Heimskringla - 22.02.1928, Side 5
WINNIPEG 22. FEBRÚAR 1928
HEIM3KRINGLA
5. BLAÐSIÐA.
ÞJER SEM NOTIÐ
TIMBUR
K A U P I Ð A F
The Empire Sash and Door
COMPANY LIMITED
BirgSir: Henry Ave. East Phone: 26 356
Skrifstofa: 5. Gólfi, Bank of Hamilton
VERÐ GÆÐI ÁNÆGJA.
Heilbrigði
X. Mœður og fœðingar.
. TJm þetta efni haföi ég ihugsaö mér
aö SK.'ifa síöar, en til þess hefir ver-
iö mælst aö um þaö væri ritað nú
þagar.
Hér er ekki um sjúkdóm að ræöa
i orðsins venjulegu merkingu. En
samt sem áður hefir það svo mörg
dauðsföll í för með sér, að þar má
teljast eitt af aðalmeinum þjóðarinn
ar.
Samkvæmt heilbrigðisskýrslum
stjórnarinnar hér í landi, deyja ná-
lægt sex (6) mæður af hverjum þús-
und (1000) ikonum er börn ala hér
í Canada. Með öðrum orðum deyja
hér um bi! ellefu hundruð (lilOO'
konti]- af barnsförum í landinu á ári.
Þegar tillit er tekið til þess, að
þetta eru allt konur á bezta aldri, þi
er það óneitanlegt tjón fyrir þjóðina
í öllum skilningi — að ógleymdum
sorgunum, sem iþað hefir í för með
sér.
En þó er ekki öll sagan sögð með
þessu, því auk þess deyja nálægt sex
þúsund (6000) tkirn árletgía áður en
þau fæðast eða í fæðingunni — fæð-
ast andvana. Er það álika margt og
deyr af krabbameini, talsvert fleira
en deyr af lungnabólgu, og miklu
fleira en deyr af tærinigu.
I Canada tapast íþví um eða yfir
sjö þúsund (7000) mannsMf árlega á
þenna hátt, ef hvorttveggja er talið:
tnæðurnar og börnin.
Af þessu sést það að ihér er um
alvarlegt efni að ræða; ekki sízt þeg
ar þess er einniigi gætt, að fjöldi
mæðra missir heilsuna i samfbandi við
barnsiburð, eða sem afleiðing af hon—
um, auk þeirra sem missa lífið.
Sumum finnst það ef til vill Mtils
virði, þótt barn fæðist andvana eða
deyi nýfætt; en hver getur reiknað
þann skaða? “Enginn veit að hverju
barninu gagn verður”, segir máltækið
og sannast það hér.
En það er niæðradauðinn, sem hér
er alvarlega i'hugunarefnið, 'þótt hitt
sé alls ekkert smávægilegt átriði.
Astiæðurnar fyrir þessum mlörgu
dauðsföllum — mæðranna og barn-
anna — eru mangiar. Við sumum
þeirra verður alls ekki spornað, hvaða
ráðum sem beitt er og hversu gott
sem eftirlitið er að öllu leyti.
En í mörgum tilfellum er óefað
eirihverjum mistökum um að kenna.
Ekki er þó svo að skilja, að þau mis
tök hljóti að eiga sér stað, þegar
barnsfæðinguna ’ber að höndum, með
an á henni stendur eða á meðan kon—
an Miggur á sæng. I því samhandi
hemur margt til greina, svo sem Mfn-
aðarhættir og kringumstæður móður
mnar um langan tima á undan sæng—
urlegúnni. Er það yfirgripsmikið
atriði og margþætt.
Hér er ekki tilgangurinn sá að
kenna fólki yfirsetufræði. Það getur
enginn læknir igert i 'heillri bók, og
þvii síður í stuttri blaðagrein.
En þar sem eins steridur á og hér
i norðurhluta Vestur-Canada, er nauð
synlegt að veita sem flestar og not—
hæfastar leiðheiningar í 'þessu þýð-
irigiarmikla máM.
Landið er viíða strjálbyggt, fólkið
víða fátækt og langt til læknis. Þess
vegna er nauðsynfegt að vita jþau
undirstöðuatriði, sem mestu varðar.
Lað er konum Mfsnauðsyn að vita
sem mest um skynsamlega meðferð
sjálfra sín í þessu sambandi. Og í
junsum atriðum er það nauðsynlegt
að mennirnir viti það Mka.
Lað er algengt að tilvonandi mæð-
ur finna aldrei lækni að máli þessu
viðvíkjandi fyr en þær' eru orðnar
veikar — og sumar njóta jafnvel
engrar læknishjálpar, þótt þeim giangi
afar örðugt.
Þetta er hættulegt. Hver einasta
kona ætti að finna lækni, þegar ihún
er ófrísk, löngu áður en hún legst,
og láta hann skoða sig og veita þær
ráðleggingar, sem hann telur hag-
kvæmar og nauðsynlegar.
Á því er enginn efi, að margar
mæður missa Mfið fyrir þá sök að
þetta er vanrækt.
Sérstaklega ætti það aldrei að koma
fyrir, að kona láti það bregðast að
finna lækni, oig það snemma,, þegar
hún býst við að verða móðir í fyrsta
skifti, hversu langt sem hún þarf að
fara og hversu mikla fyrinhöfn sem
það kann að kosta. Víðast er heima
læknirinn svo nálægt, að þetta er vinn
andi vegur, og það má aldrci ciga sér
stað að það sé vanrækt.
Auk þess ætti alltaf að sækja lækni
þeigiar barnsiburðar er von, þegar því
verður mögulega við komið.
Hitt kemur þó oft fyrir óhjá—
kvæmilega, eins og höguni er háttað
í þessu landi, að ekki næst i lækni,
jafnvel þó til þess hafi verið ætlast.
Bæði í þeim tilfellum, og eins að því
er meðferð móðurinnar snertir um
meðig>öngutímann og sænguregutím-
ann, má gefa ýmsar leiðbeiningar
Þar sem eg ’hefi talsverða reynslu í
þessari grein — hefi setið yfir mörg
um hundruðum kvenna — vonast eg
til að leiðbeinjngtar mínar í —3
næstu köflum igieti komið að nokkru
haldi.
Sig. Júl. Jóhanhesson.
----------x-----------
Frá íslandi.
FB. í jan.
íslcndingar í París
'EB. er skrifað frá París 6. þ.m.:
“Eggert M. Laxdal hefir hér mál-
verkasýningu, sem stendur 15—22.
jan.) og sýnir um 24 málverk. Þykja
þau góð.
Ásmundur Sveinsson, myndhögg—
vari er ihér líka. Hann ihefir nýlega
gert ágæta ljósmynd, úr leir, af Egg-
ert Stefánssyni söngvara. — As—
mundur fer bráðlega til Hafnar, og
verður þar um nokkurra mánaða
skeið.
Bglgert Stefánsson söngvari hefir
verið ihér um hníð, og mun bráð-
lega sýngja hér í útvarp.”
Seyðisfirði 16. jan.
Á sameiginlegum fundi verkamanna
og verslunarmanna í gær var rætt um
akveg fyrir Fjarðarheiði. Kostnað-
anáætlun 360 þús. kr.. iSamþykktar
einróma áskoranir um fjárveitinigiu
til akvegarins, Samskopár ásikorun
væntanleg frá !>æjarstjórn.
Snjóþýngra en marga undanfarna
vetur.
Pétur Jónsson
óperusöngvari hefir verið ráðinn
til að sýmgja sem gestur á kgl. leik—
húsinu í Khöfn í næsta mánuði að-
allhlutverkið í leiknum Othella.
Hefir mikið orð verið á því gert-
ihve snildarlega Pétur fari með þaö
hlutverk. IVi merkilegt rrtegii heita
hefir Pétur aldrei verið fenginn til
að sýngja á kgl. leikhúsinu áður.
Rvík 18. jan.
Frú Steinunn Sœnmndsson
kona Bjarna Sæmundssonar fiski-
fræðings, andaðist á iheimili sínu í
gærmorgun, eftir langvinnan sjúk—
dóm. Hún var fædd 24. apríl 1872,
á Búðum á Snæfellsnesi. Foreldr—
ar hennar voru Sveinn kaupmaður
Guðmundsson og kona hans Kristín
f. Siemsen, systir Franz Siemsen
sýslumanns og Iþeirra systkína. Frú
Steinunn var mjög fríð sýnum o.j
ágætlega gefin og mjog unlhyggju-
söm móðir. Dætur þeirra hjóna eru
tvær á Mfi, Anna, B.A., kenslukona
Og Kristín, en ein dóttir þeirra er
látin,
Akureyri 18. jan.
Eyrsta sýning leikféliagsinls > á
leikritinu “Dauði Natans Ketilsonar”
eftir Elínu Hoffmann verður þann
20. Átgúst Kvaran leikur Natan.
Haraldur Bjórnsson er leikstjóri.
Svcinbjörn Sveinbjörnsso 11
Lárus Sveinsbjörnsson hefir gefið
út steinprentaða mynd, stóra og lista
vel gerða, af tónskáldinu okkar góða
Sveinbirni Sveinbjörnsyni. A Lárus
þakkir skiMð fyrir framkvæmdir á
iþessu, því að góða mynd af þessum
fræga landa vorum vantaði á margan
heimilisvegg. Myndin fæst í bóka-
verzlun Xorsteins Gislasonar og
kostar kr. 3.50.
Rvík 25. jan.
Jóhanncs Kjartansson
verkfræðingur
frá Hruna andaðist hér d bænum í
nótt eftir þunga legu. Hann var
hinn mesti efnismaður ogt hvers
manns hugljúfi.
“Jul paa Island för og nu”
heitir löng og ítarleg grein, sem
frúMangrethe Lölbner Jörgensen hef—
ir skrifað nýlega og prenta látið í
dönsku blaði.
Egils sgga Skallagrhnssonar
Ihefir komið út í haust á nýnorsku
í þýðingu eftir Leiv Hegigstad.
“Gamalnorsk bokverk” stendur á tit-
ilblaðinu. Oþarfi er að vera að
nefna Island þeirri bók viðkomandi.
Þjóðhátíðin 1930
Reykjavík 11. jan. FB.
Undirbþningsnefnd alþiingishátíðar
1930 tilkynnir:
Vakið hefir verið máls á því í
undirbúningsnefndinni, að gerður
erði á ríkiskostn. veggskjöldur (plate)
úr postulini í nægilega mörgum ein-
tökum, og hagnaðinum af sölu af
þessum grip varið upp í kostnaðinn
við hátíðahöldin. Nefndin hefir
aflað sér ýmissa skýringa er aö
iþessu máli lúta hjá beztu verksmiðjum
erlendis í þeirri grein, pg hafa þær
Iheitið nefndinni allri aðstoð um
framkvæmd á þessari hugmynd ef til
kænti, í samvinnu við þann Islenska
Mstamann* sem teikninguna gerði,
eða frumdrætti hennar. Aður en
frekara verður afráðið um málið,
óskar nefndin þess, að listamenn hér-
lendir, og aðrir, sem kynni að hug-
kvæast eitthvað got um teikninguna
í skjöldinn, vildu senda nefndinni
frumdrætti sina eða tillögur fyrir 15
mai. næstkomandi.
Fiskiveiðar Dana við Island.
I “Berlingske Tidende” er sagt frá
því, að Rolbert Schou .kaupmaður og
útgerðarmaður í Frederikshavn i
Danmörku, ætM í apríl næstk. að
senda 6 þilskip og tvo botvörpuniga
hingað til lands til fiskiveiða. A
hann sjálfur annan botnvörpunginn
og 3 þilskipanna og hefir hann haldið
þeim úti við veiðar hér við land
síðastliðin tvö ár. Að þessu sinni
er fyrirætlunin sú, að láta þilskipin
stunda kolaveiðar með snyrpinótum,
en botnvörpungarnir eiga að taka
við aflanum, láta hann i ís og flytja
síðan til Eruglands (Hull). — (Ur
tilkynningu frá sendiherra Dana).
Alfadansinn
fór fram í gærkveldi að viðstöddum
afarmikhim mannfjölda, sennilega
yfir 8000. Kl. rúml. 9 var kveikt í
viðarköstum tveimur sunnarlegta á
vellinum, stóð þar í námunda við há
sæti álfakonungs. og danspallur álf-
anna. Kom nú öll álfahirðin inn —
40 — 50 manns — i mjög smekkleg-
um búninigtim og hófst svo dansinn
Voru dansarnir mjög í líking við
norska vikivaka og dansfólkið vel
samæft. Helgi Valtýsson stjórnaði
dansinum röggsamlega; mun hann.að
mestu eða öllu leyti hafa kent dansana
og séð um æfingar á þeim. Stóðu
dansarnir nálægt klukkustund, en þá
var skotið flugeldum. Fór það nokk
uð í ólestri, því að nú var allt komið
í uppnám á vellinum, virstrengir
slitnir og fólkið komið inn á völlinn.
Dansendur sluppu þó ómeiddir úr
troðningnum og voru komnir niður í
bæ, þegur “trölDaslagrir” áhorfenda
Ihófst. Gerðust þar mörg dæmi reyk—
víkskrar háttprýði, sem ekki verður
greint frá hér, en vera má að athuig^-
að verði síðar.
(Vísir.)
----------x----------
Hitt og þetta.
Cosima Wagner
ekkja tónskáldsins mikla, Richard
Wagner, varð 90 ára síðastliðin
jóladag. Manni finnst hún í tölu
löngu liðinnar kynslóðar, enda eru
44 ár liðin síðan hún varð ekkja, og
60 ár síðan hún giftistRiohard Wag—
ner, en áður hafði hún verið gift
Hans von Bulow. Cosima Wagner
er dóttir tónskáldsins Franz Liszt
og Marie dAgoult. Hún hefir lát-
ið sér mjögt ant um að minning Wag-
ners væri höfð í heiðri, og komið
því til leiðar, að Bayreuth er enn
einskonar Mekka eða Medína allra
aðdáenda Wagners. — Gamla konan
heldur furðu vel heilsu enn þá; þó
er hún orðin alveg sjónlaus.
Stórfeldur Flugfleiðangur
Ymsir málsmetandi Ameríkuenn
af ættum norðurlandabúa hafa stof-
nað félag til [þess að hrinda í fram—
kvæmd stórkostlegri flugleiðarugtrum,
en gerðir hafi verið í heiminum
til þessa. Nefnist félag þetta "The
American Viking Aeronautical Ass_
ociation.” Fyrirtækin, sem félagið
hefir afráðið — 4 pappírnum, — eru
svo mikilfenigjeg, að flug Lindberghs
Byrds, Chamberlins og þesSháttar
manna, mega heita barnalei'kur einn
í samartburði við þau.
Félagið ætlar að gera út Bellanca-
flugvél af nýrri gerð, með 425 hest—
afla Pratt and Whitney-mótor og
fjögra .manna áhöfn, í heimsflug, og
eru sumir áfangarnir á Ieiðinni um
1600 kílómetrum lemgiri en leiðin
millt New York og Parísar. A að
leggja upp í ferðina í byrjun maí-
mánaðar, og er leiðin /þessi:
New York — de Janeiro —
Cape Town í Suður—Afríku — Bom—
bay — Mikligarður — Róm —
Stokkhólmur — Osló — Khöfn —
New York. Milli staða þeirra, sem
nefndir ihafa verið, má hvergi lenda.
Og ferðinni á að verða lokið um
1. ágúst. Foringi fararinnar heitir
Storm Archer, stýrimaður Theophilus
Wessen, leiðsögumaður George O.
Gjærlöff og loftskeytamaður Julius
Seeth. Er hinn fyrstnefndi af notiks-
um , hinn síðastnefndi af dönskum,
en 'hinir af sænskum ættum.
Til þess að safna fé til ferðarinn-
ar hefir félagið efnt til flugferða
milli bygða norðurlandabúa vestan-
hafs, og hófust þær 1. desember.
Hefir fjársöfnunin gengið svo vel,
að óhætt má telja, að naagilegt fá
fáist til fararinnar. Flugvélin á
einnig að taka póst með sér, fyrir
hærra burðargjald en venjulegt er, og
er nokkurra tekna vænst af því.
Miklar hvalvciðar
Samkvæmt lauslegri áætlun hafa
hvalaveiðar Norðmanna orðið nær
helmingi meiri síðastliðið ár en 1926,
og fara fram úr því, sem þær hafa
orðið mestar nOkkurntíma. Sam—
kvæmt skýrslum, er fram vóru kom-
nar fram að jólum, var aflinn þá
orðin 320,000 föt af hvalslýsi, en á
sama tíma árið áður var aflinn aðeins
145 þúsund föt. — Allar þær flot—
stöðvar er sunda veiðar í suðunhöf-
um, hafa aflað helmingi meira en í '
fyrra, og sumar meira. Veiðiskipin
í Rosshafinu hafa t.d. aflað 46 Iþúsund
föt, en höfðu á sama tíma 1926 ekki
fengið nema 6,300 föt.
El-sti maður heimsins
er Tyrkinn Zara Agha. Hann er
142 ára, og hefir þó verið kvæntur
6 sinnum.
Símið 45 262
og
Wood’s Coal Co., Ltd.
mun birgja yður með viði eða kolum, eftir því sem þér
þurfið, og gera það bæði fljótt og vel, hvenær sem vera
skal. — Eldiviðarbirgðir og skrifstofa við
PEMBINA HIGHWAY, við Weatherdon.
Blue
RIBBON
Þér fáið ekki altént betri vöru i
þó þér borgið meira. Heimtið i
BLUERIBBON. A öllu verði i
betra en allt annað. i
SendiS 25c til Blue Ribbon Ltd.
Winnipeg, fyrir Blu. Rlbbo*
matreibslubók til daglegrrar 1||
kunar 1 heimahúsum t VMtur-
Canada. 4
|OH
Hið nýja heimili Dominion Busi-
ness College er algerlega útbú-
ið öllu því, er þarf til að gefa
fullkomtia verzlunarkennslu.
í átjájn ár hafa verkveitend
ur í Winnipeg tekið stúdenta frá
Dominion skólanum fram yfir
aðra.
Það borgar sig að ganga á
góðan skóla.
í
í
i
|
ION |
ílegh
THE MALL — WINNIPEG =
DO
busines,
TELEPHONE 37 181
a 1
inni og úti
Mjólk fullnægir þörfu mþeirra er verða að stunda
þreytandi innivinnu, veitir þeim létta en stað-
góða næringu.
Mjólk, sem er aðalefnið í heitum drykkjum,
súpum og þess háttar, er líka þrek. og aflgjafi,
ómissandi þeim er útivinnu stunda.
VEITIÐ ÓLLUM SVÖNGUM
CITY MILK
— Náttúrunnar bezta næring — hrein, saðsöm
og gerilsneydd, yður að hættulausu, frá fiull-
komnasta og nýtízkulegasta mjólkurhúsi í
Winnipeg.
VISS VEGUR TIL BETRI HEILSU__
DREKKIÐ DAGLEGA GLAS AF CITY MILK
CITY DAIRY LIMITED
SÍMI 87 647