófi, síð mun sætt með þjóðum sett; leiðisk mér þetta. Rakklega er rekkum rjóða vápn í blóði; víst tem ek gráð hinn geysta gjarna ylgjar barni.” Hann þráir stórfellt, eggjandi æfintýralíf, og hann er sem skap aður fyrir það. Líf, þar sem stórt er stígið, djarft leikið, svigrúm nóg og olnbogarými. Þar hefðu hæfileikar hans getað náð samfelldum, heilbrigð um þroska, í stað þess að verða byrgðir svo niður, að þeir verða ósamræmir, fá svip gróðursins, sem í Kyrkri vex og verður að leggja magn sitt í það eitt, að teygja sig í átt Ijóss og sólar. Nær að sönnu háum, stórgerð- um vexti við þessa þraut, en þol ir þó ekki áhrif hinnar sterku, óvæntu birtu, þegar upp í dag- inn er komið, vegna of snöggra umskifta og misþroska. Spekingurinn Njáll hefði átt

x

Heimskringla

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.