Heimskringla - 08.08.1928, Page 6

Heimskringla - 08.08.1928, Page 6
WINNIPEG 8. ÁGÚST 1928. HEIMSKRINGLA WINNIPEG 8. ÁGÚST 1928. um gleymdi sjálfum mér, og breytti eins og þeir myndu hafa breytt. Afleiðingin af • þessu er sú, að ég verð þess vísari, að varð mennirnir, sem ég skipaði að taka þessa 3 menn fasta, gátu engu fram komið. Þeir fengu ekkert svar, og ætla því að hús yfir- mannsins sé tómt og mannlaust, og halda því vörð fyrir utan það; — flónin, þeir sendu mér orð og auðmjúkar afsakanir. En ég varð að segja þeim að ég léti þá hafa 24 klukku- tíma til þess að ná þessum þremur sökudólg- um, eða koma með skrokka þeirra.” Hann virtist nú vera í vandræðum mikl- um og hikandi, er hann gekk til og frá um herbergið. Hann átti erfitt með, að kasta frá sér sínum gamla vana, að vera óafgjörandi, og draga allt á langinn. “Eg vildi að ég hefði ekki verið svona fljótráður. Því í dauðanum fór ég að segja þeim að guðinn myndi tala. Mér fannst þá að ég vafalaust gæti brotið niður þessa bylt- ingu, en nú er ég hræddur. í rauninni veit ég ekkert hvað ég á að gera. Það er orðið of seint að kalla það aftur, og menn búast ekki við því að sjálfur guðinn breyti skoðun- um sínum og boðum á hverjum 15 mínútum.” Eg bjóst ekki við öðru en að hann myndi koma næsta dag, en hann kom ekki fyrri en á þriðja degi að kveldi, einmitt þegar boð guð- anna áttu að framkvæmast. Þá sá ég stein- inn færast til, sem lokaði leynigöngunum, og sá þá út á vatnið og ströndina umhverfis það, og fjöllin, gróðurlaus og há, sem gnæfðu þar hátt fyrir ofan skógarlínuna, og brá mér við er ég sá kæruleysi hans, og snéri mér fljótlega við, er ég sá hvað hann var óvarkár. En Morgano iæknir stökk fljótlega inn og hvísl- aði: “Ytri dyrnar! Ytri dyrnar! Eru þær lokaðar? Er óhult að tala saman?” “Eg skyldi halda það. Rétt eins og vanalega. En hvaða flýtir er á þér? Hvað stendur nú til?” “Kondu fljótlega hingað,” tautaði hann, og þegar ég gekk með honum inn í her- bergið, þá var hann fljótur að loka dyrunum, og stóð með bakið við hurðina, og fór að segja mér söguna. En var þannig: Þeir Pozocan, Azani og Zujil hafa fund- ist dauðir í húsi yfirsjónarmannsins. Og þetta er nú ekki allt, því á enni hvers þeirra hefir fundjst merki guðsins lcopan. Mér’ hefir verið sagt að um háls hvers þeirra hafi verið blá lína, sem bendir til þess að þeir hafi verið kyrktir á einhvern ókennilegan hátt. En þessu er ómögulegt að halda leyndu, því það voru þeirra eigin menn sem fundu þá, og þeir eru hræddir við aðfarir þess- ar, og hika sig ekki við að segja frá þessu, hvar sem þeir koma. Þetta getur orðið byrjun á blóðsúthellingu, og trúarstríði. Þeir eru vísir til að sópa öllum burtu úr landi þessu, sem ekki eru af þeirra kyni.” Eg varð svo hissa við að heyra þetta, að það tók mig tíma nokkurn að átta mig á því, og áður en ég gat tekið til máls var hann bú- inn að ná sér nokkurnveginn, og hélt áfram í flýti, eins og hann mætti engan tíma missa, og sagði: utan, og stökk þá læknirinn í gegnum dyrnar og lokaði þeim, rétt í því að ytri dyrnar opn. uðust og Ixtual kom inn, og leit liann vand - ræðalegar út en ég nokkurntíma hafði séð hann. “Viiíur minn,” sagði hann; mér þykir það.leitt að vera neyddur til að flytja þig í önnur herbergi. Get ég hjálpað þér við að taka saman dót þitt?” “En hvernig stendur á því, Ixtual,” spurði ég, og lézt verða hissa, því ég hélt að það myndi vera betra að látast ekkert af þessu vita. “Það kemur af því, að það er algerlega nauðsynlegt,” svaraði hann stuttlega. Við tókum nú saman þetta dót, sem ég hafði, og komu þá varðmenn tveir til þess að bera það — menn sem ég aldrei hafði áður séð, og litu þeir forvitnislega til mín. En auðsýnilega voru þeir trúnaðarmenn Ixtuals, því þeir spurðu engra spurninga, og hurfu þegar. Við Ixtual lituðumst nú um í herberginu, og bað hann mig að bíða þar stundarkom, og sá ég hann ganga út í ganginn, og hlustaði hann þar og skygndist um hornin hvort hann | sæi nokkum, rétt eins og hann engann láta vita það, að hann tæki mig þaðan, en svo kom hann aftur til að fylgja mér burtu. En ég tók eftir því þegar ég gekk um göngin með honum, að við færðumst nær herbergjum læknisins, og að hin nýju herbergi mín voru nálægt herbergjum hans. En svo gleymdi ég öllum getgátum, er ég fann þá þar báða Wardrop og Benny. Þeir biðu mín þar. Wardrop leit hálf kvíðafullur út, en Benny var rólegur, rétt eins og trédrumbur. Hann hafði cigarettu í munninum og var að tína dót War- drops upp úr bögglum, rétt eins og þeir væru þama nýkomnir í eitthvert nýtt hótel. “Hinrik! hvað gengur að þér Þú hef- ir meitt þig?” spurði Wardrop og hljóp til mín, en ég hneigði höfuðið til samþykkis. Og fór ég þá að skýra frá þessu, en Ixtual stöðv- aði mig, er hann sagði í flýti miklum: “Eg verð að fara undireins. Setjið þið slagbranda fyrir dyrnar, og opnið þær ekki fyrir neinum nema þeim sem klappa svona á þær.” Og nú barði hann einkennilega með báðum hnefum á borðið. “Látið engann ann ann koma inn en þann sem þannig ber,” og um leið og hann sagði þetta var hann horf- inn. Wardrop festi nú hinar stóru slár fyrir hurðina og sagði um leið: “Það er ekkert sem getur opnað þessar dyr nema dynamite, því að þær eru fullt fet á þykkt, og þessar slár eru svo sverar, að það gerir ekki betur en ég ráði við þær, og er ég þó enginn vesælingur.” Svo kom hann til mín og sagði: “En segðu mér nú, hvað hefir komið fyrir þig?” Eg gerði það í fáum orðum og lauk frá-- sögninni með því, að segja að ég væri því sem næst alheill orðinn, nema það, að ég gæti lítið brúkað vinnstri hendina. R/ • / \' aisjoða- hellrarnir. Séra Magnús J. Skaptason, þýddi. Og þegar hann hafði sagt þetta, þá var hann horfinn um leið, en ég var þar einn eft- ir. Eg fór nú að búast til svefns, og var nú vonbetri en ég hafði verið í marga daga, og áður en varði var ég steinsofnaður. Eg held að klukkan hafi verið nálægt því að vera 4 um morguninn, og það var eitt- hvað farið að birta þegar ég vaknaði við það að rjálað var við ytri hurðina, rétt eins og einhver væri að ljúka henni upp, en færi þó varlega. Það er einkenni þeirra manna, sem lifað hafa breyttu og misjöfnu lífi, að þeir vakna algerlega af þungum svefni, og eru strax glaðvaknaðir ef eitthvað kemur fyrir. Eg vaknaði þarna allt í einu og stökk úr rúminu ofan á gólfið. En þá var innri dyr- unum hrundið upp,og komu þar menn inn, og reyndu að láta sem minnst heyra til sín. En við ljós luktarinnar þekkti ég manninn sem fyrir þeim var. Það var morðinginn Juarno. Og mennirnir, sem með honum voru, voru aiiir klæduir búningi varðmannanna. En til þess að láta ekki heyrast út hvað fram færi þarna inni, þá lokuðu þeir dyrupum. Eg var búinn að taka eftir því, að þeim kom það alveg óvart, að ég væri vakandi, og kominn úr rúminu. “Grípið hann,” sagði presturinn Juarno á spánskiá tungu; “en fairið varlega: viið megum ekki láta blóðslettur sjást á gólfinu; Grípið hann.” “Engar blóðslettur!” hrópaði ég háum rómi, og hörfaði undan út í horn eitt, og greip þar kaleiks bolla stóran úr steini, sem smyrsli höfðu verið geymd í. “Eg skal sýna ykkur hvað blóðslettur eru, morðvargarnir ykkar.” Og þegar ég sagði þetta, þá hörf- uðu þe*ir undan í fyrstu, því þeir sáu að ég myndi engum hlífa. En svo réðust þeir að mér, en ég sló þáfrá mér með steinkal eikinn fyrir kylfu. Og þakkaði ég guði fyr- ir að líkami minn var vel æfður, og vel hæfur að mæta mönnum og dýrum. En fimleiki minn og áræði hjálpaði mér, og loks hrukku þeir undan, og stóðum við þar blásandi og horfðumst í augu. En þá sá ég handlegginn á Juarno hreifast upp á við og áfram, og vissi hvað koma myndi, og skaut mér til hlið- ar. Kom þá hnífur fljúgandi og smaug odd- urinn í vegginn þar sem ég hafði staðið, og brotnaði oddurinn af hnífnum. En nú var ég orðinn æfareiður og hrópaði um leið og ég stökk að honum, og sagði: “Þetta skal ég launa þér,” og reiddi upp kaleikinn af öllu afli og sló hann með honum, en hinir hrukku allir frá, en á sama augna- bliki sá ég allt sem fram hafði farið. Æðsti presturinn Júamo, sem hataði þá báða War- drop og Benny^. og mig ekki sízt, lá þarna flatur á gólfinu í dauðateygjunum. Það var nóg af blóði þarna á hvíta gólfinu, — en það var blóð hans en ekki mitt. En kyrðin var ekki löng, því mennirnir, sem með honum höfðu verið urðu nú band- óðir og réðust á mig, en ég hörfaði undan og varðist sem ég gat, því að nú var um lífið að tefla. En þrótturinn var á förum og ég var að gefast upp, en þá glumdi í húsinu öllu, er kallað var með dimmri röddu: “Hættið!” Og þessari þrumandi röddu hlýddu allir sém inni voru. Oddar spjótanna sigu nið- ur, en í dyrunum sá ég kunningja minn Morg- ano, og var hann klæddur búningi hins æðsta prests þjóðarinnar, og var nú svo reið- ur að það var sem eldur sindraði úr augum hans, en annari hendi hélf hann á iofti. Mér fannst hann standa þannig stund nokkra, og á meðan hreyfði sig enginn maður þar inni. En sfvo gekk hann þangað sem Juarno lá, lyfti lítið eitt upp höfði hans, leit svo fyrst til mín, svo á hvern einn sem þar var inni. Og tillit hans var svo hart, að enginn þorði að líta í augu honum, en sumir Indíánamir misstu mátt allan og hnigu til jarðar. En eftir stund nokkra kallaði hann til þeirra: “Standið upp!” En þeir Mýddu honum skjálfandi og nötrandi af ótta. En þegar þeir voru allir npp staðnir, þá benti hann fingri sínum til þeirra og sagði í grimmum rómi: “Flónin ykkar! Haldið þið að guð ykkar sofi?” En þeir stóðu þarna hríðskjálfandi af ótta. En hann sjálfur var að hlusta, eða hugsa um dauða prestinn, sem lá við fætur hans. Hann virtist standa þarna milli tveggja afla, sem toguðu í hann sitt í hvora áttina, en svo kallaði hann upp með hárri röddu: “Líf yðar er komið undir þessum ástæð- um, sem ég nú skal skýra fyrir yður. Þið skulið nú fara til hýbýla yfirmannsins. Zujil undireins, og taka þar Azani, sem hefir fal- ið sig þar, og koma með hann hingað til nún, dauðann eða lifandi, og Zujil með hon- um, því að þeir hafa bakað sér reiði mína. Einnig skuluð þér koma hingað með Pozocan, liúsbónda yðar, dauðann eða lifandi, en síð- an skulið þér ganga um borgina helgu, og boða fólkinu að Guð sjálfur ætli að tala til þeirra, — hinn mikli og voldugi guð þeirra, Icopan, um náttmál á hinum þriðja degi, og þá verða allir menn í borginni að hlusta á hann, því að þá mun hann gefa út skipanir sínar. En ef að þið hlýðið ekki því, sem ég nú segi yður, þá skulið þér deyja, allir yðar vinir, óg allt það sem yður er kært skal sópast út í hin yztu myrkur. En á þessari jörð skal bölvunin hvíla á yður, en í öðrum heimi skulið þér kveljast um alla eilífð. ---- Farið þið nú og gerið strax, það sem ég hef boðið yður.” Látbragð „hans var mjög tígulegt, er hann veifaði hendinni til dyranna. En mennirnir brugðu skjótlega við, og flúðu á burtu, svo fljótt sem þeir gátu. Við vorum nú einir, og dyrnar stóðu opnar og seinasta hljóðið af fótataki þeirra var að deyja út, þegar hann mundi eftir því að ég var þar. Hann einblíndi á*mig og svo á dauða mann- inn, sem lá við fætur hans, og var að stirðna. En þá tók ég fyrst eftir því, rétt «eins og ég vaknaði af martröð einni, að ég hélt í hendi mér hinum þunga og svera steinkaleik, og svo hinu, að ég var þreyttur orðinn og blóðstraumur hafði runnið niður treyjuna og buxurnar mínar. Eg heyrðí læknirinn segja eitthvað langt í burtu, og svo gleymdi ég því hver ég var, og fór að hugsa um, hvað ég myndi hafa gert, ef ég hefði verið einn hinna fyrri æðstu presta; ég myndi þá hafa gefið út skipanir, sem hefðu gert út um örlög hinnar helgu borgar. og máske örlög Mayakynflokksins líka [— en nú get ég ekkert meira munað af þessu. “Eg riðaði á fótum, og fannst herbergið hringsnúast með mig, en einhvernveginn fann ég til þess að ég rétti út hendurnar, þegar mér fannst herbergið rísa upp og slá mig. 11. KAPÍTULI. Þegar ég raknaði við úr óvitinu var Ix- tual að beygja sig yfir mig og rannsaka þessi fjögur sár, sem ég hafði fengið, og var eitt þeirra hættulegast. Það hafði einhver stungið mig spjóti í hjartastað, en oddurinn hafði komið á rif eitt, og fór ekki lengra. “Hvernig komst þú hingað?” spurði ég. “Það var hinn innblásni Quano sem bjargaði lífi þínu; hann kallaði á mig. Svika- hundurinn Juarno er dauður, og er ég þakk- látur fyrtr það. Mér þykir það mjög illa farið að þú skulir vera særður, því að ég vildi gjarnan vera vinur þinn, — við höfum báðir liðið og þolað svo mikið. Mér þykir það mjög leitt að við skulum ekki báðir geta litið sömu augum á hlutina, en þú ert svo blindur að það er ómögulegt. En nú verð- ur þú að vera rólegur, svo að sár þessi geti gróið sem fyrst.” Hann kom nú með einhver Mayasmyrsli sem áttu að græða sárin, snéri sér við og kallaði á varðmanninn og sagði við hann: “Þú verður að líta eftir manni þessum og sjá um það að hann vanti engan hlut, og ef hann kallar á þig þá verður þú að koma und- ireins og sjá hann.” Og svo létu þeir mig vera einan, og var ég þá vakinn aftur, er maður einn færði mér kveldmatinn. Eg var þá allur stífur og aumur, en var þó þakklátur fyrir það að sárin voru, ekki mjög vond. Og leið mér betur þegar ég var búinm að borða, og beið svo rólegur þangað til læknirinn kom, en hann kom ekki fyrri en klukkan var orðin tíu. Hann skoðaði fyrst sárin og lýsti yfir ánægju sinni, að þau skyldu ekki vera verri, og svo gekk hann um‘gólfið óðslega, eins og villidýr, þangað tlil hann stansaði og sagði: “Skrambinn hafi það, ég veit ekki hver ólukkinn hefir komið mér til þess að láta taka þá fasta, Azani, Pozocan og Zujil! Þú verður að sjá og skilja það, að í rannsóknum mínum hef ég svo lengi verið neyddur til þess, að setja mig í spor konunga þessara, að ég á endan- “Eg skipaði því, að koma með þá alla hingað, Wardrop, Benny og Manco, eins fljótt og mögulegt væri, svo að ég gæti haldið verndarhendi yfir þeim Wardrop og Benny, en Manco til þess að ég gæti ráðgast við hann. Og ef að þeir skyldu gera uppreist, þá var það betra að þeir væru hér Wardrop og Benny. Og til enn frekari tryggingar, þá verður þú að flytja þig í önnur herbergi en þessi.” En þegar hann sá að ég varð hissa á þessu og ætlaði að fara að spyrja hann frekar, þá kom hann nær mér, eins og hann væri hræddur við, að einhver kynni að heyra til sín, og sagði: “Þú fórst einu sinni að hlægja að rann- sóknum mínum, en hlusta þú nú á mig: Her. bergin, sem þér verða fengin, hafa bæði leyni- inngang og leyniútgang, svo að ef að þú þarft á því að halda, þá hefir þú tækifæri á því að komast burtu. Og svo er annað, en það er það, að dyrnar hafa járnslár að innan- verðu svo að það þarf reglulega múrbrjót til þess að brjóta þær upp. Þú hlóst að rann sóknum mínum, en ef að það hefði ekki verið fyir það, að ég fann allt út um þessi leyni- göng og leynidyr musterisins, þá hefðir þw nú verið í meiri vanda staddur. Engin mað- ur nema ég hef nokkurn grun um þessi leyni- göng. Ixtual kemur að fylgja þér þangað. þegar þeir koma hinir og — Við heyrðum nú hávaða í göngunum fyrir “Það hefir verið mesti ógangur yfir þeJm Manco,” sagði Wardrop. “Marzida sagði mér að þessir þrír samsærismenn hefðu fundist steindauðir, og enginn vissi hvernig það hefði að borið. Manco er býsna hjá- trúarfullur, þó að hann hafi fengið töluverða uppfræðslu, og hann hefir þá trú, eða rétt- ara hneigist að því að trúa, að þeir hafi ver- ið slegnir dauðir af guði sjálfum, og sé það einskonar guðdómleg opinberun. En þeir, sem vörðinn héldu, vita ekkert hvað þeir eiga að halda eða segja. En ég hef þá hugmynd að þeir séu allir orðnir býsna vonlitlir, mest þó fyrir það að þeir eru foringjalausir. Mar- zida lieyrði Tankya segja það, að mikill hluti varðmannanna hrópaði morð! morð! Og margir eru nú óttafullir og skjálfandi, og búist við því að þeir muni bráðum finnast dauðir, með snöruna um hálsinn og brenni- merkið á ennum sér. Þannig sýður nú í þessum potti, en hvað okkur snertir, þá erum við hjálparvana, sem strá í streng einum, og verðum að láta berast með straumnum, sem þyrlar okkur með sér, og vitum ekki hvað langt, og hvað lengi.” “Læknirinn sagði mér sömu söguna og þessa,” sagði ég, þegar hann hafði lokið máli sínu, og svo sagði ég honum hvers- vegna við værum látnir vera í þessum her- bergjum, í stað hinna, sem við áður höfðum verið í.

x

Heimskringla

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.