Heimskringla - 01.02.1928, Blaðsíða 2

Heimskringla - 01.02.1928, Blaðsíða 2
2. BLAÐSÍÐA H E IMSKRI N Q LA WINNIPEG 1. FEBRUAR 1928:. Islenzkir Bolshevikar. Eftir Torfa iir Dölum. Þeim fjölgar óöum og má heita meö hverjum mánuöi, aö eirihver nýsveinn komi fram á völlinn og sýn- ir list stna í þessari nýítízku stjórn- speki og trúfræði. Vinur vor og gestur, Mr. H. K. Laxness, er sá síðasti, er með grein sinni i Heims- kringlu nýkominni, lætur til sin heyra í anda og oröi þessara ungu Boldhe- vika. Engum blandast hugur um þaö að hér talar listamaður og skáld um þau mál sem hann er tilfinnanlega fáfróöur um, en hann flytur mál sitt á þann hátt, að vér eldri ihaldsmenn hér vestra, finnum til þess að flokkn um hefir aukist lið með þessu skrifi hans í Hkr. En það er fyrir það, að hér er ungur gáfna og óvenjulega list næmur maður að ræða um þau mál (stjórn og trú), að mig langar til að íhuga þessa grein hans í síðasta blaði Heimskringlu. Fyrst skal það tekið fram, að þrátt fyrir þessa grein hans, þá kemur mér ekki til hugar, að setja Mr. H. K. L. í nokkurn fastan flokk, því eg les svo bækur hans og blaðagreinir, að sjáanlegt er, að hann á hvergi heima. Er það eitt út af fyrir sig ekkert út- ásetningarvert, þvi þeir sem eru í alvarlegri Jeit eftir sannleikanum, tapa tíðlega áttum og lenda því í þeim öræfum og klungrum, að þeir vita ekki sjálfir hvar þeir eru, eður hvert halda skal. I þessu ástandi virðist mér Mr. H. K. L. vera í þessu síðasta skrifi sínu, sem óefað er það leiðinlegasta og um leið af mestri andans fátækt, sem iþessi ungi rithöfundur hefir lát- ið frá sér fara nú í seinni tíð. En nú taka vorir íslenziku Bolshevikar hér vestra þessa endaleysu hans sem sitt forspjall og benda á hann (H. K. L.) sem sinn prédikara, prest og spá- mann, er sanni svo greinilega og full- komlega gildi sinna mála. Engtim er enn ljóst, hvar helzt að Mr. H. K. L. telur sig stjórnmálalega, en eitt er sjáanlegt, að hann lítur ekki á mál vor hér vestra, bæði í Canada og Bandarikjunum, með neinni vin- semd né samúð. Má eg benda á þessa málsgrein hans í þriðja kaflanum: “I engu landi, þar sem hvítingjar búa, eru menn jafnlangt á eftir tím- anutn í öllum höfuðatriðum, eins Og í Norður-Amsríku, og um leið jafnlangt á undan í öllum aukaatrið- um og því sem engu skiftir ákvörð- un mannsins. Það verður áð leita hér með logandi ljósi, til þess að finna menn, sem ekíki vaða í fárán- legum blekkingum og úreltum öfgum tim hversdagslegustu þekkingaratriði. Menn, sem ekiki hafa látið sem vind tim eyrun þjóta framfarir síðustu ára tuga í náttúrufræðum, sálarfræði, þjóðfélagsivísindum, kynferðismálum eða fögrum fræðum, eru skoðáðir sem þjóðfélagslböl.” Þessi stóri dómur um Norður_ Ameríkumenn yfirleitt og undantekn- ingarlaust, er minnst sagt mjög svo likur gamla skeljadóminum og nú- tíðar sleggjudóminum almenna, sem Bolshevikar brúka og birta á alla þá menn, sem nú láta mest til sín heyra og halda fram, að þeirra fram tíðar stjórnmálastefna og þjóðfélags. fræði sé aJIs ekki timabær, og á marg an hátt mjög ísikyggileg. Norður- Amenikumenn trúa ekki á neinskonar eínveldisstjórn, morð, manndráp, stuld og rán, eins og nú viðgengst A Rússlandi, þar sem þeir eru að sýna heiminum sina stjórnmálaþekkingu, göfuga menn, kærleika og bróðurþel. Rétt til smekks handa þessum ís— lenzku Bolsheviikum, gríp eg það siðasta, sem eg hefi séð frá Rússa- stjórn, um meðferð á þeim mönnum, sem mest og bezt hjálpuðit þeim til valda og að koma í framkvæmd því stjórnarfari, sem þeir eru nú beittir sjálfir, fyrir það eitt, að hafa aðra skoðun um aðferðina á þeirra þjóð- félagsfyrirkomulagi. Þessi frétt er tekin úr Winniftegblöðunum, og er fyrirsögnin með stóru letri þessi: < "Trotsky byrjar útlegS i dag. Fyrra átrúnaSargoð Soinetstjórnarinnar er fluttur i útlegS til útjaSars Chinese- T urkestan. (Associated Press.) Berlín 17. janúar. — Frétt írá Moskva, dagsett 14. janúar, til Ber- liner Tageblatt, skýrir frá að að öllu forfallalausu verði Leon Trotsky flutt ur i útlegð frá Moskva til hins .fjar- læga Vjerny á útjaðar Chinese- Turkestan, fyrir mótstöðu hans gegn Stalin-stjórninni. Christian Rakovski látinn hætta sem aðstoðarmaður i utanríkisdeild- inni og sagt að hann hafi verið gerð • ur útlagi og eigi að flytjast til Ast- rakan, 1020 milur suðaustur frá Moskva og 270 frá næstu járnbraut- arstöð. — Karl Radek, bolsheviskur blaðamaður og nokkrir aðrir stjórn- arandstæðingar, .eiiga að sendast i útlegð til héraðs í Uralfjöllunum, og bíða eftir nánari ákvörðunum og fyrirskipunum. Mr. Serebriakoff vara umsjónar- maður fréttamálanna, er farinn í út- legð til Semipalatinsk héraðsins og biður þar. Leon Kameneff, fyrverandi sendi- herra til Italíu, var látinn hafa sitt heimili í Penza, og M. Zinovjeff, að- alyfirmaður alþjóðafélagsins, verður að gera Mumbofif að sínum verustað. Sagt er að allir hafi verið fluttir af lögregluliðinu til járnbrautar. stöðvanna og gefnir 5 chervonetz ($25.00) í ferðakostnað.” Mér kom til hugar, þegar eg las þetta um útlegð þessara manna, að ef þessum aðferðum væri beitt viö stjórnarandstæðinga hér í Norður— Ameríku, hvað H. K. L. og þessir . íslenzku fáráðlingar, sem blessa nú Laxness fyrir last hans á þjóðfélags- mál vor hér, mundu segja um þann- ig lagaðar meðferðir á þeim sjálf- um. Allar þær "blckkingar” og þau “þjóðfélags skripalæti” sem H. K. L. er að tala um að “amerískir launa- þrælar séu uppaldir við”, er ekkert annað en hans eigin skáldskapur af sömu tegund eins og hann segir um “lygina” úr Mr. Spalding í bók hans um “Life and Teadhing of the Mast- ers 0f t)he Far East”. Þegar Lax- ness skilur sjálfan sig og alvarlega leggur rækt við listgáfu sína, eru lík- ur að hann finni menn sem vilja leggja rækt við hann og hjálpa hon- um til að selja afurðir hans, ef þær ná því verðmæti að vera nokkrum manni boðlegt sem listaverk og skáld- skapur. Vitanlega úir og grúir af þeim andlegu vesalingum, seni sjá sér tækifæri að telja óupplýstri alþýöu trú um að auðurinn (capital) og þeir, sem með hann fara og brúka í þarfir mannifélagsinB, séu allir þjófan og bófar. Þeir reyna á áliar lundir að fá fólkið,, sem þeir prédika mest fyrir og þykjast vera að hjálpa, á þenna Ihátt til að hata allt sem er brezkt, hér í Canada, og allt Bandaríkjastjórnar- farið og viðteknar lýðveldisreglur þar syðra. Lukkist þeim að kynda ihatursbálið í hjörtum lesendanna og lita málið listkenndum blæ og búning, með tryllandi trúðaraháttsemi og fjálgskap, þá er ekki vöntun á vin- sældum og ástríkum áhangendum, er gerast þá um leið söfnuðir þessara presta og preláta, er þannig leika sér að góðvild og meðaumkvun óupp- lýstrar alþýðu. Það er heill hópur af þessum mönnum hér í landi og vit anlega í öllum löndum og á meðal allra þjóða, sem eyða æfi sinni g öllu starfi sínu á þenna trúðaraihátt. Mr. Laxness hefir með þessari grein byrjað á því neyðarúrræði, að leggja þeim mönnum lið, sem sízt gengdi og allra manna eru óhæfastir til að ráða bót á þessum mörgu ineiu um, sem úrlausnar biða, bæði hér í Norður-Ameríku og víðar. Frjálslynd trú og kirkja fær ekki siður á baukinn hjá Laxness en stjórnmálin og önnur þjóðfélagsmál. Samt má það virða við hann, að hann viðurkennir sitt ófrjálslyndi í því efni, um leið og hann lofar kaþólska trúarkerfið. En samræmið er ekki sérlega traust, því eins og allir vita, verður fólk að taka þá trú rétt eins og hún er, án þess að "hafnct og velja” sjálfir. En þetta segist H. K. L. gera. Og vitanlega allir, sem þekkja hans sálarlíf, vita að rétt muni vera sagt frá. En það hlægilega við þessa staðhæfingu er það, að um leið og hann hafnar og velur, og ætlar sér að þera ábyrgðina sjálfur, nú þá er hann óhjákvæmilega orðinn frjáls og um leið frjálstrúarmaður. Eg man ekki eftir meiri lokleysu en einmitt þessu atriði hjá manninum. Og það merkilega er að hann álítur, eða ræð- ir svo, að eirihverjir muni trúa sér. Veit hann ekki að Lúther byrjaði á þessu lítilræði gegn kirkjunni, páf- anum og öllum stjórnarvöldum sins tima, og síðan hann byrjaði á þvi hefir látlaust verið barátta háð um þetta, að "hafna og velja”. Um það er. hefir verið og verður barist með- an heimurinn stendur. Frjáls trú og kirkja hefir haft þetta fyrir sína hornsteina og grunnmúr frá fyrstu, og á því stendur hún um komandi aldaraðir, eða meðan hún á líf fyrir hendi. Þegar maðurinn fær ekki að hafna og velja, þá byrjar hans ó- frelsi, og það er kaþólska kirkjai þekkt fyrir. Þar hafa menn ekki þenna milrla kost, sem öll íslenzk þjóð fagnar yfir og er svo stolt af, að hafa valið og hafnað öllu, stjórn Og trú, kóngi og páfa, biskupum og böðlurn. Og þeir hafa sagt þessum stórhöfðingjum, að þeir ætli sér að ábyrgjast sjálfir, flytja sinar bænir til alföðursins sjálfir, fyrir honum einum að skrifta og þiggja friðþæg- ingu hjá. Eg fagna því að Mr. Lax- ness segir okkur afdráttarlaust, að hann geri þetta enn í dag, og enn ekki farinn eða neyddur til “að krjúpa og kyssa kúgarans hönd” inni í kapellum kaþólskra páfagauka. Um þessi mál má vitanlega rita hið endalausa, en í þetta skifti ætla eg ekki að fara lengra, og um leið óska eg þessum unga manni til ham ingju með skáldverk sín, og vona að í þá list leggi hann alla sína krafta, og um leið vinni sér og sinni þjóð þá sæmd og heiður, sem hann framast megnar og má. 20. jan. 1928. ----------X---------- Or Bók eftir franskan prest frá 18. öld. “Og guð er lika með í syndinni”. E. H. Kvaran. 1 reglubundnum viðburðum innan ariteimsninls, þy'kjast guðsdýrkendur finna óyggjandi 9Önnun fyrir því að til sé skynjandi viti borin vera, sem öllu stjórnar. En hin reglubundna rás viðburðanna er aöeins afleiðing hreyfingar, sem fer eftir eðli og að- stæðum efnisins. Þessir viðburðir fa.lla oss svo stundum vel og stund- um miður. Eftir því finnst oss þeir góðir eða illir. Náttúran fylgir ætíð lögmáli sínu; það er að segja: sömu orsökum fylgja ætíð líkar afleiðinigar, svo framt að nýjar orsakir komi ekki í spilið; en í því tilfelli verða afleið- ingarnar breytilegar. Þegar nú af- leiðingar þeirar orsaka, sent vér þekkjum, verða aðrar en vér bjugg umst við, söikum nýrra orsaka, sem vér verðum ekki varir, stöndum vér agndofa og hrópum: “Kraftaverk!” Og tileinkum viðburðina orsök, sem er enn óskiljanlegri en allar hinar, sem vér vitum einhver deili á í um- ihverfi voru. Aliheimsheildin er ætíð reglubundin. Þar getur ekkert verið í ólagi. Að vér erum svo gerðir að kenna þjáninga, veldur umkvört- unum vorum undan skipulagi nátt- úrunnar. Náttúran fer sínu fram í ö!!u, hvort sem oss fellur betur eða ver. Jarðskjálftar, eldgos, flóð, og drepsóttir og hallæri, eru eins eðlilega sjálfsögð fyrirbrigði, eins og flóð og fjara, fall þungra hluta, æði stormsins, steypiregn og allt hið margvislega, sem vér lofum og veg- sömum forsjónina fyrir. Að undrast yfir reglubundnu skipu lagi alheimsins, er að undrast yfir að vissar orsakir ráði vissum af- leiðingum. Að blöskrást yfir því, sem oss virðist ruglingur og ósam- ræmi í náttúrunni, er að gleyma or- sökum, sem fram hjá oss fara eða vér skiljum ekki, en sem engu að síður koma í bága við það, sem vér áttum von á, að mundi ske. Hrifn- ing af tilveru hlutanna bendir á, að vér stöndum steini lostnir yfir tilvist sjálfra vor. Það sem einum þykir gott, þykir öðrum illt. Þeim sem “vondir” eru, finnst það gott og blessað, sem kemur öllu á ringul- reið; hins vegar finnst þeim allt vera að fara í hundana, þegar þeir koma ekki ár sinni fyrir borð. Gerum vér nú ráð fyrir, að guð sé höfundur náttúrunnar, ætti enginn ruglingur (frá voru sjónarmiði) að geta átt sér stað innan vébanda henn- ar. Hann mundi hafa búið svo um hnútana, að allt færi eftir hans ei- lífa vísdómsfulla vilja. Breytti hann settum lögum eða sæi sig um hönd, væri hann ekki lengur ómbreytanleg- ur. Sé alheimslögmálið sterkasta sönnunin fyrir tilveru almáttugs og algóðs guðs, verður það að reynast sjálfu sér samkvæmt í hvívetna, ann- ars hljótum vér að efast um að hann sé til; eða að minnsta kosti mætti bregða honum um kviklyndi,, van- mátt, óforsjálni og grunrihyggni, sem lýsa sér í verlkum hans. Vér hefð- um þá rétt til að áfellast vilja hans og starf. En sanni röð og reglu- búndið skipulag náttúrunnar, vald hans og vísdóm, ætti hitt, sem aflaga fer, að sanna vanmátt hans og ósam kvæmni og fákænsku. Þér segið að guð sé alstaðar; að hann fylli rúmið: að án hans væri ekkert til; að efnið gæit ekki starfað án aflgjafar hans. En um leið viðurkennið þér að guð sé höfundur alls þess, er yður finnst miður fara; að það sé hann, sem veldur uppnámi í ríki náttúrunnar og lífi mannanna; að hann sé faðir ófullkomleikans; að hann búi í mann- irtum; að hann stýri huga og hönd mannsins, þegar hann synd'gar. Sé guð alstaðar nálægur, er hann í mér, starfar með mér, hleypur í gönur með mér, og er í verki með mér, þegar eg breyti á móti vilja hans. Ö, þér guðfræðinigar! Þér skiljið aldrei sjálfa yður þegar þér talið um guð. * * * Til þess að kallast viti bornar ver- ur, verðum vér að hugsa, velja og áforma. Ekkert af þessu gerum vér án hinna ýmsu ltífæra vorra; og líffærin útheimta líkama; enda fá- um vér engu orkað í hinu efniskennda unlhverfi voru án líkamans. Hann er os nauðsynlegur til þess að reyna bæði blítt og strítt. Það er því auð- sætt, að sú vera, sem er aðeins andi, getur ekki verið viti borin, né mót- tækileg fyrir áhrif náttúrunnar. — Guðdómleg vizka, vilji og áform, segið þér, á ekkert sammerkt við Iþessa ■ eiginleika mannsins. Þess þá heldur; því þegar svo er komið, hvernig fá þá mennirnir dæmt um Iþessa eiginleika guðdómsins? Slíkt væri að dænta unt, dá og tilbiðja eitthvað það, sem vér höfum enga minnstu hugmynd urn. Að falla í auðmýkt fyrir djúpsæi guðdómlegrar vizku, er ekki slikt að falla frant fyrir það, setn ligigur utan takmarka dómgreindar vorrar ? Að dást að guð dómlegttm fyrirætlunum, er ekki slíkt með öllu að ástæðulausu? Aðdáun er dóttir fávizkunnar. Menn dá það eitt og dýrka, sem þeir botna ekkert i. * * * Allir þessir eiginleikar, sem guði eru tileinkaðir, fá ek'ki samrýmst veru, sem í eðli sínu er gerólík mann inum. Að sönnu leitast guðfræðing- arnir við að gera hér samariburð, með því að margfalda eiginleika mannsins, og eigna þá svo guðdóm- inum, og þrengja þeim upp á hann, en eftir það vaða þeir í villu og reyk. Hver er svo útkoman á þessu sant - bandi guðs og manns •— þesari guð- mennsku? Öfgar sem leiða menn- ina t gönur, svipur er dofnar og deyr fyrir ljósi sannleikans. 1 kvæði sínu um Paradís segir Dante frá þvi, að guðdómurinn hafi birzt sér undir þremur ljósbauigum, er slógu litum sínum hver á annan i undursamlegri regnbogadýrð ;en þegar skáldið hafði horft á drottinn um stund, til að festa ásjónu hans í minni sér, sá hann aðeins sitt eigið andlit. Þegar maðurinn tilbiður gttð, tilbiður hann sjálfan siig. * ¥ ¥ Aðeins stundar íhugun nægir til þess að sannfæra oss um, að manneðl ið, dyggðir þess og fullkomnun, geta ekki samrýmst guðdóminum; þar eð þetta er algerlega komið undir skap- ferli voru og umhveríi. Hefir guð skapferli líkt og vér1? Dyggðir vor- ar eru fólgnar í framkomu vorri ga'gnvart þeim, sem umgangast oss og vér höfum eittíhvað saman við að sælda. Eftir yðar eigin sögusögn er guð einstæð vera. Hann á engan sinn lika; umgengst ekki aðra; er upp á engan kontinn; og býr í al- sælu, er ekkert fær truflað. Þetta er kenning yðar; og þér hljótið því að játa, að guð er gersneyddur því, sem vér köllum dyggðir; qg um leið, að dyggðir vorar snerta hann ekki að neinu leyti. ¥ ¥ ¥ Maðurinn stærir sig af eigin ágæti sinu, og ímyndar sér að guð hafi skapað alheiminn, sín vegna. Hvað liggur til grundvallar fyrir þessum sjál fslþótta hans? Oss er svarað: Maðurinn er sú eina sköpuð vera, sem gædd er skynsemi til að þekkja guð og þjóna honum. Vér erum fullviss aðir um að guð hafi skapað heiminn sjálfum sér til dýrðar, og manninn til þess að dýrka hann og vegsama verk hans. En hafi þetta verið á- form hans, hefir honum þá ekki mis- tekist herfilega? 1. Eftir yðar rökfærslu að dæma, verður manninum aldrei að eilífu mögulegt að þekkja skapara sinn. 2. Sú vera, sem ihvergi á sinn líka, verður aldrei gerð dýrðlegri en hún er. Enginn öðlast dýrð fyrir annað en samanburð á sínu eigin ágæti og annara. 3. Sé guð alsæll og sjálfum sér nógur, hví þarfnast hann hlýðni og hollustu vesælla manna? 4. Sköpunarverkið eykur engu við dýrð drottins. Þvert á móti. Ö51 trúarbrögð veraldarinnar sýna oss, hversu mennirnir styggja guð sinn ár og síð og alla tíð; og aðal mark- mið þeirra (trúarbragðanna) er að koma syndugum, vanþakklátum, mót- þróafullum mannskepnum í sátt við hinn marg-móðgaða og si-reiða guð þeirra. , Frh. -----------X---------- Andlegt líf á Íslandi. Arið 1880 var afhjúpaður í Mos'kva minnisvarði skáldsins Pusjkins. “Fé- lag vina rússneskra bókmennta” stofn aði við þetta tækifæri til Pusjkins há.. tíðaihalda, sem stóðu í þrjá daga. Yrnsir af snjöllustu rithöfundum Rússa lýstu skilningi sínum og að - dáun á skáldinu í vönduðum fyrir- lestrum. Siðasta daginn talaði Dos- tojevsky. 1 djúplhugsaðri ræðu, sem er jafnfrábær að skarplegri íhugun og heitri hrifningu, lýsti hann land- námi Pusjkins í rússneákum bók- menntum og vék að lokum að þvi víðfeðmi rússnesks mannvits og hjartalags, sem átt hefði einn sinn glæsilegasta fulltrúa, þar sem hann var. Ræða þessi vakti óhemju fögnuð. N. N. Strakhof, einn af beztu vinum Dostojewsky, og höfundur að merkis ritgerð um hann, hefir lýst viðtök- um áheyrenda. Framan af ræðunni var eins og menn héldu niðri í sér andanum, svo hljótt var í salnum. Menn 'hlustuðu eins og ekkert hefði áður verið um Pusjkin sagt, — þang að til hinn fyrsti stormur ákafs lófa- taks glumdi í salnum. En eftir það var eins og áheyrendur gætu engin bönd á sig laigt og gæfu sig fögnuði sínum algerlega á vald. Þeir höfðu fyrir sér mann, sem var gagntekinn af hrifningu, og þessi maður tjáði þeim skilning, sem hlaut að vekja heita ,gleði. Enginn, sem var ekki viðstaddur, getur gert sér hugmynd um það uppnám, sem í salnum varð eftir lok ræðunnar. Það var bókstaf- lega gert áhlap á pallinn, þar sem ræðumenn sátu. Unglingur einn, er komst alla leið að Dostojewsky, féll í yfirlið. Menn föðmuðu og kysstu Dostojewsiky.” Vér íslendingar eigum engra slíkra atburða að minnast, hvorki úr bók- mennta- né stjórnmálasögu vorri. Að vísu höfum vér engan Dostojewsky átt. En þó að vér eignuðumst stór- skáld, sem væri jafnoki hans og flytti ihverja ræðuna á fætur annari, ful’ ar guðmóðs og andagiftar, um fyrir- rennara stna í íslenzkum bókmennt- um, þá er það yíst, að það mundi ekki eiga fyrir honum að li’ggja, að kveikja slíkt bál algleymisfagnaðar i brjóstum áheyrenda sinna. Islenzk hrifning hefir aldrei ver- ið voldugt og ofsafengið fyrirbrigði. Vér erum yfirleitt ekki auðsnortnir, ekki öngeðja, eigum lítið af næmu og hlýju ástríðuríiki. Langur, sólar- lítill, næðingssamur vetur í' fámenni og deyfð hefir sett mark sitt á Skap- Iyndið. Oss vantar það fjör, þær öfgar í blóðið, sem þær þjóðir eru gæddar, sem lifa við löng og heit sumur í igróðurríkum, ilmandi lönd- um, við alla þá örvan og magnanr sem fylgir fjölmenni. Islendingum er gjarnt að láta sér fátt um finnast, þeir eru þungir i vöfum, tómlátir og seinteknir. Fögn- uður þeirra kemst sjaldan á það stig, að heita hrifning. Þeir þola þjóða bezt áfengiskraft fegurðar og and- ríkis, án þess að þiðni í lund þeirra til muna. Þeir gleðjast með hægð' og í hófi. Þar við bætist að gleði þeirra er orðfá og Iætur lítt á sér bera. Skáld vor hafa oft fundið til kulÆ ans í íslenzku lundarfari. “Ölukkinn má yrkja lengur; enginn til þess finnur drengur og þó miklu minnur fljóð.” Svo orti Jónas Hallgrímsson skömmts fyrir andlátið. “Af eigin hvötum yrki eg Ijóð en ekki fyrir heimska þjóð með þunnt og iskalt þorskablóð.” Svo orti Jóhann Gunnar Si|;urðsson.. II. Einhver lesenda minna kann að* svara þessum hugleiðingum mínunt með því, að bókmenntir vorar séu mi'klu fátæklegri og tillþrifaminni ert bókmenntir stódþjóðanna, að engin' von sé til þess, að Islendingar geti unnað skáldum sinum á sama hátt og aðrar þjóðir láta hrífast af miklu volduigri og stórfenglegri öndum. I þessu er nokkur sannleikur, eir hann hnekkir í engu ummælum min- um um íslenzkt dauflyndi og kald- lyndi. Það má sanna það með ljósum og fullgildum dæmum, að Islendingar eru til þess óhæfari en aðrar læsar- þjóðir, að njóta fagurar bókmennta. Einar H. Kvaran hafði sagt frá því í blaðagrein fyrir möngum árum, að Birni Jónssyni hafi borist aðvör- unarbréf frá vinum “Isafoldar” þeg- ar ,hún birti smásöguna “Litlí Hvammur, — þeim fannst hann vera að stofna orðstír blaðsins í hættu, með því að flytja slíkan “skáldskap”. E. H. K. sagði, að Islendingar hefðir ekki hætt að “fyrirgefa sér” að hano “setti saman stuttar sögur”, fyr en Georg Brandes sagði um “Vonir” að sagan væri perla. 24 ára gamall skrifaði Guðmundur Kamban sjónleikinn “Höddu Pöddu” Dönum fannst mikið til um verkið- — Islendingum ekki. “Isafold” birtí 1914 fjölmarga dóma um leikinn, eft- ir menntaða rifihöfunda, og þeir erit allir skrifaðir af þeiri ástúð og þeirri innilegu gleði, sem fallegt skáldverk vekur menntuðum manni. Það værr ekki hægt að birta svipað safn af islenzkum ummælum um verkið. Meðal þeirra, sem rituðu unt “Höddu Pöddu” var Georg Brandes. Dómur hans er svo eftirtektarverður fyrir oss Islendinga, að eg vil til- færa úr honum fáar línur: “Verkið stendur og fellur með Hrafnhildi, það er, það stendur með henni. I henni sameinast fornöld og nútíð Islands. Hún er fyrst alger- lega nútíðarkona, hlýrri, innilegrir kvenlega ástríkari en nokkur fornald- arkona úr sögunum. Hún er eintónr hugulsemi og auðsveipni; hún er við kvæm og hún er blíð, og þó ekkt lingerð. En innst inni er hún stór- lát og jafnslkjótt og þessu stórlætf fyrst er haggað, svo misboðið, þegar kveneðli hennar er ein sálarangist, sem stórlæti hennar hylur yfir, þá kemur undireins í ljós, að hún á ky» sitt að rekja til hinna þrekmiklu, ofsfengnu fornkvenná. Ofsinn er orðinn að áformum, stórlætið er orðið að festu, þrekið er óbugað og sama. Hún leikur sér að lífi og! dauða, eins og hinar fræknu fyrir þúsund árum. Hún horfist á við dauðann án þess að depla augum, og Ihtón er, þrátt fyrir alla igæzku sína, allt sitt næmlyndi, alla sína unaðs- ríku ást til gamalla og lítilmótlegra, til smælingja og fátæklinga, til dýra og jurta, dýpst í eðli sínu heiðin..... Svo djúpt sálríkt kveneðli, svo ó- sveigjandi karlmannskjarkur, hefir tæplega fyr sést sameinað á leiksviði.”' Þannig ritar gáfaðasti og mennt- aðasti bókmenntafræðingur heimsins á sinni tíð um íslenzkt skáldverk, serrr ekki verður séð að hafi vakið neinn

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.