Heimskringla - 25.01.1928, Blaðsíða 4

Heimskringla - 25.01.1928, Blaðsíða 4
4. BLAÐSlÐA HBIMSKRIN O L A Heítnsktringla (StofnuV 188«) Krnar «t » harcrjam ml«»lkude«rt. EIGI3NDUR: VIKING PRESS, LTD. 853 OK 855 SARGENT AVE . WINNIPEG TALSIMIl 80 537 VorH blaHalns «r »3.00 á.rKan*urlnn bor*- lst fyrlrfram. Allar borganlr sendlat THE VIKING PHESS LTD. 8IGEÚS HALLDÓRS fré Höfnum Ritstjórl. UtanAakrltt tll blatíalnai THB VIKING PltESS, I,til.. Bol 8105 Utan Aakrlft tll rltntJAramal EDITOR HBIMSKRINGLA, Boa 3105 WINNIPEG, MAN. "Helmskrlngla Is publisbed by The VlklnK Preiis Utd. and prlnted by _ CITY PRINTING A PUBl.lSHING CO. 853-855 SarKent A ve.. WlnnlpeB, Mnn. Telephone* .86 M 7 WINNIPEG, MAN., 25. JANÚAR 1928. “The Big Parade”, Meðal annara kvikmynda, sem sýndar eru hér í bænum þessa dagana, er “The Big Parade”. Og hún er vitanlega ein af þessum vikulegu “greatest pictures ever made”. En hún er töluvert meira. Af einhverju handa hófi, liggur manni við að segja, hefir þetta orðið góð mynd. Fyrst og fremst er vel leikið. John Gilbert leikur stærsta karlmannshlut- verkið af þremur, vel og geðuglega. Karl Dane leikur ágætlega. Og kvenhetjunni er vel borgið fyrir augum áhorfenda með leik Renee Adoree. En það er meira um þessa mynd, en að hún sé vel leikin. Það er vel frá' henni gengið yfirleitt, svo að hún er ein með allra beztu myndum amerískum, sem hér hafa verið sýndar nýlega, þótt Drottinn viti, að með því sé í sjálfu sér harla lítið hól um myndina sagt. En henni er svo Vel stillt í hóf, að maður finnur ósjálf- rátt að hún er sönn. Hún kemur víðar við en hér verði talið. En meginþáttur inn snýst um eldskím Bandaríkjamanna í ófriðnum mikla. Og hann er afbragð. Enda mun höfundurinnt Laurence Stalling er sjálfur tók þátt í ófriðnum, hafa feng ið töluverðu að ráða um myndatökuna. Maður lifir með þeim, þessum strákum: manninum, sem borinn er til stóriðju- hægindanna og miljónanna; hinum tröll. aukna danska “immígranta”, himinskefla smiðnum ófágaða en glaða og góða, sí- spýtandi í markið; ölslöngvaranum írska, frá kjallaralindum þokuiýðsins í New York. Tekur þátt í græskulausu gamni þeirra, gantaskap við blómlegar bænda- drósir franskar, og áhyggjuleysinu í bið- vistinni á undan fyrstu atlögunni; fylgist með þeim í eldskírnina, eftir breiðum þjóðvegum inn í sumarskóginn, þar sem dauðinn bíður á bak við annaðhvert tré, innan um laufgrænku og gróðurangan; heldur hikandi með þeim í á/ttina lengra og lengra, inn þangað sem stórskotahríð- in er farin að ná sér, inn á milli reittra og kurlaðra stofna, er standa upp úr jarð- veginum, eins og afstrípaðir kjúklingar hefðu stirðnað þarna í afkárelgustu stell ingum; kemst hálflamaður með þeim í rökkurbyrjun, inn á gróðurlausa eyðimörk ina kastar sér þar yfirkominn í fyrstu sprengikúluholuna, svo skamt frá fjand- mönnunum, að hvítmatar í augum á þeim, ef nokkur þyrði að reka upp höfuðið, og’ bíður þar morguns og nýrrar atlögu, grænn og gugginn, í beig og kvíða, og þó í hetjumóði, sem bítur á jaxlinn með- an allir felliþyijir dauða og helvítis um- hverfa jarðveginum og þyrla moldrok- inu og stálélinu um höfuð manns. Hún er sönn, þessi mynd. Og hún er ekki gerð af hatri til nokkurra sérstakra manna. Þjóðverjarnir eru sýndir í mennsku líki, en ekki eins og vanalega hefir tíðkast í ófriðarmyndum hér: þrútn ir af fólsku, ljós- og bursthærðir, galt- vembdir og gríseygðir, renna ekki eins og raggeitur, hvað sem á bjátar, eða kvaka lafhræddir “Kamerad” knjáli’ðadofnir af bleyðiskap. Þeir eru rétt eins og hinir, ófríðir og fríðir, litlir og stórir; menn sem eru að berjast fyrir föðurlaod sitt, rétt eins og hinir, knúðir sömu hvötum, ’sömu fórnfýsi; eini munurinn sá, að örvænting- in er þeirra megin. * * * Myndin er gerð í þeim anda, er stjórn- ast af holiri og heilbrigðri skynsemi. Hún hefir flest skilyrði til þess, að hennar megi njóta, bæði frá listrænu sjónarmiði, og fyrir þann boðskap er hún flytur. | En hún fékk ekki að njóta sín hér. Sáj andi, sem mest bar á í leikhúsinu, átti ekke’rt skylt við þann anda, sem verið hafði að verki við myndagerðina, og skildi ekki, eða vildi ekki skilja þann boð- skap, sem myndin og höfundur hennar vildi flytja. Þessi andi er gamalkunnugur þeim, er sótt hafa hernaðarmyndasýningar hér áður. Hann kemur þá greinilega fram hjá börnum og þeim óneitanlega mörgu fullorðnu, er aldrei verða mikið annað en ibörn, nema að líkamsvexti. Vanalega kemur hann þó svo fyrir sjónir, að hann viröist meinlausari en hvað hann er há- vær, að minnsta kosti í smærri leifehús- unum. En hér gafst tækifæri til þess að hann fengi að sýna sig í allri sinni dýrð; hve djúpgengar og sterkar eru rætur hans í sájlarlífi kynslóðarinnar, sem nú er að vaxa upp eftir blóðbaðið. í myndinni er það sýnt, að fýrstu nótt- ina, sem þeir dvelja á vígvellinum, fer Daninn stóri, félagi Gilberts, úr holunni, sem þeir félagar hafast við í, til þess að drepa tvo Þjóðverja, er gera usla meðal Bandaríkjamanna með holkúlubyssu. Hon um heppnast áformið, en Þjóðverji, sem er með vélbyssu í annari holu skammt frá, særir hann til dauðs, er hann hverfur til baka. Gilbert fer að lokum að reyna að bjarga honum og hefna fyrir hann, en fellur óvígur fyrir vélbyssukúlu, er hitt- ir hann í knéð. Þjóðverjinn kemur upp úr holu sinni og gengur í áttina til hans, en Gilbert skýtur hann í brjóstið og dauð- særir hann. Og þá er Gilbert svo þrung- inn af hefndaræði, að hann dregur byssu- stinginn úr slíðrum, og mjakar sér í átt- ina til hans, til þess að rista hinn dauð- særða fjandmann sinn á háls. — — í hvert skifti sem Þjóðverji var drepinn, gullu við fagnaðaróp og lófaklapp um allt leikhúsið. Það er svo alvanalegt hér, að enginn kippir sér upp við. En þegar þetta áform Gilberts varð sýnilegt, þá tók út yf- ir fagnaðarópin. Sú tilhlökkun að fá að sjá þenna djöfuls Húna skorinn á háls! Þjóðverjinn mjakar sér undan með hel- sjúku augnaráði. Gilbert á eftir, og geng ur hraðar. Ný fagnaðarbylgja! Þjóð- verjinn veltir sér ofan í tóma holu. Gil- bert á eftir. Fagnaðarlætin vaxa. Nú kemst Þjóðverjinn ekki lengur undan. Hann snýr við höfðinu og lítur á fjand- mann sinn, eins og hundelt og dauðsættt dýr. Hann er barnungur, ljóshærður, fríð ur og góðmannlegur. En Giibert er æðiS- genginn af taugaæsingi, harmi og hefni- girni. Hann keyrir byssustinginn á kverkarnar á fjandmanni sínum, sem þeg ar er í andarslitrunum..... Og nú komast fagnaðarlætin í al- gleyming. Það er eins og þakið ætli af húsinu. Svolitla stund. Svo slær öllu í skyndilegt dúnalogn, líkt og þegar upp. áhalds knattsleiksmaður missir marks á leikvelli. Þótt ekki heyrðist, þá fannst sem sár vonbrigðisstuna liði yfir húsið. Og var það líka að undra? Gilbert kverkskar nefnilega ekki Þjóðverjann, þegar til kom. Hann hefir ekki skap í sér til þess, þeg ar hann lítur í hálfbrostin augu mót- stöðumanns síns. Þá kastar hann frá sér byssustingnum með önugum leiða. Hann reynir meira að segja að koma upp í hann vindlingi. Þótt enn sé í honum gustur við þenna mann, er drap bezta félaga hans, þá ann hann honum þó einu fró- unarinnar, sem honum getur hugkvæmst þarna síðustu augnablikin. — En þá klappaði heldur enginn Iof í lófa. * íf * Menn vissu, að þeir voru að kaupa sér aðgang að myndinni “The Big Parade”. En þeir vissu ekki, að þeir fengju í kaup- bæti aðgang að enn meiri “parade”, þar sem var til sýnis, í allri sinni hörmulegu og viðbjóðslegu nekt, lélegasti afspring- ur þjóðernísliaturs og fáfróðrar sjálfs- elsku. En annars væri fróðlegt að vita, live margir viðstaddir muni hafa gert sér grein fyrir því, jafnvel þeir, er eigi tóku þátt í fagnaðarlátunum. Þetta voru börn, segja menn. Já, að visu, þótt sum væru fullorðin. En hvar er sakar að leita, nema hjá þeim, sem þroskaðri eiga að vera? Vér hneykslumst á nauta-ati yfir á Spáni. Vér hugsum með skelfingu og við- bljóði til þeirra tíma, er Rómverjar öttu saman skilmingamönnum, og Colosseum glumdi við af fagnaðarlátum skrílsins, er hann sá þræla og kristna menn tætta sundur af villidýrum, unz sleipt varð í sandinum af blóði. Oss er kennt að gera þakkir fyrir að vera vaxnir frá slíkri villi- mennsku. En hneykslast nokkur á þeirri saklausu gleði, er börn vorrar eigin kyn- slóðar hafa af því, að sjá “sinn mann” skera dauðsærðan fjandmann sinn á háHs? Hvað segja þeir, sem tekið hafa að sér uppeldi æskulýðsins? Hvílík “parade” fyrir foreldrana á sínu eigin starfi, á starfi barnaskólakennaranna! Hvílíkur á- vöxtur af sunnudagaskólastarfsemi prest anna! En hve margir þeirra gengu ekki líka herguðnum á vald síðast, er færi gafst. Og hvað myndu stórblöðin segja, sem mynda almenningsálitið? Líklega ekkert, því allt slíkt er þægi- legast að þegja fram af sér. Nema þá ef það kraftaverk skeði, að eitthvert þeirra yrði svo hreinskilið að segja upphátt, að svo skuli sláturfé ala til ófriðarins næsta. Mr. Hannesson svarar. Eins og skiljanlegt er, hefir Mr. H. M. Hannesson hersir, frá Selkirk, ekki viljað láta óátalaða fólskugreinina, er birtist á ritstjómarsíðu “Tribune” um daginn, út af ummælum hans í “Empire Club”. Birt- ist svar frá honum til ritstjóra blaösins í Tribune á laugardaginn. Þykir oss rétt að birta það vegna þess, að Mr. Hannes- son mun standa fremstur í sínum flokki meðal yngri manna af íslenzku bergi brotnum, og þá ekki síður fyrir það, að hann hefir þegar setið á sambandsþingi í Ottawa, og er líklegur til að ná kosn- ingu þangað aftur, nái flokkur hans meirihluta í kjördæmi hans eða fylkinu. * * ¥ Mr. Hannesson getur þess, að hann grípi ekki til andsvara af þrætugirni, heldur sökum þess, að með því að grípa úr samihengi ummæli, er hann hafi látið sér um munn fara, þá hafi þeim verið snú- ið á þann veg í ritstjórnargreininni, að af- staða sín sjáist frá mjög óheppilegu, ef ekki algerlega rangsnúnu sjónarmiði, og finnist sér því ástæða til að draga af allan efa um þetta efni. Muni óhætt að fullyrða, að enginn viðstaddur muni á- saka sig fyrir það að hafa gerst talsmað- ur þjóðernislegs hégómaflingurs, frem. ur en áþreifanlegs og haldgóðs veruleika, og sé enda óhugsandi, að fréttaritari blaðsins hafi gengið af fundinum í þeirri trú. Síðan skýrir Mr. Hannesson efni ræðu sinnar á þessa leið: “Umræðurnar í klúbbnum snerust eingöngu um það, hvort ráðlegt mætti teljast, eða ekki, að fá séreinkjenndan þjóðfána. Ábyrgi Canada gagnvart al- rkissambandinu er allt annað mál og mikilvægara, og slcoðanir mínar um það eru mjög ákveðnar. Að vísu ef til vill ekki nægilega strangtrúaðar fyrir ein- staka ónefnda æðstupresta, en áreiðan- lega ekki í áberandi andstöðu við þær skoðanir, er oft hefir verið haldið fram í ritstjórnargreinum yðar eigin blaðs. Gilding canadisks fána er aðeins eitt at- riði í margþættu málefni, og eg get skýrt afstöðu mína í fáum oröum. Þegar sambandsríkið var stofnað. tók Canada að sér að sjá um ráðsmennsku og viðgang norðurhluta Norður-Ameríku fyrir hönd alríkissambandsins. Jíjóðin, er gædd var erfikenningum hins brezka kynflokks; gagnsýrð af virðingu hans fyr- ir lögum og rétti og áskotnast hafði menn ing hans, er hafði fremur öllu öðru rutt heimsmenningunni braut. tók á sínar herðar og eftirkomendanna skuldbind- ingar við alríkjasambandið, sem inna verður af hendi. En Canada, sem hefir orðið snortið af hinum hressandi eldmóði æskunnar, og starfsgleðinni, sem kemur af því að þekkja sinn eigin májtt, finnur nú til þess stolts og styrks, er ætíð er þroskameðvitundinni samfara, og hefir þá einnig kennt áhrifa frá þeirri magn- an þjóðeristilfinninganna, er hefír sollið um allan heim eftir ófriðinn og friðar- samningana í Versailles. Enda þótt enginn gæti borið Canada- mönnum á brýn hollustuskort gagnvart alríkissambandiuu á ófriðarárunum, þá fundu þeir þó jafnvel þá glöggt til þess, að þeir væru sérstök eind, þótt þeir væru einn hluti heild. Aðrir hlutar alríkis- sambandsins urðu sömu kenndar varir. Engir aðrir en þeir, sem fela höfuð sitt í sandi sjálfsánægjunnar, hafa komist hjá því að reka augun í ýms tákn þjóðernis- kenndarinnar, hvar Um samveldið sem var.. Ástralía og Nýja Sjáland létu hana strax í ]jós, með því að taka sér nýja þjóðfána. Suður.Afrka hefir fetað í fót- spor þeirra, og f ritstjórnargrein í blaði yðar á laugardaginn, var farið lofsamleg U^.rrðUm Um Þá/ stió™hyggju, er hafi raðið fánamálinu þar til lykta. Canada hefir þegar gert ýmsa samninga við önnur samveldi og erlend ríki. Stjórnarerind- rekar eru nú sendir til Banda- ríkjanna og Frakklands. Dettur nokkrum manni í hug, að nokk ur afturkippur komi í það fyr- irkomulag eftir þetta. Skip, sem skrásett eru í Canada, sigla undir eigin merki um þvínær öll höf. Þetta eru áþreifanlegar sannanir um það, hvert fram- þróunin nú er komin. Höfuð- landið hefir fallist á þetta. og stjórnmálam,ennirnir þar Ijúka á lofsorði. Mergur máls míns er það, að málum alríkissambandsins sé bezt borgið með því að styðja og auka þjóðernistilfinningumi í samveldunum, í stað þess að hindra hana, Ifverrar útrásar sem hún vill leita sér sanngjarn lega. Fáni, látið þér í veðri vaka, sé hégómi einber, látúns. hnappur og flingurverk! Getur skeð. En menn eru nú svona gerðir. Mörgum finnst að Can- ada sé nauðsynlegur fáni með sérstökum þjóðerniseinkennum á sendisveitaskrifstofur sínar og skip, sem veruleikatákn þjóð heildarinnar. En það skref þarf á engan hátt að koma í bága við innbyrðis ábyrgð alríkissam- bandsins. Einn af meðlimum alríkis- sambandsins brezka komst heppilega að orði, er hann sagði að nú væri ný öld að hefjast fyrir því. Dagar föður- legrar handleiðslu og forræðis eru nú taldir. Einkenni hinnar nýju aldar, sem nú er hafin, er samvinnustarfsemi meðal jafn- ingja. Þau bönd, er tengja ifjarskyldar þjóðir ah (kissam. bandsins, hafa á engan hátt ver ið veikt, og verða ekki, ef vit fær að ráða. Hið ósýnilega band saimeiginlegra erfðaminn inga, menningar og áhugavið- leitni er óslítandi, sé það gagn- sýrt af vinarhug og trausti á eigin málstað. Alveg sérstaklega ætti að örva þjóðernistilfinninguna í Can- ada og rás hennar. Canada er berskjaldaðra en nokkurt hinna samveldanna gagnvart óheppi. legum áhrifum. Með fjárhags- legri og iðnaðarlegri innráh, sem er yfirgripsmeiri en marg- an grunar; með eignarhaldi á nokkrum hluta auðsuppsprettu vorrar; með áhrifum þeim, sem stafa af tímaritum, bókmentum I * fréttastofum, er senda út hóp- sölugreinir og svonefndar “grín myndir”; með einkaleyfi sínu á kvikmyndum, já, einmitt m'eð sjálfri nærveru sinni og töfra. magni auðsins, er seiðir æsku- lýð vorn, beitir hið volduga ná- grannaland vort, vísvitandi eða ósjálfrátt, áhrifum á oss, er miða til þess að vér tileinkum oss viðhorf þess og menningu, á kostnað vorrar eigin. Eg stað- hæfi, að öruggasta skjól vort sé heilbrigð þjóðernistilfinning; ó- trauð Canada-vitund, er leitar sér þeirrar útrásar, er henni sýnist, og á þann hátt að öll. um heimi sé auðskilin. Með þetta í huga lagði eg það til, að á næsta alríkisfundi skyldi þessi nýi skilningur á al- ríkissambandinu endanlega við- urkenndur með þeirri yfirlýs- ingu, að Union Jack skuli vera ímynd alríkissambandsins, sem slíks; að hann skuli dreginn á' stöng á öllum stjórnarbygging- um og á öllum sendisveitarskrif stofum, er starfi í umboði alrík- isins eða nokkurs hluta þess, en innan eigin landamæl*a og alstaðar þar sem sendisveit fer með sérstakt umboð einhvers samveldisins, þá skuli aukafáni sanna hina raunverulegu sér- stöðu þess samveldis; að hver slfkur sérfáni skuli í feldi sín- um bera greinilega alríkisfán- ann, Union Jack, og í lionum, eða feldinum annarstaðar, greinilega jarteikn samveldisins sjálfs, enda skuli skip sigla und- ir samsvarandi merki. Eg óska ekki að draga úr eindrægninni. WINNIPEG 25. JAN. 1928- DODD’S nýmapillur eru bezta> nýrnameðalið. Lækna og gigt* bakverki, hjartabilun, þvag- teppu, og önnur veikindi, 8em stafa frá nýrunum. — Dodd’s Kidney Pills kosta 50c askjan- eða 6 öskjur fyrir $2.50, og fást hjá öllum lyfsögum, eða fr4 The Dodds Medicine Co., Ltd. Toronto, Ontario. en með það, er skeð hefir í Suður-Afríku í huga, vildi eg koma í veg fyrir sundurlyndis- ætsingar. Með tilliti til þess er þér glós- ið um ráðleggingar mínar uni það, í hvern farveg helzt skyldi beina þjóðernistilfinningunni, þá leyfist mér máske að segja, að eg er svo óskammfeilinn að trúa því, að eg gæti jafnvel komið fram með ákveðnar tillögur f því efni líka. En eg mæltti kann ske bæta þessu við: að á sömu ritstjórnarsíðunni lýsið þér undr un yfir því, að hvalurinn skuli geta haldist við á miklu sjávar- dýpi án þess að kenna óþæg- inda af hinum afskaplega þrýsf ingi; og að eg óttast að eg hafí þegar við þetta tækifæri dval- ið of lengi í jafnkvisti við hina ritstjórnarlegu djúpfærni.” ------------------x---------- Heilbrigði. (Frh. frá 1. bls. iS út, og getur brjóstiö oröiö eins og tunna í laginu. I oörum tilfell- um ganga geislungarnir út beggj3 megin og laut myndast í brjóstiö. Andlitið breytist einnig og verður stundum svo einkennilegt, aö ekki leynir sér hvaö aö barninu ,gengur. Munnurinn er oft opinn; útlitiö lýs- ir deyfð, áhugaleysi og sljóleika. Meira að segja, skynsamur ungling- ur getur oröiö heimskulegur í útliti og framkomu, einumgis af þessum á- 'stæðum. Hann veröur seinn aö svara spurningum; er nefmæltur og getur ekki nefnt vissa stafi, t. d. n og m. Stundum stamar unglingurinn af þessu. Hann á erfitt með aö læra eða muna og heyrir illa; getur eklki fest hugann viö neitt og er gleyminn. Sama er aö segja, þegar um vinnu er aö ræöa. Unglingurinn eirir ekki við ncitt oig er óstööugur viö allt. I>ietta hefir einnig áihrif á geðs- munina. Unglingurinn verður úrill- ur og geðstirður og hefir allt á horn um sér. Er hann stundum atyrtur fyrir heimsku, leti og geðillsku, og gerir þaö honum líðanina og lífiö enniþá óhærilegra. Enginn skyldi ætla aö allir ung- lingar, er ofvöxt hafa í eitlum, verði- eins o,g hér er lýst, en svona geta þeir oröið og svona eru þeir eigi all- fáir. Engum skyldi heldur koma til hug- ar, að öllu hljóti aö vera óhætt, ef öll þessi einkenni fylgist eikki aö. Því fer fjarri að svo sé. Unglingur. inn getur haft ofvöxt í eitlum eöa sýkta eitla, þótt þaö valdi aöeins sumu af þessum einkennum, o;g þeim aðeins á lágu stigi. En fyrir því verð- ur aö gera sér grein, aö allt þetta getur komiö smátt og smátt, þótt Ihægt fari í fyrsu, ef ekki er aö gert í tæka tíð. Við ofvexti Qg sýkingu í hálseitlum er ekkert ráö til annað, sem aö haldi kemur, en aö taka eitlana burt. Og hættan við þann uppskurð er mjög lítil. Sig. Júl. Jóhannesso'n. * * * Síðasti kafli er prentaöur sem X., en átti aö vera XI. Þar er einnig sú prentvilla, að sojtivatn er prentaö fyrir sáprnatn. S. J. J.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.