Heimskringla - 27.06.1928, Síða 4
4. BLAÐSIÐA
HEIMSKRINGLA
WINNIPEG 27. JÚNÍ 1928
Hdmskringla
(Sfofnun 1H86>
Kemnr at A hverjnm ml9Tlkod«Kl.
EIGEXDUR:
VIKING PRESS, LTD.
853 eg 855 SAHGEXT AVE, WISÍNIPEO
TALStMI: 86 537
ÍV«rTS blaDslns er $3.00 á.rgangurlnn borg-
Ist fyrirfram. Allar borganir sendlat
THE VIKING PRmS I/TD.
SIGFÚS HALLDÓRS Irá Höfnum
Rltstjórl.
llínnflwkrllt tll blafialnflt
THE VIKING PHESS, Ltd., Bni 8105
1'tnnAHkrlft tll rltfltjftrnnw i
EDITOÍl HEniSKHlMiLA. Ilni 3105
WIN ÍVIPPG, MAN.
“HelmskrlnKla ls publlshed by
Tbe Vlklna Prenfl I,td.
and printed by
CITY PHINTIIVG & PLBLISHHIG CO.
653-855 Sarfcent Afe.. Wlnn IpeK, Man.
Telepbone* .80 53 7
i—— .........
WINNIPEG MANITOBA, 27. JÚNÍ 1928
HEIMILISIÐNAÐAR-SÝNINGIN
I>að verða naumast skiftar skoðan-
ir um það, meðal þeirra, sem brugðu sér
norður í gistihöll C. P. R. í síðustu viku,
til þess að líta á sýninguna stóru, er þar
var á ferðinni, að sú ferð margborgaði
sig. Hinn mikli salur hallarinnar á
neðsta gólfi var allur lagður undir sýn-
inguna, enda veitti ekki af miklu rúmi,
því þjóðflokkarnir voru margir, sem
sýndu hér handbragð og kunnáttu sína
í margvíslegum myndunl.
Eins og getið hefir verið um áður
í þessu blaði, þá stóð “Thé Canadian
Handicrafts’ Guild,” sem hefir aðal að-
setur í Montreal fyrir sýningunni. Félag
þetta er, eins og nafnið bendir til, til
þess stofnað að hvetja menn til að halda
uppi fögrum vinnubrögðum á heimilum
og vernda hina gömlu handavinnu, sem
vitaskuld á í vök að verjast fyrir verk-
smiðjuiðnaðinum. Er þessi viðleitni
hluti af hreyfingu, sem gætir mikið með-
al allra menningarþjóða, því vitrum mönn
um er það ljóst, hve mikið af dýrmætri
menningu fer forgörðum, ef menn týna
niður allri sjálfstæðri vinnu, þar sem hug-
vit og snild einstaklingsins fær að njóta
sín.
Þessi sýning hér í Winnipeg var í
þetta sinn með þeim hætti, að hún var
einskorðuð við “The New Canadians,” þ.
e. þær þjóðir, sem hina síðari áratugi
hafa tekið sér bólfestu hér í landi, sýndu
hér listir sínar. Fékk hver þjóðflokkur
afmarkaðan stað í salnum og hékk fáni
hverrar þjóðar yfir hennar svæði. Var
flest starfsfólk við sýninguna í þjóðbún-
ingi sínum, og varð því næsta mikið lit-
skraut yfir að líta.
Ekki er nokkur leið til þess að gefa
lesendum neina hugmynd um, hve marg-
breytilega vinnu hér var kostur á að sjá.
Þjóðflokkarnir voru margir, og hver
öðrum ólíkir. En það er ótrúlegt hve
maður fær mikið yfirlit á skömmum
tíma um mismunandi upplag og lundar
far þjóðanna af að horfa á svona sýn-
ingu. Yfir sérhverjum flokk var ein-
hver sérkennilegur blær, sem engin önn-
ur þjóð átti. Mismunurinn á hinni vönd
uðu, en dálítið yfirlætislegu, útskornu
stælingu á dómkirkjunni í Milanó, eftir
ítalskan hagleiksmann, og hinum ein-
kennilegu og persónulegu smásmíðum
Svíans.var vissulega eftirtektaverður. Og
samskonar samanburður var alstaðar
fyrir manni.
Vér veittum að sjálfsögðu íslenzku
sýningunni mesta eftirtekt. En lakast
var, að sá sem þetta ritar, hafði svo sára-
lítið vit á þeim munum, sem þar voru
sýndir. Það var sem sé að langmestu
leyti kvennavinna, sem flestum dauðleg-
um karlmönnum er að jafnaði hinn mesti
leyndardómur. En hitt duldist ekki, að
mikið verk hafði verið í það lagt, að
safna að úr ýmsum áttum, og koma öllu
smekklega fyrir. Hafa margar dugn-
aðarkonur að þessu unnið nra langan
tíma og varið til þess mikilli elju. Mrs.
Th. Borgfjörð veitti íslenzku sýningunni
forstöðu og leysti það verk af hendi með
þeirri forsjálni og frábærum dugnaði,
sem henni er gefin í svo ríkum maðli.
Var til þess tekið í ensku dagblöðunum
hér í borginni, hve vel henni hefði tek-
ist að skýra hvaðeina fyrir gestum, svo
þeir fengju sem réttasta hugmynd um
grtpina. Flestir kvenmennirnlir, sem
við sýninguna störfuðu, voru í íslenzkum
þjóðbúningum. Kom það enn í ljós, hve
mjög þeir búningar bera af þjóðbúning-
um svo að segja allra annara. Vér
veittum þessum aithygli: Mrs. F. Johnson
í skautbúningi, Miss Lára Borgfjörð í
kirtli, Mrs. R. Davíðsson í upphlut, Mrs.
G. Bjarnason, Mrs. Ingibjörg Goodman,
Miss Margrét Pétursson, Mrs. V. Beck,
Mrs. F. Watne í peysubúningi.
Þrjár konur voru fengnar til þess að
sýna mismunandi (vinnubrögð: |\lrs. F.
Johnson baldýringu, Mrs. V. Beck spuna
og Mrs. Ingibjörg Goodman vefnað.
Er ekki nokkur minnsti vafi á því,
að sýningin var Islendingum til mikils
sóma. Fengu þeir tvenn fyrstu verð-
laun: fyrir prjón (Mrs. H. Magnússon,
Lundar) og fyrir band (Mrs. J. S.
Schram, Árborg) . Auk þess fengu þeir
lofsverðan vitnisburð um margt annað.
Aðeins einn hlutur skyggði á ánægju
vora í sambandi við sýninguna. Það
var töluvert áberandi hve íslenzkir karl-
menn hafa varðveitt mikið lakara sína
handavinnu en kvenfólkið. Smíðisgrip-
ir þeir, sem sýndir voru, — gull, silfur,
tréskurður, o. s. frv. — voru langflestir
að heiman. Nokkurir mjög laglegir
gripir voru eftir Mr. Eírík Scheving og
Eírík H. Sigurðsson, en það er ótrúlegt
að ekki séu miklu fleiri hagleiksmenn
meðal vor, sem sómi væri að, ef þeir
gæfu sig að íslenzkri smíði.
A.
ENN UM SANNLEIKANN.
1 síðasta tölublaði J.ögbergs eru
tvær greinar, sem til mín eru stílaðar.
Önnur er eftir dr. B. J. Brandson og
nefnist “Ragnar E. Kvaran og sannleik-
urinn.” Ritstjóri blaðsins hefir orðiið
svo hugfanginn af þessari fyrirsögn, að
hann ritar yfir annari grein “Sannleik-
urinn og Ragnar E. Kvaran.” Eg uni
báðum fyrirsögnunum jafn vel, þótt öðr-
um lesendum blaðsins kunni að þykja
skemtilegri meiri fjöflbreýtni í orðaval-
inu.
Sú greinin, sem síðar var nefnd, er
símskeyti frá hr. Emile Walters, sem
birt er á ensku og íslenzku. Á sím
skeyti þetta að afsanna það, sem ég
hafði ritað í Heimskringlu 14. júní, að
hr. Walters hefði farið fram á það við
formann heimfararnefndarinnar, að hann
fengi að sitja fund nefndarinnar, en
sanna hitt, að J. J. Bildfell hefði boðið
honum ótilkvaddur. Fer ritstjóri blaðs-
ins þeim ummælum um skeytið að það
sanni, að ég hafi vaðið reyk í þessu sam-
bandi.
Það fer þá að verða víða dimt fyrir
augum, ef ekki er hægt að átta sig á
þessu einfalda máli.
Hr. J. J. Bildfell hafði ekki fyr sett
fund nefndarinnar 21. f. m. en hann gat
þess, að hr. Emile Walters, sem þar væri
staddur, hefði tjáð sér, að hann langaði
til þess að hafa tal af nefndinni. Hefði
hann áhuga fvrir heimfararmálinu og
teldi sig eiga erindi við nefndina. Hann
sagðist þessvegna hafa leyft honum að
koma á fundinn, en vitaskuld gæti fymn
ekki setið fundinn nema með leyfi fund-
armanna. Það leyfi var veitt.
Nú sendast menn símskeytum á
milli um þvera álfuna, eins og það væri
glæpsamlegt, ef það sannaðist, að málar-
inn hefði farið fram á þetta. Eg skil
ekkert af hverju sú hræðsla er sprottin.
En allra óskiljanlegast er, hvernig sú
hræðsla gat orðið svo mlkil, að hún yrði
að knýja hr. E. W. til þess að fara rangt
með. Því eitt er víst, hr. E. W. mót-
mælti ekki þessari greinargerð J. J. B.
fyrir því, hvernig á því stæði, að málarinn
var þarna staddur. Þau mótmæli koma
fyrst nú, rétt um það levti sem menn
eru að gleyma því, að hr. E. W. hafi
nokkurntíma skift sér af þessu máli. Eg
held að það sé að minsta kosti áreiðan-
legt um þá menn, sem þennan fund sátu,
að þeir áttu ekkert erfitt með svefn á
eftir, fyrir áhrifin af ræðum hans.
Þetta símskeytis-mál er að öllu
leyti einskisvert nema því, að það er not-
að til þess að véfengja frásögn mína og
þá óbeinlínis greinargerð J. J. B. um
leið. En ég hefi ekki lund í mér til þess
1
að stæla um þessi efni. Eg hefi vita-
skuld alla nefndina með mér til vitnis-
burðar um það, hvað gerðist á fundin-
um og ég hefi ekki nokkra minnstu á~
stæðu til þess að rengja J. J. B. um það,
sem þeim fór á milli á undan fundinum.
En mér finst að þeir menn, sem hafa
gert sér það ómak að síma til annara
landa til þess að fá þetta símskeyti hr.
E. W., hefðu vel mátt hugleiða, að a!lt
er þó ekki bjóðandi lesendum blaðanna.
Og fyrsta spurningin, sem sæmilega skýr
lesandi leggur fyrir sig, er vitaskuld
þessi: HvaS átti formanni nefndarinnar
að ganga tib að bióða málaranum frá
New York á fundinn, ef hann fór þess
ekki á leit sjálfur? Eg efast ekki um,
að sú gáta verður óráðin til dómsdags.
En þá er ritgerð læknisins. Hún er
fyrir marga hluta sakir ekki ómerkilegt
skjal, sem fle^tir munu hafa tekið eftir,
en þeir bezt, sem kunnugastir eru þessu
deilumáli.
Mál læknisins hefst á því, að hann
lýsir það helber ósannindi, að “ókvæðis-
orðum og getsökunum hafi rignt yfir
nefndina í Lögbergi.” Sá maður, sem
lés ritgerðir hr. Hjálmars A. Bergmanns
og hr. Alb. C. Johnsons og ekki finnur
í þeim ókvæðisorð og getsakanir, lætur
sér sannarlega ekki verða bimbult af
smámunum. Og hvað því viðvíkur, að
þetta deilumál hafi verið notað til þess
að hnekkja mannorði og æru nefndar.
manna, þá skal það skýrt, sr.mkvæmt.
tilmælum læknisins.
Eg held því fram, að hugmyndir
manna um mannorð og æru séu farnar
að riðlast til muna, ef það er talið sam-
boðið heiðvirðum mönnum að nefna þá
“betlara” og “sníkjumenn.” Hingað til
hefir það heldur ekki verið talið sjálfsagt,
að glæpsamlegt atferli væri samrýman-
legt ósk,er*tu manncjrði. Hr. A .C. J.
hefir notað heimfararmálið til þess að
drótta glæpsamlegu atferli að tv«imur
mönnum, sem í nefndinni eru (sbr.. Lög
berg 19. apríl).
Eg held því fram, að ef tekist hefði
að koma tillögu Hjálmars A. Bergmanns
í gegn á “stóra fundinum” í W’peg., þá
hefði ekki einungis mannorð nefndarinn
ar verið skert, heldur og miklu fleiri
manna, í augum hérlendra manna.
Eg held því fram, að þeir- menn, sem
hafið hafa stórorða og hneykslanlega á-
rás á nefndina, hvatir hennar og aðgerðir,
beri siðferðilega ábyrgð á því, að fáfróðu
fólki hefir verið talin trú um, að nefndin
ætli sér að leggja undir sig opinbert fé,
til eigin afnota. Það er alkunna, að
þessu hefir verið dreift út svo langt, sem
íslenzkar bvgðir ná. Hr. W. H. Paul-
son má ekki bregða sér í ferðalag sér til
hressingar vestur að hafi, án þess að það
sé borið út, að hann sé kostaður til
þess af fé því, er nefndin hafi til um-
ráða. Aðrir nefndarmenn mega ekki
bregða sér bæjarleið, án þess að hið
sama sé um þá sagt. Eg skal ekkert
um það segja, hvort það er Dr. Brandson
& Co., sem halda þessum sögum uppi,
hitt hefi ég sagt, að bersýnilegt sé, að
einhverjir láta sér ant um að nota upp
þotið út af heimfararmálinu til þess að
skaða persónulega þá menn, er að því
standa. Yfirleitt minnist ég ekki, að
hafa áður orðið vottur að annari eins
ofsókn á hendur mönnum, eins og þeirri,
er meðlimir þessarar nefndar hafa orð-
ið fyrir.
Að þessu athuguðu, hygg ég að
menn geti orðið sammála um, að lækn-
irinn hafi notað orðin “helber ósann-
indi” í frekara lagi ógætilega.
Þá er samtalið við G. Grímson dóm-
ara. Dr. Brandson telur mig ekki hafa
skýrt rétt frá því. Um það hefi ég það
eifct að segja, að ég sagði frá því, sem
dómarinn skýrði sjálfur frá. En ég verð
að haida því fram, að frásögn dómarans
ber á sér meiri merki sannleikans, en
frásaga læknisins. Því ég get ekki bú •
ist við að skynsamir menn, eins og dr.
Brandson og hr. Bergmann, hafi gert
sig bera að þeim naglaskap í samtalinu,
sem læknirinn ber nú fyrir sig, þegar
hann verður að veifa röngu tré frekar en
engu. Stjórnin og þingið í Sask. sam-
þykkja fjárveitingu með þeim ummæl-
um, að hún sé veitt í heiðursskyni við
ágæta borgara og ættland þeirra. Nú
mælir læknirinn með því, að
þessu fé sé kastað til baka, það-
an sem það kom, og stjórninni
sagt um leið, að vér teljum
sóma vorum misboðið með því
að taka við þessu. En svo á
samt að búast við, að stjórninn
finni hvöt hjá sér til þess að
votta velvilja sinn til íslendinga
með einhverri annari fjárveit-
ingu. Eg held ekki að þessi
endaleysa sé tilefni til frekari
hugleiðinga.
í grein þeirri er J. J. Bildfell
ritaði í síðasta Lögbergi var
þess getið, að það hefði verið
misskilningur hjá mér, að hon-
um hefði verið lofað neinu um
það, að deilum yrði ekki hald-
ið uppi í Lögbergi, meðan verið
væri að reyna að koma sam-
komulagi á. Eg bað hr. J. J.
B. að geta þess, að ég væri fús
til þess að leiðrétta þetta, fyrst
þetta væri misskilningur hjá
mér. Og það hefir hann gert.
En þótt slíkt loforð hafi ekki
verið gefið, þá breytir það vita-
skuld ekkert þeirri staðreynd,
að það er ekki siðaðra manna
háttur að halda uppi stælum í
opinberum blöðúm sömu dag-
ana, sem menn látast vera að
hugleiða sættir.
En alvarlegasta atriðið í
grein læknisins er enn eftir.
Hann lýsir það tilhæfilaus ó
sannindi, er ég get um það í
grein minni, að hann hafi gert
J. J. B. tilboð, sem hann sagði
að flokkur hans gæti gengið
að. Eg veit ekki hvað lækn-
inum er gjarnt til kinnroða, en
ég trúi því ekki, að hann hafi
ritað þessi orð án þess að nokk
ur roði hafi leikið um kinnar
hans á meðan hann var að því.
Hann hringir J. J. B. upp í sím
anum. Skýrir honum frá því.
að tilboði nefndarinnar hafi
verið hafnað á fundi flokks-
bræðra hans og hefir síðan yf-
ir þá skilmála, sem þeir geti
sætt sig við. Bíldfell á fund
með heimferðarriefndinni dag-
inn eftir og les upp skilmálana,
sem hann hafði ritað upp sam-
kvæmt samtalinu í símanum.
Þesir skilmálar eru síðan orð-
aðir sem beint tilboð frá nefnd-
inni og sendir dr. Brandson.
Svo einkennilega bregður þá
við á fundí flokksbræöra hans.
að hann verður sjálfur fyrstur
manna til að mótmæla þessu
tilboði. Nú lýsir hann því yf-
ir, að hann hafi aldrei lofað
neinu. Til hvers í ósköpunum
var maðurinn þá að geta um
þessa skilmála, sem heimfarar-
nefndinni hafi aldrei hug-
kvæmst fyr en dr. Brandson
stingur upp á þeim? “Eg lof-
aði Jóni Bíldfell aldrei neinu í
þessu sambandi, nema því, að
tilboð nefndarinnar yrði tekið
til athugunar,” segir hann í
grein sinni. Hvaða tilboð?
Þegar hann talar við J. J. B.
er ekkert tilboð til, því að
flokksbræður læknisins höfðu
þegar hafnað fyrra tilboði
nefndarinnar. Hringir hann
þá J. J. B. upp til þess að geta
um skilmála, sem hann og
flokkur hans ætla sér EKKI
að samþykkja?
Það er ekki nokkur minsti
vegur fyrir dr. Brandson að
komast hjá því að kannast við,
að það er réttmæli, sem J. J.
B. segir í grein sinni í síðasta
Lögbergi, að aðalinnihald þess
a tilboðs hafi komið til sín frá
fimtán-manna-nefndinni. Það
var læknirinn sjálfur, sem
flutti það aðalinnihald á milli
Hitt er honum í alla staði sæ)m
ra að kannast við það, að hann
hafi eftir á komist að þeirri
niðurstöðu, að ekki væri hent-
ugt að lofa sættum að komast
á. Það er ekki nema mann-
legt að láta sér snúast hugur.
En það er óskörulegt í meira
lagi að bjarga sér úr klípu,
með því að lýsa aðra menn ó-
KIDNEYJ
H.KlDNEy,
H E u M A r
I fullan aldarfjórðung hafa
Dodds nýrna pillur verið hin
viðurlíennclu meðuj,, við bak-
verk, gigt og bröðru sjúkdóm-
um, og hinna mörgu kvilla, er
stafa frá veikluðum nýrum. —
Þær eru til sölu í öllum lyfabúð
um á 50c askjan eða 6 öskjur
fyrir $2.50. Panta má þær beint
frá Dodds Medicine Company,
Ltd., Toronto 2, Ont., og senda
andvirðið þangað.
sannindamenn, þegar fjölda
manna er kunnugt um alla mál
avöxtu.
Það á vitanlega ekki við, að
ég gefi dr. Brandson, sem er
mér miklu eldri maður, nein
ráð. En ég held, að þegar allt
sé athugað, þá sé það ekki til-
takanleg framhleypni af minni
hálfu, þótt ég minni lækninn
á, í sambandi við tilraunir hans
til þess að stimpla mig sem ó-
sannindamann, að það er tií
máltæki, sem bendir þeim, sem
í glerhöllum búa, á það að
kasta ekki grjóti.
Dr. Brandson getur sér þess
til, að menn munu þreytast á.
öðru eins góðgæti eins og grein
minni. Eg er honum sam-
mála um það. Eg sagði þar
söguna af honum og fylgis
mönnum hans. Það er vissu-
lega ekki mér að kenna, þótt
mönnum finnist ilmurinn ekki
Ijúfur, sem Jeggur upp af seið-
num til þess að koma ryrir
kattarnef merkum íslenzkum
málum.
En það er óhjákvæmilegt að
menn kynnist þeim aðgerðum.
Fyrir þá sök verð ég að halda
sögunni lítið eitt áfram.
Um það leyti, sem verið var
með þau látalæti að þykjast
vera að ræða um sættir, senda
fjórir menn símskeyti til Cun-
ardfélagsins í New York og^
segjast fela því félagi að stand
a fyrir för Vestur-íslendinga
til íslands 1930. Og í skeyt-
inu er fullyrt, að þeir tali fyr-
ir hönd meiri hluta allra fs-
lendinga í þessari álfu. Guð
má vita — öllum mönnum er
það ofvaxið — hvernig þeir
hafa fengið vitneskju um það,
að meiri hluti íslendinga æskti
þessara ráðstafana.
En þetta varpar nokkuru
ljósi yfir undirskrifta-skjölin,
sem nú eru alstaðar á ferðinni.
Eins og getið var um í síð-
ustu Heimskringlu, þá eru
menn beðnir um að lýsa því
yfir með undirskrift sinni, áð
þeir séu mótfallnir stjórnar-
styrk til undirbúnings heim-
förinni. Þar á eftir koma
þessi orð: “Vér álítum að þess
u máli sé bezt borgið með þvf
að semja við eitt af flutnings-
félögum um förina til íslands
1930 og auglýsingar henni við-
víkjandi.”
Nú getur engin manneskja,
sem beðin er að skrifa undir
þetta skjal, Iátið sér detta ann-
að í hug, en að beðið sé um
undirskrift hennar í þeim til-
gangi, að yfiriýsingin sé bend-
ing til heimfararnefndarinnar
um að undirskrifarinn sé ekki
meðmæltur stjórnarstyrk. Ekk-
ert einasta orð er látið um það
falla, að undirskrifaranum sé