Heimskringla - 16.05.1928, Page 1
== *
XLII. ÁRGANbuu. ' ÍTV
WINNIPEG, MAN., MIÐVIKUDAGINN 16. MAÍ 1928
NÚMER 33
j FRÉTTIR |
Braeken forsætisráSherra Mani-
tohafylkis, kcwn á laugardag'inn aftur
»r austurför sinni, til Toronto, Mon-
treal og New York. Kom hann nú
beint frá Ottawa, þar sem hann ihefir
setig á rökstólum við innanríkisráð-
herra og aðra ráðlherra ýmsa, við-
vikjandi virkjun Sjö-systra fossanna.
Ekkert hafði Mr. Bracken nýtt að
segja stóriblöðunum hér í því máli,
annað en það, að nóg myndi vera
húið að ræða það. Þó kvað hann nú
ágreining að næstu eyddan (þar eystr-
a?) og lítinn vafa á því að Winnipeg
Electric félaginu yrði bráðlega af-
hent virkjunin.
* * *
Frá Ottawa barst sú fregn í fyrra-
dag, að Manitobaþingmennirnir mynd
u halda fund með sér -bráðlega, lík-
iega seint í þessari viku, til þess að
komast að endanlegri niðurstöðu um
það, hvað þeim lítist um virkjun
Sjö-systra fossanna.
Námumaður einn i La Pas, A.
Lackner að nafni, sendi nýlega sim-
skeyti til Bracken forsætisráðherra,
þess efnis, að hann hefði fundið tin-
wámu í norður-Mairiitoba. Ekki er
nánar tiltekið ihversu mi.kið það muni
vera, en jarðfræðingar hafa skoðað
sýniáhorn Mr. Laokner. Telur pró-
fessor R. C. Wallace, umlboðsmaður
náma, að þetta sé athyglisvert, því
þótt tin hafi áður fundist í Mani-
■toiba, helzt norður af Lac du Bonnet,
þá hefir það ekki verið svo mikið,
að kostnaði svari að vinna það, enn
sem komið er. En eins og kunnugt
er, hefir tin jafnan verið einn helzti
nytjamálmur mannkynsins og er enn.
— Nú kemur lang mest af tini frá
Malayaskaganum Qg eyjunum Banca
og Biliton í Austur-Indíum Hollend-
>nga.
Samþykkt var í Ottawa þinginu,
> 'báðum deildum, frumvarp, er Stew-
art innanríkisráðherra bar fram, á
þá leið, að samibandsstjónin og fylk-
isstjórnirnar í Ontario og Manitdba
geri samning með sér um að byiggja
flóðgiarða við Lac Seul, svo að þar
verði vatnsforðageymir, og hægt sé
að stilla eftir vild rennslið í Winni-
Peg- og Eniglendingafljótum, og um
l'eið au'ka vatnsoijku beggja fljjóta.
Er áætlað að orkan muni þegar auk-
ast Um 82,000 hestöfl í Englendinga-
fljóti, en um 112,000 hestöfl í Winn-
tpegfljóti. The Lake of the Woods
Control Board á að hafa umsjón með
flóðgátitunum og stilla svo rennslið,
að sem jafnast verði í hag bæði
Ontario- og Manitobafylki.
#
Sambandsstjórnin hefir einnig gert
samning við Bandaríkjastjórnina og
Ontariostjórnina um samskonar ráð-
stafanir við Skógavatn (Lake of tihe j
Woods). Telst svo til, að þegar lok-
>ð er flóðstíflunum báðum, við Lac
Seul og Skógavatn, iþá sé líka jafnað-
arvatnsmagn Winnipegfljóts aukið úr
11,000 í 20,000 teningsfet á sekúnd-
unni og jafnaðarorka fljótsins aukin
úr 400,000 í 750,000 hestöfl.
Lingmaður Selkirk gjördæmis, Mr.
P. Bancroft, getur þess í bréfi
1>1 Heimskringlu, að samþykktar
hafi verið, í sanrbandsiþiitginu á mið-
v>kudaginn var, breytingar á lögun-
”ni um þegn.réttarrveÆtingu. S(egir
hann, sem rétt er, að samþykkt þessi
*s”erti mikið kjósendur í Selkirk
kjördæmi, því þar hafi búið sam-
kvæmt manntali árið 1921, 22,
224 menn af ibrezkum stofni; 14,600
Úkranjamenn og Pólverjar> 5,764 Is-
lendingai*; 1,568 Svíar Oig 603 Dan-
ir. Segir hann það von manna aö
þessar lagabreytingar komist nú gegn
um öldungadeildina.
Eins og kunnuigit er, og Dr. J. S.
Woodsworth tekur fram i öðru bréfi,
hefir öldungadeildin ár eftir ár fellt
allar breytingar við þegnréttarlögin
er komist hafa gegnum neðri mál-
stofuna, og farið fram á það, að
ibreyta því ákvæði í lögunum, er
iheimilar brottrekstur brezkra borg-
ara úr Kanada, án dóms og laga, og
án 'þess að nokkur ransókn fari
frani, önnur en sú er innflutningta-
ráðuneytinu sýnist. I sambandi við
þessa breytingu eru einnig breytingar
á hegnlngarlögumtm, er öldunga-
deildin lféfir að þessu fellit; því at-
riði þeirra, er við þau var bætt um
Winnipeg-verkfal.lið fræga 1919, er
heimilaði að lögsækja fyrir uppreisn-
artilraunir menn, er stæðu í ein-
hverju sambandi við verkamannafél
lög, er grunuð væru um að vilja til
þess að koma á stjórnarskiftuni meö
öðrum meðulum en stjórnskipuleg
eru. Virðist Dr. Woodsworbh hafa
einhverja von um það, að öldunga-
deildin muni nú ekki lenigttr sjá sér
fært, að spyrna við breytingum á
þessari óðafárslöggjöf. Virðist
honum sérstakt hngðarefni afstaða
Mr. Forke í rnálinu, og mjög ötul
framganiga Mr. J. Thorson í því að
fá lögum þessum breytt.
T.il raunastíöð samþandfestj órnari nn -
ar að Beaver Lodge, Alberta, hefir
margt glæsilegt að segja um fram-
farirnar og framtiðarútlitið í Peace
River héraðinu, samkvæmt skýrslu
er stöðin hefir nýlega sent sam'bands-
stjórninni. Tilraunastöð þessi hefir
verkalhring sinn unt éfri Ihluta Peace
River héraðsins, lengst norður í
British Columbia, um aðrennslishér-
uð Aithabasca fljóts, og hluta Norð-
ur-iSaskatchewandalsins.
Skýrslan seigir að nú sé víða rækt-
að hveiti þarna norðvesturfrá, þar
sem áður voru taldar óræktandi eyði-
lendur. I Grande Prairie og Val-
hallardalnum, hafi bændur fengið
sumstaðar 61, 68 og jafnvel 70 hveiti-
mæla af ekrunni. Og eins og 'kttnn-
ugt sé, hafi ihveitið og hafrarnir, er
hlutu fyrstu verðlaun á santþjóðlegu
sýninigunni í Chicago, verið hvoru-
tveggja ræktað i Peace River hérað-
inu.
Skýrslan telur góðviðrasamt í
Peace River héraðinu, og tekur það
itil ntárks, að ágætt þreskiveður sé
þar frant í nóvember, og vegir greið-
færir til nýárs, svo að hauigafyllir
ilterist kornlyftunuim frarn til þess
tíma.
iSkýrslu þessa geta menn fengið ó-
keypis, að því er vér bezt vitum,
með því að skrifa Publications
Branch, Department of Agriculture,
Ottawa.
----------x-----------
Mr. Tómás Björnsson frá Geysir
í Nýja íslandi, hefir legið á St.
Boniface spitalanum í nokkra daiga.
Var gerðúr skurður á honum á
mánudaginn, og tekið úr honum ann-
að augað; mun það hafa þótt nauð-
synlegt til þess að bjarga sjóninni á
hinu. Mr. Björnsson líður nú fram-
ar vonum, og vonar blaðið að hann
sjáist fljótlega iheill á húfi.
Af Islendingum
I ameríska vátryggingar-timaritinu
‘‘The Fraternal Age,” desemibetheft-
inu 1927, er mynd og grein um landa
vorn C. Harold Richter, sent búsett-
ur er í Minneapolis, og er formaður
"The Richter Advertising Co.” Seg-
ir tímaritið að Mr. Richter hafi ver-
ið kosinn yfir-forseti (Suprente Pres-
ident) félagsins “The Modern Sam-
aritan,” á aðal-stjórnarnefndarfundi
félaigsins. Mun félagið vera innbyrð-
is-vátryggingarfélag og er svo að
skilja á tímaritinu, sem það muni
eiga liklega rnjög glæsilega framtíð.
Ilefir Mr. Riohter verið í mörg ár
í stjórnarnefnd félagsins. Hann var
einnig um skeið rikisformaður fyrir
Minnesota Progressive Republican
League, og hefir látið fleira til sín
ta'ka. Hefir nefnt timarit það eftir
einu helzta blaðinu í St. Paul að Mr.
Riahter sé maður, er um tnargra ára
skeið hafi tekið öflugan Iþátt í póli-
tóskum og borgarlegum málum í
Norðvestur ríkjunum.
Vinur Heimskringlu í Minneapolis
er sendi oss þetta eintak af “The
Fraternal Age,” leiðir athygli vora
að því, að Mr. Ridhter 'hafi verið í
kjöri við borgarstjórakosningar í
St. Paul árið 1922. Sýnir það, að
hann er af mörgum mikilsmetinn, þótt
eigi næði hann kosningu, enda kemst
iþessi vinur blaðsins svo að orði um
hann.að hann minni sig á aflvaka (dyn
amo) Iþví það 'leggur frá þessum
Minn. Isl. segulmagnsstraum er heldur
manni föstum.” — Sami 'bréfritari
hyggur að Mr. Richter sé ættaður úr
Stylkkishólmi, og muni hann vera
bi'óðir konu Thor. Jensen, stórkaup-
manns í Reykjavik.
----------x----------
Hveitisamlagið.
Allskonar samlagsölufélög og sant-
lagsfélög neytenda, taka þátt í 3.
allsherjarþingi Hveitisamlagsins, sem
haldið verður í Regina, Sask., 5., 6.,
og 7. júní, að þvi er C. H. Burnell,
formaður alls.herjarnefndar Hveiti-
samlagsins skýrði frá nýlega á nefnd-
arfundi.
Meðal þeirra stórfélaga og stofn-
anna er fultórúa senda, má helzt
nefna “The Scottish Co-operative
Wholesale Society;” “The British
Empife Marketing Board,” “The
International Co-operative Alliance,”
“The English Co-operative Whole-
sale Society;” Hveitisamlög Astra-
líu; Hveitisantlög Vlictorlíuríkis, t
Astralíu; “Souith Australia Farmers’
Co-operative Union. — Sömuleiðis*
er búist við því að samlagssölufél-
ögin í Rússlandi muni senda allntarga
fulltrúa á þingið.
Astraliustjórnin og Hin sanVþjóð-
lega landbúnaðarstofnun (Internat-
ional Institute of Agriculture) ætla
að senda sérstaka fulltrúa á þing-
ið, Einnig sitja þingið ýmsir máls-
metandi emlbættismenn úr landbúnað-
arráðuneyti Bandari/kjanna og full-
trúar fjölda samlagsfélaga þaðan að
sunnan. Meðal þeirra sem ákveðið
hafa að koma ntá helzt nefnda John
D. Miller dómara, varaformann o,g
formann srnjör- og mjólkursamlaga i
New York borg; John Brandt, for-
mann “Land O’Laike Creameries,!’
frá Minneapolis; Ralph D. Merritt,
fram'kvæmdarstjóra ‘‘Sun Maid Rais-
in Growers,” frá Fresno, California;
J. S. Montgomery, forstjóra “Central
Co-operative Association” í St. Paul;
F. M. Black, formann “Interior Tree,
Fruit and Vegetaible Comntittee of
Direction,” Kelowna, B. C.; Hon. W.
R. Motiherwell, landbúnaðarráðherra
Canada. Hon. J. E. Brownlee, for-
sætisnáðherra Albertafylkis; Hon. J.
G. Gardiner, forsætisráðherra Sask-
atchewanfylkis og Hon. R. A. Hoey,
er niætir fyrir hönd Manitobastjórn-
arinnar, verða meðal ræðumanna.
Yfirlýsing
A Islendingafundinum sem haldinn
var 1. maí í Winnipeg, var þess far-
ið á leit af einum ræðumanni, að
stjórnarnefnd Þjóðræknisfélagsins
lýsti því yfir að 'hún væri því and-
víg að stjórnarstyrkur yrði þeginn
eða notaður til undinbúnings heim-
förinni 1930. Eg varð að gefa þau
svör á fundimim, að ég gæti engar
yfirlýsingar gefið fyrir hönd félags-
stjórnarinnar sökurn þess að mér
væri ókunnugt unt hennar afstöðu t
málinu. Hinsvegar gat ég þess, að
mál þetta myndi verða tekið fyrir
á næsta stjórnamefndarfundi og
almiennin|g'i vsíöan birt niðurstaðan.
Fyrir þessa sök leyfi ég mér að
skýra frá því, að fundur var hald-
in í stiórnarnefnd félagstns 10. þ.
m. Málið var tekið fyrir og rætt.
Og niðurstaða fundarmanna var sú,
að með því að formaður heimfarar-
nefndarinnar, Mr. Jón J. Bildfell,
hefði birt í blöðunum yfirlýsingn
þess efnis, að aðalfundur nefndar-
Innar stæði fyrir dyrum. þar sent
ræddar yrðu þær umræður, sem fratn
hafa opinberlega farið ttm málið, og
þess ennfremur getið að nefndin
—-nrtj legaj hið mesta 'kapp á að
gera allt, sem henni væri unt til þess
að sameina Vestur-Islendinga um
heimfararmálið í heild sinni, þá sá
stjórnarnefnd félagsins ekki neina
ástæðu til þess að taka fram fyrir
ihendur lheimfararnefndarinnar eða
igefa henni bendingar um meðferð
þessa máls. Var samþykkt tillaga á
fundinum er í þessa átt fór,og greiddu
henni allir fundarmenn atkvæði sitt.
Einn stjórnarnefndarmaður var fjar-
staddur.
14. maí 1928.
Ragmcir E. Kvaran,
forseti Þjóðræknisfélagsins.
----------x-----------
Bréf til Hkr.
Herra ritstjóri!
Það ihefir, í blöðunum, nýlega
verið getið um heimilisiðnað, og sýn- 1
ingu, sem haldin verði í Winnipeg
um miðjan næsta mánuð.
Væri ekki vissara fyrir islenzjka
snilliniga, karl eða konu, að afla sér
upplýsinga um einkaleyfislög lands-
ins, áður en flanað væri að því, að
sýna aflburða handbragð, sem hvaða
verksmiðja sem vildi, 'kynni svo að
geta ihent á lofti og gert eins ntiklar
eftirstælingar af, eins og henni igött
þætti, þegar hún væri einu sinni bú_
inn að ná í munstrið ?
Það þarf ekki að setja upp gler-
augu til að sjá h\-er tilgangur þess-
arar sýningar sé. Hún heitir ekki
verðlaunum fyrir neitt, sem er svo al-
mennt, að það liiggi neinstaðar á
glámbekk. Það er hitt, sem fóligið
kann að liggja, sent sókst er eftir;
það, sent umkomulítill hugvits og
hagleiksmaður eða erfingi hugvits.
þjóðar kynni að hafa í pokanutn
sinum, án þess að kunna að meta það
sjálfur.
Þessi sýnirtg getur verið góð og
blessuð, ef nefndirnar, sent um þetta
fjalla, eru þess umkomnar, að gætni
og þekkingu, að geta verndað eig-
endur sýningargripanna í þessu til-
liti. Annars gæti hún sennilega orð-
ið einhverjum til skapraunar, áður
en búið væri.
Það veldur ekki, sá er varar, og
skaðlaust er það hverjum manni, sem
fáséðan grip hefir fram að leggja,
að vita vissu sina um það fyrirfram,
hvaða einkarétt hann hefir á sínu
munstri.
J. P. Sólmundsson.
Vorsálmur
í geisla býr líf, og ljóð í blæ,
og ljómi’ yfir öllum ströndum.
Eg vetrar kuflinum varpa’ á sæ
og vængi fæ
og svíf yfir sólroönum löndum.
1 geisla er sál, og söngur í blæ,
er sumrinu allir klæðast.
I>að strýkur hendi um hlíð og bæ
og hlyn og sæ
og allt lætur endurfæðast.
Nú bylgjast út lífsins brjóst á jörð
sem barmur, er ástin tryllir.
Einn lifandi guð er öll lífsins hjörð,
sem loft og fjörð
og moldina fögnuði fyllir.
Og dauðinn er upprisar^ — Eilíft vor
í ólífis vetrinum blundar.
Hver steinn eignast síðast sjálfstæð spor
með sál og þor
eitt yndis-vor óskastundar.
Mín sál er geisli, minn söngur blær.
Nú sumar mér býr í hjarta.
Úr hugans fjöllum er horfinn snær,
minn himin skær,
og vorgyðjan brúðurin bjarta.
» * .
Hve dásamlegt undur af ljóma og lit,
sem logar um tinda og völlu!
Hve dýrðlegt að finna sitt veika vit
með vorsins þyt
nú anda í lífinu öllu !
(
/
Þ. Þ. Þ.
Fjær og nær.
Leikfélag Sambandssafnaðar sýnir
Brúðkaupskveldið í samkontuhúsi Ar-
Iborgar að kveldi 24. þ. m.
Að leiksýninigunni lokinni verður
dans fram eftir nóttunni. Inngangs-
eyri.r 75 cent.
Séra Albert E. Kristjánsson og
frú Anna komu með dóttur sína unga
fyrra þriðjudag, bílleiðis vestan af
Kyrrahafsströnd, þar sem þau hjón
hafa dvalið í vetur, eins og lesendum
Heimskringlu er kunnugit. Lertgst
dvöldu þau hjón í San Diego, og
héldu hægfara þaðan norður strönd
ina, með dálítilli viðstöðu í einstaka
stórtbæjum, þar sem mest er af Is-
'lendingum. Þar á norðurströndinni
dvöldu þau lengst í Seattle 5—6
vikur. Mjög vel létu þau hjón af
ferðalaginu og viðmóti allra Islend-
inga er þau hittu.— Dóttir þeirra
hjóna, Mrs. Sigurðsson frá Chicago,
kom hingað rtorður til þess að taka
á móti foreldrum sínttm. Séra Al-
'bert er nú tekinn við söfnuði sinum
við Lundar, er fagnar komu hans og
þeirra hjóna, einis og allir vinir
þeirra. —
Mr. A. J. Skagfeld og Mr. A.
Johnson frá Qak Point\ Man., vortt
hér á ferð u<m helgina. Var Mr.
Skagfeld að selja spildu af landi til
Mr. Johnson en sjálfur var hann að
kaupa land af C. N. R. þar norður-
frá.
----------X-----------
“Thc Cohcns and Kcllys in Paris’ að
IVonderland.
Hinir meinskringilegu Cohens and
Kellys eru komnir aftur í allri sinni
dýrð i bragðleigri og betri Universal
mynd: “The Cohens and Kellys in
Paris.”
Notaðu tímann sem eftir er til
fimtudagsins til þess að girða svo vel
að rifbeinum þínum að þú springir
ekki af hlátri, því leikhúsið tekur eng
a ábyrgð á slíkum dauðdaga. — En
einmitt þann daig sjáið þið George
Sidney leika hlutverk gamla Cohens,
sem gerði hann heimsfrægan í “The
Cohens and Kellys in Paris” J. Farr-
el MacDonald verður 'heldur ekki
metinn til fjár í hlutverki Kelly.
Vera Gordon leikur Mrs. Cohen
snilldarlega, sem fyr. Kate Price,
afbargð fyrir sinn hatt leikur Mrs.
Kelly. Ennfremur aðrir ágætir leilc
endur: Gertrude Astor, Sue Carol og
Charles Delaney.
Nœsta mánudag.
leikur Ramon Navarro, afkomandi
ihinna sptánversku “Sigurvegara” í
fyrsta sinn hlutverk, sem hver for-
faðir hans hefði getað lifað raun-
verulega, í “The Road to Romance,”
mynd af hinni frægu sögu Josephs
Conrad.— Marceline Day leikur
kvenhetjuna og nteðal annara leika
þar einnig Roy D’Arcy, Mark Mc-
Dermott, Otto Matieson, Cesare
Gravina, Bobby Mack og Jules Cowl-
es.
----------x----------
Frá Islandi.
Ölafur Marteinsson
lauk í gær prófi í íslenzkum fræð-
ttm við háskólann. Voru ritgerðir
'hans svo snjallar, að honum var
slept við munnlegit próf.