Heimskringla - 22.02.1928, Page 2

Heimskringla - 22.02.1928, Page 2
2. BLAÐSIÐA HEIMSKRINQLA WINNIPEG 22. FEBRÚAR 1928 ANDSVAR til Halldórs Kiljan Laxness. Halldór Kiljan Laxness, sagna— og sálmaskáld 'hefir tekiö sér fyrir hendur aö rita “inngang aö gagnrýni” á ræöustúf eftir mig, er Heimskringla birti s.l. 30. nóv. Sama blaö birtir ritgerö Halldórs Kiljan Laxness 11 janiiar. Eg var á feröalagi i Austur Vatnah\-ggö, er blaÖið og “inngang— urinn” barst mér. Því ber ekki að neita, aö í bili varð eg.dálítið “dol— fallinn” yfir iþvá skrifi, og heföi kos ið aö svara strax i þeim hógværðar— tón er skrifiö virtist gefa tilefni til. En til fþess var |þá ekki tími né næði. Auk þess leit út fyrir. að hér væri aðeins um “inngang” aö ræða að rit gerðasafni, er 'höf. ætlaði sér að birta um þessi mál. Aalgajgnrýnin væri enn ókomin, en á leiðinni. Svo að ekki hefir orðið af framkvæmdum um andsvar til þessa. Nú ibrestur mig orðið alla nenn— ingu til þess, að elta ólar við þessa ritsmíð. Eiginlega hefi eg engan tíma til þess. Annað það, að grein— in svarar sér að mestu sjálf. Þriðja það, og aðalástæðan, að — af öllum samlöndum mínum, læsum og ólæs— um, ritfærum og óskrifandi, er kunn— ingi minn, Halldór Kiljan Laxness sá, sem mér er örðugast að taka al— varlega. Ber ýmislegt til þess. Það meðal annars, að alla dintlist (ex- pressionismus), hans og annara, lít eg mestu andúðar— og tortryggnis— augum. Og eftir að Halldór Guð— jónsson frá Laxnesi varð snögglegi hinn kaþólski Halldór Kiljan Lax— ness, og lét hafa sig til, eða hafði sjálfan sitg! til, að skrifa annað eins ritverk og “Katþólsk vióhorf”, þar sem reynt er, kaiþólskuntii til gylling— ar, að bera rétt og gildi heil'brigðrar skynsemi fyrir borð — þá var Hall— dór Kiljan Laxness orðinn sá mað- ur, er eg sízt hefði kosið að eiga orðastað við, uni trúarhrögð og önn— ur mannfélagsmál. Mér hefði því verið stórum geð— feldara að sæta gagnrýni af rit— stjóra Heimskringlu, tins og eg hafði ástæðu til að búast við að yrði, í stað þess að þurfa að fara að glíma við þessa hamóðu, en holdvana, Cali- forníu—sendingu. En — “Inngangur” iþessi, svo vind- gangslegur, sem hann er, er dálátið — áfengur! I því er styrkur hans fólginn eins og vera ber yfirleitt um framleiðslu dintlistarmanna. Það er eins og með heimalbruggið. Það er drukkið, af því að það er — á— fengt. En hollustan — það er ann— ar handleggur! “Göróttur er drylck urinn, ái 1” — Ef fáeinar andsvars— líntir gætu verkað sem mótlyf í rnelt— ingu þeirra, er varúðarlaust kynnu að hafa teigað þenna “Inngangs”— bikar í botn, þá er mér sama þótt eg semji þær og sendi. I. Mikla fyrirhöfn og töluverða góð— girni þarf til þess, að koma auga á eirihvern ærlegan samhengis-þráð í þessu skrifi Halldórs Kiljan Laxness. A sjö—mílna—stígvélum sjálfsánægj— unnar sendist skáldið óra leiðir úr einu oig í annað, fram og aftur, og kemur þó hvergi við. Með blygðun- arlausu yfinburðafasi afgreiðir hann menn og málefni með, svo að segja. örsnöggu hornauga einu saman (sjá 3. dálki neðst og 4 efst). Gefur hann þannig í skyn, að öllu sé hann þaulkunnugur; allt haft hann lesið niður i kjölinn; um allt sé hann bær til að dasma — trúarbrögð, vísindi, dulspeki, stefnur og strauma í nú— tíð og fortíð, að — Spalding vorum ógleymdum! Hér á við hið góð— kveðna: J “Því að jeg ej; Safír frá Sahara í Aharabiu, Saba í Abaríu, og veit alt. Aibari frá Sabarí, Saraba í Arabíu, og veit altaltaltaltaltalt. Alt.” Halldór Kiljan Laxness, (Eimr. 1925, 1. hefti) Þess hefir orðið vart, að jafnvel þeim, er þótti sér tilreiddur andlegur svaladrykkur í “Innganginum”, hefir gengið stirðlega að samræma sumar staðhæfinigarnar, sem þar eru gerð— ar. Rétt til dæmis skal bent á þessi atriði: Snemma í greininni segist höf. halda þvi fram, enn sem fyr, með | blygðunarlausri sannfæringu,“að trú—i aibragðakerfi það, sem við er kennt rómversk-kaiþólsku kirkjuna, sé full— komnast allra trúarbragðakerfa”. Eftir því að dæma, ná þá trúarbrögð ( háum stigum fullkomnunarinnar. En eitfihvað skrítin fullkomnun er það, j ef trúarbrögð eru samt: “nefnilega ekki annað í eðli sinu, en úrelt vis— | indi”- Kynlega lætur það í eyrum, að tala um sama hlutinn, sem full-1 kominn og úreltan í senn. Og hversu I má það samrýmast, að “Kristur sé ALL RIGHT”, og að fyrir “skap— aranum” eigi að béra virðingu, og, hins vegar, að upp frá þessu geti trúarbrögð ekkert hlutverk haft í mannfélaginu annað en það, að vera “fantafæða” menningarlegra eftir- legukinda — einskonar hegningar— fóður í heimskimgjana! Þrátt fyrir yfirlýsingarnar í grein— arbyrjun, verður það ekki misskilið, að blendin er nú hollustan við ka— þólsku kirkjuna! Hún er ekki að— eins mjög fullkomin kirkja, heldur og alveg úrelt, eins og önnur trú— arbrögð. Það eru vísindin, að sögn höfundar, sem hrundið hafa trúar— brqgðunum af hólmi. Trúarbragða— laust muni vísindin flytja hversdags— 11 fi manna þær hamingjubætur, er alheimur muni fagna, svo sem fagn— að hafi verið hingað til vísindaleg— um árangri. En samhliða þessari viís_ indatilbeiðslu höfundar, tilkynnist, að visindi séu — hindurvitni; að vís— indi nútímans verði af komandi kyn- slóðum, er betur viti, flokkuð með hindurvitnum. Vísindin eru þá í raun réttri ekkert annað en ímyndanir hugvismanna og djarfra ágizkana— manna. Þar rekur hver vitleysan aðra, því að ávalt flokka nýjar kyn— slóðir þekkingu feðranna með hind— urvitnum. — En þær vitleysur myndi þó Halldór Kiljan Laxness kalla “skemtilegar”. I greinarbyrjun lýsir höf. yfir því tvennu, að ekki sé hann vanur að gaspra út í trúmál við hvert tækifæri, og, að um trúmál viti hann eins mikið og sérfróðir menn í þeim efn— um. Hlvað hinu fyrra viðvikur, þá mun sanni næst, oig iþeim ljóst, er fylgst hafa með honum á ritferli hans, að fullkominn helmingur af öllum þeim vatnavöxtum, er úr penna hans hafa flotið, sé að meira eða minna leyti trúmálum viðkomandi — ritjux um trú, eða, með hans eigin orðum, “ekta nýmóðins trúarjux”. Hvað seinni fullyrðinguna snertir, þá hefði hann ekki þurft að skrifa nema fyrsta fjórðapart “Inngangs— ins”, til þess að af mér væri tekið ómakið að ósanna ,þá fullyrðingu. Hygig eg að hér eftir sé það nókk— urn veginn lýðum Ijóst, að Halldór Kiljan Laxness hefir ekkert vit á trúmáJum. En að því er þó skylt að færa einhver rök, áður lýkur. Það eitt út af fyrir sig, að hann kveðst engan botn hafa fundið í hugmynd- inni um frjálslyndi í trúarefnum, lýs ir heldur takmörkuðum fróðleik og skilningsskerpu, á þeim svæðum. Eg vík að því síðar. Tvisvar hrópar Halldór Kiljan Laxness á heilbrigða skynsemi, að koma Og bera sér vitni. Það hefði hann manna sízt átt að gera. Því að heilbrigð skynsemi er sá hlutur, er Halldór Kiljan Laxness hefir svarið fyrir og afneitað, ekki aðeins þrisv— ar, heldur eins oft og oftar, en blað- síðurnar eru margar í bók, sem eftir hann liglgur, og heitir “Kaþólsk við— horf”! Hún var til sölu á götum Reykjavíkur fyrir fáum árum síðan, og náði eg þar í hana. Einhvern veginn hefi eg samt misst sjónar 4 henni, og þyikir mér fyrir því — líklega lánað eirthverjum hana, sem sá of vel, hve eiiguleg hún er. En þótt eg hafi hana ekki við hendina, þá misminnir mig það ekki, að — púður hylkið mikla, er höf stefnir þar að öllum tundurþráðum vizku sinnar og innblásturs, og sem sprengja á í loft upp allan mótþróa gegn kaþólsku kirkjunni, er — staðhæfinigin sú, að í mannheimum sé — heilbrigð skyn— semi ekki til! Þess vegna þýðingar— laust að vera að burðast með frjálsa hugsun, sleppa skynseminni lausri. vonlaust sé að finna sannleikann á þann hátt. Nei, sannleikurinn fáist aðeins fyrir opinberun, og þar sé — kaþólska kirkjan fyrst og ein um hituna! Svo að eldki dylst, að mótsagna— kennd eru þau, skrifin Halldórs Kilj— an Laxness. Hann fullyrðir, að hvorki sé hann “sálklofningur” né vitfirringur, og það mun hann segja satt. En einhver klofningur virðist þó vera í hugsuninni. Skoðanasam- hengið er vart sjáanlegt. Og þó. Það er þráður í igreinar— óverunni, ef manni aðeins endist timi og góðgirni til að slæða hann upp. Mér skilst hann vera þessi: Trúarbrögð eru i eðli sínu úrkynj- unarleifar visinda. A vorum dögum hefir vísindaleg hugsun náð almennt þeim tökum, að nú banda menn við allri trú; starfrækt trúarbröigð eru þvi ekkert annað orðin er réttlaus “trúarskekkju fyrirbrigði, og starfs- menn þeirra óærlegir atvinnuskraf- arar aðeins. Jafnvel kaþólska kirkjan er svo áhrifalaus og gagnslaus í ná— Iægri tið, að um þá hlið henn— ar hefir annar eins fullhugi bersögl— innar og Halldór Kiljan Laxness, hingað til “talað flest í þoku”, að sjálfs sögn. — Eitt er það þó, en að eins eitt, sem trúarbrögð hafa sér enn til gildis. Séu þau orðin nægi— lega öldruð til þess, igeta þau verið menningar—sögulega verðmæt. Slnk_ um verðmætum niá auðvitað ekki stofna í hættu með neinni nýmóðins tilbreytni. Að taka til að lappa upp á form og hugsunarhátt kaþólsku kirkjunnar, og annara íhaldskirkna, væri í raun og veru fruntalegUr forn— gripastuldur, og annað ekki. — Þetta mun vera sá trúarlegi boðskapur, er Halldór Kiljan Laxness hefir að flytja alþjóð manna, — sá hinn sami, er veit allt það um trúarbrögð, er aðrir vita. Það lætur að líkum, að fram að þessu hefi eg litið trúarbrögðin og mannfélagshlutverk þeirra nokkuð öðrum augum en iþetta unga skáld vort gerir, hver áhrif sem röksemda magn greinar hans kann að hafa á mig í framtíðinni. Halldór Kiljan Laxness er sjáan- legur fjandmaður trúarbragða. I faðmlögunum við kaþólsku kirkjuna hefir hlaupið í hann sá hryllingur yfir kirkjulegu ástandi heimsins, að hann hefir enn ekki haft sansa til að gera sér grein fyrir siðbótarhugsjón— um frjálslyndu kir.kjunnar. Hann veit sjáanlega ekki, að milli hennar og vísindanna er sjáanlegt samræmi. Hún tekur allt til greina, er vísind— in geta með sanni sagt. En þar sem vísindin skoða það enn ekki hlut— verk sitt að flytja boðskapinn um guð og ódauðleika, enda þótt þau séti þeim boðskap alls elcki andstæð, þá inna trúarbrögðin þau hlutverk af hendi. Er boðskapurinn um guð og ódauð leikann orðinn ótímaibær meðal manna? Hefir Halldór Kiljan Lax— ness myndugleika til þess að kveða upp slikan dóm ? Tíu ár, eða því sem næst, eru síðan hann gaf út sína fyrstu skáldsögu. öllum þeim tíma hefir hann varið til | lesturs og hugsunar, — án þess að láta óvirðulegar “borgaralegar”skyld- ur og annir tefja siig á þroskaferlin— um. Og samt hefir hann ekki kom— ið auga á 'þann einfalda sannleika, að trúarbrögð og siðgæði standa í órjúfanlegu sambandi hvort við ann_ að. Menninigunni er ekki lífvænt án siðgæðis; og allar siðgæðis megin- reglur eru þróttlausar, séu þær ekki byggðar á lífsskoðuninni um guð og ódauðleika, oig varanleg, andleg lífs— gildi. Hvorki Halldór Kiljan Lax— ness, né aðrir gáfumenn, skyldu leika sér af því að igera spjátrungslega1" staðhæfingar um úrelding og réttleysi Þar sem ástæða er til að ætla, aö ákáldið hafi aldrei rent grun í hið sanna um afstöður trúar og vísinda, og trúar og siðgæðis, oig hefir því ekk ert af viti um þessi mál að segja, þá gæti eg látið hér staðar numið með svör gegn gífuryrðum “Inngangs— ins” um trúarbrögðin. A þetta vil eg þó ennfremur drepa: Þótt greinarhöf. fari niegnum ó- virðingarorðuni um trúarbrögðin, þá gefur hann þó átyllu til þess, að á— lita, að ekki sé hann yfirlýstur guð— níðingur. Hann heldur sem sagt, að “Kristur sé all right”, talar um “guð— dómlegar” dásemdir náttúrunnar, og um sjálfsagða virðinigu fyrir “skaþ— aranum” Ef til vill á þá að skilja hann*svo, að hann sé meðmæltur trú og tilbciðslu, en andstæður þeim formlega félagsskap manna um trú og tilbeiðslu, er kirkja kallast. Það eru trúar/brögðin sem stofnun, er fallið hafa i ónáð hans, Þetta er einikennileg afstaða, þótt sízt sé hún nokkur einsdæmi. Eru ekki mennirnir í öllum greinum ber- sýnileiga og óhjákvæmilega — félags— verur? Eru þeir ekki bræður? Og hefir ekki Halldór Kiljan Laxness ger sér grein fyrir margföldunar— magni samvinnunnar, í hverri grein sem er? Veit ekki skáldið, að stærstu og helgustu lífsgildi einnar mannssálar, leita sér ávalt bergmáls i öðruni mannssálum ? Sér sá hinn trúfróði maður ekki þá eðlisnauðsyn trúarlegra lífsgilda að útbreiða sig1? Fer þá og hjá því, að þeir sem eiga sameiginleg einhver hjartans mál, finni sig knýtta hver öðrum, og bind ist formlegum, félagslegum samtök— um um velferðar— og áhugamál sín ? Sérhver heillahugsjón mannfélaigs— ins efnir að samstillingu. Sá mað— ur er ekki til, sem öðrum sé óháð— ur, allra 9Ízt í trúarefnum. Það er langt frá því ávalt góðs viti, og yfir leitt ekkert virðingarvert, að menn skilji sig frá samtíð sinni og fari einförum ímyndaðs sjálfstæðis. Spurningin er þá aðeins sú: Hver kirkjan er þörfust, í nálægri tíð ? Þær eru allar efalaust að einhverju leyti þarfar, allar að leggja til lífsgildi trú arinnar á guð og ódauðleika, og all— ar með nokkuð likum hætti, þótt ým— islegt verði þeim til ágreinings og aðskilnaðar. “En meðal vor þar seni rnyrk eru r öll daegnr, er máltækið: þursi, ver sjálfum þér nægur,” lætur Ibsen tröllin 5 Dofrafjöllum segja (Pétur Gautur). Þegar menn— irnir eru nienn, samstilla þeir sig og bindast félagsböndum. Og þar sem ekkert innihald nýtur sín án forms, verða þeir að samstilla sig formkiga. Halldór Kiljan Laxness fyndi það fljótt sjálfur, að ef hann yrði svo vinsæll fyrir skrif sín, að hann yrði gerður að forseta í “Albeimsvelferð-- arfélagi kirkjufénda,” þá gengi þar allt í handaskolum og afkasta- leysi, þangað til þeir bindu sig á— kveðnum rpglum og formum. Svo er það í öllum mannlegum málum. Og þeim, sem nokkur alvara er um trú og tilibeiðslu, er það jafnframt eðlis— nauðsyn að samstillast félagslega og bindast vissum formum, er svari til ýmislegra atiburða og aðstæðna mann legs lífs, á veginum frá vöggu til grafar. Það er náttúrleg þörf trú— mannsins að helga sjálfan og niðja sína hinni andlegu lífsskoðun, með þar til settri athöfn. Þeir sem kjósa að stíga stærstu sikref æfi sinnar, eða kveðja þá sem þeim hafa verið kær— ir, hinstu kveðjunni, í guðs nafni, Iþeir velja sér sameiginlega einkver form eða helgisiði, sem þar við eiga.— I»egar, auk þess, þessum tilbeiðslusið— Astæðurnar fyrir því, að mæia beri með og vinna fyrir frjálsa, ó— Itáða kirkju,*) eru sennilega nokkuð flóknar, úr því að Halldór Kiljan Laxness hefir aldrei til þessa “botn— að í hugmyndinni”. En trúa mln er það, og meina eg það sem lofsyrði, að aldrei fái hann botn í neitt af skrifum sinum og skoðunum, fyr en hann finnur þann botn. Þangað til heldur hann áfram að dröslast með lesendur sína í sífelldum sandblejt— um og botnleysum. En svo er líka botninn hér við hendina, sem betur fer. Hamingjuhugsjón mannanna — við klerkar segjum, guðsríkishugsjón — stefnir að ytri og innri samstillingu. Andleg samstilling er skilyrði og und anfari jiri samstillingar, ástar og efnahags (sibr. “Die Hunger and die Liei1>e”). Andleig samstilling alþjóðar af þeirri gerð, sem íhaldskirkjurnar, ekki sizt kajþólskan, eru að bisa við að koma á, þ. e. samAtiUing sérskoð— anctnna, er óhugsanleg og ófram— kvæmanleg. Því að sérskoðanir eru allt að því eins margar oig mennirnir, og hver heldur býsna vel um sitt. — Kjarni alls ófrjálslyndis, og lang- hættulegasta sundrungarafl mannfé— lagsins, er skoðun íhaldskirknann.'i uni sáluhjálþ fyrir trú, eða sáluhjálp lega trú, sem í reyndinni verður aldrei annað en sérskoðanakerfi þeirr ar kirkjunnar, eða hinnar. Hver sa vesalings maður, sem sannfærist um að hún búi yfir þeirri sáluhjálplegu trú, þ. e. skoðun, er skyldugur í mannkærleikans nafni, að troða henni ttpp á alla aðra ntenn, sem hann hefi;- nokkurt tækifæri við; jafnframt er hann skyldugur til að álíta hvern andstæðing — “vikapilt djöfulsins” (Guðmundur frá Litlu—Brekku, Bjarma— rithöfundur, er sannur og ærlegur íhaldsmaður, og kallar menn pg málefni þeim nöfnum beint út, er trú hans gefur tilefni til. Cand. theol. S. A. Gíslason, ritstjóri Bjarma, hleypir að vísu Guðmundar—líkum í blað sitt, en vi&hefur sjálfur naumast svo hreinlitt orðbragð, sem þeir. Og síðan hann neitaði — á söknanefnda— fundinum í Reykjavík á liðnu hausti — að samsinna því, að sérskoðanir hefðu 9áluhjálpargildi, og gaf út full komlega ólúterska andatrúanbók eft- ir Sadihu Sundar Sing, sem nýguð— fræðingur hefir þýtt, þá er hann eig- inlega orðinn — eftir því sem eg slffi þessi mál — frjálslyndur maður af beztu gerð, þ. e. Únítari, og er það vel farið). Allar ihaldskirkjur vorra tima, hvað þá liðins tíma, telja sér, plöggum sínum samkvæmt, sáluhjálp— artrtú til gildis. Enginn íhaldskirlkju— maður má því kinnroðalaust minnast á það, að hann sé frjálslyndur, né láta það um sig spyrjast, að hann gangi undir samok með vantrúuðum og heiðingjum”. Að þessi staða, sem íhald.skirkjurn ar taka, er “ahsurd” *— þ. e. f jar— stæð allri sanngirni ag skynsemi, ætti ekki að vera torséð. En ekki væri um það að salkast nema fyrir þá staðreynd, að fjarstæðan sú er orðin það óyfirstíganlega þyrnigerði sem þvergirðir fyrir samstilling- ar möguleika mannfélagsins. I stað af því að hann er ekki inni í þessum málum yfirleitt. En sannleikurinn er sá að sannfrjálslyndir menn eru ófrjálslyndir aðeins í einu tilliti, þ.e. gagnvart ófrjálslyndi Hugmyndir— nar um sáluihjálp “sola fide” (“fyrir 6 trú aðeins”) sem i útkomunni verður sáluhjálp fyrir sérskoðanir aðeins,— en í gagngerðri mótsögn við mqg- inreglur trúarlegs frjálslyndis. Frjálslyndir menn eru því knúðir til að andæfa slíkum sáhthjálparrétt— dómum, svo sem óheillavænlegu sundrungarafji , meðlal) mannana. Skilur H. K. L. þetta'? um er samfara örugg sannfæring þess að sameina sig um stóru sam— þess, að trúarlega örfað siðgæði sé efling menningarinnar, og að almenn tniarleg og siðferðileg upplýsing sé afar nauðsynleg, þá er ekki lengur um það að sp>vja, hvort skipuleg til— •beiðsla og fræðsla, — andleg félaigs leg, formleg og verkleg samstilling', þ. e. söfnuður eða kirkja, sé rétt— mæt og þörf. Hún er óumflýjanleg nauðsyn og heilög skylda allra trú- hneiigðra manna. Kir.kju er þörf. Kirkju verður allt af þörf. Trúarbrögð úreldast aldrei því að til'beiðslueðli mannanna leitar trúarbragðanna yfirleitt, því að um ■ eflingar og yndis í samstillingu, og leið kunngera þeir siðgæðisgjaldþrot ^ einstaklingur og heild hafa óumflýj- I mannkynsins. Mig furðar stórlega, j anlega þörf trúarlegrar siðgæðisörv- að til skuli vera hugsandi, ærlegir unar Og um hana verður alþjóð j menn, er þurfa að láta segja sér manna að efla til samvinnu og verfai- ' þetta og sanna. 1 skiftingar. eiginlegu atriðin, láta menn sundrast út af sérskoðunum, þótt heill mann— kynsins sé í húfi. Um/Iiótameðalið við þessum sundrungar sjúkdóm, er á vorum döigum ekki það, að afnerna starfrækt trúanbrögð eða kirkju, heldur það, að igjöra hana ærlega og starfhæfa með því, að gefa henni frjálsar hendur, leysa hana úr dróma ikennisetninganna. Með mi'killi mælsku útlistar Halldór Kiljan Laxness ófrjálslyndi frjálslyndra nianna; vænir þá um veiðibrellur. Eg lái honum það ekki, *) Hinn ötuli ritstjóri tímaritsins “Saga”, tilikynnir að frjáls kirkja sé ekki til. Hið gagn^tæða tilkynnist hér með. 1 Annað atriði — aðra fjöl í botninn, fjöl, sem H. K. L. hefur sjáanlega í sínum eigin fórum, ef hann kynni með hana að fara — ber að skoða frjálslyndri kirkjuhuigisjón til með— mæla. Allir sanngjarnir menn játa að vér takmarkaðar mannlegar verur eigum engan algcran (absolute) sann- leika, heldur aðeins aðstœðubundinn (relative). “Það eina sem eg veit er að ég veit ekki neitt” er haft eftir Sókrates. Það er í þá réttu átt sem H. K. L. er að fara með ummælum sínum um vísindi sem hindurvitni, þótt kauðalega beri þau af við staðhæfingarnar um áreiðanleik vís— indanna. Vísindin eiga aðeins að— stæðubundin sannleika. Þau erkru gróandi láf, sem úrkynjast um leið og það vex. Hisnið, hreistrið, skel— in fellur af; lífið, persónulei'kinn stækkar. Vásinldin sem stofnum heldur áfram að vera til og þroskast, þótt skoðanaformin skaddist og úr- eldist, Sama er að segja um trúar- brögðin. Þekkingarlegan, heim— spekilegan óskeikulleik eiga þau ekki. Þau eru í eðli sinu gróandi líf, sem stöðuglega úrkynjast og endumýjast, silauignð af “morgundöggvum og skírnarskúrum nýrra aðstæðubundinna sanninda ef þau fá frið til þess fyrir afturhaldsihrópum kreddu— valdsins.— Af ummælum H.K.L. má álykta að stærstu sannindi vorar tíðar séu í eðli sínu ekkert annað né meira, en nothæfar tilgátur (Working hyp— otheses). Maður, sem heldur slíku fram, og það, í vissu tilliti með réttu, ætti ekki að fyrirdæma það né vand— læta, að menn temji sér varúð í full— yrðinigum; sjái vaniþekkingu' og skeikulleik bæði sjálfra sín og ann— ara; umiberi þessvegna annara manna einlægustu viðleitni til að skilja og vita, og vænta samskonar umiburðar— lyndis sjálfum sér til handa. Það er að vera—frjálslynduv. Eg fæ því ekki skilið hvernig H. K. L. hefir ráð á því, að kynna sig sem allra manna ófrjálslyndastan í trúarskoðunum.” Nema ef trúar— skoðanir hans eru — 0. Að vera frjálslyndur um ekkcrt, og ófrjáls- lyndur um ekkert, er sami hluturinn. Maður, sem engar skoðanir hefir, getur rólegur fullyrt í senn að hann sé allra manna frjálslyndastur og allra manna ófrjálslyndastur í skoð— unum! Hvortveggja er jafn satt og meiningarlaust. —---------- .Mikið er jeg búinn að hafa við skáldið, að skrifa svona lángt mál út af fyrsta kafla “Inngangsins að Gagnrýni. Skáld sem eru svo sér— fróð um trúarbrögð sem hann, eiga slíka viðhöfn skilið. Aðeins vildi jeg, að öll þekking H. K. L., leiddi hann inn á brautir meiri góðvildar til frjálslyndra, skipulajgðra, starfandi trúmála — eða kirkju. Hún meinar vel, og ætti að geta gjört vel, sé starfðþrótti hennar ekki hnekt með fordómum og óvild. Og sýnt er það og sannað af reynslunni, að þessar starfhæfu skoðanir frjálslyndra manna veita þeim engu óæðri vitsmuna— lega svölun, enigu óæðri hjartafrið, en óskeikuleika-tilfinninigiu ófrjáls— lyndum. Frjálslyndir menn vita hvort sem er, að hvorki er það fyrir trú aðeins né verk aðeins, er menn verða “sáluhólpnir,” heldur fyrir al— hliða vöxt andans á óravegum tíma og eilífðar, Reiða þeir sig kvorki á óskeikular sikoðanir né verkhelgi sér til sálubóta, Þeir lifa lífi sánu æðrulausir í einlægni trúarlegra að- stæðubundinna sanninda. — — — (meira) Friðrik A. Friðriksson.

x

Heimskringla

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.