Alþýðublaðið - 01.05.1960, Qupperneq 16
húsahæðinni er verið að
spyrða þorsk. Tveir menn
ganga undir fiskhimnin-
um og slá spyrðunum í
sundur með löngum
stöngum, svo fiskurinn
liggi ekki saman og
skemmist. Það lekur enn
úr honum eftir regnið.
Meðan við stönzum er
talað um, þegar rauðát-
unni rigndi á Fróðá.
Vinnandi hendur
— EG segi grand, sagði
verkamaðurinn, er Al-
þýðublaðið spurði hann
hvað hann segði, þar sem
hann stóð á Suðurlands
braut í skýfallinu á föstu
daginn og beið eftir að
þeir færu að sprengja í
grjótrennunni fyrir ofan
veginn.
Upp í rennunni höfðu
þeir fest stóran loftþrýsti
bor og voru fjórir saman
að reyna að ná honum
t’>pp Nokkru fyrir neðan
þá voru aðrir menn^að
koma stálplötum á
sprengiholuna. Það
rigndi stöðugt á bök
þeirra, sem voru orðin
dökk af vatninu.
A togarabryggjunni
var verið að setja ís um
borð í togara. Það var
hætt að rigna, en þar hitt
um við vasklegan mann
með sjóhatt. Hann var
því ekki eins blautur og
þeir 1 dynamitinu við
Suðurlandsbrautina.
Handtökin voru snör og
bílhlass eftir bílhlass
rann niður í lestarnar.
sem áttu eftir að fyllast
af fiski.
Og vel á minnst, á Val-
Þannig var spjallað í
vinnunni þennan föstu-
dag. Menn voru upplits
djarfir og skrafhreyfnir,
eins og sæmir þeirri stétt,
sem mestu verkin vinnur
með þessari þjóð. Þannig
verður spjallað á mánu-
daginn, þegar lokið er 1.
maí þetta árið. Fólk stytt
ir hvert öðru vinnudag-
inn með því að blanda
geði yfir þeim nauðsynja
verkum, sem ýmist eru
unnin við Suðurlands-
braut, á togarabryggj-
unni eða við fiskhjallana
á Valhúsahæð.
41. árg. — Sunnudagur 1. maí 1960 — 97. tbl.