Heimskringla - 28.03.1928, Blaðsíða 1
XLII. ÁRGANGUR.
WINNIPEG, MAN., MIÐWKUDAGINN 28. MARZ 1928
NÚMER 26.
SOOSOOOððOSCOOOCOSCCCðOSOCeOSOSOCOCOSOOSQOSOSOOOOCOSOQ
CU14DA
PéUinwon z,
45 Hoinie 8t. _ OITT
Um ekkert or eins mikiö talað
hér um slóöir siöustu dagana, eins og
ákvörðun þá er fylkisstjórnin hefir
tekið í sambandi viö virkjun Sjö
systra fossana.
Eins og igetið hefir verið um áöur,
hefir heilmikið gengið á með þessa
fossa undanfarið. Winnipeg Electric
Company, sem er ein grein hins mikla
•orkuhrings, Power Corporation of
Canada, er bækistöð sína hefir í
Montreal, hefir lengi haft augastað á
Sjö systra fossunum til virkjunar. Um
tíma í vetur leit svo út, sem félagið
myndi fá samþykki sainbandsstjórnar
innar, eða Stewart innanníkisráðherra
til að virkja fossana. En fyrir öflug
mótmæli héðan, sérstaklega frá verka-
mannaþingmönnum á sambandsþingi
Og Manitobaþinigi, og þá sérstaklega
S. J. Farmer, fyrverandi borgarstjóra
í Winnipeg, og svo Brackens for-
sætisráðherra, úrskurðaði Mr. Stew-
art, að Manitobastjórnin skyldi hafa
forgangsrétt að virkjuninni, ef henni
léki huigtur á því. Þótti nú öllum vel
farið, þeim er hlynntir eru opinberri
virkjun, bæjar eða fylkis.
Meðan á þessu stóð, fékk Bracken-
stjórnin sérfræðing, dr. Hogg frá
Toronto, \ærkfræðing og ráðunau't
Ontariovirkjunarinnar miklu, hingað
vestur, til þess að leiðbeina stjórninni,
hvort fylkið sjálft ætti að virkja Sjö
systra fossana, eða kaupa orku þá er
fylkisvirkjunin þyrfti, um óákveðið
áraskeið hjá Winnipeg Electric félag
inu. Vonuðust þeir, er opinberri virkj
on eru hlynntir, fastlega eftir því að
fylkið eða bærinn myndi virkja foss
ana, ef til vill í sameiningu, og það
því fremur, sem Sjö systra fossarnir
«ru eina orkulindin, sem eftir er ó-
virk;juð í Winnipegfyótj. Þó lók
töluvert orð á því, að svo myndi í
pottinn búið, að Winnipeg Electric
aetti að fá fossana t sínar hendur, en
auðvitað gat sá orðrómur þvi nær
■eingöngu verið bygður á getgátum.
Þess vegna styrktust menn yfirleitt í
þeirri trú, að fyl-kisstjórnin myndi
ætla að geyma sér fossana, við það
að 13. þ. m. rétt áður en þingi var
slitið, svaraði Bracken forsætisráð-
herra i þinginu, fyrirspurn um það,
hvort nokuð væri hæft í þessum orð
róm, á þá leið, að “þetta væri orð-
rómur einn” og að “stjórnin hefði
«kki í hyggju að ákveða neitt, fyr en
skýrsla dr. Hogg væri komin henni í
hendur.” Þess meira hissa urðu
l>eir, er eftir opimberri virkjun höfðu
vonast, er Winnipeg Electric félagið
lét dagblöðunum í té, 20. þ. m., rétt
eftir þingslit, isundurliðaða skýrslu
tim það, hvernig félagið ætlaði að
"virkja fossana; en sama dag var einn
íg birt skýrsla dr. Hogg, er réði frá
opinberri virkjun Sjö systra fossanna.
og til þess að kaupa orku af Winni-
POg Electric, ef hestaflið yrði ekki
dýrara hlutfallslega, en það er í Ont-
ario, þar sem það er um $15 hestafl-
ið.
I’ótti nú auðséð hvernig fara myndi,
«nda var tilkynnt opinberlega daginn
ohir, að Manitobastjórnin hefði gert
samning við Winnipeig Electric, um
láta félaginu eftir fossana, en
kaupa af því þá orku, er fylkisvirkj-
uninni væri nauðsynleg fram yfir það
sem nú er, um 30 ára skeið. Hefir
félagið nú í hyggju að byggja $15,-
000,000 orkustöð við Sjö systra foss-
ana, og selur híestaflið samkvæmt
samningum við stjórnina, $13.80.
Þetta er að vísu ákaflega ódýr orka,
en á'hangendur fylkisvirlkjunarinnar
teija samninginn samt hið mesta ó-
happaráð, er stjórnin hefði getað
brugðist á. Standa nú yfir harðar
blaðadeilur um þetta, og er stjórninni
brugðið um að 'hafa aldrei haft annað í
hyggju er að láta fossana af hendi
við félagið. Hvað sem um það er,
og þó aldrei nema stjórnin haíi þótzt
ráða af sem beztu viti fram úr þessu,
iþá er það þó óneitanlegt, að hin
snögga ákvörðun hennar, rétt eftir
þingslit, lítur ekki vel út, og gefur
höggstað á henni, svo að hætt er við
að hana dragi töluvert. — En annars
mun nokkru nánar verða getið um
þetta mál í næsta blaði.
* * *
Frá Ottawa bárust þær fregnir nú
eftir helgina, að ýmsir sambandsþing
menn frá Manitoba, og eru þar helzt
til nefndir Dr. E. D. R. Bissett, frá
Springfield, W. J. Ward frá Dauphin
J S. McDiarmid og verkamannaþing-
mennirnir, dr. J. S. Woodsworth og A
A. Heaps frá Winnipög nyrðri, hafi
þegar mótmælt því af alefli við Hon.
Charles Stewart, að hann veiti Win-
nipeg Electric félaginu leyfi til að
virkja Sjö systra fossana, þrátt fyrir
alla samninga við Manitobastjórnina,
að minnsta kosti fyr en Winnipegbær
hafi þá ótvírætt lýst því yfir, að bær
inn kæri sig alls ekki um að virkja
fossana fyrir sig. Er talið að ef bær-
inn ákveði að leggja í virkjunina, þá
muni hann fá eirthuga stuðning allra
sambandsþingmanna frá Manitoba og
muni kröfur þeirra þá mega sín svo
mikils hjá sambandsstjórninni, að bæn
um verði veitt virkjunarleyfið, en eiigi
félaginu. En að því er helzt iná ráða
af því litla, er heyrst hefir frá borg-
arstjóranum hér, Dan McUean, þá er
ekki mikið útlit fyrir því, að hann
eða meirihluti hans í bæjarstjórninni
niuni fýsa til bæjarvinkjunar.
►
En svo er málinu komið þar eystra,
að því er síðast fréttist, að Mr. Stew
art heíir lofað Manitoteþingmönnun
um því, að taka enga ákvörðun fyr en
eftir páskaleyfi sambandsiþingsins. —
Hefir nefnd verið sett þar eystra til
þess að nota þann tíma til þess, að
fara til Winnipeg og leggja tillögur
sínar fyrir bæjarráðið. I nefndinni
eru: Dr.. theol. J. S. Woodsworth, dr.
E. D. R. Bissett, dr. J. P. Howden
og J. S. McDiarmid.
Fyrir nær hálfum mánuði sikeði
sá at'buröur við Queens háskólan, í
Kingston, Ontario, að háskólaráðið
rak 3 læknisfræðisnetnendur, er langt
vóru komnir með nám, frá háskólan-
ttin fvrir 'þá sök, að háskólaráðið
hafði bannað nentendum dansleik, er
þeir ætluðu að halda í háskólanum, og
‘gengust þá þessir þrír fyrir því, að
leigja húsnæði annarstaðar í bænum
fyrir dansleikinn, sent svo var haldin
þar. Jafnskjótt og þetta fréttist,
gengu allir háskólanemendur úr há-
skólanum og neituðu að koma fyr
en hinir þriír yrðu teknir inn skilyrð-
islaust. Hefir síðan staðið í stappi,
unz háskólaráðið sá vænlegast, nú um
helgina, að gefast upp.
Fj ær og nær.
Messa á Gitnli
A sunnudaginn kenuir (Pálma-
sunnudag) flytur séra Rögnv. Pét-
ursson messti í Satnbandskirkjunni á
Gimli, í fjarveru séra Þorgeirs Jóns
sonar, er austur fór til Toronto á
lattgardaginn var. Messan byrjar kl.
2 e. h.
Þann 28. febrúar 1928 andaðist í
Duluth, Minn., ekkjan Margrét Jó-
hannesdóttir, 69 ára að aldri. Hún
hafði lifað í Duluth í 36 ár, og læt-
ur eftir sig fjórar dætur: Kristínu
Jósepsdóttur Collins, Sunrise, Minn;
Rósu Norlín, Duluth, Minn; Guð-
rúnu Vevant McGrath, Minn; og Sig
ttrlaugu Pálsdóttur á Islandi. Sonur
hennar Páll Pálsson dó fyrir 20 ár-
um síðan. Blöðin á Islandi eru beð-
in að taka upp þessa dánarfregn.
Fyrra laugardag sneru þau hjónin
Mr. og Mrs. Edward Thorlakson
heim aftur til Medicine Hat, Alta.
Fluttu þau með sér föður Mrs. Thor-
lakson, hr. Gunnar Guðmundsson, er
þatt komu að sjá, en hann lá hér
allþunigt haldinn, eins og Heimskringla
gát um. Hjúkrunarkona, ungfrú Sig-
urðsson frá Selkirk, frændkona sjúk
lingsins fór vestur með honum, til
Iþess að hjúkra honum. Hefir Heims
kringlu borist frétt um að ferðin hafi
gengið haminigjusamlega, og að blíð-
viðrið þar vestra og loftslagsbreyt-
ingin, hafi gert sjúklingnum gott.
Vonast Heimskringla til að sjá hann
heilann á húfi aftur t Winnipeg, áð-
ur en mjög langt líður.
Hr. Brynjólfur Þorláksson, er hér
hefir dvalið síðan í janúar, að æfa
barnasöriigflokk, hefir ákveðið að
stofna til sörvgsamkoniu með flokkn.
mánudaginn 23. apríl, í fyrstu lút.
kirkju á Victor St. — Verður nánar
getið um þetta síðar, og eru menn
beðnir að gleyma ekki deginum.
Tveir menn helzt félagar, er vildu
búa í tveim samliggjandi herbergjum.
geta fengið fæði og húsnæði að 701
Victor St. Verð sanngjarnt.
Jóns Sigurðssonar félagið heldur
fund með sér mánudaginn 2. april
kl.-8 síðdegis, að heimili Mrs. P. Si-
vertson, 497 Telfer St.
Wonderland
Ein hin mesta undramynd er sýnd
hefir verið hingað til, á kvikmynda-
húsum hér í bænum, verður sýnd á
Wonderland á fimtu- föstu- og laug-
ardaginn þessa viku. Myndin heitir
“T|he Gorilla,’, eða mannapinn. Aðal
leikandi er Charles Murray og honum
til aðstoðar Mareline Day og Fred
Kelsey, hafa stæðstu hlutverkin. Alt
eru þetta nafnkunnir kvikmyndaleik-
arar. Þá verður og sýnt framhald af
hinni vinsælu mynd “Hawk of the
Hills’, (5 kapítuli). Sérstakir gam-
anleikir verða sýndir með þessum
myndum eftir hádegi á laugardatginn
til skemtunar fyrir börn og unglinga.
I næstu viku á mánudag, þriðjudag
og miðvikudaginrl 2, 3, og 4ða apríl
verður sýnd hin heimsfræga saga
Victor Hugos, “Les Miserables” (auð-
nuleysingjarnirl. Ættu enigir að sleppa
af því að horfa á hana, því hún er
sem alkunnugt er, einhver hin átak-
anlegasta og jafnfratnt hin lærdóms-
ríkasta saga, er nokkuru sinni skrifuð
verið.
Athugasemd við
<‘orðsending,,
Herra ritstjóri!
Eftir blöðuin að dæma, bæði hér
og heima, hefir H. K. L- tekist furðu
vel að hrista íslenzku þjóðina.” —
Honum hefir þá tekist meira en það
"hrista’’ SIG, og er það betra en al
mennt gerist. En svo er nú ekki víst
að mark sé takandi á kvarnaglamrinu
í landanum, ef þær eru orðnar fleiri
en í þorskkindinni! Ojæja ! ‘Tslend-
ingar viljum vér allir vera”, með
kvörnum ef svo viU verkast, og það
jafnvel þeir er finna sig nógu mikla
menn til að vera stöðugt á verði og
lemja á heiinskunni, hvar sem hún
rekur upp kollinn hjá öðrum en þeiin
sjálfum, eins og þeir vilji eiga liana
alla sjálfir. Þeir telja sig oftast góða
ísendinga líka. Svo vilja stundum
verða mistök í meðferð á mönnum og
málefnum, hjá þeim, sem vel kunna
að segja frá. Forfeður okkar dæmdu
Gretti i útlegð úr landi fyrir afbrot,
len hann þrjózkaðist við að hlýða
lögum, og þvi reyndu menn að hafa
hendur í hári hans. Og það var
Öngull sem sveikst að Gretti í sárum
og vann á honum níðingsverk, sem
fjöldi þjóðarinnar kunni honum ó-
þökk fyrir. Forfeður okkar allir
skulu þvi dæmast fyrir meðferðina á
Gretti! Eins skulu nútíma Islendingar
dæmast fyrir vanrækslu við sína lista
menn, sbr. B. Guðmundsson o. fl.!
“Já, sannarlega ættu þeir ekki að i
verða eftirbátar forfeðranna, sem
igerðu Gretti útlægan, eltu hann og
drápu. Það er ekki ofsögum sagt, að
“miklir menn erum við Hrólfur
minn”.
Arborg 25. marz 1928.
S. E. Björnsson.
15. þ.m. vóru gefin saman í hjóna-
band af séra Jónasi A. Sigurðssyni
ií Selkirk, ungfrú Vera Valdís Ander-
son og I. Carl Ingimundson.
Dafoe, Sask.,
Maroh 20, 1928.
The Viking Press:
Kæru herrar:
Hundrað punda seldi ég svín,
Sex dalina taldi hann mér.
Sex dalina sendi nú hér,
Svo að Kringla verði mín.
Samlagið nú svínin fær
“Selects” fleiri verða þá.
Hreifa því Kringla hróðug má,
Henni er velferð bóndans kær.
Vinsamlegast,
J. A. Reykdal,
Dafoe, Sask.
Dorcasfélagið efnir til 3 þátta leik-
samkomu á mánudags og þriðjudags-
kvöldið 9. og 10. apríl, í Goodtempl-
aralhúsinu. Leikið verður “The Man-
acled Man”. Félagið er orðið svo
vel þekkt fyrir ágætlega skemtilegar
leiksamkomur, að áreiðanega er hér
völ á afbragðs skemtun. Verður nán
ar auglýst síðar.
“Young Girls’ Club” frá Fyrstu lút.
kirkju á Victor St., heldur Silver Tea
í samkomusal kirkjunnar föstudags-
kvöldið 30. marz n.k. kl. 8 síðdegis.
Sitthvað verður til skemtunar. —
Verður vonandi fjölmennt, því ágóð
inn gengur til djáknanefndarinnar, til
líknarstarfsemi.
Göngu-Hrólfur
Flutt á FrónSmóti 22. febr. 1928.
Vera hátt upp hafinn,
Þegar Hrólfur k>-ssti fót,
virtist Karl, hinn heimski, kafinn
o’n í katólskt nista-blót.
Sýnast hátt upp hafinn,
allri helgri fordild vafinn,
hugði Karl, í skrúð upp skafinn,
sinni skynsemd vistarbót.
Hvetja gull-iglókenvbdir
litt í gólf snjallan Hrólf.
Kjósa beinserks hranahremmdir,
fyrir Hrólf, Karli gólf.
Standa garpar gullinkembdir,
minnugt glampa stálafremdir,
eins oig naktar geiranefndir
kringum Noregs Gönguhrólf.
“Tel ei mig þér meiri:
vil jafn mikið ríki og þú”;
var við föður hans og fleiri
sagt í formannslundar trú.
“Tel ég mig neitt meiri,
en ég met ei neinn sem eiri,
eins og kálfur, hýddur keyri,
áfram kjósa sama’ og nú.”
Sindrar táp Tý-hvatast
kappa tólf, glæst um Hrólf.
Láta aldrei sæmdir atast
Hróðurólf, Gönguhrólf.
Skal á ríki röskur batast,
— ekki ræsisiblóðið atast, —
þykja gildi víkings glatast
ef að glæsinn missi Hiólf.
Hafði tollvætt taflsins,
slyngri trú í hárri Róm,
sogast umboðsmennska aflsins,
jafnt í aðli’ og ljónsins klóm.
Helgri hollvætt taflsins
felst í hyljum dýpsta skaflsins
þrotlaus uppgrip manntaksaflsins
í öll andans dýrstu blóm.
-Lætur Krists lið klingja,
sérhvern kólf lofa Hrólf;
ætlar hrörum heimi yngja
vaskan Hrólf, Gönguhrólf.
Lætur kristni hvellan hringja,
svo sem hildiibrandar klingja,
hyggjast véltan vílhjálm kringja
eftir vikinn gönguhrólf.
Fylgi beinserk bagi
er það bót, sú hrólfalund
geymir norðurhjarans hagi
enn um hundrað alda stund.
Fylgir beinserk bagi;
gólfsins biðst hinn lotaþægi.
Styrkir sjálfsvirðingaragi,
hundrað aldir, tamda mund.
Frægjum hóls sannhreimi
mikla Hrólf, Gönguhrólf.
Kjósum höfuð hjartans dreymi
dýpstu hólf, dýrstu hólf.
Jafnvel heimsborgarans hreimi
læzt sitt hæzta fagurdreymi,
kónga æðsta ætt á sveimi
miðist öll við Gönguhrólf.
Hróðólfs, norrænst nafna,
enn þá nemur fyllstan munn.
Megi ætt því undir kafna,
Þá fær engan slíkan grunn.
Allra norrænst nafna,
þessi neisti dreyrasafna,
sá sem ættir aldrei hafna,
— meta eðli igieislabrunn.
Léti hrauktign heykt sig
undir Hrólf, Gönguhrólf,
sem fékk hót ei minsta hneigt sig,
spyrst um Hrólf, Noregs Hrólf.
Að fá gljáheimsgeislun teygt sig,
ekki geta tízku beygt sig,
eða varningsvíxlun leigt sig,
elur víking gönguhrólf.
J. P. S.
:
«