Heimskringla - 28.03.1928, Blaðsíða 5
WINNIPEG 28. MARZ 1928
HEIMSKRINGLA
6. BLAÐSIÐA
ÞJER SEM NOTIÐ
TIMBUR
KAUPIÐ A F
The Empire Sash and Door
COMPANY LIMITED
BirgSir: Henry Ave. East Phone: 26 356
Skrifstofa: 5. Cólfi, Bank of Hamilton
VERÐ GÆÐI ÁNÆGJA.
sælir, og fyrirlitnir af ölluni betri
mönnum.
Uppeldiö var mest i því fólgiö, aö
venja unglinga við allskonar hreysti
Og líkamsæfingar. Menntuninn var
sú, að kunna kvæ ðiog sögur, er lýstu
hraustum og göfugum mönnum, sem
vert væri að taka til fyrirmyndar.
Par næst að gefa ungum mönnum kost
a að ferðast til annara landa, og kynn-
ast háttum stórmenna. Það var há-
skólamentun þeirra tíma. — Að sú
oientun var ekki einskis virði, sést
1>est á kvæðum þeim er til eru frá
fomöld, og sem talin eru snildar
verk af öllum sann-mentuðum mönn-
um enn i dag. Afleiðingin varð sú,
að forfeður okkar eru nú taldir að
vera mesta menningarþjóð Norður-
landa, um það leyti sem kristni kom
a Norðurlönd. —
I hvað skóla læra nútiðarnienn og
hverjar eru afleiðingarnar ?
Nóg eru tækifærin til að læra og
roarjgt má læra nú á dögum sem ekki
þekktist í fornöld. En um það má
segja eins og Sig. Breiðfjörð kvað:
“Sumt var gaman,
sumt var þarft, —
sumt vér ekki um tölum. -
t*að er fjarri mér að lasta hina
margbrotnu og víðtæku mentun þess-
ara tíma. Maður skyldi ætla að hún
gerði menn að betri og göfugri mönn-
Urn, en hin takmarkaða mentun forn-
manna. En því er miður að svo er
«kki. Að sönnu er nú margt bannað
n>eð lögum sem áður var leyft, og
nuklu strangari reglur settar fyrir
t>reytni manna en áður var. En lög-
unum er ver hlýtt en áður, Oig ótal
krókavegir notaðir til að fara í kring-
l,m þau. Drenglyndi er. að litlu met-
'®> hjá flestum, en undirferli og svik
eru vænlegri til að komast til vegs
°g valda. Það virðist að vera sér-
stok visindaigrein nú á dögum, að
fara kringum lögin. Auðmannavald-
>ð er nú komið í stað einveldisins, og
það hefir i flestum tilfellum lög og
rett i hendi sér. -Stjórnarskipunin
VirÖist viða frjálsleg á pappírnum, en
reynist hlutdræg og ófrjálsleg í
framkvæmdinni. Forfeður okkar
toku fé af mönnum með ofríki opin-
I>erlega. Nú eru menn féflettir leyni-
^ega bak við lögin.
•
f*etta kann nú að þykja nokkuð
tfjúpt tekið í árina, en satt er það,
þv> er miður. Drenglyndið er að
falla úr gildi, en undirferli að aukast
sama skapi. Við erum að verða
þraslar auðvaldsins.
^ð visu verður þetta nýja þræla-
hald talsvert fágaðra en á fyrri dög-
Uni' Menn ganga ekki með járn-
bring um hálsinn og verða ekki seldir
á uppboðum. En Við. verSPm 'að
lúta boði og banni auðvaldsins, og
sætta okkur við að láta það taka allan
arðinn af vinnu okkar. Það skanrtar
okkur aðeins úr hnefa svo við get-
um lifað til að vinna fyrir það. Allur
iðnaður, öll verzlun og öll framleiðs-
la, verður að ganga gegnum greipar
auðfélaganna. Arlega styrkjast hringar
þeirra og samtök svo litlu munar nú
að þau séu einráð með verð á allri
vöru. Samkeppni i verzlun er alveg
að hverfa, því auðfélögin drepa allt
slíkt niður. Ef einhver einstaklingur
fer að keppa við þau, þá er ekki ann-
að um að gera, en annaðhvort að
kaupa hann út, eða koma honum fyr-
ir ka-ttarnef með vélum eða ofríki.
I’essu til sönnunar mætti nefna ótal
dæmi, en ég ætla aðeins að minnast
á tvö:
Fyrir tveim árum gerðu stórkaup-
menn þeir er timbur selja í Canada,
samtök með sér að selja allan unninn
I
við á sama verði. Þeir sömdu svo |
við allar stærri sögitnarmillur um að
selja engum tinvbur, sem ekki væri
í félaginu. Með þessu laigi hafa þeir
ótakmarkað einveldi yfir þessari vöru-
tegund. Aður gátu einstakir menn
og smákaupmenn keypt timbur i vagn
hlössum með járnbrau-t vestan frá
hafi, og höfðu stóran hag af því.. Nú
er það ómögulegt.
I fyrra myndaðist nokkurskonar
kaupfélag í New York. Markmið
þess var að kaupa fisk af fiskimönn-
um hér án þess að hafa nokkra milli-
liði. Þetta leit vel út og fiskimenn
hugðu gott til. En þegar til fram-
kvæmdanna kom, fór sá félagsskapur
út um þúfur. Fiskikaupmenn suður-
frá höfðu allir slegið sér saman, og
myndað hring, 'og náð í sínar hendur
öllum fiskikaupum. Síðan eru þeir
auð ’itað einráðir með verðið. Eng-
I in samkeppni kemst að. Verð á fiski
er lágt í ár, og má búast við að það
fari lækkandi. Það verður séð um
að fiskimenn hafi aðeins lifvænlega
atvinnu af fiskiveiðum, og ekki ó
líklegt að svo fari að það borgi sig
ekki fyrir einstaklinga að eiga út-
gjörð. Þá fá þeir aðeins fyrir náð
að vinna við fiskiveiðar, en auðfél-
ögin eiga alla útgjörðina, og hafa
allan arðinn af veiöinni. — Þetta er
viðkvæmt mál fyrir okkur Islendinga,
því eins og kunnugt er, eru fiski-
veiðar annar aðal atvinnuvegur okk-
ar, sem við vötnin búum. Fiskiveið-
ar eru lítið stundaðar af öðrum en
okkur svo kalla má að þarna eigurn
við einir hlut að máli. Hér er þvi'
ekki við aðra að metast. Annaðhvort
verðuni við að hefjast handa nú þegar,
eða láta reka á reiðanum, o.g taka
því sem að höndum ber.
Hra. Kristinn Pétursson er sá eini
sem hefir vakið máls á þessu í blöð-
ununi. Hann hefir bent á að eini
vegurinn til að afstýra vandræðum
þessum væri að fiskimenn mynduðu
öflugan félagsskap, samvinnufél. sem
annaðist um sölu á öllum fiski héð-
an frá vötnunum. Það eru orð i
tíma töluð en þó helzt of seint. Við
hefðum átt að vera búnir að því fyrir
nokkrum árum. Þá var -hægra við
að eiga, áður en kaupmenn mynduðu
samtökin.
Eg hef fært þetta í tal við nokkra
fiskimenn. Allir játa að slík sam-
tök væru nauðsynleg; en vantraustið
og tortryggnin er svo rik hjá flestum
að þeir telja allt ómögulegt í þá átt.
Það er eins og flestir gangi að þvi
vísit nú á dögum, að engum sé treyst-
andi; að allir tnuni svíkja, og nota
sér tiltrú annara ti! að auðga sjálfa
sig.
Er það virkilega að við séum svo
djúpt fallnir, að þessi hugsunarhátt-
ur sé orðimt mestu ráðaridi ? Hvað
er þá orðið um okkar íslenzka dreng-
sé. Hvar eru þá ávextir menntun-
lyndi ? Eg vil ekki trúa því að svo
ar og siðfræðiskenningu þessara
tima? Eg veit að það þarf gætna,
stöðuglynda og vandaða nienn til að
standa fyrir slíkum félagsskap. Þar
mundi þurfa að vinna milli tveggja
elda. Á aðra hliðina auðfélögin,
sem ekkert myndu spara til að sundra
og eyðilergja; en á hina hliðina tor-
trvggni og einræningsskapur félags-
manna. En hvorugt ætti að vera ó-
sigrandi. Samvinnufélög ertt nú
stofnuð víðsvegar um allan heim.
Mörg þeirra hafa náð góðuni þroska,
og unnið ómetanlegt 'gagn; og öll hafa
þau átt við Iíka örðugleika að stríða
eins og við. Því ætti okkur að farn-
ast ver ? Þetta er ekki einungis
stórt peningaspursmál fyrir okkur;
það er líka metnaðarmál fyrir þjóð-
flokkinn okkar. Hér erum við einir
um hituna, og þurfum ekki að óttast
mótblástur eða öfund frá öðrum
þjóðflokkum. Nú er tækifæri til að
sýna hvað við getum. Við megum
ekki láta það sannast að islenzkt
drenglyndi sé svo úr gildi gengið.
að ekki sé hægt að fá menn sem
treystandi sé fyrir almennum félags-
skap.
Nú er aðeins um tvennt að tefla:
Eigum við að vera samtaka Og hrista
af okkur okið, áður en það er spennt
að hálsi okkar? Eða eigum við að
rétta fram hálsinn, og taka okið, og
bera það, með "kristilegri þolin-
mæði ?” Þá eruni við ver farnir en
þrælarnif hjá forfeðrum okkar. Þeir
vörðust meðan þeir gátu.
GUÐM. JÖNSSON.
----------x----------
Tilkynning
Mcð því að það cr eingöngu þjó(>-
rœk’aisatriði, hvort taka beri ómerki-
lcgar rcyfarasögur -um ...,uþplog<na
galdramcnn í Asíu, fram yfir þann
ritltöfund, sem farið hefir í gegowm
dýpstn og alvarlcgasta lífsreynsln
WHITE SEAL
Þú getur alitaf verið viss um hinn óviðjafnanlega smekk
WHITE SEAL, þegar hann berst þér í krystalskærri
flösku, er ber WHITE SEAL MIÐANN.
FÆST Á LOGGILTUM SÖLUSTÖÐUM
1 ÚTSÖLUBÚÐUM STJÓRNARINNAR
EÐA FLUTTUR HlEIM TIL LEYFISHAFA
EF SÍMAÐ ER TIL ÖLGERÐARHÚSSINS
81178
81179
BEER
Yíst er þaÖ raunur!
þcirm, sem nú rita á íslcnsku, — þá
tilkynnist hér með, að cg hcf ekki
nógu mikinn áhuga á þjóðrœkmsmál-
um til þess að standa í deilum við
Vestur-1slendinga um þau, — né út-
hrópa gamla vini m'ma, scm laiid-
ráðamcnn gctgnvart islcnzkri irien'n-
ingu.
St. í San Francisco 29. febr. 1928.
Halldór Kiljan Laxness.
X
Heimskringla hefir verið beðin að
flytja fyrirspurn, um konu Iþlá ler
myndin er af, sem hér fylgir með.
Mun hún eiga heinia á Islandi, sé hún
á lífi. Hún heitir Sigurlaug Páls-
dóttir, en foreldrar hennar hétu Páll
Pálsson og Margrét Jóhannesdóttir.
Er dánarfregn Mar.grétar á öðrum
stað hér í blaðinu. Páll Pálsson er
sagður að hafa drukknað heima á Is-
landi fyrir rúmum 40 árum síðan.
Mun þar, eftir því sem vér höfum
getað komist næst, nokkurnveginn á-
reiðanlega vera að ræða um Pál Páls
son frá Bakka á Skagaströnd í Húna-
vatnssýslu, er fórst i mannskaða-
veðrinu miíkla á Húnaflóa, 3. janúar
1887. — Skyldu einhverjir heima á
Islandi vita um konu þessa, eru þeir
'beðnir að koma þeirri vitneskju til
Mrs. Kristinar Collins, Box 45, Sun-
rise, Minnesota, U. S. A. Væri vel
gert ef íslenzku blöðin vildu flytja
þessa fyrirspurn.
----x-----
Samstæður
(Visna flokkur þessi barst mér fyr-
ir skömmu frá gömlum kunningja er
býr vestur í landi. Gerir hann sér
það til gamans i einverunni, að mæla
“tvíræð orð nokkur,” til þeirra sem
ófirtnir eru. En með þvi að höf.
gaf leyfi til að sýna mætti fleirum,
kom niér til hugar að Ijá “Hkr.” þær
ef lesendur hennar hefðu gaman af
að fara með þær. — R. P.)
Örlaga vcfur
Margt er stígið skemdar skref,
I skuldarverksmiðjunum.
Eg hefi rakið vonar-vef
og villst í haföldunum.
Vor
Sólarbrosi fagnar fold,
Frost úr mosa bræðist,
Vorið losar maðk úr mold
Mörkin flosi klæðist.
Fiskimað ur
Besta fisk úr bárulaut,
Bjóst ég við að draga;
En illt og gott í einum graut,
F,ftir tímans straumi flaut.
Lífið alt varð eins og lygasaga.
Eg hcld mínu
Gózið sem ærir gróðanienn,
Getur fallið i verði;
Eg hafði ekkert og hef það enn
og höfuðstólinn ei skerði.
Lœrdómsleit
Eftir' því sem lærdóms leit,
Leysir igátur fleiri;
Ösköpin sem enginn veit
■ Altaf verða mej.ri.
BlcSsun
A hans tigu er engin hrukka,
Allar messur sækir hann.
Bæði hyggni og hundalukka,
Hafa blessað þenna mann.
Samvizkan karin að dansa.
Samvizkan kreistir og kremur
og kúgar, hinn ráðvanda mann.
Við þrælniennið sáttmála seniur,
og sýngur og dansar við hann.
Til Halldórs Kiljan
Laxness.
Þú einfara skáldsál, með galla og gæði,
þú gluggana opnar, svo sárt okkur næði.
En vaninn og hefðin og viðurkenning
vittu, að er okkar heilaga þrenning.
Nú hamast þeir að þér með höggum og fári,
og hyggja að koma á þig ólífssári.
Ef sannleikans stormur við gluggana gnauðar
glöitun er búin og sálirnar dauðar.
I
Hvað veldur? Þeir sjá ekki sýnimar þínar;
JÞeir sakna þess hitinn í stofumni dvinar;
því betra er við arinn sinn bita að taka,
en bíða sem nátthrafn við gluggann og vaka.
Þér finnst ekki samtíðin fimm senta virði,
og framförin andanum kvalaþung byrði.
Og guðstrúin synd, í því gerfi sem ber hún
og gengin að knjám án vinninga er hún.
Þú bara ert að aldri, og á brotsjóa ræður,
ef þú brautinni heldur. þá verðurðu skæiður.
En köld mun þér förin og krossfesting búin,
og kóróna úr þyraum að höfði þér snúin.
Jeg veit ei hvort gott eða ilt er að eiga
andans menn líka þér — skái þeirra að teiga.
í himinveig skálda oft áfengt er eitur —
og eldurinn byltinga sjóðandi heitur.
En hugsjóna stærðin huga minn togar,
hátt upp á tindinum eldurinn logar.
Við birtu hans greini ég gjörspilling alla,
gleypi’ hana eldurinn lúðrarnir gjalla.
Og eldurinn þýtur og ofan sér rennir.
Illgresi og hveiti hann jafnhliða brennir,
Þó sín fái gjöldin það seka og versta,
sárt er að missa það fegursta og bezta.
Þú djarflega fram fyrir fylkingar gengur.
Jeg færi þér þökk mína norræni drengur!
Því þú ert svo ólíkur öllum hinum:
uppsköfnum, margtömdum samtíðar-vinum.
S. frá Kaldbak.
scoosoBOooBoccosoeoGosososoososcocoooBoosososcocooccoí
FíngTarim.
Nautnag-lóÖin glæöist hlý
Glatast drengja timi;
Stúlkur kunna eitthvaS í
Astar fimgrarími.
—Leirfótur.
Mí^SSÖ^SOÖSOeOOSCOOOOOOöOSOOOOSOOOOOOOOOOOOOCOOÍOBOO:
Fullkomin
Kennsla
“DOMINION” Nemendur vinna einn Canadískan meist-
aratitil og fjóra Manitoba meistaratitla.
I vélritunarsamkeppninni f.yrir Manitoba, er haldin
var i Manitoba Háskólanum, laugardaginn 24. mlarz,
1928 unnu nemendur frá Dominion Business College
fjóra Manitoba meistaratitla og einn ríkismeistaratitil.
Noviee Speed Meistaratitilinn
Novice. Accuracy Meistaratitilmn
Intermediate Speed Meistaratitilinn
Intermediate Accuracy Meistaratitilinn
og
Canadian Intermediate Accuracy Meistaratitilinn
* Byrjendasamkeppniri er opin öllum nemendum, sem
byrjuÖu nám eftir 1. ágúst, 1927. Intermediate sam-
keppnin er opin öllum nemendum, er hófu nám sitt eftir
1. ágúst, 1926.
Völ var á fjórum Meistaratitlum fyrir
kenslu hafa notið síðan 1. Ágúst 1926.
nemendur, er
DOMINION NEMENDUR UNNU ÞÁ ALLA
Nýtt Námsskeið mánudaginn 2. apríl
Sími
37-181
ÐOl
business,
s •
Sími
37-181
The Mall — Winnipeg.
SKÓLI EINSTAKLINGSFRÆÐSLUNNAR
ÍÖCCOOOOOQCCCOQOSOOOOOOOSGQCCOOCOCO&OCOOC<