Heimskringla - 19.09.1928, Blaðsíða 4

Heimskringla - 19.09.1928, Blaðsíða 4
HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 19. SEPT. 1928. 4 —* 'peítnskríngla (ItofBsV IMM) Keaior «t I fcwjom mltlrtkodeft BIGENDITR: VIKING PRESS, LTD. 8SS • K 8SB SAKfiBKT AVB., WllUflPíe TALSt VI11 80 587 V«r* blaUstns »r **.6e trganíttrtnn barg- t*t fyrlrfram. Allar borganir sendnt THE VIKING PR9SS LTD. SIO-FÚS HALLDÚRS frá Héfnum Hltítjórl. VtBBANkrtlt tU btBllBlOII THB VIICIWO PHIfl*8, lAd., IVoi SIOB litnn Askrlft ttl ritBtJttranli BDITOR MRIMSKKlWoLA, H»» SIOS WINNIPEtí, MAN. “HelmskrlnKla t* pabHsJteO by The Vlkltia Prrni l,ttl. and prlnted by OITY PHINTINO « PPHI.ISHfNO CO. KSS-8BB 8» rtrent Are.. Whotpfl, Mnn. Telephonet .80 BS T WINNIPEG, 19. SEPT. '1928. Smith eða Hoover? Sú spurning er nú á allra vörum, sem eðlilegt er. Því allir vita, að hvorki Norman Thomas, forsetaefni jafnaðar manna, né W. Z. Foster, forsetaefni komm únista eiga sér hina minstu möguleika til þess að setjast að í “Hvíta Húsinu” næstu fjögur árin. Næsti húsbóndi þar verður annaðhvort Alfred E. Smith, rík- isstjóri í New York ríki, eða Herbert. Hoover verzlunarmálaráðherra. Báðir eru þeir um ýmislegt afburða- menn. Mega Bandaríkjamén/^ að því leyti vel við una, að hvernig sem kosn- ingin fer, þá skipar forsetasætið mikil- hæfur maður, í stað núllanna tveggja, er þar hafa setið síðan 1920, einhverra al- gagnslausustu miðlunga er það embætti hafa skipað um langan tímia. Er auð- lesið á milli línanna í öllum blöðum Re- publíkana, þótt auðvitað taki þau silki- hönzkum á Coolidge, hve ánægður flokk- urinn er yfir því, að hafa nú loksins fram- bærilegt forsetaefni á boðstólum. Herbert Hoover er heimskunnur maður fyrir líknarstarfsráðsmennsku sína fyrir hönd Bandaríkjanna, í Belgíu og á Rússlandi, á ófriðar og hallærisárunum, um og eftir ófriðinn mikla. Einnig er hann kunnur fyrir starf sitt til hjálpar nauðstöddum í Mississippi flóðinu mikla í hittifyrra, og leysti hann þar mikið verk af hendi, þótt eigi treystist hann til þess að standa við úrlausnartillögur sínar og loforð, gegn andstöðu flokks síns, þegar tii kom. Hann er verkfræð- ingur og þykir framkvæmdahagsýnn í bezta lagi. Hann hefir víða farið og er vel kunnugur bæði í Asíu og Norður- álfunni, og vel metinn, ekki sízt á Eng- iandi, og hafa einstaka heimskir menn, eins og “Big Bill” Chicagoborgarstjóri, sem annars er flokksbróðir hans, talið honum það síðasttalda til ámælis! Hann væri brezkhollur og ekki nógu föðurlands sinnaður! Hann er kvekari, og hefir, eins og þeir margir, almenningsorð á sér, að hann sé drengskaparmaður og heiðarlegur í hvívetna. Þótt hann hafi átt sæti í ráðuneytum Hardings og Cooiidge, þá hefir hans ekki verið getið að miklu í sambandi við póli- tfk, og engan orðstír getið sér á því sviði. Þykir mörgum nú, er virða hann mikils persónulega, ilit tii þess að vita, að hann skyldi þegjandi halda embætti sínu í ráðuneyti Hardings, undir öllum þeim svívirðingum er þar gengu á, með þeim þorpurum, er verstir hafa skipað ráð- berraembætti í Bándaríkjunum, sumir hverjir. Og satt að segja bendir ekki ræða hans, er hann tekur tilnefningu repúblí- kana nýlega, til mikilla framtíðarafreka pólitískra. Þar talar fyrst og fremst dyggur flokksmaður, en ekki sterkur, sjálfstæður persónuieiki. Afstaða hans til flestra mikilvægustu viðfangsefna er víðast ákaflega ioðin, eða þá staur.í- haldssöm og ómerkileg á Coolidgska vísu. Hann er skiljanlega og afsakanlega afskapiega hrifinn af vélamenningu Bandaríkjanna og auðmagni þeírra. Og hann þakkar náttúrlega repúblíkönum alla þá velmeguh, sem uppfindingar, vís- indi og viðskifti hafa flutt Bandaríkjun um í hlað síðan á ófriðarárunum. Hann hefur fjármálavizku Hardings og 'Cool- idge til skýjanna og kveður engann með- réttu geta efast um það að “fjársýslukerfi vort er óskeikult í meginatriðum.” Land- búnaðinn vill hann rétta við með tröll- háum (“100%”) tollvarnargarði, og með því að verja svo hundruðum miljóna dala skiftir til þess að grafa skipaskurði um landið til flutningasamkeppni við járn- brautarfélögin. Hann lofar hinn nauða íhaldssama verkamannaflokk í Banda- ríkjunum, en er beizkur í garð hinna fá- mennu jafnaðarmanna. Hann kennir eltki auðvaldsstjórnunum í Evrópu, sem djöfluðu mönnum út í ófriðinn og lögðu þar með það sem þær gátu í kaldakol, um ófarnaðarástandið þar, heldur jafn- aðarmannastjórnunum, senx eru nú að koma þjóðunum á laggirnar aftur! Hann lofar ráðsmennsku Coolidge, sem hann segir að hafi “sett mark stjórnvizku og réttmennsku á þjóðina, en minnist hvergi á Nicaragua og önnur afrek í þá átt. Hann fordæmir alla pólitízka spill- ingu með hjartnætoum orðum, og áfellist almenning fyrir það hve skeyt- ingarlaus hann sé í þeim málum. En hvergi víkur hann að svívirðingum Hard- ingsstjórnarinnar, né öllum þeim póli- tízka óþverra, sem Coolidge hefir látið af- skiftalausann. Og tal hans um bann- málið er aimennt froðusnakk. Hann lýsir því yfir að hann sé einbeittur bann- maður (þó er sagt að hann muni ekki vera bindindismaður sjálfurF; að bannið sé stórkostleg þjóðfélagsleg tilraun og að stjórnarskrána verði að halda. Auð- vitað hafi afskapleg spilling og vanræksla komið í ljós með eftirlitinu og það þurfi að bæta. En hvergi er að sjá ákveðnar tillögur né sannfærandi vilja til þess að gera enda á öllu því pólitízka og þjóðfél- agslega svínaríi, glæpum og stórmútum, sem það hefir haft í för með sér. Yfirleitt er ekkert nýtt á ræðu Mr. Hoovers að græða. Það helzta sem á henni má skilja er það, að hann ætli sér að feta í fótspor hins goðumlíka Calvins Coolidge, sem öllum gleymist, jafnharðan sem hann er kominn í stjórnmálagröf sína; muni verða verkfæri í höndum flokksbræðra sinna, eins og hann. Helzta hugguninn þá sú, að Herbert Hoover er óneitanlega glæsilegra verk- færi en Calvin Coolidge eða Warren G. Harding. » * * Alfred E. Smith ríkisstjóri er alinn upp í fátækrahverfi New York borgar, og fór á mis við háskólamentun. Hann er írskur að ætt og kaþólskur. Lagði sig snemma eftir pólitík og vakti eftír- tekt fyrir gáfur sínar og stjórnmennsku- hæfileika, unz hann var kosinn ríkisstjóri í New York ríki. Hefir hann nú gegnt því embætti fjögur kjörtímabil í röð, enda hefir hann getið sér þann orðstír að hann er aimennt talinn að öllu mikilhæf- asti ríkisstjóri Bandaríkjanna. Hlann þykir frábærlega skilningsgóður á menn og málefni; sjónæmur og stálminnugur, og manna bezt til foringja fallinn. Er hann talinn vel mentaður maður, eins og almennt er skilið, þrátt fyrir skort á há skólagöngu, og sérstaklega kvað hann fjármálafróður með afbrigðum. Hann hefir getið sér orðstír fyrir það, að standa á verði að ýmsu leyti fyrir rétti hinna lítilsigldari og almennings. Sér- staklega er hann frægur af baráttn sinni gegn vatnsvirkjunarhringnum í New Yorlc ríki, fyrir hönd opinberrar virkjunar. Jafnframt hefir hann getið sér orð fyrir það, síðan hann varð ríkis- stjóri, að hann væri óragur við það að halda fram sjálfstæðum skoðunum, þvert ofan í flokksbræður sína, ef honum þætti miklu skifta. Vinsæll er hann sagður öllum mönnum, er honum hafa eitthvað kynnst sjálfum, enda nýtur hann, eins og Hoover, almenningstrausts fyrir persónu- iega ráðvendni. — Margt í ræðu þeirri er Smith hélt, er hann tók við tilnefningu flokks síns nýlega, ber vott um þá eiginleika, sem hér eru að framan taldir. Og það er ólíku saman að jafna, hve yfirlýsingar hans eru langt um ákveðnari og djarfari en Hoovers, þótt auðvitað sé töluvert flokks bragð þar að finna. Enda varð hann eins og allir demókratar í New York, er skifta sér af stjómmálum, að inna af hendi sína pólitízku herskyidu í her- búðum Tammany hringsins, sem frægari er fvrir annað en ósíngirni. En yfir- leitt er það fullyrt, að síðan Smith komst í ríkisstjórnembættið, hafi hann eigi látið hringinn hafa áhrif á gjörðir sínar. — En þrátt fyrir fiokksbragðið, er þó langt um hærra til iofts og víðara til veggja hjá Smith en hjá Hoover, þegar ræður þeirra eru bornar saman.— Um utanríkisstarfsemi stjómarinn- ar kemst hann meðal annars svo að orði: “Engri yfirlýsingu í stefnuskrá vorri, (Dem.) get ég veitt ótrauðara fylgi en þeirri, að með öllu skuli taka fyrir þá venju, að forsetinn geri samning um það, að miðla málum í innanríkisdeilum latn- esku Amerískuþjóðanna, nema að öld- ungaráðið hafi veitt leyfi til slíkra samn- inga, eins og stjórnarskrá Bandaríkjanna mælir fyrir. Eg geri að mínu máli það sem tekið er fram í stefnuskránni: “1- hlutun um hrein innanríkismál latnesku Ameríkuþjóðanna má ekki eiga sér stað framar,” og ég skuldbind mig sérstaklega til að fvlgja þessari yfirlýsingu með til- liti til Mexico jafnt sem hinna annara iatnesku Ameríkuríkja."— •Smith fordæmir líka ótvíræðilega hina andstyggilegu ofbeldiskenningu Coolidge, að amerískir borgarar búsettir í útlöndum og eignir þeirra þar, séu á valdsviði heimaþjóðar sinnar, <sbr. Mex- ico, Nicaragua, o. s. frv.) og spyr hvort Bandaríkjamenn myndu fallast á þá kenningu, er heimilaði Frökkum, Eng- !endingum eða Þjóðverjum rétt til þess að skoða borgara sína, sem búsettir eru í Ameríku og eignir þeirra þar, sem til- heyrandi valdsviði þessara þjóða, hverrar um sig. Hann er ekki eins sannfærður um það og Hoover, að “fjársýslukerfi vort sé óskeikult í meginatriðum.” Hann kveðst þvert á móti alls ekki vera við því búinn, að “viðurkenna að gamla fyr irkomulagið sé bezt, unz ég er sannfærð- ur um að eigi sé unnt að endurbæta það.” Hann viðurkennir að landbúnaður- inn eigi hið versta uppdráttar, og viil kalla sérfræðinga til íhugunar og sér til aðstoðar. Hann játar hispurslaust, að stjórnin hafi tekið í tauma lögmálsins er ræður eftirspurn og framleiðslu, iðnað- ar-, verzlunar- og fjármálahákörlum í vil, og kveður skipulagða samvinnusólu og geymslu afurða, sem afgangs eru neyzluþörf, lífsskilyrði fyrir bændur. Stórhreinlegar eru yfirlýsingar hans um vatnsaflið. “Vatnsorkulindirnar,” segir hann, “verða um aldur og æfi að vera í eign og umráðum hins opinbera.” Fólkið verður að eiga og annast orku- gjafann og órkuverið, “verður að hafa hald á snerlinum, sem stöðvar eða starf- býr aflið, sem ýms einkafélög eru svo gráðug í, án minnsta tillits til almenn- ingsheilla.” Hann fer hörðustu orðum um hina “ærulausu og óþjóðlegu fylgis- öfiun” vatnsvirkjunarfélaganna, þrátt fyrir það, að með þeim orðum gengur hann í berhögg við ýmsa vini sína og fylgismenn, að því er hermt er. Jafn stórhreinlegar, og ef til vill enn djarfari, eru yfirlýsingar hans um bann- stefnu sína. Hann álítur að bannið hafi alls eigi náð tilgangi sínum að auka bindindi. Hann vill auðvitað framfylgja lögunum meðan þau eru í gildi. En þótt hann vilji aldrei mæla bót né leggja lið löggjöf, er heimili brennivínskrárnar, þá álítur hann heppilegast að hvert ríki um sig ákveði, hvað teljast skuli til á- fengra drykkja, og jafnvel leyfa hverju ríki að brugga. vín fyrir innanríkisneyzlu eingöngu, ef ríkisbúar samþykkja það með almennri atkvæðgreiðslu. Og hann álítur heppilegt, að Bandaríkin taki sér kanadiska vínsölulöggjöf að mestu leyti til fyrirmyndar. Þetta er því djarfmannlegar mælt, sem suðurríkin, aðalvígi demókratanna eru yfirleitt “þur.” Og ennfremur fyr- ir þá sök, að enginn efi er á því, að af- staða manna til vínbannsins ræður miklu um kosningarnar. Svo miklu, að bæði Hoover, allir helztu pólitíkusar gömiu flokkanna og flokkarnir sjáifir á tilnefn- ingarfundnnum hafa farið í kring um það vandamal, eins og kettir í kringum kraumheitan grautarpott. * * * Það er illmögulegt að spá nokkru um afdrifin. Coolidge vann, «em menn muna með yfirgnæfandi meirihluta yfir demókrata. En ekki er ólíklegt að hin skorinorða og frjálsmannlega tilnefning- arræða Smiths muni draga í hans skut mest af þeim 5,000,000 framsóknarat- kvæðum, er greidd voru La Follette eldri við síðustu forsetakosningar. Enn- fremur er enginn efi á því, að afstaða Smiths til vínbannsins, riðlar töluvert til flokkunum, en hvort hann græðir við það eða tapar er ómögulegt að segja með nokkurri vissu, þótt ef til vill sé|u nokkrar h'kur fyrir því, að hann heldur græði á afstöðunni. En þar á móti eru líkurnar ef til vill heldnr meiri fyrir því, að hann tapi þá jafnmiklu á því, að hann er kaþólskur maður, því það hefir æst heilan fjandaflokk ofstækis mnana andmælendatrúar á móti honum. í raun réttri skiftir það senni lega ekki afarmiklu máli hver flokkurinn kemst að völdum. Báðir eru íhaldssamir í bezta lagi. En þó skiftir nokkru um forsetann, þegar kemur íil em- bættaskipana og utanríkisvið- skifta Ameríku, þótt vald hans takmarkist auðvitað af þing- ræðinu, ef hann þá ekki kemst af með að virða það að vett ugi teins og Coolidge, með Nicaragua. Og þótt oss satt að segja hafi fundist heldur minna um demókrataflokkinn yfirleitt, eða réttara sagt meira mannval meðal repúblíkana síðustu árin, þá myndum vér þó óhikað greiða Smith at- kvæði að þessu sinni, ef til þess hefði getað komið, sem álit- legra forsetaefni, og iíklegri til heillavænlegrar starfsemi fyrir Bandaríkin, utan ríkis sem innan. ---------X--------- “Þegar tjöldin” (Frh. frá I. bls. I at’hugasemdunum viö 8. grein notar höf. falsþýðinguna og blöskrar sú byrði sem nefndin ieggur á bak járnbrautafélögunum. Hún ætlar sér “að vera á þönum út og suður, um allt land,” “ferðast eftir vild á kostnað flutningsfélaganna.” Það er nokkuð rtfur skilningur sem lagður er í orðið ‘‘trip pass,’’ en það er nú allt sem greinin fer fram á. Hjá járnbrautafélögunum eru gefn- ir út tvennskonar fanbréfa-seðlar ó- keypis. Ná þeir til þeirra er að einhverju leyti starfa að flutningi eða ferðalögum með járnbrautum og gufuskipum. Gildir annar til árs, og er nefndur “annual pass,” en hinn til einnar ferðar, er farin er til á- kveðins staðar, og er nefndur “trip pass.” Fram á þenna síðari seðil er farið fyrir hönd nefndarmanna í þessari 8. grein ef natiðsvn krefur að þeir geri ferðir til einhvers stað- ar í þágu þessa máls. Hve ósann- gjarnt það er, live miklu fé það kann að sópa úr vösum Islendinga geta lesendur gert sér hugmynd um. En þetta eru þær “þanir, út og suður, um allt land,” er nefndin ætlar sér að vera á. Ætli að flutningskostn- aður á korni og allri landvöru hefði hækkað að stórum mun þó þessi til- mæli hefði verið veitt? En svo má gleðja höf. með því að fyrir stak- an mótróður úr vissri átt og rang- færzlur hefir kröfu þessárí verið synjað, og léttir það þá einum “toll- inum’’ af ’honum og skjólstæðingum hans flutningafélögunum. Þarf nú ekki að fárast yfir því, að með þess- ari ivilnan sé létt undir með nefnd- inni við undirbúnings verkið. Það er ekki eini þröskuldurinn sem laigð- ur hefir verið í gptu þessá málelnis og verður að líkindum ekki hinn síð- asti. Þó heimfararnefndin hafi ekki *gert sér hið minsta far um að lýsa gjörðum hinna s'vonefndu “sjálf- boða,” sem þeir hafa gert gagnvart Heimfararnefndinni, en kosið að láta flest fáryrði þeirra og sakargiftir ‘þeirra sem vind um eyrun þjóta, mun þó svo komið að almenningi sé Ijóst hvor meir starfar í þágu heildarinn- ar. öllum er Ijóst að tilgangur “sjálfboðanna” með afskiftum þeirra af heimfararmálinu er ekki sprottin af virðingu fyrir sjálfu ntálinu, ekki af þjóðrækni né löngun til að draga hugi Islendiroga saman, ekki af þeirri tilraun að vilja hefja þjóðina til frekari virðingar í augum samborg- ara hennar, ekki af samvinnulöngum við Island. Svo mikið er sýnilegt af því, sem þeir hafa ritað. Til- gangurinn er persónulegur, þvi mið- ur, og hefir aldrei annar verið. ÞaS er enn ótímabært að draga hann fram og lýsa honum eins og hann er. En þegar aS þeim tíma kemur, “þeg- ar tjöldin verSa dregin frá,’’ og al- tnenningur nær að skilja til hlítar,. hver sá tilgangur er, getur svo fariS aS af sumum þeirra kunni aS renna "draimhlætisþrotinn”. sem skáldiS forna nefnir, og þá líka af grimu- mönnum er að baki þeirra standa og feig hafa viljað ferðasamtökin. II. Helzt er svo aS skilja á niSur- lagsorðum höf. aS þessi illræmdu samningsatriSi, sem Islendingum er sv^ mjög til vanvirðu muni nú þeg- ar vera viStekin, milli nefndarinnar og “einhvers línufélags, — hann veit ekki nafniS á því, fann þaS ekki “á bak viS tjöldin.” Sölulaunum slær höf. santan við fjárveitingu Sask.. stjórnarinnar, í því skyni að sýna aö nefndin sé ekki aS starfa fyrir ann- aS en “centin,” “hinn almáttrogi doll- ar virðist vera hennar leiðarstjarna.” Endar hann svo ritgerðina á þessa leið: “Finst nú nokkrum sem fylgst hefir með gangi þessa máls frá byrj- un, aS Heimfararnefnd ÞjóSræknis- félagsins geti hér eftir vænst þess, að henni einni, sé trúaS fyrir fram- kvæmdum í þessu máli ?” Hógvær bending til almennings um aS láta sig ekki skorta til liðveizlu oig fylgd- ar viS andstæSinga nefndarinnar. Óþarft er aS taka það fram, aS hið ónefnda línufélag, sem nefndiri hefir enn ekki samið viS, hefir ekki enn greitt nein umboðslaun til henn- ar. I vösum hennar er því ekki aö leita eftir $80- eöa $82,000. Samrí- ingsatriöin eru enn ekki undirrituö þó þau fiest séu bréfloga samþykt og r.efndin bjargað þeim, til hagnaðar fyrir væntanlega heimfarendur. O- þarfa herör er þvi skorin upp. Sem öilum er ljóst, er lesið hafa upp- kastiö er ekki svo frá því gengið. aö ætlast sé til aö það geti skoðast sem samningur. Þaö er eigi annaö en upptalning einstakra atriöa er marg- oft höfðu verið rædd af hlutaöeig- andi flutningafélögum og nefndinni. sum boðin — sem nefndin ætlaSist til að tekin yrði inn ‘ í væntanlegan sanminig. Var þetta meS vilja gert. En svo stóS á því, og er það upp- haf þessa ntáls, aS í byrjun juní- mánaðar beiddist umboSsmaSur einn- ar gufuskipalinunnar þess, að lögö yröu frarn skriflega, þau samnings- atriði er nefndin færi fram á fyrir hinni væntanlegu heimför 1930. VarS forseti nefndarinnar vel viö því og kallaði saman ntenn þá er aS- alnefndin hafði útnefnt í samninga- nefnd á fundinum 20—21. maí. Fóru þeir yfir þau bréf og tilboS er nefndinni höfSu boSist, fram aS þeim tíma, og sömdu svo þetta upp- kast, nteS hliðsjón til þeirra. öllum kom saman um að bera uppkastiö undir aðalnefndina og var þaS gert á fundi er haldinn var 22. júní. Vora liSirnir samþyktir meS smávægi’legum breytingum, aS undanteknum þeini: fjórða, er feldur var burtu. HafSí þá nefndin komist aS því vikunni áð- ur. aS “sjálfboSar hefSu. afhent Cunard-Iínunni skilmálalaust “flutn- inginn’’ í umboði “mikils hluta Is- lendiroea.” ÖttaSist nefndin aS meS því gjörræði yrSi ef til vill kippt til haka þeim afslátta tilboSum er þegar voru fengin, er einu öflugasta linufélaginu væri fengiS slíkt yfir- skvns umboS, Hnýtti hún því viS- auka greininni neSan viS uppkastið.. er krafðist svars innan hins 26. sama mánaðar (ekki 26.' júlí). Fengist svör er staðfestu enn á ný fyrsftt atriðin, var þeim horgiS, hvaS sem hinum liðu er á eftir komu, og far- bréfaverðinu, er húist var viS aS gæti orSið allmikill reipdráttur um„ er svo var komiS, og vanséS hvorf fengist. Var þó aS minsta kosti all miklu borgið. » En þannig stóS á því, aS nefndin komst aS þessum “Cunard* samningi” sjálfboðanna, aS bréf barst einum nefndarmanni frá N. York, þar sem þessa var igetiS og heSið jafnframt um upplýsingar á auglýsingaverSi í “Heimskringlu.” Svo leynt höfðu fjórmenningar sjálfboSanna farið með þenna “samning” að jafnvel fél- agar þeirra þrættu fyrir að þeir vissu nokkuS um hann, og sjálfir létu þeir þræta fyrir hann, á almennum fundi á Brú í Argylehvgð, sama kveldið Og hann var opinberaður í “Lög.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.