Heimskringla - 04.01.1928, Page 4

Heimskringla - 04.01.1928, Page 4
4. BLAÐSJÐA HEIMSKRIN Q L A WINNIPEG 4. JANÚAR 1928 (StofnoQ 1K86) Krmur flt fl hrerjnm miVTlkudegi EIGENDUR: VIKING PRESS, LTD. 853 OR 855 SA RGENT AVE , WIJÍNIPEO TAI.SIMI: s« 537 VerB blaSslns er $3.00 árgangurinn borg- lst fyrlrfrain. Allar borganlr sendlst THE VIKING PREfeS LTD. SIGFÚS HALLDÓRS frá Höfnum Ritstjóri. UtnnAnkrllt tll blntlntnn: THK VIKING l'HESS, Ltd., Boi 3105 UtniiAnkrlft tll rltntjArnnnt RDITOIt HEIMSKRI5GLA, Box 3105 WINNIPEG, MABÍ. “Heimskrlngla is published by The VlklnK Preui Ltd. and printed by GITY PRINTIiYG Æ PIIBLISHIYG CO. 853-H55 Snricent Ave., Wlnnlpeg, Mnn. Telephone: .86 53 7 WINNIPEG, MAN., 4. JANÚAR 1928 Gleðilegt Nýár,— og þökk fyrir gamla árið! Þetta er ein af þeim sígildu kveðjum, er ekki virðist mögulegt að losna við. En þrájtt fyrir það að hún mæitti virðast vera farin að láta sig, er henni engu að síður fram kastað ' hér af heilum hug. Heimskringla óskar öllum lesendum sínum gleðilegs nýárs og þakkar þeim af alhuga fyrir gamla árið; jafnt þeim er hafa af velvild fundið að við hana og viljað benda til betra( sem þeim er minst megá að henni finna—því jafnan er eitthvað að græða á einhverj- um af aðfinnslunum; jafnt þeim, sem hafa fjáð oss sem dáð á þessu liðna ári, því blað, er tekur ákveðna afstöðu til stjórnmála, mannfélagsmála og trúmála, er ekki þess virði að það sé notað “til kramarhúsa”, hvað þá heldur lesið, ef ekki eru einhverjir, sem hatast duglega við það. ^ ^ Vér teljum þá að árið 19,27 sé horfið í aldanna skaut, en hvort það kemur nokk urntíma til baka, má hamingjan, Einstein og sáhnaskáldið vita. Flestum mun hafa fundist það líða rétt eins og næsu árin undanfarin, án stórkostlegra viðburða, nema ef telja skyldi ofviðri og áfelli af völdum náttúrunnar, heldur meiri en í meðallagi, og gleymist slíkt þó nær því jafnharðan og það er liðið. Að einu leyti teljum vér þó árið merki- legra en undanfarin ár, síðan Versala- samningarnir voru samþykktir. En það er að því leyti sem komið hefir í ljós af- staða stjórnmálamanna og ýmsra þjóða til æfinlegs alþjóðafriðar, algerðrar af- vopnunar. Um það erum vér sammála Winnipeg- blaðinu mikla, Free Press. En þar skil- ur líka. Því það blað kemst að þeirri nið- urstöðu, að ‘ þrátt fyrir sérstök atvik”, þá hafi árið 1927 glætt í brjósti manna öruggari von um eilífan alþjóðafrið, en nokkurt annað ár, síðan lauk ófriðnum mikla. Vér myndum vilja komast nokkuð öðruvísi að orði um þetta. Eitthvað á þá leið, að aldrei hefði komið eins glögglega í ljós síðan friður var saminn, eins og einmitt árið 1927, hvílíkur dauðans háski heimsfriðnum og öllum þjóðum stendur enn af stjómmálabroddum stórveldanna og ýmsra hálfsiðaðra smáríkja, þessum hálofuðu og háttvirtu stjórnmálaspeking- um (diplomats), er enn hafa ekkert lært fram yfir boðorð hinnar gömu stjórn- speki, er þeir studdust við fyrir stríðið, og allur fjöldi manna taldi að ekki myndu lifa það, svo sollin sem þau voru af átu- meinum hræsni og yfirdrepsskapar. Þegar litið er til hryðjuverkanna og hinnar blóðugu styrjaldar í Kína, ávöxt græðgis- og ofbeldisathafna stórveldanna; afglapaframkomu Mussolini gegn ýmsum Norðurálfuríkjunum og æsinga hans á Ba’kanskaganum; utanríkisráðsmennsku Kelloggs gagnvart nábúunum að sunnan, sem Morrow sendiherra, ásamt Lind- bergh, virðist þó nú, hamingjunni sé lof, hafa tekist að bæta fyrir; óeirð^.nna í Sýr landi, undir ‘umsjón’’ Frakka, og æðis- gang Poincaré gagnvart Þjóðverjum; of- beldistilraun Pólverja gagnvart lítilmegn- ugum nágrönnum sínum; ; framkomu Chamberlain á alþjóðaþinginu gagnvart hinu friðelskandi fulltrúum Norðurlanda; þrætugirni og hégómaskaps hinna brezku og amerísku “sérfræðinga” um flotamál, er kæfðu í laugartroginu tilraiinina til þess að tvö voldugustu sórveldi heimsins minnkuðu við sig manndrápsballasmíð- íð, og síðast en ekki sízt, hvílíkra vand- ræða og ógleði það olii fulltrúum stór- veidanna á alþjóðaþinginu, að fá beint framan í sig ákveðna tillögu um allsherjar afvopnun, og það rétt fyrir sjálfa friðar- hátíðina! — Þegar tillit er tekið til alls þessa aðeins, þá er full ástæða til þess að hver maður biðji þann guð, er hann trúir á, að vernda sig og oss öll fyrir stjómvizku þessara stjórnspekinga. Á árinu 1927 hefir farið sívaxandi, eins og Free Press þó segir að margt bendi til, — og ekki að ástæðulausu — ótti manna við það, að hið falsbyggða friðarmuseri stjórnspekinganna muni þá og þegar hrynja yfir þá og oss, og jarða allt í rúst- ; um sínum. Og þá hefir líka um leið far- ið vaxandi sú vissa, að ef slík hörmung ekki komi fyrir, þá verði það fremur að þakka ákveðnum laljþjóðavilja, almenn- ingsviljanum í hverju landi, heldur en þessum fulltrúum úreltrar stjórnvizku, er mæða á oss, eins og öldungurinn á herð- um Sindbaðs — “seeinf' at last that they never could know and never could understand.” eins og Kipling segir. * * ¥ Hér í Canada var lítið um stórviðburði á árinu. Helzt má telja að landið minnt- ist á viðéigandi hátt 60 ára afmælis fylk- issameiningarinnar í ríkisheild, og gaf það mönnum að vísu efni til margra hug- leiðinga, gott yfirlit yfir þær risaframfar- ir, verklegar til éfnalegs og andlegs sjálf- stæðis, sem óhætt er að segja að orðið hafi á þessu tímabili, borið saman við mörg, máske flest önnur lönd, og efni í nýja og fagra framtíðardrauma og fyrir. ætlanir, að ná að efsta marki svo mikið * sem enn til iþess skortir, þótt vel hafi gengið. — Efnaleg aífkoma mun ha^fa orðið heldur betri en áður, yfirleitt; upp- skera allgóð, sumstaðar ágæt, enda ekki vanþörf á; fullvissan um lagningu Hud- soUsflóabrautarinnar, stóraukna námu- starfrækslu og nýtingu norðurbyggða gef ið framtíðarvon manna og framsöknar- þrá byr undir báða vængi. Skilningur bænda og vilji til samvinnu liefir stórum aukist, þótt enn sé mjög ábótavant, eins og vikið er að á öðrum stað hér í blaðinu. . En atvinnuskortur er enn mjög tilfinn- anlegur, innflutningar og bólfesta af handahófi, og aðstaða fjölmagra bænda og verkamanna afar erfið, í sambandi við útstreymi aJltof margra dugnaðarmanna, landsins eigin barna. í stjórnmálum hafa lítil tíðindi gerst innanlands; helzu viðburðir kosningar í Manitoba, þar sem bændastjórn Bracken hélt velli; kosningar í, Prince Edward Is- land, þar sem liberalar undir forustu A. C. Saunders, er myndaði ráðuneyti, sigr- uðu conservatíva undir stjórn J. D. Stew. art, og hinn mikli flokksfundur conserva- tíva í Winnipeg í haust, er Hon. R. B. Bennett var kosinn flokksforingi, með miklum meirihluta, og síðan í einu hljóði( í stað Hon. Hugh. Guthrie, er kos- inn hafði verið bráðabirgðar foringi flokkfeins, er Mr. Meighen lét af flokks- forytstu. — Út á við hefir Canada haft bæði gagn og sóma af hinum nýja sendi- herra í Washington, Hon. Vincent Mas- sey. Og þá hefir Dandurand öldunga- ráðsmaður unnið sér og Canada ágætan orðstír með framkomu sinni og föður- landi sínu hið mesta gagíi. Tveir merkir menn, þeirra er við stjórn mál fengust, létust á árinu: Islendingur- inn Thos. H. Johnson, fyrverandi dóms- málaráðherra Manitobafylkis, og John Oliver forsætisráðherra British Columbia. Af andans mönnum lézt á árinu Stephan G. S'tephansson, langmest skáld er verið hefir í Canada, þótt engir hérlendir menn viti, og að vísu mest skáld í Ameríku sinna samtíðarmanna. * * * Vér leggjum þá á leið hins nýja árs með nýrri von og einlægri ósk um síbatn. andi hag þjóðar vorrar, og rai^nar allra þjóða, með nýrri von og öflugri ósk um vaxandi mannvit, þekkingu, ljós og frelsi, en þverrandi heimsku, fávizku, myrkra- öld og vanaheisi. GLEÐILEGT NÝÁR! Þroskasaga hjáleigu- bænda í Danmörku. Allir canadiskir bændur, sem annars fylgjast nokkuð með í búnaðarmálum, hafa lesið fleiri eða færri greinir, í blöð- um og tímaritum um framleiðslu danskra bænda: danskt smjör, danskt flesk( dönsk egg; um framúrskarandi búskaparkunn- áttu Dana, er áratugum saman hefir fært þeim í hlað meira verð á heimsmarkað- inum, en nokkrum öðrum þjóðum fyrir samkyns afurðir. En ófróðir munu flest- ir hér vera um einn merkilegasta þátt þessarar miklu og margþættu framtaks- semi, um þroska og frelsisbaráttu hinnar kúguðu leiguliðastéttar, er einstök er í sögu seinni tíma. Með því að hér, sem víða annarstaðar, er ekkert sambærilegt af þjóðlífinu að segja,, má telja víst að mönnum þyki fróðlegt að kynnast þeirri sögu, og að einhverjum finnist hún ef til vill eftirbreytnisverð. Mr. John Glambeck, danskur Canada- maður, er hingað kom ungur, segir þessa sögu allvel í stuttu máli í Grain Growers Guide nýlega. Skal sú saga rakin hér í lauslegri þýðingu. Hann segir svo frá ástandinu í Dán- mörku, er hann fór fyrir 40 árum, að þá bjó meginið af dönskum bændum ekki dreift eins og hér, hver á rúmu jarðnæði, he’dur þröngt, í smáþorpum, og land- spilda, bóndanum til afnota, út úr bæj- arhúsunum. í hverju þorpi voru máske rúmlega tuttugu bændabýli, allstór, kirkja, skóli, járnsmiðja og ef til vill smiðjur annara handverksmanna. Síðar voru byggð samkomuhús, er sumstaðar voru einnig notuð til líkamsæfinga fyrir yngri mennina. Fátæklegur aðbúnaður. Vinnumennirnir, er giftir voru, bjuggu sumpart í þorpinu, og sumpart fyrir ut- an það; í litlum, gömlum og hrörlegum húsum og höfðu stundum svoTítinn kái- garð að húsabaki. Sumir höfðu fáeinar ekrur í ræktt rétt svo að nægðu til þess að framfleyta einni kú, einni kind, einu svíni og fáeinum hænsnum. Hross áttu þeir engin,' og það lítið sem þeir þurftu að plægja, eða ef þeir þurftu að flytja heim við, mó o. s. frv.( þá fengu þeir stór- bóndann til þess að annast um það fyrir sig, og urðu að borga honum með vinnu sinni. Þegar ungur mað<ur í vinnumannastétt var kominn á giftingaraldurinn, beið hans óglæsileg framtíð, heilt æfistarf í striti og þrældómi. t einum af þessum kofa- ræflum varð hann að búa; vinna frá sól- aruppkomu til sólariags, gegn einni krónn auk fæðispeninga fyrir sjálfan sig, eða rúmlega 25 centum á dag( til þess að fram fleyta fjölskyldunni. Frá því 1880 fram undir aldamóit, jstreymdi fólk hrönnlum saman frá Danmörku til Bandaríkjanna; flest af því uppkomnir synir og dætur hinna dönsku hjáleigubænda, og það var tæplega hægt að áfellast þetta unga fólk fyrir að flytja úr landi, þar sem jafn aum- leg framtíð beið þeirra. Nú er þetta allt breytt, og hinn danski hjáleigubóndi er nú meginstoð og stytta landbúnaðarins. Hann er sjálfur orðinn jarðeigandi og kemst auðsjáanlega vel af. Hann er fluttur úr gamla kofarægsn- inu( í snotiurt nýtízkuhús, með mörgum herbergjum og rafmagnslýsingu, og vana lega er blómgarður fyrir framan húsið og aldingarður að húsabaki. Allt er þetta árangurinn af stórfenglegri j skipulagningu og samvinnu, en þekkist í nokkru öðru landi. Að vísu eru vinnu- menn ennþá á stórbúunum, en flest eru það ungir og ógiftir menn. En ungu, ný- giftu hjónin( sem langar til að eiga jarð- næði, geta nú ólíku öruggari litið fram á veginn, en mögulegt var í vonleysinu fyrir tuttugu og fimm árum síðan. ^ ¥ Árið 1902 kom Karí Hansen hjáleigu- bóndi á einni af dönsku eyjunum, Sjá- landi, fótunum undir “De Forenede Sjæl- landske Husmandsforeninger” (Hin sam- einuðu sjálenzku hjáleigubændafélög); en þar sem að hyrningarsteinninn undir þessum félagsskap átti að vera jarðskatts stefna Henry George (single tax), þá' íékk það ekki mikinn byr meðal annara stétta þj*?oarínnar. Þó kom þar að, að stofnað var félagssambandið ‘De Forenede Husmandsforeninger” (Sameinuðu hjá- leigubændafélögin) á allsherjarfundi í Óðinsvé (Odense) árið 1910. Og nú er svo komið, að af 110,000 hjáleigubænd umum, er nú búa í Danmörku, að með- töldum þeim hluta Slésvíkur( er Danir fengu aftur í lok ófriðarins mikla, af her- námi Þjóðverja 1864, þá eru 83,000 með- limir þessa sambands, en sambandsdeild- ir eru 1214. Þar að auki eru 14,000 með- limir ýmsra bænda- og sveitafélaga. Þar að auki hafa hinir dönsku hjáleigubænd- ur komið áj fót með sér margskonar vá- tryggingarfélögum pg jarðaskiftanefnd- um( og sömuleiðis gefa þeir út fjölda blaða og tímarita. Stór'býlum skift. Fyrir 30—40 árum síðan var í Dan- mörku geytsilegur fjöldi “herragarða”, stórbýla er þöndu sig yfir mikið af verð- mætustu akurjörð landsins. Þessir hen-a- garðar voru í höndum aðalsins, og það er satt bezt að segja, að skjalfestan fyrir sumum þeirra var ekki sem ör. uggust. Auk þess lágu stórefl- is jarðeignir undir hina lútersku ríkiskirkju. Það var því eitt fyrsta verk bænda og verkamanna, er þeir náðu stjórnartaumunum, að rannsaka ritningarnar( til þess að glöggva sig á því, hverjar breytingar myndu heppilegast- ar. Árið 1919 voru samþykkt iög um það að skifta, kirkjujörð unum, og sömuleiðis að skifta nokkrum hluta þeirra jarðeigna er lágu undir aðalinn. Ríkið skifti nú þessum jarðeignum í smábýli, 15—30 ekrur að stærð hvert þeirra. Hjáleigubændum voru nú byggð þessi býli, auð- vitað gegn sérstökum skilmái- um. Reiðra peninga var ekki krafist fyrir jarðirnar. en ábú- andinn galt fjóra og hálfan af hundraði hverju( er jörðin var metin. Síðan að lög þessi öðluðust gildi, hefir ríkið á þenna hátt komið á fót um 3000 smábýl- um. En auk þess hafa hjáleigu- bændafélögin, eins og áður er sagt, sjálf annast jarðaskift- ingu, og hafa af eigin ramleik keyrpt margar stórjarðir, og skift þeim í smábýli. Hefir þetta reynst því auðveldara, sem skattar hafa þyngst svo á stór- jörðunum, að aðalsmenn og stórbændur hafa margir hverjir orðið því fegnastir, að selja smábýlafélögunum. Á Sjálandi einu búa nú 1529 smábýlafjöl- skyldur, og komast prýðilega af, á 50,000 ekrum( er áður sátu 136 stórjarðaeigendur. Store Restrup var éítt islíkt. stórbýli um 2000 ekrur ræktað- ar. Keypti Smábýlasambandið þessa jarðeign árið 1912 og setti þangað 50 fjölskyldur. Áður en þessi skifti urðu, hafði eigand- inn á jörðinni 370 skepnur alls: 150 mjólkurkýr, 30 hross, 150 svin og 40 hæns. Eftir skift- inguna ber þetta sama jarðnæði 300 mjólkurkýr( 100 hross, 500 svín og 3000 hæns. Meðan eig- andinn var einn, seldi hann að- eins 537,000 pund af mjólk; nú eru af sama jarðnæði seld 1,- 570,000 pund. í októbermánuði í haust liéldu smábýlasamböndin heljarmikla sýningu í Árósum (Aarhus) á Jótlandi. Gaf þar á að líta þroskaferil þessarar stéttar er áður bjó við svo mikla fátaékt og kúgun. Þar mátti sjá gamla hrörlega kofann, með leirklín- ingsveggjunum og hálmþakinu, við hliðina á snotra, traust- byggða húsinu. er smábýlinlg- urinn býr nú í. Þar sem áður stóð spólurokkurinn eða hand- vefurinn gamli^ stendur nú snot urt skrifborð, þar sem húsbónd inn starfar að búsreikningum sínum. Þar var líka sýnt gripa- hús, byggt eftir allra nýjustu tízku, fyrir hesta. kýr svín og alifugla, allt af bezta kyni, sem smábýlingurinn heldur sér til framfæris. Ennfremur var það sýnt, að í stað þess að áður féllu stórbýlunum í skaut öll hæstu verðlaun og verðlaunapeningar fyrir skepnuhöld, smjörgerð o. s. frv., þá gengur megnið af þeim verðlaunum nú til smábýl- inganna. * ¥ ¥ Þetta er efnið í frásögn Mr. Glambeck’s um þroskaferil þess arar stéttar, frá niðurlægingu og þrældómshelsi hjáleigumanns ins, að efnalegri velmegun og sjálfstæði smábýlisbóndans. Mr. Glambeck hefir verið hér vestra í 40 ár( eins og áður er sagt, og hann bætir þessum athugasemd um við frásögn sína: “Eg hefi ritað þetta í því skyni, að bændur í Vestur-Can. ada mættu sérstaklega af því læra, því svo virðist, sem þeim gangi erfiðlega að halda í horf- inu, þrátt fyrir mikið landrými. Hvernig stendur á því( að þessir dönsku smábændur komast svo vel af á fáeinum ekrum? Hvern ig stendur á því, að þessum j vinnumenskuiþrælum hefir auðn i as>t að brjóta af sér vonleysis. I DODD’S nýmapillur eru bezta nýrnameðalið. Lækna og gigt, bakverki, hjartabilun, þvag- teppu, og önnur veikindi, sem stafa frá nýrunum. — Dodd’s Kidney Pills kosta 50c askjan, eða 6 öskjur fyrir $2.50, og fást hjá ölluro lyfsögum, eða frá The Dodds IVIedicine Co., Ltd. Toronto, Ontario. hlekkina, og brjótast úr þræl- dóminum til sæimilegs sjálf- stæðis? Svarið er, að þeir kunna að vinna saman og skipuleggja, en það á meiri hluti canadiskra bænda eftir að læra. Canadisk- ir bændur og verkamenn sætta sig við það( að láta fjandmenn sínia, er hafa þá áð féþúfu, hafa bæði töglin og hagldirnar. En Danir öðluðust annan skilning á iþessu fyrir mörgum árum síð- an, og í stað þe&s að bændur þar líti á verkamenn sem fjend- ur sína, þá skildu báðir fyrir löngu( að efri stéttirnar höfðu þá að féþúfu, og héldu þeim á- nauðugum. Þess vegna sam- einuðu þeir krafta sína, gripu sjálfir stjórntaumana, og tóku að vinna að því, að gera öllum stéttum lífvænlegt í landinu. ¥ ¥ ¥ Síðan að þeim skildist þetta, hafa þeir unnið sleitulaust að ibetri skipulagningu og öflugri samvinnu. Danir hafa iíka orð ið ágætir búrnenn, og þeir hafa fundið nýjar búnaðarleiðir til velmegunar, að komast vel af á fáeinum ekrum, þrátt fyrir það. að mikill hluti Danmerkur er ekkert sérlega frjósamur jarð- vegur. Það er að vísu 's'att, að bú- skap hér í Canada, sérstaklega meðal bænda í Vestur.Canada, hefir farið nokkuð fram síðustu árin en mikið stendur þó enn til bóta. Hér í Alberta hefir að- eins 15,000 bændum af 80,000 sýnst að ganga í bændafélagið (farmers organization) enn &em komið er( og lítið meira en helmingur þeirra hefir enn gerst meðlimir liveitisamlagsins. Hve margir hafa gerst meðlimir ann ara samlaga, veit eg ekki. En raunin er sú, að þrátt fyrir all- an þann hagnað, sem bændur í öðrum löndum hafa af sam- vinnu sinni og skipulagningu, þá vill canadiski bóndinn enn þá helzt tjasla á, eigin spýtur.” ---------x-------- “Þjóðnýtingin” Heimskringla vill mælast tiJ þess við lesendur sína( að þeir lesi með sem mestri athygli ‘hina afarmerkilegu greinargerð Einars H. Kvaran, fyir bók Sir Leo Chiozza MJoney, er prent- uð er eftir Eimreiðinni á öðrum stað hér í blaðinu. Er hún vel þess verð, að henni sé veitt sama athygli og Njáll veitti því máli( er hann ‘‘lét segja 'sér þrisvar”. Að gera nánari grein fyrir þessari ritgerð, að sinni, væri að bera í bakkafullan læk- inn. Þess mætti þó máske geta, til viöbótar við skýringu höf., að Sir Leo Chiozza Money er ekki jafnaðarmaður og því síð- ur Bolsheviki, og að hann er einn af nafnkunnustu hagfræð ingum enskum, er nú lifa, og hefir afarmikið um hagfræði, viðskifta- og peningamál ritað. Hann er 57 ára að aldri. ---------x--------

x

Heimskringla

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.