Heimskringla - 26.10.1927, Qupperneq 4
4. BLAÐSÍÐA.
HEIMSKRINGLA
WINNIPEG 26. OKTÓBER 1927
H^itnskringla
(StofnnV 188«)
Kcmnr flt « hrrrjnm mlJlvlkndrnt.
EIGEXDl'R:
VIKING PRESS, LTD.
853 ok 855 SARGENT AVB . WIJÍBÍIPEG
TAI.SlMl! 88 537
Vflru blaíslns er »3.00 fcrgangurlnn borg-
iat fyrlrfram. Allar borgfcnir senalat
THE VIKING PRiE6S LTD.
SIGPÚS HALLDÓRS frá Höfnum
Bitstjórí.
rtnnflskrift tll blnbnlnnt
TBB VIKING PKB8S, L.td.. Box 3105
Ptanflnkrlft tll rltntjðrnnm
EDITOK HBIMSKRI.TGLA, Box 3105
WIVNIPEG, MAN.
"Helmskrlngla ls pnbllshed by
Tbe VlklnK Prenn Ltd.
and prlnted by
CITY PRINTIVG A PBBLISHIRG CO.
853-855 Snrttent Axe.. Wlnnlpefl, Man.
Telepboneí .8« 53 7
WINNIPEG, MAN., 26. OKTÓBER 1927.
Klerkar og Kristfræði.
Sunnudagurinn 16. október 1927 er lík-
legur til þess að verða merkisdagur í
annálum hákirkjunnar ensku, jafnvel í
annálum mótmælendakirkjunnar yfirleitt.
¥ ¥ *
Það er hámessa í stærstu kirkju Lund-
únaborgarf en aðeins fá guðshús í allri
kristninni eru mikilfenglegri en hún, sem
kennd er við sankti Pál. Yfir allri athöfn-
inni hvílir auðvitáð sá afarvirðulegi helgi-
blær er sérstaklega einkennir ensku kirkj-
una framar öllum öðrum mótmælenda-
kirkjum. Einn af helztu prelátum Breta-
veldis er í stólnum, og ræða hans fjallar
um sköpun mannsins.
Þá sprettur upp maður, og gengur hvat
lega fram í þvergang kirkjunnar. Hann
hyrjar að tala hárri röddu. Prédikarinn
þagnar. Söfnuðurinn veit ekki hvaðan á
sig stendur veðrið; veit það eitt, að hér
er að verða allsherjar “hneyksli” — og
leggur við eyrun. Organleikarinn skynjar
hið sama. Hann vill reyna að koma í veg
fyrir það. Og þrumandi sendir hann
eina af hinum miklu hljómkviðum
Bach’s út í hvolfhafið mikla, er lykst
saman yfir höfðum margra þúsúnda, er
sitja steinhljóðir eins og bobbar á sjávar-
botni.
En maðurinn í þvergöngunum æpir svo
að hann klýfur orgelniðftin( og nú fara að
heyrast orðaskil:
“Hátíðlega kæri eg Ernest William Bar-
nes, biskup í Birmingham, fyrir það, að
hann hefir oftlega og opinberlega með
fölskum munnsöfnuði villutrúarmannsins,
afneitað og helt fyrirlitningu á sakrament
iskenningu hinnar heilögu almennu (ca-
tholic) kirkju. Og með því að nærvera
nefnds biskups í hverri kirkju er vera skal
er svívirða gegn almáttugum Guði, og
hneyksli og ásteyting öllum rétttrúuðum,
þá skorum vér nú á biskup þessa umdæm-
is, að banna fyrnefndum biskupi að pré-
dika eða þjóna við nokkra kirkju í hans
umdæmi. Og ennfremur skorum vér á
erkibiskupinn eða biskupana í biskups.
dæmi Kantaraborgar, að prófa fyrnefndan
biskup með tilliti til sagðrar villutrúar og
guðlasts, og setja hann af, verði hann
sekur fundinn, og gerá hann tafarlaus
rækan úr krkju Drottins, unz sá tími
mætti koma, að hann iðrist og geri fulla
yfirbót fyrir sína hörmulegu viilu.”--
-----Maðurinn í þvergöngunum þagn-
ar. Svo skundar hann á dyr og á eftir
honum 500 rétttrúaðir.
Stormbrimi hljómkviðunnar slær í
dúnalogn, og prédikarinn, sem ekki hefir
reynt að tala meðan ofviðrið fór hjá, held-
ur áfram ræðu sinni, svo rólegur, sem
ekkert hefði í skorist. í langri og ítarlegri
ræðu gerir hann grein fyrir missögnunum
um “villutrú” sína. Hann drepur ekki einu
orði á þetta hneyksli. Hann hvetur kirkj
una til þess að samrýma trú og vísindi.
Hann leggur áherziu á það, að hann hafi
aldrei neitað því, að uppspretta alis lífs'
væri frá guði, en heldur jafneinarðlega
fram, að í Ijósi nýjustu uppgötvana, geti
enginn vafi á því leikið, að skaparinn hafi
ekki skapað manninn sérstaklega sem
æðsta stjórnara jarðarinnar, heldur sé
hann þroskaður til þess verks frá lægri
dýrategundum.
“— — Enn ríkir misskilningur,” segir
hann, “gagnvart áhrifum vísindalegra
uppgötvana á trúarlífið, og má að nokkru
óhappaþögn trúfræðilegra lærifeðra um
kenna.”
¥ * ¥
Hverjir áttu nú hér hlut að máli, og
hver var orsökin til þessa hneykslis?
Prédikarinn, er var þarna í stólnum,
í gistivináttu Inge dómkirkjuprófasts, við
“sóknarkirkju hins brezka alveldis”, einsog
St. Pauls kirkjan í Lundúnum er óft köll-
uð, er þegar nefndur hér að framan, í
“bannfæringunni”. E. W. Barnes, biskup
í Birmingham, þykir skara fram úr flest-
um höfuðprestum ensku kirkjunnar. —
Hann er mjög lærður maður: “Master of
Arts”, doktor í guðfræði, meðlimur vís-
indafélagsins brezka (Royal Society);
meðlimur hins konunglega stjörnufræð-
isfélags, og hefir ritað marga fyrirlestra
vísindalegls efnjs, er fluttir hafa verið
fyrir ýmsum vísindafélögum á Bretlandi.
Hann var í mörg ár kanúki (canon) við
Westminster kirkjuna miklu í Lundún-
um, og skipaður biskup í Birmingham
1924.
Sá er bannfæringuna söng yfir honum
í kirkjunni, er C. R. Bullock-Webster,
kanúki. Er hann sennilega merkur prest
ur, þótt eigi séu gögn við hendina, svo að
sjáanlegt sé hvað eftir hann liggur.
Orsakanna til þesara örþrifamótmæla er
yfirleitt að leita í skoðanamuninum inn-
an ensku kirkjunnar, milli þeirra, er telja
vísindalega þekkingu hafa úrelt játningu
og kreddur ensku hákirkjunnar, og
hinna, sem fylgja játningunum og
kreddunum afdráttarlaust, og eru því
af andstæðingunum taldir nær því ka-
þólskir. En sérstök orsök til þess er í því
fólgin, að Barnes biskup er einhver á-
kveðnásti áhangandi breytiþróunarkenn-
ingarinnar innan ensku kirkjunnar, og hef
ir meðal annars mjög skorinort hafnað
kenningunni um eðlisbreytingu (trans-
substantiation) brauðsins og vínsins í
kvöldmáltíðinni.
¥ ¥ ¥
Daginn eftir að uppþotið varð, ritaði
Inge dómkirkjuprestur Bullock-Webster
kanúka óhlífið ávítunarbréf, og krafð-
ist þess að hann beiddi skilyrðislaust af-
sökunar á hinni hneykslnlegu og smán-
arlegu hegðan sinni, og ærslagangi í dóm-
kirkjunni. Inge dómkirkjuprestur er lang
frægasti kirkjuhöfðingi í ensku kirkjunni
sinna samtíðarmanna, og þótt lengra sé
farið. Hann hefir ritað fjölda ritgerða
og margar bækur um trúmál og mannfé-
lagsmál, og hefir fyrir löngu fengið orð
á sig sem einhver allra snjallasti, skarp-
gáfaðasti og djúpfærasti rithöfundur, sem
nú er uppi.
Barnes biskup ritaði þegar opið bréf
æðsta manni ensku kirkjunnar, erkibisk.
upnum af Kantaraborg. Er það ekki til
þess að krefjast svars, heldur aðeins til
þess að gera grein fjTir afslöðu sinni. Má
fá nokkurnveginn glöggt yfirlit yfir hana
í því sem hér fer á eftir:
Fyrst biður hann erkibiskup að reyna
að finna ráð til þess “að hjálpa oss, sem
erum að reyna að gera kirkjuna að hæfi-
legum andlegum leiðtoga mentaðar þjóð-
ar--------hafa nú kennisetningar kristn
innar mjög lítið lífsgildi í augum flestra.
Þessar erfðaformúlur hafa visnað í hinu
andlega umhverfi nútímaþekkingarinn-
ar, og í stað þeirra hallast menn að efa-
semdaríhygli.”
Um uppruna mannsins kemst biskup
svo að orði: “Þrátt fyrir það, að allir
málsmetandi líffræðingar viðurkenna
framþróun mannsins frá apakynjuðum
forfeðrum, þá er örsjaldan minnst á þær
afleiðingar er þetta hefir fyrir guðfræð-
ina”.
Biskup endurtekur staðhæfingu sína úm
eðlisbreytinguna, og kvaðst í 20 ár vera
búinn að kenna, að kirkjan neiti því form
lega, að nokkur breyting hrauðs eða víns
eigi sér stað, er blessað sé yfir því í
kvöldmáltíðinni, og endar með þessu:
“Eins og ailir vita, er leggja stund á sam-
anburðarguðfræði, þá er hún (kenningin
urn eðlisbreytinguna) nátengd töfra- og
kynjatrúarbrögðum frá lægra menningar-
stigi, en vér erum nú staddir á”.
“Engin mótmæli mega hindra mig sem
biskup, né sem kristinn mann, að halda
fram sannleikanum um trúarbrögðin.
Enginn skal geta rekið mig til Tennessee
eða til Rómaborgar.” —
¥ ¥ *
Enn sem komið er hafa ekki önnur eft
irköst en þessi tvö bréf, hlotist af frum-
hlaupi kanúkans. En yfirleitt segir mönn
um svo hugur um, að hreinskilni og hisp.
ursleysi biskupsins í Birmingham verði
til þess, að nú skríði alvarlega til skar-
ar. Hyggja jafnvel sumir að ágreining-
urinn sé svo alvarlegur, að enska kirkjan
muni klofna, og hefir hún þó lengi ver-
ið fræg fyrir kenningafrelsi. En víst er
um það, að engin ástæða er til þess að
harma, hverjar sem afleiðingarnar verða,
ef þær einungis verða nógu ákveðnar.
Því það er meira en tími kominn til þess.
að klerkar fari að átta sig á því hvort þeir
kjósa heldur að lifa lífi sínu eftir reynslu.
þekkingu vitrustu og athugulustu manna,
eða höggva hæl og klippa tá lífsþrá sinni,
þroska og viti, svo að allt verði að laga sig
eftir frumstæðum, þúsund ára gömlum
tilveruhugmyndum lítillar menningarþjóð
ar, með þá kosti eina aðra, að storkna í
einhverju af öllum þeim meira eða minna
fáránlegu mótum, sem um þær frumstæðu
tilveruhugmyndir hafa verið gerð, í mið-
aldamyrkri og nútímarökkri.
•í Ý Ý
í sambandi við þessar yfirlýsingar
biskupsins í Birmngham, er ekki ófróðlegt
fyrir oss íslendinga, að láta eftirtekt vora
hvarfla nær heimahögunum, bæði aust-
an hafs og vestan, til þess að athuga hvort
nokkrar yfirlýsingar liggi fyrir frá helztu
prelátum vorum um afstöðu þeirra til
trúarsetninga og vísindaþekkingar.
Fyrst hefðu menn þá ef til vill vænst
þess að biskupinn yfir Islandi, herra Jón
Helgason, hefði eitthvað látið greinilegar
til sín heyra, eftir öll þau undur er gengu
á í fyrra vetur. Svo er þó ekki. Enda ekki
hægt um’ vik, eftir að einn guðfræðisnem-
andinn heima, hr. Lúðvík Guðmundsson,
svifti tjaldi frá því hvernig æðsti maður
kirkjunnar heima hefði “farið í gegnum
sjálfan sig”. Herra Jón er svo vitur mað-
ur, að hann skilur fullkomlega ígildi
þagnarinnar.
En það vill svo vel til, að víðar er hægt
að fara til grasa. Alveg nýlega Eafa bor-
ist hingað yfirlýsingar þriggja merkis-
presta, heilar og hálfar. Skal hér aðal.
lega vikið örlítið að tveimur, er koma frá
hendi einhverra helztu merkismanna
prestastéttarinnar beggja megin haísins,
dr. B. B. Jónssyni hér í Winnipeg og Har.
aldi prófessor Níelssyni í Reykjavík.
í septemberhefti “Sameiningarinnar”
1927, er meðal annars grein eftir dr.
Björn: “Systurnar þrjár”. Er greinin
skift milli þeirra systra: Náttúrufræðinn-
ar, Heimspekinnar og Trúfræðinnar.
Er grein þessi sérlega markverð fyrir
þá sök, að í fysta kaflanum virðist höf
leiða sjálfan sig og lesandann í nokkurn-
veginn bjart ljós; í öðrum kaflanum þykkn
ar útsýnið nokkuð, en í síðasta kaflanum
hverfur allt í reyk. En að vísu prýðisvel
eldað undir reyknum.
í fyrsta kaflanum er skýrt frá því, er
menn höfðu þá frumstæðu skoðun, að
heimurinn væri fyrir löngu fullskapaður
og allt í honum fullskorðað um aldur og
æfi. Efni og orka talið sitt hvað. Því
næst kveður höf. það hafa sannast, “að
efni og orka.var raunar eitt og hið sama”,
og “allir hlutir .... einungis svipir þeirr,
ar innri orku, sem þeir voru þrungnir af”.
“Stjörnufræðin . .' finnur ótölulega grúa
hnatta og sólkerfa, sem stjórnast af tak.
markalausri innri orku”. “Eðlisfræðin
mælir undraorku þá, er fossar um alheim
inn, og sannar, að fyrir þá orku eru allir
hlutir eilíflega að skapast og endurskap-
ast” (leturbr. hér.). “Lífeðlisfræðin rek
ur framþróun lífsins frá óbrotnustu líf-
tegundum, .... alla leið að sjálfri kórónu
lífsins, marininum.” Og greinin endar:
“Rannsókir þessar allar hafa leitt það í
ljós að öll tilveran er ein óslitin heild, að í
alheimi er allt að vaxa, þroskast frá því
óbrotna til hins margbrotna, og að óxnæli.
leg, óþreytandi orka er sífellt að verki í
tilverunni sjálfri.”
Ágætt! hljóta allir breytiþróunarmenn
að segja, allt frá Darwin til frjálslynda
biskupsins í Birmingham. Jafnvel enn
frálslyndari menn geta með ánægju tek-
ið undir. Og menn hljóta að finna tölu-
verðan mun á þessari framsetningu og á
játningu séra N. S. Thorlákssonar í sama
hefti. En það er nú allt önnur saga, eins
og Kipling segir.
¥ HT *
Þokubakkinn, sem dregur á himininn
í næstu grein, er fullyrðingin: “Stefna
heimspekinnar nú á dögum er ákveðin í
attina til Guðs. ” Gæti líklega vafist fyrir
höf. að færa fullar sönnur á þessa stað-
hæfingu. En látum svo vera. Reykur.
inn er eiginlega allur í síðustu greininni
um Trúfræðina. Þar segir höf. að tvær
stefnur, Fundamentalism og Modernism
berjist um völdin. Báðar séu svo öfga-
kenndar, að skýrt og grandvarlega hugs-
andi menn geti hvorugri fylgt.*) “Funda.
mentalistar hafa það fyrir satt, að allur
sannleikur trúarinnar sé fyrir löngu kom-
inn í Ijós; um hann hafi verið búið í full-
komnum kennisetningum, .. að í ritum
gamla og nýja testamentisins hafi Guð
opinberað mönum allt það, er hann'vill
láta mennina fá að vita.......” Og að
síðustu segir höf. um Fundamentalism-
ann: “óðar en einu er sleppt, verður
öðru hætt .... og er það rökrétt hugs-
un frá þeirra sjónarmiði.” — Og hér hefði
höf. mátt bæta við: frá fjölmargra, máske
langflestra annara sjónarmiði líka.
Modernista kveður höf. trúa
því, að biblían sé dýrmætasta
bók mannkynsins, en hana beri
að lesa sem hverja aðra bók og
rannsaka í ljósi þekkingarinn-
ar. Mörgum sinnum lendi þeir
í öfgar og ógöngur við það starf.
Sé það þó ekki aðalókostur
Modernismans, heídur trúlitlir
játendur hans.
Og að síðustu segir höf., að
naumast sé rangt að andríkasta
og kristilegastastefna trúarinn-
ar fari .... hvoruga þessa leið
í blindni, heldur sé óháð báð-
um; hún sé: Kristur allt. Um
það er svo farið mörgum fleiri
orðum, en ekkert skýrt nánar.
Og myndi manni nú leyfast að
segja: Hvílíkur afbragðs moð-
reykur!
Fyrst er auðvitað meira en
lítið djarft að halda fram, að
engir skýrir og grandvarir menn
geti fylgt “modernismanum”
(svo vér minnumst ekki á hina
til eða frá). Grandvara og gáf-
aða “modernista” mætti telja
svo lengi, sem æfin entist. 1
öðru lagi er auðvitað fjarstæða,
að allir “modernistar” trúi því
að biblían sé dýrmætasta bók
mannkynsins. Allmargir, þótt
færri séu, leggja lítið upp úr
henni. Svona staðhæfingar eru
algerlega rangar, og eru auk
þess barnalegri en svo, að höf.
viti ekki betur.
Og svo í þriðja lagi: Hver er
í rauninni mismunurinn á “mo-
dernistum” og þessum mrtli-
flokki, sem höf, hylur í reykn-
um? Því afarmörgum “modern-
istum” er Kristur allt. Hver
heilvita meður veit ofur vel, áð
“modernistar” eru af öllu tæi,
ailt milli “fundamentalista” eða
bókstafstrúarmanná, pg aþe-
ista”, að þeim auðvitað frátöld-
um. “Fundamentallstar” hafa
fullan rétt til þess að slengja öll
um svonefndum frjálslyndum
trúarflokksafbrigðum í nokkurn
veginn sama binginn, að því
leyti að sá sem ekki er með
þeim, er á móti þeim. Stutt og
laggott: Þessi “andríkasti og
kristilegasti” flokkur tilbeyrir
vitanlega “modernistum”, er
ekkert annað en einn af þess-
um óteljandi flokkum millibils-
ástandsins, hvernig sem hann er
reifaður, ef hann trúir því að
“fundamentalistar séu öfga-
menn, því “modernismi” er ekk
ert trúarkerfi. En hann þorir
ekki við það að kannast. Hinc
illæ lachrymæ; en það útleggst
hér: Þaðan er allur þessi reyk-
ur.
¥ ¥ ¥
Um grein Haraldar prófess-
ors Níelssonar, er hann ritar í
síðasta hefti Eimreiðarinnar:
“Trúin á Jesúm Krist, guðs son,
í Nýja testamentinu’, er hæfi.
legt að fara sem fæstum orðum.
Greinin er erindi, flutt í sumar í
Fríkirkjunni; tilefnið vafah'tið:
“Sonur hins blessaða”, eftir Sig-
urbjörn Á. Gíslason, og hugsan.
lega: “Var Jesús sonur Jósefs?”,
eftir séra Gunnar Benediktsson
í Saurbæ, sem margir guðsmenn
heima (og hér, ef ekki væri fjar
lægðin) kváðu ólmir vilja rífa
í sig, ef nokkuð verður þá eft-
ir, þegar yfirvaldið á Siglufirði
er búið að ‘ brennsteikja’ ‘ann”,
eins og þeir komast að orði í
Þrándheimi, og síðar mun gerr
sagt verða.
Þetta erindi hefir mikinn guð-
spjallafróðleik að baki, eins og
búast má við, er séra Haraldur
á í hlut, hinn lærðasti maður
guðfræðilega. Sýnir höf. fram
á ýmislegan skilning, er fram
hafi komið í guðspjöllunum um
guðdóm Krists. Telur hann þá:
1) þá hugsun, J‘að Jesús hafi
fyrst við upprisuna frá dauðum
veriö hafinn til guðlegrar tignar
og valds; þá fyrst verði hann
Messías eða guðs.sonur. 2)
Að Jesús hafi hlotið að vera
guðs-sonur hér á jörö; 3) að
Kristur hafi átt sér fortilveru á
himni, án þess að holdtekja
hans hafi verið með þeim hætti
að hann væri getinn af heilögum
anda, og 4) að hann hafi ver-
ið getinn af heilögum anda og
fæddur af meyju.
DODD’S nýmapillur eru bezta
nýrnameðalið. Lækna og gigt,
bakverki, hjartabilun, þvag-
teppu, og önnur veikindi, sem
stafa frá nýrunum. — Dodd’s
Kidney Pills kosta 50c askjan,
eða 6 öskjur fyrir $2.50, og fást
hjá öllum lyfsögum, eða frá
The Dodds Medicine Co., Ltd.
Toronto, Ontario.
Fróðleg greinargerð, og £
leikra augum góð röksemda-
færsla fylgir þessu öllu. En hér
vinnst eigi tími til þess að at-
huga neitt við hana: tæplega
jafnvel til þess, sem eigi verður
þó fram hjá gengið, ef menn 4
annað borð láta sig þessi mál
nokkru skifta. En það er yfir-
lýsing höf um ‘sína afstöðu.
Hún er á þessa leið: “Eg trúi
því með Páli og Jóhannesi, að
Jesús hafi átt fortilveru, (s jr. 3.
atriði að ofan), hann bafi kom-
ið úr guðlegri dýrð, oss til lijálr*
ar og frelsunar. Og með þvf aS
eg trúi því, hvernig ætt; cg þá.
að neita því að hugsanlegt cé,
að svo máttug vera — eða a3rar
máttugar verur — hafi haft hað
vald yfir efninu. að hún hafi
með einskonar skapandi mætti
getað hrundð af stað myndun
fóstursins í móðurkviði. Vér
vitum minna en það, að vér sé-
am færir um að neita slíku. Á
vorum tímum er viturlegast að
fullyrða ekki of mikið um, hvað
sé mögulegt. Mér hefir oft
fundist, að í þessa átt gætu
jafnvel orðin hjá Lúkasi bent:
‘ Heilagur andi o. s. frv.’
¥ ’ ¥ ¥
Það þýðir ekki að nudda aug-
un, þetta sténdur þarna. Það er
ekki laust við að manni detti f
hug orð biskupsins í Birming-
ham og finnist þetta vera “ná-
tengt töfra- og kynjatrúar-
brögðum frá lægra menningar-
stigi en vér erum nú staddir á”.
Eða vitum vér “minna en það
að vér séum færir um að neita
slíku”? Er þá summan af öllu
reynsluvísindastarfi mannkyns-
ins sama og núll? Er skoðun-
um 20. aldar mönnum stuðn-
ingur í að heyra rödd Lúkasar
aftan úr 2000 ára forneskju-
myrkri, til styrktar hugmyndum
sínum um lífeðlisfræði? Og ef
svo er, hversvegna þá öll þessi
bibh'urýning Jahve til miska?
Og því þá ei að taka sporið al-
veg aftur á bak til Ástralnegra?
Ef staðhæfing séra Haraldar er
rétt, þá er eitthvað annað en að
vér séum færir um að neita því,
að hugmyndir þeirra um tilveru
og athafnir guða sinna, ef guðl
skyldi kalla, kunni að vera rétt-
ar. Þvf í raun og veru er þessi
trúarjátning hámenntaðs manns
sem hefir gert það að starfi sínu
meðal annars, að met’a og kryf ja
til mergjar heimildir, langtum
fáránlegra fyrirbrigði en tryllt-
ustu trúarórar Ástralnegra eða
halanegra sunnan frá Kalahari.
Þeir geta fyrst og fremst ekki
'betur vitað, hve fegnir sem þeir
vildu, og í öðru lagi geta hugi
myndir þeirra tæplega verið ó-
aðgengilegri sannri vísinda-
mennsku, en þessi skýring pró-
fessorsins um fósturmyndun.
Það eitt er að minnsta kosti
víst, að eftir þessa ádrepu frá
jafn góðfrægum manni, þá er
beinlínis sálarhressing að taka
sér í hönd “Daníel og Muster-
ið”. Sú bók hefir þó ýmsa kosti,
langþreyttum manni heilsusam-
lega, ef notið er í smáskömtum,
sem þessi ritgerð Haraldar pró-
fessors Níelssonar er gersneydd.
¥ ¥ ¥
) Leturbreyting hér.