Heimskringla - 01.02.1928, Blaðsíða 4

Heimskringla - 01.02.1928, Blaðsíða 4
4. BLAÐSlÐA HEIMSKRIN OLA WINNIPEG 1. FEBRUAR I928L (StofnaK 1886) Krmor At i hrerjam ml«Tlhudc*l. EIGKNDUR: VIKING PRESS, LTD. 853 oK 855 SARGENT AVE . WINNIPEG TALSlMIt S« 537 ————— ---------------—------- V«r3 blaísins er »3.00 áxgangurinn borg- Ist fyrlrfram. Allar borganir sendlst THE VIKING PR'EES LTD. SIGFÚS HALLDÓRS líá Höfnum Ritstjórl. UtnnAskrllt tll blntlslnsi THB VIKING PHESS, L.td., Bot 3105 UtnnAnkrlft tll rltntJAransi BDITOR HEIMSKRINGUA, Hox 3105 WINIVIPEG, MAN. ••Helmskrlngla Is publlshcd by The Vlklna Press Utd. and printed by ___ CITY PRINTING A PUBI.ISHING CO. 853-855 Snraent A ve.. Wlnnlpeg. Mnn. Telephone» .86 53 7 WINNIPEG, MAN., 1. FEBRÚAR 1928 Hverl stefnir? Almennt talað, virðist helzt stefna til Heljar. Þetta er ekker svartsýnishjal, því síður að nokkur bölósk standi að baki, né heldur sífelld og fjandsamleg óánægja yfir allri tilverunni. Tilveran er í sjálfu sér hvorki góð eða ill, frekar en hver býr sér og öðrum í haginn. Og að vísu eru í öllum skilningi yndislegir gróðurreitir víða á þessari jörð. En því meira sem tekist hefir að hrinda í þá áttina, þess minni á- stæða ætti að vera til þess, að snúa öllu í flag, jafnharðan. Mannskepnan æ’tti að vera orðin svo viti borin, að slíkt gæti ekki komið fyrir, nema þá að svo sé, að heimska fjöldans fari að því skapi váx- andi, sem þekking einstaklingsins vex. Mörgum hefði þótt það fyrirsögn — og að sjálfslögðu öllum þeim. er trúðu á Lokalýgina unr “stríðið til þess að enda stríð” — ef einhver hefði spáð því, um það leyti er staðfestir voru friðarsamn- ingarnir í Versölum, að svo lítið hefðu menn lært af stríðinu, að eftir tæp 10 ár myndi allt útlit vera á því, að tveir vold ugustu samberjarnir, náskyldar frænd- þjóðir, myndu bráðlega fara í hár saman. Keynes og aðrir sáu, að samningamir voru illa gerðir, vísir að ótakmörkuðu þrætuepli; sáu og skildu andann, sem í pottinn bjó. En að sá andi væri svo lít- ið lamaður, eftir þær hörmungar, er þá á gengu, að hann yrði til fuils búinn að ná sér aftur, á jafnskömmum tíma og síðan er liðinn, mundi fæsta hafa grunað, og enginn viljað gera sér í hugarlund. I»ó er það auðséð eftir á, hér sem oftar, að einmitt við því mátti búast. Sagan hefir ekki enn sýnt það til muna, að menn hafi vitkast til friðarhyggju af nokkrum ó- friði, hvorki sigraðir né sigurvegarar. — Hinn sigraði hyggur á hefndir, og kenn- ir slysni sinni og vanbúnaði um ófarimar, en eigi vanmætti sínum. Sigurvegarinn státar áfram í öryggi styrkleika síns, hversu sárt er sviðið hefir. Ófriðurinn mikli var úrslitaráðning á því, hvort Þjóðverjar skylldu víkja Eng- lendingum úr öndvegi Norðurálfuþjóð- anna. ófriður milli stórveldanna rís nú æ. tíð af keppni um viðskifta- og verzlunar- yfirráð. Þeim yfirráðum er náð og haldið með herliði og flota. Þess vegna er talið nauðsynlegt að efla hvorttveggja sem mest. En í skjóli hervaldsins eykst mönn- um ófyrirleitni og ráðríki, unz svo er komið, að lítill neisti, er aldrei gæti náð í að kveikja með óvígbúnum þjóðum, kveikir í öllu því tundri, svo að af verður alheimsbáíl. Þjóðverjar og Englendingar vígbjuggu í mörg ár hvor gagnvart hinum, enda voru Þjóðverjar óðum að draga alheims- viðskiftin úr höndum Englendinga þeg- ar saman laust. Það er nú þegar almennt viðurkennt, að Englendingar myndu hafa setið hjá, ef Þjóðverjar hefðu ekki reynst þeim jafnhættulegur keppinautur. En nú hafa Englendingar fengið annan keppinaut engu óskæðari, þar sem eru frændur þeirra, Bandaríkjamenn. Al- heimsviðskifti Bandaríkjanna fara sí- vaxandi, og nú er ekki annað sjáanlegt, en að í sama horfið sé að fara með þeim og Englendingum, og með Þjóðverjum og Englendingum áður. Og nú búa þeir frændur herflota sína hvor á móti öðrum, hvað sem sagt er, því báðir eru svo bún- ir að herskipum nú þegar, að þeir þurfa enga aðra keppinauta að óttast. Englend ingar álíta að þeir eigi heimtingu á því að ráða lofum og lögum á sjónum, ef í það fer, eins og jafnan áður. Banda- ríkjamenn treysta sér eigi til þess að auka viðskifti sín utanríkis né halda þeim, nema að þeir komi sér upp flota, er fylli- lega standi á sporði öflugasta flota hvers annars ríkis sem vera skal, þ. e. a. s. Englendinga sem stendur. En ef Eng- lendingar ætla sér að halda öndvegi sínu sem flotaþjóð, þá verða þeir að auka við sig í jöfnu hlutfalli við Bandaríkin; Bandaríkin þá að byggja enn meira, og svo koll af kolli í eilífri svikamyllu, unz allt springur í loft upp einn góðan veður- dag. Þannig er þá útlitið. Og það breytir engu um það, þótt þetta sé nefnt hrak- spá, bölsýni o. s. frv., og óhugsandi taljð, að þessum tveimur menningarþjóðum, er mæla á sömu tungu, geti lent saman. Það var líka talin ‘óhugsandi fjarstæða”, fyr- ir stríðið, að tveim jafnmiklum menn- ingarþjóðum og skyldum, auk blóðbanda konunganna, sem Þjóðverjum og Eng- lendingum, gæti lent saman. En sagan ber þess ótal sinnum vott, að hvorki blóð- tengdir konunga og þjóða, sameiginieg menning, sameiginleg tunga, né vináttu- tengsl um skemmri eða lengri tíma, er nokkur minnsta ábyrgð gegn því, að til ófriðar verði stofnað, af drottnunargjörn um, valdafíknum og skammsýnum stjóm málamönnum og hershöfðingjum. Og allt af hefir þeim tekist að þagga niður í ai- þýðu manna heima fyrir með fögrum loforðum og falsgyllingum, unz allt er komið á heljarþrömina, svo að undan verður ekki stýrt. * * * Og það er einmitt kominn uggur í ýmsa mikilsmetna menn, að ekki verð: undan stýrt. Héimskringla hefir áður skýrt frá áliti eins helzta þingmanns Breta, sem þar að auki hlýtur að teljast til hinna svonefndu “sérfræðinga” um þessi efni, Kenworthy flotaforingja. Þó er síður en svo að Kenworthy æski ófrið- ar. En vitanlega eru þeir “sérfræðingar” til, er ósárt væri nm það, þótt saman lysti. Einn þeirra hefir nýlega látið til sín heyra: Charles P. Plunkett, aðmíráll í sjóliði Bandaríkjanna, yfirmaður flota- stöðvarinnar í Brooklyn, hefir nýlega blásið duglega í herlúðurinn; sagt fyrir stríð í náinni framtíð, milli Bandarikj- anna og helztu “keppinauta þeirra á sjó”, sem auðvitað eru Bretar, og talað digur- barkarlega um viðbúnað. Coolidge for- seti hefir að vísu farið þeim orðum um ræðu Plunketts, að enginn tæki mark á þjóðmálaskúmum. En hvað skal segja, er þjóðmálaskúmarnir sitja í æðstu og ábyrgðarmestu stöðum ríkisins? Mr. Coo- lidge virðist vel vært, þótt aðmírálar rík- isins séu þjóðmálaskúmar, að því er hann sjálfur segir. Og frekar dregur fjárveitingafrum- varpið til flotasmíða, er flotamálaráð- herra Bandaríkjanna leggur nú fyrir þing ið, úr vandlætingu forsetans. Hann hef- ir sjálfur lýst blessun sinni yfir þeirri fjárveitingu. Frumvarpið fer fram á $725,000,000 fjárveitingu á fjárhagsárinu til flotans. Og það er aðeins fyrsti liður- inn í fyrirhuguðum $2,500,000,000 — tvö þúsund og fimm hundruð miljón dala fjárveitingu til flotans á næstu 20 árum Það mætti eins vel segja, að það væri fyrsti liðurinn í fimm þúsund miljón dala fjárveitingu, eða meira, til flotans á næstu 40 árum, eins og eitt stórblað Bandaríkj- anna kemst að orði. * * * Nei, það er öðru nær, en að nokkur litur sé á því, að heimsfriðnum sé betur borgið í hiöndum þeirra manna, er nú fara með völd stórþjóðanna, en í hönd- um þeirra, er rneð þau fóru fyrir 1914, hvort sem þeir heita Coolidge eða Dou- mergue, Kellogg eða Chamberlain. Á- standinu er nákvætmlega lýst með orð- um George Hicks, verkaannaleiðtogans brezka, er hann meðal annars sagði í haust í opinberri ræðu í Edinborg á Skot- landi; “í öllum löndum er það “yfir”stéttin, sú sem hefir völdin í löndunum, sú sem ræður yfir auðæfunum, sem er gegnuni- sýrð af svo miklum hernaðaranda, að næst gengur brjálsemi. Við þekkjum öll þessa menn hér áf Englandi, — þessa menn, sem flagga með “föðurlandsást” og nýlenduöfgum framan í verkalýðinn, sem gleypir svo við agninu eins og fiskur í vatni. Þessir menn leika sér að eyði- leggingarverkfærum eins og óvita-börn. Því meiri morðvopn sem þeim tekst að klófesta, því hærra komast þeir í sínum flokki. Því betur sem einhverjum þeirra tekst að “plata” nágrannaþjóðina á hinum svonefndu “friðarráðstefnum”, sem aldrei eru annað en blekkingarsamkundur á báða bóga, því fieiri hieiðursmer'ki fær hann að launum hjá ættjörð sinni, og því fleiri veizluheimboð fær hann hjá kóng- inum. Hið stórkostlega blóðbað, er átti sér stað árin 1914—1918, hefir eigi verið nægilega stórkostlegt eftir útlitinu að dæma, til þess að kippa hernaðarandan. um upp með rótum úr hugum mann- anna. Hiernaðaræsingarnar eru að ná hápunkti sínum nú sem stendur, og það er ekki nema um tímaspursmál að ræða, ihvenær sem öllu slær í eld, og hermdar- verkin byrja að nýju. Lítið atvik getur orðið til þess að hleypa öllu í bál og brand. Við spyrjum hver annan: Htve- nær verður það? Hvenær byrjar hildar. leikurinn að nýju? En við — við þessir jöfnu menn, sem göngum til erfiðisvinnu okkar daglega, — við getum ekki svar- að þessum spurningum. Allt er undir dutlungum íhaldsráðherranna komið. Eg spyr ykkur, vinir mínir! Hívað hef- ir starf íhaldsráöherranna verið? Grann- skoðið þá Baldwin, Chamberlain, Strese. mann, Briand, Luther og Poincaré! Þetta eru höfuð heimsveldanna. Lítið til Jap- an! Horfið til Bandaríkjanna! Alstaðar logar í hernaðaranda og hatri. En við vinnum, þrælum — þrælum og vinnum. Er heimurínn geðveikrahæli? — Nei, ekki er hann hæli, heldur er hann stofn- un, þar sem menn eru gerðir geðveikir! Það er kominn tími til að við tökum völdin af hemaðarvitfirringunum. Hin skipulagða verkalýðshreyfing um heim all an verður að sameinast í baráttunni fyr- ir því, að gera auðvaldsherrana óskað- lega, því að þeir eru eins og vitfirrtur maður með hárbeittann kuta í hendinni á barnaheimili.-------- --------Vér berum framtíðina á herð- um vorum; og vér, brezkir verkamenn, álítum hinn ríkjandi hernaðaranda, vera skerðing og misþyrming á menningu vorri; og ef til ófriðar dregur, er hann dauðadómur yfir henni.---------” Skörulegt bréf. Eins og Heimskringla hefir á(ður getið um, mælast aðfarir Bandaríkjanna gagn vart Nicaragua æ ver fyrir, meðal margra ágætustu manna í Bandaríkjunum sjálf- um, svo ekki sé litið til latnesku þjóðanna í Mið- og Suður-Ameríku. Allir skiija, að í raun og veru eiga Bandaríkin í ófriði við frelsishetju Nicaragua, Sandino, þótt opinberlega sé reynt að gera úr honum stigamann eða ræiningjaforingja, eins og svo oft áður, er risinn og dvergurinn hafa átzt við. Hafa jafnvel merkir þingmenn í Bandaríkjunum álasað stjórn sinni fyrir það, að gerast skósveinar amerískra auð- kýfinga og bankamanna, og leggja til ó- friðar, þótt lítt þurfi hún að beita liðsafla sínum, að þinginu fornspurðu, er eitt á að hafa vald til þess að leggja til ófriðar. En svo margt sem um þetta hefir ver- ið sagt, og vel sagt, þá mun þó aldrei hafa verið rækilegar vandað um við stjórnina út af þessum aðgerðum, né betur gerð grein fyrir þeim tilfinningum, er sú vand- læting á rót sína til að rekja, en í bréfi, er Mr. Coolidge barst í hendur um daginn frá einum af borgurum ríkisins. Er bréf- ið á þessa leið: “Mr. Calvin Coolidge, Washington, D. C. Kærl herra forseti! Samkvæmt sendiskeyti frá Managua (borg ái vesturströnd Nicaragua) dag- sett í dag (3. janúar), féll sonur minn, John F. Hemphiil liðþjálfi, í orustu við her sveitir Sandino yfirhershöfðingja. Eg ber ekki heiftarhug í brjósti til Sandino yfirhershöfðingja, né nokkurs af liðsmönnum hans fyrir fall sonar míns, því eg hygg, og er sannfærður um að sömu skoðunar eru 90 af hundraði hverju þjóðbræðra minna, að þeir berjist nú fyrir frelsi sínu, eins og forfeður vorir börðust fyrir frelsi sínu árið 1776, og að vér, sem þjóð, höfum hvorki lagaiegan né siðferði- legan rétt til þess að myrða þessa frelsis- eisku þjóð í árásarófriði. Það er blákalt morð, sem vér fremjum þarna syðra, fyrir það eitt, að halda í sæti loddaraforseta (Diaz, skjólstæðing auð- valdsins ameríska og stjórnarinnar), og að taka að oss innheimtustarf fyrir Wall Street, og er það þó sannarlega gagn- stætt anda stjórnarskrár vorrar. Sonur minn var tuttugu og níu ára gamall; var búinn að vera þrjú ár í her- þjónustu, í þetta skifti, og hafði tvisvar áíður gerst sjálfboðaliði; lifði af ófriðinn mikia við Þjóðverja, eftir lofsamlega fram göngu, til þess eins, að vera opinberlega myrtur, í smánarlegum ófriði við þessa litlu þjóð. Faðir minn tók þátt í öllu borgarastríðinu.og afar mínir báðir létu líf sitt í þeim ófriði. Og eg er stoltur af æfiferli þeirra, enda ritar þetta ekki eld rauður ofstækismaður, heldur maður, sem elskar réttlæti og drenglyndi. Eg á fjóra syni, og ef nauð- syn krefði, mundi eg ekki ein- ungis fús til að fórna lífi þeirra allra, heldur einnig mínu eigin lífi, ef um vamarófrið væri að ræða. En eg vil ekki fórna ein um blóðdropa í árásarstríði, slíku sem þessu, er hér er um að ræða. Þér hafið misst son, og þekk ið því þann harm af eigin reynslu; og vér tókum þátt í sorg yðar, öll þjóðin sem einn maður. Hugsum oss að sá son- ur hefði fallið á sama hátt og sonur minn, orðið ágirndinni í Wall Street að bráð, myndi yð- ur þá finnast, að fjá í hagsávinn ingurinn hefði bætt þann skaða? John S. Hemphill, Ferguson, Missouri. * * * Þess er vert að geta, sem dæmis um þýlyndi blaðanna gagnvart auðvaldinu í Banda - ríkjunum, að eitt blað aðeins, “Post-Dispatch”, í St. Louis, hafði siðferðislegan kjark til þess að birta þetta bréf. Og það þrátt fyrir það, eins og Washington fréttaritari eins merkasta blaðsins í Ameríku komst að orði, að ritstjórar og blaðamenn stórblaðanna sleppa varla tækifæri í veizlum sínum, til þess að lýsa það tilhæfulaus ósannindi, að blöðin neiti nokk- umtíma, að prenta það sem markverðar fréttir megi telj- ast. — En annars hefir Upton Sinclair fyrir löngu flett dular- blæjunni af þeirri æfintýrasögu. ---------x--------- Prófessor Auer. Að tilihlutan nokkurra landa vorra t Vesturfieimi Iheíir amerískur pró— fessor, dr. J. A. C. Fagginger Auer verið sendur hingað til þess aS flytja fyrirlestra viS háskóla vorn. Próf. Auer er af hollenzkum upp- runa. Fór ungur til Vesturlheims og stundaði guSfræSinám. I viSurkenn ingarskyni fyrir afburSadugnaS veitti háskólinn honum aS því loknu utan- farastyrk. LagSi hann þá stund á heimspeki viS háskólann í Heidel- berg og Berlín og einnig guðfræSi i Amsterdam. Um nokkurra ára skeiS var hann prestur frjálslyndra safn- aSa, lútherskra og únátariskra, i Hol— landi og í Bandaríkjunum. Háskóla- kennslu (hóf hann í Pittsburg, síSar kenndi hann viS Cornell háskólann. SíSustu þrjú árin hefir hann veriS prófessor í heimspeki og sögu viS Tufts College. I septenfber síSastliSnum sat hann alþjóSafund guSfræSinga, sem hald- inn var í Prag. ÞaSan kom hann beint hingað. Hann flytur 20 fyrir- lestra um samanburSarguSfræði. Amerískur efnamaSur, Mr. James Eddy, stofnaSi af eigum sínum all— mikinn sjóð, sem ber nafn hans. HafSi Mr. Eddy mikinn áhuga á efl ing alþjóðlegrar samvinnu á ýmsum sviðum, og sjálfur lagði hann stund á sanianburS trúarbragða. Samkvæmt ákvörðun stofnandans, ber að verja sjóðnum til þess meðal annars, aS breiða út og greiða veg frjálslyndi í trúareínum. SjóSurinn stySur þó eigi að því aS breiða út skoðanir neins ákveSins trúarflokks eða kirkjudeild- ar. Eru líkindi til þess að sjóSur þessi eigi enn fyrir sér aS vaxa all- mikiS, þvi að dóttir Mr. Eddy, sem nú er orðin fullorðin, hefir ákveSiS aS arfleiða sjóðinn aS eignutn sínum, sem skifta miljónum. Dr. Auer er fyrsti styrkþegi sjóðsins. Sjálfur gerir Ihann þessa grein fyrir efni fyrirlestra þeirra, er hann flytur hér: Borin verSa saman tvö kerfi guð— fræðilegra hugsana. MeS samaniburSi er átt við gagnrýnilega rannsókn á verSmætum hvors kerfisins fyrir sig í því skyni aS ákveða verðmæti kerf- isins sem heildar. Þær tvær hugsanastefnur, sem í fullan aldarfjórðung hafa Dodds nýrna pillur verið hin viðurtyenndju meðujl/, jvið bak- verk, gigt og bröðru sjúkdóm- um, og hinna mörgu kvilla, er stafa frá veikluðum nýrum. — Þær eru til sölu í öllum lyfabúð um á 50c askjan eða 6 öskjur fyrir $2.50. Panta má þær beint frá Dodds Medicine Company, Ltd., Toronto 2, Ont., og senda andvirðið þangað. teknar verða til meSferSar, getuni vér nefnt frjálslyndisstefnuna og í— haldsstefnuna. Enigin tilraun verður gerS til að fara út í einstök atriði t þeim skilningi, aS teknar verSi til athugunar skoðanir sérstakra kirkju__ flokka, nema sem ^Jæmi til útskýr- ingar á almennu atriði. Fyrirlestr— arnir snúast þvá alls ekki um játn- ingafræðina. EfniS verSur skoSaS frá sálfræSi— legu og heimspekilegu sjónarmiSi, þó- þaS í sjálfu sér sé guSfræSilegs 'eðl- is. Megintilraunin verSur sú, að sýn.i fram á, aS út frá vissurn gefnum/ forsendum verði ýmsar afleiSingar óumflýjanlegar frá sálfræSilegu sjón- armiSi. I sem fæstum orðum má segja, aS- fyrirlestrarnir séu sálfræSileg sam- anlburSar—rannsókn á frjálslyndis og ílhaldsskoðunum innan guSfræSinnar. Fyrirlestrarnir verða 20 talsins. EfniS verSur rætt bæði frá sjónar- miði ííhaldsstefnunnar og frjálslyndis ins. Eiga því tveir og tveir fyrir- lestrar saman, og mynda Ihverjir tveir- út af fyrir sig eining. (Straumar.) -----------x---------— Ti! Islendinga í Nýja Islandi. Það ihefir talast Iþannig til, aS eg legSi minn litla skerf til útbreiSshv samvinufyrirtækis Iþess er nefnt hefir veriS manna á milli “Cattle Pool’V og er þetta ritaS í þeim tilgangi, að vekja athyigli ykkar á þeirri nauðsyn aS mæta á stofnfundi gripasamlags fyrir Nýja ísland, sem ihaldinn verð- ur í Arlborg þann 11. f'ebrúar. Et til vill finnst sumum ykkar, sem enn þá hafiS ekki skrifað undir “samn— inga”, aS þiS séuð útilokaðir frá al- mennum fundarréttindum, og aS ykk ur finnist þess vegna aS erindi ykkar á stofnfundinn sé ekkert. ÞiS hafiS allir nóg erindi og atkvæSi á fund- inum. Það verður séð fyrir |þvi aS næigilega margir samningar séu fyrir Ihendi fyrir ykkur að» undirrita á fundarstaðnum. ÞaS ætti aS vera okkur íslendingum kappsmál að verS.t ekki í minniihluta ura eins áríðandi starf og það er aS ráða ötulan og áibyggilegan farmstjóra (sihipper). Það veltur að minni 'hyggju að miklu leyti á farmstjóranum, Ihvort fyrir— tækið verður heillavænleigt eða ekki. RæSiS það meðal ykkar Iheimafyrir og verið reiðulbúnir aS láta vilja ykk- ar í ljós þegar á fundinn kemur. VirSingarfyllst, Valdi Jóhannessotr. Til meðlima stúknanna Hcklu og Skuldar. SleSaför sú er áður hefir veriS um rætt, verður höfS í River Park laugardaginn 4. þ. m. núna í vikunni. I>eir sem þátt vilja taka í skemtiför- inni mæti kl. 7 e. h. í neðri sal G. T. hússins, qg verður einnig komið þang^ að að sleðaförinni lokinni, 0g þá veit ingar fram reiddar auk fleiri skemt— ana- — Allir Goodtemplarar og þeir sem bindindi eru hlynntir, velkomnir. Nefndin.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.