Heimskringla - 19.09.1928, Side 6

Heimskringla - 19.09.1928, Side 6
HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 19. SEPT. 1928. PLÓGSÖNGVARINN (NiSurl.) “Kvennmaður getur ómögulega gengið yfir þessa bleytu,” kallaði hann. Skórnir yðar festast í henni ungfrú Anstis. Heyrið þér þarna — þér eruð svo stór og sterkur — látið þér hann bera yður út að girðingunni ungfrú Anstis. Þér þurfið ekki að vera feiminn hr. Whereat. Þér megið vera viss um, að væri ég yngri og sterkari—” “Má ég?” sagði John. “Já, þökk fyrir,” svaraði hún. Hann lyfti henni upp eins liðlega og létt, og hún hefði verið barn. Hjarta hans sló við herðar hennar. Presturinn gekk á undan þeim og varaði þau við slæmum blettum. John Whereat andaði þungan. “Eg er líklega of þung fyrir yður,” sagði hún og leit í augu hans. “Nei, nei, það er ekki af því,” svaraði hann, þó sjáanlegt væri að honum féll þetta erfitt. “Jú, ég er,— það er ég viss um.” “Nei, nei!” “Þér eruð eklci sterkur — það hafið þér sjálfur sagt. Þér eruð orðinn svo fölur. Setjið þér mig niður. Eg get vel gengið.” “Nei, nei,” sagði hann, laut niður og starði í augu hennar. “Það er af því að ég hefi yður í faðmi mínum.” Hún hreyfði sig og sagði ekkert. Það var eins og augu hans héld J^hennar föstum og að hún sæi í gegnum hann og langt í burtu. “Svo nú er það búið. Þetta var vel gert!” kallaði séra Campbell. “Nú getið þér látið ungfrú Anstis niður á jörðina.” Ungfrú Anstis tók upp pyngjuna sína og opnaði hana. “Þökk fyrir,” sagði hún. John Whereat tók á móti peningnum, og lyfti hendinni upp að gagnauganu. “Þökk fyrir ungfrú,” sagði hann auð- mjúkur. “Það er af því að ég hefi yður í faðmi mínum.” Þessi orð grömdust henni afar- mikið. Þar á móti var endurminningin um hina sáru sorg í augum hans, þegar hún rétti hon- um peninginn, henni sönn ánægja. Hann verðskuldaði þetta og meira enn. Það var aðeins af því hann var svo fallegur, og söng yndislegar en nokkur annar, sem hún hing- að til hafði heyrt, að hann notaði sér hina vingjarnlegu varðveizlu hennar. Það var ó- svífni. Hún roðnaði af vanvirðu við að hugsa um þetta. Hún ætlaði aldrei að tala við hann oftar. Hún ætlaði að hugsa um það, hvort það væri ekki hyggilegast að Iáta eins og hún þekkti hann ekki, ef hún skyldi mæta honum aftur, eða hún liti til hans lítil- látum og miskunnsömum augum. — — “Ungfrú! Einu sinni, þegar Vic. toria drotning var til staðar við liðskönnun, var þar hermaður sem, þegar hann sá þessa drotningu, sem hann hafði þjónað og virt mik- ils, féll í yfirlið við skrúðgönguna-----John Whereat.” Hvorki tilviljanina eða bréfið var með einu orði minst á af þeim, þegar þau fundust á brautinni tveim dögum seinna. En hún brosti, og John sagði “irrr!” við Remus og Prins. “í næsta mánuði ætlum við að halda sam söng, til inntekta fyrir að útvega nýtt organ, hr. Whereat,” sagði hún. “Viljið þér þá syngja fyrir okkur?” “Þá verð ég ekki hér, ungfrú,” sagði hann. “Eg ætla að fara héðan.” “Það er slæmt. Verið þér sæll.” Hún hélt áfram. Þau mættust seinna mörgum sinnum, sem sveitafólk getur ekki forðast. “Góðan daginn!” sagði hún, þegar þau fundust síðdegis einn daginn. Hann nam staðar. “Á morgun fer ég burt, ungfrú,” sagði hann. “Þá vil ég segja, verið þér sæll!” “Þökk fyrir ungfrú,” svaraði hann, og bætti svo fljótlega við: “Eg hefi verið að hugsa um hvort ég gæti ekki sungið fyrir yð- ur einu sinni enn, áður en ég fer.” “Eg er hrædd um að það verði ekkert tækifæri til þess.” “í kveld—” Hún hnyklaði brýrnar. “Eins og áður,” sagði hann. “Nei, það væri ekki viðeigandi,” sváraði hún. “Mér þykir það annars leitt, því þér hafið ágæta rödd. Eg vildi fegin — en ég held það sé ómögulegt.” “Þökk fyrir, ungfrú — jæja, verið þér þá sælar, ungfrú.” “Já, en ef þér hefðuð hálfa stund, sem þér mættuð missa, og kæmuð af tilviljun í nánd við hljóðfærastofuna og sæjuð þar ljós.” “Já, ungfrú, ég vil bíða og — vona.” Hann gekk hratt áfram svo að hún hefði ekki tíma til að skifta um skoðun. Hún hafði nú ráðgert einskonar leynifund með John. Það væri skrítið, ef hún áliti þetta ekki minkun fyrir sig. Nú — en hún þurfti alls ekki að láta neitt ljós í stofuna, þá væri úti um allt. Þar var ljós, og Joyce Anstis var þar, þegar John kom inn. Aftur söng hann og töfraði hana. Hún var ekki lengur ungfrú Anstis að Crutchley Hall. Hún fann það og það skelkaði hana. Hið ómótstæðilega vald söngvarans vakti bæði gremju og hræðslu hjá henni. Hann lék eins vel á tilfinningar henn- ar og pianoið. Hún titraði þegar hann snerti hana. Með því að nota alla sjálfstjórn sína, gat hún hrakið á brott áhrif söngs hans á sig, og vakið sjálfsálit og mikillæti, sem hún var svo hreykin af að eiga. “Þökk fvrir, herra Whereat,” sagði hún. “Nú verð ég að fara. Þér hafið sungið mjög vel. Eg held að núverandi starf yðar eyði- leggi yður.” Hann stóð upp og gekk hægt til hennar. “Viljið þér hjálpa mér að yfirgefa það? Hjálpa mér að komast hærra upp?” spurði hann. “Já, ég get sungið, það er pláss fyrir mig efst uppi.” Hún stóð upp og leit á hann. “Eg skal með ánægju gera það sem ég get. Eg skal skrifa—” Fasta augnatillitið hans, olli henni vand- ræða, hún varð að líta niður. “Það er yðar hjálp sem ég þarfnast. Lítið þér á mig. Já, nú vitið þér það.” Hún vissi það, og skorti kjark til að neita mótstöðu. Hann tók hana í faðm sinn og þrýsti henni að sér, og hún titraði við snertingu hans. En nú kom mikillætið aftur til hjálpar henni. Hún rétti upp hendurnar og hrinti sér frá honum. “Eg hefi fengið mína hegningu,” sagði hún másandi, því nú rak reiðin hræðsluna á brott, “af því ég hef treyst manni, sem ekki er neitt göfugmenni.” “Kveifin þín litla!” sagði John Whereat, snéri sér við og gekk hlægjandi út. * * * “Áritun John Whereats, hvað vilt þú með hana, góða Joyce mín?” Það var Sir Philip, elzti og bezti vinur föður hennar, sem fyrstur ráðlagði henni að kaupa Crutchley Hall, og það var hann sem nú neitaði hlægjandi að gefa henni áritun plóg- mannsins, ef hún vildi ekki segja honum hvers vegna hún vildi fá hana. Joyce hætti að tala um þetta. En um kveldið skrifaði hún langt bréf. — — “Afi minn var járnsmiður, og pabbi bar meiri virðingu fyrir honum en nokk- urri annari manneskju, sem hann þekkti. Og þess vegna, — þó enginn muni þetta um ung frú Anstis að Crutchley Hall — og þess vegna — égskammast mín fyrir að segja, og þó er það satt — ég held ég hafi reynt að gleyma því sjálf — er það ekki svo einkennilegt, að ég elska John Whereat. Það er gagnslaust að hlægja að mér. Eg hefi sjálf reynt það. Það er gagnslaust að verða reiður, æstur, eða koma með skynsamlegar ástæður. Enginn getur orðið reiðari, eða fundið fleiri ástæður en ég hefi sjálf gert, gagnvart mér. En það er þannig — ég elska John Whereat. Eg hefi verið kveif. Eg var hrædd við að taka á móti minni eigin gæfu, þar sem ég gat fundið hana. Eg hefi verið tilgerðar drós. Dóttir auðugs og gæfuríks mannvirkjafræð- ings, sonardóttir járnsmiðs, hefir felt ást til John Whereat. Eg er mjög auðmjúk nú. Eg elska John Whereat--------” Þannig skrifaði hún Sir Philip, og hélt áfram að endurtaka síðustu setninguna. Daginn eftir átti samsöngurinn að fara fram, sem hún hafði minst á við John. Þegar hún ók í gegnum þorpið, furðaði hana að sjá auglýsingar á húsum og plankagirðingum, sem sögðu að hinn nafnkunni söngvari, Mar- cus Massey ætlaði að taka þátt í samsöngn- um. Það var John Whereat — snoðrakaður, sem Sir Philip kynti henni. John Whereat hneigði sig kurteislega, en kuldalega, og sagði fáein kæruleysisleg orð. Það var rödd Johns, sem mest bar á I samkomuhúsinu, og leiddi tár fram í augu hins velæruverða séra Felix Campbell. Hann sat í fremstu röð, en uppi á áheyr- endapallinum, sat Sir Philip og Joyce bak við grænt tjald, og hann hvíslaði að henni: “Hvar hefir þú kynst unga John. Hann er sonur framliðnu ráðskonunnar minnar, frú Whereat. Faðir hans var ágætur söngmað- ur, en hann tók að sér lögmanns störf. John hefir tekið sér gerfinafnið Marcus Massey, sökum vináttu hans til hins mikla söngvara Massey, sem hann lærði sönglistina hjá. En síðastliðinn vetur varð hann mjög veikur af meltingarleysi. Nei, það er ekki neitt róm- antiskt. Hann fór til sérfræðings, sem sagði honum að ef hann vildi lifa, þá yrði hann að fara út í sveit og vinna, helzt sem plógmaður. John fór að ráðum hans, og þessvegna kom hann til mín, þar sem hann vissi að hann var alltaf velkominn. Við skoðum það sem heiður, að hann vill koma hingað. Og nú er mér sagt að hann hafi unnið við plæfe- ingu á meðan ég var fjarverandi frá heimili mínu, en ég skil ekki, að undireins og ég kem heim, vilt þú fá að vita áritan hans—” Húrraóp komu í veg fyrir að hann heyrði svar hennar. John Whereat kom niður af söngpallinum. “Nú, Joyce, nú verður þú að fara og lesa fyrir,” sagði Sir Philip. “Þú ert nú næsta á skemtiskránni. En góða barnið mitt — þú skelfur eins og strá í vindi.” “Ó, ég er svo viðkvæm. Eg er — kveif,” svaraði hún og fór ekkert. “Það hefðir þú átt að hugsa um, áður en þú lofaðir að lesa fyrir,” sagði Sir Philip. “Nú er það of seint, er það ekki satt John?” Hann leit upp til söngvarans. “Jú, of seint,” svaraði hann. * * * Hugsunin um bréfið, sem nú var á leiðinni, ætlaði að gera út af við hana. Henni fanst að augu John Whereats horfðu háðslega til hennar. Raðirnar af skínandi andlitum horfðu upp á við. Hnén skulfu undir henni, og hún féll niður — aftur í faðm John Whereats. ¥ ¥ ¥ Hin heyrnarlausa frænka hennar heyrði ekki pianosönginn, en út yfir slétturnar, sem nú voru í hálfmyrkri ómuðu tónar “Storm- söngsins.” Á þessu augnabliki rétti þjónn bréf að Sir Philip, þar sem hann var beðinn um að senda bréf ungfrú Anstis óopnað til hennar aftur. Síðasti tónninn ómaði út í garðinn og þagnaði. Joyce lokaði pianoinu, studdi oln- bogunum á lokið og huldi andlitið í höndum sínum. “Mér þykir það mjög leitt; það kom með síðasta pósti, og ég hefi lesið það,” sagði Sir j Philip. Og John Whereat hafði lesið það —lesið það tvisvar og borið það að vörum sínum. Eftir það hafði hann þotið út, þvert yfir akra og engjar, án þess að skeyta um vegi, hafði stokkið yfir blómareiti, yfir girðingar — hlaupið beinustu leið til Crutchley Hall. Hún heyrði ekki komu hans. Hún hafði leyft örvilnaninni að sigra sig og grét háum og stjórnlausum gráti. Höfuðið lá á piano- inu, en annar fóturinn kom fram bak við stólinn. Það var hann sem John Whereat kysti, þegar hann féll á kné við fætur hennar. AF TILVILJUN “Hamingjan góða, vertu ekki svona sorgþrunginn,” sagði ungfrú Alice Worth. Eru það peninga kringumstæður, eða er það meltingin? Þú lítur út eins og þú sért við jarðarför.” Reginald Thorne, vanalega kallaður “Reggi,” stundi þungan — máske um of við- kvæmur. Alice Worth stundi líka af uppgerðar meðaumkun. “Vesalings gamli maðurinn,” sagði hún; “það er þá meltingin! Eg hefði líka átt að vita það. Eins mikills eins og þú neyttir hjá ofurstanum í gærkveldi. Það var nóg til að trufla hinn stærsta og dugleg- asta maga.” “Mér finnst að þú ættir að vera sú síð- asta, sem skopaðist að mér,” sagði Reggi og stundi. “Eg? En hamingjan góða, hvers vegna einmitt ég? Eg borðaði ámóta mikið og hænuungi í sambandi við suma aðra af gest- unum.” “Ó, góða Alice, vertu róleg og skynsöm. Þú veizt mjög vel, að ég er ekki að hugsa um hvað við átum eða ekki átum í gærkveldi.” “En um hvað hugsar þú þá? Það virðist að minsta kosti vera eitthvað mjög alvarlegt!” Um þig auðvitað.” “Sjá þú nú Reggi,” sagði hún ákveðin. “Eg álít það mjög eðlilegt, að þú viljir tala um mig. Annað meira áhugavert umtalsefni get ég ekki hugsað mér — en ég mótmæli al- varlega öllu hátíðalegu. Eg er ekki hið minsta hátíðleg, hefi aldrei á æfi minni verið það, og vona að verða það aldrei.” “Mér þykir það leitt,” sagði Reggi afsak- andi; “ég er fremur þunglyndur í dag. Sann- leikurinn er, að ég hefi í dag heyrt leiðinlega nýung — niðri í gildisskálanum, og hún hafði —hum—mikil áhrif á mig.” “Því verður ekki neitað,” sagði ungfrú Worth. “En hvaða leiðinleg nýung var það?” bætti hún við með sannri samhygð. “Ó engin — alls engin í rauninni. Að minsta kosti ekkert, sem myndi vekja áhuga þinn. Þegar ég sagði leiðinlega nýung, átti ég við samkvæmt minni skoðun. Þú mynd- ir að líkindum hvorki álíta hana leiðinlega né sorglega.” “Reggi, þú ert sannarlega fremur espandi. Þú vekur mína mókandi forvitni, þú hefir dularfullan, hátíðlegan svip, og þú neitar samt að segja mér nýungina. Þú getur að minsta kosti sagt mér um hvað hún snýst.” “Um þig, auðvitað. Hvað myndi ann- ars — Eg á við, það snýst um þig.” “Um mig! Góði Reggi, segðu mér nú allt undireins. Eg krefst þess.” Regi hristi höfuðið. “Það gagnar ekki neitt. Eg — ég kem hingað til að flytja þér — hamingjuósk- ir.” “Flytja mér hamingjuóskir?” spurði Al- ice undrandi. “Nú já, það er vel gert af þér, og ég býst við að það sé máske margt að óska mér til hamingju með. Á mínum skyn- sömustu augnablikum viðurkenni ég, að ég er mjög öfundsverð ung stúlka.” Regi leit á hana og roðnaði. “Þú álítur líklega að ég sé eyðsluseggur — og einn af þeim iéttúðustu, hugsunarlausu letingjum,” sagði hann strax á eftir. “Auðvitað,” svaraði Alice glaðlega. “Hið gagnstæða myndi ekki eiga við þig. Eg kann vel við að hugsa mér þig færann um, að gera hvaða heimsku sem er, án þess að láta þér detta í hug komandi iðran.” “Eg er ekki líkt því eins svartur og þú málar mig.” “Það sama er sagt um einn af kunningj- um þínum, held ég,” sagði Alice kæruleysis- lega. “Ó, hættu þessu,” bað hann alvarleg- ur.” Eg þoli ekki að heyra þig tala um mig, eins og þú álítir mig vera alveg ómögu- legan mann.” Alice ógnaði honum með fingrinum og hló um leið og hún sagði: “Eg get alls ekki þolað að mínar tál- vonir séu hrifnar frá mér. Eg vil helzt álíta að þú sért stór syndari,” bætti hún við fljót- lega,” og með nokkurar líknandi dygðir, en samt syndari.” Reggi stóð upp. Það var óþægilegur kökkur í hálsi hans, sem hann árangurslaust reyndi að gleypa. Hann vildi helzt verða afarreiður — en gagnvart hverjum? Að reið- ast við Alice Worth, væri bæði heimskulegt og óviðeigandi. Eina úrræðið var því að fara. “Ætlar þú að fara strax.” Það vottaði fjrrir vonbrigðum í rödd hennar. “Já,” svaraði hann þungbúinn. “Eg—■ —ég hefi lofað að mæta manni. Vertu sæl.” Hann rétti henni hendina og snéri sér við til að fara út. Um leið og hann gekk (Frh. á 7. síðu)

x

Heimskringla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.