Heimskringla - 13.06.1928, Blaðsíða 1
XLII. ÁRGANGUR.
NÚMER 37.
WINNIPEG, MAN., MIÐWKUDAGINN 13. JÚNÍ 1928.
SLITUR
i
Er frá þér ættjörð, leið ég lagði
lostin sorg, en hýr í bragði,
einhver rödd við eyru sagði:
“Ýttu vængjum þöndum,
úfcþrá býr þér byr að fegri löndum.”
En innra var sem eldur brynni
—er mér stundum það í minni—
þegar ég leit þig síðsta sinni,
af svölum Ægis bárum,
þá var land mitt laugað himins tárum.
Pannst mér eins og afltaug brysti—
eitthvað stórt og kært ég misti—
en íslands vættur rúnir risti
ritaðar meginstöfum:
“íslenzk þjóð á þrótt úr norðurs höfum.
Vandist hún við eld og ísa
upp hún mun sem Fönix rísa
land og fcungu lofa og prísa;
þótt lúti hún vesturs gæðum,
sjálfa sig hún finnur í riti og ræðum.
Heiminum mun hún segja sögur,
sönn eru hennar ljóð, og fögur,
Snorra mál og snillibögur
snerta dýpsta strerginn.—
Slíkt á íslenzk þjóð — en önnur engin.
Og þér sem dáð og drenglund metið,
djörfung unnið hvar sem fetið,
trútt er íslenzkt eðli, ef getið,
ávalt séð við fingur —
sómi er að vera sannur Islendingur.
Og þér sem íslands mælið máli
megin þátt úr andans stáli,
birtið æ í orkubáli
íslands fornu tungu,
guðamáls, er svanir um aldir sungu.”
* * *
Fullhugar úr fjallalandi
finna jafnan hlé við grandi;
varla mun þeir sigla að sandi,
en seglum beita í vindinn,
og markið ávalt miða á hæsta tindinn.
•
Þá mun okkar efsta brúnin
og útsýnin um feðratúnin.
Við sigurmerki sett við húninn
sækjum hæsta tindinn.
Þá mun oss ei þoma þroska lindin.
Sigríður Guðmundsdóttir.
Sjö-syStra fossarnir.
Bráfcabing'ðarúrskuröur er nú fall -
inn í Sjö-systra málinu, á þá leiö,
að þeir, er Ihlynntir eru öpinberri
virkjun mega vel við una. Lýsti
innanríkisráðherra yfir því í sam-
bandsþinginu á miðvikudaginn var,
a8 hann myndi ekki ráðstafa foss-
unum fyr en fylkisbúar í Manitoba
væru búnir aS koma sér sæmilega
saman um það hvaö gera skyldi
Kom þessi yfirlýsing sem svar viS
því atriöi í ræðu, er Mr. Bennett
leiðtogi conservatíva hélt, að engum
auðsuppsprettum í Vestur-Canada
skyldi ráðstafað framar án sam-
þykkis þingsins.
Mr. Stewiart bætti því við yfir-
lýsingu sína, að sér væri, eftir mjög
ítarlega yfirvegun, ómögulegt að sjá,
að velferð nokkurs manns eða staðar
væri í húfi, þótt beðið væri með að
ráðstafa fossunum. — Kemur þessi
yfirlýsing- dálítið í bága við þá for-
mælendur • Winnipeg Blec.tric, bg
fylgisnata hér, er hafa talið það
Mfsspursmál, hvorki meira né minna,
fyrir fylkið að fosarnir yrðu virkj-
aðir tafarlaust, o/ því að þeir vis^u,
að eins og stóð, var lítt mögulegt fyr-
ir nokkurn nema Winnipcg Blectric
að virkja þá.
Flugfrcgnir.
Afburða 'flugafrek leystu rlýlegh
af hendi tveir Astraliu flugmenn,
Charles Kingsford Smith, höfuðs-
maður, foringi fararinnar, og Charl-
es Ulm, með aðstoð tveggja Banda-
ríkjamanna: H. W. Lyons og James
Warner. Flugu þeir Kyrrahafið
mitt, fyrstir manna, frá Oakland,
Cai., til Sydney, í Astralíu. Eru það
7788 mílur, sem fugl flýgur. Lögðu
á stað 31. maí og komu til Honolulu
næsta dag, eftir 28 klt. flug. Frá
Honolulu lögðu þeir sunnudag. 3.
júní og flugu til Suva á Fiji eyjum
á nær 40 klukkustundum. Eru það
það 3,138 mílur yfir eyðihaf, lengsta
sæflug, er enn hefir nokkur farið.
Frá Suva flugu þeir 1700 mílur til
Astraliu. Gaf stjórnin Kingsford-
Smith $25,000 og er sagt að hann
verji því ef til vill til þess að halda
áfram ferðinni kring um hnöttinn.
* * *
Areiðanlegt er nú að Nobile og
þeir félagar eru á lífi, á ísnum norð-
austur af Spitzibergen. Strandaði flug
skipið, íþyngt af klaka og meiddust
sumir við það. Er hamast að björg-
unartilraunum af öllum þjóðum, og
munu Norðmenn hafa komist næst.
Sagt er að Luetzowi Holm eða Riis-
er Larsen, er var með Amundsen á
pól fluginu, hafi þegar séð úr lofti
eitfchvað af skipshöfninni á ísnum.
Segja skeyti frá þeim þá eðlilega
mjög aðframkomna.
-----------K-----------
'Mr. Snjólfur Austmann, er dvalið
hefir hér í borginni nokkurn tíma
undanfarið, náði nýlega símtali við
dóttur sina í Los Angeles, Mrs. An-
thony Fokker. Höfðu þau hjón
flogið nýlega frá Niövv Yoilc til
Los Angeles, og tók það ekki nema
28 klukkutíma, með 12 sæta Fokker
flugvél nýrri, með sérstaklega þægi-
legri klefagerð, og skrautlegri, er
amerísk blöð herma að Mrs. Fokker
hafi sniðið til prýðis, innanklefa.
Mrs. Fokker býst við að koma hingað
til Winnipeg, að sjá föður sinn og
systur, og má vera að Mr. Fokker
komi líka, fái hann tíma til þess,
þá ef til vill í viðskiftaerindum.
Séra Rögnvaldur
Pétursson sæmdur
doktorsnafnbót
I gærdag hófst uppsagnarhátíð
guðfræðisskólans fræga, sem kenndur
er við Meadville, en sem nú er ein
deild Chicagoháskólans. Verða rekt
oraskifti við skólann á þessari há-
tíð. Lætur af rektorsstarfi pró-
fessor dr. F. C. Southwiorth, er hef-
ir gegnt því síðan 1902, er hann tók
við af dr. George Lovell Cary, bróð-
ur “Cary-systranna,” er gátu sér
frægð sem skáldkonur. Við em-
bættinu tekur nú dr. Sidney B. Snow,
ensk-canadiskur að uppruna, fyrrum
prestur í Montreal, meðlimur “Inter-
national Relations Committee of the
Balkans,’’ er starfar í sambandi við
alþjóðssamlbandið í Genf.
Til hátíða þessara bauð háskólinn
séra Rögnvaldi Péturssyni héðan frá
Winnipeg og bað hann að þiggja
doktorsnafnbót í heiðursskyni. Fór
hann héðan, ásamt frú sinni og
Ölafi, næst-yngsta syni þeirra hjóna,
á sunnudaginn. Búast þau hjón
við að fara um Duluth heimleiðis
aftur.
Doktorsnafnbót þessi er sr. Rögn-
valdi mikill heiður, þó að vísu sé
hann verðskuldaður. Meadville
skólinn er einn hinn merkasti sinnar
tegundar hér vestra. Var hann
stofnaður 1844, af dr. Fr. Hvidekop-
er, er var fyrsti forseti skólans, er
var evrópiskur fræðimaður nafntog-
aður, af hollenzkri ætt, gamalkunnri,
bæði í Hollandi og New York. Yms-
ir ágætir menn hafa við skólann starf
að síðan t. d. gamli dr. Cary; pró-
fessor Francis A. Christie, norrænn
Skoti, ’Orkneyingur, einn frægasti
sagnfræðinigur Bandaríkjanna, og
dlr. W. Gílman, híagfræð|ingurinn
nafnkunni, er fyrstur manna kom á
kennslu í stjórn- og hagfræði og
I mannfélagsfræði við guðfræðisskóla
í Bandaríkjunum.
Frá skólanum hafa þessir Islend-
ingar útskrifast það Heimskringla
til veit: Séra Rögnvaldur Péturs-
son, fyrstur; séra Jóhann P. Sól-
mundsson; séra 'Guðfcnundur Arna-
son og séra Albert E. Kristjánsson.
Og nú stundar nám við hann Philip
Pétursson, sonur Olafs Péturssonar
fasteignasala, en bróðursonur tir.
Rögnvaldar.
---------X----------
Mr. Guðmundur Magnússon, er
undanfarið hefir búið að 514 Bev-
erly Str., er nú nýlega fluttur það-
an, og er heimilisfang hans nú að
653 Home Str.
Gefin vóru saman í hjónaband af
séra Ragnari E. Kvaran, á laugardag
inn 2. júní,, Miss Óílöf Sigríður
Peterson, 518 Sherbrooke Str., og
Mr. Ölafur Stefán Laxdal 622 Mary-
land str.
Miðvikudaginn 6. júní gaf sami
prestur saman Miss Stefaníu Ingi-
björgu Thomson, 286 River Ave., og
Archibald Mitchel Carter, 729 Tor-
onto str. Heimskringla óskar tii
heillla.
Fundarboð
Almennur fundur, til þess að ræða
um Islendingadag í Norður Nýja Is-
landi 1928 verður haldinn í Arborg
(Municipal Hall) sunnudaginn 17.
júní kl. 1. e. h. Fjölmennið fund-
inn.
G. O. BinarSson, ritari.
Salmagundi
Um langt skeið hefi ég átt mlér
tvö uppáhaldskvæði á íslenzku máli
— “Island, farsælda frón,” eftir
Jónas HaWgrimsson, og “Kveðlju
Islands til konungs,’’ eftir Bólu-
Hjálmar. Nýlega hefir bæst við
töluna þriðia pppáhaldskvæðið. —
“Við verkalok,” eftir St. G.
Mér finnst ég eiga þessi kvæði,
fee simple, þó eignarrétturinn sé
kannske hver,gi skráður, og teljist
ekki með öðrum assets. En nokkurs
eru þau þó virði, á mati því sem
Shakespeare (minnir mig) kallaði
“coin of the soul” (gjaldeyri and-
ans).
Og þannig mætti lengi telja. Eg
á t.d. tvær uppáhalds smásögur, sem
mér finnst taka öðrúm fram á ensku
máli — “A Kentucky Cardinal,”
eftir James Lane Allen, og “Mar-
jorie Daw'’ eftir Thomas Bailej'
Aldrich. Svo á ég einnig uppá-
halds skáldsagnahöfund, meðal
þeirra sem nú rita, og sem er mest
við minn smekk — Albert W. Hick-
man — og slæ ég algerðu eignar-
haldi á allt sem hann lætur frá sér
fara í opinberum ritum.
Þá telst og einnig með assets á
þessu mati, minning um kveldstund
er Sigfús Halldórs frá Höfnum
lítið eitt við skál, söng “Sofðu unga
ástin min,” og þú “Bláfjalla geim-
ur.” Eg á að vísu, John MacCorm-
ack á hljómplötum, (með eignarhaldi
sem hið opinbera viðurkennir), og
er hann næsta bóngóður hvenær sem
ég fer fram á það að hann sýnjgi
fyrir mrg. En svo er það hvoru-
tvejggja, að John MacCormack tekur
Sigfúsi hvergi fram í söng, er hon-
umi tekst sem bezt upp, og hitt,
að hann sýngur hvorki “Sofðu unga
ástin mín” né “Þú bláfjalla geim
ur.”
Skáldin eru ekki, að öllum jafn-
aði, látin í askana. En trúað gæti
ég því, að Jóni Bola yrði það á að
klóra sér bak við eyrað, ætti hann að
velja milli Indlands og Shakespeare.
I krafti þessa getur hver einstakl-
ingur verið andlegur miljónamæring
ur og fjárhagslegur öreigi eða þvert
á móti. Eða hvaða EIGN getur
Islendingur átt dýrmætari í fórum
sínutn, en Andvökur Stephans? Með-
an hann kann að meta Stephan þá
sezt ekki fátæktin að hjá honum.
—L. F.
-----------x----------
Séra Þorgeir Jónsson messar að
Arborg sunnudaginn 17. júní kl 2
e. m.
Héðan fór á laugardaginn var suð-
ur til Minneapolis, dr. ölafur Helga-
son, er heiman frá Tslandi kom í
fyrrasumar, og hér hefir síðan dval-
ið, við að kynna sér spítalastarfsemi.
Hyggst hann að dvelja við það í
Minneapolis fram til haust, að hann
hverfur heim aftur til Islands.. Per-
sónulega sjá allir þeir er dr. Olafi
kynntust hér, eftir honum því hann
var manna prúðastur og viðfeldnast-
ur og kynnti sig hverjum manni vel
að drengskap og glaðlyndi. En á
hinn bóginn fagna vinir hans þvi,
að ættjörð hans á að fá að njóta
starfskrafta hans, er óhætt að gera
sér hinar beztu vonir um. óskar
Heimskringla honum beztu farar-
heilla og framtíðargengis.
---------,x--------
VERÐI NEFNDIN REKIN.
Fleiri þúsund fús ég igef
fátækum í soðið:
það er að segja, ætla — ef
enginn þiggur boðið.
XXX
Yfirlýsing
Vér undirskrifaðir viljum hérmeð
láta í ljós opinberlega ástæður vor-
ar fyrir því að vér gengum af
fundi sem haldinn var á laugardags-'
kveldið 9. júní, af mönnum þeim
sem samtök höfðu í því, að heim-
fararnefndin tæki ekki á móti pen-
ingum frá stjórnarvöldum, til undir-
búnings fyrir heimförina 1930; og
að þeim peningum sem fengnir vóru
yrði skilað.
Fyrst og fremst viljunv vér láta í
ljós, að það er vor skoðun nú, og
hefir alltaf verið, að Islendingar
vestan hafs ættu ekki að þiggja
nokkra peninga frá hérlendum stjórn-
um í samlbandi við undirbúning hér
vestra til þátttöku þeirra í hátiða-
haldinu fyrirhtígaða á Islandi árið
1930.
En einnig er það álit vort, að í
sambandi við þetta hátíðahald hafi
hin íslenzka þjóð svo frábærlega
einstakt tækifæri til þess að sýna og
sanna að hvað miklu leyti forfeður
vorir hafa lagt til í grundvöll þann
er menning flestra þjóða nútímans
byggist á. Þessvegna, þrátt fyrir
afstöðu vora á fjárveitingarhlið
málsins, hefir oss aldrei dulist það,
að bæði væri það æskileigt, og óhjá-
kvæmilegt, ef þátttaka vor Islendinga
hér vestra, ætti að verða með þeim
hætti, sem hátíðahaldinu er samboð-
ið, og þessi viðburður í sögu
Islendinga verðskuldar, að vér
allir sem heild gætum sltarfað og
hugsað í sameiningu að þvi máli.
Er það því vor afstaða, að vér
viljum ekkert gera, er bilið geri
breiðara, heldur sá vegur valinn, er
til einingar mætti draga.
Vér höfurn leitað þess millivegs,
er báðir gætu stefnt inn á, án þess
að Islendingum væri ósæmd af, og
finnst oss að síðasta tilboð það sem i
heimferðarnefndin gaf, nái þeim
tilgangi.
Tilboðið hljóðar þannig:
Winnipeg 8. júní 1928.
1. Heimferðarnefndin lofast til
þess að veita ekki móttöku meira fé
frá stjórnum i Canada til undirbún-
ings heimfararinnar, en hún hefir
þegar tekið á móti.
2. Stjórninni- í Sask. sé tilkynnt
að ýmsra orsaka vegna, sé ekki hægt
að nota fé það, sem nú hefir verið
afhent heimfararnefndinni, ;til þess
sem ákveðið var í fyrstu. En farið
sé fram á það við stjórnina í Sask.
að hún verji fé því sem um er að
ræða, í sambandi viið hátíðhhöldin
1930.
3. Að fimm manna nefnd sé sett
til þess að athuga og ákveða hvernig
fénu skuli varið, oig tilkynna heim-
fararnefndinni úrskurðinn, og sú
nefnd skuldbindur sig til þess að til-
kynrta Saskj. stjórninni úrskurðjinh
og hlíta honum í öllu.
4. Tveir af þessum mönnum
skulu kosnir af heimfararnefndinni,
tveir af andstæðingum nefndarinnar,
sem í sanæinlingu velja sér oddía-
mann.
iHeimfararnefndin gerir þetta til-
boð, en að sjálfsögðu með þeirn
skilningi, að verði því hafnað, þá
skoðar hún sig ekki bundna af neinu
atriði þess.”
Ef einhver misskilningur gæti
átt sér stað um orðalag í tilboði
þessu, var mjög auðvelt að fá það
leiðrétt, þar sem enginn efi var um
aðalkjarna tilboðsins.
Oss finnst að greinarmun sé hægt
að gera á lofuðu og fengnu fé, og
að enginn minnkun innifelist í þvi,
að farið sé fram á það við Sask.
stjórnina, að hún verji fénu, sem
hún er búin að afhenda, á einhvern
hátt í sambandi við hátíðahöldin
1930. Ef það er minnkun, þá er hún
ekki svo ógurleg að eigi sé þolandi,
ef með þvi móti verði aðalmálefninu
borgið.
Þessi millivegs tilraun vor virðist
hafa að öllu leyti misihepnast, þar
setn því var lýst yfir á ofangreind-
um fundi. að fundurinn gæti ekki
þegið neitt ttlbbð, frá heimferðar-
nefndinni, nema það eitt, að því fé
er nefndin væri búin að taka á
móti, væ^i algerlelga skjlýyrðislaust
skilað aftur. Tilboðið þarf því
eigi að ræða, því þessi afstaða varð
ekki á annan veg skilin en svo, að
engar bendingar mætti gefa um-
ræddri stjórn um það, að hún notaði
það í sarríbandi við hátíðahöldin.
En með því að það er vort álit
að engin ósæmd sé unnin oss sem
þjóðflokki, þó að nefnd væri skip-
uð til að gefa slíkar bendingar, og
þó að Sask. stjórnin verði peningun-
um samikvæmt tilmælum téðrar nefnd
ar, þá gátum vér ekki fallist á af-
stöðu fundarins, er með engu móti
vildi taka nokkra tilhliðrunarsemi
til greina.
Þeirri viðleitni vorri var vísað frá
Og þar með vorum skilningi á mál-
inu. Þessvegna sjáum vér oss ekki
fært að fylgjast lengur með þeim í
þessu máli. Samfélag vort yrði
þeirra málstað ekkert til styrktar, er
oss virðist nú vera kominn fram
fyrir það er fyrir oss vakti.
W. J. LINDAL
PETER ANDERSON
A. BLONDAL
FRANK FREDRICKSON.
■■ ■ '■ ■■—x--------
Héðan fór í gærdag, vestur til
Vancouver, B. C., Dúe Eðvaldsson,
bátasmiður og fiskimaður, er hér
hefir dvalið í Winnipeg síðan 20.
marz í vetur, að hann kom norðan
frá Ft. Churchill, þar sem hann hafði
dvalið árlangt, en orðið að yfirgefa
vegna veikinda. Er hann nú heill
heilsu, og mun að mestu leyti hafa
náð sér aftur eftir veikina (brjóst-
himnubólgu). Þó hefir læknir
hans ráðið honum að breyta um
loftslag og hyggst hann þvi að
dvelja vestur á Kyrrahafsströnd um
alllangt skeið. Er eftirsjá í Dúa
héðan því hann er hagsýnn og dugti-
aðarmaður að eðlisfari. Oskar
Heimskringla honum góðrar ferðar,
heilsu og heilla. —
.J