Heimskringla - 16.05.1928, Page 4
4. BLAÐSIÐA
HEI1VISKRINGLA
WINNIPEG 16. MAÍ 1928
ffjeimskrmgla
< StofnuTi 18841)
Krmar at A korerjnna mlVTlkndrff.
EIGENDUR:
VIKING PRESS, LTD.
853 o( 855 SARfiKNT AVB. WIBiNIPBd
TAL.S1MII 8« 537
V«r3 blaBslns er $3.00 árgangurlnn borg-
let fyrlrfram. Allar borganir sendlst
THE VIKING PRiEfiS LTD.
8IGFÚ8 HALLDÓRS frá Höfnum
Rltstjóri.
Utanáekrllt tll blntUlnsi
THR VlKING PIIKSS, I.td., Boz 8105
Utnnflnkrlft tll rltstJArnnni
BDITOR HKIMSKKIÍVGL.A, Box 3105
WINNIPEG, MAN.
“Helmskrlngla Is pnbllshed by
The Vlklnic Prens Ltd.
and prlnted by
CITY PRINTIING « PUBI.ISHINO CO.
853-855 Snrsent A ve„ Wlnnlpeg, Mnn.
Telephnnei .80 53 7
WINNIPEG MANITOBA, 16. MAÍ 1928
y-’&f | y
Ellistyrkurinn
Þau gamalmenni, hér í Manitoba-
fylki, er ellistyrktarlögin ná til, eiga að
verða hans aðnjótandi þegar á þessu
hausti. og með því að ekki er langur tími
til stefnu, en mörg íslenzk gamalmen-ni
mega eiga styrksins von, sé í tíma á stað
farið, þykir Heimskringlu rétt sé að skýra
lesendum sínum frá því með hverjum
hætti styrkurinn fáist, svo hún hafi þó
gert sitt til þess, að enginn íslenzkur
fylkisiborgari þurfi að fara hans á mis.
Skilyrðin fyrir því að styrkurinn fáist
eru þessi;
1. ) Að umsækjandi, hvort heldur
karl eða kona, sé fullra sjötíu ára að
aldri.
2. ) Að umsækjandi geti fært sönnur
á borgararéttindi sín.
3. ) Að umsækjandi hafi verið tuttugu
ár í Kanada, og fimm árin síðustu hér í
fylkinu.
4. ) Að umsækjandi hafi ekki meiri
árstekjur af atvinnu eða eignum en nemi
$365.00, eða einum dal á dag.
5. ) Að umsækjandi hafi ekki orðið
sekur við hegningarlögin, ekki framið
glæp.
Það er auðvitað áskilið, að umsækjandi
verður að fullnægja öllum þessum skil-
yrðum eigi umsókn hans að verða tekin
til greina; ekki nóg að hann uppfylli að
eins þrjú eða fjögur.
* * *
Sannanir þær, sem krafist er fyrir
því að umsækjandi fullnægi öllum þess-
um skilyrðum eru þessar:
1. ) Til þess að færa sönnur á aldur
sinn, þarf umsækjandi að leggja fram
annaðhvort skírnarvottorð eða fæðingar.
Sé hvorugt fyrir hendi, en handbær heim.
ilisbiblía, þegin að erfðum frá foreldrun-
um, og hafi þeir, að brezkum sið, ritað
nafn barnsins (umsækjanda) og fæðing-
*rdag og ár í hana, er það einnig tekið
gilt. Sé ekkert af þessu fyrir hendi, þá
þarf umsækjandi að fá tvo valinkunna
meðborgara til þess að eiðfesta það, að
hann segi rétt til um aldur sinn.
2. ) Til þess að færa sönnur á borgara
réttindi sín, verður umsækjandi að leggja
fram borgaraskírteini sitt. Sé það ekki
fyrir hendi (glatað), þá er þó tekið gilt,
hafi umsækjandi tekið land itil yrkingar,
ef hann getur lagt fram bólfestuvottorð
sitt (search certificate). Geti umsækj-
andi hvorugt lagt fram, mun þó enn tek-
ið gilt, sé honum mögulegt að leggja
fram vottorð frá héraðsrétti (County
Court) um það, að hann hafi tekið borg-
arabréf.
3. ) Til þess að færa sönnur á tuttugu
ára landsvist í Kanada, og fimm ára fylkia
vist, þarf umsækjandi að fá tvo valin-
kunna nágranna sína eða meðiborgara,
til þess að eiðfesta það, að hann skýri rétt
frá um fylkis- og landsvist. — Það skal
þó tekið fram, að eftir því sem vér vitum
bezt, mun ekki litið svo á, að umsækjandi
hafi fyrirgert eilistyrknum, þótt hann
ljafi dvalið utanlands (t. d. í Bandaríkjun
um) um nokkurt skeið, sé það fuilsannað
að hann hafi komið til Kanada fyrir full-
um tuttugu árum, og tekið borgarabréf,
og fullnægi annars þeim skilyrðum, er
sett eru um þetta atriði, svo sem frá hef-
ir verið skýrt.
4. ) Umsækjandi verður sjálfur að
eiðfesta það, að hann hafi ekki árstekjur,
er fari fram úr $365.00. Miða ellistyrkt-
arlögin til þess, að tryggja hverjum sjöt-
ugum borgara lífeyri, er nemi að minnsta
kosti $1.00 á dag.
Um þetta atriði er það ennfremur
tekið fram í lögunum, að hafi umsækj-
andi átt fasteign, en gefið hana öðrum
sér til próventu, eða jafnvel skilyrðis-
laust, þá er hann ekki lengur umsóknar-
fær. Hafi hann selt fasteignina, verður
hann auðvitað, að skýra frá því hverjar
tekjur hann hafi af því fé, hafi hann það
á vöxtum sér til lífeyris, og kemur þá um-
sókn hans til greina, nemi þær tekjur
ekki $365.00 á ári.
5. ) Umsækjandi verður sjálfur að eið
festa það, að hann hafi ekki orðið sekur
við hegningarlögin, þ.e.a.s., ekki framið
glæp, er hann hefir orðið að þola fangels-
ishegningu fyrir, að lögum, t.d. morð,
þjófnað, skjalafölsun, meinsæri, rán,
íkveikingu, o. s. frv. Til glæpa telst auð-
vitað ekki, þótt maður hafi orðið fyrir
sekt im, eða einföldu fangelsi í þeirra
stað.
* * *
Það þarf tæplega að brýna það fyrir
öllum þeim, er til mála gétur komið, að
eigi ellistyrksrétt, að sækja. En
menn þurfa að gera það sem allra fyrst,
því búist er við, að farið verði að veita
styrkinn í lok ágústmánaðar, en á hinn
bóginn ekki alveg víst, þótt vonandi sé,
að til hrökkvi sú upphæð, $500,000, er
Manitöbaþingið hefir ákveðið að leggja
til styrksins, af sinni háifu. (Sambands
stjórnin leggur fram jafn mikið fé og
hver fylkisstjóm, samkvæmt ellistyrktar
lögunum, er samþykkt voru í Sambands-
þinginu.) Er því öruggast að koma um-
sóknum sem fyrst á framfæri. Umsókn-
ina á að stíla til; “The . Workmen’s
Compensation Board, Old Age Pension,”
og geta umsækjendur fengið þaðan til
sín send eyðublöð þau, sem nauðsynleg
eru fyrir umsóknina, jafnskjótt og um
þau er beðið.
Það skal að síðustu tekið fram, að
þeir íslenzkir umsækjendur, er þurfa að
skrifa heim til íslands, eftir fæðingar- eða
skimarvottorðum sínum, skulu , leita
þeirra hjá skjalaverði landsbókasafnsins
í Reykjavík, herra Hannesi Þorsteinssyni,
en ekki hjá sóknarprestinum í fæðingar-
sókn umsækjanda. Vottorðin frá skjala
verði kosta tvær krónur hvert, eða um
50 cent, og verður sú upphæð að fylgja
vottorðsbeiðninni, ásamt fullu nafni um-
sækjanda og foreldra hans og nafninu á
fæðingarstað umsæikjanda. Sé skjala-
verði skrifað strax, mun vottorðið komast
hingað í tíma fyrir styrkbeiðnina.
Stórblaðamennska
Það veltur á ýmsu um tölu “stór-
veldanna” í heiminum. Sem stendur
teljast tæpast nema fjögur ríki til þeirra:
Frakkland, Bandaríkin, Bretaveldi og Jap
an. Herafli ræður um það hver ríki séu
í stórveldatölu. Þó er nokkuð síðan tek-
ið var að telja “blöðin” til stórveldanna,
sökum áhrifa þeirra á ríkisráðsmennsk-
una, utanlands og innan.
Alþjóðleg viðskifti fara eftir utan-
ríkisráðmennsku hvers ríkis. Öldum
saman hafa þjóðirnar litið til þeirra
manna, er þau annast, sem goðmagnaðra
vemdarvætta með geislaibaug um enni.
Enda er ekki frekar skortur á ráðgátum
og dularfullum tilsvörum, er þeir láta lýð-
inn til sín heyra, en var í goðsvörunum
forðum daga.
Nú eru menn þó nokkuð teknir að
ráða í það, þótt of fáum skiljist enn til
fulls, að eins og prestastéttin stóð forð-
um að baki goðsvaranna, svo stendur nú
auðvaldið að miklu leyti á bak við tilsvör
og atgerðir hinna goðumlíku verndar-
vætta hvers utanríkisráðuneytis. Og
blööin, sem auðvaldið hefir að mestu
komist vfir, að minnsta kosti flest þau,
er mest mega sín, eiga það hlutverk af
hendi að inna, að sveigja þjóðarvilj-
ann í samræmi við goðsvörin. Menn em
furðulega iítið farnir að átta sig á þessu
ennþá, þrátt fyrir risaverk það, er ein-
stakir menn, eins og t. d. Upton Sinclair,
hafa unnið til þess að varpa raunsæisljósi
yfir aðferðirnar.
En öll vitneskja um þetta má oss
þykja í‘róðl,eg og íhugunarverð, hvert
sem vér búum í Evrópu eða Ameríku,
Kanada eða Bandaríkjunum. Með ör-
fárra ára millibili eru miljónir manna um
víða veröld reknir út í ófrið og eyðilegg
ingu, hvort sem menn vilja heldur kalla
að ráði, eða óráði, hinna “goðmögnuðu”,
og fyriir tilstilli blaðanna, þrátt fyrir það,
að yfirleitt skirrist maðurinn við að
drepa náunga sinn. Og þessu linnir
ekki, fyr en mönnum skilst það yfirleitt.
hvernlg blöðin, þetta volduga stórveldi
fara að þessu: að siga hinum stórveldun-
um hverju á annað og á varnarlaus smá-
ríki.
Hið nafnfræga vikublað “The Nat-
ion,” sem gefið er út í New York, tilfærír
nýlega ágætt dæmi um það hvemig unn-
ið er í þessu efni. Dæmið er alveg nýtt
af nálinni.
Alveg nýlega, 25. apríl, átti öldung-
deild Bandaríkjaþingsins, að greiða at-
kvæði um ýmsar ályktanir, er kröfðust
þess, að Bandaríkin skyldu þegar kalla
heim það herlið, er Coolidge-Kellogg
stjórnin hefir að þinginu fornspurðu
haldið í Nicaragua, í ófriði gegn fresis-
hetjunni Sandino, og fyrir tilstilli ýmissa
fjármálahákaria frá Wall Street. Mörg-
um þótti, sem töluverðar líkur væru fyr-
ir því, að" öldungadeildin myndi fallast í
þesar ályktanir. En sama morguninn,
sem atkvæðagreiðslan skyldi fram fara.
birtu stórblöð í Bandaríkjunum, frá hafi
til hafs, fregn frá Nicaragua, með þessarí
fyrirsögn, er skráð var risaletri á fram-
síðunni: “Ræningjar í Nicaragua Myrða
Bandaríkjamann.” “George B. Marshall,
frá New York, aðstoðarráðsmaður La
Luz y Los Angeles gullnámunnar, er tek-
inn var höndum af mönnum Sandino, var
myrtur, samkvæmt fregnum er hingað
bárust í dag,” hafði stórblaðið “New York
Times” eftir einkafregnrítara sínum, í
borginni Managua, í Nicaragua. Sömu
fregn fluttu öll blöð “Associated Press,”
blaðahringsins mikla, er Upton Sinclair
hefir bezt lýst. FYegnriti “Times” bætti
því við að Sandino hefði skipað hers-
höfðingjum sínum, að taka alla Ameríku-
menn af lífi.
Þetta hreif. Öldungadeildin felldi
allar ályktanirnar. Copeland, öldunga-
ráðsmaður frá New York, kvað meðal
annars, mcir en í meðallagi blautgeðja,
ef nú væri kallað heim herliðið úr Nicara-
gua, er svo værí komið, að uppreisnar-
menn þar myrtu ameríska borgara, er
gegndu aðeins lögmætri atvinnu sinni.
Ætti betur við að koma uppreisnarmönn-
unum í fullan skilning um það, að Banda-
ríkin myndu halda þar herliði sínu, unz
hver Bandaríkjaþegn ætti vísa vernd
gegn þessu morðingjafargani.
Fleiri töluðu á sömu leið og sumir
meiri eggjunarorðum. Jafnvel Borah
greiddi atkvæði á móti ályktununum og
sagði meðal annars, að slíkir atburðir
leiddu í ljós nauðsynina, er borið hefði
til ráðstafana forsetans til þess að vernda
líf og eignir manna í löndum þar sem
þessi ósköp kæmu fyrir. Og hinn ágæti
Norris frá Nebraska, er ályktanirnar bar
fram gat náttúrlega lítið annað gert, en
dregið í efa að öruggt væri að reiða sig á
þessar fregnir. Og þannig sigraði Cool-
idge—Kellogg stefnan í öldungadeiid
inni.
En þegar næsta dag birtu biöðin
sannleikann. Auðvitað þó ekki á fram-
síðunni, þar sem rnest bar á. Enda ekki
ólíklegt að flestir lesendur standi enn í
þeirri trú, að Marshall hafi verið myrtur.
En eftir að morðfregnin barst
frá Nicaragua barst bréf frá
Marshall, þess efnis, að hann
lifði sem blóm í eggi þótt hand-
tekinn væri. New York Times
bætti við þeirri athugasemd:
að “svo virðist, sem þessi fregn
afsanni það, að menn Sandino
liafi myrt Mr. Marshall!” Þetta
“virðist,” minnir á það, er Mark
Twain lýsti yfir því, hér um ár-
ið, að dánarfregn sín væri bara
töluvert orðum aukin.
“The Nation” segir síðan:
“Á grundvelli slíkra laga hafa
Bandaríkin byggt stefnu sína í
Nicaragua. Þegar sjó-
liðið gekk á land í Nicaragua,
23. desem'ber 1926, var oss tjáð
af hálfu stjórnarvaldanna, að
“pólitísk afskifti yrðu engin”—
þessi ráðstöfun væri til þess
eins gerð, að vernda líf og
eignir amerískra borgara. Síð
ar, er það kom í ljós að hvorki
lífi nokkurs Ameríkumanns, né
jafnvel fjalakofa, hefði minnsta
hætta verið búin, var oss sagt
að herliðið hefði verið landsett
til þess að varðveita skipaskurð
aréttindi vor. Þegar það kom
á daginn að báðir flokkar í Nic-
aragua voru óðfúsir í það, að
Bandaríkin gerðu skipaskurð
gegnum landið, var oss tjáð að
“leðurhálsarnir” (svo eru þess-
ir ameríkiu sjóliðir nefndir í
gamni) væru í Nicaragua til
þess að koma á friði, og kenna
landsmönnum aðferðina við
heiðarlegar kosningar! í ellefu
daga, eftir það að einn af að-
mírálum Bandaríkjanna háfði
sett ritvörð um öll símskeyti og
.loftskeyti, frá aðalherstöövum
sjóliðanna, fullvissaði ríkisráðu
neytið oss um það, að engin
ritvarzla ætti sér staíð. í tvo
mánuði eftir að sjóliðarnir höfð
u gert upptækan vopnafarm, er
ætlaður var frjálslynda flokkn-
um, og fleygt öllum vopnunum
í eitt fljótið, neitaði ríkisráðu-
neytið að sú fregn væri sönn;
en þá loksins játaði einn em-
bættismaðurinn, að sjóliðarnir
hefðu gert upptæk vopn fyrir
frjálslynda flokknum og “týnt”
þeim á leið yfir fljót eifct. Þeg-
ar Mr. Stimson, (í umboði
Coolidgie forseta), í maímán-
uði í fvrra hótaði Moncada
hershiöfðingja (frjáJsilynda
flokksins í Nicaragua) gjöreyði
leggingu, nema hann legði nið-
ur vopnin, en bauð honum $10
fyrir byssu hverja, ef hann
gerði það, hélt Washington-
stjórnin í fyrstu leyndum þess-
um fregnum um hótunina og
mútuna. 15. maí í fyrra til-
kynnrí Mir. Stimson Bandaríkja
þjóðinni: “borgarastríðið í Nic-
aragua er nú að fullu á enda
kljáð;” í október sagði hann
að lið Sandínó “mætti heita
gjör-tvístrað;” og núna í vik
unni sem leið, rétt áður en San-
dínó náði gullnámunum á sitt
vald, var oss tjáð að hann væri
iflúinn yfir landmælri Hondur-
as.
Hver öldungaráðsmaðurinn á
fætur öðrum, sem atkvæði
greiddi á móti þingsályktunartil
lögu Norrisar, tók það fram,
að vér hefðum aldrei átt að
senda sjóliðana til Nácaragua,
en úr því að vér værum nú einu
sinni komnir þangað, þá yrðum
vér að sitja sem fastast. Það
er eldgamla sagan, upp aftur
og aftur. Senniiega greiða
þessir sömu öldungaráðsmienn
gallharðir skakkt atkvæði aftur,
úr því þeir á annað borð gerðu
það í fyrstu. Enginn játar með
glöðu geði að hann hafi látið
leika á sig.
Sannleikurinn er sá, að allir
Ameríkumenn voru öruggir í
Nicaragua, unz sjóliðarnir kom
u; nú er hverjum Ameríku-
manni þar hætta búin. Mar-
shall er á lífi, en tuttugu og
einn sjóliði hefir látið líf sitt
fyrir hégóma ............”
w dodds
jKIDNEYl
___ : -M
í fullan , aldarfjórðung hafa
Dodds nýrna pillur verið hin
viðurkenndiu jneðuL ,við bak-
verk, gigt og bröðru sjúkdóm-
um, og hinna mörgu kvilla, er
stafa frá veikluðum nýrum. —
Þær eru til sölu í öllum lyfabúff
um á 50c askjan eða 6 öskjur
fyrir $2.50. Panta má þær beint
frá Dodds Medicine CQmpany,
Ltd., Toronto 2, Ont., og senda
andvirðið þangað.
Fyrirspurn viðvíkjandi
fiskisamlaginu
Betra er hálfur 'hleitur en algert
fcrauöleysi, datt mér í fcug ’þegar ég
las greinarnar í blööunum um fiski-
félagiö fyrirlhuigaöa. Þetta er ekki
aö fullu þaö sem ég hafði vonast
eftir, þó stórt spor í áttina.
Þó er ein spurning sem mig langar
að leggja frarn, og é,g vona aö henni
verði svarað opinlberlega, því ég
álit hana svo þýöingarmikla, aö á
henni geti oltið eindregið fylgi fiski-
manna.
Og spurningin er þessi:
Er áætlað aö hluthafinn, eða ihlut.
urinn hafi atkvæði í þessu félagi ?
Eg meina: Hefir maðurinn með
hundrað hluti, hundrað atkvæði eða
eitt ?
Eg álít, að ef hluturinn greiðir
aftur atkvæði, þá verði þetta aldrei
annað en félaig fiskikaupmanna, iþví
þótt fiskimenn séu margfalt fleiri þá
verða það þó peningar hinna fáu,
sem stjórna.
Af því að ég er Mr. Páli Reykdal
lítið eitt málkunnugur, þá bið ég
hann að svara. , í
Virðingarfyllst,
Kristinn Pétursson.
----------x-----------
Halldór Kiljan Laxness
í San Francisco
Hal'l.dúr Kil/jan Laxnessv ritíhJöfi-
undurinn ungi, hefir dvaliþ hér í
San Francisco síðan itm nýár, og
skrifað af kappi, eins og vant er. A
þessum^sama tima hefir hann einnig
flutt marga fyrirlestra á ensku, bæði
hér og i nærliggjandi bæjum. Oak-
land oig Berkley, um Island, sögu
og þjóð, bókmentir og listir, og hvar-
vetna verið framúrskarandi vel tek-
ið, enda er hér talsverður áhugi með-
al mentamanna að kynnast Islandi,
og það svo, að ýmsir hérlendir menn
hafa í hyggju að iheimsækja Islan i
1930.— Hann hefir einnig unnið að
þýðinigu á sögu sinni “Vefarinn mikli
frá Kasmír” á ensku ásamt kunn-
ingja sínum hér og munu þeir langt
á leið ko.mnir með venkið.
Yms af stórblöðunum, svö seni
“San Francisco Chronicle,’’ “San
Krancisco Call,” “Oaikland Tri'bune”
og “Oakland Times” hafa getið fyr-
irlestra hans, drepið á æfi hans oj£
starf, og haft samtöl við hann, t. d.
um skilnað Islendiniga og Dana.
“Bien” blað Norðurlandamanna, hef-
ir eftir honum að hann sé að semja
tvær nýjar bækur, sögu sem blaðið
kallar “De Udstödte,” en hana mun
höfundur kalla “Fimtu stétt” á Is-
lenziku og fjallar hún um útskúf og
afhrök mannfélagsins. Sömuleiðis
er hann að skrifa fræðirit í ritgerða-
formti, sem fjaljar um uppeidisjnái