Heimskringla


Heimskringla - 19.09.1928, Qupperneq 7

Heimskringla - 19.09.1928, Qupperneq 7
WINNIPEG, 19. SEPT. 1928. HEIMSKRINGLA 7. BLAÐSIÐA fram að litla borðinu þar sem Alice hafði helt tei í bollana, missti hann annan glófan sinn. Hann laut niður til að taka hann upp, en þá datt þykt bréf úr brjóstvasa hans. Umslag- ið var næstum rifnað, og það datt þannig að áritunin snéri upp. Hann tók ekki eftir því að bréfið datt, en það gerði Alice Hún tók það upp. “Til mín,” og leit á utanáskriftina. “Nei.” Rödd Regga var hörð og hann var mjallhvítur í framan. “Eg á við,” sagði hann stam- andi, “vert þú svo góð að fá mér það. Það var ekki ætlað þér.” “En áritanin er til mín,” svaraði Alice róleg. Reggi. “Eg skrifaði þetta áður en ég heyrði nýungina. Þú mátt ekki lesa það; það vekur aðeins gremju hjá þér.” “Vertu nú ekki flónskur, sagði Alice brosandi, og settist til þess að lesa bréfið. Áhugi hennar vaknaði strax við lesturinn, og því meira sem hún las, þess meira roðnaði hún — ósagt af hvaða ástæðu. Reggi tók eftir þessu, en — eins og mönnum er títt — áleit jhann það aðeins merki um nið- urbælda gleði, og fanst sér vera ! gerð minkun með þessu. Alice las og las, og gleymdi nærveru hans. Við og við var svipur hennar blíður, og var- irnar skulfu dálítið, um leið og | liún laut dýpra niður að bréf- unu, eins og skriftin væri allt í einu orðin dauf. “Gerðu svo vel að fá mér þetta aftur,” endurtók Reggi heimtandi. “Nei, alls ekki, áritanin er til mín. Það lenti í mínar hendur og það er mín eign. sem ég get gert við hvað sem ég vil.” “Ef þú vilt ekki fá mér það aftur, brendu það þá að mér á sjáandi.” “Heyrðu nú Reggi,” sagði Al- ice. “Hvort sem þú ert synd- ari eða ekki, þá hef ég alltaf álitið að þú ættir dálitla skyn- semi. Hvaða gagn er að því. að þú skrifar fyrst langt bréf til mín, og biður mig svo að eyðileggja það áður en ég les það? Þú skilur h'klega að það er ekki hægt að forðast að ég lesi það. Forvitni kvenfólks- ins lætur ekki gabba sig á þenna hátt.” “Ungfrú Worth, sökum nú- verandi kringumstæða verð ég að krefjast þess, að þú fáir mér bréfið aftur — ólesið! Það er mín eign en ekki þín. Það datt af tilviljun úr vasa mínum, og þér hafið enga heimild til að halda því.” Ungfrú Worth roðnaði. Hún vissi sig hafa ranga skoðun, og þess vegna reiddist hún. “Eg ætla að fylgja vilja mín- um,” svaraði hún ákveðin. “Þú hefir skrifað utan á bréfið til mín — eftir því er það mitt— því hið fyrsta áform þitt var auðvitað, að ég skyldi lesa það.” Hún opnaði bréfið. * / Reggi sté eitt skref áfram. “Gerðu svo vel að bíða eina mínútu,” sagði hann. “Ef þú álítur að bréfið sé þín eign, og vilt ekki verða við bón minni— þá vona ég að þú gerir það, sem ég grátbæni þig um. Eg hefi aldrei fyr beðið þig um neitt — um að gera nokkuð fyrir mig. Og það er einmitt af þeirri ástæðu, að ég get ekki beðið þig um alít það sem til- finningar mínar hvetja mig til að biðja þig um, að ég nú bið þig um þetta eina.” Alice hikaði við að taka bréf- ið úr umslaginu. Reggi gætti hennar nákvæm- lega, og var mjög viðkvæmur, Varirnar voru þurrar og höndin skalf, þegar hann rétti hana til að taka við bréfinu. “Ó, gerðu svo vel, góða—” “Alice rétti honum bréfið, — mjög feeinlega. Nokkuð af bréfinu hafði ýzt út í op um- slagsins, og það datt á þessu hættulega augnabliki, svo Al- ice gat greinilega lesið þrjú orð. Hún kipti að sér hendinni, sem hélt á bréfinu. “Nei,” hrópaði hún; “ég skila því ekki fyr en ég er bú- in að lesa það frá upphafi tTl enda!” Hún hló í huga sínum. “En ég skil ekki,” stamaði Þetta var langt bréf, en höf- undiurinn hefir efalauist vfitað hve mikla þýðingu það haföi. Hann hafði ekki eytt tímanum til að finna hinar áhrifamestu setningar, en liann hefði samt ekki munnlega getað sagt bet- ur, það sem bjó í huga hans, heldur en hann hafði gert í þessu langa bréfi. Alice var nú komin að sein- ustu blaðsíðunni, og þá féll tár frá auga hennar og lenti á undirskriftinni. Regi sá það, og fann um leið til einhverra óþæginda í háls- inum. Heila rnínútu sat Alice með bréfið í höndum sínum, þegar hún var búin að lesa það. Með litlu angurværu brosi horfði hún inn í kalda ofninn. “Nú,” sagði Regi loksins, og honum heyrðist rödd sín vera næstum ruddaleg. “Mér finst,” sagði Alice skjálfrödduð, “að þetta sé það indælasta bréf sem ég hef nokkru sinni lesið.” “Alice—” hvíslaði Regi. “Nú, já?—” spurði hún með dálitlu af sinni gömlu kæti í röddunni. “Áttu við, að þú—” byrjaði hann. ”En Dalton þá?” “Eg—hr. Dalton leggur upp í ferð til Suöur-Afríku á laug ardaginn held ég. Hann kom hingað í gær og sagði mér það. Ó, Reggi, Reggi,” hún viknaði allt í einu,” þú hafðir næstum gert allt að hinum lélegasta hrærigraut, og við hefðum bæði orðið að hinum ógæfusömustu manneskjum það sem eftir er æfi okkar.” Og nú látum við tjaldið síga, sannfærð um að þessi tvö vilji helzt vera alein. ENDIR. ---------38-.,---- Söderblom erki- biskup um erindi kristninnar og atstöðu páfans Einingartilraunir kristnu kirkju- c'ieildanna hafa vakiö niikla athygli víösvegar á seinustu árum og hefir Lögrétta sagt frá því helzta, sem gerst hefir í þeim málum og síöast páfabréfinu, sem tók af skarið um afstö'Su kaþólsku kirkjunnar. Um þetta páfabréf (Mortalium animos) hefir margt verið rætt og ritað og telja ýmsir það eitt af hinum merk- ustu páfabréfum og jafna því við syllabus Píusar IX. frá 1864 eða bull- una gegn nýguðfræðinni frá 1907 (Pascendi dominici gregis), þótt þessi bréf þyki taka því fram að krafti og lipurð. Söderblom erki- biskup i Uppsölum hefir nýlega skrifað um þetta síðasta páfabréf, og m. a. borið það saman við ýms á- þekk eldri skilríki kaþólsku kirkj- unnar og ástand kristninnar fyr og nú. En þar sem erkibiskupinn er einn af helztu frömuðum þeirrar kristilegu samvinnu, sem páfabréfinu er beint gegn, er fróðlegt að kynnast áliti hans. Hann rekur fyrst tilraunirnar til þess að fá rómversku kirkjuna til þess að taka þátt í fundahöldum um einingarstarfið og það að sumir mót- mælendur hafi verið því fráhverfir, en rómverska kirkjan neitað þátt- tökunni, þótt svipaðar hreyfingar hafi að vísu fyr á tímum verið Tnh- an kaþólsku kirkjunnar sjálfrar og ýmsir merkir rómversk-kaþólskir kirkjuhöfðingjar séu enn málinu hlyntir, þótt ekki tjaldi þeir því op- inberlega nú orðið, eftir að vilji Vaticansins í aðra átt er kunnur orð inn. Ennfreanúr gagnrýnir erki- biskupinn og andmælir ýmsum sögu-, legum og guiijfræðilegum atriðum páfabréfsins, sem hann telur hæpin eða röng, s. s. skýrgreiningu þess á trúarhugtakinu. Annars fer hann einnig lofsamlegum orðum um ýmis legt í fari kaþólsku kirkjunnar, s.s. stjórnarskipun hennar og telur að hún hafi í heild sinni holl siðgæðis- áhrif á menningarlífið. En að lok- um segir hann: Það er dapurlegt að sjá hversu sjóndeildarhringurinn þrengist inn- an róni|’ersku kirkjunnar. Fyrir nokkrum áratugum, þótt ekki sé Iengra farið, voru starfandi kirkju- höfðingjar í bezta skilningi eins og Mignot erkibiskup í Aíbi í Frakk- landi, Bonomelli Cremonabiskup, Spalding erkibiskup í Norður-Am ■ eríku, John Ireland erkibiskup í St. Paul, Gibons kardináli og Keane há- skólarektor í Washington. Um þetta má lesa nánar í bók minni um Trúmálin (1910). En ætt þeirra er aldauða. Eftirkomendur þeirra eru duglegir þjónustumenn kirkjuvalds- ins. Ef sálufrændur þeirra eru enn til innan kirkjunnar þá þegja þeir i öfugstreymi tímans. Roma locuta, causa finita. Svo hefir sagt verið: Róm hefir talað, málið er útkljáð Eftir útkomu páfabréfsins Mortual- ium animos væri það fávizká og barnaskapur að vænta opinberrar samvinnu eða nokkurrar samúðar frá Róm. En það hamlar þvi samt ekki, að samvinna evangeliskra og' rómverskra presta fari fram i kyr- þey um fram allt í móðurlandi sið- bótarinnar, en einhig annarsstaðar, með æðri rétti en þeim, sem páfinn getur veitt, sem sé í samræmi við óf rávikjanlegt kærlfeiksboð lausnar- ans. Og þegar Róm hefir talað, hefir það, gamkvæmt vitnisburði kirkjusögunnar þýtt það, að málið er ekki útkljáð. Arið 1228 var ný- guðfræði þátimans fordæmd i páfa- bréfi. “Nokkrir meðal yðar, seg- ir þar, laga orð himneskrar ritningar eftir lögum heimspekilegrar skyn- semi”. Villutrú þeirra var í þvi fólgin, að þeir lásu og beittu Ar- istotelesi til þess að færa sönnflr á sannindi trúarinnar. Var Aristotel- esarstefnunni þar með lokið innan rómversku kirkjunnar? Oðru nær. Hinn mikli löggjafi heimsins var lesinn af miklu kappi. Hann var í kirkjunnar augum heimspekingur- inn öllum öðrum fremur, spekingur- inn sem sýnir það. hversu skynsemin svo hægt sé að búast við öðru en svölum kveldum svo hafa þurfi eld i ofni og hlóðum. Góður Arctic viður og kol á núverandi lágverði bætir bezt úr þvi. Símið — ARCTIC ICEsFUEL C0.LTD. 439 PORTACE AVE. Oppos/U Hudson* PHONE Hvar sem þú kaup- ir það og hvenær sem þú kaupir það. þá geturðu altaf oj algjörlega reitt jjij á Magic Baking Powjíer af Jjví, að jjað inni- heldur ekkert á!ún, e3a falsefni aí nokk urn t'íguirl BÚiÐ TiL í CAtNADA MACIC BAKINC POWDER brugfðið npp frjamltíðármynd. Þcss- ir ‘“panchristiani,” þessir sannkristnu, sem í raun og veru trúa á eina heil- aga, almenna (—kaþólska) og postul- lega kirkju, vilja giarna vera, og ættu að vera það, sem viðurnefni páfans getur einnig þýtt: “alkristnir.” Sá dagur mun upp renna að þeir skulu gera að veruleika og fram- kvæma einingu sína á þann hátt, sem okkur órar nú ekki fyrir. Kannske kemur Róm þá einnig og biður þess, að mega vera með. —Lögrétta. Iílard sannar tilveru guðs og setur til- veruna í kerfi. Aristoteles varð næstum því jafn mikils virði fyrir grundvöll kirkjukenninganna, eins og hin kristna opinberun. A heim- speki Aristotelesar reisti hinn mikli Tómás hið svimandi kénningarkerfi sitt, sem Leo XIII. gerði i fyllingu tímans, í lok síðustu aldar, að trú- arlögmáli , sem öllum var skylt að aðhyllast í rómversku kirkjunni. Þegar einhver hreyfing hefir náð því gildi, að ekki verður framhjá henni gengið, eða við henni þagað, þá tekur Róm rólega og hátiðlega til máls. Jafn fús og Rómakirkjan er til þess að veita viðtöku allskonar nýjungum, sem auka veldi páfans og kirkjunnar og tryggja kirkjunni hylli hins fjölgyðisdýrkandi og ein- feldnistrúaða múgs, jafn hneigð er Rómakirkjan til þess að vísa á bug öllu því, sem orðið gæti til þess að víkka sjónhringinn, auka persónulegt sjálfstæði og veikja tök kirkjunnar á mannssálunum. Þessi aðferð hefir átt sína píslarvotta á ýmsum tímum. Guðsmennirnir, sem eru ó- afmáanlegur sómi kirkjunnar og lagt hafa fram það andlega líf og starf, sem hún hefir að miklu leyti á, þeir hafa venjulega annaðhvort verið fordæmdir og reknir úr kirkj- unni, eða lifað í smán á takmörkum trúvillunnar, þar sem djarft eða ó- varlegt orð sjálfra þeirra, eða ákæra annara gat hvenær sem var steypt þeim í glötunina. Slík eru kjör þeirra enn í dag. En hugsunin er skattfrjáls. Hjá mörgum rómversk-kristnum mönnum vekur páfabréfið aukinn áhuga á einingarstarfinu. Hugsjónin grær áfram. Við skulum af okkar hálfu halda ótrauðir áfram að fullkomna kristna skyldu okkar eftir hvatningu andans. Mynd sú sem páfabréfið bregður upp af ósamstæðum hóp kristtrúaðra, ótrúaðra og heiðinna manna er ímyndun ein. Við lítum á eininguna með dýpra skilningi en Rómverskan gerii/. Andinn léiðir samfélagið lengra inn í sannleikann. Hið andlega starf stöðvast ekki. Að sjálfsögðu sáldast starfsemin og af markast á ýmsan hátt. Vegurinn getur auðveldlega orðið þrengri en við ætlum nú. Um það má lesa nokkuð í heimslokaræðum lausnara okkar. En svo mikið hlýtur sérhver sá að sjá, sem leggur úrslitaáherzlu á gildi lausnarans og fagnaðarerind- isins, að þessi sáldun og afmörkun fer ekki eftir því hvert menn að- hyllast eða hafa óskeikulleika páf- ans, guðsnjóðurdýi4<un, flek'klausutn getnaði Maríu, og öðrum kreddum, sem páfadæmið kann að ákveða á ókomnum tímum, heldur miklu ein- faldar og óendanlega miLlu erfiðar eftir persónulegri afstöðu Krists og hlýðni safnaðarins við anda sann- leikans. Osjálfrátt hefir páfabréfið Fyrirlestur wm Islaiid Islendingar, sem dvelja árum sam- an erlendis, finna oft sárt til þess, hve almenningur þar veit lítið um Island. Það er okikur útlögunum því sérstakt gleðiefn'i, þegar við sjáum eða heyrum í ræðu eða riti, rétt sagt frá átthögunum — af út- lendingi — einkum ef það er gert í skilningi og samúð. — Einn slíkan fyrirlestur hélt dr. phil. Erifch Nag- el í stærsta fyrirlestrarsal (Auditor- ium Maximum) háskó’tans í Halle a. d. Saale, þann 27. júní s. 1. Dr. Nagel kom til Islands i fyrrasumar, dvaldi þar tvo mánuði og ferðaðist um Suðurlandsundirlendið). Fyrir- lesturinn nefndi hann “Tsland, land og þjóð.” „ Fyrst gat dr. Nagel um hve lítið almennin'sur í Þýzkalandi vissi. um Island, sem þó verðskuldaði að vera veitt eftirtekt, sérstaklega af Þjóðverjum, þar sem Islendingar væru sú þjóð, sem bezt hefði gevmt germanska menningu og varðveitt sögurnar og Eddurnar, sem væru ómetanlegur fjársjóður fyrir alla sem mæltu á germanska tungu. Siðan gaf dr. Nagel stutt, en á- gætt yfirlit yfir sögu Islands, mintist á einokun, kúgun af Dana hálfu, eldsumbrot og landfarssóttir, sem alit hefði gert sitt til að undiroka, þessa nyrstu verði germanskrar menningar. Jóni Sigurðssyni líkti hann við Bismarck og taldi hann vera mesl'a manninrt, sem Island hefði átt. Benti siðan á hinar af- ar miklu framfarir seinni hluta síðustu aldar fram til þessa tima, eða síðan einokunin var afnumin og Island fékk stjórnmálafrelsi; lýsti atvinnuvegum þjóðarinnar og vexti og gengi þeirra, einkum fiskiveið- anna. — Sem málfræðingur talaði dr. Nagel af sérstaklega mikluin skilningi um islenzka tungu og bók- mentir, sagði að Islendingár væm að líkindum einasta þjóðin i heimL sem enn í dag talaði sama mál og feður hennar fyrir 1000 árum. Hann benti á, að Þjóðverjar gætu tekið. sér Islendinga til fyrirmyndar hvað máíhreinsun snerti. Utlend orð gætu ekki samlagast íslenzkunni, þau ættu þar alls ekki heima. Háskól- inn sagði hann að væri minnsti há- skóli heimsins og dáðist að því, -að- land með aðeins 100,000 íbúa skyldi hafa sinn eigin háskóla. —Sérstak- lega var dr. Nagel hrifinn af lands- bókasafninu, sem hlann kynti sér nákvændega í fyrra sumar.— Hann hrósaði mjög gestrisni og alúð Is- lendinga.— Því næst lýsti dr. Nag- el landinu frá land- og jarðfræði- legu sjónarmiði, sérstaklega eldfjöll- um, jöklum og hverum. Að lokum sýndi hann 100 skuggamyndir af öllum helztu og fegurstu stöðum á landinu. Af þessum 100 skugga- myndum voru 25 ágætis myndir frá Islandsvininum Erkes í Köln, af Dyngjufjöllum og Odáðahrauni. —. Gat dr. Nagel þess, að árið 1907 ^Riu tveir Þjóðverjar, v. JCnebel og Rudolff, druknað í Oskjuvatni i Dyngjufjöllum, og stakk upp á því að þeim vrði reistur minnisvarði. Fyrirlesturinn var vel sóttur ágætlega tekið. Dagblöðin ljúka lofsorði á hann. Halle (Saale), 1. júlí 1928. Þ. og hér Þér þurfið að láta hreinsa strompinn hjá yður, áðitr en þér farið að nota hitunarvélina! WOODS COAL COMPANY, LTD. Pembina við Weatherdon bjóða yður að gera þetta ókeypis, með því -skilyrði að þér kaupið af þeim eitt eða fleiri tonn af kolum, innan sextíu daga þar frá. Simið 45262 og vér sendum lögskipaðann sótara. S K I F T I D YÐAR FORNFÁLEGU HÚSGÖGNUM Skiftið óþörfum og úr sér gengnum húsbúnaði upp í nýjan. Símið eftir matsmanni vorum. Fáið hæsta verð fyrir. Þér getið látið gömlu húsgögnin ganga upp í þau nýju. Viöskiftatími 8:30 a.ai. til 6 p.m. Laugardögym opið til kl. 10 p.m. SÍMI 86 667 J.A.Banfield LIMITED 492 Main Street- Húsgögn tekin í skiftum seld 1 sérstakri deild með góðum kjörum. Stofnað 1882. Löggilt 1914. í D.D. Wood& Sons, Ltd. VICTOR A. WOOD President HOWARD WOOD Treasurer LIONEL E. WOOD Secretaxy (Piltnrnlr sem öllum rcynn ntt pókunstj VERZLA MEÐ: BYGGINGAREFNI — KOL og KOK BÚA TIL OG SELJA: SAND-LIME BRICK — CONCRETE TILE SAND — MOL OG MULID GRJOT GEFIÐ OSS TÆKIFÆRI SfMAR 87,308 — 87,309 — 87,300 Skrifstofa og vefksmiðja: 1038 Arlington Str. (milli Ross og Elgin) Winnipeg.

x

Heimskringla

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.