Heimskringla - 16.05.1928, Blaðsíða 2

Heimskringla - 16.05.1928, Blaðsíða 2
2. BLAÐSlÐA HEI MSKRIN GLA WINNIPEG 16. MAÍ 192S Grímseyjar-póstur (Falinn á hendur HeimtSkringlu.) Nýung mun það ykkur Vestur-Is- lendinlgum að 'heyra rödd héðan norð- an úr nyrztu bygðum. — Því er pistillinn. Viðburður sem alltaf telzt hér til stórtíðinda stendur fyrir dyrum; — það er skipsvon úr 'landi. — Suður í “Hollywood” munu það þykja mi'kil tíðindi ef ný “stjarna” rennur upp á hinn alstirnda himin (þar. Hér setur skipsvon eða skips blóð manna -í engu minni hreyfingu, — og það þó fleytan sé hund-algeng “motor” dolla. — — — I daig er líika veðrið yndislegt, — bjart, hlýtt og blátt. — Þetta saman- lagt kemur mér til að senda kveðju yfir höfin, — kveðju til þeirra þjóð- systkina minna sem mér eru fjar- laagust. Þegar sjór og fannir blossa í vor.sólskini—þegar levsingar afhjúpa klökkvar hæðir er roðna sem ósnort- in kona er fyrsita sinn fellir klæði frammi fyrir elskhuga sínum, — þá verður hugur vor langseilinn, og brúar fjarlægðina. En vorlýsing var ekki ætlunarverk orða minna. Fátt eitt munu lesendur þínir, Heimskringla, hafa heyrt af okkur OrwnEeyingum. Kemur þessi send. ing því ef til vill einhverjúm fyrir augu sem sjaldséðfur fortiíðargestur utan úr öræfum þess óþekta. — En villimenn eða svipdimmur, hjárænn útilegulýður erum við þó ekki. Við fylgjumst alveg furðulega með oilum gauragangi mannskepnunnar á þessu hnattkrili, þrátt fyrir sarrtgönguleysi og símaskort. Við spigsporum spekingslega fram og aftur og ræð- um með fjáligleik rósturnar í Kína, — Mussolíni, drengjakolla, Banda- ríkjabann, Braselíanska miðla, Black Bottom ögi önnur aðaLáhugamál mannkynsins,, að ógleymdum hinum sjálfsögðu viðfangsefnum hvers hugsandi íslenzks borgara: Jónasi frá Hriflu, þorskinum og brennivíninu. Ekki eru nú allir komnir svo langt að hægt sé að telja þá sannkristna j að kröfum Halldórs skálds (-Kiljan)* þ.e.a.s. að hafa þrjú herbergi og eld- hús. — En guði sé lof það á nú varla mjög langt i land. Að vísu eru hér enn flestar íbúðir moldar-1 kofar, og þeir ærið bágbornir að utan sumir hverjir; þó rísa nú upp árlega steinhús og timburs sem sýni- legt tákn komandi heimsmenningar- tíma. Eg gaf i skyn að bæirnir væru hálf kauðalegir (sveitarlegir) utan, sumir hverjir. Þeir eru ekki að hreykja sér hátt framan í gesti og1 gangandi; vita sem er “að ekki er allt gull sem glóir” en aftur á móti ofit “margt það í koti karls sem kongs er ekiki í ranni.” — Komi gestur heim á Bæj. rhlaðið opnar bæjar- hurðin sig upp á gátt og býður hon- um inn í löng dimm göng sem enda í bjartri, rúmgóðri baðstofu. Gg ef i hann nú ekki igeigar þó fis eða | fjöðurstafur falli á hans “up-to-date” klæðnað en sest ósmeikur í eitthvert rúmshornið, mun hann fljótt finna hlýindi íslenzkrar gestagleði. Og baðstofurnar eru flestar hrein- ar. Bráðum hrynja moldarveggirn- ir utan af þeirn en múrveggirnir vefja þær rökum örmum. Og þarna inni er undarlðgt sam. bland af gömlu og nýju, æfagömul spor útkjálkábúans í öðru ihorni, en hin glöggustu sérkenni tuttugustu aldarinnar í hinu. — Þar lifa og starfa lí'ka tvær kvnslóðir; — kyn- slóðir sem lengra Ibil er á milli en víðast hvar annarsstaðar. Það er * Sbr. “Alþýðublaðið” s. I. ár. “Raflýsing sveitanna.” — Eg vil skjóta því hér neðan við að ég er skáldinu fullkomlega sammála í því atriði. — Og til frekari áréttingar álít ég engann uppvaxandi rithöfund okkar snjallari til að segja okkur allau sannleika en Kiljan. — Og mikla þökk á hann fvrir “Landnemann” og “Frá arninum út í samfélagið; það tvent sem ég hefi bezt lesið í vetur eftir íslending. eins og það vanti hlekk í hina eðli- legu framþróunar keðju. Nýju tím. amir hafa komið hér nokkuð seint og óvænt. Það var ekki farið að undir- búa komu þeirra gesta, þegar þeir fyrst börðu að dyrum. Og þá komu 'þeir í hópum alSkapaðir. Siðan fjölgar þeim stöðulgt og vald þeirra vex að sama skapi. En af því jarð- vegurinni 'var dkki réttilega undir- búinn komu þeirra urðu þeir og verða, að samla>gast gömlu tímunj- um að nokkru. Nóg um það. — Eg vil hér ekki Ibeita penna mlínum Grímseyinigium til lofs eða lasts. En eitt er mér þó óhætt að fullyrða að einangruninni hefir það fylgt, að menn eru hér í yfirliti upplitsdjarfari og hreinni í hugsun, en þeir menn sem lifa og hrærast í kösinni, — en einnig ef til. vill hugsunasnauðari. Qg einsýn, blaðrandi flokikafífl þekkjast hé.' varla. — Öþarfi að kalla þá fáfróða þar fyrir.—Þeir “una glaðir við sitt,” hæðirnar og hafið, — rollurnar og þorskinn. — “Sælir eru einfaldir.” Hygg ég þeir myndu ekki telja sig sælli þó þeir fengju hingað blóð- bunandi Bolshevika, greipagleiða, stórgróðaþjófa, gaulandi “hjálpræð- is” (!) her, eða víga-Barðalega bændamenningar-postula. — Hér eru engir “istar” eða “ismar”, engir “vaknin|ga”_menn, engir grasbítar (vegetarianar). En Epikúr sálugi hefði verið viss með að fá hér þó nokkra lærisveina, hefði hann lifað karlsauðurinn. — Þeir hlusta á gargið og kliðinn, sem berst handan yfir sundið, — handan yfir höfin og veita því eftir- tekt á sama 'hátt og þeir hlusta á fýlunga og skeglugargið í björgun- um sínum og veita því eftirtekt. Þegar þessar linur verða komnar þarna “vestur í bláinn" til ykkar er mesti annatími ársins hjá okkur lið- inn hjá, apr. og maí. Undanfarin ár hefir komið hér feykilegt fiskjar hlaup hvert vor, sem staðið hefir yf- ir 6—8 vikna tíma. Slík ógrynni eru þá veidd hér af blessuðum þorsk- inum að fá dæmi eru jöfn, hér á landi. Þá er nú “líf í tuskunum ■hérna, laism,” og “handaigangur í öskjunum.’’ — Margir tugir róðra- og vélalbáta, auk stærri skipa, stunda þá veiðar hér; flest frá Eyjafirði og Húsavík. Nokkur hundruð og nokkr a tugi faðma frá landi er þá ausið upp þúsunda og tuga-þúsunda virði, og það þykir nú dálaglegur skilding. ur hér, 'þó þið þarna í “dollaralandi” ypptið kannske öxlum yfir því.- _ - Einn góðan veðurdag er svo allt horfið, nema litlu Grímseyi'sku tveggja_manna kopparnir (förin)— þorskinum hefir þóknast að bregða sér bæjarleið og öll þvagan eltir. Stór og drembileg vélskip bruna á undan, og láta “vaða á súðum” en svölitlir kulbbslegir motorhnallar dandalast hlöktandi og skröltandi á eftir. Alveg eins og eigendurnir í landi. Annan góðan veðurdag leggja svo Grímseyingar á Stað “upp á bjang.”¥ með “signinga” áhöldin, kaðalfestina o. s. frv. Öðruhvoru í 3 vikur er svo sígið eftir eggjum í sextugu hengiflugi. Kaðalfestin er grönn og brimgnýr og brimskaflar niðri í hyldýpinu. Bjargtekja (egg og fugl) er tölu- verður liður í tekjudállk bændanna á þessum 11 jörðum. Þar tefla þeir lífinu á tvær hættur, daglega fiyrir nokkrar krónur, og það sem bezt er, glaðir og reifir., — án þess að þeim komi til hugar að það sé ekki i alla staði eðlilegt. Svo 'gleymist hættan. — Limlest og bein- brotið lík getur með nokkuð margra ára millibili vaíkið þá vitund þeirra um stund. _ - - En skyldi ekki sum- um þarna vestur i vestrinu, bregða ónotalega í brún ef þeir yrðu skynd- ilega knúðir til a® skifta kjörum við einhvern Grímseyinginn. Mér mynd i nú satt bezt að segja þykja hálf *Hér heitir það svo, því eynni hallar allri frá austri til vesturs 50— 60 faðma þverhmpt bjarg í sjó að austan en Iágir bakkar víðast að vest- an og öll bygð að vestanverðu. Mið- eyjan hájhólótt. gaman að sjá t. d. Rookerfeller dingla á endanum á kaðalspotta yfir sex- tugu hengiflugi ag ......... tína egg. — Þetta hefði nú vel getað skeð i fyrndinni, þegar æfintýrin fæddust og andar, Iguðir og töfrakarlar löbb- uðu um “sprell’Iifandi eins og annað fólk; en nú er það, því miður, víst ómögulegt. _ - - Veturinn hefir liðið hjá okkur eins og vanalega, — tilibreytingarlítið. Samgöngur hafa þó verið óvanalega tiðar; fjórar ferðir frá nóvemiber til april og það köllum við nú mik- ið. — En skammdegið líður undar- lega fljótt. Við spilum whist og bridge eins og innfæddir “Club’L Bretar,— fáum okkur kaffi á næsta bæ og öðruhvoru “snúning’’ í barna skólanum eða einhverju fiskihúsinu. En hér stöndum við á lægra menn. ingarstigi en flestir og væri þó viljinn nógur. Enn þann dag í dag verðum við að láta okkur nægja “one-step” “vals” og annað álíka, — ef vel læt- ur eina og eina “variation” úr “Tango.” “Fox trot, Shimmv Charleston,” og allt þeirra skyldulið hefir farið hér fram hjá bæjardyr- unum, án þess svo mikið sem Líta inn. Eg tala nú ekki um Black Bottom og “Heebie-Jeebies.” Hvað klæðnaði viðvíkur þá erum við þó komin það langt að engar nema “kerlingarnar” myndu blygðun- aríaust sýna sig á peysufötum, sem betur fer. — Þykja þau “peysuleg.” Og við karlmennirnir erum ósköp líkt til fara og aðrir vanalega “hvít- ir menn,” við slík tækifæri. En við lesum töluvert mikið og höfum bókaköst góðann, samanborið við fólksfjölda. ( 130 manns). Er það mest að þakka hinum látna öðl- ingi próf. Willard Fiske. — Mun mörgum kunnugt að hann gaf eynni ágætt bókasafn, og 45,000 króna dán. argjöf, auk alls annars. Nokkurn hluta af vöxtum þess fjár er árlega varið til bókakaupa, enda fenginn hingað meiri hluti þeirra bóka er út kernur á íslenzku. Dagblöðin og tímaritin fáum við og flestöll, þar á meðal Heimskringlu, Lögiberg og Tímarit Þjóðræknisfélagsins. Eru þessir boðdærar Vesturheims vinsælir 'hér. 1 safni því er Fiske heitinn gaf eynni upphaflega, er miikið af ensk- um tímaritum, ferðasögum og ritum viðvíkjandi Islandi; einnig nokkuð af dönskum, þýskum og frönskum fræði ritum. F.ngin skáldrit eru þar á er- lendum niálum en nokkur faigurfræðis og bókmentasögu rit. — Islenzki hlutinn er aftur á móti auðugur af skáldritum. Þetta er þó ekki allur bókakostur okkar sem betur fer. Prestur eyjarinn ar, séra Matthías Eggertsson, — ibróðursonur Matth. Joch., — á safn sem er alit að því helmingi stærra og meiri hluti þess danskur, þýskur og enskur, — nokkuð á frönsku. Er þar mikið úrval skáldrita og margir gimsteinar heimsbókmentanna, , — en mest eru það þó “Classiskar” ibókmentir; tilfinnanlega skortir t. d. sum amerrsku skri f finsku-skáldín, jafn góð og þau eru á sprettum, Jack London, Frank Norris, Upton Sin- envey, Elster, Nexö o. s. frv. — Einnig hina Vn,,>ri Norðurllanda snillinga, Aakjær, Bönnelycke, Wild- envey, Elster, Nexö o. s. frv. — Jafnvel er lítið til eftir sjálfan Ham- sun. Af gömlum timaritum erl. og innl. er hér töluvert og síðast en ekki síst annað stærsta skákritasafn á Is. landi, gjöf próf. W. Fiskes.—Sann- leikans vegna vil ég ekki draga dul á, að erlendu ritin geta fáir notfært sér, nema dönsku lítið eitt síðustu tvö árin. Er það að þakka unglinga- skóla sem haldinn hefir verið í eynni undanfarna þrjá vetur. Þér munuð spyrja eftir skáklist- inni, ef þér hafið heyrt Grímseyjar að nokkru getið. Sú var tiðin að próf. Fiske, þessi heimskunni tafl_ maður og taflfræðingur, taldi Gríms eyinga með allra fremstu skákmönn- um þó víða væri leitað. — En árið 1928 er hægt að fara fljótlega yfir sögu. — Þeir eru hættir.— Það myndi þykja gegna tíðindum ef ein- ihverjir hinna eldri taflmanna settust með borðin á milli sín ............. ....Þetta er um Grímsey.— Eg bef viljandi hleypt fram hjá mér skraufþurrum landfræðislýsingum. Bréf eiga að vera í brotunrí — svo njóta þau 9Ín bezt. - _ - Engin myndi telja sig svikinn af náttúrufegurðinni hér. — Fálbrotin Og veturinn liður hægt en með jöfnum hraða. Þegar við opnum bæjardyrnar á morgnana, og horfum yfir um sund- ið, þar sem fjöll landsins, hálf sokk- in í sjó stíga fram í kuldagrátt dagsljósið, þá kemur það fyrir að óljós þrá og eyrðarleysi grípur mann, að minnsta kosti okkur sem eigi hafa átt hér rætur frá öndverðu. — Þrá eftir að skygnast inn á milli fjallanna, sem virðast hafa laigt sam_ an dalina og harðlæst fjarðarmynn- unum.— Þrá eftir nýjum andlitum, nýjum kveðjum. Maður hefir á til- finningunni að vera fangi; ekkert hljóð berst að utan, þó finnur maður, hinutnegin múrsins, hjörtu þúsund- anna slá, raddir þúsundanna óma. Það er hin kallandi “Voice of the silence.” — En aðeins augna- iblik. Morgunloftið hleypir í mann ihrolli. “Man skutter sig” eins 00' danskur “Vestenbro.dreng,” og hypj- ar sig inn í glóðvol.ga baðstofuna;— kveikir í pípunni,— teygir sigi upp á hilluna og nær í Shakespeare, Zola,. eða Wilde, eftir því hver er hendinni næst. — — Og eftir nokkur augna- blik er maður áhyggjulaus og rólegur eins og indverskur yoga eða Arhat,. — sá er öðlast hefir nirvana. - _ - Grímsey þann 29. marz 1928. Stcindór SigUrðsson. Ath.—Lögbeng er heimiluð greinin ef það æsikir þess. * ¥ ¥ Heimskringla þakkar höfundi hjartanleiga þessa fróðlegu og skemtí lega rituðu grein, er fylgdi séríega vingjarnlegu og velkomnu bréfi. — Ritstj. er hún, en að sama skapi stórfeld og hátignarleg. Haf,— haf á alla vegu, djúpblámi með grænni slikju, sem í sífellu breytir blævarpi: —fjöllin,— dökkar risamyndir í fjarska og skýja skraut ofið t himinbláma hins ægilega rúms. Nægir þetta ekki? Þurfum vér fullkomnari fegurðar til að fyllast mikillæti yfir því að vera tiÞ— vera ómælanlegt vald og máttur í allri þessari fullkomnun. “Are not tihe mountains, waves and skies a part of me and my soul, as I of them?’’ segir Byron ...... --.... HR. MÁLARI: Tryggðu þér beztan árangur og notaðu DUR-O-ZINC WHITE PASTE Það er alveg skjallahvítt; og hylur framúrskarandi vel Einnig selt fulllblandað til notkunar. CONSOL SUPER GLOSS PAINT Það eru langbeztu kaup á meðaldýru máli, fullblönduðu, sem mönnum hafa nokkurntíma verið boðin. Búið til hjá THE NORTHERN PAINT CO. LTD., Winnipeg, Man. Fæst hjá PJETURSSONS HARDWARE COMPANY, § MacPherson’s ALE rrTHE BREW SUPREME” Ef sent skal heim þá símið Ölgerðinni 24 841 MacPherson’s Ale og Bock Beer McPherson Ale getití þér keypt á eftirtöldum Stœrri Söludeild- um Vínsölunefndar Stjórnarinnar í Wlnnipeg: McDERMOT AVE FORT ST. STORE HENIiY AVE. STORE TACHE ST.t ST. BONNIFACE MACPHEKSOlfíktY/iHG^ CASH AND CARRY 1 elnnnr e*a tveKTKja tjlfln umbaðnm. •WINN IPEG mo»*thcn2*proofj ***»»*’»» n MACPHERSON BREWING, LTD. FURBY VIÐ NOTRE DAME HGIÐ ÞÉR VINI A GAMLA LANDINU ER VILJA KOMAST TIL CANADA? SJE SVO, og langi yður til þess að hjálpa þeim hingað til lands, þá komið að finna oss. Vér önnumst allar nauðsynlegar frainkvæmdir. ALLOWAY & CHAMPION, Rail Agents UMBOÐSMENN ALLRA FARSKIPAFJELACÁ ««7 MAIST 8TREET, WINNIPEC SIMI 2« 861 EKa hver CANADIAIM NATIONAL «em er. TEKIÐ Á MÓTI FARÞEGUM VIÐ LANDGÖNGU OG Á LEIÐ TIL ÁFANGASTAÐAR FARBRÉF FRAM OG AFTUR TIL allra staða í veröldinni

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.