Heimskringla - 08.08.1928, Page 5

Heimskringla - 08.08.1928, Page 5
WINNIPEG 8. ÁGÚST 1928. HEIMSKRINGLA 5. BLAÐSIÐa ÞJE R SEM NOTIÐ TIMBUR KAU PIÐ A F The Empire Sash and Door COMPANY LIMITED Birgðir: Henry Ave. East Phone: 26 356 Skrifstofa: 5. Gólfi, Bank of Hamilton VERÐ GÆÐI ÁNÆGJA. útlöndum, sem henni eru til sóma; þá læra born vor aS þekkja landiö, sem foreldrar þeirra komu frá, og þá vikkar faðmur þjó'ðarinnar hér, sem hefir tekið á móti oss svo blíð- lega. Það verður fognr samhljómun þá — þeg-ar ljóðin þjóta til himins úr lifandi börkum og hjörtum — þessi ljóð: “God Save our Gracious King” “My Country ’Tis of Thee” og “Eldgamla Isafold.” * * * Hættum að grobba. Köstum af oss öllu því ljóta sem til er í oss og vorri þjóð en tökum það sem er gott og göfugt, vandað og ráðvant, sterkt og framsamt og framsýnt og þolinmótt og kurteist og ósérplægið og löghlýðið. — Tökum það, því allt þetta er til í hinu góða íslenzka þjóðerni. Brúkum það Guði til dýrðar, þióð vorri til blessunar og oss til heiðurs. Písum upp sem nýir menn í nýrri tíð og nýju landi. Vér höfum lif- að of mikið í og af fornaldarfrægð- inni. — Gleymum ekki henni en brúkum hana. Látum oss byggja brú yfir 600 ára niðurlægingu, og látum hana þá koma til vor til hvatar og endurfæðingar. Það verður góður blendingur — hið forna stóra og hið nýja stóra. Hugsum um þetta allit*, vér Islendingar, bæði hér og heima á Islandi. ---------x---------- Gullbrúðkaup Þriðjudaginn 10. júli síðastliðinn var gullbr.úðkaup þeirra hjóna Kristi áns Kristjánssonar Þorsteinssonar Gíslasonar frá Stokkahlöðum í Eyja- firði og konu hans Svanfríðar Jóns- dóttur Benjamínssonar frá Syðra- lóni á Langanesi haldið að heimili þeirra hjóna austur af Eyford, af börnum þeirra, nágrönnum og vin- um. Um eða yfir 200 manns var þar samankomið, — allt eldra fólkið úr Eyford söfnuði, og þar að auki fólk úr flestum pörtum byggðarinn- ar, bæði frá Garðar, Mountain, Hallson og Cavalier, auk margra frænda og vina vestan frá Sask. Öll börn þeirra hjóna og fjölskyldur þeirra sátu veizluna, nema kona eins bróðursins, sem lá veik norður í Winnipeg, og ein sonardóttir vestur í Wynyard, sem ekki gat komið. Börnin eru 9, sex synir og þrjár dætur, og barnabörnin rúm 30, og er það fríður hópur. Um tuttugu ár voru liðin frá þvi að börnin höfðu öll verið saman heima í einu, og má því nærri geta hve hin öldnu hjón muni hafa glaðst yfir að fá að hafa allan barnahópinn enn einu sinni heima hjá sér, þó ekki gæti verið nema um stutta stund að ræða, og þar að auki 30 barna- börn. Ætli það sé öðrum en útvöldum óskabörnum drottins, sein veitist sú ánægja'? Samsætið átti að byrja kl 2 e. h. og átti að haldast í .fögru skógar- skjóli norðan við húsið. Voru þar borð uppsett, dúkar settir á borðin, og hafði kvenfólkið, er fyrir veizlu- haldinu stóð, prýtt borðin og skreytt á mjög smekklegan hátt og ekkert .fé verið sparað til þess að gera blettinn þann eins aðlaðandi og ynd- islegan og hægt var. Veður hafði verið hið ákjósanlegasta fyrri part dagsins — glaða sólskin og heitt. En rétt eftir hádegi fór að syrta til í lofti, og um það leyti sem sam- saötið skyldi byrja var farið að þruma og veður orðið svo tvísýnt, að ekki þótti ráðlegt að setjast að borðum. Beindust óskir og vonir allra að sjálfsögðu að því að-bægja regninu frá, því öllum var það ljóst að ef skúr kæmi yrði hann veizlu- spillir. Og svo hafði rignt undan- farið að ekki þurftu akrar eða engi á neinu regni að halda um æði tíma. En í baráttu hinni ströngu, milli Ávarp Fjallkonunnar Flntt í Winnipeg 2. Ágúst 1928. Nú lít ég hér blessuð börnin mín, sem brimrótið frá mér skildi. Hvern einasta morgun í sólarsýn ég sá þau og faðma vildi. í svefni, við dúnmjúkt draumalín hver draum-mynd fékk eilíft gildi. Við Jónsmessuheiðis himin-yl flaug hugur til vestur leiða, þars hetjurnar leituðu hafnar til um hafdjúpið reginibreiða. í hrifning var leikið hvert hættuspil, og hérna beið ströndin þreyða! Um Sóley í norðri sumar skín, frá sæ inn að dalsins kynni. Hiver jökull er búinn í brúðarlín, sem blikljós af móður sinni. Þótt köld sýndist ytri ásýnd mín, bjó eldfjall í sálu minni. Með íslenzkri hugást ég horfi’ í dag á hópinn minn glæsifríða. Við hlustir mér ómar ljúflings lag frá landnámi fyrri tíða. Hvert norrænt orð og hvert æðaslag skal ódreymdra sigra bíða. Þótt himininn sökkvi í hljóðan mar og hrynji hver borg til grunna, ég fylgi’ ykkur út yfir aldirnar að upptökum lífsins brunna. í uppsprebtum ljóðs ég lauguð var og lærði þar fyrst — að unna. Einar P. Jónsson. vona og óska gestanna annarsvegar, en náttúruaflanna hinsvegar reynd- ust náttúruöflin sterkari, því yfir- dundi allsnarpur skúr. Og var sein hann vildi segja: “Þiö vesalingarn- ir verðiö aö æfa ykkur betur í samúð og góðvild áöur en ykkur tekst að ná mér í þjónustu'ykkar.” I En þess má geta, trúlitlum mönnum | til hughrevstingar, að það rigndi miklu meira bæði fyrir norðan og sunnan. Eftir regnið var ekki til tak að hafa samsætið út í skógar- jaðrinum því allt var þar blautt. iVar því það ráð tekið að hafa þaö á grasfleti rétt austan við húsið. Sátu brúðhjónin og presthjónin á svölunum framan við húsið, en all- ur hinn hópurinn settist á stóla og bekki frarnan við svalirnar. Þegar rnenn höfðu sest kom kvenfólkið með veitingar, al’skonar krassingar, og þarf ekki að' lýsa þeirn því ís- lenzkt 'kvenfólk er svo alþekkt, í hvaða bygð sem er, fyrir rausn og höfðingskap þegar um veizluhöld er að í'æða, að það nægir að segja: Hér var islenzkur kvenhugur og íslenzkar kvenhendur að verki. hann heldur þær megi miða til um- bóta, enda er hann enn ungur i anda þó kominn sé fast að áttræðu, með Sterka trú á framtíðinni, og óbilandi von, ef ekki, vissu, um bjartari lönd framundan. Þó að regnið bæði tefði fyrir og heldur spilti veizluhaldinu fór það hið þrýðilegasta fram. Allt var svo frjálst og óþvingað. Samúðin virt- ist svo sterk milli fólksins, að það var sem alla langaði til að gleðja alla, og andrúmsloftið svo heilnæmt og hressandi, að maður hlaut að óska þess að maður gæti sem oftast lifað í jafn hreinu andrúmslofti. Með öðrum orðurn: Allt virtist bera ótvíræðan vott um að menn voru þarna samankomnir í þeim eina tilgangi að gleðjast með gömlu hjón- unum á þessum heiðursdegi þeirra, og óska þeim allrar blessunar. Guð blessi gömlu hiónin, heimili þeirra og ástvini, um alla ókornna tíð. G. J. (Aths:—Kvæði K. N’s. verður að bíða næsta blaðs sökum þrengsla.) Þegar menn höfðu matast setti séra Sigmar samkomuna með þvi að lesa biblíukafla og flytja bæn. Að því loknu var sunginn sálmurinn alkunni: “Hve gott og fagurt og inndælt er.” Svo flutti séra Sigmar mjög laglega ræðu til brúðhjónanna; lýsti hún innilegum hlýleik ti! þeirra fyrir þá kynningu sem hann hafði haft af þeim. Minnstist hann þess að fyrir rúmu ári síðan 7. júni 1927 hafði verið 50 ára giftingarafmæli þeirra hjóna. Hafði börnum þeirra og öðrum vinum langað til að minnast þessa atiburðar þá, en sökum veikinda innan fjölskyldunnar hafði ekki verið hægt að koma því við þá, en nú væri það sorgarský að miklu leyti hjá liðið, og því værum við hér saman komin til þess að gleðjast nieð þeim, þakka þeim og óska þéim allrar blessunnar á ófarinni braut. Að ræðunni lokinni afhenti hann þeim gullsjóð frá gestunum, er hann bað þau að þiggja sem lítinn vott um góðvild þá er borin væri til þeirra. Einnig afhenti hann Mrs. Kristjánsson gullsjóð frá kvennfélagi Eyfordsafnaðar er hún er meðlimur í og hefir staríað með í rnörg ár. Mr. Kristjánsson þakkaði fyrir gjaf- irnar og góðvildina er þeirn hjónum væri sýnd, með örfáum velvöldum orðum, og bað svo Gamalíel Þor- leifsson að gera það enn betur fyrir hönd þeirra hjóna. Varð Mr. Þor- leifsson við því boði og fórst það vel af hendi. Næst söng ungfrú Margrét Snæ- dal solo, en Cornelía Olafsson spilaði undir. Svo flutti byggðarskáldið góð- kunna K. N. Júlíus mjög fallegt kvæði til brúðhjónanna, og verður það birt í Heimskringlu með þessum linunx. Að því búnu kallaði séra Sigmar á Gamalíel Þorleifsson og bað hann að taka við fundarstjórn, og gaf honum fullt vald til þess að kalla á hvern sem honum sýndist til ,að tala, og notaði Mr. Þorleifsson vald sitt óspart. — Kallaði á hvern ræðu- manninn fætur öðrum, og á flesta með snjöllum formála. Og enginn þorði annað en hlýða, þar sem hann hafði vald frá prestinum til að kalla á menn. Þessir tóku til máls auk forset- anna: Benóni Stefánsson, Páll Jóhanns- son þingmaður, Sigmundur Laxdal, Halldór Reykjalín, Aðalsteinn Guð- mundsson og Gunnar Jóhannsson. Allar voru ræðurnar þrungnar af innilegum hlýleik til brúðhjónanna, ásamt þakklæti og aðdáun fyrir vel umiið æfistarf í þarfir góðra mál- efna. Einn af ræðumönnunum, (mig minn ir forsetinn) sagði að mikið hefði verið lesið og hugsað, og margt djarfmannlegt orð talað á heimili þeirra hjóna, því Kristján er síles- andi þegar hann rná koma því við, er þaulkunnugur íslenzkunt bók- mentum að fornu og nýju, og mun enn lesa flestar islenzkar bækur er vestur flytjast, auk blaða og tima- rita, enda fylgist hann vel með öllu sem er að gerast og er alls óhræddur að ljá nýjum stefnum fylgi sitt ef ------X------ Frá Islandi. Sainband íslcnskra sannúnnufclaga. Reykjavík 15. júní. Aðalfundi þess lauk i dag fyrir hádegi. » 1 stjórn félagsins voru endurkosn- ir Sigurðx1r Bjjarklind, kaupfélags- stjóri á Húsavík, og Þorsteinn Jóns-- son, kaupfélagsstjóri á Reyðarfirði. Auk þeiri'a skipa nú stjórnina Ing- ólfur Bjarnason, A’þingismaður i Fjósatungu, og er hann ormaður, Jón Jónsson, bóndi í Stóradal og Ein- ar Arnason, Alþingismaður á Eyrar- landi. Varaformaður var endur- kosinn Þorsteinn Briem, prestur á Akranesi, og varastjórnarnefndar- nxenn Tryggvi Þórhallsson forsætis- ráðherra og Sigurður Jónsson bóndi á Arnarvatni. Endurskoðendur voru kosnir Metúsalem Stefánsson búnaðarmálastjóri og Bjarni As- geirsson Alþingismaður, Reykjum. HITT OG ÞETTA. I síðastliðnum mánuði var dregið um vinningana í happdrætti einu í París. Stærsta vinningin hlaut blá- fátækur klæðskeri í Rouboix. Hafði snauður viðskiftavinur látið hann hafa happdrættismiðan upp í skuld. Þegar ktæðskerinn frétti um þá hamingju, er honum hafði fallið i skaut, varð hann frá sér numinn af gleði, eins og nærri má geta, því að vinningurinn nam mörgum milj- ónum franka. Daginn eftir að hann vissi, að vinningurinn hafði fallið i hans hlut, fór hann til Parísar til þess að sækja peningana. En í París átti hann ekki náðuga daga. Fjöldi manns kom þangað sem hann bjó og allir þóttust þurfa að gefa honum leiðbeiningu um, hvernig hann ætti að verja peningunum. Einn seldi honum bíl, annar lét hann líf- tryggja sig og sá þriðji seldi honum hluti í verzlun sinni. Loks kom ljómandi falleg og vel búin stúlka, fór með hann á rakarastofu, í fata- búð og i gimsteinabúð og lét dubba hann upp og skipaði honum að kaupa skartföt og gimsteina. Síðan fór hún með hann í veitingahús, þar sem biðu 20 vinir hennar. Tókst að eyða um nóttina «m 30 þús. frönkum af fé klæðskerans. Um morguninn var hann heldur en ekki timbraður. Honum fannst lifið grimt og harðleikið, og hann ákvað að skera sig á háls. Tók hann stóran rakhníf og brá á háls sér. En áður en klæðskeratetrinu blæddi út, kom að maður, og sótti lækni. Var nú farið með klæðsker- ann í sjúkrahús, og tókst að bjarga lífi hans. Og þá er honunt var batnað, var hann sendur heim til Rouboix. En hörmungar hans voru ekki enda nær. Þá er heim kom biðu hans 3000 bréf. Sum voru frá kvenfólki er vildi giftast hon- um, önnur frá fátæklingum, er báðu hann að hjálpa sér — og enn önnur frá kaupsýslumönnum, er vildu, að hann gerði félag við þá. Maður- inn varð frá sér nttminn af örvænt- ingu, stökk út um gluggan — og hef- ir ekki sést síðan. Orðsending til Ritstjóra Lögbergs Kæri gantli vinur E. P. J. 1 síðasta Lögbergi, 26. júlí, birt- ir þú ritstjórnargrein undir yfir- skriftinni: “Undirskriftirnar,” og stendur þar nteðal annars: “Þjóð- ræknisdeildin í Wynyard mótmælti styrknum opinberlega samkvæmt stm skeyti því, er Mr. Bildfell las upp á stóra fundinum 1. ntaí, þótt hún hinsvegar vildi ekki greiða nefndinni vantraustsy fitlýsingu.” Eg þykist viss unt, að tneð þess- um ummælum hafir þú óviljandi skýrt rangt frá, en ekki af ásettu ráði “hagrætt sannleikanum.” — Mér er ekki kunnugt ttnt að Þjóð- ræknisdeildin hér í Wynyard ’ hafi sent umrætt skeyti, eða nokkurt annað, til Heimferðarnefndar Þjóð- tæknisfélagsins, í sambandi við deil- ur Veátur-'Islendinga um heimferð- armálið. — Ljúft mun þér vera að leiðréttu þessa missögn, bæði sannleikans •vegna og hins, að kasta ekki að ó- þörfu skugga á þjóðlrælknisdeiiDdina "Fjallkonan,” nteð því að ætla henni slíkt glappaskot sem skeytis-sending- in var, eins og málið horfði við fyr- ir “fundinn mikla.” Vinsamlegast, - Asgcir I. Blöndat. ----------x---------- Frá Leslie Leslie, Sask., 14. júlí, 1928. Kæri ritstjóri Heimskringlu! Eftirfylgjandi fundarumgetning ert þú beðin að birta í Heimskringlu. 10 júlt þ. á. hélt þjóðræknisdeildin Iðunn fttnd að Leslie, Sask. Ásamt fleiru sent til ttmræðu kom á fundinum var heimferðarmálið Umræður snérust allar heimferðar- r.efndinni í vil. Að umræðum loknum gerði Mrs. Anna Sigbjörnsson eftirfylgjandi, tillögu, setn yfirlýsingu frá fundin- um. Tillagan var studd af Bjarna Davíðssyni. “Þjóðræknisdeildin Iðunn Iýsir fuilu trausti sínu á heintferðarnefnd Þjáðræknisfélagsins, og heitir henni óskiftu fylgi. Tillagan var sam- þykkt með 15 atkvæðum gegn 1.” Lengi lifi Islendingar! R. Arnason. E.S.—Lögltergi er vinsamlega leyfð endurprentun. ----------X----------- Eftirmáli Þessar fallegu visur, eftir einn af fjærstöddum vinum hinnar látnu, las séra H. Sigmar í kirkjunni við út- för Mrs. Önnu Gestsson, frá Eyford, N. Dakota. Er vinunutn fækkar, sem vernduðu oss bezt, þá veturinn kaldara næðir. Og því er það, Anna, er sól þtn er sezt, að sárunum inn á við blæðir. t Og sálin þess óskar, nteð saknaðar- geð, þann sumarvin aftur að finna, sem vafði oss elskunnar vinfesti með i vermireit blómanna sinna. Þitt hjarta var vordaga veröldin hlý, sem vildi öll börnin sín gleðja, Sú mynd verður hugum þeim heilög og ný, sem hugsa’ um þig, gráta og kveðja. I guðsfriði, Anna! Sú hönd, sem var hlíf, í hug þér, á erfiðum vegi, hún blessandi signi þitt sofandi líf, sem sólin á komandi degi. ----------x—---------- Heimdreymi Flutt í Winnipcg 2. Agúst 1928. í allsnægta útlegðinni átthaga vitja nú, fjarlægðar fjötrum bundnir fangarnir — ég og þú. Heillar í hugsýn landið, hvíslar í eyra blær. hrynjanda-málsins hreimgnótt, sem hörpuna fegurst slær. Árdags- og aftanroða umvafin, björt og hlý, draumalendan þín legi lognskygðum speglast í. Margvísar muna þínum minningar hópast að—. Brosa þín bernsku-leikföng, blómin, á helgum stað. Fjalllendis-blóma fjölskrúð fagnandi’ í kransinn þinn fléttar þú: Baldursbrána, Burkna og Humalinn. í minningu móðurinnar, sem moldaði tárin heit og Gleym-mér-ei gróðursetti í gróandans akurreit. Og lengra þig hrifinn lokkar ljóshyggð í veldi sitt Fjallkonnímynd, friðar — frumóska — ríki þitt eygir þú inn í blámann; eilífðar- vakin þrá brennur, en brjósti þínu blæðir til lífsins þá. Hafið til heimkynnanna heimþrá er aðeins spor. Fylling fegurstu vona framundan: íslenzkt vor! Heillar í hugsýn landið, hvíslar í eyra blær, hrynjanda-málsins hreimgnótt, sem hörpuna fegurst slær. Ármann Björnsson,

x

Heimskringla

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.