Heimskringla - 05.09.1928, Side 2
2. BLAÐSÍÐA
HEIMSK.RINGLA
WINNIPEG 5. SEPT. 1928.
“Saga”
Síðasta bók missirisritsins Söga
barst mér nýlega og þótti mér bú-
bót að; er þar margt niatarkyns.
Efnið. sem fyr fjölbreytt, læsilegt
og þjóölegt.
Að þessu sinni eins og áður á
ritstjórinn sjálfur drýgstan sikerf
innihaldsins, bundið mál og óbund-
ið. “Upprisa moldarinnar,” hug-
leiðing í söguformi eftir hann, er
máttug þjóðræknishvöt, ílhyglisverð
í mesta máta og hollur lestur hvérj-
um heimanfluttum Islending. “Göm-
ul saga” bregður upp í glöggum
dráttum átakanlegri lífsmynd, sem
elkki er JSó einsdæmi: vanjþakklæti
°g gleymsku, — og er þó þar með
vægt að orði komist, — ágjarns
hjarta. Fleira í óbundnu máli,
lestrarvert, á Þorsteinn i ritinu t.
d. “Elda” og “Pistla” að ógleymd-
um “Hugrúnum,” sem sumar eru
snjallar. Þá eru hér þrjú kvæði
eftir hann, vel orkt þó hann hafi
ýms betur gert. Beztar finnst mér
sumar vísurnar í “Ættjarðaírást,”
tilfinningardjúpar og einlægnar; og
þetta er andleg heilbrigði: sjóndeild-
arhringur höf. takmarkast eigi af
Islandsfjöllum þótt fögur séu; hann
á viðri sýn. Sjálfsagt verða ýms-
ir lesendur Þorsteini ósammála um
skoðanir þær, sem fram er haldið í
sumum ljóða þessara; eigi rýrir það
skáldlegt gildi þeirra, enda mun hann
kjósa, að segja það eitt, er hann tel-
ur sannleik, hvað sem líður alþýðu
hylli.
4
Fleiri ljóð eru í bókinni; þar á
meðal fjögur eftir Guttorm J. Gutt-
ormsson, frumleg sem hans er vandi
og vel hugsuð, t. d. “A ég að gæta
bróður míns ?”, sem þó er fremur
stirðkveðið, að minnsta kosti ef það
er borið saman við ýms önnur kvæði
Guttorms, sem eru einkar lipur. I
“Paliska Galera” eru ósviknir tónar;
hver getur eigi tekið undir með
skáldinu og sagt:
“O hvað mig hefir órað lengi
Öljóst mjög fyrir þessum kvæðum!
Þau hafa legið i himnahæðum
Hátt — fyrir ofan mína strengi.”
Tvö smákvæði, ekki óliðleg, eru
hér eftir Tryggva Emilsson og óm-
þýðar “Islandsvísur” eftir Björn
Pétursson frá Sléttu. Ekki er ó-
bragð að þessari stöku:
“Býst á ról hver blómálfur,
burt er Njóla hrakin.
Glitrar fjóla grátfögur,
geislum sólar vakin.”
Eitt leikrit er í bókinni: “Gest-
irnir” eftir J. P. Pálsson; er bók-
mentabragur á ýmsu þvi sem hann
ritar. Þetta er einþættur gaman-
leikur, fjörlega skráður og kryddað-
ur talsverðri kýmni, svo að við ligg-
ur hæðni. Annars virðist markmið
höfundarins vera það, að lýsa hlá-
Ieik íslenzks flokkadráttar vestan-
hafs. Um það, hvort getur höf.
að hvötum þeim sem til greindrar
fjlolkkaskiftingar liggja, eru sannar,
má efalaust deila.
Fleira hefir Saga inni að halda
að þesu sinni: “Ur myrknætti mið-
aldanna,” ritgerð ættfræðislegs efn-
is, eftir Stein Dofra; brestur mig
þekking til að dæma þar um; einnig
eru í ritinu: þjóðsögur, gátur, þýddar
sögur, ýmsar fróðleiksgreinar og
skrítlur.
Það er góðra gjalda vert, að halda
úti jafn þjóðlegu, fræðandi g
skemtandi riti sem Saga er. Hún
á skilið stuðn'jng allra fróðílieiks-
unnandi og bókhneigðra Islendinga.
Richard Beck.
Óskastundin í Elfros
Tíunda ágúst sýndi leikflokkur
Wynyard-Islendinga, undir umsjón
Arna Sigurðssonar, “öskastundina”
hér í Elfros.
Eg hafði horft og hlýtt á leikinn
áður, um það leyti sem hann var
fyrst settur af stokkunum, og er því
ekki saman aS jafna, hversu miklu
betur hann tókst i seinna skiftið.
Sýnir það elju og listræni þá, sem
flokkurinn býr yfir.
Fyrri sýningin sár leiddist mér,
og kvartaði sárt við Arna; tók hann
því í'meðallagi vel, sagði það satt
vera að illa væri leikið, en ritið
sjálft afbragðs gott. Þá tók ég mig
til og las leikritið, og leiddist enn
meir. Og ég virti leikendunum
allt til vorkunar, því mér fannst hlut-
verk þeirra krefjast lítils og fela
ekkert það í sér, sem espað gæti
Ieikaragáfur þeirra. Þó fóru svo
leikar hér í Elfros þ. 10. að ég hafði
ánægju af sýningunni; en ég er
viss um, að sú ánægja veittist mér
ekki fyrir náð höfundarins, heldur
fyrir leikni og lipurð leikendanna.
Skemtunin lá í, að sjá Arna Sig-
urðsson öran af ást, léttstígan
ungling, drengilegan, glæsilegan,
drukkinn af hugsjón; að sjá Þórð
Axdal óskapast í tröllshaminum, og
láta hugan skapa mér hvaða usla
skessan gæti gert í heiminum, ef hún
væri ekki bundin hjá höfundinum
eins og peð á taflborði; að sjá Þórð
í gerfi Rauðs ráðgjafa, “tákn”
ilsku og undirhyggju — þó aðeins
bending, því Rauður er ekki til neins
og verður engum að meini. En gam
an var að gera því skóna hverjum
tökum Þórður hefði náð á áhorfend-
unum, ef “sigur hins góða” leyfði
nokkra óknyiti í mannheimum.
Ekkert síður var skemtilegt að sjá
og heyra Miss Björnson, sem berst ]
við enskuna í hverju islenzku orði,
en er þó svo ástúðlega íslenzk og
mennsk, að mér þykir skömm til
koma að setja hana í skóna hennar
Fríðu og eyða hæfileikum hennar
sem leikkonu á dragmáttlaust tákn-
hjal, eða sjálfhól um eigin sakleysi
og fegurð. Þá var auðsætt að þau
Halli Axdal og frú Sigurðsson tóku
“karl og kerlingu” með trompi, og
þó eymd þeirra og vesaldómur gengi
áhorfendunum ekki að hiarta, var
það ekki leikurunum að kenna.
Hvergi köfnuðu þó igóðir leikara-
hæfileikar eins aðdáanlega eins og í
Surt — þessu nýjasta “tákni,” hálf-
tröllinu I Eg kendi ekki í brjóst um
Surt, en ég kendi í brjóst um Halla
Axdal.
Eg hefi heyrt menn segja að
“Öskastundin,” sé sá leikur sem að
eins heimsmeistarar ættu að sýna;
ég trúi því, en veit, að engir heims-
meistarar taka í mál að leika ritið
eins og það er úr garði gert.
Ekki hefði ég sagt orð um leik-
inn opinlærlega nema af því að tveir
íslenzkir mentamenn hafa lofað hann
svo mjög — á prenti—, að annar
lagði nafn Ibsens við hégóma, en
hinn, sem er prestur, taldi hann á
við beztu stólræður! Arni Sigurðs
son er sekur um að koma Ibsen inn
í málið, sökum leiksviðslistar hans
(Árna). En væri “sigur hins góða”
eins auðunninn eins og leikritið
“Oskastundin” kcnnir, myndu prest-
arnir þykjast lítið starf hafa fyrir
höndum.
til kenslunnar, en leiksýningar. Þvi
er það býsna líðilegt að sjá “Oska-
stundina” með öllu því sem Arni og
flokkur hans hafa í hana borið, án
þess að komast nokkurntíma í geðs-
hræringu. Svo er hitt afleitt, að
menn sem vita betur, eru að telja
öðrum trú um að “Oskastundin”
(sem leikrit) sé meistaraverk.
Eftir því sem ég fæ bezt skilið
“táknin,” og ekki ætti maður að
I fara hér vilt — engin “dintlist” á
ferð), er áet á milli stúlku og pilts
uppruni og endir “sigurs hins góða;”
og ég er á því að slík prédikun yrði
kröftugri í ritgerðarformi en sjón-
leik, nú á þessum siðustu og verstu
tímum þar sem love complex Vic
toríu tímabilsins sýnist vera að
missa tök á tilfinningum mannanna.
Eða svo er að sjá af því skrifi sem
ég hefi síðast séð eftir Joseph Wood
Krutch. Og dettur mér hann í hug,
“Öskastundin” flytur oss þann
fögnuð, að allt ilt í heimi hér sé
hégómi einber. Fanturinn, Rauður
ráðgjafi illa innrættur, lostafullur
valdhafi, kemur engu illit á stað; ó-
minnisveigar eru með öllu kraftlaus-
ar; sollur og gjálífi sem laða fáfróða
og óupplýsta stúlkukind út í munað
og siðferðisdrep verður til blessunar;
sjálf tröllin steingerfast fyrir einn
mjóan ljósigeisla. Illvættir og
hollvættir eru eitt og hið sama!
Gott og iUt er eitt. Þetta getur
verið góð heimspeki. En ekkert
leikritaskáld, sem ég hefi kynst, get
ur komið neinu slíku í leikritsform.
Leikritaskáldið byggir allan ávinning
sinn á mannlegu tilfinningalífi. Per-
sónurnar á leiksviðinu verða að kalla
fram í orði og æði sér skyldar kend-
ir í hjörtum áhorfendanna. A leik-
sviðinu verður að koma fram eitt-
hvað líkt því sem gerist, eða gæti
gerst í mannheimum., Vita skuld er
þar stíersta listin að æsa upp til-
finningu áhorfendanna á þann hátt,
að þeir fari að hugsa. Þetta gerði
Ibsen, og þetta gerir Shaw. En
skáldið verður að koma við hjartað.
áður en 'heilinn tekur til starfa.
Skáldið verður að valda hrifning,
vekja gleði, gremju, sorg. Annars
eru heimspekiritgerðir betur fallnar
heyra íslenzka atgjörfið berast á
andlegum banaspjótum, vitandi að
við erum bræður og systur, sem
ber að inna af hendi, manndóms og
menningar hlutverk í íslenzkum fél-
agsskap, og þjóðlífi því, sem verið
er að skapa hér í landinu. Við
niegum ekki lengur vera að þrátta
og þrefa um ástæðulaus* málefni.
Tökum strax saman vinarhöndum og
gerið þátttöku Vestur-Islendinga í
hinni miklu alþingishátíð svo veg-
lega, að hún verði öllum Islendinigum
til vegs og sæmdar.
Síðan þetta var ritað hef ég heyrt
raddir tveggja íslenzkra lögmanna í
Löglærgi, sem mig langar til að
taka til yfirvegunar.
Eg vil þá með fám orðum minn-
ast á þátttöku lögfræðingsins Sv.
Jónssonar í þessu umrædda máli.
Hann auglýsir þekkimgu sína á
sjálfsagt
að sanna réttdæmi sitt í málinu.
v . - *• grundvallarlögum Canada,
þvi hann mun gera meir að þvi að ,
gagnrýna sjónleiki, en nokkur annar
sem nú ritar á enska tungu.
Elfros, Sask.
En það er nú eins með lögin og
aðrar athafnir skammsýnna manna,
að þau eru ekki ætíð rétt. Þau
lagaboð, þær athafnir, og þau áhrif
eru rétt, sem gera líf manna og
samfélagsástandið fullkomnara og
heilbrigðara. Eg tel alveg víst að
það hefði flutt mikið heilbrigðari
áhrif út fyrir félagslíf vort, ef lög-
fræðingurinn hefði tekið meira tillit
til manndóms og drengskapar, en
laganna, eins og hann skilur þau.
Ef hann hefði t. d. sýnt að féð var
ekki veitt einstaklingum, heldur til
félagsheildar og samborgara, sem
hafði það hlutverk að inna af hendi,
þátttöku í einni hinni merkilegustu
minningarhátíð um atburð þann er
lýðstjórn og síðari tima menning
byggist á. Og hefði hann um leið
skilið fjárveiting þessa, sem almenna
nauðsyn fyrir fylkið, til að sýna má!
efninu hæfilega virðingu, efla og
styrkja samúð, samvinnu og réttan
skilning á hinu borgarlega samlífi
J. P. Pálsson.
Frá Heyranda í Holíi
um heimferðartnálið
^eðosðsoseeeoQSOðSðððSðcoðSððecoðseððsoðSGOSðessððGa
| Margrét Guðmundsdóttir
k (Mrs. G. Gunnarsson)
wsffiHiBi'fiMUWiffiaaiSíiaiffitfafiSfi'fiBiaiKtfiæaaffifiUiæ'fiffiifiKHitfiifiSfiffiifiHi
Butter-Nut
Bragðbezta
BRAUÐIÐ
Af því ég 'hvgg að þetta leiðinlega
heimferðarmálaþras geti aðeins tek-
ið æskilegan enda, með því að allir
þeir, sem hafa tekið þátt í þeim um-
ræðum í ræðu og riti taki nú málið
til athugunar á ný, frá fyrstu upp-
tökum þess, sem almenningi eru
kunn, þá vil ég nú með línum
þessum láta í ljós hvernig málið lít-
ur út frá minu sjónarmiði. Tilefni
deilunnar var fjárstyrkur frá fylkis-
stjórnum Sask. og Manitoba til hinn-
ar svokölluðu heimferðarnefndar,
til að undirbúa sæmilega þátttöku
Vestur-Isl»ndinga í Alþingishátíð- |
inni á Islandi 1930, og mótstaðan j
gegn þessum styrk var bygð á því að ,
hann væri Islendingum til vansæmd !
ar, eins og hann væri fenginn. Til
þess að sanna að þessi stvrkur sé
Islendingum til vansæmdar verður
fyrst og fremst að sýna í hverju
vansæmdin er fólgin, hverjir það eru
sem beita henni á fólkið og á hvern
hátt það er gert. En fremur ætti að
sýna tjónið sem Vestur-Islendingar
verða að liða með afleiðingunum af
þessari ímynduðu vansæmd. Þessum
spurningum verða allir að svara sem
taka málið til athugunar. Eg sé
enga vansæmd í því að gefa sam-
bongurum okkar tækifæri að taka
þátt í hlutverki okkar Vestur-Islend-
intea, þar, sem minningar þær, er
hátíðin byggist á eru þeim jafn helg-
ar og okkur sjálfum, (upphaf 'þing-
bundinnar lýðstjórnar.)
Ef vansæmdin af styrkveitingunni
verður ekki sönnuð nema með þátt-
töku ádeilumannanna, er allt málið
frá mínu sjónarmiði dæmt dautt og
ómerkt. Eg teldi það því stóra
sæmd fyrir alla þlutaðeigendur að
hætta nú þegar þessum ádeilum, nota
ekki lengur þann ofbeldis og haturs-
anda, sem ráðið hefir
og byrja nú strax á
úð og samvinnu, og sýna að þeir séu
siðmentaðir menn. Það er sárt að
:
Inndælt, þegar hið nærandi Butter-Nut
Brauð, er raulið upp og út á það látin
volg mjóik og sykur, — bömin em
sólgin í það og stækka á því.
Butter-Nut Brauð ber í sér hið bezta
úr Canadísku hveiti-mjöli, nýmjólk og
smjörfeiti auk fleiri næringarefna.
Það er vel bakað, ljúffengt til átu og
ASrir ffóðir hlutir er Canada
Brauð býr til.
Dr. Halls 100% aihveitibrauð; Hovis
Brauð; Bredin’s aldina brauð; break-
fast snúðar; Daintimaid Cake (7
tegundir).
(The quality goes in before the name goes on)
fult af næringarefnum. Reynið Það.
Biðjið Canada Brauðsölumanninn sem
færir nágranna yðar brauð að koma
við hjá yður og skilja yður eftir eitt
brauð. Þér finnið bragðmuninn á því
strax og öðru brauði.
Ef þér viljið heldur síma, þá
hringið til 39 017 eða 33 604
CANADA@BREAD companv
M Ull
Owned by 1873 Canadians
A. A. Ryley,
Manager at Winnipeg.
;fir í ádeilunum, S
bróburlegri sam- ^
Mín framliðna vina! Nú minnast ég má
svo margs, sem að tímalengd felur.
Það er sem að einskonar þrýsti mér þrá,
—er þakkar og skylduhvöt elur,—
að senda þér hraðskeyti hugstöðum frá
til heimanna þar, sem þú dvelur.
Eg man þig vel enn, sem þér mætt hefði í gær
þó mistur nú hylji þig sýnum;
og oftlega finnst mér að enn sértu nagr,
á andvöku stundunum mínum,
og hugur þinn leiti, þó fluzt hafir fjær,
að fornvina stöðvunum þínum.
Mér finnst eins og systur ég sjálf hafi mist,
úr samfylgd á langförnum vegi;
og góð var þín viðkynning frá því að fyrst
við fundumst, að skilnaðardegi.
Þú kunnir ei heldur að leika þá list
að látast — en vera þó eigi.
Þú varst ekki’ í öllu sem fólk gerist flest
og fjöldinn þig misskildi iíka,
en trú reyndist þeim er við trygð hafðir fest
og tamdir þér eðlisdygð siíka.
Til dyranna komst eins og klædd varst.— Sem bezt
þú kunnir ei tízkunni flíka.
Haf þökk fyrir einlægni, er aldrei veikst frá
þá aðrir mér hnjóðsyrði spunnu.
Haf þökk fyrir brekgjörnu börnin mín smá,
sem brosglöð oft heim til þín runnu,
hve góðlega tókst því og gæddir þeim á
þeim glaðningi,’ er heitast þau unnu.
Eg gat eigi kvatt þig í síðasta sinn,
er sofnaðir blundinum djúpa,
í huga því leita’ uppi legstaðinn þinn,
sem lifandi vorgrösin hjúpa,
og blítt læt þar kveðju-blómskúfinn minn
með blessun á rúmið þitt drjúpa.
í guðsfriði vina! Nú ung er þín önd
og áhyggjum létt þér af sinni.
Þá lendingu næ ég við ijóssheima strönd
og lokið er ferðinni minni,
ég veit, að þú réttir mér hlýlega hönd
og heilsar sem vinkonu þinni.
(Undir nafni vinkonu hinnar látnu í Pembína, N. D.).
—Þorskabítur.
>SOOOOSOOOSCOeOSOSOOeCCCOS<90SOðOCCOðOOSOOOOðOSOeOGO«
KIGIÐ ÞÉR YINI A GAMLA LANDINU
ER VILJA KOMAST TIL CANADA?
FARBRÉF
FRAM OG
AFTUR TIL
allra staða
í veröldinni
SJE SVO, og langi yður til þess að hjálpa þeim
hingað til lands, þá komið að finna oss. Vér
önnumst allar nauðsynlegar frajnkvæm'dir.
ALLOWAY & CHAMPION, Rail Agents
UMBOÐSMENN ALLRA FARSKIPAFJELAGÁ
667 MAIN STIIEET, WINNIPEG SIMI 36 861
Efia hver amhottMmnttnr CANADIA.N NATIONAL sem er.
TEKIÐ Á MÓTI FARÞEGUM VIÐ LANDGÖNGU OG Á LEIÐ TIL ÁFANGASTAÐAR