Heimskringla - 18.04.1928, Blaðsíða 6

Heimskringla - 18.04.1928, Blaðsíða 6
6. BLAÐSÍÐA flBlMSKRl N G L. a WINNIPEG 18. APRÍL 1928 Fjársjóða- hellrarnir. Séra Magnús J. Skaptason, þýddi. Þegar við komum inn í musteri þetta, þá vórum við fullir lotningar og ótta, og þegar skó- hljóðið af fótataki voru bergmálaði í hvelfing- unni, þá fanst okkur sem við værum að vanhelga það. Við sáurn þar tröllvaxnar myndastyttur af dánum keisurum, prestum, stjórnendum, kon- ungum. Þeir litu grettnir til vor og sátu þeir í hátíðarskrúða, þegar við gengum þar framhjá þeim á leiðinni til Valhallar. Og þar sáum við á rúmgóðum stað, þar sem hinir minni, eður óæðri guðir vóru, mynd af guði einum sem við seitluðum Vera Icopan. æðsta guð Maya-þjóð- flokksins. Á stóipi einum sem var 20 feta hár og 40 fet á hvem kant sat mynd eða líknesk konungsins. Hann sat þar krosslögðum fótum og var mjög alvarlegur, og sólargeislarnir, sem stöfuðu af kórónu hans, vóru full 80 fet fyri: ofan höfuð vor. Hann horfði til okkar og í hinu hátíðlega tilliti var sem sameinaðir væru leyndardómar aldanna vizku, og alvara, og guð- dómur. Hann sat þar undir hinu hringmynd- aða opi, þar sem sólin skein niður. Og oss fannst vér standa þar frammi fyrir hinum lifandi guði. Og vórum vér stund, sem þrumu lostnir. En þá var sem Morgano læknir gæti ekki haldið forvitni sinni á skefjum lengur, hann stökk fram og upp á pall einn, líkan prédikunarstól, þar sem seðstu prestar Mayaþjóðarinnar vóru vanir að standa þegar þeir tilkyntu henni nýtt lagboð, Og ég sá að hanrí var að reyna að lesa rúnastúf einn, og snéri hann að okkur 'bakinu, en lyfti upp báðum höndunum eins og hann vildi ná í snaga, til að iyfta sér upp á, svo að hann gæti séð betur. Og hann var rétt að ná haldi þessu þegar við heyrðum voðalegt óp, eins og maður einihver væri í dauðans ótta; og sáum við þá að Ixtual hafði kastað sér niður á steingólfið, og skreið þar á gólfinu og hljóðaði, og bað um fyrirgefningu. Hljóðin og veinin í Ixtual höfðu þau áhrif á mig. að ég varð rólegri. Eg hljóp til hans og lyfti honum upp, því ég hélt að hann "væri að verða vitlaus, og svo kom Wardrop til mín og tók í hinn handlegginn á honum og lyfti honum upp, þv( að honum fór að lítast illa á þetta. , 1 j, “Hættu þessu! hættu Ixtual,” hrópaði hann svo hátt að drundi undir í allri byggingunni. “Vertu ekki að gera þig að flóni.” Og svo lyfti hann honum upp og hristi hann, rétt eins og rottu'hundur hristir rottu. En svo lagði hann hann niður, beygði sig yfir hann og sagði ofur rólega: ‘ Við skulum bera hann út. Það hefir liðið yfir hann. Hjálpaðu okkur Halliwell! Þetta dugar ekki!” Eg hraðaði mér nú til hans, og bárum við Indíánann út á svalirnar, og heltum þar ofan í hann brennivíni þangað til hann lifnaði við; en hann var magnlaus og hallaði höfðinu upp að brjósti rnínu. Og inn í musterið kom hann aldrei eftir þetta; og eins var um þá Beni Hassan, Az- dul og Juan. Það var aldrei mögulegt að fá þá til þess að koma inn fyrir dyr musterisins, hvað sem í boði var, eða hvernig sem við reyndum það. 9 KAPÍTULI. Doktor Morgano stóð þar með hendur kross- lagðar á brjósti, og var það annaðhvort að hon- um leiddist mikið, eða hann var að hugsa um einhverja forna ráðgátu í guðsdýrkun sinni. En Ixtual viútist komast snögglega til sjálfs sín, því að hann kraup allt í einu á kné fyrir dokt- ornum og beygði höfuðið til jarðar þangað til höfuðið snerti steinlagða strætið. Fornfræðing- urinn sagði þá nokkur orð á Mayatungu, en sá þó fljótlega að hann varð að mýkja úr þessu, svo að Ixtual gengi ekki af vitinu, og beygði sig nið- ur og hjálpaði honum mjúklega á fætur. Svo ávarpaði hann Ixtual þýðlega og mælti á spánskri tungu: “Eg held að það sé best að þú og Arabinn og Juan farið aftur til flekans, og sækið matvæli okkar sem þar eru, og komið með þau hingað í ytri hringinn, og skulum við þar hafa aðsetur okkar. Gleymdu guðunum sonur sæll; þeir fyr- irgefa þér ef þú ert sjálfur sannfærður um að þú hafir breytt illa við þá. Þeir eru miskunn- samir, annars væru þeir ekki guðir. Farðu nú. Við komum á eftir.” Þetta friðaði Ixtual, svo að hann náði sér aftur, og hraðaði hann sér burtu með þeim Benny og Juan. Benny var hraðgengur, og stikaði stórum, eins og hann væri klæddur möttli og kápu hinni víðu, sem tíðkast á eyðimörkinni. Juan var að krossa sig og ég held að hann hafi verið að lesa bænir sínar. En Ixtual leit aldrei aftur. “Hann er orðinn ruglaður Indíáninn,” sagði læknirinn. Eg gat ekki hugsað mér að hann færi að gera aðra eins vitleysu, — en ég býst við — ” “Þetta fjandans skurðgoð leit út eins og þaö væri lifandi, en það hefir verið einhver brella þeirra,” sagöi þá Wardrop, og var ófrýnn að sjá. “Brella?” sögðum tið þá báðir, læknirinn og ég, og leit svo út sem við værum alveg hissa á þessu. “Já, brella! Tókuð þið ekki eftir því hvern- ig líkneskið opnaði augun og starði framan i okkúr? Það veit hamingjan! Það var ekki fagurt tillit að sjá í augun, sem eins og ætluðu að nísta okkur í sundur.” “Þú ert þó ekki orðinn vitskertur líka?’ sagði ég. “Eða hvað eruð þið að tala um? Bul eitt?” “Ekkert bull! Ef að hvorugur ykkar. þi og læknirinn sáuð ekki sindra úr augunum, þá hljótið þið að hafa verið að horfa eitthvað ú í loftið. Eg get sagt ykkur það, því að ég sá það. Það leit ekki svo út sem þau hefðu opn ast, heldur urðu þau lifandi allt í einu, og mátti sjá á þeim, að gamli maðurinn var bálreiður út af einhverju.” “Við verðum að rannsaka þetta betur,” sagði læknirinn, og snéri sér við, og lá við að hann færi á hlaupi inn í innra herbergið. Við stóðum þarna og horfðum á myndina stundarkorn, en gátum ekki séð neitt óvanalegt við hana, nema það að hún var fyrirtaks vel gerð. “Þú getur nú séð það Wardrop,” sagði ég í spaugi, “augu myndarinnar eru alveg eins og þegar við sáum hana fyrst.” En það var eins og hann væri ekki ánægður með þetta, og tók hann gleraugað úr vasa sín- um, þurkaði og fægði það vandlega, brá því svo upp að auga sér, og horfði vandlega á myndina. Svo gekk hann til hliðar nokkur skref, til þess að vita hvort það breytti nokkru, gekk svo til hinnar hliðarinnar, og svo aftur á bak, og síðan áfram aftur. “Nei, ég þori að sverja það, að þetta var engin missýning; ég sá það svo greinilega, og ætlaði rétt að fara að tala, þegar Ixtual tók ti! og ætlaði að ærast. “Þú stóðst einmitt þarna, sem þú stendur nú.” ‘Eg stóð hérna.” En læknirinn var rétt að fara á stað. — “En bíddu nú við; ég held ég sjái nú hvernig það allt saman gekk til.” Hann hló við og æpti seinustu orðin. “Læknir góduí:” sagði hann. “Viltu nú reyna að gera alveg hið sama og þú gerðir áður, — ef þú getur munað hvað það var.” Hann drap nú fyrst titlinga, eins og hann væri að hugsa sig um, strauk sér um hökuna og sagði svo: “Ójá, ég man þaö nú, að ég vildi kom- ast þangað, sem ég gseti lesið töfluna yfir alt- arinu. Eg gat ekki séð hana þarna, sem ég fstóð. Eg varð að vita um þetta. Hvort augun jí myndinni skinu eða skinu ekki, var ekki mikils virði, en töfluna varð ég að sjá. Vísindalega gat það verið mikils virði. Hver veit, vinir mín- ir, nema þar sé fólginn lykillinn að þessari fornu gúðsdýrkun. Við skulum láta rannsóknina á ofsjónunum bíða, en ég ætla að halda áfram með þetta mikilsveröa starf mitt.” Og nú snéri hann sér frá okkur og færði sig nær myndinni. Eg ætlaði að fara að svara honum í háði, en Wardrop gaf mér bendingu, sem fornfr æðingurinn tók ekki eftir. Læknirinn virtist nú vera algjörlega búinn að gleyma okk- ur, og klifraði aftur upp í prédikunarstólinn, og þegar þar kom, þá sá hann, að taflan var of hátt uppi til þess að hann gæti lesið hana. Hann gekk því lengra fram, og lyfti upp höndunum til þess að ná í snaga, sem hann gæti lyft sér upp á. Og þá var það, að ég í fyrsta sinni sá aug- un í myndinni sindra af reiði. Eg skal játa það að ég varð hræddur við það, og eins hafa þeir hlotið að verða hræddir, sem hjátrúarfyllri vóru en ég, er þeir sáu það. “Bíddu við! statitu kyr þar sem þú ert,” hrópaði nú Wardrop, með þrumandi röddu. Stattu grafkyr þama, og hreyfðu þig ekki fyrri en ég get komist upp til þín!” Hann hljóp nú þangað og klifraðist upp til læknisins, beygði sig niður og dró krítarstryk þar sem fætur ljæknisins vóru. ‘“Horfðu nú vandlega á myndina Halliwell,” hrópaði hann til mín. En ég hlýddi honum og hafði augun stöðugt á henni og ljósunum þar uppi. “Kondu nú hingað læknir góður,” heyrði ég Wardrop segja, og heyrði ég nú einhverjar hreyf- ingar — en augu myndarinnar vóru nú glampa- laus og fjörlaus, eins og hún væri að hugsa um löngu liðna tíma. “Það er enginn glampi í augunum,” sagði ég. “Þú hafði rétt fyrir þér Wardrop, þetta er ekkert nema hrekkjabragð eitthvert.” “Vissulega hafði ég rétt fyrir mér,” sagði nú tröllið Wardrop. “Líttu nú á aftur. Eg get látið það vinna aftur.” Og nú gekk hann þangað og steig fótunum í sporin, sem hann hafði mark- að, og þá undireins skein og sindraði ljósið í augum myndarinnar. “En hver fóturinn er það?” Við skulum nú sjá,” kallaði hann, og stóð fyrst á öðrum fæti, og svo á hinum, og varð hann þess þá vísari, að hann þurfti að standa á tveimur blettum, en óafvitandi hafði hann staðið á þeim báðum í fyrstu, og þá hafði þetta getað unnið. “En kondu nú upp hingað og stattu á þeim, svo að ég geti litast hér um,” kallaði Wardrop til mín. Eg gerði það, en læknirinn (Morgano) hirti ekkert um rannsókn okkar, en klifraðist upp til þess að geta lesið það sem á töflunni stóð, og kallaði hann nú til okkar: “Taflan segir, að þetta sé guðinn Icopan, æðstur guð Mayaþjóð- arinnar. Hann er æðstur allra guða, og hann er guð sólarinnar. Og þetta er í fyrsta sinni sem menn af hinum mentuðu þjóðum hafa feng- ið nokkuö um hann að vita. Við höfum gert hér hina rnestu uppgötvun, sem nokkumtíma hefir gerð veriö í mörg hundruð eða þúsund ár.” “Eg býst við því,” sagði nú Wardrop, “að þegar þeir liöfðu eitthvað að segja fólkinu, eða þegar hinn feiti, garnli guð þeirra, var reiður út af einhverju sem þeir höfðu gert, — þá hafi yf- irpresturinn látið þá koma hingað, — og svo þrýst á rétta hnappinn. Og það hefir vissulega haft mikil áhrif á þá. Þeir hafa allir orðið dauð- hræddir. Eg er hárviss um það.” “Hvaða vit er í því?” hrópaði nú læknirinn (Morgano) að tala til grasasna eins og þið er- uð?” og sló nú báðum höndunum út í loftið. “Hér er ég, dr. Páll Morgano. hinn mesti uppgötvun- armaður aldarinnar. Víðkunnur um allan hin mentaða heim, hér er ég að reyna að fr;æða hugs. unarlitla, vitgrunna mannræfla, sem fundið hafa hér barnaglingur, sem haft hefir verið til þess að leika sér við það.” Nú fórum við hinir að hlægja, en það gerði hann svo reiðann að hann hótaði að yfirgefa okkur. “Kæri herra læknir,” sagði nú Wardrop í afsökunarróm. Við geturn ekki allir verið eins vitrið og lærðir eins og þér eruð. Eg bið yður fyrirgefningar, og hið sama mun Halliwell gera. Þér sögðuð að þetta væri hinn rnikli guð. Hvað var nafn hans? Viljið þér ekki segja okkur það, viö erum svo forvitnir að fá að vita það?” Morgano læknir mýktist nú nokkuð, og fór nú að tauta eitthvað urn letur þetta, en við bið- Um þegjandi eftir honum, meðan hann var að lesa, og loksins leit hann til okkar og var nú runnin reiðin og sagði: “Það er áreiðanlegt að hinir æðstu prestar, sena verið hafa verðir allra þessara helgu dóma, hafa hlotið að lifa hér; og ég efast ekki um að þeir hafa haft hér verði bæði dag og nótt. Hafa nokkrir þeirra gætt inngangsins, og hafa fortjöld verið hengd liér fyrir. til þess að vernda hið heil- aga og leyndardómsfulla frá augum fákænna og og lítt hugsandi manna, og við getum verið viss- ir um, að þegar þessum tjöldum var lyft upp, þá var það aðeins gert við hin hátíðlegustu tækifæri; máske ekki nema einu sinni eöa tvisv- ar á mannsaldri. Eða á vissum dögum þegar menn báðu til guðsins urn regn til að bjarga uppskerunni, eða þá til að varna stórkostlegum flóðum, sem ætluðu að tortíma landi og lýð. Þið verðið að reyna að hugsa út í það, að frá, sjónarmiði Mayaþjóðarinnar, þá eruö þið nú i nærveru hins æðsta guðs í öllum heiminum. Hann þagnaöi nú og virtist vera vel ánægð- ur með tilheyrendur sína. En svo tók hann til máls aftur og mælti: “En nú skulum vér skoða hin herbergin í kring, þar sem þeir liafa vafalaust lifað, sem gættu dóma þessara.” Hann gekk á undan í rannsóknarferð þess- ari. En þegar vér fórum að skoða, þá uröum við þess vissari, að nú hafði læknirinn rangt fyrir sér, því að öll innri herbergin vóru herbergi hin’na óæðri guða. Þar vóru herbergi heyguð- anna og regnguðanna, fiskguðanna og guða þeirra, sem héldu í skefjum höggormum og slöngum, guða, sem fjölguðu fólkinu, og guða þeirra, sem hindruðu fólksfjölgun. Vóru flestir guðir þessir fremur ófríðir, en allt fyrir það vóru gólfin, þar sem dýrkendur guðanna hefðu kropið á kné í tilbeiðslu sinni, með stórum holum, er steinniim haífði slitnað undir hnjám dýrkjend- anna. En prestarnir hljóta að hafa lifað þarna ein- hverstaðar nálægt,” sagði Morgano læknir. Við vitum það svo gjörla, að það var æfinlega svo.” “Máske að þeir hafi komið hingað inn um þröngu dyrnar, sem við fórum fram hjá. Þær vóru nær miðjunni,” sagði Wardrop. Við ætt- um að prófa það.” “Já, það skulum við gera,” sögðum við. Við fórum nú inn um dyr þessar og komum í ganginn, langann og gengum eftir honum góð- an spöl, og komum í félagsherbergi eitt stórt og mikið. Lágu margar dyr út úr því, og þegar við skoðuðum herbergi þessi, þá vóru þau lítil og skrautlaus, og líkari fangaklefum með einum litlum mjóum glugga, sem líkara var rifu en glugga; og sá þaðan út til fjallsins í fjarska, en íiæstur var hinn þétti, látlaiusi skógur. í hverju óessara herbergja var steinrúm og steinhilla, og 'ivottastandur. En ekki í einu einasta af her- bergjum þessum, var hið minnsta skraut, eða aægindi af nokkru tagi, en nóg var þar af ryki. ^að var í haugum og þykkum skánum. En svo comum við loksins í eitt herbergi, sem var ;tærra en hin sem við höfðum skoðað. • Þetta herbergi lítur út fyrir að hafa verið eitthvað meira en klefi einn,” sagði Wardrop, og kallaði til okkar. Við Morgano heyrðum kallið og komum til hans. Var liann í herbergi einu, sem stærra var en hin sem við höfðum séð. Vóru á því 4 glugg- ar, og í miðju herberginu stóð Wardrop, með hauskúpu af manni í hendinni. “Það virðast vera nokkrar liauskúpur héma” sagði hann, er við stönzuðum og einblíndum á hann. “Eg tók þessa af því að hún var næst hendinni. En lítið þið nú í kring um ykkur, og þá munið þið sjá hvað ég meina.” Við urðum nú forvitnir og fórum að líta í kringum okkur, og sáum þá að þama vóru leifar 12 eða fleira dauðra manna. Og mér fannst ég finna nærveru þeirra. — Eg stóð þarna í þessu beinahúsi. Höfðu menn þessir dáið fyrir mörg hundruð árum síðan. En læknirinn fór um húsið fram og aftur, líkt og veiðihundur, sem fundið hefir lyktina af bráð sinni. Hann stanzaði og settist niður á hrúgu eina, sem var við miðglugg- ann á herbergi þessu. Hann greip þar upp eitt- hvað af gólfinu, og fór að skoða það. Eg sá undireins að það var steintafla og var grafið á hana skeyti eitthvert, auðsjáanlega í flýti. Hann skoðaði töfluna og virtist ekki vera viss um það, livað sumir stafirnir þýddu, og hélt plötunni upp við gluggann, til þess að sjá betur hvað á henni var. En sagði svo eftir litla stund, að hann þyrfti að bera þetta saman við annað letur, sem hann hafði í tösku sinni. “Það gleður mig,” sagði þá Wardrop, “því að ég er orðinn hungraður. Og þó að við höf~ um fundið eitt og annað, þá þöfum við ekki fundið neitt að éta, en þetta hleypur ekki á burtu fyrir kveldið. Læknirinn virtist verða hálf móðgaður af þessu, en þó fylgdist hann með okkru, og hélt á steintöflu sinni út þaðan og niður brekkuna. Ilinir 3 félagar okkar biðu eftir okkur á skeifulagaða blettinum, og þegar við komum þangað, þá fór Benny strax á stað á undan okk- ur, þangað sem við höfðum ætlað að hafa að- setur okkar. En Benny var matreiðslumaður- inn. Við urðum að leggja fast að lækninum, að koma og borða með okkur, og lét hann loksins undan. En Benny kom með góða máltíð, er hann bar fram á steinborð eitt í matsalnum, og vóru þar steinbekkir að sitja á. Læknirinn hafði fundið minnisblöð sín, og var hinn kátasti. En ekkert sagði hann okkur fyrri en máltíðin var búin, og þá beið liann enn, þangað til við vórum 3 einir í herberginu. Hann afsakaði þetta með því að segja: “Þegar ég hugsaði.Ul þess hvernig menn okkar hafa komið fram, þá hélt ég að bezt væri að bíða með að lesa þetta, þangað til að allir þeirra væru fjærverandi. Þetta er mjög áríðandi skjal. Það skýrir frá hinni sorglegu sögu göf- ugs kynflokks, og að vissu leyti er það skýring- inn á spurningu þeirri, sem fornfræðingar heims- ins hafa verið að fást við í mörg hundruð ár. Það kemur með sönnun fyrir —”

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.