Heimskringla - 05.09.1928, Page 6

Heimskringla - 05.09.1928, Page 6
WINNIPEG 5. SEPT. 1928. HEI'MSKRINGLA WINNIPEG 29. ÁGÚST 1928 hellrarnir. Séra Magnús J. Skaptason, þýddi. En þessi rökfærsla mín var með öllu ó- nóg til þess að hrinda vonleysinu úr huga hans, en ég held þegar tímar liðu hafi hún haft meiri áhrif á hann, því að hann virtist vera búinn að ná sér þegar við komum til Parísarborgar. En þetta hafði þau áhrif á mig, því að ég gerði mér það að reglu, að tala aldrei um þessa gömlu tíma ef ég gat komist hjá því, og þegar Wardrop og Marzida komu til Parísar þá varaði ég þau við því. En fullum sex mánuðum seinna, er ég var gestur hjá Wardrop og konu hans, þá kom Páll Morgano þar inn sem gestur, og virtist þá vera hinn sami Páll Morgano, sem við höfð- um áður þekt. “Undarlegt! Ótrúlegt!” sagði hann og baðaði höndunum út í loftið. Nú get ég vonað aftur, því ég er orðinn ríkur. — Nógu ríkur til þess að fara aðra ferðina aftur, hve- nær sem það er mögulegt og óhult.” “Þú vissir það, að þú gazt fengið alla þá peninga alla þá peninga sem þig vantaði, hvenær sem þú hefðir komið eftir þeim, og ég hef, hvað eftir annað, reynt að skifta með þér eigum mínum til helminga, ef-að þú hefðir viljað þiggja það, því að ég á þær þér að þakka.” ^ “Nei, Hinrik minn, það hefði aldrei dug- að,” sagði hann. “Eg gat ekki þegið það. Heldri maður má ekki þiggja peninga að gjöf. Og ég er þó Páll Morgano. En nú er ég ríkur orðinn. Feykilega ríkur, og það áður en ég vissi af því.” “Viltu þá segja okkur frá því hvernig þú ailt í einu ert orðinn ríkur, því að við verð- um eins lukkuleg yfir því, eins og þú sjálfur.” “Það gekk nú svona til,” sagði læknirinn og néri saman höndunum. “Það var lengi nokkuð, þarna vestra, sem ég var í vanda út af rúnaletri á töflum í höfði líkneskjunnar, og hef ég verið að reyna að finna það út. En þá var það loksins, dag einn, að ég fann í höfði myndarinnar klóklega falið hólf á bak við töflur þær, sem vakið höfðu forvitni rnína. Voru í hólfi þessu, að því er virist, steinar þrír, kantaðir, og nærri því gagnsæir, og leizt mér vel á þá, og hafði þá fyrir pappírs- vigt. En nóttina sem ég flúði þá féll mér illa að skilja við herbergi þetta, sem svo lengi hafði verið lestrarstofa mín, — skilja við það í seinasta sinni, og hafa ekkert til minningar um það, og leit ég þá í kringum mig og sá ég þá þessa þrjá steina sem ég hafði notað til þess að leggja ofan á pappírsblöð og greip þá í flýtir og stakk þeim ofan í vasa minn.” “Eg ætlaði nú að fara að spyrja hann spurningu, en hann lyfti upp hend»nni til þess að hindra mig frá því. Hélt ég að hann ætl- aði að lesa yfir mér eitt eða annað um Maya- trúfræði, en því fór nú betur, að hann gerði það ekki. “Á d’Argent stræti lifir einn af mínum gömlu vinum. Hefir hann dálitla búðarholu og slípar steina. Hann safnar þeim allstaðar að, og pólerar þá og geymir þá í herbergjum sínum, og — hann hefir verið mér hinn bezti drengur. Þegar ég í fyrri daga vissi ekki hvar ég ætti að fá að éta, þá hjálpaði hann mér oftlega, og svo hugsaði ég mér að ég skyldi nú gefa honum þessa steina. Eg fór því með einn þeirra til hans. En þegar ég kom til hans varð ég forviða nokkuð. Hann tók við steininum, virti hann fyrir sér, fékk sér stækkunargler og horfði á steininn litla stund. Snéri sér svo að mér og tók í kápu- lafið mitt og dró mig með sér úr prívat her- bergjum sínum þó að þar hefði ég ætlað að spila við hann um kveídið piquet. Fór hann svo niður í verkstofu sína, og vigtaði steininn. Tók sér þar önnur gleraugu og fór að horfa á hann aftur og prófaði hann með vissri þjöl, en svo lauk því þannig að hann fór að dansa um gólfið, sem vitlaus maður. en pappírvigtin, sem ég hafði gefið honum var demant, sem var nærri því eins stór eins og kalkúnsekk. Það var nærri því hlægilegt að sjá það hvernig við beygðum okkur allir áfram og drukkum í okkur orð litla vísindamannsins, sem sat þarna brosandi og sigrihrósandi; að heyra upphrópin hjá okkur; og taka eftir því, hvernig við færðum okkur nær honum til þess að missa ekki af neinu því sem hann sagði. “Þetta er áreiðanlegt; ég get fullvissað ykkur um það,” sagði læknirinn. “Og vinur minn vildi ekki taka steininn að gjöf, þó að ég væri harður á því. En hann vildi slípa stein þenna. Og þegar ég sagði honum að ég hefði tvo aðra steina, og hann gæti átt þenna stein, þá vildi hann ekki þiggja stein inn en vildi slípa þá alla. Er það ekki undar- legt og óskiljanlegt, að sumir menn skuli vera þannig gerðir. Og hvað mig snertir, þá get ég aldrei skilið í því.” “En monsier Clergerau var vinur minn og deildi æfinlega mat sínum milli okkar þeg- ar ég var hungraður, og ég varð nú að láta undan honum, og láta það vera eins og hon- um líkaði bezt. Hann hefir nú lengi verið að vinna að steinum þessum og ekki hugsað um annað.” Læknirinn starði nú á teppið, og hafði ég verið að horfa á hann, en ruglaðist er ég leit við og sá Marzidu skjótlega leggja hönd sína í lófa Wardrops, en hann snéri höfðinu til hennar. Og svo lokaðist hönd hans yfir hönd hennar — en ég leit í aðra átt, rétt eins og ég hefði verið að troða mér inn í einhvem helgidóm, þar sem ég væri framandi gestur. En þá kallaði rödd læknisins til mín og heimti mig til jarðarinnar aftur, sem ég skríð á. Eg lét hann ráða því öllu, því þó ég sé nokkuð fær í viðskiftum þá hélt ég að honum myndi líka það betur að ég léti hann selja verk sitt, án þess að fá leiðbeiningu frá mér. Hann stansaði nú og dró úr vasa sínum kveldblaðiö, óhreint og illa brotið, og hélt því fyrir augum okkar, og sá ég þar standa með svörtu letri þessi orð: “Frábærir dem- antar. Hinir sjaidgæfustu gimsteinar sem menn þekkja. Alveg óviðjafnanlegir allir þrír. Alveg gallalausir. Seldir af lítt þekt- um gimsteinasala, krúnunni fyrir fimm milj- ónir franca,” Við vorum þrír í herberginu þarna á þessari stundu, og ég efast ekki um það, að við vorum allir í hæsta máta ánægðir og lukku legir. Það var eins og við allir værum allt í einu orðnir skyndilega ríkir. “En veiztu það,” sagði læknirinn; “Eg vildi láta gimsteinasalann taka helming fjárs- ins, en ég gat ekki fengið hann til þess. Hann vildi aðeins taka við 25,000 frönkum til þess að hressa upp á búðina sína. En loksins gat ég þó komið því svo fyrir, að ég lagði miljón franca á banka fyrir hann, og bjó svo um að enginn gæti brúkað þá nema hann, og verður þá Clergerau nauðbeygður til þess að brúka þá.” Nú brosti hann, varð svo alvarlegur, og sagði: “En ég sakna þó pappírsvigtanna minna.’ En nú er sagan nærri búin, og er þó eft- ir að minnast eins. Einu sinni sátum við Wardrop tveir einir í höllinni hans í Touraine. Hann er þar sumarmánuðina með konu sinni og syni. Við sátum þar úti um kveldið í tunglsljósinu og drukkum kalda drykki til að svala okkur, og fórum þá að minnast á liðna daga. “En veiztu það,” sagði Wardrop, og blés frá sér reykjarmekki, “að það er eitt atr- iði í allri þessari reynslu minni, sem einlægt verður mér leyndardómur.” “Við hvað áttu,” spurði ég? “Eg á við þá þrjá pilta — Azani, Pozocan og Zujil. Þeir fundust dauðir í húsi yfir- mannsins, en hvernig heldur þú að þeir hafi dáið?” Beni Hassan hafði, að vanda, verið að fylla glösin okkar, og kom hann þá til okkar og sagði á hinni þýðu og mjúku Arabatungu: “Saudatak (herrar mínirý, þessir þrír trúleysingjar höfðu ætlað sér að laumast inn í hús hans hátignar Manco, og myrða yður. En ég var svarinn til þjónustu þinnar, bæði í þessu og öðru lífi, og ég heyrði launskraf þeirra, því að þeir töluðu á spanskri tungu, til þess að þjónamir, sem töluðu Mayatungu, skyldu ekki skilja hvað þeir segðu.” Wardrop og ég fórum nú að hlusta, en þjónninn hélt nú áfram. “Eg læddist því,” herrar mínir, sagði Benny, “í gegnum dymar, sem ég hafði fund- ið daginn áður, og kom að þeim sofandi, og setti snöru um hálsinn á þeim öllum, og sendi þá út í hin yztu myrkur, þar sem þeir áttu heima. Þeir hafa farið til spámannsins Ico- pan, en ég vildi ekki láta þá fara þangað ó- kenda, og svo setti ég með blýant merki á enni þeirra allra, merki trúar þeirrar, sem þeir gengu undir. Meðan þeir lifðu voru þeir óvinir mínir, en þó gerði ég allt sem ég gat til þess að hjálpa þeim til þeirra eigin sælu- staðar. Eg drap þá þar alla. — ENDIR. HÚSIÐ á ströndinni “Nú, hvað segir umboðsmaðurinh?” spurði frú Denton; “getum við fengið að kaupa húsið. Eg er svo skotin í því að ég hætti ekki fyr en ég get búið þar um mig fyrir ókomna æfidaga.” Denton hló um leið og hann ypti öxlum og svaraði: “Já, góða, við getum fengið að kaupa það eða leigja, hvort sem við viljum. Leigan er lág, og það er söluupphæðin líka. Það er mikið ódýrara en lélegi litli kofinn sem við leigðum síðastliðin vetur. Spursmálið er ekki hvort við getum fengið það, heldur hvort við viljum hafa það.” “Hvað meinar þú með þessu?’ spurði frú Denton áköf. Hún hafði eytt heilli viku til að leita að húsi, og var orðin óánægð. “Við viljum það auðvitað. Hvers vegna ættu,m við ekki að vilja það? Góði maðurinn minn, ég hefi margoft sagt þér, að það er ein- mitt eins og við viljum að það sé. Hvers vegna ertu svo dulur viðvíkjandi þessu húsi?” “Það er alment álitið að þar sé drauga- gangur.” “Draugagangur? En það rugl.” “Alveg það sem ég sagði við umlboðs- manninn. Hann hló líka sjálfur að þessarí munnmælgi. En samt sagði hann mér að það væri óhrekjandi sannleikur, að þar væri einhver svipur, að það hefði alloftast staðið tómt. Eigendurnir hafa sagt umboðsmann- inum að hann skyldi aldrei dylja þetta. Þó að reynt hafi verið að komast eftir því af hverju draugagangurinn stafaði, Hefir engum tekist að fá vissu um það ennþá.” Frúin horfði undrandi á mann sinn. “Fyrst að svona e r ástatt þá er ómögu- legt fyrir okkur að nota það. Ekki af því ég trúi þessu, eða sé hrædd, en þegar þjónamir heyra minst á þetta, þá þjóta þeir undireins í burtu.” “Draugagangur,” sagði Nora Hilton; “það er aðeins ímyndun.” Nora var yngsta systir frú Denton, og miklu kjarkmeiri en hún, mjög lagleg, sjálf stæð og góð. “Draugagangur,” endurtók hún háðs- lega. “Nei, Nelly,” sagði hún við systur sína, “maður má ætla að þú hafir alist upp á miðöldunum.” “Mér dettur ekki í hug að trúa þessu Nora, en þegar þú hefir eignast heimili, þá muntu reyna hvernig vinnufólkið er,” svaraði frúin. “Nú, það er auvðelt að komast eftir sannleikanum. Eg vil sjálf fara til hússins og tala við drauginn,” sagði hún ákveðin. “Þetta mátt þú ekki gera,” sagði Denton alvarlegur. “Nei, Nora,” vertu svo góð að gera ekki slíkar tilraunir,” bað Dick Marston. “Það er óhugsanlegt fyrir þig að ganga um kring, með hár, sem hefir orðið hvítt á einni nóttu.” “Vertu ekki heimskur Dick!” sagð'i Nora. “Draugarnir eru aðeins ímyndun. Við erum auk þessa ekki gift ennþá, og ef að ég verð að hlýða þér eftir brúðkaupið, þá er ekki nema sennilegt að þú hlýðir mér þangað til sá helgisiður er afstaðinn” Hún hneigði sig glettilega fyrir honum. 1 “í sannleika sagt, Nora,” sagði mágur hennar, “þú mátt alls ekki gera slíka tilraun. Eg er samþykkur skoðunum þínum, en það er líklega einhver sem vill halda húsinu tómu sér til hagsmuna, og hann getur verið hættu- legri en hundrað draugar.” Frú Denton hafði athugað andlit Noru, og breytti því umtalsefninu undireins. Enginn tók eftir því að Nora veitti lykl- um hússins athygli, sem nú voru í geymslu Dentons. Hún þekkti húsið vel, þar eð daginn áð- ur hafði hún dvalið þar ásamt systur sinni í tvær eða þrjár stundir til að skoða það. Um leið og hún gekk til heribergis síns, gat hún náð lyklunum. Hún hafði fataskifti og tíndi saman kertin, sem þar voru. Þegar hún ætlaði að fara, starði hún augnablik á skrifborðið sitt. “Já, það er bezt,” sagði hún við sjálfa sig, og gekk að skrifborðinu, opnaði þar skúffu og tók upp úr henni skammbyssu, sem Dick hafði gefið henni. Hún lét hana ásamt nokkrum skot- hylkjum í kjólvasann. Enginn tók eftir burtför hennar. Svo gekk hún hávaðalaust ofan stigarín. Kveld þetta var stjörnubjart, dálítið kalt, en hinn röski gangur hennar gerði henni gott. Það tók hana kringum tuttugu og fimm mínútur að komast til hússins. Húsið var gamalt en stórt. Trappa lá upp að útidyrunum. Lítill garður var á milli hússins og götunnar, umkringdur háum múr- steinavegg með grindarhurð úr jámi. Nora Hilton gekk inn um hliðið, upp tröppurnar að dyrunum og opnaði þær. Dálítill hryllingur fór um hana, þegar liún sté yfir þröskuldinn. En hún var kjarkgóð og skynsöm stúlka, sem forðaðist alla hræðslu. Hún gekk inn, lokaði dyrunum á eftir sér, kveikti ljós, og hélt áfram eftir gangin- um. Bergmálið af fótataki hennar ómaði um allt húsið, og margfaldaðist hálf ógeðslega. Hún hafði ákveðið hvar hún ætlaði að vera yfir nóttina. Hún muiidi eftir mjög ^ þægilegum stól, sem stóð í fremstu dagstof- unni, með bækurnar sem hún tók með sér, og ljósið, bjóst hún við að eiga *þar rólega nótt. Dagstofuhurðin var gömul og stirð, svo henni gekk illa að opna hana, en loks flaug hún upp með óþægilegum hávaða, og loft- straumurinn hafði næstum slökkt Ijósið. Henni varð bylt við þetta hvorttveggja, en lokaði samt dyrunum á eftir sér. Fjóra Ijósastjaka fann hún þar; tvo lét hún á arinhilluna og tvo á litla borðið hjá stólnum, sem hún ætlaði að sitja á. Herbergið var stórt og hátt undir þak með fáum húsmunum, í samanburði við hin herbergin. Hún settist á stólinn og byrjaði að lesa, Þegar hálf stund var liðin fór henni að leið- ast, hún leit á úrið, sem var aðeins hálf eitt. Hrollur fór um hana, og hún reyndi aftur að fara að lesa, en henni gekk illa að festa hugann við prentuðu blaðsíðumar, og að síð- ustu var henni það ómögulegt, og þrátt fyrir hið ákveðna áform, að vera skynsöm, var all- ur hugur hennar bundinn við að hlusta eftir hinu minnsta hljóði, og að horfa rannsakandi í kringum sig, hvort allt væri eins og þegar hún kom inn. Þessi mikla æsing, sem reyndi allmikið á taugar hennar fór að lama hana. Hún fann að það myndi vera sér þægilegt að fá einhverja umbreytingu. Þessi míkla kyrð eyðilagði kjark hennar og kraftá. Loks stóð hún upp og flutti borð og stól að einum glugganum, þaðan sem hún gat séð um alla stofuna. Hávaðinn sem þetta orsakaði, gerði hana rólegri og sterkari. En þegar kyrðin kom aftur varð hún á ný kvíðandi og hrædd. Ef hún hefði nú getað staðið upp og far- ið út, þá hefði hún gert það, en hún vogaði ekki að ganga fram í stóra og dimma dyra- ganginn. Svo kveljandi var kyrðin, að hún þorði naumast að draga andann. Hún leit aftur á úrið sem nú var tvö. Hún tók upp skammbyssuna, lét skothylkin í hana og lagði hana svo á borðið. Nú varð hún aftur rólegri. Enn þá leið ein stund, — svo —brakaði í stiganum í fjarlægð. Nora horfði á dyrnar og hlustaði. Það varð löng þögn, en svo marraði aft- ur, lægra en fyrst, og nær henni, eins og sá, sem á ferðinni var, gengi með varkárni. Mjög hægt, með löngum millibilum, nálgaðist fóta- takið. Nú var það komið í næsta stiga, og Nora sat og horfði á dymar lafhrædd. Sér til skelfingar sá hún dyrnar opnast, án þess að snert hefði við skráarhúninum. Hún greip skammbyssuna og stóð upp. Hana langaði til að æpa eða hljóða, en gat það ekki. Hún greip í gluggablæjuna, eins og hún ætlaði að flýja þá leið. Alltaf opnuðust dyrnar meira og meira, en hávaðalaust. Nú voru þær alopnar. Hún rétti fram handlegginn tilbúin að skjóta, en ekkert sást, og hendin með skamm- byssuna skalf mikið. (Frh.)

x

Heimskringla

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.