Heimskringla - 31.10.1928, Side 2

Heimskringla - 31.10.1928, Side 2
2. BLAÐStÐA HEIMSKRINGLA ÞJOÐERNl 1. Þegar ég var á Islandi vetrarmán. uöina 1924—25 kom ég oft að máli við Sigurð Kristófer Pétursson. Það var siðastá árið sem hann lifði. Þótt ég væri honum hvorki sammála í höfuðatriðum né hinum smærri, hafði ég meira upp úr því sem hann sagði en ýmsir, sem voru mér betur samniála, og mjög unni ég hugsunar- ■hætti hans, því hann lét aldrei svo í 'ljós hversdagslega skoðun um dag- legt líf, að hún væri ekki bundin hinum eilífu sjónarmiðunu Einhverntíma áttum við tal sam- an um þjóðerni og þóttist ég þá ekki geta orða bundist um leiða minn á þessu sífelda þjóðernisskvaldri, sem léti mann jafnvel ekki í friði í minnstu kotlöndum og kvaðst nú sjálfur ætla að starfa á hugsjónagrundvelli al- heimsborgarans framvegiis. Eg er annarar skoðunar um þetta mál, sag'ði þá Sigurður Kristófer Pétursson. Eg álít að alvaldur sá, sem skipar niður öllum hlutum af undursamlegri vizku, hverjum á á- kveðnum stað og í ákveðnum til- gangi hafi ekki í tilgangsleysi látið mig fæðast af þessari þjóð, né í þessu landi. Eg er þess viss og ör- uggur, að ég hef verið látinn fæðast einmitt hér, gæddur likama af þess. um sérstaka kynstofni og erfðamenn- ingu þessarar sérstöku þjóðar,—allt i ákveðnum. tilgangi. Eg hef verið látinn hér inn á sérstakt starfsvið í tilverunni,—svið, sem eru ákveðin takmörk sett og til starfs voru mér téðir hæfileikar, sem einnig eru sett ákveðin takmörk. En eðli hæfileika minna og takmarkanir eru í samræmi við eðli og takmarkanir starfsvíðs þess, sem ég er fæddur. Eg var ekki gerður Kínverji, né Rússi, né Amer- íkumaður,—og ekki heldur alheims- borgari, Og þar sem ég veit, að vilji sá, sem ræður allri tilveru gerir ekkert út í bláinn,—af tilviljun né í dlgangsleysi, þá veit ég einnig, að mér er sú skylda á herðar lögð að gera tnitt ítrasta sem Islendingur, að verða sem fullkomnastur innan þeirra takmarka, sem mér hafa verið sett, og eðli því, sem mér hefir verið gef- ið. Og ennfremur er ég sannfærður um það, að hið íslenzka starfsvið er hið æðsta starfsvið innan endimarka tilverunnar, sem forsjónin gat valið mér þessa lífs, úr því að hún valdi mér það á annað borð. Væri hlægi- legt, ef ég ætlaði mér þá dul að fara nú að leiðrétta forsjónina með því, að reyna að vera eitthvað annað en hún hefir gert mig. Eg hef ekkert leyfi til að mæta eins og tilvrljun þeirri staðreynd að ég er íslending- ur. Guð vill að ég sé Islendingur. Eg minnist ekki að hafa séð þess. ar einföldu en djúptæku hugsanir settar fram neinstaðar í ritum Sig- urðar Kristófers, og ég held að ég fari alveg rétt með kjarnann í orð- um hans, er ég letra hann hér. Víst er um það, að Island ætti fleiri góða sonu, og heimurinn fullkomnari menn, ef þetta viturlega sjónarmið nyti almennari hylli. En mörgum þótti fyrsta sinni á æfinni, sem mérhafði gef ist tækifæri á að eignast úr. Kveld nokkurt, þegar hann var að hátta sig, rann á hann blundur, þar sem hann sat þversum í rúmi sínu og var að búa sig undir að fara úr buxun- um. Reyndi ég að vekja hann með því að kalla til hans á tveimur málum, sem ég vissi að hann skildi, síðan kleip ég hann og hristi í hálftíma, en allt kom fyrir ekki. Mér er ekki kunnugt um, að úrsmiður þessi hafi vaknað síðan, því nóttina eftir, þeg- ar al'lir voru gengnir til svefns, var hann settur í poka og sökkt til botns að mér ásjáandi. Þó varð ég á ferð þessari sjónar- vottur annars dæmis langtum eftir- minnilegra um fólk, sem var á heim- leið. Það hefir haft meiri áhrif á mig en nokkuð, sem ég hefi heyrt sagt um þjóðrækni fyr eða síðar. Eg ætla að biðja menn að fara nú ekki að halda, að ég muni segja hér ein. hverja margbrotna eða tilþrifamikla sögu, því þetta voru bara gömul sveita hjón ættuð ,úr Rinarlöndum; þau voru á leið heim. Mig minnir að konan hafi verið mjög nærri níræðu en bóndinn hafði fimm um áttrætt. Þau höfðu flutt vestur fyrir fimcn- 'tíu árum síðan, þegar þau voru í blóma 'lífsins og tóku land í námunda við Milwaukee. Ekki man ég með vissu, hvort þau höfðu alls átt þrjú eða fjögur lönd, en þau áttu níu börn á lífi, um fjörutiu barnabörn og mörg barna-barnabörn og var fólk þetta dreift út yfir öll Bandaríki, og sumt fengið minnispeninga fyrir góða framgprvgu í striðinu. En gömlu hjónin, sem voru orðin ein eftir á farminum sínum, höfðu nú selt búið og tekið sig upp, þau voru á leið heim. Þau mæl.tu ekki á enska tungu, en lágþýzkan með sínum þekka upprunalega keimi var þeim jafn töm á tungu eins og fyrir fimmtíu árum síðan, er þau yfirgáfu dali Rínar, enda voru þau nú á leið heim, og ætluðu síðan ekki í langferðir meir. Þau sátu á þiljum uppi í bjartviðrinu, hvort við annars hlið, án þess að láta nokkur orð falla um sjóinn. Þau voru búin eins og bændafólk langt upp til sveita er vant að klæðast á kveldin að loknu dagsverki,—gamla konan í svartri 'treyju og skósíðu pilsi, með snotran skýluklút bundinn yfir höfuðið, gamli maðurinn snöggklæddur í grárri skyrtu, með bláan klút um hálsinn, í sunnudagaskónum sínum og tottaði snaddann sinn af gömlum vana. Þau töluðust ekki við en sátu þögul eins og einn maður en þegar taiað var við þau svöruðu þau eins og ein per- sóna, svo háttlagin var eindrægni þeirra. Eitt kveld, sem oftar, var gleðskap- ur í veitingasalnum og sungnir þýzkir þjóðsöngvar. Gömlu hjónin sátu álengdar. Þeim stökk ekki bros, því siður að þeim hryti tár af augum, en þau hlustuðu af samskonar kurteisi og allir kannast við, er sótt hafa kirkju til sveita í Rínarlöndum. tJt úr þessum falslausu andlitum upprun- ans sjálfs, tálaði það samræmi lands- lags og örlaga, sem er kölluð þjóð. Bandið milli mannsins og Iandsins,sem hann er vaxinn úr, einstaklingsins og stofnsins, sem hann stendur á er stofnsins, en nokkur ástriða,—það er sem eingöngu eru skapaðir til sýnis. Fyrir skemstu veittist mér sú á- nægja að skoða eitt af þessum ‘homes’ í Suður Kaliforníu,— þessum inn- réttingum, sem eru svo skínandi full- kominn leiðarvísir i því, hvernig far- ið skuli að eyða mrljónum dollara ■með ráðum óprúttinna sérfræðinga. Hér var ekki aðeins allt til alls, held- ur gengið frá hverju smáatriði af slíkri vandyirkni og fullkomnun, að ég hlaut að draga þá ályktun, að í- búar heimilisins hefðu innréttað sig í því augnamlði, að staðnæmast hér að minnsta kosti það sem var eftir eilífðarinnar. Hesthúsið var áþekt greifahöM, bifreiðaskýlið — fyrir 3 bifreiðar hjónanna — minti á mus- teri, hundaherbergin eins og fínustu stássstofur hjá sýslumönnum; neðstu hæð hússins var sundlaug mik il pg innangengt þaðan í einkarakara stofu húsbóndans. Aldingarðurinn var miklu fullkomnari en hvað ímynd unarafl mitt hefði getað málað þegar ég las arabisk æfintýri fyrir fimtán árum síðan. I stofunum niðri voru allskonar söfn sjaldséðra gripa og naumast auðið að hugsa sér full komnari tegundir listiðnar en gaf að líta í samkvæmissölunum. Eina fólkið sem ég sá hér voru öldruð hjón, er höfðu þann starfa með höndum að passa hundana, en mér var sagt að húsbændurnir dveldu hér ekki nema stuttan tíma árs, en ættu annað “honte” skamt frá Nýju Jór vík, væru sem stendur á ferðalagi Evrópu, en tvö börn þeirra höfð undir eftirliti hjúkrunarkvenna og upp eldisfræðinga á eyju nokkurri hér skamt úti fyrir ströndinni. I mínum augum er heimili af þess ari tegund gagnstætt við það sem nefnt er þjóðmenning. Slíkt hús er tákn þjóðernis, þar sem peningur inn er föðurland, og vitnar, eins og fyr segir, hvað byggingameistarar smiðir, húsaskreytarar, húsgagnasal ar, bifreiðaumboðsmenn, hrossakaup menn, hundaræktarmenn og land- scapc gardcncrs geta ráðlagt purkun arlausum fáráðlingum að kaupa sér fyrir peninga. “Safn” þetta stendur ekki á grunni neinnar baráttu, sem ljái þvi lífrænt gildi, sálrænan veruleik Enginn hlutur ber hér vott um hið Orthofjhonic Victrola Kristófer jafnvel viturri í tali en lörlögin sjálf. Sem tákn þess er mér skrifum, og var ég einn þeirra. Rit- listar hugmyndum hans var þann veg farið, að þær hnepptu hann einatt í fjötra, en þó er undursamlegur morg- unblær yfir útsýnum þeim, er við Hasa hvarvetna i hinu undarlega helgiriti hans um islenzka tungu. Og fegurð íslenzkrar sálar var alstað- ar nálæg í ritum Kristófers. Vorið 1922 fór ég yfir Atlanzhaf- ið, frá Nýju Jórvík til Hamborgar á S.S. Mount Clinton, seinskreiðu flutn ingaskipi frá Hapag, með aðeins einu farrými. Farþegarúm var alskipað fólki kynjuðu frá Evrópu, sem var á leið til gamla landsins í orlof sitt, einkum Þjóðverjar. Nokkrir voru á heimleið til ætthaganna alfarnir, eins Qg t. d. klefanautur minn, a'ldraður úrsmiður þýzkur, er stundað hafði iðn sína áratugum saman í amerískum bæ. Urðum við hinir beztu mátar, og sótti ég honum bjór upp í veit. ingaskála bæði á nótt og degi, þvert ofan i bann læknisins, og hann bauð að gefa mér úrið sitt, sem ég þó ekki þáði, enda þótt það væri í svo minnisstæð áhrif hinnar einföldu myndar af þessum tveim Þýzkurum, sem voru á leið heim. 3. Fátt vei.t ég öllu skemti’legra en að iganga i kring og skoða hús. Því hús eru eins og bækur,—tákn andans, sem býr þar. Einkum þykir mér gaman að ganga inn í garða að húsa. baki, og virða fyrir mér þær hliðar húsa, sem ekki snúa að alfaravegi, og hef ég marga pílagrimsferð farið um slika leynistigu á tunglskinsnótt- um og hlýtt á söng kattanna. Ojg eins og mér þykir fróðlegra að lesa bækur eftir Eirík Ólafsson og Sigurð Ingjaldsson en Graf Hermann Keyser. ling og Luigi PirandelIo,þannig hef ég sérstaka ánægju að virða fyrir mér hús í útjöðrum bæja eða hliðargötum, hús, sem eru niuner B., C. eða D., eða hafa kannske alls ekkert númer, eða hús í smáþorpum og siðast en ekki sízt sveitabæi. Af öllum hlutum þykja niér þeir einna ófróðlegastir, The Popular “BARONA” Classlcal deslgn. Mahoft. flnish, hlended. Model--4-40 - - $225. Sérstakt TILBOÐ f EINA VIKU Vel borgað fyrir gamla Fónógrafinn eða Radioið E. Nesbitt LIMITED Sargent Ave. and Sherbrooke St. SfMI 22 688 djúptæka æfintýri lifsins, ekkert ber vott um fortíð né sögu, ekkert um töfra lífsbaráttunnar, ekkert vitnar yl þess, sem starfar, né tign þess, sem fórnar, né verðskuldun þess, sem lagt hefir mikið í sölurnar; hvergi hattar fyrir gamansemi þeirr- ar sálar, sem staðið hefir augliti til auglitis við möl og ryð og- reynslu þess, sem litið hefir vitringsandlit fallvaltleikans, því síður að nokkurs- staðar kenni hins persónulega svips, sem dauðir hlutir geta fengið af ■langri og innilegri sambúð við starf- andi hendur. Til hvers er eftir allt saman sundskálinn, garðurinn, hest- arnir og hundarnir? Hvað þýðir allt þetta herjans prjál ? Dýrelgt minnismerki yfir — ekki neitt, — tákn menningarleysisins sjálfs,hégóm- inn uppmálaður: engin persónuleg verðskuldun, engin frumspekileg þýð ing,— þvílíkt sem höfðu konungs- grafir Fornegypta,— engin persónu- leg huigsun né tilfinning, engin nauð- syn, engin örlögbundin krafa né sögubundinn veruleiki, í einu orði sagt, engin eðljsrök (raison d’étre). Væri hugsanlegt að nokkur gæti tollað hér, þá er engin leið að ímynda sér, að innan um þetta skran væri hægt að lifa nokkru því sem verð- skuldar að kallast líf. Þó er safn af þessari tegund hinn æðsti ham. ingjudraumur hvers ósvikins Am- eríkumanns. Að sliku “home” sem æðsta takmarki Iífsins,— innantómu ■'decorum” lifir og hrærist hundrað miljóna þjóð þessa meginiands. — Kuml þetta birtir mér harmsögu Ameríku alla í einni sjónhendinigu. Þegar ég hef séð slíkar sýnir, hlýt ég að hverfa aftur, mér til sálubótar, unz mig ber loks að litlum bæ með höllum dyrum og blómum á þakinu. A syHunni fyrir utan gluggann situr malandi köttur og er að leggja niður fyrir sér alt um rjómatrogið. Hér hafa gömlu hjónin nú búið í fjöru- tíu ár og eignast tíu börn, sem nú eru fullorðin og dreifð út yfir allt landið. Hér voru rauluð vögguljóð með raddblæ og hrynjandi, sem fól i sér ilm heiilar þjóðarsögu. Og meðan hvitvoðungurinn saug, heyrð. ust hér sögur af þrekraunum á landi og sjó. Einatt var horfst í augu við alvöru lífsins en líka glaðst yfir smáum atburði. Qg það var oft tekið á móti ferðllúnum gesti og fréttir sagðar að kveldlagi. Og meðan börnin enn voru ómálga tók móðir þeirra þau á armi sér fram á bæjardyraþröskuldinn, benti á öll fjöllin, sem sjást af hiaðinu, og kendi þeim nafnið á hverjum tindi fyrir sig eins og það væru höfðingjar. Og síðar, er við komumst á sokkabands- árin varð hvert einasta örnefni í landareigninni að persónu og svipur landslagsins speglaðist í sjálfum oss líkt og í tæru vatni og vér fengum í málfar vort einkenni, sem tekið hafa keim sinn af viltum jurtum. Þegar ég hafði ferðast í fimm dæg ur á hraðlest frá einni af hafnarborg i unum á Atlanzhafsströndinni, gegnum unglegar borgir, yfir víða akra, bú- sældarleg beitilönd, dægurlanga eyði- skóga, gróðurlítil fjalllendi, yfir slétt- ur sem virtust endalausar eða meðfram vötnum, sem líktust hafsjóm, þá bar mig loks að einni af hinum þektari sléttuborgum kanadisku vesturfylkj- la. Sem Evrópumaður hafði ég átthögum minum en á þessari ferð, sem Islendingur fannst mér, að é, væri kominn á aðra stjörnu ag ekk ert framar í háttum lands né þjóðar, sem tengdi mig móðurjörðinni. HVer minning um Island kom mér fyrir sjónir sem vikur fugl í þessu óskylda umhverfi. Og einn morgun, er ég vaknaði í Ontario og reis upp við dogg í rúmi mínu í lestinni en sól- in var að koma upp yfir barrskóg- inn, þá fannst mér ég vera meiri útlendingur fyrir Guði og mönnum en nokkru sinni fyr, og skrifaði kvæðið “Ontario” milli dúra. (“Eimr lestin brunar oft með þreyttan mann” s. frv.) Hve stórfurðulegt var svo ekki æf- ntýrið, sem ég rataði i, kveldið eftir að ég steig af lestinni í hinni fyr- nefndu sléttuborg,—að vera kvaddur til að sitja isbcnakt gullbrúðkaup í samkvæmissal islensku kirkjunnar á WINNIPEG, 31. OKT 1928. ÞJER 8 E M NOTIÐ TIMBUR KAUPIÐ A F The Empire Sash and Door COMPANY LIMITED Blrgðlr: Henry Ave. Eaet Phone: 26 356 3krIfetofa: 5. Góffi, Bank of Hamilton VERÐ GÆÐ\ ÁNÆGJA. i McLEOD RIVER HARD COAL Lump and Stove size KOPPERS WINNIPEG ELECTRIC COKE Only one Koppers Coke sold in Winnipeg McCRACKEN BROS. Retail Distributors Phone 29 709 Njótið Jólanna Heima á Ættjörðinni t>ú eetur farlt! heim um Jólln, fljótlega og þœgllega mefl Canadian Pacific akipunum, aem samhönd hafa viC eklpaferClr í NorBursjónum. Farþegar er bítia þurfa ekipa, eru frýstir á kostnaB fílagsins og fseddir ókeypis á beztu glstlhúsvm, farangur fluttur ókeypis. StseretM o* hra«akrelðustn •klp trt Caaadn. L,agt farajald fram of tll baka. Dlcllifar tlSar. Nafllifi from Moalrral — Nov. 2—S.9. Dackeaa of B?dford to Moutrral — \or. ®—S.S. Montelare to Montreai —Nov. 10—S.S. Melita to jMontreal —IVot. Moatrcal —.Noy, 18—S.S. Duckeaa of Jl—S.S. Montropc Atholl to t« Montreal —Not. 2S—S.S. Moutcalm ta (tnrhee —Jfor. 28—S.S. Mlnnedoan ...Mm.... tO 8t. Joku — Dee. 8t. Joka —I)ec. St. Jokn —I)ec. St. Jokn —Dec. 7—S.S. M tafamn 7—S.S. Moatclare 12—8.S. Ducheaa of 14— S.S. Mellta to to Athol to to C.laafow, B-l fmni, Llverpool (llaafow, Lk rrpool (hrrhoarg, Noutkanft., Hanb. Glaafow, Belfast, Llvrrpool Ckcrboarf, SoutkanptoD, Autw. Glaifow, Llvrrpool Glaafow, Bclfaat, Llrcrpool Ckrrkourf, Sontkanpton, Autw. GlnaaroTr, Belfant, l.lvrrpool Glaafow, I.lvcrpool St. Heller, Ckannel Inlandai ( hrrbonrg, Soutkanpton, Autw. SJERSTAKAR LESTIR GANGA BEINT AÐ SKIPSHLIÐ Spyrjlst fyrlr hjá stöBvarstjórum eöa skrifiti eftir upplýslngum tll: R. W. GREEHK, C. P. R. Bldg., Calg ary, G. R. SWAI.WÍLL, C. P. R. Bldg., Sa.katoon or W. C. CA8EY, . General Agent, C. P. R. Bl"g., Maln aad I’ortafe, Wlnulprf. CANADIAN PACIFIC HEOISIJiS STÆRSTA F1,1;T1VI1SIGAFJEI,AG SfMI 57 34« SfMI 57 348 DOMINION LUMBER AND FUEL CO. LTD. Verilar með illikonar tegundir af Timbrl og Blfnivið fyrir byggingar, Jafnt irnátr eem atórar. Hefir Jafnan á reiðum höndum alkkonar eik, furu, gluggakarma o. s. frv. Allur trjáviður þur og vel vandaSur. 667 Redwood Avenue WINNIPEG MANITOBA. Mfl Capital Coal Co.Ltd. | Phones: 24512 — 24151 Wholesale and Retail ALLAN, KILLAM AMcKAY BLDG. 364 Main Street THE Best Grade Canadian and American 1 COAL Elgin Lump $12.00 Elgin Stove $10.50 Elgin Nut $ 9.50 Ford and Solway Coke $15.50 Dominion( Lump $ 7.00 1 Black Gem Lump $11.00 Black Gem Stove $10.00 WE WANT YOUR ORDER

x

Heimskringla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.