Heimskringla - 08.08.1928, Side 4
4. BLAÐStÐA
HEIMSKRINGLA
WINNIPEG 8. ÁGÚST 1928.
» _______'JLÍ______ -
ffritnakrhvgla:
(Stofnun 1KH®>
Kemor ot fl kvfrjnm ml»Ttkndfgl
EIGTCNDUR:
VIKING PRESS, LTD.
853 »K 855 SARfiBKT AVE , WINNIPEO
TALSIMIí 80 537
V«r5 blaflslna er »3.00 Argangurlnn borg-
tet fyrtrfram. Allar borganir aendlet
THE VIKING PREftvS LTD.
81GFÚ8 HALLDÓRS frá Höfnum
Bltstjórl.
UtanáakrlH tll bln5alnai
THK VIKIIVG PltliSS, Lia., Bol 3105
L'tnnáakrirt tll rltntjörann t
EDITOR HEItlSKRlNGLA, Bol 8105
WIIVIVIPEG, MAN.
“Hetmskrlngla Is publlsbed by
The Vlklng Presa I.td.
and prínted by
CITY PBHVTINiG á PUBLISHINO CO.
853-855 Saraent Aee.. Wlnnlpeg, Maa.
Telephone: .86 58 7
WINNIPEG MANITOBA, 1. ÁGÚST 1928
Islendingadagar.
Fyrsta vikan af þessum mánuði
gekk í garð í þjóðemismerki, eins og vant
er, og merki má sjá til í blöðunum.
Verður því margt að bíða^ næstu blaða,
af því er Hkr. hefir borist, og sem ella
hefði í þessu blaði komið, þar á meðal
framhald af bókaumgetningunni.
Hkr. birtir ræðu Marínó hersis Hann
essonar, eins og hún var frumsamin. Mr.
Hannesson hafði aðeins uppkast að ís-
lenzku þýðingunni, er verður birt, ef
lesendur óska. en vér vildum leggja það
til við foreldra er eiga stálpuð eða upp-
komin börn, er eigi lesa íslenzku, að
þeir leiði athygli þeirra að þðssari á-
gætu ræðu. Kynni einhver að finna
að enskunni, þá vísum vér til orða Gunn-
ars Björnssonar ritstjóra frá Minneota,
er hann hafði í afbragðserindi á enskri
tungu, fyrir minni íslands hér á þjóð-
hátíðinni: að hann vildi ná í unga fólkið,
því meira riði á að geta vakið og hrifið
eitt ungmenni til áhuga fyrir öllu ís-
lenzku, enn að koma við hjartað í 20
eldri mönnum, sem aldrei eru né verða
annað en íslendingar.
Minni Vestur-íslendinga
Ræða: 2. ÁgiUt 1928, flutt af séra HanS B.
Thorgrítnsen.
HeiöruSu landar, karlar og konur!
MeS þakklæti fyrir þann heiöur, sem mér
hefir veriö gerður í því, að biöja mig um aö
mæla fyrir minni Vestur-Islendinga í dag, á
þessari hátíð, er ég hér kominn.
Þaö er tvennt sem gerir þetta mjög ánægju-
legt fyrir mig. Mér þykir eðlilega vænt um
mitt fólk, og þaö er mér ætíö mikil skemtun og
mikill unaður, að vera á mótum, þar sem Is-
lendingar eru samankomnir. En hin ástæöan
er þessi: að nefndin skyldi fara fram á þaö viö
mig, aö koma og flytja ræöu viö þetta tæki-
færi, er vottur um þaö, aö hún og mínir kæru
landar hafa enn það traust til mín, að ég, þótt
ég hafi verið svo lítið með þeim, — sé ekki
búinn aö gleyma þeim, og því bezta og göfug-
asta, sem menn eiga ti! hér af jarðneskum
hnossum sem sé föðurlandsástin, og því sem
fósturjörðin hefir gefiö og gefur. Meö öðrum
orðum, aö ég sé góður Islendingur. Samt
verð ég auðmjúklegast að biðja um afsökun,
þegar ég núna mæli á íslenzku, því þið, landar
mínir, lærið ekki íslenzku af mér.—
Og það er máske mjög vafasamt hvort ég
hefði átt að taka á móti þessu boði, því það
er skylda vor að fara vel með mál vort —og
þctta er mitt mál.
Feí/ur-'Islenclingurinn hefir framkvæmt
mikið hér í þessu landi. Hingað kom hann
leiddur af drottni allsherjar; samt, og það án
efa, í þungbúnu skapi, og byrjaði í óyndi og
Idlandsfþrá frumbýuing/sstarfið, Föðiurland
sitt, hið indæla, farsælda Frón, hafði hann yfir-
gefið með tár-vot augu. Byrjunin var þung og
hörð og reyndi á krafta hans og þrek. I sér-
hverju spori sem hann fetaði um hinar nýju
brautir hér, datt honum líklega i hug fjalla-
göngurnar, og í sérhverju skóflukastí hugsaði
hann um moldina þýðu í heimahögum, og í Ijá-
sveiflunum komu honum fvrir sjónir og eyru
orfið og engjarnar — og túnið blessað heima—
og taðan og svo hestarnir litlu, en kæru. En
kjarkurinn og vonin, og hið íslenzka þol sigr-
aði.—
Og nú hefir hann lagt undir sig mikið
svæði. Nú er allt öðruvísi orðið. Nú er hann
orðinn fullfær Vesturheimsmaður og borgari.—
Nú hefir hann yrkt jarðir, byggt heimili, og það
vel — sér til sóma og hamingju og landi sínu
og héraði til blessunar og þrifa. Hann hefi."
sómasamlega fyllt rúm í mannfélaginu, í ýms-
um stöðum og embættum, þar sem hann hefir
þurft á greind og dugnaði og lærdómi að
halda, og í þessu hefir hann sýnt, að hann hefir
ekki verið neinn eftirbátur annara.
Vér eigum ekki að stæra oss af neinu. En
vér höfum leyfi til að gleðjast yfir því, sem
oss hefir verið gefið, og fyrir það eigum vér
að vera þakklátir. Svo hefir Vestur-Islend-
ingurinn tekið með sér í nýja álfu íslenzkt
þjóðerni. Og íslenzkt þjóðerni er gull — ég
á við hreint islenzkt þjóðerni. Þjóðerni sem
t. d. Jónas Hallgrímsson, Tómás Sæmundsson,
son, Jón Hjaltalín og Jón Sigurðsson lögðu oss
fyrir sjónir. Fjölnismanna þjóðernið á ég við.
Þetta þjóðerni kemur fram, eða er auðséð í
öllum réttum, góðum Islendingum., hvort sem það
er hérmegin eða hinumegin við Atlanzhaf, og
hvort sem þeir eru gamlir eða ungir. I>ess-
konar þjóðerni er í ölluni góðum mönnum allra
þjóða. Jafnvel Indíánarnir eiga þesskonar
þjóðerni, og hirða um það til þessa dags, eins
og lika Benjamin Franklin ritaði um. En
þetta íslenzka þjóðerni er gull, því það geymir
í sér föðurlandsást og áhuga fyrir öllu þvi, sem
föðurfoldinni er til blessunar. Það sækist eft-
ir öllu því sem er fósturlandinu til frægðar og
frama með ákefð og heitri þrá. Það hugsar
fyrst um föðurlandið, eins og hin griska móðir
gerði — þá er hún gaf soninn sinn 7 vetra
gamlann í hendur landsins síns.
ÞesSu þjóðerni er Vestur-Islendingurinn
búinn að sá í þenna frjóa jarðveg hérlendis,
þar sem allt verður að einhverju; þar sem kraft-
urinn er svo mikill, að hið góða, sem er sáð.
verður betra, og hið vonda verra. Þar sem
menn ekki eru kærulausir, heldur til taks í
öllu.—
En Vestur-Isl. hefir gert meira en þetta:
Hann hefir tekið með sér til Vesturheims sögu
Islands, og bókmentir og mál Islands. Vissu-
lega getum vér sagt að hann hafi tekið með
sér Sonartorrek Egils Skallagrímssonar og
Heimskringlu, og Eddukvæðin, og Snorra Eddu
og Passíusálma Hallgríms Péturssonar, og Ijóð
Matthíasar og Hafsteins, og skáldsögur Þórodd-
sens og Einars Kvaran og Gests Pálssonar, og
margt annað ágætt.
Allt þetta bar hann með sér í hjarta sínu
til Vesturheims. Ekki öndvegissúlurnar, sem
landnámsmenn tóku með sér frá Noregi, og sem
Norðmenn kalla “hásætið,” og sem þeir enn í
dag syngja um harmþrungnir. Þetta gat hann
ekki farið með í útflutningnum. Það myndi
hann heldur ekki hafa viljað reyna að gera.
Því öndvegissúlurnar sitja ramfastar í móður-
jörðinni. Þær eiga þar heima um aldur og
æfi. Island á þær. Þær geta aldrei flutzt.
En fjársjóðinn hinn, sem nefndur hefir
verið, tók hann með sér út yfir fjöll og haf, inn
í nýtt land, inn í nýja álfu. Fjársjóður sá, er
föðurland vort á, er ríkur og afar þýðingar-
inikill, bæði fyrir oss, sem hér erum, og fyrir
vort föðurland, en einnig fyrir allan hinn ment-
aða heim, og þá einnig fyrir Vesturheim.
Þenna dýrgrip er hann búinn að gróðursetju
hér, í nýja njarðveg. Hann er þá orðinn til
hér í Vesturheimi. Hann er ekki eingöngu á
Islandi. Brot þjóðar vorrar fór með hann
hingað. Þetta hefir afar mikla þýðingu, —
máske meira en við skiljum núna. Island er
að færast út. Er að ryðja sér til rúms. Far-
ið að láta til sín taka, og það er mál til þess
komið.
Islendingar hafa um langan tíma verið sér.
Um aldur og æfi verið út af fyrir sig. Enginn
hefir talað mál vort nema vér. Enginn hefir—
nema fáeinir — fylgst með í því, sem gert hef-
ir verið eða hugsað og ritað hefir verið á Is-
landi, nema vér. Enginn les mál vort. Pól-
land þekkja allir og Rúmeniu og litlu Balkan-
ríkin. En enginn þekkir Island. Enginn talar
— eða hefir talað — um Island . Enginn
þekkir skáld vor — enginn þekkir Jón Sigurðs-
son — Gladstone Islands. Sumir munu segja
að þetta séu öfgar — en það er öðru nær. —
Nokkrir hafa auðvitað heyrt um Island og tal-
að íslenzku, en þeir eru tiltölulega örfáir, í
samanburði við þær miljónir sem ekkert vita
um það, og aldrei hafa heyrt neitt um það.
Eg játa að það lítur betur út núna á
vorum dögum. T. d. hefir júlimánaðar ein-
tak af Sc. Am. Reviewl, mikið að segjá um
Island. Það hefir víða verið lesið. 50
ára hátíðin á Mountain, sem ritað hefir verið
mikið um í mörgum blöðum, hefir líka bent á
Island til mikils góðs, og heiðurs fyrir oss. En
vér vitum svo vel að það er langt í land að
sækja, áður en Island, og fólk Islands, verði
heiminum eins kunnugt, eins og önnur siðuð
lönd eru. Það er því eftir mínu áliti engar
öfgar, það sem hér hefir sagt verið.
Ekki var hugsað mikið um Island 1814 þá
er friðarsamningurinn í Kiel var gerður. Þá
gleymdu Norðmenn frændur vorir Islandi.
Einnig Danmörk gleymdi oss þá, og jafnvel Is-
lendingar sjálfir hugsuðu þá ekki um sitt eig-
ið land.—
Löngu á eftir varð uppgötvað að Island
varð alveg óvart hangandi í frakkalafi Dan-
merkur.
Sannarlegt þrek oig mikla þolinmæði hefir
þjóð vor sýnt. Furða að hún hefir getað
staðið af sér afleiðingarnar af þessari van-
rækt og svo af einokuninni. En það var
ríkdómur og magn þjóðernisins, sem gaf henni
hæfileikana.
Island er með fegurstu löndum; og þjóðin
með beztu þióðum. Dr. H. Gjerset, sem
ritað hefir sögu Islands segir: “Iceland will
no longer be a charming wilderness of smoking
geysers and flaming volcanoes, but a home of
the most intelligent and remarkaible nations on
the earth.”
Þarna Hggur það i Norðurhafsbylgjum.
Um 600 ár kærði enginn sig um Island nema
franskir og hollenskit- fiákiveiðimenTi. En
þeir komu norður til Islands til þess að stela
fiskinum frá okkur. Jú Danskurinn var þar
líka — baunverjinn, sem Jón Olafsson kallaði
hann; hann var þar um margar aldir með
okið — að svæla undir sig merg og blóð lands-
manna. Þessvegna álít ég það gott og blessað
að Island er að færast út, út úr stökkunum og að
gera vart við sig. Og þetta hafa Vestur-Is-
lendingar gert.
En hann hefir gert meira en þetta — þessi
góði Vestur-Islendingur.
Hann hefir á annan hátt gert heiminum
það kunnugt að land er til, er Island heitir.
byggt kirkjur og skóla. Þeir hafa
ekki látið sér standa á sama. Þeir
hafa verið ákveðnir í þessu. Menn
vita hvað þeir ertt, og hvað þeir
vilja, og þótt styrjaldir hafi á dunið
og prðið til úlfúðar og hryggðar,
þá er það betra en deyfð og dáðléysi.
* * *
En nú þarf að nefna annað. En
það er ábyrgðin sem hlýtur að fylgja.
Vér megum ekki eingöngu hugsa um
hvað gert hefir verið. Framtíðin
geymir i sér kröfur. Vér erum í
skuld.
Þjóðerninu verðum vér að beita.
Þjóðin sem boðið hefir oss til sín
með opnum faðmi á að hafa blessun
af þessu góða íslenz'ka þjóðerni. Það
á að vera og verða einn með beztu
efnispörtunum í þjóðlífi Canada-
manna og Bandaríkjamanna. Vér
segjum. “Allir viljum vér Islending-
ar vera.” Vér eigum með eins
miklum hita að segja: “Allir viljum
vér Vesturheimsmenn vera,” og í
þeim skilningi hyggia landið. Þegar
Drottinn skipaði Abraham að fara
burt úr landi sinu cng inn í annað,
sem hann gaf honum, sagði hann:
“Þú skalt verða til blessunar.” Is-
lendingar eiga að verða til blessunar
hér. Vér megum ekki vera ein-
göngu Islendingar hér. Vér hljót-
um að fórna, því mikið hefir oss ver-
ið gefið. Opinn er vegurinn inn í
því nær allt hér í þessu landi; —
gullið liggur oss fyrir fótum. Dyrn-
ar eru opnar inn í allar stöður.
Settir hér eins og vér erum —
eigum vér að beita því bezta sem vér
eigum, og það er hið góða þjóð-
Margt nýtt er ágætt, en hinar
gömlu, reyndu taugar verða, þegar
til kastanna kemur, máske það bezta
í mannlífinu. Það er til einskis að
pianta íslenzka fánanum hér í lausri
sandkviku. Ef hann, og það sem
hann táknar, á að verða til
blessunar — þá verður hann að
setjast i fasta jörð.
Vér, sem séð höfum hinn mikla
Vesturheim, erum ekki lengur kot-
ungar, eins og við voru forðutn
heima. Einokunarokið liggur ekki
lengur á hnakkanum á okkur— van-
ræktarböndin tefja ekki lengur fyrir
oss. Vér erum orðnir víðsýnir.
Eg hefi enga fyrirlitningu fyrir
kotinu heima; ekki heldur fyrir
grútardöllunum hans Consuls Svens-
son, sem Jón Trausti ritar um - í
Borgir — eða fyrir fiskinum setrr
við vorum að þurka á stakkstæð-
tinum og garðveggjunum, eða fyrir
litlu lambskinnunum sem negld voru
á hjallasúðunum — Guð blessi það
allt saman og hinar fátæku hendur
sem eru að hirða ttm það núnæ
heima.
En vér, Itér, horfum um þessar
mundir með opin augu á það sem
stórt er og á að vera stórkostlegt t
augum vorum og oss til uppörfunar
á það sem á að kveikja í oss það
sem Jónas Hallgrímsson syngur um
að sé að sofna, “eða sofi.’’
Hvar er þín fornaldarfrægð,
frelsið og’ manndáðin bezt?
Ekkert á móti því að draga upp
ísl. fánann en vér verðum um leið
að draga upp flöggin vor hér.
Þau eru öll þessi flögg tákn alls
Menn hafa risið hér úr hópi Vestur-Islend-
inga — sumir heimsfrægir, og sumir að verða
heimsfrægir, — ég hugsa um Vilhjálm Stef-
ánsson og Hjört Þórðarson; — ég hugsa um
aðra, sem þótt þeir enn ekki séu heimsfrægir,
— þó frægir, t. d. Emile Walters, Halldór Her-
mansson og aðra. Eg hugsa líka um hina
mörgu vaskleikamenn — hinar ungu íslenzku
hetjur, sem gáfu sig með hugrekki í bardaga i
síðasta stríði, og einnig í Riel ,upp-
reisninni — og létu líf sitt landi sínu til
varnar og rpttlætinu og frelsinu til stuðnings.
Þeim megum vér aldrei gleyma.
Þessir menn hafa sýnt að íbúar Islands
eru ekki skrælingjar — Eskimóar — sem marg-
ir í vanþekkingu sinni imynda sér. En þetta
hefir í mínum huga sínar ástæður, og ég nota
tækifærið hér til þess að nefna það.
Islandsnafnið elskum vér Islendingar. I
okkar huga stendur það táknandi fegurð og
frið. Þegar vér, sem séð höfum Island, og
þar dvalið, heyrum það nefnt — þá sjáum vér
undireins hinn undur fagra fjallageim er blán-
ar i fjarlægð. Vér sjáum hlíðarnar og dalina
og vötnin og fossana og hverana og árnar. Vér
sjáum fuglana — vér heyrum lóuna syngja, álft-
irnar kvlaka og bylgjurnar dynja, sem kasta
sér glaðlega inn á strendur Islands. — Já, vér
elskum Islands nafn. Ekkert er oss kærara i
bessum heimi.
En oft dettur mér í hug að þetta, vort
kæra nafn, sé óþægilegt fyrir oss, sem hér erum
komnir. Vér höfum í baráttu vorri hér haft
meira en nóig fyrir höndum, að kenna
mönnum, sem ekki eru af okkar blóði, að okkar
blessaða föðurland ekki eingöngu er ís; vér
höfum oft, þegar vér höfum sagst vera Is-
lendingar, séð menn brosa, og svo hundruðum
skifti hafa menn spurt í háði: “Eta menn ís á
Islandi?’’ og svo hafa margir, mér til gremju,
bætt við: “Líklega er drukkið þar eingöngu
lýsi.”
En þrátt fyrir þessa tálma hafa þessir menn
gert hið góða verk — að leiða heiminum fyjir
sjónir — hvað hin íslenzka þjóð er, og hvað
hún hefir mikið af góðum og gáfuðum og hug-
rökkum drengjum, sem varpa birtu á braut Islend
inga, þegar þeir ferðast um í heiminum.
En svo hefir Vestur-Isl. gert meira. Hann
hefir stofnsett kirkjufélög. Trúna á guð skildi
hann ekki eftir sig heima. Hann kom hingað
til þess að byggja hústað fyrir sig og sina og
um leið til þess að grafa gull upp úr Vestur-
heims ríka jarðvegi — en hann fann til þess
að þetta var ekki hið eina nauðsynlega; hann
tók drottinn allsherjar með sér. Drottinn, sem
faðir og móðir hans höfðu talað við hann um
á barnsárunum, þegar hann var að stíga við
stokkinn.
Og þótt Islendingar hafi ekki verið sammála
í trúmálum eða trústarfi, þá hafa þeir sýnt á-
huiga fyrir því sem er trú þeirra og lagt mik-
ið af kröftum og fé í sölurnar fyrir þetta, sem
þeir hafa álitið bezt að vera. Af frjálsum,
óhundnum vilja hafa þeir stofnað söfnuði og
erni. . Þetta þjóðerni mega Vestur-
íslendingar aldrei missa; aldrei selja.
Þjóðin, sem vér erum orðnir partur
af, hefir heimild á að heimta af oss
að vér brúkum það henni til bless-
unnar. Þessvegna hefir hún opnað
dyrnar sínar og boðið oss inn. Rétt-
ur Islendingur má því aldrei segja
skilið við þenna fjársjóð. Hann
er partur af honum. Hann er
vafinn inn í eðli hans. Ef hann
vindur þetta út úr eðíi sínu eða ef
þetta Ijós sloknar í honum þá deyr
hann sem Islendingur; — þá hverfur
hann í haf gleymskunnar. Hann á
þá ekkert Iand. Hánn hefir skorið
í sundur rætur sínar og mun eiga
bágt með að hnýta því sem eftir
verður við aðrar rætur. Hann á að
vera erindsreki föðurlandsins í ein-
um skilningi, því föðurlandið krefst
þess að hann verði sér til sóma úr
því hann fór að yfirgefa það; en
hann verður ónýtur. Sá sem svíkur
föðurlandið verður- naumast góður
borgari í öðru landi.
‘íAllir viljum vér Islendingar
vera.” Er meiningin í þessu sú, að
konia saman í þorrablótsveizlum, til
þess að éta og drekka? Nei, mein-
ingin er allt önnur: Vér erum ekki
gestir hér í þessu landi; þetta er vort
land orðið; Vor þjóð. Vér erum
* rHun og veru ekki lengur Islend-
ingar. Vér erum af íslenzku bergi
brotnir — og erum vel ánægðir og
þakklátir fyrir að svo sé — og vér
hugsum um vort föðurland eins og
góð börn hugsa um og elska föður
og móður; en vér erum Vesturheims-
menn. Eins og Irar og Skotar og
Norðmenn og Englendingar, sem
hér eru — eru. Þessir eru ekki
frekar Vesturheimsmenn en vér. Og
vér höfum sömu skyldur eins og
þessir hafa. En það bezta, úr öll-
um þjóðum sem mynda þessa Vestur
heimsþjóð, verður grundvöllurinn
í Vesturheimsþjóðinni. — Þessvegna
eigum vér að segja: “Þetta er vor
þjóð — hér eigum vér að leggja til
það sem vér eigum af góðu — hér
höfum við ábyrgð eins og aðrir —
því þetta er vor þjóð og vort land.
Það er undir oss komið hvort þjóð-
in eigi að dafna og hafa framför í
öllu góðu. Ekki undir hinum þjóð-
arbrotunum eingöngu, sem hér eru í
þessum samsuðukatli: “melting pot.”
Svona á sérhver sál að hugsa. Þessi
þjóð að minnsta kosti — hin amer-
íska — þarf einmitt nú í vorri tið
á öllu góðu og göfugu og sterku og
siðprúðu að halda. Annars er hætta
við að allt fari á ringulreið og út !
Iéttúð og gjálífi.
þess sem gjott er, en einskis sem illt
er. Þau eiga að draga oss upp úr
saur smásálarskaparins og sjálf-
hælninuar og tvídrægninnar — og
öfundsýkinnar.
“B’gjaði skýin öfund svört
upp rann morgurrstjarna:
Byrgið þið hana, hún er of björt
helvítið það arna.” er ekki til í
í íslenzka fánanum og ekki heldur ;
hinum. Nei! þau veifa að okkur
stórum, göfugum hugmyndum; þau
benda oss á bjartar,fastar brautir er
liggja fyrir framan oss ;þau kveða um
kærleika og um leið um fórn,og þau
prédika yfir oss um þakklæti til
Guðs fyrir allar góðar gjafir. Ef
vér ekki viljum taka til greina og
gegna og revna að lifa eftir því
sem þessir fánar eiga að blása inn í
hjörtu vor — þá hættum víð að draga
þá upp — hættum að minnast þess
er 2. ágúst þýðir. Það er betra að
vera dauður, en lifandi dáðlaus.
* * *
Brot þjóðar vorrar á að horfa í
báðar áttir: heim, og um leið á okk-
ar nýja land — framtíðarland barna
vorra. Vér eigum að hafa stórt
hjarta, elska beggja megin. Og
eins og guðs orð bendir oss á >guðs-
ríki og endurlausnara heimsins, eins
eiga þessar fögru veifur að benda
oss á hið góða, og hinar miklu skyld-
ur sem hvíla á oss.
Vér eigum t. d. að elska íslenzka
málið, að sjálfsögðu, en líka og ekki
síður mál Vesturhcims. Af hverju ?
Af því vér erum komnir hingað til
Vesturheims af frjálsum vilja og
höfum sett börn hér í Vesturheim-
inn og erum þá að leggja mál Vest-
urheimsins á tungu barna vorra. Vér
eigum ekki að berjast á níóti því að
þetta mál sé talað og brúkað, því þá
fá börn vor þá hugmynd að vér
höfum fyrirlitningu fyrir þessu máli;
fyrirlitningu bæði fyrir málinu og
landinu og þjóðinni. Það verður
um langan tíma — niður í gegnum
margar kynslóðir oss mikið tjón og
mikill skaði ef börn vor eiga þeirrar
hörmungar að minnast að forfeður
þeirra höfðu skömm á máli þess
lands, sem þau settu þau í.
Þegar vér höfum lært hvatS Kristur
meinar þegar hann segir: “Gefið
Keisaranum það sem Keisarans er”
—þá megum vér og getum vér með
djörfung og gleði og í réttum skiln-
I ingi mælt fyrir minni Islands og
Vestur-Islendinga og Vesturheims,
Þá hefir föðurlandið virðingu fyrir
oss og gleðst þess að eiga börn í