Heimskringla - 19.09.1928, Side 1

Heimskringla - 19.09.1928, Side 1
XLII. ÁRGANGUR. WINNIPEG, MAN., MIÐWKUDAGINN 19. SEPT. 1928. NÚMER 51 “Þegar tjöldin verða dregin frá” I. I Lögbergi 6. þ. m. er birt löng ádeilugrein á Heimfararnefndina, en varnargrein fyrir “sjálfboðana,” eft- ir Hjálmar A. Bergman. Hann er nú áöur kunnur af ritgerðum um þetta efni, og er þetta þriðja grein hans á sumrinu. Ekki er ósenni- legt að við þá tölu kunni að bætast áður en að veturnóttum dregur, verði árangurinn minni en vonast er «ftir. Þetta sumar hefir verið hon- um og félögum ’hans mæðusamt. Hófu þeir voryrkju snemma, með nægum áburði samandregnum undan vetrinum. En sprettan hefir orðið rýr. Bæta myndi það þó úr ef haust yrði hagstætt, og nýting góð! i Þessa þriðju ritsmíð sína nefnir hö.f. “Á bak við tjöldin.”— frum- leg og fáséð fyrirsögn í íslenzku blöðunum. Að efni og orðalagi er grein þessi svipuð hinum fyrri, nema hvað hún gengur öllu leng'ra i ófrægingar áttina. Er nú ekið fram nýjum sakaráburði til reynslu og vonar um að betur takist til og eitthvað kunni undan honum að spretta. Fyrirsögnina skýrir höf. með löngum inngangi, og lýsingu á athöfnum nefndarinnar, og vitnar ti! sinna fyrir orða, er sízt ber að rengja. “Nefndin ber sig aö,’’ seg- ir hann, “eins og hún skoðaði sig sem einskonar leynifélag.” Hún læt- ur almenning ekkert vita um gjörðir sínar. “Það hefir verið talsvert rót á nefndinni út um bygðir og bæi — en öllum þessum miklu starfskröftum er varið til þess að auglýsa nefnd- ina sjálfa, en alls ekki til að varpa neinu ljósi á nokkuð i sambandi við hátíðina á Islandif !) eða fræða fólk um það, hvað þessir miklu menn eru að gera í sambandi við ráðstöf- un á sjálfri. heimförinni. Ferðalög þessi líkjast herför, virðast gerð í þeim tilgangi að leggja bygðir og bæi undir nefndina, — til þess að leggja skatt eða toll á þessa undir- gefnu þegna sina, sem samþykkja traustsyfirlýsingar, án þess að fá nokkra opinberun á hinum leyndar- dómsfullu gjörðum og ráðstöfunum nefndarinnar.” Þetta er tilefni fyrirsagnarinnar. Þessvegna heitir ritgerðin “A bak við tjöldin.” Nefndin starfar sem “leynifélag”— með öðrum orðum hún starfar sem nefnd. Hún boðar ekki til almenns fundar er hún ræðir fyrirætlanir sínar eða ákvarðanir, fremur en aðr- ar nefndir, — fremur en hinir svo- nefndu sjálfboðar, sem þó ekki eru nefnd. Hún opinberar almenn- ingi ekki ráðagerðir sínar, meðan hún veit sjálf ekki hvort unt er að koma þeim í framkvæmd, og fylgir að því fordæmi allra nefnda er fram til þessa hafa skipaðar verið. A engan hátt starfar hún frábrugðið því sem nefndir almennt gera og ekki er heldur á það bent. En samt sem áður fyrir þá skuld er hún tortryggileg. Og fyrir þá skuld er hún sek um myrkraverk, “fjárdrátt,” “tolltöku,’’ landráð við sæmd og heiður Islendinga, og allt það, sem auðkent getur sjálft drengskaparleys- ið. Væri hún ekki sek um þetta, myndi hún naumast hafa kosið sér að vinna að málum sínum í kyrþey og auglýsingalaust, opinberunar- laust, — eins og aðrar nefndir! Alítur höfundur að almenningi sé þetta ljóst, og þá eigi síður hitt, að einkenni ráðvendninnar sé marg- mælgi. , Ur þessum “opinberunar” skorti á ritgerðin að bæta. Hún á ekki eingöngu að gera almenningi Ijóst hvað nefndin er að gera, heldur lika sýna að þessi grundsemd og sak- arburður á nefndina sé á rökum bygður. Höf. hefir komist að leyndardómi, komist “á bak við tjöldin,” orðinn þess vís hvað nefnd- in er að brugga og má í það ráða, af orðum hans, að það hafi ekki gerst með vilja eða að vitund nefnd- arinnar. Sjálfsvirðing ’hans, sið • ferðisvitund, umhyggjusemi fyrir al- menningi, lotning fyrir sannleikan- um, leyfir honum ekki að þegja um þennan leyndardóm, þó ekki segi hann það alveg i þessum orðum. Enda væri hollustu játning við sann- leikann, af vörum .hans, með öllu ó- þörf — fram yfir vitnisburð grein- arinnar sjálfrar. Það vita allir, er nokkuð þékkja <til, hversu óaflátan- lega hann hefir virt og dýrkað sann- leikann árurn saman, ekki einasta i orði heldur og í verki. Sú vitund er ekki fyrst að koma í ljós nú hjá almenningi. Hún hefir þráfaldlega sýnt sig, með hinu mikla trausti sem til hans er borið. Að vísu má segja, ef til vill, að ekkí hafi það ávalt verið hinir skilningsmeiri, et fylkt hafa sér undir merki hans — en svo má að líkindum segja um margan leiðtogann. En það hafa verið þeir, sem óskemdir eru af hugsun, þeir, sem heimurinn metur allt of litils og sniðgengur, er hann útbýtir trúnaðarstörfunum, þeir sem grandalausir eru og auðtrúa og ann- að þarfara hafa að gera en að vera að brjóta heilann um hvað sé rétt eða rangt í lífinu! Og til hvers ættu þeir að vera að þvi, meðan for- sjónin hagar því svo til, að þetta er einhverjum einum gefið'? Ekki fasta. brúðkaupsgestirnir meðan brúð guminn er hjá þeim. Leyndardóminum getur höf. ekki slengt fram formálalaust. Þó illur grunur hvíli hjá almenningi á starfi nefndarinnar, þarf þó að undirbúa hann betur fyrir þessa opinlærun, svo ekki verði honum um of felmt við, er honum að lokum er bent á sjálft ódáðaverkið. Það þarf að leiða hann stig af stigi, auka hjá honum viðbjóðinn á nefndinni svo ekkert verði það illt sagt um nefndina að hann ekki trúi. Er fyrst skýrt frá innræti nefndarinnar, tilgangi henn- ar og manndómi. Er til skilnings- auka brugðið upp líkingum og dæmi- sögum, sumum nokkuð óvenjuleg- um — en orðhögum! Nefndarmenn eru allir “spenamenn.” Er með þvi orði búist við, að hrollur fari um lesandann. Höf. bjó það orð til í vor. “Spenamenn” þýðir menn er, “halda ekki aðeins dauðahaldi í spena þá sem þeir hafa komist á, heldur eru á stöðugri leit eftir nýjum og nýjum spenum’’! Það er tölu- vert fjör í þessari líkingu og skilj- anlega eru það samrýmanlegar at- hafnir, að halda “dauðáhaldi” í spena og vera líka á þönum í spena leit. Mætti spyrja höf. að þvi hvort hann hugsar sér spenan laus- an þegar á leitimii stendur, en fast- an þess á rnilli ? Það myndi skýra orðmyndina að ráði og sýna hversu nota mætti þetta nýja líkingamál, á fleiri vegu en þenna. Þessu næst er bent á yfirlýsingar og tilkynningar 'er, nefrtdin hefir |birt. Er varið til þess löngu máli. Allar fela þær í sér annaðhvort óljósar bendingar um hinar eigingjörnu £yr- irætlanir hennar, eða þær fara með fals og undirferli. Engar lýsa þær hinum sanna ásetningi nefndar- innar eru þær í þvx beinn vitnisburð- ur um blekkingar tilraunir hennar og ódrengskap, einskonar skikkja sem nefndin varpar yfir lævísi sína og svikráð gegn óvörum almenningi, en klæðir með ágirnd sína og aurafýkn, sem sögð er að vera með þeim en- denntm, að hún sé “óseðjandi.” Þar'f nú ekki lengur að fara læknahönd- um um nefndina. Meinin orðin nteiri en það, að þau verði læknuð, afbrotin stærri en það, að þau verði fyrirgefin. Verður og’ alvaran að koma einhversstaðar í ljós, en rödd- in innra fyrir að láta til sín heyra — hin særða réttlætistilfinning. Kem- ur þetta fram i rithætti og orðalagi er lýsir þeirri heiptúð og óvild til nefndarinnar, að þeim mun koma ókunnuglega fyrir er ekkert þekkja til, en kunnugum vera með öllu ó- skiijanlegt, er ekki hafa athugað all- ar aðstæður, en minnast hins að fyr- ir rúnxum mánuði síðan lýsti höf. á prenti, á svo göfugmannlegan hátt, hinni einlægu og fölskvalausu vin- áttu sinni til nefndarinnar, en þó sér i lagi til þriggja leiðandi manna nefndarinnar, er hann nafngreindi og hafði gert sitt vinarbragðið hverj- um þeirra hvert öðru meira og ó- eigingjarnara. Sjálfur hafði hann setið silfurbrúðkaup eins og ekki sagt aukatekið orð í hans garð með- an á veizlunni stóð, ritað smágrein um annan og látið hann njóta sann- mælis; leyft “Lögbergi”, að flytja átölulausan greinarstúf um hinn þriðja, í launaskyni fyrir það að 'hann hafði stutt blaðið í auglýsinga- söfnun sömu vikuna! Nú sleppir höf. því alveg er hann áðttr hefir tekið fram i ritgerðum sinutn, að ásakanirnar á nefndina megi ekki skoðast sem persónuleg á- rás á nefndarmennina. Gerir hann engan greinarmun nefndarinar og nefndarmanna, sem hann þó hingað til hefir gefið til kynna að væri að- skilið í huga sínum. I sjálfu sér þarf þetta nú ekki að vera sprottið af öðru en því, að hann álíti það ónauðsynlegt, þar sem hann hafi tekið þetta fram áður, en svo hefir hann ef til vill vonast eftir að rit- gerðin myndi í þetta sinn taka af öll tvímæli í þessu efni. Þegar þannig er gengið frá nefndinni, er vonast til að íesarinn sé~undir það búinn að táka á móti “opinberan- inni.” Með örfáunx orðum er þess getið að nefndin hafi verið “að reyna að gera “samning” við eitthvert gufu- skipafélag um flutning á Vestur-Is- lendingum til Islands 1930.” Henni ha.fi gengið tregt að komast að samn- ingunum, og margur furðað sig á því. En þeim hafi lika verið ó- kunnugt um hversu þessum samning um hafi verið háttað, samningurinn hafi verið svo ágengur í garð flutn- ingafélaganna að ekkert gufuskipa- félag hafi getað að honum tgengið nema sér í stórskaða. Telur höf. að með þessu hafi Islendingum ver- ið gerð meira en lítil skömm, að í þeirra nafni skyldi nefndin hafa ætl- að sér að þrengja svo kosti þessara æfðu og slungnu stórgróðafélaga, að þau biðu heldur halla en hag af flutningunum. Hitt sé aftur ljóst, hvað nefndin hafi ætlað sér, —að græða stórfé á þeim sem heim kynnu að fara, og hún var að reyna að fá sem ódýrast flutningsfargjald fyrir, —svo lágt að flutningafélögin gátu ekki gengið að þvi! — Að því búntt er ljóstað upp leyndarmálinu og lagt fram eftirrit af þessum samning- um senx nefndin á að hafa gert seint í júlímánuði. Er birt frumritið, á ensku og svo í íslenzkri þýðingu. Er þýðingin fölsuð, líklega óviljandi, en um þau atriði snúast þó ummælin að mestu leyti það sem eftir er 'greinarinnar. Niðurlagsorðin í 6. grein "to be re- taincd by the Committeev leggur höf. svo út: "áskilur nefndin sjálfri sér.” 8. gr. “Company to extend courtesies to members of the comm- itlee in matter of free trip passages from time to time during the period of organization in Canada,” leggur höf. út: “Félagið sýni nefndinni þá kurteisi að veita henni ókeypis far- seðla, er hún noti eftir þörfutn með- an ferðin er undirbúin í Canada.” Hverju hallað er hér í báðum þess- um greinum munu víst flestir sjá, er bæði málin skilja. Þegar það er tekið til greina, að nefndin er kos- in af þjóðræknisfélaginu, til þess að starfa að undinbúningi heimfarar- innar 1930, — er þvi almennings- þjónn, — verður það ekki alveg víst að orðin “to be retained by the committee,” þýði: “áskilur nefndin sjálfri sér.” (Er hér átt við um- boðslaun á ferðseðlum). Öllu lík- legra að öil fjárvarzla nefndarinn- ar verði yfirskoðuð, og lagðir fram staðfastir reikningar til Þjóðræknis- félagsins og almennings yfirleitt. Ef nú greinarnar þýða ekki þetta sem höf. lætur þæt tákna, verður ekki annað séð en að allar staðhæfingar er hann gerir um fjárdráttar ásetn- ing nefndarinnar og byggir á þýð- ingunni, falli þá líka, og hann til- neyddur að leita nýrrar opinberunar til að finna þeim stað. Unt samningsatriðin i heiid, segir höf.: “Mér finnst það fremur bág- borin auglýsing út í frá fyrir Vestur- Islendinga, að nokkur nefnd sem þykist hafa umiboð frá þeim og starfa í þeirra nafni, skuli láta sér hugkvænxast að leggja annað eins og þetta fram.” Að hverju leyti er það bágborin auglýsing ?’’ Er það “bágborin aug- lýsing” að nefndin skyldi hafa þá sinnu, að vilja ganga frá þessu máli með bindandi samningum, og • eiga einhvern tillögu rétt um hvernig þeir væru, í stað þess að varpa málinu skilyrðislaust, i skaut einhvers stór- gróðafélagsins og láta það ráða kjörum og kostum, er menn yrðtt r.eyddir til að ganga að, eða sitja kyrrir? Er það “'bágborin aug- lýsing” að nefndin fór fram á lág- marks fargjald — $200.00 fyrir manninn, fram og til baka frá Win- nipeg, og jafnframt að tryggja heim farendum hinn bezta aðbúnað, bæði á lestum og skipum, er fáanlegur væri? Er þatv “bágborin augilýs- ing” að nefndin vildi tryggja þeim, er þess kynnu að óska, að farbréTTn væru látin gilda til árs i staðin nokk- xtrra vikna, að skipið kæmi við á út- leið á fjórum höfnum landsins, til að spara mönnum ómak og kostnað suður til Reykjavíkur; að allur far- angur yrði veginn í einu lagi, svo það sem við það sparaðist mætti færa yfir á annan flutning er ferða- bópurinn kynni að vilja hafa með sér? Hefði nefndi nekki tekið neitt af þessu fram, hefði hún svikið það umboð er henni var fengið, þvi það var eitt af höfuð verkefnum hennar, að leita9t við að komasú að sem hagkvæmustum samningum fyr- ir hönd þeirra er fara hygðust. Það þykir ekki “bágborin auglýsing”, þegar iðnrekendur eða verzlunarmenn reyna að komast að sem -hagkvæmust um samningum, eða er hér um eitt- hvað annað en algengt viðskiftamál að ræðá ? Annars er höf. fáorður utn öll þessi atriði samningsins, — vill eigi um þau tala. En með niðurlagi 6. greinar og hinnar 7. og 8. vonast hann til að geta hnekt áliti nefnd- arinnar í augum almennings. En það er eins og honum hafi ekki hug- kvæmst, fyrr en of langt var kom- ið og afturhvarfs var eigi auðið, að hann héldi þar á tæptxm málum, sem varnaraðili og málsvari sjálfra ltntt- félaganna, gegn almenningi og það myndi ekki vekja tilætlaða samúð, með þeim lofsverða tilgangi, í hjört- um lesendanna. Snýr hann sér að- allega að þeirri ósvífni nefndarinnar að krefjast þess að umboðslaunin á sölu farbréfanna skuli afhent henni. Vex 'honum sú frekja i 'augum “Hvaða lagalagan eða siðferðislegan rétt hefir Heimfararnefndin til þess að heimta eða þiggtja þóknun frá gufttskipafélögum eða járnbrautarfél ögum á farbréfum sent Vestur-íslend ingar kaupa,” spyr hann. Engann má svara. Nefndin hvorki heimtar né þiggur þóknun. Reiknar hann nti saman hvað mikið fé þetta mun: verða er nefndin ætli sér að draga undir sig. Er hann ekki ánægður með smáupphæðir, setur því dæmið upp þrisvar, eykur stöðugt við tölu farbréfanna unz þau eru komin upp í 3000, hækkar verð þeirra til móts við það sem Cunardlínu-félagið heimtar, — svo flutningafélögin verði ekki fyrir tapi! — því lágntarks- verð samninganna nái ekki nokkurri átt, — eru þá umboðslaunin orðin allt að $82,200. Þessari smáu upp- hæð ætlar hann nefndinni að stinga í vasann. Byggir hann þá ályktan á fölsuðu þýðingunni sem að ofan er nefnd. “Er unt að verja þetta?” spyr hann svo. Naumast. En hverskonar varnarþörf er fyrir þvt, sem eigi er annað en heilaspuni og ósannindi, nema ef vera skyldi þeirr- ar, að -bera eitthvað í bætifláka fyrir manninn sem lætur sér slíkt um munn fara, svo sem, til dæmis, að hann geti ekki að því gert, að hann sé svona gerður. Höf. er of lengi búinn að fást við viðskiftamál hér í landi, til þess að ætla þurfi honum, að ekki þekki hann inn á umboðslauna ákvæði gufu- skipafélaganna. Hafi hann ekki kynt sér það áður, má að sjálfsögðu ganga út frá því sent vísti, að hann hafi fengið einhvern grun um það, um það leyti er hann jindirritaði hina itarlegu símskeytasamninga við Cun- ardlínu-félagið í sumar. Hann er svo hyglS'inn ntaður og bragðvás. Hann veit að í ákvörðun gufuskipa- félaganna sjálfra eru ákveðin sölu- laun á hverju farbréfi sem selt er. Munar þeim eftir verði farrýma frá $12 á þriðja farrými og upp í $15 á öðru farrými þegar farbréf er selt báðar leiðir, fram og til baka. Umboðslaun þessi eru greidd far- bréfasölum járnbrauta nema öðru- vísi sé um samið. Aldrei getur einstaklingurinn orðið þeirra áðnjót- andi, 'er farbréfið kaupir og œtlar að nota; vcrður hann að grciða hið uppsetta verð, afdráttarlaust. Ekki ntega heldur farbréfasalar gefa far- þega þessi umboðslaun, því það væri santa og setja niður farbréfin frá ákvæðisverði, sem harðlega er bann- að af Eimskipa Sambandinu mikla, The North Atlantic Steam- ship Conference, er öll flutninga- félögin heyra til. Nefndinni var boðið að hún mætti halda eftir þess- um umboðslaunum, strax á fyrstu fundum er hún átti með umboðs- mönnum gufuskipafélaganna, sem siðar mun sýnt verða. Héldi nefnd- in þeim voru skipafélögin leyst frá því, að greiða þau öðrum. Ein- hverjum varð að greiða þau, ein- hver átti heimtingu á þeim, aðrir en farþegar sjálfir. Atti nefndin að varpa þessu til- boði frá sér? Ætli hún hefði ekki fengið orð í eyra fyrir það, og að maklegleikum ? Líklega vildi eng- inn halda því fram nema höf., er tekið hefir sér fyrir hönd að vernda smælingjana, stórgróðafélögin gegn ágangi Þjóðræknisfélagsins, þessa meinvættis, í augum hans og félaga hans. Hefði nefndin gert það, hefði að einhverju leyti rnátt segja að hún hefði verið að leggja skatt á Islendinga. En henni kom það ekki til hugar. Henni þótti nóg sem komið var og halli væntanlegra austurfara ærið nógur, þó ekki væri því bætt ofan á að þetta fé nýttist Islendingum ekki, sent boðið* var. Þegar útséð var um það, að lág- marks fargjaldið fengist, er líklega undantekningarlítiS má þakka dugn- aði og forsjá fjórmenninganna er afhentu Cunard linu-félaginu “flutn- iriginn,’’ í nafni og umboði “ntikils hluta Islendinga,” nxátti naumast minna vera en að nefndin reyndi að varðveita þau hlunnindi er búið var að veita og ekki urðu aftur tekin. nema með hennar samþykki. Þegar þess er gætt að höf. er öl-lu þessu kunnugur, verða spurning arnar er hann varpar fram í at- -hugasemdunum við 6. grein sarnn- ingsatriðanna all einkennilegar, þó hinsvegar að tilgangur þeirra sé auð- sær. “Ef nefndin er ekki að vinna að þessu máli i neinum öðrum til- gangi, en að gera sem flestum mögu- legt að taka þátt i förinni — þvt þá ekki að fara fram á það, að land- inn sé látinn fá hvert farbréf fyrir $187.20 í stað þess að láta hann borga $200 og af því láta $12.80 ganga sem þóknttn til nefndarinnar? Þvi á landinn að þurfa að borga toll til nefndarinnar fyrir að fá að ferð- ast með skipi eða járnbraut sem nefndin hefir santið við?” Vill höf. lýsa yfir tneð þessu, að hinir svonefndu “sjálfboðar,” hafi fengið heimild til að slá af farbréfunum sem svarar umboðslaunum, og því sé nefndin aS leggja toll á “landann,” að hún geri ekki slíkt hið sama? ESa hvað er með uniboðslaunin á far- seðlum Cunard-línunnar ? Umboös rnaður línunnar tók það fram við nefndina, í marz í vor, að þau væri hin sömtt og veitt væri alment. Eða er spurningunum slegið fram til þess að vekja grunsentd á nefndinni, hjá þeim, er ekki þekkja til, og ntyndi því álíta að nefndin ætti að geta gert þetta? Benda ekki orðin í niöur- lagi athugasemdarinnar eitthvað í þá átt, þótt komast hefði mátt kænlegar að orði og dylja betur gremjuna ti! nefndarinnar fyrir að reyna að ná þeim kjörum fyrir almenning er “sjálfboöum” hafði ekki til hugar komið og eru ekki líklegir að ná? Það er Vestur-Islendingum til srnán- ar, að nokkur nefnd, sem í þeirra nafni þykist starfa, skuli hafa farið fram á slika skilmála,” segir höf. Það er meira en lítil “smán,’’ að nefndin skyldi sýna viöleitni til að vernda hag og réttindi væntanlegra austurfara, skyldi hafa farið fram á lágmarksfargjald, og tekið því, að halda eftir umhoðslaunum á farbréf- unum er annars yrðu öðrum greidd er engan rétt höfðu til þeirra, skyldi hafa revnt að áskilja þau hlunnindi fyrir feröahópinn er frekast var unt! Hverjum vex sú “smán” t augum? Tæplega þeim sent hlunnindanna eiga að njóta, Islendingum naumast, eng- um rétthugsandi mönnum, engum nema ef vera skyldi “sjálfboðunum” og linufélögunum, sem höf. er að vernda. Um 7. grein er höf. orðfár, þykir óþarfi að flutningafél. sem nefndin semji við setji untboðsmann, er eigi sé til annars en aö auka félaginu kostnað. Þá sýni sig ósanngirni nefndarinnar í því aö heimta að flutningafélagið borgi “fyrir allar auglýsingar og undirbúningskostnað.” Auðvitað er ekkert sagt um það í þessari grein, en athugasemdin getur eins koniið að haldi fyrir því. Höf. fjær ekki slitið úr huga sínum hinn væntanlega gróða nefndarinnar. Það væri afsakanlegt, ef nefndin hefði verið búin að tilkynna að hún “á- skildi handa sjálfri sér,” umboöslaun in, ef hún hefði verið búin að gera áætlan með ferðakostnað, og auglýsa hann, en það hefir hún ekki gert og fyrir þá einföldu ástæðu að hún hef- ir alltaf gert sér vonir um að geta komið ferðakostnaöinum niður. (Frh. á 4. bls.)

x

Heimskringla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.