Heimskringla - 31.10.1928, Side 6

Heimskringla - 31.10.1928, Side 6
6. BLAÐSÍÐA HEIMSKRINCLA WINNIPEG, 31. OKT 1928. Húían og hárlokkurinn (Eftir Molly Doddson) Sex vikum síðar sat hópur af kvenfólki í dagstofu frú Longstaffes, og meðal þeirra var Sibylla Hampden. Hún var foreldralaus og alin upp af tveimur ógiftum föðursystrum, og það var álit allra að hún hefði allt sem hún gat óskað sér. Hún átti t. d. all miklar eign- ir út af fyrir sig, fallegt andlit og fallegan vöxt, þernu fyrir sig eina, já, jafnvel skrautvagn. Þrátt fjrrir þetta var tilvera hennar stefnulaus og leiðinleg. FYænkur hennar, Charlotte og Sarah, voru gamlar piparmeyjar um sextugs- aldur, og Charlotte þjáðist af taugaveiki, en Sarah hugsaði ekki um annað en að ala upp ketti. Sibylla þekkti fátt af ungu fólki. Kunningjar systranna voru annaðhvort gaml- ar piparmeyjar eða alvarlegar ekkjur, sem vanalega töluðu um veikindi, vinnufólk og ketti, átu og drukku og fóru nauðugar burtu aftur. Sökum þessa fékk Sibylla sjaldan tækifæri til að umgangast jafnaldra sína. 1 stað þess las hún allar mögulegar skáldsögur og blöð. Frú Longstaffe hafði þrisvar í viku marg- mennar samkomur á heimili sínu, til þess að vinna fyrir hermennina við að sauma skyrtur og prjóna sokka og húur. Við eina af þessum samkomum teygði Sibylla handleggi sína afar þreytt, og sagði við þá sem næst henni sat: “Þetta er hundraðasta húan sem ég hefi prjónað. En hana skal ég líka gera hátíð- lega.” “Hvernig þá?” “Eg hefi klipt lokk úr hári mínu og prjónað hann fastan í henni — það er almennt sagt að það færi lán.” “Já, en ef þú gerir það í hvert skifti, neyð- ist þú bráðum til að fá þér hárkollu. Mér þætti annars gaman af að vita hver fær þessa gæfuríku húfu.” “Mér líka. Eg vildi að ég væri húfa, sem gæti farið út í heiminn og séð allt sem þar skeður. Sjáðu nú,” sagði Sibylla, um leið og hún lét á sig húfuna; “er hún ekki falleg? Svo vel prjónuð úr hinu indælasta skozka bandi. Ef ég aðeins væri lítill fugl og gæti séð hvernig húfunum er skift, og hver það er sem fær þessa.” . “Einhver dáti auðvitað.” Sibylla svaraði ekki, hún var sokkin nið- ur í hugsanir sínar, og hin stúlkan sagði: “Viltu ekki skrifa seðil og festa hann inn- an í henni?” “Nei, hvað hugsar þú?” sagði hún skelk- uð; “það er ekki hyggilegt.” “Hvers vegna ekki? Þú getur t. d. skrif- að: “Sá sem brúkar þessa húu og brúkar hana, og kemur heim með hana, er beðinn að koma í Drotningargötu nr. 700 og spyrja eftir S. H. Það er ekki neitt hættulegt.” “Já, þú segir í rauninni satt. Eg ætla að gera þetta, og ef hann kemur og heimsækir mig, ætla ég að gefa manninum eitt pund af tóbaki og gullpening. Sjáðu nú, mér er auð- velt að þekkja hana aftur,” sagði Sibylla, um leið og hún benti á ljósbjartan hárlokk, sem var prjónaður fastur í henni. Sibylla, sem var eins og heima í húsi frú Longstaffe’s, gekk hiklaust að skrifborðinu, skrifaði nokkur orð á seðil, sem hún sýndi vin- stúlku sinni og saumaði svo fastan innan í húfuna. “Hver veit nema þessi húfa færi mér gest, sem segir mér frá öllum hetju fram- kvæmdum sínum í þessu voðalega stríði.” “Já, látum svo gestinn vera hvernig sem hann vill, hann verður í öllu falli þægileg til- breyting fyrir þig,” sagði vinstúlkan. “Þið fáið efalaust ekki oft heimsóknir ungra manna?” tUClb “Nei, aðeins prestinn, læknirinn, katta- læknirinn og nokkrar hlægilegar, gamlar, vanafastar kerlingar. FYænkur mínar geta ekki liðið unga menn, þeir eru svo harðleiknir við hina verðlaunuðu ketlinga, segja þær.” “Mjög einkennilegt,” sagði unga vinstúlk- an mjög nefmælt. Hún var keskið hrekkja- tól, og hermdi ágætlega eftir Söru Hampden, án þess að skeyta um bróðurdóttur hennar. “En Súsí, en að þú skulir leyfa þér þetta?” sagði Sibylla verjandi. “Segðu heldur, “hvernig geta þær -------- þínar gömlu frænkur — haldið þér frá öllu, og sjálfar verið svo kærulausar um allt sem fram fer í heiminum? Sjóndeildarhringur þeirra nær ekki út yfir ketti og lyfjaber.” “Þær álíta stríðið viðbjóðslegt, og þeim var á móti geði að ég tæki þátt í þessum sam- komum hér.” “O, hvað ætli þær segðu, ef þær vissu að þú sendir ókunnum hermanni húfu með seðil og hárlokki í?” Sibylla stokkroðnaði, en svo hló hún. Við og við gat hún verið keskin og sjálfstæð. “Já, auðvitað, ef þær eru ríkar.” “Ef ég hefði ekki annað að gera, þá verð- skuldar þú snoppunga. En það er betra að ég gefi Basebones fóður og vatn að drekka — bg mér sjálfum líka.” * * * Þokuríkan síðarihluta dags í lok nóvember mánaðar stökk tígulegur maður út úr öku- vagni, sem nam staðar í Drotningargötunni fyrir framan nr. 700, og hringdi með allmiklum ákafa dyrabjöllunni, sem aðeins var vön við kyrláta meðferð. Eftir óvanalega langa kyrð opnaði loksins gamall og magur þjónn dyrnar, sem undrandi starði á komumann. “Ef það er viðvíkjandi styrk,” sagði hún meira og meira æst. “Nei, nei,” greip hann fram í fyrir henni og gat naumast stillt óþolinmæði sína. “En hvað viljið þér þá?” “Eg vil tala við þá stúlku, sem hefir prjónað þessa húfu og skrifað þenna seðil,” svaraði Lovelace hörkulega. “O,” hrópaði hún um leið og hún leit á seðilinn gegnum gleraugun og hristi höfuðið. “Mjög einkennilegt, þetta er skrift Sibyllu. Hún hefir prjónað mörg hundruð af slíkum húfum. Hún er bróðurdóttir mín. Hún er — nokkuð — undarleg. Herring, kallið þér á ungfrú Sibyllu. Hvað sögðust þér heita?” “Lovelace — Josselyn Lovelace.” “Líklega þó ekki af ætt Lovelaces í Her- ron Place?” “Jú, sá eldri með því nafni er faðir minn.” “Nei, hamingjan góða, þetta er mjög und- arlegt. Eg þekti hann fyr á tímum. En hvers vegna eruð þér þá orðinn óbrotinn dáti? Hvað segir Sir George um það?” “F’yrst fannst honum það svo hræðilegt, að hann vildi hreint ekki leyfa mér að ganga í herinn sem sjálfboða, svo ég mót hans vilja varð aðeins dáti í riddaraliðinu. En þar eð ég er nú kominn heim heill heilsu og óskemdur, er hann hreykinn af mér.” “Þér eruð þá einkasonur Sir George — og ég hélt að þér kæmuð viðvíkjandi síames- iskum ketti. Hér er Sibylla bróðurdóttir mín.” Foringinn stóð skjótlega upp, þegar hanu sá að þessi unga stúlka með brúnu augun, var sú sama sem fyrir rúmu ári síðan veifaði kveðju til hans í Southampton. • En við að sjá þenna vinalausa dáta aftur, stokkroðnaði húo og stóð kyr sem steingervingur. “Kæra barnið mitt,” sagði frænka henn- ar óvanalega ánægjulega, um leið og hún stóð uþp og lét köttinn í stól með varkárni, “þessi maður er sonur eins af gömlum kunningja mínum, Sir George Lovelace. Hann er kom- inn til að tala við þig um ullarbandshúfu,” bætti hún við, um leið og hún rétti bróðurdótt- ur sinni umtalsefnið. “Já, hana hefi ég prjónað,” viðurkendi hún, um leið og hún snéri henni milli handa sinna. “Eg þekki hana á lykkjunum.” “Keðjulykkjur,” sagði gesturinn, og leiftri brá fyrir í augum hans. “Til þess að vekja dálitla eftirtekt á þéssari húfu, sem var sú síðasta af fyrsta hundraðinu, lagði ég lítin seðil innan í hana.” “Og lofuðuð verðlaunum,” sagði her- maðurinn. “Já, mér datt í hug að dáti kynni að koma heim með hana, og þá ætlaði ég að gefa hon- um reyktóbak og gullpening — en nú hefif hún lent í yðar höndum.” “Eg vona að yður mislíki það ekki — hún hefir verið eina huggunin mín,” sagði gest' urinn. “Eg hefi aldrei nokkru sinni haft húfú sem hefir átt eins vel við mig og þessi. Á hverri nóttu kom hún mér til að dreyma, og það sem hafði verið í henni, dró upp hinar feg' urstu myndir fyrir hugsjón minni.” “Það gleður mig,” svaraði Sibylla. “Mér kom aidrei til hugar að hún myndi lenda í höndum göfugmennis. Yður get ég hvorki boðið gull né tóbak.” “Nei, en tebolla getur þú gefið honum,” sagði gamla frænka hennar. Þarna kemur Herring með tekönnuna. Meðan þið drekkið það, getur þú talað við hann og komist eftir hvað hann vill. Máske honum geðjist að ketling frá eyjunni Man?” Þótt hann væri ekki hrifinn af köttum, og gæfi engar gætur að’yndisleik ketlinga, koiu þó herra Lovelace daglega í nr. 700 í Drotn- ingargötunni. Hin verðandi frú Sholte tók líka vel og innilega. á móti honum, og eftir furðu stuttan tíma, sagði S. H. honum það, sem var skilyrði fyrir lífsgæfu hans, og sem gladdi hann ósegjanlega. ENDIR. •x- “Það skeyti ég ekki um. Eg geri ekk- ert rangt með því, og fyrir góðann og vaskann dáta, sem berst fyrir mig og þig, mun dálítið af tóbaki og gullpeningur koma sér vel.” * * * Það var kaldur og bjartur dagur í her- búðunum. Þó að hin afríkanska sól skíni skært, var samt kaldur vindur, og stór, gul sandský ultu yfir sléttuna, sem var þakin af tómum skothylkjum og dósum utan af niður- soðnum mat. Maður, sitjandi á argentiskum hesti, stefndi þangað sem herdeild hans var að kveikja eld, reisa tjöld og skýli.. Þar var sami, einmanalegi maðurinn og við sáum í So uthampton, hann var aðeins magrarí, þreytulegri og sólbrendari en hann var þá. Hann hafði veríð með í nokkurum hörðum bar- dögum, og orðið fyrir mörgum undraverðum þrautum. Hann var að sönnu af hermanna- ætt, en í þetta skifti fór hann sem sjálfboða- liði þrátt fyrir bann föðursins. Josselyn Lovelace var einkasonur og erf- ingi auðugs heldrimanns. Undir sorglegum kringumstæðum yfirgaf hann heimilið. Þeg- ar hann varð þess var, að faðirinn var ófáan- legur til þess að leyfa honum að fara, fór hann einn morgun um sólaruppkomu með nú var hann orðinn almennur hestliðsmaður, litla ferðatösku. Hann reyndist vel í öllum þeim listum, sem hermenn þurfa að kunna, og er lært hafði að búa til mat sinn, þvo föt sín og gæta hests síns, og sem nú var orðinn van- ur við að berjast á bersvæði, endast heilan dag án þess að neyta matar og hætta lífi sínu á hverju augnabliki. Meðan hann hélt áfram, fór af baki og tók hnakkinn af hesti sínum, tók hann eftir því að félagar hans voru búnir að tæma stóran kassa með gjöfum að heiman. Einn hélt ull- ardúksvesti á lofti glaður í huga, annar skyrtu og hinn þriðji sokkum, en flestir höfðu. nýjar prjónhúur. “Það var gott að þú komst Joe!” kall- aði einn dátinn. “Eg hefi lagt nokkuð til hliðar handa þér. Hvað viltu helzt fá?” “Skyrtu, sú sem ég hefi endist naumast nema fáa daga ennþá, hún er eins og kóngu- lóar vefur.” “Hana get ég því ver ekki látið fá, allar skyrtur eru farnar.” “Nú, sokka þá, kondu með þá.” “Nei, þarna er þinn fengur — húfa.” Svo kastaði hann blárri ullarhúfu til vinar síns, sem hann greip undireins og mátaði á sig. “Hún getur að minsta kosti varið eyru mín fyrir kulda um nætur,” sagði hann hlæj- andi. “En hvað er þetta, sem er innan í þess- ari húfu?” sagði hann allt í einu, um leið og han tók hana af sér, og snéri henni við. “Það er nú raunar bréf,” og hann las hátt: “Sá sem fær þessa húfu og brúkar hana, er beðinn að koma í Drotningargötu nr. 700 og spyrja eftir S. H. Það mun í öllu falli verða honum til gagns.” Húfan kom ásamt hinum gjöfunum, það er efalaust vinnukona, sem hefir leyft sér þetta spaug,” sagði vinur hans. “Það held ég ekki,” svaraði Joe. “Líttu aðeins á þennan þykka lokk, sem er prjón- aður inn í húfuna, hve fallegur hann er á litinn og mjúkur.” “Vesalings maðurinn er af göflunum geng- inn,” sagði vinur hans blátt áfram. “Því þá það? Hún færir gæfu — hver veit nema ég hljóti lán af þessari húfu. Kom- ist ég heill á hófi með hana heim, þá ætla ég auðvitað að heimsækja S. H., og spyrja hana hvað hún hafi að segja mér.” “Eg þori að veðja um, að það er gamall kvennmaður — skriftin er rituð með skjálf- andi hendi.” “Hafa gamlar konur ljósbjart hár?” “Er nokkur í þessu húsi sem hefir upp- hafsstafina S. H. í nafni sínu?” spurði gestur- inn. “S. H.” endurtók þjónninn. “Já, fyrst þér spurjið þannig, get ég sagt yður að ég heiti Silas Herring.” “Silas Herring!” endurtók hermaðurinn mjög undrandi. “Er enginn annar í húsinu sem hefir sömu upphafsstafi í nafni sínu?” Herirng nuggaði hökuna og játaði, að ungfrú Sarah Hampden hefði upphafsstafina S. H. líka. “Get ég fengið að tala við hana?” “Já, það er ekki ómögulegt. Hún er að sönnu nýkomin heim frá sýningunni, og það er bráðum. tedrykkjutími. I öllu falli—” “1 öllu falli,” endurtók gesturinn og stakk gullpening í lófa þjónsins, “viljið þér fylgja mér upp til hennar, er það ekki?” m Herring hóistaði og Jéft gullpeninginn hverfa undireins, kinkaði svo kolli samþykkj- andi. “Hvaða nafn má ég nefna?” “Nafn mitt hefir enga þýðingu. Eg kem viðvíkjandi bréfi sem ég hefi fengið.” Hröðum fetum gekk foringinn Lovelace upp stigan og inn í stóran sal, með gamaldags útbúnaði. “Það er kominn gestur, sem óskar að tala við ungfrú Hampden,” sagði þjónninn inni- lega. Gamall kvennmaður með grátt hár og lín húfu á höfði, klædd víðum flöielskjól sat les- andi í blaði við ofninn og fóðraði um leið stór- ann kött. “Komið þér viðvíkjandi auglýsingu?” spurði ung frú Hampden og horfði grunsam- lega á gestinn. “Viðvíkjandi síamiskum ketti.” “Nei, ungfrú, ekki viðvíkjandi ketti, held- ur viðvíkjandi húfu,” svaraði ungi maðurinn. “Hvað heitið þér?” spurði hún. “Lovelace — liðsforingi Lovelace.” “Herring, þér megið ekki ímynda yður, að þér fáið Ieyfi til að fara,” sagði ungfrú ÍH'aimpden þykkjulega. “Hvernig gat yður komið til hugar að koma með ókunnugann gest hingað upp?” “En mér veittist sá heiður að tala við S. H.,” sagði hinn djarfi gestur og hneigði sig kurteislega, en með sjálfum sér hugsaði hann: “Errington hafði rétt fyrir sér, þetta er gömul ugla.” “S. H.” endurtók hún. Já, það eru í öllu falli upphafsstafirnir í nafni mínu.” “Og þeta er hús nr. 700 í Drotningargöt- unni. Nei, ég er kominn til að skila yður húf- unni aftur.” “Húfu? Maðurinn er ekki með öllum mjalla. Herring, hreyfið yður ekki úr stað. Ef það væri hattur, þá gæti ég skilið það, en Ihúfu! Þetta er mjög undarlegt. Hvers- konar húfa er það sem þér talið um?” “Yðar, ungfrú.” Til stórrar undrunar fyrir gömlu konuna, rétti hann henni — slitna fölnaða, bláa húfu. “Nei, minn góði herra, þessa húfui þekki ég alls ekki,” sagði hún með kvartandi róm, um leið og hún veifaði blaðinu fráhrindandi. “Þetta er annars mjög einkennilegt..” “Máske þér þekkið yðar eigin rithönd,” sagði gesturinn, um leið og hann rétti henni hrukkóttan seðil.

x

Heimskringla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.