Heimskringla - 22.02.1928, Síða 4
4. BLAÐSÍÐA
II IMSKRI N 9 Lá
WINNIPEG 22. PEBEÚAR 192S
Hdtnskringla
(SlofnuTI 1886)
Kenir tt A hvfrjim mltJTlkadfffi
EIGENDUR:
VIKING PRESS, LTD.
853 »K 855 SARGBNT AVE . WIINPIIPEG
TAI.SIMIl SO 537
V«rV blaCslns er $3.00 &rBangurlnn bor*-
lst fyrirfram. Allar borganlr senaiet
THE VIKING PREfiS IÆD.
SIGPtrS HALLDÓRS frá Höínum
Rltstlórl.
Vtflnfidkrllt tll blntlfllnii
THD VlKING PIIESS, Ltd., Boi 8105
UtanftMkrlft tll rltMtjOranMt
EDITOK HEIMSKKINGLA, Dox 3105
WINNIPEG, MAN.
“Heimskrlngrla is published by
The Vlklnx Preaa Ltd.
and prlnted by
CITY PRIIfTlNO A PUBLI9HHVG CO.
853-K55 Snrfffnt Ave.. Wlnnlpe*, Man.
Telfphonei .86 53 7
----------------------------------------I
' 11 .............
WINNIPEG, MAN., 22. FEBRÚAR 1928.
ÁGÆT HUGVEKJA
Fyrverandi ritstjóri Heimskringlu, hr.
O. T. Johnson, er nú býr í Minneapolis,
sendi Heimskringlu eftirfylgjandi mál til
birtingar:
AÐ KLÆÐA fSLAND SKÓGI
Nú er mikið ritað og rætt um heimför.
ina 1930. Fátt hefir á síðari tímum meir
vakið athygli vestur-íslenzkrar alþýðu.
Og mun óhætt að fullyrða, að augu allra
hvíli á Winnipeg — höfuðborg íslenzkrar
menningar hérlendis. I>ar á] íslenzka
Þjóðræknisfélagið heima, og þaðan er að
væmta helztu forystu í þessu máli.
Margir hafa þegar látið til sín heyra
og mörgum tillögum verið hreyft, með
því markmiði að stuðla til þess að gera
heimförina sem veglegasta og Vestur.Is-
lendingum til ævarandi sæmdar: Sjónleik
ur sé saminn, söngflokkur settur á lagg-
irnar, hópur glímumanna æfður o.fl. Á
bak við allar þessar tiilögur virðist aðal.
lega vaka áhugi fyrir því, að Vestur-ís.
lendingar fari ekki eingöngu skemtiferð
til íslands, heldur fari þeir engu síður
þangað til þess að skemta íslandi!
Flest mál eiga fleiri hliðar en eina. Það
er ekki óhugsandi að til séu menn þeirrar
skoðunar, að ofannefndar tölur verði
aldrei annað en aukaatriði í sambandi við
hina margumræddu heimför til gamla
landsins. Af undirbúningi Austur.lslend-
inga að dæma, sem þegar er fyrirhugað-
ur, þá virðist sem hátíðahaldið eigi ekki
að standa yfir lengur en í þrjá daga. Það
er ekki langur tími — og um leið og við
álttum okkur á þessu, fyrirsjáanlegur ó-
mögulegleiki að vanalegur vestur-slenzk
ur ræðumaður fái að halda þar “eins.og-
hálfs klukkutíma” ræðu, eins og oft tíðk
ast hér á “íslendingadögum”. Og hvað
verður þá um sjónleikinn mikia, söng-
flokkinn stóra, og allt annað hið stór.
fenglega, er hinir vestur-íslenzku gestir
fluttu með sér í þeim göfuga tilgangi, að
efla skemtiskrá þúsund ára hátíðar ís.
lands?
Enginn má skilja orð mín þannig, að
hér sé verið að skjóta loku fyrir það, að
vestur-íslenzkir söngmenn fáii að reyna
barka sína á íslandi, glímumenn að
glíma, leikarar að leika, og svo fram eftir
götum. Hugsanlegt er, að hægt sé að fá
húsrúm fyrir eitthvað þess kyns í sam.
komusölum Reykjavíkur meðan á há-
tíðinni stendur. En um leið og slíkt er ekki
í beinu sambandi við dagskrá hátíðarinn
ar, er það orðið aukaatriði. Það skilja
allir, sem nokkuð hugsa.-------
Nei, Landar góðir! Við verðum að
hugsa ögn hærra, efla til annars stærra.
Fátt af því ofantalda er sérlega markvert
eða sérstaklega hæfilegur sæmdarauki
hluttöku Vestur.íslendinga í þúsund ára
háfcíð ættlandsins. Um það blandast eng
um hugur, að heimförin verður þeim
minnisstæð allt til æfiloka. Því ekki að
stefna að því markinu, að koma þeirra
verði Islandi engu síður minnisstæð? En
til þess verðum við að færa ættlandinu
einhverja GJÖF, er haldi nafni Vestur-
íslendinga á lofti á komandi öldum. —
Söngur, leikir, eða glímur, eru hverfandi
smámunir, í sambandi við þúsund ára há-
ijíð hfeillar þjóðair. Myndastyttur haifa
takmörkuð áhrif, húsabyggingar hrörna,
— nei, við verðum að stefna enn hærra.—
Hví ekki, AÐ KLÆÐA LANDIÐ SKÓGI?
Fengi Vestur-Islendingum auðnast að
leggja stóran og öflugan þátt til þess, að
ísland yrði skógi vaxið að nýju, þá myndi
það skógi klædda ættland minnast þeirra
með þakklæti til eilífðar. Úr því yrði
nafnið “Vestur.íslendingar” ódrepandi,
þó íslenzkur þjóðstofn eigi eftir að líða
undir lok hér í ájfu. Fegri eða varaniegri
minnisvarða geta Vestur-íslendingar ekki
gefið ættlandinu — og að tileinka þetta
starf hinni komandi þúsund ára hátíð, er
að færa íslandi mjög hagkvæma og heppi-
lega gjöf við það tæðdfæri.
Mörgum kann nú að finnast árinni full.
djúpt tekið. En enginn má gleyma 'því,
að starf þetta mundi hefja við hún fána
íslenzkra brautryðjenda þessa lands, sem
aldrei hikuðu gegn örðugleikum né yfir-
vofandi hömlum á vegi. Við erum synir
þeirra, og á þúsund ára hátíð landsins,
sem þeir komu frá og unnu til dauðans,
viljum við minnast þeirra með þessu
sta'fi- Og þó að við fáum ekki klætt Is-
land með skógi frá fjöru til fjalls, þá get-
um við ræktað þar svo stóra skóga, að
hinum göfuga tilgangi sé náð: Vestur-ís-
lenzkum brautryðjendum sé reistiur var.
anlegur minnisvarði á ættjörðinni.
Framkvæmanlegt getur þetta orðið
með þeim hætti, að öll spor séu tafarlaust
stígin í þá átt, að stofna til trjáplöntunar
á íslandi í sem allra stærstum stíl að
mögulegt er. Tilraunum þegar hrint af
stað ,er Þjóðræknisfélagið gangist fyrir
Starfið helgað þúsund ára hátíðinni, og
miðað við Vestur-íslendinga í heild sinni.
Kostnaður borinn af almennum samskot-
um. Stofnaður sjóður — Skógarsjóður,
5 — er afhendist íslandi við heimförina
1930. Skógarsjóður — nafnið eitt lokk-
ar til sín skildingana! Vestur-íslenzkir
auðmenn, sem nú eru orðnir margir, munu
Jeggja það af mörkum, að sjóður þessi
geti orðið hinn ríflegasti — heimför Vest-
ur.íslendinga hinn mesti sæmdarauki.
Björn Magnússon á heiðurinn af því,
að hafa fyrstur Vestur.íslendinga bent á
heppilegar leiðir, til að stuðla að trjá-
plöntun á ísiandi. Ritstjóri Lögbergs vill
taka í sama streng, og birtir um leið bréf
frá' E. Walters listmálara, er stefnir ör-
ugglega að markinu. Hefir hinn síðast
nefndi þegar hafið framkvæmdir og feng
ið loforð stórstofnana þessa lands, til þess
að veita ókeypis fræ til skógræktunar á
hinni norðlægu eyju. Starfið þegar byrj-
að, Vestur-íslendingar!
Að helga starf þetta heimförinni 1930,
láta það vera gjöf Vestur-íslendinga til
íslands á þúsund ára hátíðinni, er í alla
staði heppilegt og viðeigandi, — og stór
hvatning til framkvæmda.
Klæðum ísland skógi!
O. T. Johnson*
* * *
Heimskringlu er alveg sérstök ánægja
að því, að gefa rúm þessari fögru og við-
eigandi tillögu. Vér erum höfundinum
sammála um það, að varanlegri ástarvotí
mun tæplega vera unnt að auðsýna. Sá
minnisvarði yngir sig upp og eflist, með
ári hverju, og líffrjó hans geymast með-
an menning er til, meðan landið er ofan-
sjávar, og nokkurt líf fær þar þrifist. —
Og svo mætti þeim finnast, er enn kunna
að álíta, að Ameríkuferðirnar hafi verið
íslandi til óhamingju, óheillablóðtaka (er
þó mun ef til vil vera vanséð, ef á alt er
er litið), er hafi rænt ísland starfskrötft-
um, er annars hefðu mátt fara hjúkrun-
arhöndum um kalsár þess, sem hér væri
fundið meðal til þess, að græða eitthvað
af þeim sárum; hjúkrunarskyldan innt af
hendi að nokkru leyti.
Og ef Canadastjóm vildi nú auðsýna
íslandi þá virðingu, er dr. Woodsworth
hyggur því maklega, að gera út skip með
nokkurskonar sendinefnd, Islandi tii
sæmdar á þessum einstæða hátíðisdegi;
— menn skyldu ekki láta þá hugmynd
vaxa sér um of í augum — sé stjórnin
þeirrar skoðunar, að fyrir hingaðkomu
íslendinga, og þau handtökin er þeir hér
hafa unnið, sé nokkur hluti þessa lands
betri og byggilegri, og þjóðstofninn ef til
vill heldur verðmætfari í rauninni, en rýr-
ari, þá mun hún ekki telja eftir sér, að
láná lestarrúm farmi viðarteinunga, er
mættu skjóta rót heima, blómgvast og
bæta landið, eins og gert hafa hér tein.
ungar af íslenzkum ættstofni. Varla
myndi þá heldur Canadastjórain verða
dýrseld á þeim nýgræðing úr gróðrarstöðv
um sínum. Veglegri för hefði þá aldrei
verið í vináttuleiðangur gerð. —
* * *
En úr því að minnst er á hvorttveggja:
sendiskipið og nýgræðinginn, þá kemur
það manni í hug, að enda þótt farkostur
byðist, þá kynnu einhverjir að telja þar
stofnað til ófæru, sökum þess að erfitt
kynni að verða, að finna rúm á einu skipi
öllum þeim, er slíku boði vUdui hlíta, en
óhugsandi að láta ekki eitt yfir alla ganga
En ekki trúum vér að eigi myndu ráð
finnast til þess að leysa þann hnút, svo
viðunanlegt væri. Meðal annars mætfti
fyrst leita rúms ruðningsmönnum vestur
íslenzks landnáms. Þá flokkum, er með
því eina móti líklega mætfti heim senda;
ekki til þess að stæra sig fyrst og fremst,
né til þess að “skemta” & hátíðinni, held-
ur til þess að færa Islandi heim sanninn
lim það, að ekki er það enn gleymt, þótt
í þriðju, eða jafnvel fjórðu kynslóð sé
hér komið.
Og þá kemur hitt til, að enda þótt vér
föllumst á það, að skóggræðslan myndi
verða veglegri og varanlegri minnisvarði
vestanihafs ræktarsemi við Island, en
nokkuð annað, sem enn hefir fram kom-
ið í þá átt, þá finnst oss, að henni slepptri,
sem fátt myndi fegur geta túlkað tilfinn-
ingar vorar íslendingum, en íslenzkur
hópsöngur af vörum vestur.íslenzkra
barna. Þeir hljómar myndu ekki einung
is enduróma á hjartastrengjum allra ts-
’endinga. er á hlýddu, svo lengi sem líf
þeim entist, heldur löngu eftir þeirra
daga, í muna og af munni komandi kyn-
slóða.
Bánkarnir, Kirkjan og Job.
Rétt nýlega kryddaði “L. F.” Salma.
gundi með nokkrum hugleiðingum um
innbyrðis afstöðu kirkju, banka og þegn-
mennsku. “Hræringurinn’ var vel bland-
aður, eins og allur Ijúffengur matur
verður að vera, enda ekki ætlaður þeim,
er alt háma í sig ómelt og smekklaust. En
einmitt þess vegna kann að vera hætt
við því, að einbverjir hafi ekki kennt
bragðsins né kjarnans eins greinilega, eins
og sá lesandi, er kvað þetta myndi vera
hámark kurteislegrar blaðamennsku, að
lýsa þvf svona afdráttarlaust, en um leið
hógværlega, hvernig margir bankar flá
bóndann úr gærunni, meðan kirkjan gegn
ir sínu gamla starfi: að halda fótunum.
* * *
Og einmitt í samihandi við þetta, er dá-
lítið gaman að endursegja sögu, sem
norskur Bandaríkjamaður, Torkel Ofte-
lie, skrifar blaðinu “Norig” heima í
Noregi. Hann get,ur þess ekki í hvaða
ríki hann búi, en þaðan er auðsjáanlega
líka sögu að segja, og úr “nágrannaríki
voru”, er “L. F.” sagði frá.
Oftelie aegir, að í næstu, sveit fyrir
norðan sig, sé þorp er heiti Ulen, í höf-
uðið á Ulen nokkrum er á þær slóðir flutti
úr Hallingdal í Noregi. Tveir bankar voru
í þorpinu, og fóru báðir á höfuðið í fyrra.
Auðvitað varð grátur og gnístran tanna
um héraðið og í þorpinu. Og svo hátt lét
í Norðmönnunum, fræhdum vorum, að
presti þeirra fannst brýn nauðsyn bera til
þess, að reyna að hugga þá og þagga
niður í þeim. Honum leizt svo, að heppi-
legast myndi vera að hefja það starf með
prédikun á þakklætishátíðinni í fyrra.
Eðlilega — liggur manni við að segja —
lagði hann út af Job, þeim margþjáða
manni. Hann skýrði það í æsar fyrir til-
heyrendum sínum, hveraig gengið hefði
fyrir Job. Hann hafði verið auðugur
maður; en Drottinn hafði svift hann öllu,
og síðast meira að segja böi-nunum. En
Job hélt samt fast við drottinn og lofaði
hann fyrir allt, sem hann gaf og tók. Og
eins ættum vér að vera, elskanlegir, sagði
presturinn. En nú möglið þið og sýtið, af
því að þið hafið tapað nokkrum skilding-
um í bankanum. Ef vér einungis höldum
fast við Drottinn, þá mun hann blessa oss
á ný, og gera oss hálfu ríkari en hann
gerði Job.-----
En þegar hér var komið hugguninni,
færðist á fætur í miðjum almúganum
kerli ein, borin og barnfædd heima í
Hallingdal í Noregi. Hún hvessti augun á
prest, sem stóð þar í prédikunarstólnum,
hátt upp hafinn, og svo sagði hún hátt
og skýrt: “Já þú talar um Job; það var
Drottinn, sem tók frá Job, en það voru
þjófar og bófar, sem tóku eigur okkar.”
Prestinum varð orðfall í miðri setn-
ingu og stóð sem steini lostinn og ein-
blíndi á þá gömlu. En málið fékk hann
ekki aftur við þetta tækifæri; datt efckert
svar í hug. Hánn gekk að lokum stein-
þegjandi ofan úr stólnum; hann fann svo
greinilega, að hann hafði borið lægra
hlut í orustunni. —
* * *
Það myndi líklega mega teljast sak-
laust, að kenna í brjósti um klerkinn. En
ekki að áfellast hann, fyrir alla muni. Því
hvað stendur ekki skrifað hjá “L. F.”:
“....hann er, einnig stöðu sinnar vegna,
verjandi þess skipulags sem er, forvígis-
maður hins lögbundna stjórnarvalds. Það
skiftfir litlu máli hverrar stefnu yfirvöldin
eru, kirkjan er ávalt ábekingur þeirra.”
<Syefnlætin’,
Vér ætlum ekki að reka langt
röksemdaflótta ritstjóra Lög-
bergs, enda er geyist farið á
undanhaldinu. Afifeins að geta
þess, af því að hann hefir sjá-
anlega misskilið, af ásettu ráði
eða ekki, að Heimskringla hélt
því aldrei fram að hann hefði
gert tilraun til þess að sanna,
þ. e. a. s. vsvitandi, að Jónas
dómsmála,ráðhierra Jónsson
vælri lygari. Vér töktum það
einmittf fram að ritstjórinn
mundii |þar hafa unnið óivilja-
verk. Hitt er annað mál, að
það er leiðinleg slysni að heppn
ast ekki að auðsýna svo einum
gestrisni né kurteisi, að annar
sé ekki óvirtur. En einmitt
þetta varð ritstjóra Lögbergs á.
Hjann auðsýndi Kr. A. þá gest-
risni, að lána grein hans veg-
legasta rúrnið í blaði sínu. En
aðalkjarni þeirrar gt^einar var
einmitt að sanna það, að dóms-
málaráðherrann væri hvorki
meira né minna en lygari. Og
ritstjórinn kvaðst birta greinina
með ánægju. Þótt vér af góð-
girni teljum þá yfirlýsingu ó-
viljaverk, eða flaustur, þá ligg-
ur auðvitað háskalega nærri að
halda, að maður, vitandi vits,
geri hana af ásettu ráði.
Það er ekki gott fyrir rit-
stjóra Lögbergs, að komast
framhjá þessum staðreyndium,
enda reynir hann það alls ekki.
Hann reynir heldur ekki að
svara einu einasta atriði öðru,
af skynsamlegu viti. I stað þess
grípur hann til þeirrar aðdáan-
legu röksemdafærslu, er mið-
lunigsgreindum unglingum, um
og innan við fermingu, er töm-
ust, að staðhæfa það, að sá, er
andmælir honum, sé “ailt af
ösku fjúkandi reiður”! Vér
héldum satt að segja, að rit-
stjórinn væri upp úr því vaxinn,
að bera fyrir sig slík vopn, þótt
hann kunni að hafa fengið þau
í ritstjórnartannfé.
Að elta ólar við slíka hjá-
rænu, eða að taka upp þann
vopnaburð, nær ekki nokkuri
átt. Enda nennum vér ekki að
vera lengur að hræra í þessu
hlávatni, er vini vorum.ritstjóra
Löghergs, hefir að þessu sinni
— hamingjan má vita hvers
vegna — fundist nauðsynlegt
að lájta frá sér fara í ritstjórn-
ardálkana.
Sjónleika ’í samkepnin
Hún er nú að færast í lag.
Svo mikillar hylli sem hún naut
í fyrra, virðist sem þetta árið
muni hún eiga enn meiri vin-
semdum að fagna. Fleiri
tflokkar taka þátt en áður; eins
margir og unt er að koma fyrir,
því ókleift er að leika fleiri en
fjögur kvöld. Fyrirspurair um
reglugerðir hafa komið frá öðr
um flokkum, sem hafa slegið
því frá sér að koma í þetta
skiftið; en þetfta ber vott um
víðtækari áhuga, og má búasc
við því að hann fari vaxandi ár
frá ári.
Þörf á Smáleikritum
En þá verður líka nauðsyn-
legt að aðeins smáleikrit verði
tekin til meðferðar. Sem stend-
ur, eru íslenzk smáleikrit (svo
stutt að sýna mætti 2 til 3 á
kvöldi) svo fá, að ekki nægði.
Á þessu þarf að ráða bót.
Bót ’á þeirri þörf
Leiksamkeppnin í ár er vonað
að verði vegurinn til þess. Það
er sem sé, gertf ráð fyrir því að
ágóðanum af samkepninni í ár
verði varið, í viðbót við $100
sem hafa verið settir til síðu
af ágóðanum í fyrra, til þess að
veita verðlaun fyrir þýdd eða
frumsamin smállei^rit: þýdd á
íslenzku, eða frumsamin hvort
heldur á íslenzku eða ensku.
1 fullan aldarfjórðung hafa
Dodds nýrna pillur verið hin
viðurkenndju pieðujl, ivið bak-
verk, gigt og bröðru sjúkdóm-
um, og hinna mörgu kvilla, er
stafa frá veikluðum nýrum. —
Þær era til sölu í öllum lyfabúð
um á 50c askjan eða 6 öskjur
fyrir $2.50. Panta má þær beint
frá Dodds Medicine Company,
Ltd., Toronto 2, Ont., og senda
andvirðið þangað.
Ekki er ólíklegt, að þetfta verðí
til þess að leiða fram á! sjón-
arsviðið eitthvert íslenzkt sjón-
leikaskáld, og að arðurinn
verði mörg smáleikrit sem séu
ibetur við Ihasffi vestur íslenxl-
inga en flest þau leikrit sem nú
er völ á.
Fjórir flokkar keppa
Árborg, sem vann sigur-
merkið í fyrra, ver það í ár,
móti þrem mótstöðuflokkum.
Sumir þeirra flokka telja æfða
leikendur og verður samkeppnin
án efa spennandi. Engir tveir
flokkar hafa sama hlutverk, og
einn þeirra sýnijr Ifeikrit, ifeem
aldrei hefir verið leikið í Win-
nipeg fyr. Ailir hafa mikinn
og góðann undirbúning.
I nwsta blaði birtist fullkomin
in skrá yfir leikendur, sem ekki
er, því miður, unt að gefa nú,
vegna þess að fullkomnar upp-
lýsingar hafa ekki enn borist
nefndinni.
Samkepnin hefst hinn 5.
marz. Híeiðarsæti (reserved
seats fyrir öll kvöldin) verða
til sölu fyrri partf næstu viku.
Upplýsingar þeim viðvíkjandi
má fá hjá eftirfylgjandi nefnd-
ar-mönnum í Winnipeg: Dr. Á.
Blöndal, forseti; Miss A. John-
son, ritari eða Fred Swanson.
A. J.
----------x-----------
•
Gunnar Gitnnarsson
Eftir G. G. er nýkomiS út fjórSa
bindi sagnaflokksins, sem hann kallar
Kirken paa Bjer,giet og heitir þaS
“Den uerfarne Rejsende.” Fyrri
bindin vóru Leg med Straa, Skiíbe
paa Himlen og Natten og Drömmen.
Er þetta því orðiö miikið safn og
mun ekki lokiS enn. Er þaS nokik—
ursikonar æfisaga G. G. sjálfs í
skáldsögu formi og segja þrjú fystu
bindin frá æfi hans hjér heima, en
síSasta bindiS segir frá utanför faans
og fyrstu reynslu erfendis, lýðhá—
skólavist hans, ritmensku, erviSis—
vinnu og öSru því sem fyrir hann bar
á þungum og þreytandi róSrJ hans
til mennirugar og frama í ókunnu
landi, uns hann varS einn af mest
virtu skáldum þar, eins og faann er
nú. Frásögnin er nokkuS langdregin
sumstaSar, einkum í fyrri bindunum,
en margt er einnigi um skýrar og
skemtilegar lýsinigar og athuganir á
sálarlífi barnsins og unlhverfi hans,
íslensku sveitalífi.' Dregst inn 1
|þá lýsingu margt fólik, sjerkennilegt
og skrítilegt, og mun ekki síst Aust—
firSingum forvitni á aS lesa þau
ibindin, því margar fyrirmyndir höf—
undarins má glögglega þekkja, þótt
nöfnum sje breytt. I síSasta bind—
inu eru ýmsir af best skrifuSu köf—
inu eru ýmsir af 1>est skrifuSu köfl—
um verksins. — Lögrétta.