Heimskringla


Heimskringla - 05.09.1928, Qupperneq 7

Heimskringla - 05.09.1928, Qupperneq 7
WINNIPEG 5. SEPT. 1928. H E 1 M S K R I N G L A 7. BLAÐSIÐA B R 0 I N I hillingum fögrum lá framtíðar-land —og ferðinni þangað var heitið— Þeir stö'rðu í fjarlægð á sæþveginn sand, þeir sáu hér þurfti að leggja það band er næði á nútíðar leitið. Því leiðin var engin að landinu fær, unz lykju þeir bi"úna að smíða Þá langaði að gefa því gulltöflur þær sem göfgi og mannvit í samlögum nær, úr hugskauti hverfandi tíða. Þeir hétu að brúa þann ófæra ál, en ýmsir þó hvikuðu í trúnni. Það gat ekki orðið þeim einhuga mál, því einn fylgdi Jóni, en hinn vildi Pál, sem byggingameistara að brúnni. Samt hófu þeir starfið. Og heiður þeim sé er hendur þar lögðu að verki. Og margt var þar fagurt og feyrulaust tré er fluttu þeir áður en lögðust í hlé og var þeirra minninga merki. Og mörg var þar stoðin af einlægri ást, á öllu því fagra og háa. Og þrótt-viður faianndáða sannur þar sást. En samt fans’t. þar spýta er hraklega brást,— Var arður þess ormjetna, lága. Og samvinnu anda var út þaðan hrint en “allt var það hinum að kenna.” Það beið ekki lengi að bál væri kynt við brúarsporð nýjan; og fyr ekki linnt, en brúin var farin að brenna. Og böl-nornir sungu þá sigursins óð, þær sáu að starfið var tafið. En vélráður Loki þar lagði til glóð, Hann laumaði neistunum hvar sem hann stóð, og ófært var enn yfir hafið. Og enn er það svo, því að oft hefir lent í andúðar foræðis keldur, en ennþá er smíðað og ennþá er brent, því ógæfan fær ekki sljófguðum kennt að hatrið er Helvítis eldur. En vonin er lífseig, að vera’ ekki dauð, og veikburða er hún, og lúin. Þeir gefa’ henni steina í stað fyrir brauð, en styrkur það er henni’ í sárustu nauð,— hún vonar að byggð verði brúin. L. N. Or bréfi Eg átti alllangt tal nýlega viö einn af djáknum lútersks safnaöar hér í borginni (hér skal ekki nánari greina- gerö eöa tilvitnun, ef ské kynni að einhver hneykslaöist), um “kjarna kristindómsins”—• f rSöþægingarkenn- inguna. Varð mér þetta samtal svo minnistætt, að mér finnst ég knúður til aö taka það lítið eitt til athug- unar á þennan hátt. Liggur þar tvent til grundvallar: óvanalegur skýrleiki og djúphyggni mannsins, sem að ofan er getið, jafnframt stöðu hans í söfnuði þeim, er hann tilheyrir. og skilningi hans og kunn- ugleik um trú- og safna'ðarmál. Enda fannst mér hann vera sem sá, er bæði þekkir og skilur það mál, sem til athugunar liggur, og mælir þar um af óblöndnum huga. Þess- vegna viðtek ég skýring hans á af- stöðu almennings innan lútersku kirkjunnar yfirleitt gagnvart frið- þægingarkenningunni,, sem ábyggi- lega skýring. Staðhæfing hans um þetta mál var sú (og fari ég hér ekki algerlega rétt með, annaðhvort af vanskiln- ingi, eða eftirtektaleysi, bið ég leið- réttingar), að allur fjöldinn innan lút- ersku kirkjunnar, af þeim sem veru- lega grunduðu hugsun sína um þessi efni, legðu ekki þann skilning í blóðfórnina að hún væri afplánun synda,heldur lægi frelsun mannkyns- ins, fyrir holdsvist Guðssonar, í því, að hann hefði opinberað Guð föður, og vísað leið með kenningum og líf- erni (precept and example). Þess- vegna mætti ekki álíta altarissakra- mentið sem hina einu leið til frið- þægingar við Guð, heldur ætti hver einstaklingur það á sjálfsvaldi að ná heim til alföðurs, á þeirri leið, að afplána sínar eigin syndir, og öðlast fullkomleik i fylling s'tns tíma, að fyrirdæmi Jesú Krists. * * * Hér stingur nokkuð í stúf við það sem sá er þetta ritar lærði við fætur séra ............... fermingarárið. En svo er það hvortveggja, að tals- vert vatn hefir flætt undir brúna síðan hann") “gekk til prests,” og mörg byltingin átt sér stað í hugum trúaðra. En sé það rétt, sem ég hygg að sé, að áðurnefndur djákni hafi gefið sanna og ábyggilega skýr- ing á almennum skilningi á “kjarna kristindómsins” innan vébanda - síns flokks, þá er sú bylting stærri og þýðingarmeiri en hann og fleiri gera sér fyllilega grein fyrir; því þegar að því var vikið, að hann, og þeir aðrir er sömu augum litu á málið, ættu frekar heima innan vébanda Sambandskirkju Islendinga hér, fannst honum sóma sínum misboðið. Þó mætti til sanns vegar færa, að milli hans og þeirra er Sambands- kirkju sækja sé ekkert það skoðana- djúp sem ekki mætti brúa með lítils- háttar tilslökun beggja vegna, ef hugur fylgdi máli. En kjarni máls míns er þessi: Gaf maðurinn sem að ofan er get- ið, rétta skýring á afstöðu safnaðar- bræðra sinna til sakramentisins ? —• Spurt er í auðmýkt, og af fáfræði, en þó fyrir þá sök, að mikils þykir um vert. Ex. Öruggara að fljúga Dr. Erederick L. Hoffmann, einn aí hagfræðingum hins alkunna líf- trygginglaféKags í Bandaríkjunum, “The Prudential Life Insurance Company,” hefir safnað skýrslum um flugslys í Bandaríkjunutn und- anfarin ár. Er frá þessu sagt nokkuð í “The Daily Science News Bulletin.” Arið 1926 komu fyrir í Bandaríkjunum 160 flugslys, sem fólk beið bana í, en 1927 biðu 164 menn bana í flugslysum, og var þó flogið langtum meira það ár en áriö á undan. Tiltölulega fátt þessara manna voru farþegar.— Arið 1927 voru á að gizka 1500 flugvélastýri- ntenn í Bandaríkjunum, sem höfðu opinber flugskírteini. Ellefu þeirra biðu bana af flugslysum, eða sem svarar 7 af þúsundi, en það þykir Iág tala, þegar tekið er tillit til þess, hve flugferðir hafa aukist, 0g marg ar nýjar flugleiðir eru kannaðar. Samkvæmt skýrslunt Dr. Hoffmanns er stöðugt að verða öruggara að fljúga. Flugslys verða nú flest í reynsluflugferðum, æfingaflugferð- unt (her og flota) og rannsóknaflug íerðum, á áður lítt könnuðunt svæð- um. Hoffmann segir, að árin 1925 1926 og 1927 hafi brezka flugfélag- I ið “Imperial Airways” flutt 52,000 farþega 2,500,000 mílur, án þess nokkurt alvarlegt flugslys yrði af. Til samanburðar getur hann þess, eftir “London Times,” að árið 1842 á bernskuájfum járnibrautanina, hafi 10,000 manns ferðast á járnbrautum Bretlands alls 3,500,000 mílur, en 22 menn beðið bana af völdum járn- brautaslysa. I skýrslu frá flugmáladeild verzl- unarráðuneytisins ameríska er sagt, að af 200 alvarlegum flugslysum hafi aðeins sex orðið á áætlunar- leiðum flugfélaga; af völdum þess- ara sex flugslysa hafi sjö menn beð ■ ið bana, en aðeins einn þeirra verið farþegi. (FB.)—Vísir. —-------X--------- Afreksminning Til Márusar J. Doli, Hecla P.O. Man. Steinn He\gason Dofri setti saman. (Hringhendur) Eærðtt laman læðing í listir tamar báðum;— henti gantan þjóð að því,—• þegar saman náðum. Býttu’ ei igjaldi boðnar sjóðs báru falda tröfin. Annir valdi eyddu Ijóðs. Entist sjaldan töfin. Má ei bærast sónar sær,— söngvar kæru þrotnir. Arin færast elli nær, erum hæru-skotrjr. Þó skal reyna rímnalag, r aula seinar bögur: Styttu meina margan dag mærðargreina drögur. Þegar klingja mærðarmál menn og syngja stökur; það má yngja þreytta sál, þuls út hringja vökur. Þér, sem dvelur eyju á og þar telur daga, drápu vel ég þessa þá, þjónn sem getur Braga. Síðan rjálað lézt við löng Litar þiálu kerin, enginn Páli syngur söng, Sónar brjálast hverinn. Gott Brenni! á hæfilegri lengd, sagað og klofið; fura, birki, ösp, tamarak, ódýr eldiviður að haustinu. Þið þurfið eld á kveldin. Símið til vor* ^ARCTIC J ICEsFUEL CQ.LTD. 439 P0RTACE AVE Opposite Hudsons Bð?' PHONE 42321 GIBLETT’S LYE er not- að til þess, að ]>vo með og sótthreinsa saurrenn- ur og fl., til þess að búa til yðar eigin þvotta- sápu. svo margs að tug- um skiftir. Notvísi á hverri könnu. Lagahöldum brákast brýr, bresta völd hinn gleiða. Enginn skjöldur eltir kýr, óð í gjöld að veiða. Stökur fáar færi’ ég þér, fyrr svo náir óði. Norðra ljá svo muntu mér mjöðinn fráa’ í ljóði. Forðum sendir þrumu-þjóð þyt af hendi-bogum, söngs þá vendir glæsiglóð glyms af bendi-togum. Skein við árdag óðarglit; ypptust brár að fundi risi knár i kvæðastrit Kappinn Már úr Lundi. Tæmdur gapti tóptar-björn, týndu raptarhaldi, fór úr hapti flónskuvörn fyrir kraptaskáldi. Opnast hlustir upp á gátt, eyrnabustir hækka;— Vaktir þustu’ í eina átt, óðs þar gustir stækka. Öld úr kofum út var keyrð, Arin-hrof ef sátu; Þagnar-rofum eyddir eyrð. Ehgir sofið gátu. Fiska neyddir fylgsnum úr, felum eyddir refa, sundur greiddir bjarnar búr, bjór úr seiddir klefa. Værir róinn vastir á, vindur gróinn svæfðist. Hræsvelgsklóin heyktist grá. Hróðrar-spóinn æfðist. Brags í skyndi brástu gram: Breytti myndum kliður Kvásislind er kevrði fram kvaðstu vindinn niður. Varst því mesta veiðikló, valdir flest að gæðum. Ogn á klessta íta sló aflið fest í kvæðum. Veiddir fiskinn vetrum á, varð ei diskur hroðinn. Vatna hyski heyrðist þá hvergi miskunri boðin. Hreistrið rauk af hvítum þykk hróðrargauks frá sleddum. Hýðið strauk af hálum pikk, hausinn fauk af geddum. Birtings hlaða ísum á ítar staðir sáu; steingaddaðar stóðu hjá styrjuraðir háu. Gullaugnanna glóðu fjöll glýs á hranna-borðum. Sugfiskanna undur öll æddu’ að spanna-skorðum. Keilu hverja feigð lézt fá, flóð sem herja knátti. Urið skerja engi þá enginn verja mátti. Jakagrund þeir svigna sjá seiðs við undur mesta, eins.og mundi ísinn þá allur sundur bresta. Skrums við leka aftanátt æstist brekastritið:— Æjfði frekar angaslátt Utsteins rekavitið. Glaptist öld, þar óðar-spell Alatjöldin knýði.— Pikka fjöld þó prýddi svell, Páll með skjöldinn, flýði. Frelsun neta fólkið kýs fjörð ef metur veilan. þriggja feta þykkan ís þunginn lét ei heilan. Ymsum þá varð eitt til happs, íss í gráu brökum,— að á ská til Skata kapps skaut ég •fáum stökum. Öðar flókar ýfast þá orðs er hrókar klifast:— Eltist mókið öldutn frá. Isinn tók að bifast. Misstum hlýju og arins-yl óðs við glýju slíka, eyddan því ég hvítfisks-hyl hlaut að flýja líka. Töfrum á þú áttir völd, ýttir frá oss grandi: Afla og knáa’ kappa fjöld kvaðstu þá að landi. * * * Þöngulhausum brögð af bar bót ei fraus í ráði; — netalausum vorkunn, var,— veiði að kaus, er náði. Afls á bögum áttir hald. Auðs við drög þó toldi á þeim. dögum ofur-vald, engin lög sem þoldi:— Alla birtu öld þar sat, einkis virti sanninn. Aflann hirti hver sem gat,— hranna girti ranninu. Nú úr hafi drýgst sá dró, drengir skrafi flíka, af því skafi öllum þó öðrum gaf hann lika. Þjóð úr dröfnum fylli fann, fóðursöfn á vetri.— Klakahröfnum körskum hann kendi jöfnuð betri. Glamra skýja-glópar nú,— gleðin hlý að vendir,— að í dýin öldu þú afla nýjan sendir. Þinn má valda óðar-örn:— öskir galdra ramar,— að sú kalda töfra-tjörn tæmist aldrei framar. Hvar sem ég um heiminn þá hlaupatregur læðist, þrau^V vegum þínum frá þreifanlega slæðist. Happ þér stikli’ að óskum allt og þig sprikli kringum. Gæfulykla gala skalt góðum Mikleyingum. Lof ei grynnist lýðs urn þig. Ljós af kynning skína. öld því finni eftir mig Afreksminning þína. 15. ágúst 1928. i S K I F T I D YÐAR FORNFÁLEGU HÚSGÖGNUM Skiftið óþörfum og úr sér gengnum húsbúnaði upp í nýjan. Símið eftir matsmanni vorum. Páið hæsta verð fyrir, Þér getið látið gömlu húsgögnin ganga upp í þau nýju. Viðskiftatími 8:30 a.m. til 6 p.m. SÍMI 86 667 Húígögn tekin í skiítum seld i Laugardögum gj • ÍDcÍIIJ. lt31(JL sérstakri deild opið til LIMITED með góðum kl. 10 p.m. 492 Main Street. kjörum. J.A.Banfield Stofnað 1882. Löggilt 1914. QH J í D.D. Wood& Sons, Ltd. j VICTOR A. WOOD HOWARD WOOD DIONEL E. WOOD í President Treasurer Seoretary (Flltarnlr »em Clluns rfysa »t þéknaet) VERZLA MEÐ: BYGGINGAREFNI — KOL og KOK BÚA TIL OG SELJA: SAND-LIME BRICK — CONCRETE TILE | SAND — MOL OG MULID GRJOT GEFIÐ OSS TÆKIFÆRI SÍMAR 87,308 — 87,309 — 87,300 Skrifstofa og V6»"ksmiðja: 1038 Arlington Str. (milli Ross og Elgin) Winnip®g. MACDONáLD'S RneCut Bezta tóbak fyrir þá sem búa til sína eiSin vindlinga

x

Heimskringla

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.